Tíminn - 23.10.1945, Page 7

Tíminn - 23.10.1945, Page 7
80. blað TÍMIM, jþriðjndaglim 23. okt. 1945 7 Á v í ð a v a (Framhald af 2. slSu) flokki, hefir mánaðarfæðið hækkað úr 332 kr. í 420 kr. eða um 88 kr. Yfir árið nemur þessi verðhækkun 1056 krónur. Fyrir skólafólk og lágtekjufólk er þessi hækkun eðlilega mjög tilfinnan- leg. Það fær nú að reyna afleið- ingar stefnu stjórnarinnar í dýrtíðarmálunum, því að vitan- lega leiðir þessa hækkun beint af þeim. Þó er þetta ekki nema smáræði hjá því, sem eftir er að koma, ef sömu stefnu verður fylgt áfram. Einn hinna opinberu starfs- manna. sem fékk kauphækkun samkvæmt launalögunum í vet- ur, lét svo ummælt, þegar hann frétti um þessa hækkun hjá matsöluhúsunum: Hún ætlar að fara fljótt „kjarabótin,“ sem 'stjórnarflokkarnir þóttust hafa veitt okkur með launalögunum. Hér fara 1000 kr. í aukinn fæðis- kostnað. Áður hafa farið rífleg- ar upphæðir í hækkun fargjalda, símgjalda og veltuskattinn. Og svo eiga skattarnir eftir að koma. Alþýðublaðið ætlar þó ber- sýnilega ekki að þreitast á því að hæla Alþýðuflokknum af „kjarabótinni!“ Kengáluriddarinn fer í smiðju á réttum stað. Kengáluridd,arijm hefir enn farið af stað í Mbl. og hyggst nú að kenna bændum, hvernig n g i þeir eigi að hátta framkvæmd- um hjá sér. Hefir hann það helzt fram að færa, að bændur eigi að hafa í þjónustu sinni vinnuflokka, er vinni að rækt- un og húsabyggingum. Þetta er rétt hjá Kengáluriddaranum, en hugmyndin er hins vegar ekki ný. Framsóknarmenn báru fram frumvarp um þetta efni á þingi 1943 og fengu það sam- þykkt á seinasta þingi (lögin um ræktunar- og húsagerðar- samþykktir. Hef'ir þegar verið hafizt handa um framkvæmdir samkvæmt lögum þessum 1 nokkrum héruðum. Vafalaust hefir Kengáluriddaranum ver- ið kunnugt um það. Afsannar það vel óhróðursskrif hans um Framsóknarmenn, að þegar hann vill þannig bera fram já- kvæðar tillögur í landbúnað armálum, verður hann að fara í smiðju til Framsóknarflokks- ins. Ætti Kengáluriddarinn að gera slíkt sem oftast, því að þá væri nokkur von til þess, að hann bætti ráð sitt. Hitt er svo annað mál, að ræktunarsamþykktir koma ekki að fullu gagni, nema jarðræktar- styrkurinn verði líka hækkað- ur. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram frv. um það efni í þriðja sinn. Afstaða stjórnar- flokkanna til þess nú mun skera úr um það, hvort þeir eru eins hlynntir „nýsköpun“ landbún- aðarins og þeir vilja vera láta. Erlent yfirlit (Framhald af 2. síðu) „ hefðu verið sviknir og svipti! hann því ríkisráðið völdum og; tæki þau aftur í sínar hendur. Biskuparnir í * Jugoslaviu hafa nýlega sent út sameiginleg mót- mæli gegn framferði Titos. Hættulegust Tito er þó senni- lega andstaða króatiska smá- bændaforingjans, Vladko Matc- hek, sem nú dvelur landflótta í París. Hann hefir um áratugi verið langvinsælasti stjórnmála- foringi Króata og nýtur enn trausts fylgis þeirra. Hann gaf blaðamönnum nýlega lýsingu á stjórnarfarinu í Jugoslaviu. M. a. skýrði hann frá því, að pólitískir fangar skiptu nú orð- ið hundruðum þúsunda, en í kommúnistaflokknum, sem öllu réði, væru ekki skráðir nema 150 þús. manns. Samkvæmt hin- um nýju kosningalögum, má að- eins þjóðfylkingin (samtök kommúnista og ýmissa smá- flokka) hafa menn í kjöri og Ymsar fréttir Eimskipafélag íslands gekk 3. þ. m. endanlega frá samning- um við skipasmiðastöð Bur- meister & Wain