Tíminn - 26.10.1945, Blaðsíða 2
2
TÍMEViy, föstndagiim 26. okt. 1945
81. blað
Föstudagur 26. oht.
Jarðræktarlögin
Framsóknarmenn hafa nú
lagt fram í þriðja sinn á Alþingi
frv. sitt um þá breytingu á*
jarðræktarlögunum, að styrk-
urinn til túnasléttunar og ný-
ræktar verði aukinn um helm-
ing næstu 10 árin eða þar til
að býli, sem styrks nýtur, hefir
600 hesta heyskap á véltæku
landi.
Um það mun ekki verða deilt,
að landbúnaðinum muni fátt
eða ekkert nauðsynlegra, ef
hann á ekki að verða eftir-
bátur annarra atvinnuvega, en
að hann geti tekið sem mesta
véltækni í þjónustu sína.
Stærsta og þýðingarmesta á-
takið í þeim efnum er að koma
öllum heyskapnum á véltækt
og velyrkt land. Þar hefir að
sönnu náðst mikill árangur á
undanförnum árum, en þó er
þar enn mikið verkefni óunnið.
Eigi að inna það af höndum
á skömmum tíma, verður það
ekki gert öðruvísi en með stór-
auknu ræktunárframlagi rík-
isins. Slíkt framlag er líka full-
komlega eðlilegt, þar sem öll
þjóðin mun njóta góðs af hinni
auknu ræktun, því að bæði ætti
afkoma bænda að geta batnað
og neytendur að geta fengið ó-
dýrari vörur. Ríkið getur vissu-
lega fátt betur gert með fjár-
muni sína en að leggja þá i
aukna ræktun. Þess vegna telja
Framsóknarmenn það ekki of-
langt gengið til að koma land-
búnaðinum á samkeppnisfæran
grundvöll á skömmum tíma, að
jarðræktarstyrkurinn verði tvö-
faldaður næstu 10 árin.
Á seinasta þingi töldu stjórn-
arandstæðingar sig hafa komizt
að þeirri niðurstöðu, að þessi
aukni jarðræktarstyrkur myndi
kosta rikissjóð um 60 milj. kr.
á öllu tímabilinu eða 6 milj. kr.
á ári til jafnaðar. Það er m. ö. o.
miklu lægri upphæð öll árin
en stjórnarflokkarnir verja nú
til launagreiðslna úr ríkissjóði
á einu ári. Er því vissulega ekki
unnt að halda því fram, að
þetta framlag sé ekki kleyft af
fjárhagslegum ástæðum eða
gangi á hlut annarra atvinnu-
vega, ef hófsemi og sparnaðar
væri gætt í rekstri ríkisins á
öðrum sviðum.
Eins og áður segir, er þetta í
þriðja sinn, sem Framsóknar-
menn bera þetta frv. fram. Tví-
vegis hefir það verið fellt af
stjórnarliðinu. Má vel af því
marka hinn raunverulega frarn-
faraáhuga Framsóknarflokksins
og stjórnarliðsins, þótt það tali
öllum meira um „nýsköpun"
og láti Kiljan og Kolka og aðra
því líka riddara sína skammast
yfir oflitlum ræktunarfram-
kvæmdum. Stjórnarliðið fær nú
enn að sýna, hvort þetta er
nokkuð anna,ð en meiningar-
laust glamur, sem notað er í
blekkingaskyni. Felli það jarð-
ræktarlagafrv. i þriðja sinn,
hefir það sjálft ógilt svo greini-
lega „nýsköpunar“-loforðin, að
bændur og aðrir landbúnaðar-
menn þyrftu ekki að blekkjast
af þeim lengur.
Vélbáta- og togara-
kaupin
Umræðurnar, sem nýlega fóru
fram á Alþingi um vélbáta- og
togarakaup ríkisstjórnarinnar
upplýstu sitt hvað um þessa
„nýsköpun" stjórnarinnar, sem
vert er að veita athygli.
Það uplýstist í fyrsta lagi, að
búið er að gera ráðstafanir til
að kaupa um 110—120 vélbáta.
