Tíminn - 26.10.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1945, Blaðsíða 3
MU 81. blatf TlMINIV, föstadagiim 26. okt. 1945 Jóhann Guðjónsson: Kóngsfulltrúar í nýjum stíl Fátt hefir vakið eins mikla1 óánægju meðal sveitafólks eins og skipun svonefnds búnaðar- ráðs, sem ríkisstjórnin skipaði til að ákveða verð á landbún- | aðarvörum. Bændastéttinni er sýnd einstök fyrirlitning með þessum lögum, einmitt þegar skipulögð samtök bænda eru hafin með fulltrúa, sem kosn- | ir eru á lýðræðislegan hátt úr öllum sýslum landsins. For- göngumenn samtakanna höfðu lýst yfir því, að það yrði fyrsta verk þeirra að kjósa nefnd úr sínum hóp til að verðleggja vör- ur landbúnaðarins. Þá rýkur ríkisstjórnin til að gefa út bráðabirgðalög um skipun bún- aðarráðs, til að reyna að kom- ast hjá því, að réttkjörnir full- trúar sveitanna hafi þessi mál með höndum. Því er haldið fram af þeim blöðum, sem vilja verja stjórn- ina og þessa óvenjulegu fram- komu hennar gagnvart sveita- framleiðendum, að flestir þessir menn séu bændur. En það skipt- ir raunar ekki miklu gagnvart aðferðinni í þessu máli, og auð- vitað eru þessir menn sem aðr- ir misjafnir, sumir leiðitamir, aðrir sjálfstæðir og láta ekki hlut sinn móti hverjum sem vera skal. Þeim síðarnefndu er helzt treyst og verða þeir jafnan fyr- ir valinu, þegar kosið er á lýð- ræðislegan hátt. Svo eru þeir talhlýðnu, sem líta upp til sér hærri stéttar manna. Ef slíkir menn verða fyrir valinu og rík- isstjórnin vill nota slíka menn fyrir verkfæri, þá skiptir það litlu máli úr hvaða stétt slíkir menn eru. Það mætti benda þeim mönn- um á, sem leggja alla áherzlu á að verja þetta tiltæki ráð- herra með því, að þetta séu bændur, að það sé hliðstætt því réttlæti, er þing íslendinga var svo skipað, að á því áttu sæti sex konungkjörnir menn. Þessir menn þóttu standa mjög á móti ýmsum um- bótum, sem hinir þjóðkjörnu óskuðu eítir. Hefir verið talið, að yfirleitt hafi þessir menn oft sýnt allt of mikla þjónslund við konungsvaldið og þá stjórn, sem þá fór með mál íslendinga. Voru þetta þó allt íslendingar, og sumir þeirra merkir menn að ýmsu leyti. Annars virðist næsta undravert, ef verkalýðsflokkarn- ir standa að þessum lögum, þvi það fordæmi, sem þau gefa, er ekki sízt hættulegt fyrir verka- lýðsfélögin, ef stjórn óvinsamleg verkalýðnum færi með völd i landinu. Hvað hefðu verkalýðsfélögln gert, og blöð þeirra sagt, ef t. d. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn 1942 hefðu skipað 25 minn til að ákveða kaup verkamanna, og gætt þess vandlega, að flestir þessir menn væru auðsveipir fylgismenn stjórnarinnar, og væru ekkl yfir 3—4 menn úr þeim stjórnmála- flokkum, sem mikill meiri hluti verkamanna fylgir? Eftir að 6-manna samkomu- lagið varð, og verð á landbúnað- arvörum átti að reiknast eftir þvi, svo að tekjur þeirra, sem við landbúnaðinn ynnu, gætu orðið sem líkastar og aðrar stéttir þjóðfélagsins hafa, fékkst að ýmsu leyti mikil bót fyrir sveit- irnar, þar sem hækkun eða lækkun á afurðaverði átti að fara eftir landbúnaðarvisitölu. Þar