Tíminn - 23.10.1945, Side 8
Þeir, sem vilja kynna sér þjóðfélagsmál,
innlend og útlend, fmrfa að lesa Dagskrá
8
REYKJAVÍK
D A G S K R Á er bezta íslenzka
tlmaritÍLÖ um þjóðfélagsmál
23. OKT. 1945
80. blað
7
mmall tiwaws
18. október, fimmtudagur:
Réttarhöld yfir naz-
Istum.
/
Þýzkaland: í Berlín hófust
réttarhöld yfir 24 aóalleiðtogum
þýzkra nazista, sem enn eru á
lífi. Birt voru ákæruskjölin
gegn þeim, en síöan verður rétt-
arhöldunum haldið áfram i
Nurnberg.
Bandaríkin: Truman forseti
lýsti yfir þvi, að enginn fundur
hinna „þriggja stóru“ yrði hald-
inn fyrst um sinn.
Argentína: Ný stjórn kom til
valda og er hún hlynnt Peron,
sem nýlega sagði af sér vara-
forsetaembættinu. Höfðu verið
miklar æsingar' í landinu eftir
fráför Perons* og virðist hann
njóta mikilla vinsælda.
Danmörk: Skemmdarverka-
menn nazista, sem enn leika
lausum hala, hafa unnið ýms
hryðjuverk, m. a. skotið til bana
liðsforingja einn, sem stóð fram-
arlega í Frelsishreyfingunni.
19. október, fimmtudagur:
Herflutningar tll Pól-
lauds.
Pólland: Tilkynnt, að Rússar
hafi aukið setuliðið í Póllandi
til að ráða þar niðurlögum ýmsra
skærusveita, sem eru sagðar
myndaðar af liðhlaupum úr
rauða hernum. Annað þykir þó
búa undir þessum herflutningum
Rússa.
Bandaríkin: Frá því var skýrt,
að Bandarikin hefðu enn ekki
viðurkennt yfirráð Rússa í Est-
landi, Lettlandi og Litháen.
Þýzkaland: Fundizt hefir listi
yfir 8 milj. manna, sem voru
búsettir utan Þýzkalands og naz-
istar töldu sig geta treyst.
Java: Saerkarno, foringi þjóð-
ernissinna, lýsti yfir því, að
þjóðernissinnar myndu grípa til
ítrustu gagnráðstafana, ef Hol-
lendingar flyttu aukið lið til
landsins.
Venezuela: Nokkur hluti hers-
ins gerði uppreisn og tókst að
vinna bug á liðsmönnum stjórn-
arinnar, Ný stjórn hefir verið
mynduð.
20. október, laugardagur:
Nýjar landakröfur
Rússa?
Rússland: Margt hefir komið
fram, sem þykir benda til þess,
að Rússar vilji fá herbækistöðv-
ar á Svalbarða. Einnig þykir
margt benda til, að þeir muni
ekki yfirgefa Bornholm.
Austurríki: Rússar virðast
ekki ætla að fara með setulið
sitt úr Austurríki og herða kröf-
ur sínar um yfirráð olíulind-
anna þar.
Java: Soerkarno sendi Tru-
man forseta orðsendingu og bað
hann koma i veg fyrir lið-
flutninga Hollendinga þangað.
Bretland: Ekkert dregur úr
verkföllum hafnarverkamanna
og eru alltaf fleiri og fleiri her-
menn látnir vinna að uppskip-
un.
21. október, sunnudagur:
Frönsku kosningarnar
Frakkland: Fóru fram þing-
kosnin^ar, sem eru taldar mikill
sigur fyrir de Gaulle. Flokkur
hans, katólski Framsóknarflokk-
urinn, hefir unnið mest á, og
annar helzti stuðningsflokkur
hans, jafnaðarmenn, hafa styrkt
aðstöðu sína. Af andstæðingum
hans unnu kommúnistar einir
á. Fullnaðarúrslit eru enn ekki
kunn. í þjóðaratkvæðagreislunni
um stjórnarskrármálið vann dé
Gaulle mikinn sigur, þrátt fyrir
mótspyrnu kommúnista.
Tékkoslovakia: Stjórnin hefir
óskað eftir aðstoð Breta við,end-
urskipulagningu hersins.
\ Sérleyfishafar gagnrýna
brúa- og ræsageröir
Opinberar bygginga-
framkvæmdir með
mesta móti
Samkvæmt greinargerð,
sem húsameistari ríkisins
hefir sent blaðinu, hafa bygg-
ingarframkvæmdir á vegum
þess opinbera, orðið meiri í
ár en nokkuru sinni fyrr.
