Tíminn - 30.10.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.10.1945, Blaðsíða 7
ezh 82. blað .T \1V, liriðjinlaginn 30. okt. 1945 7 Sjóður til styrktar fátækum ekkjum Bókamenn! Bókamenn! Ennþá gefst ySfur Uostnr á uð eignast eftirtaldar árvalsbœUur: Síðastl. fimmtudag boðaði stjórn Eltknasjóðs íslands blaða- menn á fund sinn og skýrði þeim frá stofnun og tilgangi sjóðs- ins, sem er sá, að styrkja fátækar ekkjur, er misst hafa fyrir- vinnu sína og barna sinna, af slysförum, eða á annan hátt. Bisk- upinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, sem er formað- úr sjóðsstjórnarinnar, hafði orð fyrir stjórninni, sem skipuð er auk hans Jóhanni Sæmundssyni lækni og Ingu Lárusdóttur. Þann 21. janúar 1943 lagði kona, sem ekki vill láta nafns síns getið, fram 1000.00 krónur að gjöf til sjóðsstofnunar. Sjóð- urinn skyldi bera nafnið Ekkna- sjóður íslands. Sjóðurinn er stofnaður af sjómannskonu og þetta þúsund króna íramlag var hluti af á- hættuþóknun manns hennar. í skipulagsskrá sjóðsins er svo kveðið á, að honum skuli stjórnað af biskupi íslands, yf- irlækninum við Trygginga- stofnun ríkisins og einni konu, tilnefndri af þeim, og hefir frk. Inga Lárusdóttir tekið við til- nefningu í stjórnina. Takmark sjóðsins er að styrkja fátækar ekkjur á íslandi til að halda heimilum sínum og ala upp börn sín, einnig þær, er mennirnir hafa yfirgefið, ‘án þess að þær eigi sök á. í skipulagsskránni er mælt svo fyrir, að eigi megi veita fé úr sjóðnum fyrr en höfuðstóll hans er orðinn 100 þúsund krón- ur, og. aldrei þó meira fé en árlegum vöxtum nemur. Ennfremur er svo kveðið á, að verði eigi þörf á að styrkja ekkjur, vegna þess að fyrirhug- uð ekknatrygging ríkisins verði svo rífleg að hún nægi, skuli fé sjóðsins varið til mannúðar- mála og líknarstarfsemi í sem beztu samræmi við upprunaleg- an tilgang gefándans og skipu- lagsskrána. Skipulagsskrá sjóðsins var útgefin af dómsmálaráðherra 21. janúar 1944. og birt í stjórn- artíðindum það ár (A. 3, B. 4, bls. 57—58). Mjög hljótt hefir verlð um sjóðsstofnun þessa og hefir hann því lítið vaxið. Sjóðseign- in er nú um 1500 krónur. Stjórn sjóðsins hefir álitið rétt að vekja nú athygli al- mennings á honum, með því að fæstum mun kunnugt um, að hann sé til. Oft hefir þvi verið hreyft, að stofna bæri einn alls- herjar liknarsjóð, og má telja, að þessi sjóður sé fyrsti vísir- inn. Nú fer veturinn í hönd, og virðist vetrarkoman tilvalið tækifæri til að efla sjóð sem þennan, því að margar ekkjur eiga við þröngan kost að búa, ekki sízt vetrarmánuðina. Einn- ig má minna á það, að Ægir og vetrarveðrin hafa lagt margan sjómanninn í hina votu gröf og svift fjölda kvenna og barna fyrirvinnunni árlega. Nú er hinn mikli hildarleikur genginn um garð, og standa nú vonir til, að mannfórnum vorum af hans völdum geti verið lok- ið. En ber oss þá ekki að minn- ast ekkna og barna þeirra manna, sem féllu? Það var sjómannskona, sem stofnaði þennan sjóð með hluta af áhættuþóknun manns henn- ar. Er næsta líklegt, að konur og menn vilji nú feta í fótspor hennar, er þeim er kunnugt um fordæmið, og efli Ekkna- sjóð íslands. Biskupsskrifstofan veitir framlögum viðtöku, og stjórn sjóðsins óskar þess, að blöð og útvarp veki athygli á honum nú í sambandi við fyrsta dag vetrarins. Væntir hún þess einnig, að blöðin veiti framlög- um til sjóðsins viðtöku nú um vetrarkomuna. ErLent yfirlit (Framhald