Tíminn - 30.10.1945, Page 3
82. blað
IVN, |»rl8|ndaglim 30. okt. 1945
Kristjánsson:
Baráttan um landbúnaðinn
Merklr áfangar.
Síðustu ár hafa staðið yfir
hörð átök um sölu og verðlag
á landbúnaðarframleiðslu ' ís-
lendinga. Afurðasölulögin voru
gagnmerk tilraun til þess, að
koma sanngjörnu skipulagi á
málin. Þar með voru opinberir
fulltrúar látnir ákveða verðlag-
ið og reynt að fyrirbyggja und-
irboð. Næsti atburður, sem
markar tímamót í þessari þróun,
er hið margnefnda sexmanna-
nefndarálit. Þar komu fulltrúar
bænda og neytenda sér saman
um verðlagsgrundvöll, sem væri
í samræmi við afkomu annarra
vinnandi stétta. Þar með var
afurðaverðið byggt á fræðileg-
um grundvelli í fyrsta sinn, en
ekki aðeins miðað við eitthvað
handahófshlutfall, sem ein-
hverntíma hefði verið milli verð-
lags og kaupgjalds.
Álit sexmannanefndarinnar
hefir lítilli gagnrýni sætt, þegar
sleppt er ýmis konar vitleysum
einhverra flumburgasprara, sem
ekki hafa nennt að kynna sér
málið, og þess vegna sagt aðrar
eins fjarstæður og það, að bænd-
um væri ætlað taxtakaup fyrir
hverja vinnustund o. s. frv. Slík-
um ómerkingum er ekki svar-
andi hér. En gott á sexmanna-
nefndin meðan ekki koma fram
ádeilur frá öðrum. •
Þær nefndir, sem ákváðu verð
lag á vörum bænda, voru skip-
aðar fulltrúum framleiðenda og
neytenda og gert ráð fyrir sam-
komulagi um verð. Ríkisstjórn-
in skipaði oddamann og stóð
hann jafnan með fulltrúum
bænda, ef um ágreining var að
ræða. Mátti því segja að sjón
armið bænda væru alltaf í meiri
hluta í þeim nefndum, sem
fóru með verðlagsvaldið.
Rcttarrán. —
Undur í lýðræðislandi.
Þriðji stórviðburðurinn í þess-
um málum gerðist á síðastliðnu
sumri þegar ríkisstjórnin gaf út
bráðabirgðalög um Búnaðarráð-
ið. Sú löggjöf var svo sérstök og
einstæð í allri sögu löggjafar-
starfsins að kalla má undan-
tekningu. Vonandi verður hún
fræg að endemum en ekki upp
haf og undanfari einræðis og
ofbeldiskúgunar, eins og hún
getur þó bent til.
Landbúnaðarráðherrann tekur
sér vald til þess að skipa eftir
eigin geðþótta eingöngu 25
menn l Búnaðarráð og það á að
kjósa úr sínum hópi 4 menn til
að ákveða verðlag landbúnaðar
afurða ásamt formanni sinum
Kosningáfyrirkomulagið er
þannig að minnihluti /áðsins er
áhrifalaus um skipun nefndar-
innar. Ráðherranum er því
hættulaust að velja í ráðið.
svona eins og til skrauts eða
sýnis, nokkra menn, sem kynnu
að hugsa og álykta öðruvísi en
hann. Þeir fá engu ráðið, ef
meirihlutihn er „vel heppnað-
ur.“ Þær eipar hömlur eru lagð-
ar á eindæmi ráðherrans að
mennirnir verða að vera bænd-
ur eða starfsmenn fyrirtækja
þeirra.
Svo undarlega ber nú við að
talsmenn ríklsstjórnarinnar
segja að þessi tilhögun sé sigur
fyrir bændastéttina. Nú sé verð
lagsvaldið í höndum bænda.
Talsvert hefir verið rætt um
mannval Péturs Magnússonar í
Búnaðarráð. Er það að vonum og
engin furða, þó að slík skipun
\
sæti vaxandi gagnrýni. Er því
og sízt að neita að í ráðinu eru
ýmsir menn,sem lítið hefir gætt
við félagslega forustu bænda,
og gildir einu hvaða atriði er
tekið. Til munu vera þar full-
orðnir bændur, sem naumast eru
nafnkunnir í næstu sveit og segi
ég það ekki mönnunum til lasts.
