Tíminn - 23.10.1945, Qupperneq 4

Tíminn - 23.10.1945, Qupperneq 4
4 TÍMCVIV, þrigjmlagiim 23. okt. 1945 80. blaSS Haustverð landbúnaðarvaranna Eftir Pál Zóphómasson Pormaður Búnaðarráðs, Guð- mundur Jónsson kennari á Hvanneyri, sem falið hefir ver- ið verkstjórastarf yfir vikapilt- um iandtaúnaðarráðherra í Bún- aðarráði og verðlagsnefnd, hef- ir reynt að gera grein fyrir þvi á hverju verðlagsnefndin hafí byggt verðákvörðun - sína í haust. Þessi greinargerð var birt í Morgimblaðhlu 10 .þ. m. og væntaniega verður hún end- urprentuð í ísafold og Verði, þar sem ætla má að efni hennar sé meðal þess andlega fóðurs Morgunblaðsins, sem Jón Pá^ telur berandi á borð fyrir bænd- ur. En sýnilega vill hann ekki, að bændur sjái margar þeirra greina, sem Morgunblaðið flyt- ur bæjarfólkinu, og þvi endur- prentar hann þær ekki í sveita- útgáfunni. í grein sinni bendir Guð- mundur réttilega á, að þrennt komi einkum til greina, þegar ákveða eigi verðlag á landbún- aðarvörum: Framleiðslukostn- aðurinn, kaupgeta neytendanna og verðlag á erlendum mörkuð- um. Guðmundur viðurkennir sex- mannanefndarveröið sem fram- ieiðslukostnaðarverð, og hann veit, að bændur áttu bæði sið- ferðislegan og lagalegan rétt á að fá það. Hann bendir sjálfur á það, að lögin hafi ákveðið þeim þetta verð meðan núver- andi ófriðarástand rikir. Og hann veit, að með þessu orðalagi var átt við það, að bændur ættu að fá sexmannanefndarverð meðan markaðslönd landbúnað- arvara okkar væru lokuð. Hefði ekki verið svo, hefði verið sagt „ófriður ríkir,“ en ekki „ófrið- arástand ríkir.“ Og Guðmund- ur veit að ófriðarástandið varir enn, markaðslöndin eru flest lokuð vegna ýmis konar hindr- ana af völdum ófriðarins. Bænd- um bar því að fá kr. 8,62 fyrir kjötkílógrammið og kr. 1,47% fyrir mjólkurlítrann. Móti þessu reynir Guðmundur þá heldur ekki að bera. Guðmundur Jónsson veit líka, að stuttu áður en Búnaðarráð varð til töldu þrír af þeim fimm mönnum, sem í verðlagsnefnd- inni sitja, sjálfsagt að landbún- aðarvörurnar yrðu verðskráðar þannig að bændur fengju sex- mannanefndarverðið óskert heim til sín, fyrir framleiðslu næstu tólf mánaða. En þegar þessir sömu menn eru dubbaðir í „Búnaðarráð,“ skipta þeir um skoðun, og virða sexmanna- nefndarálitið að vettugi. Hvern- ig á þessari skoðanabreytingu þeirra stendur gleymir Guð- mundur að gera grein fyrir. En þess þarf ekki heldur. Menn skilja það. Menn vita, að þeir voru annara hjú og gerðu það, sem þeim var sagt. Guðmundur bendir réttilega á, að ég hafi meðan ég var for- maður verðlagsnefndar mjólkur og kjöts, gefið til kynna, að taka þyrfti tillit til verðs á kjöti á erlendum mörkuðum, og vill reyna að læða þeirri skoðun inn hjá lesendanum, að markaðs- horfur erlendis hafi ráðið mestu um það í haust, hve lágt verð- lagsnefnd rikisstjórnarinnar á- kvað verðið. Hvað mjólkina snertir er þetta hrein og bein fjarstæða. Það er hverju einasta mannsbarni á íslandi kunnugt, að mjólkur- markaðurinn hér innanlands er nú svo rúmur, að öll mjólk og mjólkurafurðir eru auðseljan- legar og jafnvel án tillits til verðsins. Reynslan frá í haust sýnir þetta líka greinilega. Mjólkin var í hálfan mánuð seld á kr. 1,82 pr. lítra, og seldist þó öll upp daglega, og hefði á- reiðanlega gert það, þó að hún hefði verið seld á verði, sem gaf bændum áexmannanefndarverð- ið. Það er líka vitanlegt, að mjólk hefir ekki fimmfaldazt í verði á síðustu tíu