Framkvæmdirnar hafa þó
orðið minni en fyrirhugað var,
vegna skorts á fagmönnum,
einkum múrurum.
Af framkvæmdum þessum má
m. a. nefna: Sjúkrahús á Akur-
eyri (25 sjúkl.), Patreksfirði (21
sjúkl.), viðbyggingu við Klepps-
spitala (40 sjúkl.), fæðingardeild
við Landspítalann (54 konur),
gagnfræðaskóla í Reykjavík (500
nem.), gagnfræðaskóla á ísa-
firði (viðbygging fyrir 100 nem.),
húsmæðraskóla á ísafirði (34
nem.), húsmæðraskóla í Hafnar-
firði (34 nem.), húsmæðraskóla
I Borgarfirði (34 nem.), og sund-
hallir á Laugarvatni, ísafirði,
Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði. Þá
héfir viða verið hafizt handa
um byggingu barnaskóla, leik-
fimishúsa, opinna sundlauga,
læknisbústaða, prestseturshúsa
og kirkna. Þá er nýbyrjað á
stórri byggingu fyrir hæstarétt
og unnið hefir verið að því að
fullgera Þjóðleikhúsið. Verka-
mannabústaði er verið að byggja
á Húsavík, í Neskaupstað,
Keflavik, Hafnarfirði og Reykja-
vík.
Á mörgum þessum byggingum
hafði verið byrjað í fyrra eða
árið þar áður, en þær tafizt af
efnisleysi og verkafólksskorti.
Á öðrum hefir aðeins verið
byrjað í ár og er meginvinnan
eftir.
Meginástæðan til þess, að
byggingarnar eru meiri i ár en
áður, eru einkum þær, að bygg-
ingaframkvæmdir hafa legið
niðri á stríðsárunum og valda
því ýmsar eðlilegar orsakir. Op-
MOTMÆLI BÆNDA
Á fulltrúafundi búnaðarfélag-
anna í Norður-Múlasýslu 2.
september síðastl. var eftirfar-
andi tillaga samþykkt með sam-
hljóða 18 atkvæðum:
„Fundurinn telur það illa far-
ið, að ríkisstjórnin skyldi grípa
til þess úrræðis, að skipa verð-
lagsmálum landbúnaðarins með
bráðabirgðalögum, svo sem hún
hefir gert, í stað þess að bændum
gæfist þess kostur, fyrir eigin
samtök, að velja sjálfir þá menn,
er þeir vildu til þess kveðja, að
ráða verðlagi á landbúnaðar-
vörum. Sérstaklega þar sem vit-
að er, að bændur mundu ráð-
stafa sjálfir þessum málum með
fundahaldi því, er hefst 7. sept-
ember n. k. Fundurinn er því
andvigur bráðabirgðalögunum
um Búnaðarráð, mótmælir þeim
ákveðið og skorar á næsta Al-
þingi að nema þau úr gildi.“
Einn fulltrúanna, sem greiddi
atkvæði með tillögunni, var Gísli
Helgason í Skógargerði. Gísli
hafði nokkru áður verið skipað-
ur í búnaðarráð, en sótti ekki
fund þess, þar sem hann var
þessari ráðstöfun andvígur.
T ogarakaupin
(Framhald af 1. síðuj
ofan af um samninga þessa og
hvernig þeir hafa verið gerðir,
en Tíminn mun rannsaka þetta
mál nánar og skýra lesendum
sínum frá niðurstöðunni, því að
hann hefir sterkan grun um,
að mál þetta sé e. t. v. ekki síð-
ur varhugavert fjármálalega
fyrir þjóðina heldur en báta-
smíðarnar innanlands hjá Áka
Jakobssyni, serrj. nú liggja
sannanir fyrir um að kosta
mörgum milj. kr. meira en hægt
var að fá bátana fyrir annars
staðar, og hefir þeim peningum
því beinlínis verið á glæ kastað.
inberar byggingar hljóta því að
verða mjög miklar næstu árin,
þótt ekki sé hugsað úm aðrar
en þær, sem þörfin er mest fyrir.
Þelr vilja stofna upplýsingaskrifstofu
fyrir ferðamenn.
(jarnía Síó
Félag sérleyfishafa áætl-
unarbifreiða / hefir nýlega
haldið aðalfund sinn hér í
bænum. Mörg mál voru rædd
á fundinum og ýmsar sam-
þykktir gerðar.
