Tíminn - 23.10.1945, Síða 6

Tíminn - 23.10.1945, Síða 6
? 6 TÍMEVN, þriðjndagiim 23. okt. 1945 DANARMEVTVEVG: Ingibjörg jónsdóttir frá Skíðastöðnm. Þessi gagnmerka og gáfaða sæmdarkona lézt að heimili sínu á Sauðárkróki hinn 11. þ. mán. Fædd var hún að Þóreyjar- núpi í Húnaþingi 28. dag janú- armánaðar 1862, dóttir hjón- ann Jóns Eiríkssonar og Sigur- laugar Engilbertsdóttur. Flutt- ist hún ung með foreldrum sín- um að Haganesi í Fljótum og var i fóstri hjá Sveini Sveins- syni, bónda þar, og konu hans, Helgu Gunnlaugsdóttur frá Neðra-Ási i Hjaltadal, en í Haga- nesi var Jón faðir hennar oim skeið verkstjóri og ráðsmaður fyrir búi Sveins bónda. Síðar fluttist Ingibjörg að Grýtu- bakka, austan Eyjafjarðar, en á þeim slóðum stóð ætt föður hennar. Nálægt miðjmn 9. tug aldarinnar lauk hún námi við kvennaskólann á -Laugalandi í Eyjafirði og dvaldist enn um sinn á sömu slóðum, en fluttist vorið 1889 vestur í Lýtings staðahrepp í Skagafirði. Nokkru síðar, 1892, giftist hún Hannesi Péturssyni frá Valadal og reistu þau þá bú að Skíðastöð- um í sömu sveit. Bjuggu þau þar, við batnandi efnahag og frábærar vinsældir, unz Hannes lézt árið 1900 — eftir stutta sjúkdómslegu. Var hann hverj- um manni harmdauði, er hon- um hafði kynnzt, því að honum var um allt ágætlega farið. Mjög segist öllum frá á einn veg, þeim er þekktu hann, að hann hafi verið úérstakur mann- kostamaður, grandvar í allri framkomu svo að af bar og vit- ux. Gamlir Lýtingar, sem ég hefi átt tal við, róma mjög heimili þeirra hjóna um sið- ferði, iðjusemi og hætti alla. Þótti þá góður skóli ungum mönnum, sem óráðnir þóttu, að vera á vist með þeim hjónum, svo að þeir temdu sér prúð- mannlega framkomu, iðjusemi og góðar dyggðir. Beittu þó húsbændurnir hvorki valdboði né umvöndunum við heima- menn sína, heldur fór þá sem jafnan verður, að sterkur per- • sónuleiki góðs manns mótar eftir sér þá, sem hann um- gengst, sjálfum sér óvitandi. Reynast þau menningaráhrif næsta mikilvæg og dýrmæt þeim er njóta. Fennir seint í þær slóðir að jafnaði. Þeim 'hjónum varð þriggja barna auðið.(Eru þau öll á lífi: Pétur, sparisjóðsformaður og endurskoðandi, Sauðárkróki, Jórunn, húsfreyja, sama stað, Pálmi, rektor, Reykjavík. Eftir missi manns síns bjó Ingibjörg nokkur missiri, þar til hún giftist öðru sinná, Gísla Björnssyni frá Kolgröf. Bjuggu þau enn á Skíðastöðum rausn- ar- og myndarbúi til vorsins 1914, er þau brugðu búi og skildu að samvistum. Fluttist þá Ingibjörg til Péturs sonar síns, sem var setztur að á Sauð- árkróki, og átti hún heima hjá honum síðan til æviloka. Þótt Ingibjörg yndi sér allvel á Sauðárkróki og hún nyti þar ástúðar og nærgætni barna sinna og tengdabarna, festi hún þar aldrei rætur, svo sem títt er um sveitamenn, sem taka sig upp rosknir og flytja í. kauptún. Hugur hennar var að hálfu^ eða meir, bundinn við fornar slóðir, og þó líklegast hvergi fastar bundinn en við hina fögru sveit, þar sem hún hafði lifað beztu manndómsár sín, og þá áerstak- lega við Skíðastaði. Er mér einkar ljúft að minnast þess, þegar fundum okkar bar saman, hve henni voru tiltækar minn- ingarnar þaðan, einkum frá þeim tíma, er fyrri maður henn- ar lifði og hún naut þess að eiga öll börn sín heima og sjá þau vaxa. Þar áttu minningarnar Ingibjörg Jónsdóttir sín helgustu vé. Var mér sönn unun að hlýða sögum hennar : öllum, er hún sagði mér frá ; liðnum xtíma. Hún var marg- | fróð og stálminnug. Þó var enn meir hitt, að sögunum hlotnað- ist listrænt og siðrænt inntak með þeim hætti, sem einungis má verða þegar- gáfaður og góð- ur maður segir frá. Frásagnar- list hennar várpaði yfir atburð- ina tignum og töfrandi blæ, sem allra helzt minnir á geisla- skin vornætursólar á fögrum stað í góðu veðri. Mörgum góðum mæðrum hefi ég kynnzt um dagana. En sú er sannfgéring min, að engri betri móður hefi ég kynnzt en henni. Eg greindi það