árum, en á sama tíma hefir kaupgetan sjöfaldazt að krónutölu. Það er því engin ástæða til að skammt bændum lægra verð fyrir mjólkina en sexmannanefndarverð, fyrst ekki voru gerðar ráðstafanir til þess að slá á verðbólguna, og það með þeim ráðstöfunum, sem ekki komu eingöngu niður á bændum. Guðmundur ritar langt mál um útreikninga mína á mjólkur- verði og reynir að tortryggja þá með útúrsnúningum. Af því er ljóst, að hann hefir enn ekki látið sér skiljast að mjólkur- magnið, sem til búanna berst, svo og hlutfallið milli sölumjólk- ur og vinnslumjólkur hefir áhrif á það, hvað bændur endanlega fá fyrir mjólkina. Líka þarf að athuga, hvdrt dreifingarkostn- aður vex eða ekki. Ekkert af þessu var athugað í haust, held- ur var mjólkin hækkuð um 9,7% frá verði ársins 1943, líklega í þeirri trú, að verðið til bænda hlyti að hækka tilsvarandi. En frið með undanlátsstefnu eins og ^eirri, sem beitt var við Þjóðverja og gleggst kom fram í Munchen. Slíkt gæti ekki gert annað en að ýta sífellt undir nýjar og meiri kröfur af hendi yfirgangsseggjanna, þar til einn góðan veðurdag, að frekara und- anhald væri með réttu eða röngu talið ógerlegt. Og þá væru enda- lok ófriðarins sénnilega enn tví- sýnni en nokkru sinni áður vegna fyrri tilslakana. Hvað Rússa snert þá væri þessu stigi náð, þegar þeir að lokum reyndu að koma á laggirnar kommjún- istastjórn í Frakklandi með ó- lýðræðislegum aðferðum. Það, sem koma þarf, er því ekki reikul undanlátsstefna, heldur skýr og afdráttarlaus utanríkismálastefna, sem kunn- gerð er opinberlega og allir sannfærðir um að verður fram- fylgt í hvívetna.' / ‘Ég býst við að Bretar ættu að gefa Rússum frjálsar hendur í Austur-Evrópu, að undanskildu Tyrklandi og Grikklandi, á þeim forsendum, að í þeim löndum geti þeir ekki gripið til raun- hæfra ráðstafana vegha legu þeirra. En í þess stað ættu þeir að láta sig þess meira skipta, hvað fram fer við Miðjarðarhaf- ið. En þau afskipti eiga ekki að byggjast á yfirdrottnun, heldur meginreglum, sem settar yrðu. Kosningasigur Jafnaðar- mannaflokksins brezka hefir vakið miklar vonir meðal allra sósíalista i Norðurálfu, sem trú- ir hafa reynzt lýðræðinu. í hér um bil öllum löndum álfunnar eru kröftugar vinstrihreyfingar, sem hingað til hafa helzt litið vonaraugum til Rússa og vænzt stuðnings af þeim. Utanríkis- málastefna Breta ætti ekki að ‘vera sú að styðja sérstaklega þessar vinstrihreyfingar, þar sem þær eru í minnihluta, en tryggja viðgang lýðræðisins, hvarvetna þar sem nógu sterkra engilsaxneskra áhrifa gætir og viðurkenna hverja þá ríkis- stjórn, hvort heldur hún er vinstri- eða hægrisinnuð, sem komin er til valda með frjálsum kosningum. Fyrsta skrefið ætti að vera að sjá til um það, að þessari stefnu væri dyggilega framfylgt í Grikklandi, þar sem íhaldsflokk- arnir eftirlétu Bretum svo illan arf. Ég veit ekki, hverju unnt er að koma til leiðar á Spáni, en ég tel að gera ætti allt, sem gert verður með viðeigahdi af- skiptum, til þess að flýta falli Francos. Bretar eiga að sýna það svart á hvítu í samvinnu við Bandaríkjamenn, ef unnt er, að þeir geri ekki neinar gælur við þá, sem vilja stofna eða viðhalda ólýðræðislegu stjórnar- formi’ í löndum, sem notið hafa lýðræðislegrar stjórnar. En þessum aðferðum mætti þá ekki beita á áhrifasvæðum Rússa. Afskipti Breta og Banda- ríkjamanna i Póllandi, Búlgaríu og Rúmeníu mundu aðeins vekja tortryggni og valda meiri