Tíminn - 26.10.1945, Blaðsíða 1
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
Sími 2323
29. árg'. |
Fé, sem varið er til jarðabóta
sé undanþegið sköttum
Framv. frá tveimur Framsóknarmönnum.
Reykjavík, föstudaginn 26. okt. 1945
• Framleiösluráö, skipaö
meö verðskráningu
| 81. blaö
fulltrúum bænda, fari
landbúnaðarafurða
Tveir þingmenn, Páll Zóphóníasson og Jörundur Brynjólfsson,
hafa nýlega lagt fram i neðri deild frv. um breytingu á lögunum
um tekjuskatt og eignarskatt. Breytingin er fólgin í því, að fé
það, sem bændur verja til umbóta á jörðum sínum, sé undan-
þegið sköttum að vissu marki.
lnnflutn.Ln.gur búvéía oq
grasfræs frá Norður-
löndum
Frásögn Árna G. TSylands
Árni Eylands framkvæmda-
stjóri er nýlega kominn úr
ferðalagi um Norðurlönd, en
þangað fór hann I erindum
S. í. S. til að undirbúa kaup
á vélum og öðrum nauð-
synjum í þágu landbúnaðar-
framleiðslunnar.
Tíminn hefir átt viðtal við
Árna eftir heimkomuna og lætur
hann vel af ferð sinni. Hann
telur góðar horfur á, að hægt
verði, þegar samgöngur eru
komnar í eðlilegt horf, að fá
mikið af landbúnaðarvélum frá
Svíþjóð, sérstaklega þó hey-
vinnuvélar. Þá munu fást þaðan
mjaltavélar og er von á nokkr-
um þeirra á næstunni og kemur
með þeim sænskur maður til
að leiðbeina við niðursetningu
og notkun þeirra. Þá telur Árni
góðar horfur á því, að unnt verði
að fá nóg af heppilegu grasfræi
frá Norðurlöndum, en hörgull á
góðu grasfræi hefir mjög tálm-
að nýræktinni hér á undan-
förnum árum.
Meðan Árni dvaldi í Svíþjóð,
sat hann þar fund norrænna
búvísindamanna. Einnig iíynnti
hann sér ýmsar nýjungar i bún-
aði.
Samkv. frv. bætist svohljóð-
andi málsgrein við 14. grein
skattalaganna frá 20. maí 1942:
„Sú upphæð, er bændur verja
til umbóta á ábúðarjörð sinni,
skal undanþegin tekjuskatti, þó
eigi hærri fjárhæð árlega en
nemur %' — einum fimmta —
af hreinum tekjum viðkomandi
bónda, áður en tekjuskattur,
stríðsgróðaskattur og útsvar,
sem greitt hefir verið á árinu,
er dregið frá tekjunum“.
í greinargerð frv. segir: Það
er alkunnugt, að útgerðarmenn
hafa nú um skeið fengið að
leggja y3 hluta af tekjum sínum
skattfrjá]san í varasjóð til að
tryggja rekstur útgerðarfélags-
ins. Á sama hátt hafa almenn
hlutafélög fengið að láta Vs af
tekjum sínum í varasjóð, án
þess að borga skatt af þeirri
upphæð, og orkar þó tvímælis,
svo að ekki sé sterkara kveðið
að orði, hvort þess er þörf. Hér
er lagt til, að bændum sé á sama
hátt leyfilegt að verja y5 af
tekjum sínum til umbóta á á-
búðarjörð sinni, og er ekki vafi
á, að þeir eiga sama rétt á þvl
og aðrir, sem þau réttindi hafa
nú, að leggja nokkuð af fé sínu
til hliðar án þess að greiða af
því skatta.
Umbætur á jörðinni, svo hún
verði betri, er þeirra bezti trygg-
ingarsjóður, og hann kemur
ekki einungis þeim að notum,
er á jörðinni búa, þegar umbót-
in er gerð, heldur öllum þeim,
er síðar meir búa á henni og
njóta umbótanna. Það er því
fullkomlega réttmætt, miðað við
aðra, að bændur fái þessi fríð-
indi, enda er málið hér flutt
eftir ósk frá þeim.
