Tíminn - 26.10.1945, Blaðsíða 4
4
TÍMEW, föstndaginn 26. okt, 1945
81. blað
Bráðabirgðalög —
búnaðarráð
Eftir SIGURÐ VILHJÁLMSSON
bónda á Hánefsstöðum
I.
Það er orðin algeng venja hjá
ríkisstjórninni að skipa málum
með bráðabirgðalögum. Stjórn-
arskráin heimilar þetta að vísu.
En samkvæmt anda hennar og
eðli þingræðis er að sjálfsögðu
ætlast til að slíkt úrræði sé ekki
tekið nema í mjög brýnni
nauðsyn. Ríkisstjórnin er hér að
gripa sér meiri völd en góðu hófi
gegnir í frjálsu landi. Stjórnin
hefir nú forgöngu að skipakaup-
um og skipasmíðum í stórum stíl.
Stríðsverð er á þessu öllu og
miklu hærra en líkur eru til að
skip þessi geti rentað, er þau
verða nothæf. Einstaklingar og
félög, sem kaupa þessi skip til
fiskveiða, verða áreiðanlega að
afskrifa kaupverðið þegar í upp-
hafi, ef ekki á að sigla fiskveið-
um landsins í strand.
Stjórnin klykkir svo út með
bráðabirgðalögum um smíði og
kaup á 30 togurum og 60 millj.
króna lántöku til þessa. Það eru
engar smásálir, sein skipa stjórn
íslenzka lýðveldisins fyrsta og
annað árið. Þetta væri nú gott
og blessað ef stríðsgróðamenn-
irnir legðu gróðann í þessa „ný-
sköpun“. En gera þeir það? Geri
þeir það ekki, er hætt við, að
lánin festist við skipastólinn og
erfitt verði að losa þau af rekstr
inum. Sú siðferðisskylda liggur
á herðum þeirrar ríkisstjórnar,
sem hefir forgöngu í svona stór-
felldum skuldbindingum, að
tryggja það, að fiskveiðarnar
geti borið þær, en til þess að svo
megi verða, verður stjórnin að
gangast djarflega fyrir því, að
stríðsgróðinn komi hér til nið-
urfærslu. En til þess verður að
skattnema hann í þessu augna-
miði. Enginn önnur leið er til.
Væntanleg aflaaukning og betri
rekstur er bara bull — tekið úr
lausu lofti. Aflaverðið er það,
sem miða veröur við. Og hvað
verður það? Hér hefir verið bent
á, að hætta er á, að fiskveiðar
landsins lendi í sjálfheldu fyrir
hvatvísa lagasetningu á þingi
og sérstaklega utan þings.
II.
Bráðabirgðalög núverandi rík-
isstjórnar um búnaðarráð eru
hnefahögg á frelsi þjóðarinnar.
Landbúnaðarráðherra tekur sér
„bessaleyfi" og skipar 25 bœnd-
ur, flesta fylgislausa meðal
bænda og búlausra, til þess að
fjalla um verðsetningu á fram-
leiðsluvörum bænda og neyzlu-
vörum almennings. Aðferð þessi
minnir allmjög á taxtaverzlun
einokunarkaupmannanna sælu.
Þeir, sem þekkja feril þessa
landbúnaðarráðherra, standa
undrandi yfir þeirri öfugþróun,
sem orðin er á honum. Allmiklar
vonir voru bundnar við hann
sem velviljaðan frjálsu og dug-
miklu bænda- og sveitalífi. En
Reykjavík hefir haft lag á hon-
um. Reykjavík hefir umskapað
hann í stjórnmálum, eins og
flelri.
Sá háttur var í hinu forna
þjóðveldi á íslandi, að bændur
eða goðarnir í umboði þeirra,
settu verð á varning þeirra
kaupmanna, sem vildu verzla
við landsmenn. í hinu nýja lýð-
veldi er öldin önnur. Eða hver
vill viðurkenna Svein á Egiis-
stöðum sem allsherjargoða
austanlands eða Stefán í Fagra-
skógi norðanlands? Jú, land-
búnaðarráðherrann. En hvað
segja Austfirðingar og Norðlend-
ingar? Afnemum búnaðarráð
Péturs, er svar þeirra.