ágreiningi, sem gæti haft ó- heillavænlegri afleiðingar en þær réttarbætur, sem unnt væri að knýja fram, væru virði. Stjórn sú, sem nú situr að völdum í Bretlandi, getur, og ég vil vona mun, efla stjórnmála- legan siðferðisþroska með því að varpa fyrir borð vissum yfir- drottnunarkröfum brezka heims veldisins. Hvað Indland snertir ætti að gefa út ákveðnar og af- læra þarf Guðmundur það, ef hann ætlar sér að vera verkstjóri vikapiltanna framvegis, að ef hann vill vita, hvað bændur fá fyrir mjólkina, verður hann að taka tillit til breytinga á kostn- aði við dreifinguna, mjólkur- magninu, sem að búunum berst, og hve mikill hluti af mjólkinni fer í vinnslu, og hvað úr henni er unnið. Um kjötið horfir málið öðru- visi við. Það er vitað, að af því þarf að selja töluverðan hluta á erlendan markað. Og mark- aðshorfurnar erlendis eru líka notaðar til að réttlæta hið ó- heyrilega lága kjötverð til bænda nú. Hins vegar má ekki gleyma því, að kaupgeta neyt- enda hefir sjöfaldazt að krónu- tölu, en sú staðreynd réttlætti vitanlega hærra verð en ella. Þá er líka að óþörfu gerður meiri munur á útsöluverði og því, sem bændur endanlega fá, en núuð- syn krafði. Er þetta bæði gert með því, að hækka sölulaun kjötkaupmanna, sem þó áður höfðu miklu hærri tekjur en bændur, og með því að draga úr innanlandssölunni með fleiri óhapparáðstöfunum, sem al- menningi eru nú kunnar. Ég geri ráð fyrir, að það sé með fullum vilja gert hjá ráð- herra að haga öllum ráðstöfun- um í sambandi við greiðslu neyt- endastyrks vegna kjötkaupanna í haust þannig, að verulega dragi úr kjötkaupunum. Með því á víst að lækka heildarupp- hæð neytendastyrksins á kostn- að bænda. Eftir á mun svo eiga að reyna að sanna, að verðið á kjötinu hafi verið of hátt, og þess vegna hafi selst minna af því á þessu hausti en áður. En það mun ekki takast. Menn munu sjá í gegnum vefinn. Sannleikurinn í öllu þessu máli er sá, að sú vísitöluhækkun, sem óhjákvæmilega hlaut að verða, ef mjólkin og kjötið var látið fara í eðlilegt verð miðað við kaupgjald og annað, hlaut að stöðva framleiðslu á öllum eða svo sem öllum útflutnings- vörum okkar, og það mátti ekki ske. Ríkisstjórnin vildi ekki hafa Alþingi sitjandi, þegar verðlag- ið þurfti að ákveðast, og hafði ekki sjálf vilja til að gera alhliða ráðstafanir til að koma í veg fyrir áframhaldandi verð- bólgu. Þess vegna níðist hún á bændum. Það, sem þurfti að gera, og ætla má, að gert hefði verið, ef Alþingi hefði setið, og fjallað um þessi mál á réttum tíma, var að skipta þeirri sjálf- sögðu hækkun, sem þurfti að verða bæði á kjöti og mjólk, til þess aö bændur gætu fengið sexmannanefndarverð fyrir af- urðir sínar^ jafnt milli neytenda og framleiðenda. Neytendur höfðu síðastl. tólf mánuði, feng- ið kaup, sem svaraði til sex- mannanefndarverðsins, sem reiknað var út í haust. Nú áttu bændur réttlætiskröfu á að fá það kaup, sem svaraði til kaups hinna, og það áttu þeir að fá fyrir framleiðsluvörur sínar, með sexmannanefndarverðinu. Hluta af þessum rétti var hægt að sleppa, ef samtímis voru gerðar ráðstafanir til þess, að aðrir gæfu tilsvarandi eftir. Þetta mátti gera með þv(í að láta nokkurn hluta hækkunarinnar koma fram í hækkuðu verði til bænda, og nákvæmlega jafn mikinn hluta lenda á neytend- um í hækkuðu verði, án þess að þeir fengju kauphækkun á móti. Til þess þurfti að ákveða að hækkunin, sem gerð væri á verð- inu, gengi ekki inn í