með var reiknað með sama fyrirkomulagi og um tekjur flestra annarra landsmanna. En í ýmsu var hallað á fram- leiðendur m. a. að vísitalan skyldi ekki vera reiknuð mánað- arlega eins og gert er almennt til launagreiðslu. Þegar vísitalan verður næst endurskoðuð, verða bændur að sjá um, að tekið sé fullt tlllit til eftir- og sunnudagavinnu, eins og hjá öðrum stéttum. Þegar dýrtíðarlögunum var breytt á síðastliðnum vetri, eftir að Bún- 'aðarþing hafði mælt með, að vísitöluhækkun skyldi falla nið- ur, gegn ýmsum hagsbótaskil-' yrðum fyrir framleiðendur, kom upp hörð gagnrýni margra bænda. Búnaðarþlng taldi hins vegar þetta gert meðal annars í þeirri trú að aðrar stéttir gerðu slíkt | hið sama og spornuðu þar með við dýrtíðarhættunni. Þegar Alþingi kom saman síðastliðinn vetur, var það eitt af fyrstu verkum þess, að bera fram launalög, sem höfðu gifur- lega hækkun í för með sér, og snoppungaði þar með bæði Bún- aðarþlng, og aðra, sem í orði og verki höfðu varað við dýrtíðar- hættunni. Þegar þingið hafði samþykkt launalögin var svo komið að fyrlr var þingvilji um kaup- hækkun l landinu. Þá var auð- vitað útilokað, að lágtekjufólk, hvort sem það bjó í sveit eða kaupstað, lækkaði nokkuð tekj- ur sínar, eða gæfi nokkuð eftir af sinni vísitölu, á meðan svo stendur. Það heflr því ekki að ástæðu- lausu vakið mikla undrun og umtal meðal sveltafólks að Bún- aðarráð skyldi vísa frá tillögum um að bændur fengju sína visi- tölu eins og aðrar stéttir þjóð- félagsins. Svo er sjáanlegt að Búnaðar- ráð hefir haft skipulögð samtök, að enginn af þeim mönnnum, sem vildu láta bændur njóta sama réttar og aðra, skyldi kom- ast í verðlagsnefnd. Voru það þó allt þjóðkunnir menn. Dettur nokkrum í hug, að fulltrúar,sem kosnir hefðu verið af framleið- endum, hefðu fellt þessa tiílögu? Nei, alls ekki. En hér kom fram eðli þeirra konungkjörnu. Það má telja furðulegt, hvern- ig sum blöð rita um þetta, og verja verðlagsnefnd. Það stend- ur í Morgunbl. frá 20. sept. að þeir, sem eru óánægðir meðal bænda yfir að fá ekki sama rétt og aðrir, séu aðeins ábyrgðar- lausir skemmdarverkamenn. Annars staðar í sama blaði stendur: „Ekki þarf að efa, að ábyrgðarlausir menn munu ráð- ast á verðlagsnefnd fyrir þessar ákvarðanir hennar. Það er vandalaust verk að gera kröfur, heimta og heimta“. Þessi ummæli mega heita ein- stök. Það er talið skemmdarverk að gagnrýna, en áðeíns hjá einni stétt, sé vísitalan lækkuð, og hér sé ekkert annað en ábyrgðar- lausir menn því það sé ekki vandi að heimta og heimta. Það væri eins og allar stéttir hefðu gefið eftir vísitölu sína, eða kaup þeirra hefði ekki hækkað neitt síðustu 2 árin. Það væri gaman að vita, hve margir kæmust á skemmdarstarfslist- ann, ef ætti að svifta alla vísi- töluhækkuninni þessi tvö síð- ustu ár. Ekki var blaðið í vetur að minnast á skemmdarverkin og ábyrgðarleysið og ágengdina og vandaleysið að heimta meira, þegar launalögin voru til með- ferðar. Nei, þá var það tóm sann- girni og sjálfsagt. En það sem reið baggamuninn var, að hér átti ekki sveitafólk í hlut. í