Fara hér á eftir nokkrar á-
lyktanir fundarins. Um gerð á
brúm var svohljóðandi álykt-
un samþykkt:
„Aðalfundur Félags sérleyfis-
hafa, haldinn I Reykjavík 15.
október 1945, mótmælir skýrslu
vegamálastjóra, sem birtist í
dagblöðunum í þessum mánuði
varðandi ógætilegan akstur og
skemmdir á brúarhandriðum.
Að þessu gefna tilefni vítir
fundurinn harðlega skeytingar-
leysi vegamálastjórnarinnar, að
viðhalda svo þröngum brúm á
flestum leiðum landsins, að ó-
kleift er að aka yfir brýr þessar
með . venjulegri alþjóðabreidd
farþegahúsa, þ. e. 2.50 m, auk
þess, sem slysahætta og óþæg-
indi sem slíkar brýr skapa, er
mjög mikil og eykst stöðugt með
vaxandi úmferð.
Fundurinn skorar því á Al-
þingi og vegamálastjórn, að
eftirfarandi áríðandi umbætur
verði hið allra fyrsta fram-
kvæm^at:
1. Að breikka allar brýr á al-
þjóðavegum landsins þannig, að
hiklaust sé hægt að aka yfir
brýrnar á bifreiðum, með venju-
legum farþegahúsum, að breidd
2.50 m.
2. Að taka allar beygjur af
vegum, sem liggja að brúar-
sporðum, svo hægt sé að aka
yfir brýrnar, án tafa.
3. Að endurbæta nú þegar þau
ræsi á vegum, sem eru mjórri
en vegurinn, þvi slík ræsi skapa
mikla slysahættu.
4. Að gæta þess vandlega, að
þar sem nýir vegir eru lagðir
og nýjar brýr gerðar, að fullt
tillit verði tekið til þess, að
breiðari farartæki verði notuð I
framtíðinni en nú eru.
4. Að viðhald veganna verði
stórunj aukið og stórvirk vega-
vinnutæki verði notuð miklu
meira en gert hefir verið að
þessu“.
Um upplýsingaskrifstoíu var
gerð þessi ályktun:
„Aðalfundur Félags sérleyfis-
hafa, haldinn í Reykjavík 15.
október 1945, skorar á ríkis-
stjórnina að veita Félagi sér-
leyfishafa helming sérleyfis-
gjalds til að reka upplýsinga-
skrifstofu fyrir almenning, sem
gæfi ókeypis upplýsingar um
allar ferðir með áætlunarbif-
reiðum í landinu, þar til full-
komin ferðaskrifstofa yrði sett
á stofn af hálfu þess opinbera“.
Um eftirlit með fólksflutn-
irigum var þetta samþykkt:
„Aðalfundur Félags hérleyfis-
hafa, haldinn I Reykjavík 15.
október 1945, telur að eftirlit
þess opinbera með fólksflutn-
ingum á hinum ýmsu sérleyfis-
leiðum, á þessu ári, hafi alls
ekki komið að neinum notum,"
hvorki fyrir almenning né sér-
leyfishafa“;
Auk þess voru gerðar ýmsar
samþykktir um hagsmunamál
sérleyfishafa.
í stjórn félagsins voru kosn-
ir Sigurjóh Danivalsson, for-
maður, Sigurður Steindórsson,
gjaldkeri og Helgi Lárusson,
ritari, en til vara Guðbrandur
Jörundsson og Páll Guðjónsson.
Ymsar fréttir í stuttu máii
Fyrsta íslenzka skipið, sem
selur fisk á meginlandi Evrópu
eftir styrjaldarlokin, seldi afla
sinn í Antwerpen 10. þ. m.
Skip þetta var m.s. íslending-
ur. Flutti hann ísfisk héðan, að-
allega frá Vestmannaeyjum.
Seldi hann 95 smálestir fyrir
8160 ensk pund (212,894,40 ísl.
kr.) Er þetta mjög hagstæð sala.
Löndunarskilyrði eru enn
slæm í Antwerpen,en úr þvi mun
bætt fljótlega.
Forseti íslands hefir sam-
kvæmt tillögu orðunefndar
sæmt eftirtalda menn stórridd-
arakrossi hinnar íslenzku
Fálkaorðu:
Ásgeir Sigurðsson skipstjóra,
Sigurjón Á. Ólafsson fyrv. al-
þingismann, Friðrik V. Ólafsson
skólastjóra, Marinus E. Jessen,
skólastjóra, Geir Zoéga vega-
málastjóra, Friðfinn Guðjóns-
son leikara, P. L. Mogensen lyf-
sala.