III.
Bændur landsins hafa komið
sér upp tveimur stofnunum. SÍS
sem miðstöð verzlunar sinnar
og umbjóðanda til að selja
framleiðsluvöru sína, og Bún-
aðarfélagi íslands til þess að
starfa að umbótum í búfræði-
legum efnum. Báðar þessar
stofnanir eru byggðar upp af
deildum víðs vegar af landinu.
Sís af kaupfélögunum og deild-
um þeirra, en Búnaðarfélag ís-
lands af búnaðarsamböndun-
um og hreppabúnaðarfélögun-
um.
Það er almennt viðurkennt að
I Sís er hárnákvæm og áreiðan-
leg verzlunarstarfsemi. Það hef-
ir gert meira en nokkur annar
til þess að bæta framleiðsluvör-
ur landsmanna og verzlun. Það
hefði því legið beinast við að
Sambandi ísl. samvinnufélaga
hefði verið fengið það hlutverk,
að verðsetja íslenzka framleiðslu
innanlands og utan. Ríkisstjórn-
in gat sem bezt haft eftlrlit með
þessu. Bændur hefðu treyst slíku
fyrirkomulagi og sennilega flest
ir neytendur líka. Langmestar
líkur eru til þess að bændur
hefðu þá ekki neyðst út í stétt-
arbaráttu þá, er nú vofir yfir.
Eða hvort halda menn að bænd-
ur óski eftir því að efna til bar-
áttu við vini sína og afkomendur
bændastéttarinnar í Reykjavík
og öðrum kaupstöðum?
Fyrirspurn
Eftirfarandi spurningu bið ég
Tímann að koma til viðkomandi
manna:
Hvernig stendur á því, að odd-
vitum hefir verið bannað að út-
hluta sykur- og hveitileyfum til
skemmtana, fundahalda o. fL í
sveit, þar sem öll veitingahús
standa opin öllum í kaupstöðum
og engin takmörk sett veitingum
á skemmtunum eða fundum?
Hér er þó nokkuð ólíku saman
að jafna. f sveitum kostar það
allan daginn að fara á fund eða
samkomu, og nægir oft ekki
daginn. Það þykir ástæða til að
banna þessu fólki, að það fái
skömmtunarvörur sér til hress-
ingar, en þeir, sem búa í kaup-
stað, geta eftir vild fengið allt
án skömmtunar, þótt aðstæður
séu þannig, að fólkið gæti íarið
heim til sín í kaffi í fundarhléi.
Hvers konar réttlæti er þetta?
Voru ekki nóg sérréttindi áður,
viðvíkjandi skömmtunarvörun-
um, sem kaupstaðirnir höfðu,
þar eö allir, sem vildu, gátu
fengið alls konar kökur án
skömmtunar, sem eru þó ein-
göngu búnar til úr skömmtun-
arvörum, eins og sykri og hveiti.
Og kaffið gat það drukkið í
kaffihúsunum þar. Þar þurfti þó
ekki að skámmta.
Það liggur meira við. Bændur
sjá það vel, að aðgerðir eins og
bráðabirgðalögin um búnaðar-
ráð eru tæki til þess að lama
frelsi þeirra og afkomu og um
leið stefna lífinu í landinu í
voða vegna meiri samdráttar á
framleiðslu lífsnauðsynja en
orðið er. Bændum er yfirleitt
annt um íslenzka kynstofninn.
En þeir vita líka vel, að til þess
að hann geti sótt fram, þarf
hann meira kjöt, meiri mjólk,
meira smjör og feitmeti og meiri
jarðávexti með sjávaraflanum.