Þar af hafði fyrrv. ríkisstjórn
eða einstaklingar undirbúið
kaup á 80 bátum. Núverandi
ríkisstjórn hefir haft veg og
vanda af 35 bátum eða þeim,
sem hún hafði samið um smíði
á innanlands. Það eru líka einu
bátarnir, sem enn eru óseldir.
Til þess liggja þær einföldu á-
stæður, að þeir eru miklu dýrari
en aðrir bátar, enda er það eðli-
leg afleiðing dýrtíðarinnar í
Má ekki gleymast.
í bréfi, sem sunnlenzkur bóndi
skrifar Tímanum nýlega, segir:
„Margt hefir verið rætt og ritað
um afurðasölumálin á þessu
hausti, en eitt finnst mér þó
hafa gleymzt að taka fram. Þótt
kostir okkar bænda hafi verið
mikið þrengdir, er ég viss um,
að nær okkur hefði verið gengið,
ef ekki hefði notið við Fram-
sóknarflokksins og baráttu hans.
Vegna Framsóknarflokksins og
þeirrar andstöðu sem hann hefir
haldið uppi gegn ráðstöfunum
stjómarinnar, hefir hún ekki
þorað að skerða hlut okkar
meira, þótt eflaust hafi viljinn
verið fyrir hendi. Þessu megum
við bændur ekki gleyma, heldur
verðum við stöðugt að minnast
þess, að eftir því, sem pólitískir
málsvarar okkar eru öflugrí,
þora andstæðingarnir síður að
ganga á hlut okkar. Þess vegna
er það skylda okkar bænda við
sjálfa okkur að þoka okkur sam-
an um einn flokk, sem gætir
réttinda okkar, og sá flokkur er
Framsóknarflokkurinn."
Hverjir vilja halda í
kotbúskapinn?
Valtýr Stefánsson og Ken-
gáluriddari hans hafa að und-
anförnu stundað þann áróður
mjög kappsamlega, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi unnið og
vinni að því að eingöngu sé rek-
inn kotbúskapur á íslandi.
Raunar mun þetta eins og fleira
hjá þesum félögum haft eftir
Kiljan, þyí að nú finnst for-
sprökkum Sjálfstæðisflokksins
fátt gott, nema einhver komm-
únisti hafi sagt það áður.
Það er með þetta eins og flest
annað, að staðreyndirnar tala
gegn málflutningi Kiljans og
Valtýs, því að fyrir atbeina
Framsóknarflokksins hefir kot-
unum stórfækkað á íslandi.
Það - er hægt að fara sveit úr
sveit og finna margar jarðir,
þar sem var kotbúskapur áður,
en nú eru rekin á stórbú á okkar
mælikvarða. Þetta er að þakka
framtaki bændanna og svo því,
að Framsóknarflokkurinn hefir
komið til móts við þá og tryggt
þeim hjálp, sem hefir gert þeim
kleift að gera þetta.
Seinasta verk Framsóknar-
flokksins til að ná þessu tak-
marki yfirleitt, er flutningur
jarðræktarlagafrv., þar sem
stefnt er að því, að hvert býli
geti haft a. m. k. 600 hesta hey-
skap á véltæku landi. Þetta frv.
hafa stjórnarflokkarnir tvívegis
fellt. Það mætti því vissulega
segja um þá, að þeir vildu við-
halda kotbúskapnum. En þeir
landinu. Svo mikill er verðmun-
urinn, að 62 smál. bátarnir, sem
stjórnin er að láta smíða, kosta
247 þús. kr. meira hver en nýjir,
hliðstæðir bátar kosta nú í Dan-
mörk. Það verður því ekki ann-
að séð en að stjórnin hafi með
þessari ráðstöfun sinni búið til
nokkurra milj. kr. aukagjöld,
sem annað hvort lenda á ríkinu
eða þeim einstaklingum, sem
glepjast til að kaupa bátana.