Eftirtaldir menn voru um
ieið sæmdir riddarakrossi hinn-
ar íslenzku Fálkaorðu:
Jón Árnason prentari, Hall-
grímur Jónsson fyrrv. skóla-
stjóri, Árni Einarsson kaupm.,
Benedikt Jónsson verkfræðing-
ur, Einar Thorlacius fyrrv. pró-
fastur og Sigurður Gíslason
lögregluþjónn.
JarÖræktarlagafrv.
(Framhald af 1. síðu)
legt að bera þetta mál fram hér
í hv. efri deild, til þess að enn
gefist tækifæri til að taka af-
stöðu til málsins, eins og milli-
þinganefnd búnaðarþings gekk
frá þvi. (Búnaðarþing í vetur
mótmælti eindregið þeim breyt-
ingum, sem gerðar voru á frv.
á seinasta þingi að tilhlutun
Jóns Pálmasonar).
Við flutningsmenn sjáum
ekki ástæðu til að endurtaka
rökin fyrir nauðsyn þess, að mál
þetta fái afgreiðslu og það sem
allra fyrst. Það má þó enn
minna á það, að bændur lands-
ins hafa þegar almennt gert sér
það Ijóst, að vinna með orfi og
hrífu er svo seinvirk vinnuað-
ferð, að engir möguleikar eru
að nota slík vinnubrögð til fram-
búðar. Eftirspurn þeirra eftir
nýtízkuvélum sýnir og sannar,
að engum er ljósara en þeim,
að nauðsynlegt er að skipta um
vinnuaðferðir. Það er og aug-
ljóst mál, að ef þannig á að búa
að landbúhaðinum og jarðrækt-
arframkvæmdum, að umbáetur í
starfsaðferðum við framleiðslu
landbúnaðarvara verða á eftir
tímanum, skapast óþolandi ó-
samræmi milli þeirra innbyrðis,
sem stunda framleiðslu land-
búnaðarafurða, og jafnframt
milli landbúnaðarins og annarra
atvinnugreina. Hitt er augljóst
mál, að fljótvirku átaki til ger-
breytingar verður ekki á komið
nema með verulegri hlutdeild
ríkissjóðs, enda er það viður-
kennt, að ræktun er ekki unnin
aðeins fyrir kynslóðína, sem
hana framkvæmir, heldur engu
síður fyrir óbornar kynslóðir, og
þess vegná réttlætisatriði, að
þjóðin taki öll verulegan þátt I
þessum ræktunarframkvæmd-
um. Slíka viðurkenningu hafa
þær landbúnaðarþjóðir, sem
framarlega standa, veitt rækt-
unarmálunum með ríflegum
fjárframlögum frá því opinbera.
Það er ákveðin skoðun flutn-
ingsmanna, að ef þjóðin lætur
nú undir höfuð leggjast að gera
verulegar ráðstafanir til þess að
notfæra sér auðlegð moldarinnar
samhliða auðæfum hafsins, þá
hljóti sú yfirsjón að koma henni
alvarlega í koll siðar.“
ÓÐIJR
RtSSLMDS
(Song of Rnssia)
Amerísk stórmynd. —
Músik eftir
Tschaikowsky.
Aðaihlútverk:
Robert Taylor,
Susan Peters.
Sýning kl. 7 og 9.
Síðasta sinn.
Walt Disney teiknimyndin
„SALUDOS AMIGOS“
með flugvélastráknum Detro og
Andrjes Önd.
Sýnd kl. 5.
Tbjja Síó
Æ\IMARK
TWAIN’S
(The Adventures of Mark
Twain).
Söguleg stórmynd. — . Aðal-
hlutverk:
Fredric March,
Alexis Smith.
Sýnd kl, 9,
KVÆNTUR í ANNAÐ SINN
(Fired Wife).
Fjörug og fyndin gamanmynd.
Robert Paige,
Louise Allbritton,
Diana Barrymore.
Sýnd kl. 5 og 7.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Sýnir gamanleikiim
GIFT EÐA ÓGIFT
eftir J. B. Priestley
annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7. — Sími 3191.
22. sýning. Aðeins 2 sýningar eftir
Framsðknarmenn
í Reykjavík
Tímann hefir vantað sendisvein nú um nokkurn tíma
og hefir ekki tekizt að fá hann þrátt fyrir margendur-
teknar auglýsingar í útvarpinu. Þetta er að sjálfsögðu
ákaflega óþægilegt fyrir blaðið og vill nú afgreiðslan vin-
samlega' fara þess á leit við Framsóknarmenn h£r í bæn-
um, að þeir geri það sem unnt er til að aðstoða við útvegun
á sendisveini.
Talið við Torfa Torfason á afgreiðslu Tímans.
Sími 2323.