En til þess að svo geti orðið,
verður að gera vel við alla þessa
framleiðslu, að hún dragist ekki
saman. Eða að það verður að
lœkka allan tilkostnað við fram-
leiðslu þessara þarfa, ásamt
fjölmargra annarra þarfa, þar
á meðal klæðnaðar og húsagerð-
ar. En það þýðir lœkkun allra
launa og kaupgjalds til sam-
rœmis við eðlilegt verðlag.
Hánefsstöðum, 5. okt. 1945. .
Bændur mótmæla
Á sameiginlegum fundi Fram-
sóknarfélaganna i Svarfaðardal,
sem haldinn var nýlega, var svo-
hljóðandi tillaga borin fram og
samþykkt:
„Sameiginlegur fundur Fram-
sóknarfélaganna í Svarfaðardal,
haldinn að Grund, þ. 14. október
1945 lýsir megnri óánægju yfir
framkvæmdum ríkisstjórnarinn-
ar í verðlagsmálum landbúnað-
arins.
Skorar fundurinn á þingmenn
Framsóknarflokksins að beita
sér fyrir því, að bændur fái
sjálfsákvörðunarrétt um verð-
skráning framleiðslunnar, og
telur, að stéttarsamtök bænd-
anna sjálfra eigi framvegis að
velja menn f verðlagsnefnd
Iandbúnaðarafurða.“
Tillagan var samþykkt einum
rómi.
ttmi»n»n»tfflffl»mnnt»«»»t»tm»n»t;«tmtnimtt:t?»mnttn»?8n:»t:mttm:
Orðsending
FISKIMJOL H.F.
Hér með tilkynnist háttvirtum viðskiptavinum vorum:
1) Að á síðastliðnu sumri réðum vér H. J. Hólmjárn til
að sjá um samsetningu á öllum fóðurblöndum vorum
og sjá um að þær séu á hverjum tíma nákvæmlega gerð-
ar eftir hans fyrirsögn. En vér höfum áður framléitt
fóðurblöndur handa hænsnum og refum eftir hans
fyrirsögn.
2) Að landbúnaðarráðherra hefir nýlega skipað svo fyrir
að Atvinnudeild Háskólans skuli hafa eftirlit með fóð-
urblöndum og tekur Pétur Gunnarsson tilraunastjóri
eftirleiðis sýnishorn til rannsókna, bæði af tilbúnum
fóðurblöndum og hráefnum þeim, sem í þær eru notað-
ar, eins oft og honum þurfa þykir.
Með ofangreindu er það tryggt, að samsetning fóður-
blandanna er ávalt hin rétta og ekki verða sendar á mark-
aðinn frá verksmiðju vorri, nema verulega góðar fóður-
blöndur úr úrvals hráefni.
Vér framleiðum nú:
,,SÓLAR“ kúafóður,
„SÓLAR" hestafóður,
„SÓLAR“ hænsnavarpfóður,
„SÓLAR“ ungafóður.
Blandað korn.
„SÓLAR“ rcfafisk,
,,SÓLAR“ beitarfóður fyrir sauðfé.
Bændur veiti því athygli, að vér munum ávalt kapp-
kosta að framleiða fyrsta flokks fóðurblöndur sam-
settar eftir vísindalegum rannsóknum og fenginni
reynslu.
Kaupið ,,SÓLAR“ fóðurblöndur.
Fiskimjöl h.f.
Hafnarstræti 10.
Sími 3304.
f. —paissr^—: paasap ;
G | m ri?
OrunnmyncL af samvinnuþvottahúsl fyrir 25 fjölskyldur.
það er ætlað til þvotta eingöngu.
Ef forstöðukona eða aðrir búa
í húsinu er það auðvitað inn-
réttað með tilliti til þess og
íbúðin þá stundum yfir þvotta-
húsinu.
Grunnflötur og rúmmál bygg-
ingarinnar hlýtur að Sjálfsögðu
að fara eftir afkastamagni þvi,
sem gert er ráð fyrir að fram-
kvæmt verði í byggingunni.