af 2. siOu) samninga og raunhæfrar al- þjóðasamvinnu er lokuð, eins og stendur. Eina leiðin til að koma í veg fyrir, að yfirgangs- mennirnir rjúfi friðinn, er að þeir viti, að aðrir séu þeim sterkari. í samræmi við þetta byggja Bandaríkj amervn sér nú víða herstöðvar og hyggja á að halda herskyldunni áfram. í öllum löndum Bandamanna, sem það megna, er líka fyrirhugaður stóraukinn vígbúnaður, m. a. í Noregi og Danmörku. Marshall yfirhershöfðingi Bandaríkj ahersins lýsti stefnu Bandaríkjanna nýlega á þessa leið: „Við höfum fram að þessu reynt að vinna að friðnum með því að hafa sjálfir lítinn herbún- að. Þannig höfum við ætlað að gefa gott fordæmi. ÞeSsi stefna hefir brugðizt okkur hrapallega og hefir kostað okkur hvað eftir annað miljónir í mannslífum og biljónir í fjármunum. Orsakirnar til þessa eru aug- ljósar. Heimurinn virðir ekki þann veika, a. m. k. ekki þeir, sem ætla að neyta aflsmunar til ásælni og yfirgangs. Við verðum því, ef við ætlum að láta von okkar um varanleg- an frið rætast, að hafa nægan styrk til stuðnings friðarvilj- anum. Þeir, sem hyggja á ójöfn- uð og yfirgang, þurfa að geta séð það svart á hvítu, að rjúfi þeir friðinn, gerast þeir sjálfum sér verstir". Það er raunasaga, að eftir hið ægilegasta stríð skuli ekki k'om- ast á friðsamleg sambúð þjóð- anna, sem leiði til afvopnun- ar og útrýmingar á stríðshætt- unni. En það er hér, eins og oft- ar, að ekki þarf nema einn gikk í hverja veiðistöð. En þrátt fyrir það, er það ofmikil bölsýni að telja vonlaust um heimsfriðinn. Ef yfirgangsmennirnir sjá, að aðrir eru þeim sterkari, getur þeim smámsaman lærzt að vera hófsamari og sætta sig við að hlíta settum reglum í alþjóð- legu samstarfi. En slíkt getur tekið tíma og kostað þolinmæði. Næstu ár geta þvi oft orðið ugg- vænleg, en samt er von til þess, að friðnum verði bjargað, ef lýð- ræðisþjóðirnar vanrækja ekki þann viðbúnað, sem þarf til þess að halda yfirgangsseggjum í skefjum. Þann viðbúnað þarf hver lýðræðisþjóð að rækja, hvort sem hún er stór eða smá, og taka á sig þær byrðar, sem því eru samfara. Annars getur hún ekki gert kröfu til þess að verða virt af öðrum, ef hún vill ekkert á sig leggja 1 þeim átök- um, sem varða þó frelsi hennar og tilveru. En jafnframt því, sem lýðræð- isþjóðirnar gæta þess þannig, að verða viðbúnir, munu þeir halda áfram með engu minna kappi að vinna að því, að skap- azt geti friðsamleg alþjóðasam- vinna. Þær munu því varast að sýna Rússum merki um nokk- urn yfirgang;og taka fyllsta til- lit til réttmætra hagsmuna og óska þeirra. Með því að sýna þannig stöðugt góðan sam- vinnuvilja, þótt þær séu jafn- framt víð öllu búnar, munu þær stefna að því að skapazt geti bróðurleg samvinna þjóðanna í framtíðinni. Uudlrföt, Máttkjólar og undirfatamótiv. Verzl. H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035, Skemmti- og fræðibækur: Sjómannasaga, Vilhj. Þ. Gíslason, skinnb........ 125.00 Minningar, Sig. Briem, skinnb.................... 85.00 Byggð og Saga, próf. Ólafur Lárusson, skinnb.... 65.00 Byron, André Maurois, skinnb..................... 85.00 Friðþjófssaga Nansens, Jón Sörensen, skinnb..... 76.00 Endurminningar um Einar Benediktsson............. 50.00 Kristín Svíadrottning, Frederick L. Dumbar, heft. .. 32.00 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 1891—1941, heft. .. 15.00 Úr byggðum Borgarfjarðar, Kristl. Þorsteinsson, skb. 70.