Kommúnistar frestuðu
flokksþingi sínu
Einar Olgeirsson var ókominn með
Jínuna' frá Moskvu
■ . -
Það hefir vakið athygli, að flokksþingi Sameiningar-
flokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, sem koma átti saman
síðari hluta þessa mánaðar, hefir verið frestað.
Þetta mun þó vekja meiri athygli, þegar mönnum verður
kunnugt um tildrög frestunarinnar. Hún er sú, að Einar
Olgeirsson er enn ókominn úr Rússlandsferðinni, en búið
var að tilkynna, að hann ætti að hefja umræðurnar um
utanríkismálin, sem eiga að vera eitt helzta umræðuefni
flokksþingsins.
Svona er þá komið stjórnarháttum á íslandl, að annar
stærsti stjórnarflokkurinn getur ekki haldið flokksþing,
nema hann hafi áður sent erindreka til Moskvu og erind-
rekinn sé kominn heim með „línuna.“
Og svo gefur forsætisráðherrann út „opinbera tilkynn-
ingu“ og segir, að Einar hafi farið út fyrir þrábeiðni sína
og sem persónulegur fulltrúi sinn! Er mögulegt fyrir
kommúnista að koma ár sinni betur fyrir borð en að nota
þannig sjálfan forsætisráðherrann til að gefa út opinber-
ar tilkynningar til að leyna hinum raunverulega tilgangi
með Moskvuferð Einars?
En hversu lengi getur þjóðin þolað slíkt stjórnarfar?
NYJU VARÐSKIPIN
Mynd þessi er af cinu hinna þriggja skipa, sem keypt hafa verið í Bretlandi
til landhelgisgæzlu hér. Skipin eru væntanleg hingað um næstu helgi.
■ Ráðið vinni ennfremur að eflingu og
skipulagningu landbúnaðarframleiðslunnar
l með tilliti til þarfa þjóðarinnar og
markaðsmöguleika
Fimm þingmenn 1 neðri deild, Jón Sigurðsson, Bjarni Ásgeirs-
son, Sveinbjörn Högnason, Pétur Ottesen og Páll Zóphóníasson
hafa nýlega lagt fram frv. til Iaga um framleiðsluráð landbún-
aðarins og verðskráningu og verðmiðlun á landbúnaðarvörum.
Fruinvarp þetta var undirbúið af Búnaðarþingi síðastl. vetur og
er það aðalefni þess, að nefnd níu manna, sem samtök bænda
tilnefna, skuli ráða verðskráningu landbúnaðarvara, ákveða
verðjöfnunargjald og úthlutun þess, ráðstafa sláturleyfum, hafa
umsjón með sölu stórgripakjöts og vinna að eflingu og skipu-
lagningu landbúnaðarframleiðslunnar með tilliti til þarfa þjóð-
arinnar og markaðsmöguleika.
Verði frv. þetta samþykkt, tekur framleiðsluráðið við störfum
búnaðarráðs, og hefir auk þess víðtækara starfssvið, þar sem
það á að vinna að eflingu og skipulagningu landbúnaðarfram-
leiðslunnar.
Megmefni frv.
Verkfalliö heldur áfram
á kaupskipaflotanum
Samkomulagstilraunir sáttanefndar, sem
stjórnin hefir skipað, hafa emi engan
árangur borið.
Þrjú skip Eimskipafélagsins hafa nú stöðvazt vegna háseta-
verkfallsins, auk Esju og Súðarinnar. Sum þessi skip eru búin
að liggja hér í þrjár vikur. Þannig er vinnufriðurinn í reynd, sem
stjórnin þóttist hafa tryggt með yfirlýsingum frá Alþýðusam-
bandinu og Vinnuveitendafélaginu, þegar hún kom til valda i
fyrra.
Fyrir nokkru síðan skipaði
stjórnin þá Guðmund I. Guð-
mundsson bæjarfógeta og
Gunnlaug Briem stjórnarráðs-
fulltrúa til að aðstoða sátta-
semjarann, Torfa Hjartarson
tolLstjóra, við sáttaumleitanir í
deilunni. Enn hafa þessar um-
leitanir þó ekki borið neinn ár
angur.