Þessi bátakaup stjórnarinnar
eru því eins mikið ráðleysi og
hugsast getur. Þau verða enn
ráðleysislegri, þegar þess er
einnig gætt, að það vinnuafl,
sem notað er til bátasmíðanna,
hefði nú þurft við önnur brýn
verkefni, t. d. íbúðabyggingar.
Um togarakaupin liggja enn
ekki fyrir jafn greinilegar upp-
lýsingar. Þó er það vitað, að
verð togaranna verður alltaf 2.5
milj. kr. eða 600—800 þús. kr.
meira en upphaflega var til-
kynnt. Þessi mikla verðhækkun
virðist fyrst og fremst liggja í
því, hversu illa var gengið frá
bráðabirgðasamningum, því að
fjölmörgu þurfti að breyta í
beim, en slíkar breytingar verða
jafnan dýrari, þegar samið er
um þær eftir á. Þá er talið, að
enn vanti mörg tæki í togarána
og endanlegt verð þeirra geti
jafnvel orðið yfir 3 milj. kr.
Þeir eru þá orðnir dýrari en
dieseltogarar, sem fáanlegir
voru í Bandaríkjunum og taldir
voru alltof dýrir á sínum tíma,
þótt vitanlegt sé, að þeir hefðu
orðið miklu ódýrari i rekstri
hegða sér hér eins og oftar á þá
nazistávísu, að ætla að leyna
sekt sinni með því að ásaka
aðra um hana.
Rógburður Mbl. um
fimmmenningana.
Forsprökkum Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík er illa við
andstöðu þá, sem nokkrir þing-
menn flokksins og margir
sveitakjósendur flokksins sýna
ríkisstjórninni. Þetta hefir
komið einna greinilegast fram,
þegar Gísli Sveinsson var felld-
ur við forsetakosninguna í sam-
einuðu þingi. Ekki hafa þó blöð
Sjálfstæðismanna þorað að deila
opinberlega á þessa menn, en
undanfarið hefir Kengáluridd-
arinn skrifað um þá hverja
dulbúna skammagreinina á
fætur annarri i Mbl. Þetta er
gert með þeim hætti, að Bún-
aðarþing og Búnaðarfélagið er
skammað fyrir hin og þessi
verk og jafnhliða farið þeim
svívirðingarorðum um þessar
stofnanir, sem Kengáluriddar-
anum eru lagin. Undantekning-
arlítið hafa þessi verk verið
gerð með fullu samþykki full-
trúa Sjálfstæðisflokksins í
þessum stofnunum, t. d. Pét-
urs Ottesen, Jóns á Reynistað
og Þorsteins Þorsteinssoriar. Má
því til sönnunar nefna kröfuna
um sexmannanefndar-verðið,
ráðstöfun búnaðarmálasjóðs og
tilhögunina við stofnun Stétt-
arsambands bænda.
Sjálfstæðisbændum mætti
vissulega verða af þessu ljóst,
hve mikið muni að marka róg-
inn um Framsóknarflokkinn,
þegar nákvæmlega sami söng-
urinn er sunginn, þótt undir
rós sé, um þá forvígismenn í
Sjálfstæðisflokknum, sem njóta
mestrar tiltrúar meðal bænda.
Uppgjöf Bjarna Ben.
Bjarni Ben. skrifaði fyrir
nokkra pistla í Mbl., þar sem
hann bar forráðamönnum Fram
sóknarfl. valdagirni á brýn.
Tíminn svaraði þessu með því
að benda á þær staðreyndir, að
bæði vorið 1942 og haustið 1944
hefðu Hermann Jónasson og Ey-
steinn Jónsson átt þess kost að
fara í ríkisstjórn, en hafnaö
því, þar sem þeir hefðu ekki get-
að fengið fram, að fylgt væri
þeirri stjórnarstefnu, sem þeir
teldu nauðsynlega. Hins vegar
hefði Ólafur Thors myndað
stjórn í bæði þessi skipti eftir
að hafa tekið upp gagnstæða
stjórnarstefnu, við það sem
hann hafði áður talið nauð-
synlegt.