glögglega, hve innilega hún gladdist við gengi barna sinna, en þó jafnan án alls mikillætis og með þeirri frábæru hófsemi, sem einkennir góða menn og margshyggjandi. Gleymdi hún ekki að þakka guði hvern bantí áfanga, er unnizt hefði og biðja hann styrktar og blessunar á þeirri leið, sem framundan var. Samúð hennar var víð sem askurinn YggdrasÚl, og þó furðulega sterk og heit. Hún náði til alls þess, sem átti í vök að verjast, til alls þess, sem sat við skarðan hlut, án saka. Ingibjörg var sérstaklega ljóð- elsk og hárglögg að greina þar stórt frá smáu. Unni hún eink- um allri skáldlegri fegurð og var fljót að læra heil kvæði allt fram á seinustu ár. Ég má ekki ljúka við þessar línur nema geta um eitt kvæði, sem hún haíði j alveg sérstakar mætur á. Þaö | var kvæðið Skagafjörður, eftir Stephan G. Stephansson. Þó voru það einkum þessar tvær ljóðlínur, sem hún dáðist að: „Sveitin glaða, gegnum þig heilsa ég feðra-foldu minni“. Að sjálfsögðu þótti henni sú hugsun höf. fögur og. alveg sér - staklega „skagfirzk“, að láta Skagafjörð, fja^öaprýðina, varpa tignarfegurð sinni á landið allt. En meir þótti henni um hitt vert, að þessa hugsun höf. þyrftum við að færa út, leggja hér til rýmri skilning: Fegurstu minningarnar, sem við eigum, minningarnar um þá, sem okkur hafa verið hjartfólgnastir, eiga að bera birtu á mannlífið allt, varpa ljósi yfir það allt. Sýna okkur það í bjartara og fegurra ljósi en við annars myndum sjá það. Þessa skoðun kaus hún sér áð leiðarljósi í leitinni að sann- indunum um mannlegt líf. Skriðulandi, 14. okt. 1945. Kolbeinn Kristinsson. Kaupmeim! Kaupfélög! RAFSUÐUPLÚTUR •> 750 w. 220 volt, fyrirliggj andi í heildsölu. Raftækjaverzl. Eiríks Hjartarsonar & Co., Laugaveg 20 B. — Sími 4690. Bréfaskóli S. I. S. Samband ísl. samvinnufélaga rekur tvær fræðslustofnanir, Samvinnuskólann, sem stofn- aður var 1919, og Bréfaskóla S. í. S., sem stofnaður var 1940. Eins og nafn bréfaskólans bendir til fer þar fram bréf- leg kennsla. Skólinn gefur út sérstök verkefni í þeim náms- greinum, sem kenndar eru. En námsgreinarnar eru þessar: 1. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. í þeim flokki eru 5 bréf um 50 síöur og fjalla þau um eðli og tilgang samvinnufélaga og hvernig þau eru byggð upp fé- lagslega og verzlunarlega. 2. Fundarstjórn og fundar- reglur. í þessum flokki eru 3 bréf um 30 síður. Er þar lýst hvernig góður fundarstjóri stjórnar fundum, og eftir hvaða reglum verður að fara, til þess að góð- ur árangur náist af störfum fundarins. 3. Bókfærsla I. í þessum flokki eru 7 bréf, 112 síður. Er þessi flokkur fyrir byrjendur og kennd tvöfalt bók- hald og sýnt hvernig efnahags- og rekstursreikningur er gerð- ur upp. 4. Bókfærsla II. í þessum flokki eru 6 bréf, beint framhald af fyrra flokki. 5. Enska. í þessum flokki eru 7 bréf, 152 síður. Flokkurinn er handa byrj- endúm og sérstök áherzla lögð á réttan 'framburð og megin- reglur enskrar málfræði. 6. Búreikningar. í þessum flokki eru 7 bréf og kennd undirstöðuatriði færslu einfaldra búreikninga. 7. íslenzk réttritun. í þessum flokki eru 6 bréf og kenndar meginreglur um ís- lenzka réttritun og nokkuð drepið á málfræði. Fjöldi æf- inga og verkefna fylgja bréf- unum. 8. Beikningur. Um næstu mánaðamót verður byrjað á kennslu í reikningi. Kenndur verður hagnýtur reikningur og byrjað á undir- stöðuatriðum. í flokknum eru 10 bréf, og fjalla þau um reikn- ing og reikningsaðferðir, sem kennt er á tveim til þi;em vetrum 1 framhaldsskólum. Starfi skólans er hagað svo, að nemandi getur tekið eina námsgrein eða .fleiri eftir því sem ástæður hans leyfa. Skólinn sendir nemandanum siðan bréf í þeirri námsgrein, sem hann óskar eftir. Þegar nemandinn hefir lesið bréfið og kynnt sér efni þess rækilega, gengur hann frá úrlausnum sínum á þeim viðfangsefnum, sem honum eru sett í bréfinu, og sendir þær