Tíminn - 13.11.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.11.1945, Blaðsíða 8
Þeir, sem vilja kynna sér þjóðfélagsmál, innlend og útlend, jpuifa áð tesa Dagskrá 8 | REYKJAVÍK D A G S K R Á er bezta íslenzka tímaritið um þjóðfélagsmál 13. NÓV. 1945 86. blað r ANNÁIÆ TÍIHANS V Þakka hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför móður minnafr Guðrúnar Katrínar BJarnadóttur, HERMANN JÓNSSON. AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík Verður haldinn í Edduhúsinu uppi, Lindargötu 9A næstkomandi miðvikudag (á morgun) og hefst hann stundvíslega kl. 9 síðdegis. Félagar fjölmennið! Stjórnin. Tækifæriskaup fyrir hraðfrystihús eða rafveitur 24 kilówatta, 230 volta jafnstraums-rafall til sölu Guðmundur Marteinsson. Símar 5896 og 1929. Manneldissýning Kvenfélagasambands íslands í Þjóðleikhúsinu (inngangur frá Lindargötu), er daglega opin kl. 2—10 eftir hádegi. Stjórn Kvenfélagasambands Islands. 5. nóvember, mánudagur: Hafnarverkfalli lokið. % Bretland: Nær allir hafnar- verkamenn, sem höfðu gert verkfall, hófu vinnu aftur. Ó- samið var þó um kröfur þeirra. Þeir munu hefja verkfall aftur, ef samningar 3hafa ekki tekizt innan mánaðar. Kína: Chungkingstjórnin birti skýrslu, þar sem sagt er frá margvíslegum hryðjuverk- um kommúnista. Svíþjóð: Forsætisráðherrann tilkynnti, að Svíþjóð væri fús til þátttöku í alþjóðasamvinnu, en myndi ekki taka þátt -í bandalögum færri ríkja. 6. nóvember, þriðjudagur: Ræða Molotoffs. Rússland: Molotoff flutti ræðu í tilefni af 28 ára afmæli bylt- ingarinnar. Hann lýsti Rússa andvíga bandalagi ríkjanna í Vestur-Evrópu. Hann ásakaði Bandamenn fyrir leyndina um hagnýtingu atomoijkunnar, en £vaö. Rússa samt myndi fá at- omorkuna og margt fleira. Finnland: Tanner, Ryti, Rangell, Linkomies og fleiri stjórnmálamenn handteknir og mál höfðað gegn þeim fyrir að eiga þátt i styrjöld gegn Rúss- um. Ungverjaland: Kosningar fóru fram í Ungverjalandi. Smá- bændaflokkurinn fékk hreinan meirihluta. Jafnaðarmenn urðu næst stærsti flokkurinn. Kom- múnistar fengu minnst fylgi af aðalflokkunum þremur. Holland: Holleijzka stjórnin hefir boðið Javabúum að þeir myndi sérstakt samveldisríki innan hollenzks ríkjasambands. Þetta ríki öðlist smámsaman fullt sjálfstæði. 7. nóvember, miðvikudagur: Ræða ChurchiUs. Bretland: Churchill flutti ræðu um utanríkismál í brezka þinginu. Hann kvað horfur mjög ískyggilegar og friðurinn byggð- ist nú einkum á því, að Banda- ríkin tækjust á hendur forust- una um varðveizlu hans. Hann kvað ekki tímabært að láta Rússa fá vitneskjuna um atom- orkuna. Rússland: Mikil hátíðahöld í Moskvu vegna byltingárafmæl- isins. Athygli vakti, að Stalin var ekki viðstaddur og er borið við lasleika hans. Danmörk: Knud Kristensen hefir tekizt á hendur að mynda minnihlutastjórn vinstri manna. 