Tíminn - 30.10.1945, Page 8
Þéir, sem vilja kynna sér þjóðfélagsmál,
innlend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá
8 | REYKJAVÍK
DAGSKRÁ
30. OKT. 1945
er bezta íslenzka
tímaritið um þjóðfétagsmál
82. blað
7 MMÁLLTÍIBAMS ^
Aukin tækni í landbúnaðinum
25. október, fimmtudagur:
Hafnað samvinnu við
kommúnista
Danmör k: J af naðarmanna-
flokkurinn danski lýsti yfir því,
að ekki kæmi til mála að hann
myndaði stjórn með kommún-
istum einum eftir kosningarnar.
Þýzkaland: Dr. Ley, einn af
helztu foringjum nazista, hengdi
sig í handklæði í fangaklefa
sínum.
Indo-Kína: Víða hefir komið
til bardaga milli Frakka og
Þjóðernissinna.
Kanada: Fylkiskosriingunum í
Nova Scotia lauk með miklum
sigri frjálslynda flokksins. Fékk
hann 20 af 30 þingsætum.
Argentína: Peron, fyrrum
varaforseti, virðist nú aftyr orð-
inn fastur í sessi eftir úppreisn
þá, sem gerð var gegn honum á
dögunum.
Bretland: Óvenjulegt ofviðri
hefir geisað á Ermasundi og hafa
skip orðið að leita í höfn.
Fyrsta Framsóknarvistin.
á þessu hausti verður í Listamanna-
skálanum næstkomandi föstudags-
kvöld og hefst kl. 8 '/■> stundvíslega. Þá
verða þeir að vera komnir, sem ætla
að taka þátt i spilunum, þvi að ekki
er hægt að tryggja þeim stað við spila-
borð, sem koma eftir þann tíma. Þegar
búið er að spila og verðlaun hafa
verið veitt, verður stigin dans fram
yfir miðnætti. Framsóknarvistirnar
hafa undanfarna vetur verið einar
eftirsóttustu skemmtisamkomur bæj-
arins og alltaf orðið að neita fjölda
manns um aðgang' vegna þrengsla.
Vissara er því fyrir þá, sem sækja
ætla þessa skemmtun á föstuöags-
kvöldið. að tryggja sér miða í tíma,
með því að hringja á afgreiðslu Tím-
ans, Lindargötu 9A, sími 2323. Ef mið-
arnir hafa ekki verið sóttir fyrir há-
degi á föstudag, má búast við, að
þeir verði seldir öðrum.
Framhaldsstofnfundur Fram-
sóknarfélags kvenna í Reykjavík,
verður haldinn næstkomandi fimmtu-
dagskvöld kl. 8% í Aðalstræti 12.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir gamanleikinn „Gift eða ógift“
annað kvöld og er það næst síðasta
sýning, Aðgöngumiðasala hefst kl. 4
í dag.
Klukkunni seinkað.
Síðastl. laugárdagskvöld var klukk-
unni seinkað um eina klukkustund.
Undanfarin ár hefir það verið venja að
seinka klukkunni um einn tíma um
fyrstu vetrarhelgina og flýta henni svo
aftur að vorinu.
Séra Friffrik Friffriksson
er væntanlegur hingað til lands með
m.s. Dronning Alexandrine, sem legg-
ur af stað frá Kaupmannahöfn 11.
nóv. áleiðis til íslands og Færeyja.
Séra Friðrik hefir eins og kunnugt er
dvalið í Danmörk frá því síðla sum-
ars 1939.
Norskt skip,
er nýlega komið Reykjavíkur til að
sækja Norðmenn, konur þeirra og börn,
sem óska að fara aftur til Noregs og
réttindi hafa til þess. Þeir sem óska að
nota þessa ferð verða að vera búnir að
tilkynna það fyrir kvöldið.
Farfuglar fóru 62 ferðir
á síðastl. sumri. Ferðirnar voru bæði
langar og stuttar og þátttaka í þeim
góð, eða samtals 753 manns í öllum
ferðimum. í fyrra var efnt til rúm-
lega 30 ferða og voru þátttakendur í
þeim um 600.