Menn fá hér að reyna það
eins greinilega og verða má, hve
mikið er að treysta- þeim full-
yrðingum stjórnarsinna, að
vinnufriðurinn. hafi verið
tryggður með stjórnarsamvinn-
unni, þar sem stjórnin styðjist
einkum við atvinnurekendur og
verkalýðsfélögin. Þetta verkfall
á kaupskipaflotanum er nú búið
að standa í nær mánuð og litlar
horfur um lausn þess. Eftir þetta
ættu stjórnarsinnar vissulega að
spará sér allar yfirlýsingar um
það, að stjórnarsamvinnan
tryggði vinnufriðinn, en á
stjórnmálafundunum í vor töldu
margir þeirra henni það mest til
gildis.
Það liggur í augum uppi, að
verkfall þetta er hið tilfinnan-
legasta, þar sem einmitt á þess-
um tíma er einna mest þörf
NÝR DÓSENT
Menntamálaráðherra hefir ný-
lega skipað séra Björn Magnús-
son dósent í guðfræði við Há-
skóla íslaiids. Er þetta gert sam-
kvæmt fyrirmælum seinasta
þings.
fyrir flutninga út um land, þar
sem verzlanir og einstaklingar
bar þurfa að koma sér upp
birgðum til vetrarins. Hér er
einnig að verða hörgull á ýms-
um útlendum vörum, sem ekki
verður bætt úr, nema þá seint
og síðar meir, þar sem skip
Eimskipafélagsins eru stöðvuð,
og flutningarnir frá Norður-
löndum falla þvi niður að mestu
leyti á meðan.
Þótt stjórnin reynist þess
vanmegnug að leysa verkfallið,
ætti henni að vera vel mögulegt
að birta yfirlýsingar þær um
tryggingu fyrir vinnufriðnum,
sem hún telur sig hafa frá Al-
þýðusambandinu og Vinnuveit-
endafélaginu og hátíðlega var
skýrt frá í stjórnarsáttmálan-
um í fyrra. Menn gætu þá a. m.
k. séð, hvor aðilinn hefði brugð-
izt yfirlýsingunni og gengið á orð
sín. Eða voru þessar yfirlýsingar
eingöngu fals, eins og svo margt
annað í stjórnarsáttmálanum?
Brezku flugmennirnir
á förum
Varaflugmálaráðherra Breta
hefir nýlega tilkynnt, að allt
brezkt flu*.T&5 verði farið frá ís-
landi innan sex mánaða.
Samkvæmt þessu má telja
víst, að Bretar hafi afhent ís-
lendingum flugvöllinn hjá
Reykjavík innan sama tíma.
Frv. þessu er skipt í sjö kafla,
enda fjallar það um margvísleg
efni. Verða hér á eftir rakin
nokkur aðalákvæði frv.
Fyrsti kafli frv., sem fjallar
um kjör og verkefni fram-
íeiðsluráðs, hljóðar á þessa leið:
„Búnaðarfélag íslands skipar
9 manna framleiðsluráð til 4
ára í senn. Skulu 5 þeirra skip-
aðir samkvæmt tilnefningu
aðalfundar Stéttarsambands
bænda, og sé þess að jafnaði
gætt, að þeir séu valdir úr öllum
landsfjórðungum, en þó skal
hlutfallskosning viðhöfð við
tilnefningu þeirra, ef óskað er.
Hinir fjórir skulu skipaðir af
eftirgreindum aðilum, einn af
hverjum: S. í. S., Mjólkursam-
sölunni í Reykjavík, Sláturfélagi
Suðurlands og mjólkurbúunum
utan mjólkurverðjöfnunarsvæð-
is Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
Kosning og skipun þeirra fer
fram í fyrsta skipti ekki síðar
m í byrjun septembermánaðar
1946. Framleiðsluráð kýs sér
formann og ræður sér fram-
kvæmdastjóra.
Aðalverkefn'i framleiðsluráðs
er:
1. að fylgjast með framleiðslu
og vinnslu landbúnaðarvara.
2. að stuðla að eflingu land-
búnaðarframleiðslunnar í sam-
starfi við Búnaðarfélag íslands,
svo að hún fullnægi þörfum
þjóðarinnar.
3. að stuðla að umbótum á
vinnslu og meðferð varanna.