Eins munu þar vera þeir menn,
sem erfitt er 'að hugsa sér að
bændur sjálfir hefðu kosið til
Dessara starfa. Hins vegar leiði
ég hjá mér nánari umræður á
Deim grundvelli, því að ég vil
ekki leiða athyglina frá aðal-
atriði þessa máls, en það er ein-
veldisstefna ríkisstjórnarinnar.
Venjulegir menn sjá enga
tryggingu fyrir því að Pétur
Magnússon verði alltaf landbún-
aðarráðherra. Einar Þveræingur
sagði svo forðum, að þótt sumir
konungar væru góðir,væru aðrir
verri og því misráðið að játast
undir vald þeirra. Sú skoðun
hefir löngum verið mikilsmetin
hjá íslendingum. Hygg ég að
bændum þyki ekki betra að búa
undir einveldi ráðherra en kon-
unga. Eins munu aðrar stéttir
lítið gleðjast yfir því fordæmi,
sem hér er skapað. Hygg ég að
verkalýður þessa lands myndi
litlu þakka hlutdeild sinna ráð-
herra í þessu tiltæki, ef það
skyldi eftir fylgja að einhver
félagsmálaráðherra, — við skul-
um segja Eggert Ciaessen —
skipaði einhverntíma verka-
málaráð til þess að ákveða
launakjör í landinu. Nú segja
sumir stjórnarliðar að lögleg
stéttarsamtök bænda séu engin
til, því að þar sé ágreiningur
um formið. Þeir vita þó að innan
Alþýðusambandsins hefir löng'
um verið meiri og minni ágrein-
ingur um form og stundum
heitar og harðsnúnar deilur
Eins er um' landssamband út-
vegsmanna og fleiri samtök. Ef
fulltrúar verkalýðsins á Alþingi
taka nú undir rökvillur Péturs
Magnússonar og Jóns Pálma
sonar um það að stéttarsamband
bænda sé að engu hafandi
vegna innbyrðiságreinings um
formsatriði, þá eru þeir þar með
að leggja til forsendur þess
dóms, sem dæmir Alþýðusam-
band íslands og flest önnur
stéttarsamtök úr leik. Og eins
mega atvinnurekendur gæta
þess, að nú er um það að ræða
hvort Alþingi eigi að viður-
kenna og lögfesta fordæmi þess,
að atvinnumálaráðherra eins og
Áki Jakobsson eigi einn að skipa
fulltrúa fyrir þá til að ráða
málum stéttarinnar.
Þetta mál, sem nú liggur fyrir
Alþingi, er prófmál. Aðalatriðið
er það, hvort menn sætta sig
við það, að stétt þeirra afsali
sér kosningarrétti sínum í hend-
ur ráðherrans, sem þá og þá
fer með málefni hennar. Þó er
hér ekki um að ræða neitt sjálf-
rátt afsal, heldur einungis það
að ríkisstjórnin Jtekur sér ein
veldi að þessu leyti. Slíkt minn
ir á þá tíma, er þjóðhöfðingjar
töldu sig hafa þegið vald sitt
beint frá guði sínum og eiga að
standa honum einum reiknings
skap gerða sinna. Enginn sann
ur-lýðræðismaður má eða get
ur lagt blessun sína og sam
þykki yfir svona einræðiskennt
gerræði.
Sem betur fér bendir ýmislegt
á það, að stjórnarliðum sjálfum
finnist þetta tiltæki sitt óverj
andi. Landbúnaðarráðherrann
hefir sjálfur sagt, að sér hefði
verið ljúfast að veita stéttar-
samtökum bænda þetta vald, ef
aau hefðu verið til. Hvers vegna
fékk hann þá ekki Búnaðarþingi
jetta vald? Það er þó kosið af
bændastétt landsins eingöngu.
Ekki er hægt að deila um það,
að þar séu fulltrúar stéttarinn-
ar. Eins hefði verið hægt að
láta fyrirtæki bænda, þau, sem
veita starfsmönnum sinum rétt
til „kjörgengis" í Búnaðarráð,
eiga hlut að þvi að velja þessa
menn. í þriðja lagi var hægt að
láta bændur kjósa Búnaðarráð-
ið i sumar. Hér lágu opnar fyrir
að minnsta kosti þrjár leiðir til
sess að ráðstafa verðlagsvald-
inu í hendur bændastétt-
arinnar á lýðræðislegan hátt til
bráðabirgða. Engin af þeim var
farin. Og það er fullljóst hvers
vegna það var. Pétur Magnús
son og Jón Pálmason hafa skýrt
aað atriði. Fyrsta krafa þeirra
var sú, að þetta vald væri í
höndum manna, sem ekki væru
á móti ríkisstjórninni.