Gestir í bænum.
Friðgeir Þorsteinsson oddviti, S*töðv-
arfirði, Kristján B. Eiríksson tré-
smíðameistari, Suðureyri.
Til Svíþjóðar meff e. s. Hebe 4
fóru nýlega: Þórður Ingi Eyvinds
og Björn Theodórsson.
Til Svíþjóffar
fóru nýlega með flugvél SILA Barði
Barðason, Gunnlaugur Guðjónsson,
Jóhann Grímsson, Sigurgeir Svan-
bergsson, Guðrún Guðmundsdóttir og
Elín Jensen.
Frá Svfþjóff
komu flugleiðis síðastl. fimmtudag:
26. október, föstudagur:
Skorturinn í Evrópu
Bretland: Bevin flutti þing-
ræðu um skoAinn í Evrópu.
Hann taldi ástandið mjög al-
varlegt og hungursneyð yfirvof-
andi. Matvælin væru þó til, en
flutningserfiðleikarnir væru gíf-
urlegir. Öll stórfljótin í Evrópu
þyrftu að vera frjáls til um-
ferðar, en þau væru nú víða lok-
uð til stórkostlegra erfiðleika.
Hann taldi það hafa verið mjög
rangt ráðið, að skipta Þýzka-
landi í hernámssvæði, því að
það yki stórum flutningaerfið-
leikana. Hann deildi á Jugoslava
fyrir að hafa fjölmennan her,
þar sem skortur hefði verið þar
á fólki til landbúnaðarstarfa.
Hann skoraði á Bandaríkja-
menn að veita meira fé til hjálp-
arstarfsemi og á Rússa að fall-
ast á frjálsar siglingar á stór-
fljótum Evrópu.
de Fontenay, sendiherra, Guðmundur
Hlíðdal, póst- og símamálastjóri,
Sveinn Guðmundsson, forstjóri, Inga
Laxness og Hrafnhildur Einarsdóttir.
Til Bandaríkjanna
fóru nýlega með skipi á vegum her-
stjórnarinnar: Margrét Thors (Kjart-
ans), Vésteinn Guðmundsson og frú,
Sigríður Gestsdóttir, Sigríður Ragnar,
frú Helga Potter og fjórar islenzkar
stúlkur, er giftar eru amerískum her-
mönnum.
Til Englands
eru nýlega farnir þeir Skúli Norð-
dahl og Ásmundur Sveinsson.
Rannsókn á áhrifum
dýrtíðarinnar
(Framhald af 1. síöu.)
úr verðbólgunni þola því enga
bið. Ella eiga menn það á hættu,
að sjávarútvegurinn sitji áður
^n varir í dýpra skuldafeni en
Tiður hefir þekkzt. Það er of
seint að gera ráðstafanir til þess
að skapa jafnvægi, eftir að verð-
fall afurða er búið að standa
lengi eða eftir að menn hafa
reynt, þótt ekki sé nema eina
aflatregðuvertíð. Það, sem gerð-
ist í súmar á síldveiðunum, sýn-
ir þetta gleggst.
Ráðstafanir vegna dýrtíðar-
innar þola ekki heldur bið blátt
áfram vegna þess, að það er
ekkert vit í þvi að halda verð-
bólgunni við, meðan menn eru
að leggja stórfé í ný atvinnu-
tæki, sem á að reka framvegis.
Það hefir orðið til stórtjóns,
að ekki hafa legið fyrir glöggar
skýrslur um afkomu sjávarút-
vegsins og áhrif verðbólgunnar
á sjávarútveginn á undanförn-
um árum. Ég hef tvívegis flutt
till. til þál.,um, að þessar skýrsl-
ur yrðu gerðar, í þeirri von, að
allir mundu geta orðið því sam-
þykkir, að þetta yrði gert, og
einnig með það fyrir augum, að
menn kynnu frekar að sjá, hvert
stefndi, ef glöggur samanburður
fengist á afkomu sjávarútvegs
og fiskimanna annars vegar og
annarra landsmanna hins vegar.