Ekkert er þvf til fyrirstöðu að
þvottahúsið sé hluti samstæðra
bygginga, sem notaðar eru til
annarra þarfa, t. d. á skólastöð-
um áfast við íbúðarhús, fim-
leikahús eða önnur húsakynni.
í þvottahúsinu er þörf fyrir
eftirfarandi herbergi: Þvotta-
skála, vigtarklefa, skrifstofu,
borðstofu, fatageymslu, baðher-
bergi og salerni, -ásamt ketil-
klefa og eldiviðargeymslu. Þetta
er hið minnsta húsrúm, sem á
þarf að halda, nema svo hagi
til að hitað sé með rafmagni,
(eða eins og hér hjá okkur,
þegar við fáum samvinnuþvotta-
hús, að laugavatn sé notað), þá
er ketilhús óþarft. Auk þessa er
herbergi til línstroku æskilegt.
í sjálfum þvottaskálanum eru
þvottavélarnar af mismunandi
stærðum, oftast vélar, sem rúma
12 eða 24 kg. af taui, og fer
fjöldi þeirra eftir stærð hús-
anna. í þvottahúsi, sem áætlað
er fyrir 200 fjölskyldur, er t. d.
talið hæfilegt að hafa 4 vélar,
2 af hvorri hinna nefndu stærða.
Þá er miðflóttavindan, sem þeyt-
ir 75—80% af vatninu úr þvott-
inum, en þýðingarmesta og lang-
afkastamesta vélin er hitarúllan,
sem jafnan er knúin og hituð
með háþrýstigufu.
Þessi afburðavél er svo af-
kastamikil, að hún getur þurk-
að og rúllað 80 kg. af taui á
klukkustund. Hún er líka lang-
dýrasta vélin í húsinu og ofur-
efli smáþvottahúsa.
Meðan ég dvel við vélarnar er
rétt að geta þess, að ýmsar
húsmæður höfðu í fyrstu ótrú
á þeim og fullyrtu að þær slitu
tauinu óhæfilega.
Nú er það fullsannað af þeim,
sem rannsakað hafa fataslitið í
vélum þessum, bæði í Svíþjóð,
Danmörku og víðar, að tauið
slitnar mun minna við að þvo
það í þvottavél,vinda í miðflótta
vindu og þurrka og rúlla í hita-
rúllunni, en ef það er með farið
eins og venja er til, þegar um
handþvott og loftþurrkun er að
ræða.
Kostnaðarhliðin.
Þegar um eins stórt fyrirtæki
er að ræða og hér á í hlut, er
eðlilegt, að spurt sé hvað líði
kostnaði öllum.
í fyrsta lagi er það þá stofn-
kostnaðurinn og þau beinu út-
gjöld, sem hann hefir i för með
sér. Þar næst er sá kostnaður,
sem fylgir daglegri starfrækslu
fyrirtækisins, svo sem efnisvörur
til þvottanna, eldiviður og fleira,
og í þriðja lagi er svo vinna of*
umsjón af ýmsu tagi.
Um fyrsta þáttinn — stofn-
kostnaðinn — er það að segja,
að hann er auðvitað að mjög
miklu leyti háður verðlaginu
og svo stærð hússins og útbúnaði
þess. Þau samvinnuþvottahús,
sem nú eru starfrækt, hafa kost-
að 50—90 þúsund krónur full-
gerð, með öllum útbúnaði. Miðað
við verðlag á íslandi mundi
sennilega mega margfalda þess-
ar tölur með þremur til þess að
finna byggingarkostnaðinn hér.
Fé þetta hefir verið fengið á
éftirfarandi hátt: Þegar byggja
skal samvinnuþvottahús er jafn-
an byrjað með því, að hópur
manna myndar félagsskap um
fyrirtækið, og framlög meðlim-
anna, sem oftast er 15—20 krón-
ur á hvern heimilismann 15 ára
eða eldri, eru hinir fyrstu vísar.