Ú0 Saga Eiríks Magnússonar, dr. Stefán Einarsson .... 8.00 Sindbað vprra tíma ............................. 28.00 Frekjan, Gísli Jónsson ......................... 15.00 Huganir, dr. Guðm. Finnbogason ................. 50.00 Samtíð og saga I, heft .......................... 12.00 Samtíð og saga II, heft ......................... 16.00 Þjóðsagnir: ♦ Endurminningar Jóns frá Hlíðarenda, heft........ 4.00 Frá ystu ptesjum II., Gils Guðmundsson, heft.... 18.00 ísl. sagnaþættir og þjóðsögur III,IV, V, Guðni Jónss. 12.00 Rauðskinna II, Jón Thoroddsen, ................... 6.00 ---. IV, .................................. 6.00 --- V, ................................... 12.00 Sagnir og þjóðhættir Odds Oddssonar frá Eyrarb. .. 12.00 Skrítnir náungar, Hulda, innb.................... 10.00 Ujóðabækur: Ég ýti úr vör, Bjarni M. Gíslason, ib.'......... 8.00 Úrvalsljóð, Kristján Jónsson, skinnb............. 25.00 — Jón Thoroddsen, skinnb.. 25.00 — Stephan G. Stephansson, ................. 25.00 Kertaljós, Jakobína Johnsson, skinnb............. 10.00 Kvæði II, Halla frá Laugabóli, heft ............ 5.00 Ljóðmæli, dr. Björg C. Þorláksson, innb......... 8.00 Ljóð, Guðfinna frá Hömrum sk.b.................. 10.00 Ljóðasafn I—III, Guðm. Guðmundsson, shirt....... 75.00 Ljóð og lausavísur, Þórður Einarsson, heft...... 10.00 Mánaskin, Hugrún, sk.b. ... ‘................... 10.00 Sólheimar, ljóð, Einar Páll Jónsson, ib......... 21.00 Stjörnublik, Hugrún, ib........................ 10.00 Söngvar dalastúlkunnar, Guðrún Guðmundsd........ 11.00 Blessuð sértu sveltin mín, Sig. Jónss. frá Arnarvatni, 20.00 Utan af viðavangi, Guðm. Friðjónsson, ib........ 16.00 Frumsamið: Á förnum vegi, Stefán Jónsson, ib............... 10.50 Arfur, Ragnheiður Jónsdóttir, ib................ 12.50 Evudætur, Þórunn Magnúsdóttir, ib............... 32.00 Fólkið í Svöluhlíð, Ingunn Pálsdóttir frá Akri, ib. .. 12.00 Frá liðnum kvöldum, Jón H. Guðmundsson, ib...... 4.50 Hafið bláa, Sig. Helgason, ib................... 25.00 Heldri menn á húsgangi, Guðm. Daníelsson, ib.... 25.00 Nýjar sögur,1 Þórir Bergsson, ib................ 55.00 Samferðamenn, Jón H'. Guðmundsson, heft......... 12.00 Við sólarupprás, Hugrún, heft................... 15.00 Svart vesti við kjólinn, Sig. B. Gröndal, ib. ........ 22.00 Barnabækur: Bókin um litlabróðir, Gustaf af Geijerstam, ib.. 12.00 Leikir og leikföng, Símon Jóh. Ágústsson........ 3.50 Mýsnar og Mylluhjólið ............................. 5.00 Sigríður Eyjafjarðarsól ........................... 5.00 Skóladagar, Stefán Jónsson ....................... 12.00 Skeljar II, Sigurbjörn Sveinsson ................. 1.25 Svarti Pétur og Sara, Hugo Fosberg.............. 10.00 Töfraheimur maurann, Wilfrid S. Bronsson ....... 15.00 Tvö ævintýri ...................................... 2.50 Duglegur drengur, Bengt Nylund.................... 12.00 Hjartarfótur, Edward S. Ellis .................... 14.00 Meðal Indíána, Falk Ytter......................... 10.00 Strokudrengurinn, Paul Askag...................... 12.50 Hve glöð er vor æska, Frímann Jónsson, ib....... 20.00 I*ýddar söyiir: Anna Farley, Guy Fletcher ....................... 8.00 í leyniþjónustu Japana A. Vespa ...................16.00 Noregur undir oki Nazismans .................... 25.00 Spítalalíf, James Harpole ...................... 25.00 Þögul vitni, John Stephen Strange................ 