Nú er öllum þessum málum þann
veg komið, að tæpast verður
þess langt að bíða, að menn
verði blátt áfram neyddir til
þess að gera sérstakar ráðstaf-
anir til að skapa jafnvægi úr
því öngþveiti, sem orðið er. Það
þolir enga bið, að rannsókn þessi
fari fram. Þvi er þessi'þáltill.
flutt.
Það ætti að mega gera sér
vonir um, að niðjarstöður þeirrar
rannnsóknar, sem gert er ráð
fyrir í þáltill., yrðu að miklu
gagni í sambandi við þær ráð-
stafanir, sem ekki verður komizt
hjá að grlpa til, áður en langt
um líður.“
(Framhald af 1. síöu)
vel verkuff bleikornuff taffa.
4. Óhætt virðist að halda áfram
að binda og bæta ofan í heyið
á meðan að blástur og þurrkun
fer fram. Heyiff þornar fyrst
neðst — (vegna þess að blástr-
inum er beint undir heyið við
hlöðugólfið) og svo þornar það
smátt og smátt upp eftir. Á
Reykjum var ilátið þriggja
metra heylag ofan á þriggja
metra fullsigna töðu, blés við-
stöðulaust upp úr þvi, fulla sex
metra fullsigna töffu og blés við-
laginu, og blés vélin hitanum
burtu á stuttum tima.
Þó að tilraunir þær, sem gerð-
ar hafa verið við heyþurrkunar-
aðferð þessa, hér á landi séu
ekki lengra á veg komnar en
þetta, tel ég þegar fullséð, að
hún er örugg til að tryggja taf-
arlausa þurrkun í öllu skaplegu
tiðarfari, — þannig að ef heyið
væri grasþurrt, á að vera hægt
að hirða það, — og því að vera
borgið. Kostnaðarhliðin, þ. e.
stoínkostnaður og reksturs-
kostnaður tækjanna, verður síð-
an skýrð af öðrum. En ekki ótt-
ast ég, að hún þurfi að standa
í vegi fyrir útbreiðslu og auk-
inni notkun véla þessara — þeg-
ar að athugaður er sá ávinn-
ingur, sem þeim hlýtur að fylgja,
og kemur fram í verkasparnaði
og öryggi um heynýtingu í mis-
jöfnu árferði.
Auk þeirra þriggja staða, sem
athugun hefir farið fram á þess-
ari aðferð af hálfu ríkisins, hef-
ir hún einnig verið reynd hjá
nokkrum bændum, sem hafa
komið þessum útbúnaði á hjá
sér nú í sumar. Þannig hefir
Magnús Sveinsson bóndi í Leir-
vogstungu í Mosfellshreppi
komið þessum tækjum upp hjá
sér af eigin ramleik að mestu.
Hefir hann gert allar aðal-loft-
rásir í hlöðugólfið úr stein-
steypu. Notaði hann súgþurrk-
un að meira eða minna leyti við
alla verkun þurrheys hjá sér
sðastliðið sumai og lætur mjög
vel af. Virtfist honum verkunin
mjög góð, það sem enn verður
séð. Flestarj munu vélar þær,
sem notaðar hafa verið til þessa,
knúðar með rafmagni. Þó eru
þær nokkrar knúðar með venju-
legum olíumótorum. Hefir mér
verið tjáð, að einn þeirra
bænda, sem hefir komið upp
olíuknúnum þurrkunarútbún-
aði, hafi nytjað hitann frá mót-
ornum þannig, að hann var
leiddur inn i blásturs-göngin,
og sagði sögumaður. minn mér,
að það hefði gefið mjög góða
raun.
Er það og gefið mál, enda sýnt
með tilraunum erlendis, að stór-
um má flýta fyrir þurrkun þess-
ari með því að hita loft það,
sem blásið er í gegnum heyið.
Hitt er órannsakað a. m. k. hér-
lendis, hvort aukakostnaður sá,
sem því er samfara, er það mik-
ill, að það ekki borgi sig. Þar
sem hægt er að virkja hita nær-
liggjandi hvera, virðist þó á-
vinningurinn vera auðsær. Hafa
nú í sumar verið gerðar á tveim
stöðum, sem ég veit um, til-
raunir með heyþurrkun við
hverahita, en á nokkuð annan
hátt en þann, sem hér er lýst.