U R B Æ N U
Fjórar umsóknir
bárust alls um dómkirkjuprests-
embættið í Reykjavík, en umsóknar-
frestur var útrunninn síðastl. sunnu-
dag. Þeir, sem sótt hafa, eru: Sr. Jón
Auðuns fríkirkjuprestur í Hafnarfirði,
sr. Sigurður Kristjánsson sóknarprest-
ur á ísafirðl, sr. Óskar Þorláksson
sóknarprestur á Siglufirði og sr. Þor-
grímur SigUrðsson prestur að Staðar-
stað á Snæfellsnesi.
Áttunda þing Iðnsambandsins
var sett í Baðstofu iðnaðarmanna
síðastl. laugardag. í sambandinu eru
nú alls 47 félög með 2097 iðnaðar-
mönnum á iðnskrá í 54 iðngreinum.
Þingið sitja 41 fulltrúi. Forseti Iðn-
sambandsins, Helgi H. Eiríksson setti
þingið með ræðu. Forseti þingsins var
kjörinn Guðumundiu- H. Guðmunds-
son formaður Iðnaðarmannafélags
Reykjavíkur.
Guðjón Samúelsson,
húsameistari ríkisins, ,er fyrir nokkru
kominn til Svíþjóðar, en hann mun
'ferðast um Sviþjóð, Danmörku og að
öllum líkindum England, til að kynna
sér fyrirkomulag og byggingu skóla og
leikhúsa þessum löndum.
Aukning' vatnsveitunnar
var samþykkt á bæjarstjórnarfundi
síðastl. fimmtudag. Verður lögð ný æð
til bæjarins frá Gvendarbrunnum,
Samkvæmt tillögum er Sigurður Thor-
oddsen verkfræðingur hefir gert. Er
gert ráð fyrir að þessi nýja æð geti
flutt allt að 290 sekuntulítra af vatni.
Ætlazt er til að framkvæmdum verði
lokið næsta haust. Bærinn mun taka
lán til íramkvæmdar verksins og var
borgarstjóra veitt heimild til að undir-
skrifa hvers konar skuldabréf, sem
gefin verða út vegna lántökunnar.
Skarlatssótt
hefir stungið sér niður í barnaheim-
ilinu Vesturborg og hafa komið fram
fáein tilfelli þar. Mænuveikin er nú
orðin mjög væg, en þó varð vart eins
eða tveggja tilíella í seinustu viku.
Guðmundur Thoroddsen
prófessor er nýlega farinn utan til
að mæta á alþjóðaþingi Rauða Kross-
ins, í Genf, sem haldið verður í þessum
mánuði, og á fundi sambandsstjórnar
alþjóða Rauða Krossins, sem haldinn
verður í París í næsta mánuði.
Ný bókabúð.
Bókaútgáfan Leiftur h. í. hefir opn-
að nýja bókabúð í húsakynnum þeim
við Lækjartorg, sem Litla-bílstöðin var
í áður. Bókabúð þessi hefir á boðstól-
um íslenzkar bækur, en auk þess ensk-
ar, sænskar og danskar bækur.
Eining,
10. blað 3. árg. er nýkomið út. Af
efni þess má nefna: Lausnarmenn og
bölvaldar þjóða, grein eftir ritstjórann,
Pétur Sigurðsson, grein um Sunnukór-
inn eftir sama, Skilgreining kven-
manns á karlmönnum, grein um Jón
biskup Árnason og önnur er nefnist
Áfengisfögnuður, Úr Loðmundarfirði
eftir Halldór Pálsson, Nýjasti skólinn
og margt fleira.
Gestir í bænum:
Eiríkur Þorsteinsson kaupfélagsstjóri
Þingeyri, Steingrímur Baldvinsson,
bóndi, Nesi, Aðaldal, Hjörtur Lárusson,
bóndi Rauðárdal, Barðaströnd, Guð-
mundur Guðlaugsson forstjóri Akur-
eyri, sr. Sigtryggur Guðlaugsson, Núpi,
Dýrafirði, Jóhannes Stefánsson, bóndi
Kleifum, Gilsfirði, Eyjólfur Sigurðsson.
Reykholti.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sina
ungfrú Ása Finnsdóttir úr Grundar-
firði á Snæfellsnesi og Sigurður Ei-
ríksson íþróttakennari frá Miðskeri i
Hornafirði.
Hjúskapur.
Fyrra laugardag voru gefin saman í
hjónaband á Akureyri ungfrú Olga
Hallgrímsdóttir (Ijósmyndara Einars-
sonar) og Guðmundur Ólafsson
bankabókari. Heimili ungu hjónanna
er á Oddeyrargötu 5.