vísitölu- reikning og það, sem neytand- inn þyrfti að greiða í hækkuðu verði, væri jafnt og sú hækkun, sem framleiðandanum bar, en 'hann sleppti. Þá gekk jafnt yfir báða. Þá var skotið loku fyrir víxlhækkunina á kaupi og af- urðaverði. Við þessar ráðstafan- ir, samhliða ráðstöfunum til að taka stríðsgróða braskaranna af þeim með sköttum, hefðu allir sanngjarnir menn unað. En þær voru ekki gerðar. í stað þess ei^ verðbólgan enn látin vaxa, en þó reynt að takmarka hana nokkuð á kostnað bændanna eiinna. Það er hið ranga og hættulega í málimj. Og það er það, sem bændurnir finna, og átelja. Til þess að geta gert þetta, varð að finna menn í verðlagsnefnd — helzt úr bændastétt — sem voru nógu þægir og fengust til að leggja sjónarmið bænda til hliðar fyrir brasksjónarmið ríkisstjórn- arinnar. Þessir menn voru til, sem raun ber vitni um. 14. október 1945. Starfsemi Ferðafélags * Islands Sumarstarfsemi Ferðafélags íslands er nú lokið. Alls efndi félagið til 30 ferða og voru þátt- takendur í þeim um 1130 manns. Af ferðum Ferðafélagsins voru 8 langferðir, en 22 styttri ferðir um helgar. Ferðirnar voru einni færri en í fyrra og þátttakend- ur um 100 færri en þá. Á tíðar- farið áreiðanlega sinn ,þátt í því. Varð að sleppa sumum á- ætluðum ferðum vegna ótíðar. Félagar í Ferðafélagi íslands eru nú orðnir rúmlega 5500 og fer þeim ört fjölgandi. Fiskimjölsverksmiðja til áburðarvinnslu Vandamálið með innlenda á- burðarframleiðslu er enn óleyst. Samtímis fara óhemju mikil verðmæti frá frystihúsum lands- ins forgörðum, og er ýmist fleygt í sjóinn eða í nágrenni frysti- húsanna, og veldur þar sóða- skap og rotnunarlofti til ama og leiðinda fyrir fólk. Ef hægt væri að hagnýta all- an slíkan úrgang frá frystihús- unum og jafnvel frá sláturhús- unum líka, til áburðarvinnslu, væri stórt spor stigið til fram- fara í atvinnumálum íslendinga. Því að telja má víst, af reynslu, að slíkur áburður sé mjög góð- ur, samhliða öðrum hentugum áburðartegundum. Það væri því athugandi, hvort ríkið ætti ekki að styrkja frysti- húsin til þess að koma upp mjölvinnslu-verksmiðjum við sem allra flest frystihús, svo að hin miklu verðmæti þurfi ekki að fara forgörðum. Slíka athug- un þyrfti að gera sem allra fyrst og framkvæmdir að fylgja á eft- ir, ef ráðlegt þætti. Vel getur verið, að lausn þessa máls mundi bæta allverulega úr hinni brýnu áburðarþörf bænda til fullkominnar ræktunar. En áburðarskorturinn • dregur til- finnanlega úr fullum afrakstri ræktaða landsins hjá fjölda bænda. Vitanlega er innlend áburðar- verksmiðja áframhaldandí á- hugamál bænda, sé hægt að framleiða hentugar áburðarteg- undir, sérstaklega til notkunar með áburðarframleiðslu úr fisk- úrgangi. Vonandi er, að þetta hagnýta atriði verði vel athugað af kunn áttumönnum og ráðamönnum i atvinnumálum þjóðarinnar. Saurum í september 1945 Jóhannes Guðjónsson. Á áð tala tæpitungu (Framhald af 3. lídu) reynslu af Sjálfstæðisflokknum meðan hann var í stjórnarand- stöðu. Sú stjórnarandstaða varð að endemum kunn, einnig út fyrir landsteinana, og má í því sambandi nefna geðveikismálið, / kollumálið, skröksöguna um þjófnaðinn í Skipaútgerð ríkis- ins og að síðustu þegar Morgun- blaðið sendi upp sveit til að ná i mann, sem gæti málað ofan í mynd af andstæðingi til þess að andlitsdrættirnir yrðu nógu ljót- ir, áður en myndin væri birt. Þegar slík fyrrverandi stjórnar- andstaða kemst til valda með því að blanda