Er það á skólabúi garðyrkju-
skólans á Reykjum í Ölfusi. og
skólabúinu á Laugarvatni. R'r
mér ekki fyllilega kunnugt urn
hve afkastamikil sú aðferð er,
en sjálf þurrkunin mun ha.fa
tekizt mjög vel.
— Hvaff er að frétta af vél-
um þeim, sem Jóhannes Bjarna-
son útvegaffi í Ameríku sumariff
1944 fyrir tilhlutun þáverandi
landbúnaðarráðherra, Vilhjálms
Þór?
— Það er hið sama um þessar
vélar að segja og hinar, ,að af-
greiðsla þeirra að vestan gekk
nokkru seinna en við var búizt.
Þó munu þær allar eða flestar
hafa komið til landsins síðastl.
vor og sumar. Núverandí land-
búnaðarráðherra fól verkfæra-
nefnd ríkisins síðastliðið vor að
taka á móti vélum þessum og
gera tilraunir með þær. En til-
raunir þessar hafa af ýmsum á-
stæðum gengið seinna en æski-
legt hefði verið. Það er þvi ekki
hægt enn sem komið er að gefa
neina skýrslu um vélar þessar,
og mun verkfæranefnd að sjálf-
sögðu gera það þegar tilraunum
hennar er lokið. Eg get þvi að-
eins gefið lauslegt yfirlit um
hvað langt þessum athugunum
er komið.
Nokkrar vélanna. hafa verið
fluttar á tilraunabuið á Sáms-
stöðum í Fljótshlíð og verið
reyndar þar með aðstoð Klem-
ensar Kristjánssonar. Snemma
í sumar var gerð þar tilraun
með lokræsaplóg (kolfplóg) við
framræslu á mýrlendi, sem opn-
ir skurðir höfðu verið gerðir í.
Einnig var þá ræst með plóg
þessum mýrarstykki í landi
Tumastaða, sem Skógrækt rik-
isins hefir keypt og býr nú und-
ir gróðrarstöð. Lokræsagerðin
virtist takast mjög sæmilega.
Voru gerðir þarna sem svaraði
500 metrar lokræsa á klukku-
oimanum, og streymdi vatnið úr
peim eftir lítinn tima. Við drátt
kólfsins var notuð beltisdrátt-
arvél I. Q. 9. Við athugun lands-
ins nú 1 haust var ekki annað
að sjá, en að þurrkunin hefði
tekizt mjög vel.
Um endingu þessara ræsa hér
á landi veit maður ekki enn. En
erlendis, þar sem þau eru notuð,
er ending þeirra talin 5—30 ár.
Verði reyndin sú, að unt sé að
fullþurrka land með þessum á-
höldum, sem framannefnd til-
raun virðist benda til, þar sem
um mýrarlönd er að ræða, hlýt-
ur að vera stór ávinningur að
þeim, enda þótt ræsa þurfi
landið upp á nokkurra ára fresti,
svo mikill flýtisauki er að
þeim og verkasparnaður, miðað
við lokræsagerð þá, sem enn
þekkist hér.
Annað jarðræktarverkfæri,
sem lítilsháttar tilraun var gerð
með á Sámsstöðum, var „tæt-
ari,“ sem vinnur ekki ósvipað og
þúfnabanarnir gömlu, en er
tengdur við venjulega dráttar-
vélT Tætara þessum eiga að
fylgja tvenns konar vinnslu-
tennur. Aðrar grófgerðar, aðal-
lega notaðar 1 sambandi við
vega- og flugvallagerð, en hinar
fínni og beittari, sem notaðar
eru við jarövinnslu. Svo illa
vildi til, að jarðvinnslutennurn-
ar komu ekki fram með véla-
sendingunni og var þvi ekki unnt
að reyna áhald þetta svo að úr
yrði skorið um afköst þess.