Bjarni Ben. hefir nú farið
en þessir brezku gufuvélatog-
arar.
Þetta tvennt, vélbáta- og tog-
ar*akaupin, eru það eina, sem
stjórnin telur sér helzt til afreka
í „nýsköpunarmálunum.“ Ekkert
liggur eftir hana til að bæta
hagnýtingu aflans, t. d. með nið-
rirsuðu og lýsisherzlu. Ekkert
liggur eftir hana í landbúnað-
armálunum. Ekkert liggur eftir
hana í raforkumálunum. Öll
„nýsköpun" hennar er þessi
tvennu skipakaup, eins vel og
líka hefir verið til þeirra vandað.
Hefði stjórnin ætlað að fram-
kvæma raunhæfa „nýsköpun,"
átti hún að gera það með þeim
hætti, að mynda sér yfirlit um
þær framkvæmdir, sem gera
þurfti næstu árin, og síðan
átti að hefjast handa um þær í
þeirri röð, að þær, sem voru
taldar nauðsynlegastar, gengu
fyrir. Slík heíldarvinnubrögð
hefir stjórnin alveg vanrækt,
en í stað þess snúið sér að
einu verkefni, skipakaupunum,
sem farrizt hafa úr hendi, eins
og að framan greinir. Af þessu
hefir leitt þann losarabrag, að
hér er vinnuaflið notað til að
byggja lúxusvillur, sumarbústaði
og óhóflega dýr skíp meðan ekki
fást menn á báta og til nauð-
synlegustu íbúðabygginga. „Ný-
sköpunin“ er stjórninni því ber-.
sýnilega engin alvara, heldur er
kákað við einstakt verkefni til
að geta auglýst eitthvað og þess
vegna eru líka vinnubrögðin á
því eina sviði eins ömurleg og
raun ber vitni.
Erlent yfirlit
Bæjarstjórnarkosningarnar
í Budapest
V i
aftur á stúfana í Mbl. Hann
reynir ekki hið mínnsta til að
hrófla við þessum rökum Tím-
ans, og verður þannig óbeint að
staðfesta þau, enda er ekki
annað hægt. Hinsvegar reynir
hann að klóra i bakkann með
því að bera eitthvað fyrir sig,
sem staðið hefir í Ófeigi!
Það má vel vera, að Bjarni
Ben. vilji skrifa undir alla þá
sleggjudóma, sem birtir eru í
Ófeigi, en vissulega yrði þá
hlutur hans sjálfs ekki glæsi-
legur og leggur þó ritstjóri Ó-
feigs minna kapp á að ófrægja
hann en þá H. J. og E. J. En
hitt er til ofmikils ætlazt af
honum, að almenningur taki
meira mark á sleggjudómum
Ófeigs en staðreyndunum sjálf-
um. Með slíkum undanbrögðum
fær Bjarni ekki bjargað sér
undan þeim dómi, að honum
hafi orðið algerlega rökvant í
því að sanna valdagirni á for-
vígismenn Framsóknarflokks-
ins, en hins vegar sýnt þá bletti
á forvígismanni flokks síns, þar
sem hann er viðkvæmastur
fyrir.
„Meistari í misreikningi“.
„Það er sá munur á Leifi
heppna og Bjarna okkar borg-
arstjóra, að Leifi lánaðist allt
— Bjarna mistekst allt. Hann
misreiknar allt, hann er meist-
ari í misreikningi“. Eitthvað á
þessa leið fórust gætnum Sjálf-
stæðismanni orð, er rætt var um
Bjarna Benediktsson fyrir
nokkru. Þegar allir viðstaddir
vildu ekki á þetta fallast, hélt
Sjálfstæðismaðurinn áfram:
„Það var Bjarni sem uppgötv-
aði sjálfstæðis-nazistann Her-
mann Guðmundsson. Fyrir pen-
inga Sjálfstæðismanna var
Hermann sendur um allt land
tíl að safna verkamönnum í
sjálfstæðisfélög. Hermann er
nú farinn með alla þessa verka-
menn yfir til kommúnista. Eft-
ir stendur þetta í nafnaskrá
Hafnarfjarðar: Hermann Guð-
mundsson' fulltrúi Sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn.