í Kaupmanna- höfn um smíði á tveimur flutn- ingaskipum fyrir félagið. Munu skip þessi kosta um 6 miljónir hvort og verður annað þeirra tilbúið til afhendingar í nóvem- ber 1946, en hitt í febrúar 1947. Skipin verða, 2600 smál. hvort með 3700 ha. dieselvél. Hraði þeirra verður 14y2 míla á klst. Rúm fyrir 12 farþega verður í hvoru skipi. Þórhallur Ásgeirsson, sem verið hefir sendisveitarritari í Washington, er fulltrúi ís- lands á 27. þingi Alþjóða-verka- málaskrifstofunnar, sem hófst í París 15. þ. m. Fyrir þinginu lá beiðni frá ís- landi um inngöngu og hefir hún verið samþykkt. Þann 14. þessa mánaðár var Georg L. Höst sendiherra Dana hér sæmdur Stórkrossi Fálka- orðunnar, Knud Höjgaard, eig- andi fyrirtækisins A. S. Höj- gaard & Schultz var sæmdur Stórriddarakrossi, með stjörnu, og Kay Landvad verkfræðingur Riddarakrossi. Rauða kross deildin á Akra- nesi hefir nýlega afhent bæjar- stjórn Akraness til umráða „Finnska baðstofu". Baðstofu þessa lét deildin gera í sam- bandi vfð Bjarnalaug. — Er hún mjög vel úr garði gerð og kostaði 40 þúsund krónur. þó því aðeins, að þeir hafi verið samþykktir af kommúnistum sérstaklega. Þannig ráða þeir raunverulega frambjóðendaval- inu. Ehgin blöð mega koma út, sem eru andstæð þjóðfylking- unni. Fleira svipað nefndi Matc- hek til dæmis um stjórnarfarið í Jugoslaviu. Andstaða Matchek mun verða Tito sérstaklega erfið, vegna þess, að fylgi Titos hefir verið tiltölulega mest í Króatíu, Bæði Bandaríkjamenn og Bretar eru taldir fylgjast með stjórnmálaþróuninni í Jugo- slaviu með mikilli athygli. Það þykir ekki ósennilegt, að svo fari að lokum, að þeir slaki til fyrir Rússum í Rúmeníu og Búlgariu og viðurkenni þau lönd rússnesk áhrifasvæði. Öðru máli gegnir með Jugo- slaviu, sem er eins og Tékko- slovakia nokkurs konar landa- mæraland milli vestræns lýð- ræðis og „austræns lýðræðis." Þess má vel vænta, að, átök stórveldanna geti orðið hörðust úm slík lönd. í stuttu máli í danska tímaritinu „Mand- ens Blad,“ septemberheftinu, er þess getið, að Islenzkur maður, Hjálmar J. Bárðarson (Tómas- sonar frá ísafirði), hafi unnið í verðlaunasamkeppni blaðsins um beztu ljósmyndir. Á forsíðu er mynd eftir hann, sem nefnist „Afl“ og er af kreptum karlmannshnefa. Enn- fremur er ljósmynd eftir hann inni í blaðinu af stúlku við drykkjuborð. Blaðið lýkur miklu lofsorði á ljósmyndir Hjálmars og segir, að hann hafi tekið öllum öðrum keppendum fram í tækni og vali verkefna. FYLGIST MEÐ Þið, sem i dreifbýlinu búið, hvort heldur er við sj& eða í sveit! Mlnnlst þess, að Timinn er ykkar málgagn og málsvari. Sýnið kunningjum ykkar blaðið og grennslizt eftir því, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Utanáskrift: Tíminn, Lindar- götu 9 A, Reykjavík. Þurrkaður og pressaður SALTFISKUR ódýr og góöur, i stærri og minni kaupum. Hafliði Baldvinsson Simi 1456. — Hverfisg. 123. Innilegt þakklœti fœrum við ðörnum, tengdabörnum og vinum, sem heimsóttu okkur og sœmdu með gjöfum á 50 ára hjúskaparafmœU okkar 9. sept. síðastliðinn. Bassastöðum 25. sept. 1945. Guðrlður Jónsdótti , Áskell PáUson. Utvegum frá Danmörku Rex Rotary fjölritara, stensla, svertu og fleira tilheyrandi fjölritun. JÓHMN KARLSSON & CO. Sími 1707. S k r á um þá menn i Reykjavik, sem réttindi hafa til niðurgreiðslu úr ríkissjóði á kjötverði, samkvæmt lögum nr. 81 frá 1945t er til sýnis í Skattstofu Reykjavíkur