Hafa nú verið gerðar ráðstaf-
anir til að fá hinar réttu tenn-
ur frá verksmiðjunni. En sú
litla tilrairn, sem gerð var meö
hinar gró:fgerðu tennur, sem
fylgdu, bendir til þess, að áhald
þetta sé vel fallið til að fínmylja
í flögum og jafna lágvaxið móa-
þýfi og engjar og ójöfnur í gam-
alsléttuðum túnum.
Þá tók KLemens Kristjánsson
einnig í notkun kartöfluupp-
tökuvél, mefli áföstum útbúnaði
til að hreim :a ‘ kartöflurnar um
leið og þær eru teknar upp og
sekkja þær. Notaði Klemens vél
þessa við kartöflu-upptöku í
haust og kvað hana stóra fram-
för frá þeiirri kartöfluupptöku-
vél, er hann hafði notað áður.
Þ-ó gat hann ekki notað hreins-
nnar- og sekkjunaráhaldið, svo
að skorið yrði úr um hæfni þess,
fyrir vangá þeírra, er höfðu sett
vélina saman. Fékkst því ekki
reynsla um sekkjunarvélina að
þessu sinni.
Einnig hefir Klemens Krist-
jánsson reynt fjórhjólaðan vagn,
er til hans var sendur. Er hann
að mestu úr jární og með járn-
hjólum. Á venjulegum timum
eru notuð við þá gúmmíhjól.
*Vagn þennan telur • Klemeus
taka langt fram öllum þeirn
vögnum, sem hann hefir reynt
áður, um lipurð og' léttleika#í
drætti. Þá hafa einnig verið
jMnd að Sámsstöðum: vagn, sem
malar og dreifir húsdýra-
áburði um leíö og hann er flutt®
ur í flagið eða á túnið, og stór-
virkjir diskplógur fyrir dráttar-
vél.
Er ráðgert að reyna bæði
þessi verkfærl nú í haust.
Þá eru eftir kájplöntunarvél-
ar, sem m. a. e.r æt.lað að reyna
við niðursetnín(?u spíraðra kar-
taflna og geta tih'aunir með
Ú R B Æ N U M
(jatnla Síó Uijja Síi
Ofjarl skemmdar-
vargaima Strengleikar
(I Dood It) („Banjo on my Knee“)
Dans- og músíkmynd. Fjörug og skemmtileg
Eleanor Powell, . músíkmynd.
Red Skelton.
Ennfremur Aðalhlutverk leika:
Lena Home, Barbara Stanwyck,
Hazel Scott. Joel McCrea,
Jimmy Dorsey Walter Brennan.
, og hljómsveit.
Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og ,9.
► <
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Sýnir gamanlelkinn
GIFT EÐA ÓGIFT
eftir J. B. Priestley
annaðkvöld (miðvikudag) kl. 8.
Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7.
Næstsíðasta sinn. Sími 3191.
Utsvör —
Dráttarvextir
Næstu viku (mánudag — föstudag) verður skrif-
stofa bæjargjaldkerans opin til kl. 7 e. h. til viðtöku
útsvara.
Útsvarsgjaldendur og kaupgreiðendur!
Greiðið útsvarsskuldir yðar nú þegar, áður en
dráttarvextir hækka og lögtakskostnaður leggst við
skuldina.
þær ekki farið fram fyrr en að
vori. Þá mun og heyhleðsluvél
sú, er pöntuð var, ókomin enn.
— Hafa ekki veriff fluttar inn
nýjar mjaltavélar í sumar?
Auk véla þeirra, sem hér hafa
verið nefndar, keypti Jóhannes
10 mjaltavélar af nýrri gerð.
Voru þær afhentar nokkrum
bændum, sem beðið höfðu um
þær, og hafa þær því verið not-
aðar 1 sumar. Yfirleitt hafa
þær fengið mjög góða dóma. Ég
fékk eina þeirra og tel ég hana
mikla framför frá hinni eldri
gerð, er ég reyndi fyrir nokkr-
um árum, en lagði niður eins og
fleiri bændur, er þær vélar
höfðu notað. Vélin er létt og lip-
ur í notkun, mjög fljóthreins-
uð og virðist fara vel með kýrn-
ar. Það, sem helzt mætti að
henni finna, þar sem ekki er
rafmagn til að reka hana með,
er það, að benzinmótorinn, ^em
er innbyggður 1 vélina, er all-
hávaðasamur. Þó virðast kýrn-
ar venjast hávaðanum fljót-
lega, og standa þær rólegar og
jórtra á meðan að mjólkað er.