Bjarni stofnaði verkalýðsfé-
lag í Reykjavík eftir að hann
(Framhald á 7. slöu)
Fljótlega eftir að Rússar höfðu
náð nokrum hluta Ungverja-
lands á vald sitt, var sett þar
á laggirnar ungversk stjórn, sem
talin var mynduð af ýmsum
smáflokkum, en kommúnistar
skipuðu flest þýðingarmestu
sæti hennar. Rússar viður
kenndu strax þessa stjórn, en
hvorki Bandaríkjamenn eða
Bretar.
Síðan Rússar hernámti allt
Ungverjaland hafa fréttir það-
an verið af skornum skammti.en
sitt hvað hefir þótt benda til,
að eigi hafi gætt þar jafnmikils
ofbeldis og í Búlgaríu og Rúm-
eníu. Þetta mun hafa OEðið þess
valdandi, að Bandaríkjastjórn
tilkynnti ungversku stjórninni
í síðastl. mánuði, að hún myndi
viðurkenna hana og taka upp
stjórnmálalegt samband við
Ungverjaland, ef trygging feng-
ist fyrir því, að frjálsar kosn-
ingar yrðu látnar fara fram í
landinu. Ungverska stjórnin
mun hafa lofað að veita þessa
tryggingu. Síðar birti brezka
stjórnin svipaða yfirlýsjngu og
bandaríska stjórnin hafði gefið.
Nokru eftir að þetta gerðist
eða fyrstu dagana í oktöber, lét
ungverska stjórnin fram fara
bæjarstjórnarkosningar í Buda-
pest og áttu þær m. a. að sýna,
að hún stæði við loforð sín um
frjálsar kosningar. Allir flokkar,
sem ekki voru taldir hliðhollir
nazistum fengu því að taka þátt
í kosningunum. Talið er víst, að
stjórnin hafi treyst því, að
bandalag kommúnista og jafn-
aðarmanna myndi vinna glæsi-
legan sigur, en stjórnin styðst
einkum við þetta bandalag. Þess
vegna mun stjórnin líka hafa
ákveðið að láta fyrstu kosning-
arnar fara fram í Budapest, en
ekki í öðrum borgupi og héruð-
um samtímis, því að í Budapest
er fylgi þessa bandalags talið
mest.
Úrslit kosninganna urðu
stjórninni hins vegar mikil von-
brigði. Það furðulega gerðist,
sem mun víst ekki eiga sér hlið-
stætt dæmi í sögunni, að bænda-
flokkur fékk hreinan meiri-
hluta í kosningum í stórborg.
Úrslitin urðu sem sagt þau, að
smábændaflokkurinn fékk 122
fulltrúa, bandala^ kommúnista
og jafnaðarmanna 103 og aðnr
flokkar 15. Ástæðan til þessa
mikla sigurs smábændaflokks-
ins er talin sú, að hann þykir
líklegastur til að koma á raun-
hæfri lýðræðisstjórn í landinu
og er ekki eins fullkomlega á
bandi Rússa og Hinir flokkarnir.
En vinsældir Rússa eru sagðar
fara óðum þverrandi í Ungveíja-
landi vegna framkomu rúss-
neska setuliðsins þar.
Þessi mikli sigur smábænda-
flokksins í Budapest þótti aug-
ljós sönnun þess, að hann myndi
alltaf fá 70% greiddra atkvæða
í þingkosningunum, sem voru
boðaðar 1. nóv., ef ekki væru
höfð brögð í frammi.
Það leið ekki heldur langur
timi frá bæjarstjórnarkosn-
ingunum í Budapest, unz hat-
römustu ofsóknir hófust gegn
smábændaflokknum. Foringjar
hans urðu fyrir ógnunum og
meiðingum og liðsmönnum
hans var einnig hótað flestu
illu. Bækistöðvar hans , urðu
fyrir árásum og þar fram eftir
götunum. í flestum tilfellum
hefir sannazt, að kommúnist-
ar voru hér að verki.