8. nóvember, fimmtudagur: Friðarumleitanir bregðast. Kína: Kommúnistar hafa hafnað samkomulagstilboði Chungkingstjórnarinnar. Þeir krefjast þess, að stjórnin hafi engan her í Norður-Kína og Mansjúríu. Rúmenía: Miklar óeirðir urðu í Bukarest, er kommúnistar Fél. Framsóknarkvenna (Framhald af 1. síðu), og er fúst til samvinnu við ein- staklinga og önnur félög, sem sýna vilja áhugamálum félags- ins velvild og stuðning." — Þannig hljóðar stefnuskráin. Vonandi er, að félaginu takizt að starfa 'samkvæmt henni í framtíðinin og" að starfið verði heillaríkt og ánægjulegt. í stjórn félagsins voru kosnar þessar konur: Frú Ástríður Eggertsdóttir form., frú Vigdís Steingrims- dóttir, frú Þjóðbjörg Þórðar- dóttir, frk. Anna S. Þórhalls- dóttir, frú Steinunn Bjartmarz. Framsóknarkonur í Reykja- vík! Nú er það ykkar hlutverk að fylkja ykkur um þetta ný- stofnaða félag, svo að það megi blómgast í framtíðinni og gera nokkurt gagn í þjóðfélags- málum. reyndu að hindra mikinn mann- fjölda í því að hylla Michael konung í tilefni af afmæli hans. Java: Brezki yfirhershöfðing- inn tilkynnti þjóðernissinnum í Surabaya, að þeir yrði að hafa afhent vopn sin fyrir laugar- dagsmorgun, ella yrðn þeir af- vopnaðir með valdi. Danmörk: Knud Kristensen lauk stjórnarmyndun sinni. Stjórnin er eingöngu skipuð vinstri mönnum. Bretland: Attlee upplýsti að gefnu tilefni, að Þjóðverjar hefðu ekki gert neinar atom- rannsóknir á Borgundarhólmi. 9. nóvember, föstudagur: Deilur í Frakklandi. Frakkland: Deilur eru risnar út af því, að kommúnistar og jafnaðarmenn neita að kjósa de Gaulle til að vera forseta, nema hann undirri^i stefnuskrár þeirra. De Gaulle hefir neitað. Vegna þessa ágreinings hefir forsetakjörinu verið frestað til 13. þ. m. Bretland: Attlee lagði upp í Ameríkuför sína. Áður en hann fór, hélt hann ræðu, þar sem hann skýrði frá því, að þeir Tru- man myndu sérstaklega ræða um kjarnorkumálið. Indo-Kína: Óeirðir voru þar vaxandi og hafa þjóðernissinnar unnið ýms skemmdarverk til að torvelda dvöl frönsku og brezku herjanna þar. 10. nóvember, laugardagur: Viðræðnr hefjast. Bandaríkin: Hófst viðræðu- fundur þeirra Trumans og Att- lees í Washington. Albanía: Bretar tilkynntu bráðabirgðastjórninni þar, að þeir myndu viðurkenna hana, ef hún léti fara fram frjálsar kosn- ingar. Java: Brezki herinn hóf árás á borgina Surabaya, þar sem þjóðernissinnar höfðu ekki orðið við áskoruninni um að framselja vopn sín. 11. nóvember, sunhudagur: Vopnahlés minnst. í Bretlandi Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar var þess há- tíðlega minnst, að þennan dag var samið um vopnahlé og upp- gjöf Þjóðverja 1 fyrri heims- styrjöldinni. Java: Bardagar geisuðu í Surabaya. Bretar höfðu náð þriðjungi borgariifnar á vald sitt. Jugoslavia: Fóru fram þing- kosningar. Stjórnarflokkarnir lögðu fram einn sameiginlegan lista, en annar listi var ekki í kjöri. Erlent yfirlit (Framhald af 2. siðu) einn minnihlutaflokk. Enginn hinna flokkanna hefir þó enn sýnt henni fjandskap, nema kommúnistar. Þeir vilja hafa upplausn í stjórnarfarinu og fá kosningar sem fyrst aftur. íhaldsmenn eru jafnvel taldir óska hins sama. Öðru máli er talið gegna um jafnaðarmenn og radikala, sem telja sér hag í því, að ró komizt á aftur. Kosningar í Færeyjum (Framhald af 1. síðu) einum þingmanni, Sambands- flokkurinn