Með lagi og æfingu er hægt að
burrmjólka flestar kýr með vél-
'inni, og getur laginn maður
mjólkað 15—20 kýr á röskum
klukkutíma, þegar kýr og
mjaltamaður eru orðin vélinni
vön.
Nú er von á nýjum mjaltavél-
um frá Svíþjóð á næstunni, og
má einnig gera ráð fyrir, að
bar sé um framfarir að ræða frá
hinum eldri gerðum. Fæst þá
:amanburður á því, hvaða gerð-
ir eru hér hentugastar.
.Vafalaust má telja, að góðar
'ientugar mjaltavélar verði ein-
hverjar vinsælustu vélar, sem
koma á sveitaheimilin, ekki
úður hér en annars staðar,
jafn mikill hörgull og hér er á
vinnufólki til sveita, ekki sízt
ril að annast mjaltir, sem jafn-
an er verst látið við, allra
sveitastarfa.
— Geturffu nefnt mér fleiri
nýjungar í búvélum?
— Af nýjum búvélum, sem
mesta útbreiðslu hafa fengið
þetta ár, má vafalaust nefna
svokallaða „Faunallö'-dráttar-
vél, sem S. í. S. hefir flutt mik-
ið inn af. Dráttarvélar þessar
geta verið mjög gagnsamar á
stórum sveitaheimilum, vegna
þeirra margháttuðu nota, sem
af þeim eru. Fylgir þeim plógur,
herfi, sláttuvélagreiða, auk þess,
sem tengja má aftan í þá vegna
og ýmiskonar heyskaparáhöld.
Er vinnuhraði þessarar vélar
miklu meiri en hestanna, þótt
góðir séu. Þannig slær röskur
maður leikandi með henni dag-
sláttu á kl^kkutimanum á vel
greiðfæru landi — og annað
eftir því. Þá er hún einkar hent-
ug til vinnslu á stórum garð-
löndum, og má auk þess hæg-
lega nota hana til að brjóta
land til ræktunar, sé það ekki
því þungunnara. En þá væri
betra að hafa viðeigandi keðjur
til að setja á hjólin, sem eru
úr gúmmíi.
Þá má geta þess, að Runólfur
Sveinsson skólastjóri á Hvann-
eyri flutti inn sl. sumar nýtt
tæki til að létta hirðingu vot-
heys. Er í sambandi við það
blástursútbúnaður, sem blæs
heyinu inn og upp í votheys-
gryfjuna og léttir þannig og
flýtir stórum fyrir hirðingu vot-
heys, sem annars er all fyrir-
hafnarsöm og seinleg, þegar um
mikla votheysgerð er að ræða.
Tæki þetta er mikið notað í
Ameriku og eru þeir íslending-
ar, sem hafa séð það og kynnst
afköstum þess, mjög hrifnir af
því. Áhald þetta er tiltölulega
mjög ódýrt. Væri sannarlega
börf á því að fá tæki sem greiða
fyrir og ýta undir aukna vot-
heysgerð, sem er ómissandi
liður í íslenzkri fóðuröflun.
Annars mun nú bezt, að við
látum staðar numið að sinni.
En það vil ég segja að lokum,
að ekki er hægt að hugsa sér
meiri öfugmæli eri það, að
bændur almennt séu skllnings-
og áhugalausir fyrir nýrri tækni
og framförum í atvinnurekstri
sínum.
Það mun fljótlega sýna sig,
eftir að fer að greiðast um inn-
flutning véla og verkfæra frá
bví, sem hefir verið nú um hríð,
að bændur munu ekki standa
öðrum stéttum þjóðarinnar að
baki um að veita nýrrl tækni og
nýjjim vinnuaðferðum im> í
starfsgrein sína.