Það liggur því ljóst fyrir, að
hér er spurt um það, hvoít menn
vilji einskorða rétt stéttarsam-
taka til að velja sér forsvars-
menn við það, að fyrir valinu
verði stjórnarliðar. Sú stétt, sem
er á móti stjórninni, á að missa
mannréttindi sín. Þetta mininr
óþægilega á stjórnarfar þeirra
landa, þar sem framboðsréttur
er bundinn við stjórnarflokk-
ana eina. Mörgum fleirum en
mér mun vera nauðugt að trúa
dví, að slíkt skrípalýðræði eigi
meirihlutafylgi að fagna á Al-
þingi. Ég fullyrði, að það er í
vesölum minnihluta meðal ís-
lendinga.
Hér hefir nú verið bent á
hina réttarlegu hlið þessa máls,
og það freklega brot, sem fram-
ið er á öllum mannasiðum lýð-
ræðislanda. Jafnframt er svo
vert að gefa gaum að því, að
svona stjórnarfar er mjög ólík-
legt til að blessast í framkvæmd.
Einn ráðherra myndi velja
menn, sem gerðu einstrengings-
legar og óbilgjamar kröfur fyrir
stétt sína. Annar veldi hins veg-
ar menn, sem yrðu sannnefndir
stéttarböðlar eða stéttarkvisl-
ingar. Þannig myndi þessi til-
högun, ef hún ætti sér fram-
tið, færa í stéttarbaráttuna
meira óhóf og öfga en enn er
dæmi til hér á landi. Af þeim
sökum er þetta líka fordæman-
leg tilhögun og óþolandi.
i
Fjárhagshliðin.
Þessu næst vil ég fara nokkr-
um orðum um verðlagsákvæði
hinnar nýju nefndar: „Bænda-
stéttar Péturs Magnússonar“
eða „Sovétráðs landbúnaðar-
ins“. Svo undarlega vill til, að
þessi nefnd víkur frá sexmanna-
nefndar-grundvellinum án þess
að líta svo á, að hann sé órétt-
mætur. Virðist þó svo, sem ann-
að hvort hefði verið, að ætla
bændum afurðaverð á þeim
grundvelli, eða færa rök að því,
að annar grundvöllur væri rétt-
ari til að byggja á. Hér er grund-
völlurinn hins vegar viður-
kenndur og þvi jafnframt slegið
föstu að bændur verði að sætta
sig við lægri árstekjur og verri
afkomu en verkamenn og sjó-
menn. Undarlegt er það, að
menn eins og Sveinn á Egils-
stöðum, sem í fyrra voru mjög
á móti því, að bændur slægju af
fyllstu verðkröfum í trausti þess,
að aðrir færu að dæmi þeirra og
dýrtíðin yrði stöðvuð, skuli nú
beita sér fyrir slíkum afslætti,
þegar fullvíst er að engum öðr-
um er slíkt i huga. En sleppum
því. Athugum heldur hvaða
kröfur séu réttmætar.
Vefðbólgan í landinu og fjár-
málastjórn síðustu ára veldur
því, að drjúgur hluti þess verðs,
sem neytendur greiða fyrir af-
urðir bænda í búðunum, kemst
aldrei heim til framleiðendans.
Það lætur nærri að þriðjungur
af smásöluvwjði á kjöti sé
kostnaður, sem á þáð leggst eft-
ir að bændur skila fénu á slát-
urstað, eða samkvæmt útreikn-
ingi og áætlun Guðmundár
(Framhald á 6. síSu)
Ljóðabækur — aldarfarslýsing
Bókaútgáfa Pálma H. Jóns-
sonar á Akureyri hefir nýlega
sent frá sér allmargar bækur,
skáldsögur, ljóðabækur og ald-
arfarslýsingar og sagnahefti.
Vergur sumra þessara bóka
getið hér í stuttu máli.
Ný ljóðabók eftir Steindór
Signrðsson.
Fyrst skal nefnd ný ljóðabók
eftir Steindór Sigurðsson, Man-
söngvar og minningar. Hefst
hún á kvæðaflokki, ^samnefnd-
um bókinni. Síðan eru ellefu
smákvæði og tveir allstórir
flokkar, og er annar Óður eins
dags, kvæði, sem Steíndór orti
i tilefni lýðveldisstofnunarinnar.
Eru í þessari bók mörg ágæt
kvæði, sem auka drjúgum skáld-
hróður höfundarins.
Nokkrar lausavísur eru einnig
í bókinni, flestar ágætar. Leyfir
blaðið sér að láta fljóta með
tvær vísur úr bókinni.