umræddu blaði er þess getið, að það sé óvíst, að bændur fái eins hátt verð fyrir kjöt, eins og síðastliðið ár, eða ekki 6-manna- verðið, eins og það var fyrir 2 árum án allrar vísitöluhækk- unar. Um mjólkina er það að segja,, að mjólkurbúin gátu ekki borgað nærri það verð, sem nefndin hafði áætlað. Sú hækkun, sem hefir verið ákveðin á mjólk, verður sennilega lítið meiri, en hún geti uppfyllt 1.23 aura verðið eíns og það var ákveðið á sínum tíma. Það má segja um mjólkina að hún sé eftirsótt og nytsamleg vara, og vöntun á henni, og mjólkurvörum hefir verið upp á síðkastíð. Það er talin ein af ástæðum fyrir kaup- hækkunum, hvað mikil eftlr- spurn væri eftir vinnuafli. Þetta gat átt fullkomlega við mjólkina. Útkoman er samt önn- Eisa Sigfúss kemur h.eim Fyrir nokkru flaug sú fregn fyrir, að í haust myndi von á annarri kunnustu söngkonu ís- lendinga, sem dvalið hefir er- lendis undanfarin ár, hingað heim í stutta heimsókn. Litlu síðar fékkst staðfesting á því, að Elsa Sigfúss myndi koma innan skamms. Nú er hennar von, einmitt þessa dagana, fljúgandi frá Svíþjóð, og senni- lega verður hún hér mitt á með- al okkar, er lesendum Tímans berst þetta blað í hendur. Elsa Sigfúss hefir dvalið er- lendis óslitið síðan 1938. Á þeim tíma hefir hún getið sér hinn bezta • orðstír meðal annarra þjóða og unnið marga og mikil- væga sigra á sviði listarinnar, er hver góður íslendingur hefir fagnað af heilum hug. Af skiljanlegum ástæðum höfum við hér heima ekki átt þess kost að njóta að neinu leyti listþroska hennar og hæfi- leika hin síðari ár, því að plöt- ur, sem hún hefir sungið inn á meðan stríðið stóð yfir, hafa ekki borizt hingað ennþá. En þær munu væntanlegar með næstu skipum frá Danmörku. Sjálf hyggst söngkonan að dvelja hér fáeinar vikur, og mun hún þá að sjálfsögðu syngja nokkrum sinnum opin- berlega, og er það Hljóðfæra- hús Reykjavíkur, sem stendur fyrir söngskemmtunum hennar. Enn er þó ekki vitað, hve marg- ar þær verða", og sennilega munu ekki aðrir en Reykvíkingar eiga því láni að fagna að heyra hana og sjá,'og jafnvel þeir verða að vera vel á verði, því að að- tlsa bigjuss göngumiðarnir á fyrstu söng- skemmtunina munu þegar upp- pantaðir fyrirfram. Það gefur nokkra hugmynd um það, hvaða viðtökur Elsa Sigfúss mun hljóta hjá söng- elsku fólki, er hún nú kemur aftur heim á ættjörðina eftir sjö ára dvöl i öðrum löndum. ur, og hvaða sanngirni er í þessu? Þegar vísitalan var reiknuð út í síðasta mánuði, hækkaði hún um þrjú stig. Ekki hefir heyrst annað en þessi hækkun ætti að borgast. Það er sagt, að hækkunin stafi af mola- sykri, sem hefir verið lítt fáan- legur, og af pylsum, sem hafa varla verið almennt á borðum fólks. Væri ekki meiri ástæða, að fella niður þessa hækkun> Það væri víst ekki hætt við að neinn hreyfði mótmælum, og kæmist þess vegna á skemdarverkalist- ann. Það má segja, að fátt sé svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Það gæti átt við brölt ráð- herra, með skipun þeirra 25, og framkomu þeirra. Það hefir vak- ið þá andúð, jafnt hvar sem menn hafa