tveimur en jafnað- armenn unnið einn. Þing- mannatala er mismunandi eftir atkvæðamagni, getur verið mest 25, en minnst 20. Fólkaflokkurinn vill algeran aðskilnað við Danmörk, en jafnaðarmenn munu vilja halda konungssambandinu, en skilja við Danmörk að öðru leyti. Miskeppnuð herferð (Framhald af 4. síðu) dýrtíðina, ef komið yrði hér upp stórri allsherjarbrauðgerð af bæjarfélaginu eða öðrum slíkum aðila, sem gæti haft áhrif til lækkunar á brauðverðið. Yfirleitt er allt ásigkomulag þessara mála þannig, að bæjar- völdin geta vissulega ekki leng- ur látið þau afskiptalaus. ' i • i : ’ • 1 -j i I I : j ! ’ 'tfs j L Ófremdarástandið í fisksölumálunnm. Þá er ástandið í fisksölumál- unum sannarlega hið hörmu- legasta. Fiskbúðirnar eru víða hinar ófullkomnustu, enda eðliíegt, þar sem eigendur þeirra mun oft bresta getu til að búa þær betur úr garði. Hitt er svo enn verra, að iðulega er ekki völ á öðru en skemmdum eða úldn- um fiski eða lítt ætum saltfiski. Fjöldi bæjarbúa þarfnast þó nýs fisks daglega. Ekkert ætti heldur að vera auðveldara að veita Reykvíkingum en nýjan fisk. Þetta er þó ekki fisksölun- um að kenna, því að þeir eiga oft ekki völ á öðru en fiski, sem er fluttur hingað af Suðurnesj- um, og bæði er oft orðinn gam- all og skemmist á leiðinni. Úr þessu þarf vissulega að bæta. Þar er ekki nema um einn aðila að gera, sem er bæj- arfélagið. Bærinn verður að gera ráðstafanir til þess, ’að alltaf sé nýr og góður fiskur á boðstólum. Annaðhvort verð- ur hann að semja um það við einstaka útgerðarmenn, að þeir annist fiskveiðar fyrir bæjar- búa eða hafa sjálfur slíka út- gerð með höndum. Jafnframt þarf hann að koma hér upp fullkominni fisksölumiðstöð og setja strangari kröfur um út- búnað einstakra fiskbúða og meðferð fisksins þar. Þannig mætti halda áfram að nefna fleiri dæmi, sem sýna að ríkjandi er fullkomið ófremd- arástand um sölu og meðferð ýmsra nauðsynlegustu og al- gengustu matvæla hér í bæn- um. Fyrir öllu þessu hafa for- ráðamenn bæjarins haft áug- un lokuð og þótt margsinnis hafi verið ýtt við þeim, eins og t. d. Framsóknarmenn hafa gert í fisksölumálunum, hafa þeir hummað allar aðgerðir fram af sér. Eigi að komast betra lag á þessi mál, þurfa bæjarmenn að breyta stórlega um stjórn bæjarmálanna í kosningunum í vetur. En það verður þó ekki gert með því að efla kommún- ista eða Alþýðuflokkinn, sem einnig hafa sýnt þessum málum fyllsta tómlæti. Á víðavangi (Framhald af 2. síðu) á bak við slíkt tal leynist hjá mörgum draumurinn um að eft- ir eigi að koma til uppgjörsins milli alþýðustéttanna og auð- valdsins, og þá geti úrræði nazismans átt rétt á sér. Slílpr díaumar munu áreiðanlega blunda í brjóstum ýmsra auð- kónganna hér á landi, því að fyrirsjáanlegt er, að verkalýðs- stéttin mun ekki una því til lengdar, að stríðsgróðinn verði fyrst og fremst fárra manna eign. Sannleikurinn um sam- starf kommúnista og stórgróða- valdsins hér, er sá sami og um þýzk-rússneska sáttmálann forðum, að þessir aðilar telja hyggilegt að hafa slíkan vopna- frið meðan þeir eru að bíða eft- ir hentugu