bréfaskólanum. Bréfaskólinn fær bréfið þeim kennara sínum, er þessa náms- grein kennir, en hann leiðréttir svör nemandans, svarar athuga- semdum og fyrirspurnum og bendir nemandanum ef til vill á eitthvað það, sem honum hefir sézt yfir. Síðan endur- sendir • skólinn nemandanum leiðréttar úrlausnir, ásamt næsta bréfi. Bréfaskólinn starfar allt ár- ið og tekur við nemendum hve- nær sem er. Enginn nemandi er öðrum háður með hraða námsins eða tilhögun þess. Nemendum er í sjálfsvald sett, hve miklum tíma þeir verja til þess, þetta er því hin hentug- asta frístundavinna, sem hugs- ast getur. Og það er sama hvar á landínu hann er og hvaða at- vinnu hann stundar — bréfa- skólinn stendur öllum opinn. Þetta kennslufyrirkomulag er sérstaklega hentugt fyrir þá, sem erfitt eiga að sækja skóla af einhverjum ástæðum. Þeir geta. þá notað tómstundirnar heima til þess að afla sér fræðslu um þau efni, sem hugur þeirra stefnir til. Þá er einn meginkostur þess- arar kennsluaðferðar sá, að nemandinn fær hina beztu. æf- ingu við það að vinna sjálf$tætt. Hann verður að glíma einn við þau verkefni, seip skólinn fær honum, og brjóta til mergjar efni hvers bréfs, til að geta leyst úr verkefnunum. Þessi kennsluaðferð hefir og þann kost í för með sér, að hægt er að tryggja nemendum, hvar sem þeir eru, góða kennara í hverri grein. Menn geta stundað nám og notið við það tilsagnar fær- ustu manna, en sinnt þó jafn- framt atvinnu sinni og þurfa litlu til að kosta. Nemendur bréfaskólans eru nú orðnir um 900 talsins, þótt námsgreinar hafi ekki verið fleiri en sjö til þessa, en nú i haust bætist við sú áttunda, reikningur, eins og áður er sagt. Segja má, að árangur kennsl- unnar hafi orðið voiium betri, þótt strjálar póstgöngur hafi valdið nokkrum erfiðleikum. Reynsla sú, sem þe|ar er fengin af rekstri skólans, bendir til þess, að þetta kennsluform eigi jafnmiklum vinsældum að fag'na hér á landi og víða er- lendis, þar sem bréfaskólar eru þaulreyndir og mikið útbreiddir. Sláturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249. Símnefnt: Sláturfélag. Reykhús. — Frysihús. SViðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niöur- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrvál. Bjúgu og alls konar áskurö á brauö, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Orðsending til kaupeijdá Tímans - Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart. 80. blað Bréfaskóii S. /. S. Námið er stundað heima. Námshraði við hæfi hvers nemanda. Námsgreinar: Bókfærsla. Enska. íslenzk réttritun. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. Fundarstjórn og fundarreglur. Reikningur. Látið Bréfaskólann styifju i/ðui’ til sjálfsnáms. Laus staða Oss vantar afgreiðslumann i sölubúð frá næstu ára- mótum. Eiginhandarumsóknir, ásamt launakröfu, sendist til Sigurðar Steinþórssonar, kaupfélagsstjóra, fyrir 15. nóvember næstkomandi. í umsóknunum séu upp- lýsingar um aldur, nám og starfsferil. Kaupfélag Stykkisbólms. . Ullarverksmiðjan GEFJUN framlelðlr fyrsta flokka vörur. Spyrjlð því Jafnan fyrst eftlr Gefjunarvörum þegar yður vantar ULLARVÖRIJR Samkomusalurinn t hinni nýjju mjólkurstöð við Laugaveti ftest leigður til fundahalda og unnarra samkoma í vetur. Upplysingar í síma 1626. Tilkynning Að gefnu tilefni tilkynnist hér með að óheimilt er að flytja út ísvarinn fisk til Belgíu eða annara landa á megin- landi Evrópu, nema með sérstöku leyfi. Þeir, sem hafa í huga að senda ísfisksfarma til hafna á meginlandinu verða að tryggja sér útflutningsleyfi hjá nefndinni fyrir hverja einstaka ferð áður en ferming við- komandi skipa hefst. Vanræki skipaeigendur að sækja um leyfi til þessara siglinga, verða þeir látnir sæta ábyrgð að lögum. Reykjavík, 19. október 1945.. Samninganefnd utanríkisviðskipta. Eskimóadrengurin er bók barnanna í ár. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.