staðið í flokkum í sveitunum. (Framhald á 6. síðu) Gísli Kristjánsson: Samvinnuþvottur Gísli Kristjánsson landbúnaðarkandidat var einn þeirra ís- lendinga, er komu heim frá Höfn í sumar eftir langa útivist, svo sem kunnugt er. í þessari grein reifar hann mjög merkilegt mál, sem líklegt er, að húsfreyjur í dreifbýlinu leggi eyrun við. Er það hugmyndin um samvinnuþvottahús, sem framkvæmd hefir verið í Svíþjóð síðustu árin og gefizt þar mjög vel, og nú er einnig á döfinni í Danmörku. Er líklegt, að svipað fyrirkomu- lag eigi vel við hér og geti létt miklu erfiði af herðum íslenzkra Fyrsta samvinnuþvottahúsið í Svíþjóð húsmæðra á viðráðanlegan hátt. Eitt af mestu áhyggjuefnum vorra tíma er hvaða ráða skuli leita til þess að hindra flótta fólksins úr sveitunum. Þetta vandræðamál steðjar að ekki aðeins hér á íslandi heldur og meðal bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum, er hafa svipaða sögu að segja í þessum efnum eins og við. Hjá þeim er það fyrst og fremst kvenfólkið, sem flýr sveitina, alveg eins og hér á íslandi. Svo ramt kveður að þessu, að ýmsir búa konulausir, en í bæj- unum er kvenfólkið i yfirgnæf- andi meirihluta. Nú er það viðurkennt af öll- um, að eins og heimilið er ekk- ert heimili án húsmóður, þannig verður búskapur í sveit heldur ekki rekinn, svo að í lagi sé, án aðstoðar kvenfólksins. En hvernig á að fara að því að hindra brottflutninginn úr sveitunum án þess að gripa til róttækra ofbeldisaðferða? Átt- hagafjötur skal eigi binda, en eitthvað verður úr vöndu að ráða til þess að bjarga þessu vanda- máli þjóðanna. Að sjálfsögðu eru ýmsar leið- ir til — misjafnlega færar að vísu — og á meðal þeirra verður að telja þær, sem miða að því að ljá fólkinu í sveitinni í hend- ur þau hjálparmeðul af ýmsu tagi til daglegu starfanna, sem sveitirnar, fremur en bæirnir, hingað til hafa farið á mis. Sveitafólkið þarf að fá tækni nútímans til hjálpar, ekki að- eins við landbúnaðarstörfin heldur og við innanhússtörfin. Á vélaöld vorra tíma má það engan veginn viðgangast að kvenfólkinu sé gleymt. Það eiga húsmæðurnar ekki skilið, hvorki í kaupstað eöa sveit — þær, sem einatt bera þyngsta okið með þolinmæði — með skyldurækni — og rækja sín ábyrgðarmiklu störf með sóma og prýði. Okkur karlmönnunum verður einatt tíðræddara um það, sem léttir okkar eigin störf, en um þá hluti — stóra eða smáa — sem geta orðið kvenfólkinu til léttis i striti dagsins. Þetta verður að breytast og það sem fyrst. Meðal annarra þjóða eru ýms þau hjálparmeðul þekkt, sem enn hafa eigi verið notuð á íslandi. Skal ég hér I stórum dráttum gera grein fyrir hvern- ig aðrir leitast við að létta hús- mæðrunum eitt hið erfiðasta verk heimilisins og um leið fara nokkrum orðum um möguleika þá, sem eru fyrir hendi á þessu sviði hjá okkur. Það starf, sem hér er um að ræða, er fataþvotturinn. Flótti ungu stúlknanna úr sveitum Svíþjóðar gaf fyrir fá- um árum tilefni til þess, að haf- izt var handa um útvegun hjálpartækja til þess að létta þvottinn. Staðnæmdust menn þá strax 'við starfrækslu þvotta- húsa