Þá leggja sveitafélögin jafnan
nokkuð af mörkum.
í þriðja lagi er svo að leita
opinberra eða hálfopinberra
styrkja til fyrirtækisins. Árið
1939 heimilaði sænska þingið
50 þúsund krónur til styrktar
samvinnuhúsabygginga. Síðan
hefir ríkið veitt þessa upphæð
árlega, en nánar greindum fyr-
irmælum verður að fylgja til
þess að geta orðið styrks að-
njótandi. Þessi upphæð hefir að
sjálfsögðu ekki náð til allra
þeirra, sem reist hafa samvinnu-
þvottahús, og aðeins verið lítil
hjálp, því að upphæðin er lág.
samanborið við framkvæmdir
þær, sem orðið hafa. En þar að
auki veitir ríkið háar upphæðir
árlega sem lán til samvinnu-
þvottahúsa, aðallega til véla-
kaupa.
Umsóknir um lán frá ríkinu
ganga í gegnum búnaðarfélögin
og eru veitt fyrir milligöngu
vélasjóðs landbúnaðarins.
Ennfremur hafa sambands-
kaupfélögin sænsku veitt styrki
til bygginga auk ýmsrar ann-
arrar aðstoðar við stofnun
samvinnuþvottahúsanna.
Það er vert að geta þess, að
enda þótt stofnkostnaðurinn
sé verulegur, eru það ekki upp-
hæðir, sem af honum stafa, er
þyngst vega á rekstursreikn-
ingi, nema klaufalega sé að far-
ið. Hin daglega starfsemi er
alltaf langstærsti liðurinn á
kostnaðarhlið rekstursreikn-
ingsins.
í samvinnuþvottahúsunum
hefir það reynzt svo, að allur
kostnaður við þvottinn hefir
numið 30—40 aurum á hvert kg.
af taui, þegar húsmóðirin sjálf
kemur með þvottinn og aðstoð-
ar, en verðið hækkar um 10—20
aura á kg„ ef hún hjálpar ekki
til, en sendir tauið.
Spurningin er nú, hvort hægt
sé að þvo þvottinn á ódýrari
hátt í heimahúsum. Til þess að
leysa úr þessari spurningu hafa
verið gerðar ýtarlegar rann-
sóknir og tilraunir, t. d. I Dan-
mörku á árunum 1942—44. Ein
slík rannsókn var framkvæmd á
25 sveitaheimilum, þar sem
heimilisfeður voru: prestur,
kennari, ráðunautur, hand-
verksmenn, garðyrkjumenn og
bændur.
Niðurstaðan reyndist sú, að
kostnaðurinn og fyrirhöfnin var
mun meiri heima en þegar
þvegið var 1 þvottahúsi af
nefndu tagi, eða að minnsta
kosti þriðjungi meíri.
Starfsfyrirkomulagio.
Svo telst til samkvæmt þeim
athugunum, sem gerðar hafa
verið, að húsmóðirin spari 30
stunda vinnu á hvern heimilis-
mann árlega við að þvo í þvotta-
húsi í stað þess að þvo í heima-
húsum.
Síðan starfsemi þessi komst á
skrið hefir reynslan sýnt, að
notkun þvottahúsanna verður
hagkvæmust á þann hátt, að
þar vinni eingöngu æfðir
starfskraftar og að um full-
kominn félagsþvott sé að ræða.
Þetta er aðeins framkvæman-
legt á þann hátt, að húsmóð-
irin sendi tauið til þvotta. En
menn sáu fyrirfram að þurfa
mundi nokkurn tíma til þess að
venja húsmæðurnar á að senda
fatnaðinn i hendur annarra, og
þess vegna hefir sú leið verið
farin að gefa húsmæðrunum
tækifæri til þess að koma með
hann sjálfar og aðstoða við
verkið.