blóði við kommúnista, er ekki við góðu að búast. En þó færist skörin fyrst upp J bekkinn, þegar slíkir menn fara að prédika prúðmennsku. V. Af því, sem nú hefir verið sagt, mætti það verða þessum siðferðispostulum ljóst, að ráðið til að bæta andrúmsloftið I ís- lenzkri blaðamennsku, er aðeins eitt, og það er, að hafa heiðar- lega menn f valdastólunum og heiðarlegar vinnuaðferðir. Þetta blað lítur svo á, að þjóðin eigi kröfu á því að heyra sannleik- ann, hve beizkur og ljótur sem sá sannleikur er. Þetta blað er sannfært um það, að „þau eru verst hin þöglu svik að þegja við öllu röngu.“ Það telur og gagnslaust og skaðlegt að tala tæpitungumál við spillinguna. Morgunblaðið talar um það eins og einhverja goðgá, að and- rúmsloftið sé heilbrigðara í pólitíkinni víða erlendis. Erlend- ur forsætisráðherra, sem á sann- aðist að hafði sagt ósatt, hvarf samstundis úr embætti og póli- tísku lífi. Stjórnarandstaðan þurfti ekki fyrir því að hafa að benda á hann ár eftir ár. Enskur ráðherra, sem notaði aðstöðu sína til þess að láta verzlun, sem honum stóð nærri, vita um tolla- breytingar, varð að segja af sér þegar í stað og hvarf samstund- is úr stjórnmálunum. En vill ekki Morgunblaðið benda á eitthvert þjóðfélag, þar sem þeirri reglu dráttarlausar yfirlýsingar, þar sem skýrt væri mörkuð hin raunverulega stefna Breta. Hong-Kong ætti að afhendast Kínverjum við' friðarsamning- ana. Þetta er nauðsynlegt að gera, ef Bretar ætla að öðlast hylli sósíalista í Norðurálfu, eins og þeim er kleift að gera. Með því væri unnt að skapa vestræna samfylkingu, sem aldrei myndi láta glepjast af kommúnistiskri múgmennsku eða gerast hand- bendi kommúnista við að þrúgá þjóðirnar undir þeirra skipu- lag, þótt hún væri á hinn bóg- inn ekki íjandsamlega Rússum. Á þennan hátt gæti náðst jafn- vægi, sem auðvitað mætti ekki við miklu fyrst í stað, en styrkt- ist smám saman, þegar æsinga- öldur ófriðarins tæki að lægja og almennur skilningur eykst. Ég geri ráð fyrir, að hvorugur aðili muni stofna til stórkostlegs ófriðar, því að Stalín er ekki of- stækismaður eins og Hitler. Hættan stafar af hiki og stefnu- leysi, sem getur tælt hinn aðil- ann til þess að vanmeta styrk og vilja andstæðingsins til þess að verja það, sem honum er dýr- mætt og heilagt. Ef málin eru lögð nógu skýrt og greinilega fyrir í tæka tíð, eru miklu meiri líkur til þess, að þjóðunum auðnist að umflýja þær ógnir, sem myndu reynast báðum jafn þungar- í skauti. Enn hefi ég ekki minnzt á erf- iðasta vandamálið — Þýzkaland. Það verður vart með vissu sagt, hvað Rússar eru að aðhaf- ast í þeim hluta Þýzkalands’ sem þeir hafa hernumið. En sagt er, áð þeir, sem lýsa yfir því, að þeir séu kommúnistar, fái ríflegri skammt nauðsynja en aðrir menn. Það virðist liggja í augum uppi, að mikið djúp verði staðfest á milli eystri og vestra hluta Þýzkalands, þegar fram líða stundir, ef hersetning verður áfram með þeim hætti, sem hún er nú. Enn sem komið er hefir engri samræmdri stefnu verið komið á og engin sameig- inleg yfirvöld verið skipuð, og það verður tr.auðla séð, að slíku verði við komið, fyrr en gott samkomulag hefir náðst milli Rússa og vesturveldanna. Einn stærsti örðugleikinn er hræðsla rússnesku stjórnarinn- ar við það, að hermenn hennar og verkafólk kynnist Banda- ríkjamönnum, Bretum og Frökk um. Þessi hræðsla stafar efa- laust af því, að stjórnin telur, að slík kynni myndu hafa miður góð