á samvinnugrundvelli, og er það skemmst frá að segja, að samvinnu-þvottahúsahreyfingin í Svíþjóð hefir breiðzt eins og logi á akri um allar sveitir lands- ins og ýmsa bæi á þeim sex árum, sem liðin eru siðan stofn- að var hið fyrsta af slíku tagi. Það var árið 1939, að einhverj- um hugvitssömum einstaklingi datt það snjallræði i hug að hagnýta til upphitunar_ þvotta- vatns hita þann og gufu, sem fór til spillis á rjómabúi einu. Hugmyndin varð að veruleika ekki aðeins á einum stað heldur á nokkrum öðrum mjólkurbú- um. Þótti það hentugt af ýmsum ástæðum að hafa þvottahúsið í sambandi við mjólkurbúið, en það fyrirkomulag hefir þó ekki talizt það heppilegasta í reynd- inni. Á hinn bóginn var ekkert því til fyrirstöðu, að bæði fyrir- tækin séu á sama stað. Sex ára reynsla hefir sýnt ár- angur fram yfir allar þær vonir, sem menn höfðu gert sér um bessa hluti.. í Danmörku hefir hugmyndinni verið tekið tveim höndum, og samvinnufélögin dönsku hafa allt undirbúið til stórvirkra athafna um stofnun samvinnuþvottahúsa, en stríðið hefir hindrað framkvæmdir til þessa. Þó hafa mikilsverðar at- huganir verið framkvæmdar viðvíkjandi heimilisþvottum. Hafa samvinnufélögin og hús- méðrafélögin unnið að þeim í félagi. Samvinnuþvottahúsið. Hlutverk þvottahúsanna er að taka á móti óhreinu taui al- mennings og skila því aftur hreinu og stroknu. Eru þau gömul í hettunni sem einkafyr- irtæki víða um lönd. Víða í bæj- um erlendis hafa verksmiðjur reist þvottahús til sameigin- lggra afnota fyrir fjölskyldur, se'm þær hafa í þjónustu sinni Þá hafa og stór samvinnuþvotta- hús verið rekin í Englandi um langt skeið. En samvinnuþvottahúsin sænsku eru stofnuð og starf- rækt á nokkuð öðrum grundvelli en þessi, sem ég nú hefi nefnt, og skal ég fyrst fara nokrum orðum um sjálf húsin og inn- rétting þeirra og koma síðan að gagnseminni. Samvinnuþvottahúsið er stofnun, sem notendurnir eiga og starfrækja í félagi á sam- vinnugrundvelli. Það er byggt og ætlað til þvotta eingöngu og útbúið með vélum af fullkomnasta tagi. Innréttingin er annað hvort miðuð við, að húsmæðurnar komi sjálfar með þvottinn og þvoi hann undir eftirliti og leið- sögn forstöðukonu, sem ráðin er til þess að hafa alla umsjón hússins og starfsins með hönd- um, eða húsmæðurnar senda þvottinn þangað og fá hann hreinan og strokinn heim aftur. Einnig má innrétta húsin með tilliti til hvoru tveggja. Um stærð húsanna er það að segja, að reynslan hefir sýnt, að til þess að starfsemi þvotta- húss verði hagkvæm í alla staði og um leið ódýr er bezt, að það sé sem stærst, og talið er, að of dýrt reynist að útbúa þvotta- hús með öllum nýtízku útbúnaði, nema að því standi að minnsta kosti 60—80 fjölskyldur. Ef færri eru. um húsið og hinar dýru vélar verður stofnkostnaðurinn óhæfi- lega þungur baggi á starfsem- inni. Gott telst, ef 100—200 fjölskyldur mynda félagsskap, og ágætt, ef 250 eða fleiri sam- einast um verkefnið. Innréttingin. Þvottahúsið er oftast reist sem lág bygging með lágu risi, þegar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.