! \
Með hástrengdum seglum ég hélt
eitt sinn
á hafið í drottins nafni.
Nú sigli ég meðfram Köldukinn
með kolbláan sjó fyrir stafni.
Og hin:
Bláum klæðum kvöld sig bjó.
Kular um hæðadrögin.
Meðan blæðir i sól og sjó
syng ég kvæðalögin.
Öll ber bókin vitni um skáld-
legt flug og orðgnótt manns,
sem í margt hefir ratað og
margan sjóinn á sig tekið. í
henni er meira af sönnum skáld-
skap en ýmsum öðrum, sem
stærri eru og gylltari í sniðum.
Ný ljóðabók 1
eftir Kristján frá Djúpalæk.
Önnur ljóðabók varð sámferða
bók Steindórs í 'bókabúðirnar.
Er hún eftir Kristján Einarsson
frá Djúpalæk og nefnist Villtur
vegar. Þetta er önnur ljóðabók
Kristjáns. Hét hin fyrri Frá
nyrztu ströndum og kom út 1943. ‘
Hlaut hún yfirleitt lofsamlega
dóma, þótt vankantar þættu á
henni.
Kvæðin í þessari nýju bók eru
einnig létt og lipurlega ort og
mun betur fáguð en fyrri kvæði
hans.
Hafurskinna.
Þá er komið annað h^fti af
Hafurskinnu, safni kvæða frá
fyrri öldum, er Konráð Vil-
hjálmsson býr undir prentun.
í þessu hefti eru sex kvæði eða
drápur. Eru þau eftir séra Jón
Guðmundsson í Stærra-Árskógi
(uppi seint á 17. öld), Hreggvið
Eiríksson (sjóhrakningsrlmur .
ortar 1818), Sigurð Jónsson
skálda á Kollslæk, séra Magnús
Einarsson á Tjörn í Svarfaðar-
dal (uppi seint á 18. öld) og
Guðmund Bergþórsson. Loks er
eitt kvæði eftir óþekktan höf.
Þetta safn er hið skemmtileg-
asta og merkasta, og er ætlun
útgefanda að áframhald verði
á þessari útgáfu. Er það vel far-
iði Kvæði þessi hafa fram að
þessu verið almenningi hulinn
fjársjóður og fæstir haft hug-
mynd um, að þau væru til. Má
margvíslegan fróðleik sækja í
þau um líf þjóðarinnar, auk
þess sem þau varpa ljósi yfir
hugsunarhátt og skáldmennt
þjóðarinnar á fyrri tímum.
Skuggsjá, íslenzkar aldarfars-
lýsingar og sagnaþættir.
Loks skal hér getið þriðja
heftis Skuggsjár. Er með þvi
lokið fyrsta bindi þessa safns.
Meginefni bindisins eru end-
urminningar Kristjáns Á. Bene-
diktssonar, að mestu leyti frá
(Framhald á 6. síOu)
PETER PETERSEN':
Gy ðingaof sóknir nar
1
Fjögurra daga á styrjaldarárunum minnast Danir með mestum
sársauka: Hins 9. apríl 1940, 29. ágúst 1943, 19. september 1943
og 2. október 1943. — 9. april var innrásardagurinn, 29. ágúst
var herinn leystur upp og margir helztu menn þjóðarinnar fang-
elsaðir, 19. september var lögreglan tekin höndum og send í
fangabúðir í Þýzkalandi og 2. október hófust Gyðingaofsókn-
irnar í Danmörku. Verður hér greint frá þeim, samkvæmt frá-
sögn, sem birtist í Berlingske Tidende i september í haust. Höf-
undur greinarinnar er blaðamaðurinn Peter Petersen.
Einhugur dönsku þjóðarinnar
kom í veg fyrir það, að Gyðinga-
ofsóknirnar næðu til eins
margra og Þjóðverjar höfðu fyr-
irhugað. Af þeim nálega sex
þúsund mönnum, sem voru Gyð-
ingar að hálfu eða öllu leyti og
heima áttu i Danmörku um
þessar mundir, náði þýzka lög-
reglan aðeins í sjö hundrúð.
Hinum tókst að komast undan
til Svíþjóðar, þar sem þeim var
vel og vingjarnlega tekið, ásamt
fjölmörgum öðrum dönskum
flóttamönnum.
Rándýrið brýnir klærnar.