Síðan 1941 hefi ég fylgzt með
gangi þessarar starfsemi ytra
ásamt tilraunum og öðrum at-
höfnum, sem við hana eru
tengdar, og i sumar gerði ég
mér ferð til Svíþjóðar til þess
að skoða hlutina og reyna að
meta þá eftir eigin sjón og
raun, ef vera mætti að móta
skyldi starfsemi þessa við hæfi
íslenzkra húsmæðra.
Heimsótti ég nokkur sam-
vinnuþvottahús, og skal ég nú
í fáum orðum segja frá þvl, er
fyrir mig bar á einu þeirra.
Þvottahús þetta var 1 smábæ,
en sveitir á alla vegu, og var
fatnaður sá, sem þangað kom
til þvotta, bæði úr bæ og sveit;
sumt komu húsmæðurnar með
sjálfar, sumt var sent.
Húsið yjir 6 ára, en er nú allt
of lítið, því að fleiri og fleiri
vilja nú vera með, jafnvel þeir,
sem höfðu megna andúð gegn
fyrirtækinu í upphafi.
Fyrst kom ég inn í anddyrl
og spurði eftir forstöðukonunni,
en hún var í vigtarklefa að vega
fatnað, sem húsmóðir ein var
komin með til þvotta, og var
mér vísað í vigtarklefann.
Fylgdist ég nú með þvotti
húsmóður þeirrar, sem tauið
átti. Það var ekki lagt í bleyti,
þess gerist ekki þörf, því að
sápuverksmiðjurnar búa til svo
fullkomin þvottaefni og vélarn-
ar vinna svo vel með þeim, að
óþarft er að leggja í bleyti.
í þvottaskálanum voru þrjár
þvottavélar, hver þeirra er not-
uð af fjórum húsmæðrum á dag,
en það þýðir, að þangað koma
12 húsmæður á degi hverjum
til þvotta á tímabilinu frá kl.
8 að morgni til kl. 16 e. h. Frá
kl. 16 til kl. 21 að kvöldi þvær
starfsfólk hússins — stúlkur —
innsent tau. Starfsfólk hjálpar
einnig húsmæðrunum á daginn
við hirðing og gæzlu vélanna og
fleira.
Hver kona kemur einu sinni
i mánuði til þvotta, og sé reikn-
að með 25 vinnudögum eru það
300 fjölskyldur, sem þarna þvo.
Auk þess þvær starfsfólkið sem
svarar taui af 250—300 fjöl-
skyldum, svo að hús þetta er
notað til þess ítrasta.
Ég fylgist nú með konunni,
sem átti þvottinn — óhreina
tauið — sem verið var að vega,
þegar ég kom.
Taukarfan rennur á hjólum
að þvottavélinni, fatnaðinum er
hagrætt í þvottaleginum, sem
starfsfólkið hefir útbúið, þvl'að
þvottahúsið leggur til öll
þvottaefni. Vélinni er lokað og
konan sezt á stól meðan óhrein-
indin losna úr fatnaðinum; sit-
ur hún þarna á stólnum,
klædd sparifötunum sínum og
greiðir úr spurningum mínum
eftir beztu getu.
Hún hefir ekkert mislitt tau
með, en aðrar konur, sem hafa
það, standa við þvottaskálarn-
ar og þvo það á brettum meðan
vélarnar ganga.
Starfsstúlkur hússins skipta
um vatn í vélinni á 10 mínútna
fresti og að klukkutíma liðnum
er þvotti lokið og tauið fært
yfir í miðflóttavinduna, en
þar þeytast % hlutar þess vatns,
sem í þvottinum var, burt á 10
mínútum, og rennur það i
skólpleiðslur hússins.
Þvínæst er þvotturinn færður
yfir á borð og aðgreindur þar,
því að nú skal þurrka og rulla.
„Hitarullan er langbezta vél-
in“, sagði konan, og svo tók hún
til óspilltra málanna með að
hjálpa stéttarsystur sinni, sem
var rétt á undan í röðinni, en
tvær og tvær hjálpast að i
verkaskiptum við að rulla, og
gengur það vel. Frh. á 6. s.