4. að vinna að aukinni hag-
nýtingu markaða fyrir þessar
vörur utan lands og innan.
5. að vinna að þvi að beina
framleiðslu landbúnaðarins að
þeim framleiðslugreinum, sem
landbúnaðinum eru hagfelld-
astar og samrýmast bezt þörfum
þjóðarinnar á hverjum tíma.
6. að ákveða verðmiðlun á
kindakjöti, mjólk og mjólkur-
vörum samkvæmt fyrirmælum
laga þessara.
Kostnaður við framleiðsluráð
greiðist úr Búnaðarmálasjóði.
Framleiðsluráð lætur safna og
gefa út ár hvert ýtarlega skýrslu
um framleiðslu landbúnaðar-
vara, vinnslu þeirra og sölu,
markaði, markaðshorfur og af-
komu landbúnaðarins á hverjum
tíma. Skylt er öllum þeim fyrir-
tækjum og stofnunum, er hafa
með höndum vinnslu eða sölu
landbúnaðarafurða, að láta ráð-
inu í té allar upplýsingar, er
því geta að gagni komið við
störf þess og þær geta veitt.“
Annar kafli lagarina, sem
Hlutur bænda
f blaSinu Skutli 14. þ. m. er
í innrammaðri grein, sem nefn-
ist: Hlutur bænda, verSlagsráð-
stöfunum Péturs Magnússonar
lýst á þessa leið:
„Margir gera sér alrangar
hugmyndir um það, hvað bónd-
inn fái af þcim kr. 10,80, sem
flestir neytendur kaupstaðanna
eiga nú að greiða fyrir eitt kíló
af kjöti.
Bóndinn fær £ bezta tilfelli
kr. 5,88. Þrjár krónur fjörutíu
og sjö aurar fara í verzlunar-
kostnað og ein króna og fimm-
tíu í verðjöfnunargjald.
Það er því ekki nema röskur
hclmingur kjötverðsins, sem
rcnnur til bændanna sjálfra.
Er þá niðurstaðan sú, að Pét- ,
ur Magnússon og landbúnaðar-
sovét hans ætla nú bændunum
85 aurum M I N N A verð f yrir
hvert kjötkíló, en þeir fengu I
fyrra, og hefir þó framleiðslu-
kostnaður bænda hækkað á ár-
inu með vaxandi dýrtíð um fast
að 10%.“
Hér er því lýst af manni, sem
styður stjórnina og vill því
áreiðanlega ekki halla á hana,
hvcrn hlut Pétur Magnússon
skammtar bændum. Ritstjóri
Skutuls er aðeins að því leyti
frábrugðinn öðrum stjórnar-
sinnum, að hann viðurkennir
það rétta í þessu máli. En nú er
að sjá, hvort bændur ætla að
sætta sig við þann hlut, sem
Pétur hefir skammtað þeim og
láta stuðningsmenn hans, eins
og Jón Pálmason, Eirík Einars-
son, Sigurð Bjarnason og Garð-
ar Þorsteinsson, vera áfram sem
fulltrúa sína á þingi.
I—— ---------------------------]
fjallar um verðskráningu land-
búnaðarafurða, hljóðar svo:
„Hagstofa íslands reiknar ár-
lega út framleiðslukostnað
bænda. Við útreikning fram-
leiðslukostnaðarins skal fylgt
þeim reglum, sem fyrir er mælt
í 4. gr. laga nr. 42 14. apríl 1943,
um dýrtíðarráðstafanir, og sam-
komulagi sex manna nefndar-
innar.
Framleiðsluráð hefir á hendi
verðskráningu landbúnaðarvara.
Við verðskráningu grænmetis og
garðávaxta tekur fulltrúi Sölu-
félags garðyrkjumanna sæti i
framleiðsluráði og hefir atkvæð-
isrétt um þau mál. Nú verða at-
kvæði jöfn um verðlagningu
þessara vara, og ræður þá úr-
slitum atkvæði fulltrúa sölufé-
lagsins. Heimilt er framleiðslu-
ráði að fela formanni og fram-
kvæmdastjóra ásamt fulltrúa
Sölufélags garðyrkjumanna að
(Framhald á 8. siðu)