Þá hefir stjórnin nýl. tilkynnt
að hún ætli að hafa sama fyrir-
komulag á þingkosningunum og
fyrirhugað er í Búlgaríu og
Rúmeníu, þ. e. að ekki verði
lagður fram nema einn listi,
sem allir stjórnarflokkarnir
standi að og verða þeir því að
semja um skiptingu þingsæt-
anna fyrirfram. Kosningarnar
verða því eins ófrjálsar og hugs-
azt getur.
Stjórnir Bandaríkjanna og
Bifetlands hafa nú lýst yfir, að
þær muni ekki viðurkenna
ungversku stjórnina, ef hún
lætur kosningarnar fara fram
með þessum hætti.
Hins vegar þykir víst, að
Rússar fylgi því fast eftir, að
(Framhald á 7. síðu)
í Reykjavíkurbréfi Skutuls 14. þ. m.
segir svo um nýja verðlagið á land-
búnaðarvörunum:
„Nú kynnu ýmsir að álíta, að
bændur bæru óþarflega mikið úr
býtum með því verði, sem nú hefir
verið ákveöið, og er hætt við, að
gremja launþeganna beinist að ein-
hverju leyti að þeim. En það er
engan veginn sanngjarnt.
Afurðaverðið er að vísu orðið vit-
leysislega hátt. Nú mun danskt
smjör kosta i heildsölu eitthvað á
þriðju krónu kg. Hér hefir heild-
söluverðið verið ákveðið kr. 26,50.
Samt fæst sáralítið íslenzkt smjör.
Þetta sýnir glögglega brjálæðið í
verðlagsmálum okkar íslendinga.
Samt er það svo, að bœndur eru
sennilega sú stétt á íslandi, sem
undanfarin ár hefir haft lœgstar
tekjur og lengstan vinnutima. Enn-
fremur búa þeir við lökust húsa-
kynni af öllum stéttum þessa lands,
þegar frá eru taldir íbúar bragga-
hverfanna í Reykjavík og að ýmsu
öðru leyti við örSugust og ömur-
legust lífsskilyrði.
Raunin er líka sú, að fólkið#flýr
í stórhópum í kaupstaðina, bændur
selja jarðir sínar stórgróðamönnum
kaupstaðanna, en aðrar leggjast í
eyði.
Þjóðartekjurannsókn, sem gerð
hefir verið fyrir árið 1942, sýnir
glögglega, að meðaltekjur bœnda
eru langt fyrir neðan tekjur allra
annarra aðalstétta landsins þetta
ár, og þó nokkur breyting kunni
að hafa orðið á hlutföllunum síðan,
þá mun það í engu hagga því, sem
hér að framan er sagt.
Það eru ömurlegar staðreyndir,
að þessi skuli vera niðurstaðan,
þrátt fyrir hið óskaplega háa af-
urðaverð. En þetta sýnir vel, hvern-
ig landinu hefir verið stjörnað und-
anfarið tímabil, þegar stríðsgróðinn
var látinn flæða yfir landið. Þetta
er m. a. niðurstaðan af þvi, að
stríðsgróðamennirnir hafa allt frá
því 1939 átt sina fulltrúa í ríkis-
stjórninni og raunverulega ráðið
stjórnarstefnunni, þrátt fyrir það
þótt „fulltrúar hinna vinnandi
stétta“, bænda og verkamanna, hafi
að nafninu til ætíð verið í meiri
hluta í þessum stjórnum, þegar frá
er talið stjórnartímabil utanþings4-
stjórnarinnar, sem þó að engu veru-
legu leyti sker sig úr um þetta.