áhrif. Rússarnir myndu komast að raun um, að amerísk- ir hermenn eru betur launaðir og njóta betri aðbúðar en þeir, en það myndi aftur verða til þess, að áróðurinn missti marks og traustið á ráðstjórninni rén- aði. En maður verður að trúa því, að þessi hræðsía rússneskra yfirvalda dvíni. Og takist sam- vinna um stjórn Þýzkalands er mikilvægt spor stigið í þá átt að skapa miklu víðtækari sam- vinnu um tilhögun heimsmál- anna, byggðri á friðsamlegum úrlausnum. * , • Útlitið er þó ekki betra en það, að bezt er að vera ekki of bjart- sýnn. Öll mannkynssagan bend- ir til þess, að úr slíkum sorta, sem nú grúfir yfir, komi fyrr eða síðar él — að Vesturheimi og Rússlandi lendi saman í bar- áttu um forustuna í heiminum. Sumir vona ef til vill, að kjarn- orkusprengjan í ofanálag á all- ar fyrri ógnir gtyr j aldanna, sem vísindin munu bráðlega geta gert ennþá ógurlegri, muni skapa allsherjarhreyfingu gegn stríði. En ég er hræddur um, að þar sé meira til ætlazt af mann- inum en hann er fær um. Eins og sakir standa er því varla á annað að trúa en það, að einhver málamiðliin finnist, og vona, að rússnesk stjórnar- völd verði smám saman frjáls- lyndari og samvinnuþýðari en pau hafa verið. En það gerist ekki nema ráðstjórninni verði gerð ljós takmörk þau, sem valdi hennar eru-sett, en jafnframt ó- tvírætt sýnt, að innan þeirra takmarka þurfi Rússar ekkert að óttast utan frá. ' Einn hinn stærsti veikleiki ráðstjórnarskipulagsins er tor- tryggnin, er meðal annars stafar af afskiptum vesturveldanna af byltingunni í Rússlandi eftir heimsstyrjöldina fyrri. Ef þessi ótti dvínaði, myndi viljinn til samstarfs við vestrænar þjóðir smámsaman aukast og sambúð- arerfiðleikar minnka að sama skapi. Nýrri heimsstyrjöld, sem nú virðist ekki ósennileg, væri þannig hægt úð forða með festu, þolinmæði og stillingu af hálfu vesturveldanna, ef þaú jafn- framt gæta þess að hvika í engu frá grundvallarhúgsjómim lýð- ræðislegs sósíalisma — jafnað- armennskunni. Við getum ekki gert okkur jafn bjartar vonir og við vildum geta gert okkur, en vonar- neisti lifir enn — og það er vert að vinna að því að glæða hann. er fylgt, ef menn verða uppvísir að afbrotum, að setja þá í því fleiri trúnaðar- og valdastöður? Það er ekkert undarlegt, þó að slíkt ástand myndi slæmt and- rúmsloft, ef stjórnarandstaðan fæst ekki til að þegja yfir því öllu saman. En þess er nú enginn kostur. Og það mundi heldur ekki duga til, því að forvígis- menn stjórnarflokkanna nota nú sín blöð til að brigzla hver öðrum um mörg af hinum verstu afbrotum milli þess, sem þeir keppast við að kjósa hvern ann- an í trúnaðarstöður. Nei, það er ekki til nema ein leið til þess að hreinsa andrúms- loftið, og það er að ryðja spill- ingunni úr vegi. En til þess að það verði gert, þarf að fletta. ofan af henni og sýna hana í öllum sinum ljótleika og nekt og kalla hana réttu nafni. Það kann að vera hægt að verjast um skeið með því að kalla sannleik- ann róg og illgirni, en það tekst sjaldan til lengdar. Sannleikur- imj um ljótt mál er oft ljótur. Frásagnir Sturlungu um spill- ingu ýmissa höfðingja á Sturl- ungaöld eru ljótur sannleikur, en því miður voru ekki tök á að segja þjóðinni hann þá, sýna henni hann í nægilega sterkum litum. Því fór sem fór. Frásagnirnar um stjórnarfar og framferði víða í löndum nú síðari ár eru viðurstyggilegar. (Framhald á 5. síOu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.