frá laugardegi 20. október til föstu- dags 26. okt. að báðum þeim dögum meðtöldum, kl. 9—10 virka daga. • Yfirskattanefnd Reykjavíkur úrskúrðar kær- v ur varðandi niðurgreiðsluskrána, en Skattstofa Reykjavíkur veitir kærum móttöku og gefur upplýsingar. Kærufrestur er til 30. okt. og þurfa, kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 19 þriðju- daginn 30. október n. k. Útvegum veggfóður til afgreiðslu síðast í okt. frá verksmiðju Dahlanders, Svíþjóð. Sýnishorn fyrirliggjandi. I Einkaumboðsmenn: JÓDAM KARLSSON & CO. Sími 1707. Umsóknir um bátakaup Sjávarútvegsnefnd Reykjavíkurbæjar hefir nú fengið endanlega staðfestingu á kaupum hinna síðari ö Svíþjóðarbáta, sem keyptir eru fyrir milligöngu Reykjavíkurbæjar. Afhendingartími vélanna i bátana er á tímabil- inu 15. okt. til 15. nóv. 1946 og á þá eftir að setja þær niður. Má því gera ráð fyrir, að bátarnir verði tilbúnir til afhendingar í Svíþjóð um ára- mótin 1946 til ’47. Stærð bátanna, vélanna og gerð þeirra er hin sama og á hinum 5 fyrri Sví- þjðarbátum, sem keyptir voru fyrir milligöngu Reykjavíkurbæjar. Þeir, sem kynnu að vilja kaupa þessa báta, sendi bindandi umsóknir til Sjávarútvegsnefndar Reykjavíkurbæjar, Austurstræti 10, 4. hæð, fyrir 15. nóvember næst komandi. Skattstjórlnu í Reykjavík. Halldór Sigfússon iet 'Ua £etu{ ífcu ^ampieA of this Clean, Family Newspaper The Christian Science Monitor ‘ Free from crime and sensational news . . . Free from political bías . .. Free from "special interest” control .. . Free to tell you the truth about world events. Its own woríd-wide staff of corre- spondents bring you on-the-spot aews and its meaning to you and your family. Each issue filled with unique self-help features; to clip and keep. r The Chrlstian Scienec PnbUshlnr Soclety I One, Norway Street, Boston 15, Alass. I I Name.. Street. opies I ience j Cltjr.. PB-3 .Zone........Staie.. * pn Plcase send sample copies I—I of Tbe Cbristian Science , Monitor. j j Please send a one-montb J trial subscription. close $í I en- | Þeir, sem áður hafa sent umsóknir þurfa að endurtaka þær til þess að koma til greina, sem kaupendur bátanna. Sett er að skilyrði, að bátarnir verði skráðir hér í bænum og gerðir út héðan. Væntanlegir kaupendur þessara báta njóta sömu lánskjara og þeir, er áður hafa gerzt kaupendur að Svíþjóðarbátum fyrir milligöngu nefndarinn- ar, enda uppfylli þeir sömu skilyrði. s*. At Jr» Nánari upplýsingar um bátana gefur Björn Björnsson, hagfræðingur bæjarins, Austurstræti 10, 4. hæð, sími 4221. Reykjavíkurbæjar LEIFUR HEPPNI Söguleg skáldsaga um afreksverk Leifs Eiríkssonar. í bókaverzlanir er komin skáldsagan „Leifur heppni“ eftir ameríska rithöfundinn Fredric A. Kummer, í þýðingu Knúts Arngrímssonar skólastjóra. |r \ í skáldsögu þessari er á bráðskemmtilegan hátt skýrt frá æviatriðum og afrekum Leifs Eiríkssonar, fundi Vínlands, bardögum við Rauðskinna og villidýr, sjóorustum og svað- ilförum. — Bókin er .prýdd mörgum fögrum teikningum eftir ameríska listmálarann Norman Price, á meðal þeirra margar heilsíðumyndir, sem lýsa spennandi atburðum í sögunni. Einnig er i bókinni stórt kort yfir siglingar Leifs. „Leifur heppni“ er bók, sem jafnt ungir sem gamlir vilja eiga og lesa. „Leifur heppni“ er myndarleg og smekklega valin tækifærisgjöf. BókfellsLLtgáfan x

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.