En leiðtogar bænda og verka-
manna virðast öll þessi ár aldrei
hafa skilið, að hagsmunir þessara
stétta og miljónamæringa, heild-
salanna og stórútgerðarmanna geta
ekki farið saman og að vandamál-
in, sem að þjóðinni steðja, verða
aldrei leyst í samvinnu við þá,
nema annað hvort á kostnað bænda
eða launþega, eða þá hvort tveggja,
ef slíkt skal kalla lausn. Og sú
stund nálgast óðfluga, ef þetta
stjórnarfar á að ríkja áfram"
Þá er vikið að fölsun vísitölunnar og
segir þar svo:
„Launþegarnir hafa undanfarið
verið að fá forsmekkinn af því, sem
koma mun, ef haldið er áfram á
sömu braut. Þeir hafa undanfarna
mánuði búið við falsaða vísitölu,
þar sem ríkisstjórnin hefir ákveðið
með bráðabirgðalögum, að sumar-
verðið skyldi engin áhrif hafa á
vísitöluna og að reiknað skyldi með
verðinu á hálfóætu ameríkusmjöri,
sem auk þess hefir verið mjög lítið
til af og ófáanlegt upp á síðkastið.
Þetta er í rauninni nýr neyzlu-
skattur, sem laumað er yfir á laun-
þegana í skjóli bráðabirgðalaga.
Hin nýja verðhækkun um miðjan
þennan mánuð thér mun vera átt
. við septemberl er enn nýr neyzlu-
skattur, sem lagður er á með mjög
óheiðarlegri aðferð.
Enn er ekki fullvíst, hváð ríkis-
stjórnin ætlar sér að gera í verö-
lagsmálunum. En stjórnarblöðin
gera fyllilega í skyn, að afurða-
verðið muni verða lækkað á ný
með niðurgreiðslum fyrir 1. okt.
n. k. til þess að hækkunin komi
ekki fram í vísitölunni. Þessu verð-
ur þó tæpast trúað að óreyndu.
Vitanlega væri það ný stórfelld
fölsun vísitölunnar.
Lauslega áætlað ætti vísitalan, ef
öll kurl kæmu til grafar, að hækka
upp undir 40 stig um næstu mán-
aðamót. Þessi hækkun hefir raun-
verulega staðið hálfan mánuðinn
og samsvarar því um 20 stigum
fyrir allan mánuðinn (auk þeirrar
skékkju, sem fyrir var).
Fyrir mann með 500 kr. grunn-
kaup á mánuði nemur þessi hækk-
un 100 kr., sem er raunverulega
neyzluskattur, sem lagður er á hann
þennan hálfa mánuð bótalaust. Ef
slík fölsun á vísitölunni væri allt
árið, næmi það 2400 kr. yfir árið.
Hér er því ekki um peina smáræð-
isskekkju að ræða.
Auðvitað nær slík framkoma af
hálfu yfirvaldana gagnvart laun-
þegunum engri átt. Hún er hlið-
stæð því, ef kaupmenn fölsuðu mál
og vigt. Slíkt væri talin tugthús-
sök, ef einstaklingur œtti í hlut, og
minni siðferðiskröfur ætti ekki að
gera til æðstu stjórnar landsins,
heldur en rétt þykir að gera til
kaupmannastéttarinnar.
Það má furðulegt heita, ef rikis-
stjórn, sem styðst við verkálýðs-
samtökin og tvo verkalýðsflokka,
fsér að komast upp með slíka
svindilpólitík, því annað betra
nafn verðskuldar hún ekki. Ef
ríkisstjórnin telur. nýjar álögur á
launþeganna nauðsynlegar, þá á
hún að viðurkenna það hreinskiln-
islega, í stað þess að lauma þeim
yfir á almenning með fölsun vísi-
tölunnar. Slíkt er ekki samboðið
< siðuðu þjóðfélagi."
Það er vissule^a ekki ofmælt, að
fölsun vísitölunnar sé ósamboðin sið-
uðu þjóðfélagi, því að sé talið nauð-
synlegt að þyngja byrðarnar á laun-
þegum, á að ganga hreint tll verks,
en vera ekki að fara í felur með það.
Það eitt er heiðarlegt. En stjórnin tel-
ur víst, áð launþegum verði'þá augljós-
ara eðli „kjarabótanna“ og velur þá
leiðina, sem ósæmilegri er.