10.00 Tamea, Peter B. Kyne .'........................... 12.50 í leit að lífshamingju, W. Somefset Maugham .... 10.00 Lífsgleði njóttu,'Sigrid Boo ................... 23.00 Horfin sjónarmið, James Hilton ................. 30.00 Shanghai, Vicki Baum ........................... 25.00 Dragonwick, Anya Seton ........................... 15.00 Sendum geyn póstUröfu um land allt. isafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavík Sími 3048 í ða vang l (Framhald af 2. siðu) lítið i móinn, en hins vegar hefir það ekki birt neina frétt um yfirráðafyrirætlanir Rússa síðan Kristinn bar fram kröf- una um eftirlitið. Þetta er örlítið sýnishorn af því, . hvernig ritfrelsinu yrði háttað, ef kommúnistar ættu eftir að komast hér til fullra valda. UR BÆNUM Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað ný- lega ungfrú Áslaug Þórólfsdóttir frá Borgarnesi og Ólafur Ingvarsson kenn- aranemi frá Seyðisfirði. Hjónaefni. Síðastl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú. Fjóla Bjarnadóttir skrifstofustj. HótelXBorg og Oddbergur Eiriksson skipasmiður, Innri-Njarðvík. OfÍMHefiha til innheimtumanna Tímans Hin glæsta fyrirmynð! Mbl. hefir tekið það hlutverk að sér að áminna önnur blöð um prúðmennsku 1 málflutn- ingi og orðbragði. Hversu vel Mbl. rækir það svo að vera öðrum blöðum til fyrir- myndar 1 þessum efnum, má sjá í lítilli svargrein um Kolku lækni, er nýlega birtist í Mbl. Þar eru t. d. pólitískir andstæð- ingar hans kallaðir „sjálfhælin og illmálg skauð“, „rógsnatar“ með „öll klækimennskunnar vopn á lofti“, enda hafi þeir „að lífsstarfi að flytja þjóðinni róg og lýgi“, flokkur þeirra sé hald- inn „holgröfnum eiturkýlum“ og „hugleysið, ræflldómurinn og skítmennskan“ séu ófrávíkjan- legir fylginautar hans, o. s. frv. I þessum dúr. Já, væri það ekki til mikilla umbóta 1 íslenzkri blaða- mennsku, ef önnur blöð tækju prúðmennsku og grandvarleik Mbl. sér til fyrirmyndar! Áskriftargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurlnn. Hjónaefni. Trúlofuri sína opinberuðu s. 1. laug- laugardag ungfrú TJnnur Eiríksdóttir (Hjartarsonar rafvirkja í Reykjavík) og listmálari Örlygur Sigurðsson (skólameistara Guðmundssonar, Ak- ureyri). Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þóra Þorleifsdóttir Eyjólfsson- ar byggingameistara og Helgi Jóhann- esson bókari frá Svínhóli, Dalasýslu. Sjómannablaðið Víkingur, 10. hefti þessa árs er komið út. Helztu greinar blaðsins eru þessar: Minnis- blað eftir Ásgeir Sigurðsson, Kvæði til gamallar sjómannsekkju eftir Sigurð Einarsson, Viðhorf dagsins eftir Har- ald Böðvarsson, Magnettengsli fyrir mótorskip, Landssamband ísl. útvegs- manna, Réttur íslands til Grænlands eftir Jón Dúason, Vistarverur sjó- manna eftir Konráð Gislason. Þá eru í blaðinu sögur, Frívaktin frá hafi til hafnar o. fl. Enn fremur er í blaðinu fjöldi mynda. Þurrkaður og pressaður SALTFISKUR Ódýr og^góður, í stærri og mfnni kaupum. Hafliði Baldvinsson Sími 1458. — Hverfisg. 123. .. innheimtumenn Tímans, sem eUUi hafa ennþá sent sUilagreinar fyrir þetta ár, eru vinsamleya beðnir að gera það hið allra tyrsta. flVjVÐEMIA TIMAIVS. Nemandi Reglusamur og laghentur unglingur getur fengið að læra prentiðn. Umsókn, ásamt mynd, merkt „Nemandi", sendist blaðinu. rVýkomið: DÚIVBELT LÉREFT. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Simi 1035.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.