tækifæri til að slá hinn niður. Menn geta haft það til marks, hvort slíkur framtíðardraumur eða ástin á vestrænu lýðræði má sín meira hjá Mbl., að það hefir nú safnað í kringum sig flestum forsprökkum nazista- hreyfingarinnar hér eða þeim Tens Benediktssyni, Helga S. Tónssyni, Páli Kolku, Óskari Halldórssyni og Svafari Guð- mundsáyni. Eini vegurinn til að hindra þetta uppgjör, sem Mbl. og kommúnista dreymir um, og þar með valdatöku kommún- isma eða nazisma, er að efla umbótastefnuna, eins og hvar- vetna á sér nú stað í ná- grannalöndunum. (jamla Síó I leyniþjómistii. (Above Suspicion) Joan Crawford Fred McMurray Conrad Veidt Basil Rathbone Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekkl aðgang. títjja Síó VANDAMÁLIÐ MIKLA (Det brændende Spörgsmaal). Poul Reumert, Bodil Kjær. Sýnd kl. 9. Bönnuð fyrir börn. Aldrei að víkja. (We have never been Licked). Afar spennandi og ævintýrarík mynd. Aðalhlutverk: Richard Quinine. Anne Gwynne. Noah Beery. Sýnd kl. 5 og 7. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR tjppáti NÝTT íslenzkt leikrit. ipfjáUCýnincý eftir H. H. 3. sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7. Ú R B Æ N U M Skemmtisamkoma. Önnur Framsóknarvistin á þessum vetri verður í Listamannaskálanum á föstudaginn 16. þ. m. og hefst kl. 8% stundvíslega. Þeir, sem ætla að taka þátt í spilunum þurfa að vera komnir að borðunum stundvíslega kl. 8,30, því að óvíst er að hægt sé að tryggja þeim spilaborð, sem koma eftir þann tíma. Þegar búið er að spila og verðlaun hafa verið veitt, verður dans stiginn frám eftir nóttu. Framsóknarvistirnar eru, sem kunnugt er orðið, einna eftir- sóttustu skemmtisamkomur þessa bæjar, svo að alltaf þarf að neita fjölda manns um aðgang vegna þrengsla. Það er því vissara fyrir þá, sem ætla að siekja skeinmtun, að tryggja sér miða í tíma með þvi að hringja á afgreiðslu Tímans, Lind- argötu 9A, simi 2323. Munið að sækja miðana fyrir hádegi á föstudag, annars má búast við að þeir verði seldir öðrum. Arreboe Clausen hefir um þessar mundir sýningu á nokkrum málverkum eftir sig í glugga Verzlunar Jóns Björnssonar í Banka- stræti. Eru flestar myndanna frá Þingvöllum, einnig nokkrar frá Snæ- fellsnesi. Gunnar Gunnarsson skáld flutti fyrirlestur i Gamla Bíó síðastl. sunnudag og fjallaði hann um Jónas Hallgrímsson og huldukonuna. Húsið var fullskipað og var gerður góður rómur að ræðu skáldsins. Uppstigning, hið nýja leiðrit, sem Leikfélag Reykjavíkur, hefir tekið til meðferðar verður sýnt annað kvöld kl. 8. Athygli skal vakin á því, að engir fastir áskrif- endur eru að þessari sýningu. Framkvæmdir bæjarins sýndar blaðamönnum. Borgarstjóri og bæjarráð buðu síð- Búnaðarféi minnist . . (Framhald af 1. síðu) Jón&son sýslunefndarmaður í Skarðshlíð erindi og lýsti stofn- un og starfsháttum félagsins. Hjörleifur var aðalhvatamað- ur að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess og er enn í stjórn þess, og er þar víst fátítt að sami maðurinn sitji i stjórn eins félags í 50 ár. Rakti hann starfssögu félagsins, sem er hin merkilegasta