Allt frá þvi að Danmörkvvar
hernumin hafði orðrómur geng-
Gyðingum væri í vændum. Öll-
um var kunnugt um það, hvern-
ig norskir þegnar af Gyðinga-
ættum höfðu verið leiknir, og
frá Hollandi og Belgíu var sömu
sögu að segja, svo að ekki væri
minrizt á Pólland. Hvernig var
þá hægt að gera sér í hugarlund,
að Dönum yrði hlíft? Framan
af hernáminu var þó ekki að-
hafzt neitt, og var sú vægð skýrð
með þeirri séístöðu, sem Dan-
mörk naut meðal hertekinna
landa. En eftir 29. ágúst 1943
varð flestum ljóst, að nú var
þess skammt að bíða, að Gyð-
ingaofsóknir hæfust.
Að vísu höfðu háttsettir Þjóð-
verjar í Danmörku margsinnis
ið um það, að ofsókn á hendur lýst yfir því, að alls ekki myndi
koma til neinna Gyðingaofsókna
þar. Slíkar yfirlýsingar voru
meira að segja gefnarí í septem-
bermánuði þetta ár. En Danir
höfðu á hinn bóginn kynnzt
gildi þýekra loforða nógu vel til
þess að treysta þeim ekki of
mikið. Mönnum, sem höfðu að-
stöðu til þess að fyjgjast dálítiö
með því, sem gerðist meðal
Þjóðverja, var einnig ljóst, að
eitthvað nýtt var á seyði.
f lok septembermánaðar var
margt þýzkra lögreglumanna
komið til Danmerkur, auk nýrra
sveita Gestapomanna, og hinn
29. september kom þáverandi
yfirmaður þýzku lögreglunnar
í Danmörku, Kannstein, aftur
til Kaupmannahafnar úr ferð til
Berlínar. Var sagt, að hann
hefði komið með leynilegar fyr-
irskipanir. Gaus nú orðrómur-
inn um væntanlegar Gyðinga-
ofsóknir upp á nýjan leik.
, Kvíði Gyðinganna sjálfra
jókst um allan helming. Margir
voru þegar flúnir til Svíþjóðar,
og nú fóru enijþá fleiri að þeirra
dæmi, en hinir, sem sátu kyrrir,
bjuggu sig’ undir það að flýja.
Nokkrir voru teknir fastir við
flóttatilraunir, bæði af Þjóð-
verjum og dönskum lögreglu-
mönnum, en enn sem komið var,
voru þó allir slíkir flóttamenn
fengnir í hendur dönskum yfir-
völdum, sem létu þá lausa og
höfðu hönd I bagga um það, að
þeir kæmust á örugga staði.
Ógnirnar dynja yfir.
Árásin á Gyðingana hófst
seint á föstudagskvöldið 1. okt.
Um níuleytið höfðu Kaupmanna
hafnSrbúar orðið þess áskynja,
að eitthvað illt var í aðsigi, því
að símanum hafði verið lokað
fyrirvaralaust, og var hann ekki
opnaúur aftur,fyrr en klukkan
rúmlega eitt um nóttina. Hóf-
ust nú þær óhugnanlegustu
mannaveiðar, sem vonandi er,
að Danir komist nokkurn tíma
í kynni við.
Vegna ráðstafana þeirra, sem
gerðar höfðu verið 29. ágúst og
ekki voru numdar úr gildi, voru
aðeins fáir Kaupmannahafnar-
búar vitni að þeim átakanlegu
atburðum, sem áttu sér stað á
götum borgarinnar, er þýzkir
hermenn drógu þögla og þung-
búna menn, kveinandi konur og
grátandi börn út úr húsum sín-
um með hjálp danskra nazista
og tróðu þeim inn í vagna sína
og óku á brott út í myrkrið og
óvissuna.
Víða þar, sem fólkinu hafði
heppnast að flýja i tæka tíð,
voru íbúðirnar brotnar upp, allt
tætt og rifið og innanstokks-
munir mölbrotnir. Ekki ósjaldan
áttu sér stað hrein og bein rán,
einkum þar sem danskir leið-
sögumenn höfðu verið í fylgd
með Þjóðverjunum. Hitt skal þó
viðurkennt, að sums staðar, þar
sem Þjóðverjar höfðu veríð einir
að verki, var ekki snert við
neinu, ef hringingum var ekki
anzað, og yfirleitt kom greini-
lega fram, að ýmsir Þjóðverj-
anna framfylgdu þessari herför
á hendur Gyðingum heldur lin-
lega, enda var sagt, að dr. Best
og margir aðrir þýzkir leiðtogar
í Danmörku hefðu verið þessum
ráðstöfunum andvígir og ekki