og hefir þetta bún- aðarfélag alla tíð verið með athafnasömustu búnaðarfélög- um á sambandssvæðinu. Margar ræður voru fluttar bæði af gest- um og bændum. Sérstaka athygli og fögnuð vöktu ræður ungu bændanna, sem þarna töluðu, þær báru allar vott um fram- farahug og þróttmikinn áhuga fyrir verkefnum bændastéttar- innar, og virtust þeir staðráðn- ir í því að ráðast í erfiðleikana og sigrast á þeim. astl. þriðjudag blaðamönnum og ýms- um starfsmönnum bæjarins að skoða helztu framkvæmdir er bærinn hefir nú með höndum. Heimsóttir voru f jór- ir skólar. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga, Barnaskólinn á Melunum, Miðbæjar- skólinn og Laugarnesskólinn. Þá var skoðuð bygging Fæðingarstofnunar Landsspitalans, sem byggð er i sam- einingu af Reykjavíkurbæ og ríkinu, íbúðarhúsin við Skúlagötu og fram- kvæmdir við höfnina. Grandagarður- inn og byggingarnar þar. Smjör og molasykur er nú komið til landsins. Alls komu 117 smál. af smjöri frá Ameríku en auk þess er von á 50 smál. af dönsku smjöri með Dronning Alexandrine, er lagði af stað frá Kaupmannahöfn 11. þ. m. Þá komu einnig með seinustu skipum frá Ameríku 4000 kassar af molasykri til S.Í.S. og Innflytjenda- sambandsins. Aukaskammtur af molasykri. Viðskiptamálaráðuneytið hefir á- kveðið að veita aukaskammt af mola- sykri. Skal stofnauki nr. 7 af núgild- andi matvælaseðli vera innkaupaheim- ild fyrir 7 pökkum af molasykri, hálft enskt pund eða 1585 grömm alls. — Stofnaukinn skal gilda frá 30. okt. tll 1. janúar 1946. Erlingi Pálssyni yfiriögregluþjóni var haldið veglegt samsæti á fimmt- ugsafmæli hans 3. þ. m. Voru þar margar ræður fluttar og bárust af- mælisbarninu margar góðar gjafir. Erlingur hefir verið kjörinn heiðurs- félagi t. S. 'í. í tilefni af fimmtugsaf- mælinu. Farþegar með e:s. Fjallfoss frá New York s. 1. mánudag: Ágúst H. Bjarnason próf., Vilhjálmur Guðjónsson, Kjartan Guð- jónsson, Guðrún J. Waage og barn. Einar G. B. Waage. — Farþegar með s.s. Buntline Hitch frá New York sama dag: Árni Ársælsson, Guðrún Dóra Erickson, Walter Farrel, Grímur Há- konarson, Jóhann Jakobsson, Ársæll Jónsson, 5 ára, Agnar Ólafsson og Esther Sigurðsson. Aflasölur. ' í fyrri viku seldu þessi skip afla sinn í Englandi: E.s. Edda seldi 1004 kit fyrir 1770 sterlingspund, Rán 1548 kit fyrir 4.645, Gyllir 2837 kit fyr- ir 8.097 pund, e.s. Huginn 1416 kit, fyr- ir 5.400 pund. Kári 2526 kit fyrir 7.603 pund. Sindri 1828 kit fyrir 5.555 pund, Skallagrímur 3501 kit, fyrir 9,430 pund. Júpíter 3722 kit, fyrir 10.622 pund og m:s. Helgi 1516 kit fyrir 3.396 sterlings- pund. í Belgíu seldu þessi skip: Eld- borgin 119 smál. fyrir 9.439 og nú sið- ast m.s. Siglunes frá Siglufirði 100 smálestir fyrir 7.836 strelingspund. íslenzkur fimleikaflokkur kvenna fer til Svíþjóðar. Göteborgs Gymnastikförbund hefir boðið íþróttasambandi íslands að senda kvennaflokk á norræna fim- leikahátíð í Gautaborg. Hátíð þessi verður á vori komandi. Hefir Í.S.Í. á- kveðið, að efnt verði til fimleikakeppni um förina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.