Tíminn - 27.11.1945, Qupperneq 2

Tíminn - 27.11.1945, Qupperneq 2
TÍMEVIV, frriðjinlaginn 27. nóv. 1945 90. blað Þriðjudafiur 27. nóv. íslendingar „sætta sig ekki við” það Kommúnistar hafa hafið mikinn áróður til að auglýsa sig eins og sjálfstæðishetjur. Tilefnið er það, að Bandaríkin hafa óskað eftir leigu á her- stöðvum hér á landi. Öðru hvoru gægjast þó úlfs- hárin undan sauðargærunni og það kemur í ljós, að þessi áróð- ursherferð kommúnista er ekki sprottin af umhyggju fyrir sjálfstæði landsins. Þvert á móti sést þá, að kommúnistar eru eini flokkur landsins, sem vill afhenda útlendingum bæki- stöðvar á íslandi. Þetta kom t. d. vel í ljós í forustugrein Þjóðviljans 27. f. m. Þar segir, að íslendingar hafi um þrjá kosti að velja. Einn kosturinn er, segir blaðið, að „öryggisráð hinna sameinuðu þjóða fái hér þá aðstöðu, sem því er talin nauðsynleg til að tryggja alþjóðaöryggi og frið. Þennan kost, segir Þjóðviljinn ennfremur, „mundu íslending- ar geta sætt sig við.“ í norskum blaðagreinum og rússneskum útvarpsfréttum hef ir nýlega verið sagt frá því — og það síðan birt athugasemda- laust og bersýnilega með sér- stakri velþóknun í Þjóðviljan- um, — að íslenzka ríkisstjórnin hafi þegar boðizt til að fram- selja öryggisstofnuninni slíkar bækistöðvar. Hvað þýðir það fyrir íslend- inga, ef öryggisstofnuninni eru framseldar slíkar bækistöðvar? Það þýðir, að hér verða eftir- litsmenn og her frá mörgum þjóðum, a. m. k. öllum stórveld- unum. Það þýðir, að öll stór- veldin hafi hér ítök og drægi til ófriðar milli þeirra, myndi strax hefjast stríð milli þeirra hér á landi. Það þýðir marg- fallt meiri þjóðernislega hættu en var hér á stríðsárunum, því að þá var þó herinn aðeins frá tveimur þjóðum, Það þýðir af- skipti og íhlutun frá mörgum erlendum aðilum og þótti slíkt þó nógu erfitt á stríðsárunum, þegar aðeins var um tvo aðila að ræða. Engin smáþjóð hefir heldur enn léð máls á þvl, — nema þá ef það væru íslendingar — að láta öryggisstofnuninni bækistöðvar í té, en hún getur samkvæmt sáttmála sínum hvergi haft herbækistöðvar, nema með samþykki hlutaðeig- andi þjóðar. Meðan sambúð stórveldanna batnar ekki, væri það líka hreinasta óráð fyrir smáþjóðirnar að bjóðast til slíks, því að það gæti vel haft þær afleiðingar að gera land þeirra að fyrsta vígvellinum. Öðru máli gæti það hins vegar gegnt, ef alþjóðaher væri áður búinn að fá bækistöðvar í helztu stórveldunum, t. d. Rússlandi og Bandaríkjunum. Þegar á þetta er litið munu tvímælalaust allir þjóðhollir ís- lendingar sammála um það, að þeir „geta ekki sætt sig við,“ að Öryggisstofnunin fái stöðvar hér, eins og nú er ástatt. Það verða kommúriistarnir einir, sem „geta sætt sig við“ það og það af þeirri einföldu ástæðu, að þá fengju Rússar að hafa eftirlitsmenn og her hér á landi. Og þá er líka fengin skýringin á „sjálfstæðisbaráttu“ kommún- ista nú. Það, sem fyrir þeim vakir með henni, eru ekki ís- lenzkir hagsmunir, heldur að beina4- málunum i þann farveg, sem hentar Rússum bezt. Kom- múnistar hafa sjaldan auglýst betur fimmtu herdeildarstarf sitt á íslandi. Er þetta lýðræði ? Morgunblaðið birti á margan hátt athyglisverða forustugrein á föstudaginn var. Greinin nefndist: Er þetta í anda lýð- ræðisins?, og fjallaði um stjórn- arfarið i Balkanlöndunum. í greininni var sýnt fram á með glöggum rökum, að þrátt fyrir Víti, sem þarf að varast. Málgögn forráðamanna Sjálf- stæðisflokksins og þó sérstak- lega blað „forsetans“ halda á- fram að byggja meginmálsvörn sína á því, að blaðamenn stjórnarandstæðinga séu sið- leysingjar og rógberar og gagn- rýni þeirra sé því ekki svara- verð. í einu af seinustu blöðum ísafoldar bregður „forsetinn" sér t. d. í arnarlíki og hellir úr skálum hneykslunar sinnar yfir blaðamennskunni hjá ritstjór- um Tímans og Dags. Rökstuðn- ingi og sönnunum er þar þó ekki fyrir að fara, fremur en endra- nær, en þeim mun stóryrtari er „forsetinn" um siðleysi og rógs- eðli þessara andstæðinga sinna. Það er vissulega kominn tími til þess fyrir þjóðina að gera sér þess grein, hvert stefnt er með þessum starfsháttum hjá „forsetanum“ og sálufélögum hans. Það eru sömu vinnubrögð- in og hjá nazistunum, þar sem öllum rökræðum um málin var vikið til hliðar, en gagnrýninni var svarað með glæpabrigzlum, ærumeiðingum og uppnefnum. Það hefir t. d. upplýzt í Niirn- berg-réttarhöídunum, að það var ein uppáhalds samlíking Hitlers að líkja andstæðingum sínum við hunda. Á sama hátt hefir það verið ein uppáhalds- iðja Valtýs Stefánssonar og Jóns Pálmasonar að kalla ritstjóra Tímans grey. Þjóðin þarf vissulega að grípa hér i taumana, ef ekki á að grafa grunninn undan einni meginstoð lýðræðisins, rök- studdum og prúðmannlegum málflutningi. Hún verður að for- dæma þau vinnubrögð, að glæpa- og siðleysisbrigzl leysi rökræður um málin af hólmi. Geri þjóðin þetta ekki, getur hæglega svo farið, fyrr en varir, að það verði öfgarnar, en ekki skynsemin, sem mestu ráða, eins og reynzlan hefir orðið annars staðar, þar sem slík blaðamennska hefir náð að þróast. Grýlan hans Bjarna. Bjarni Benediktsson er alveg í standandi' vandræðum út af því, hvað hann geti tekið til bragðs til að rétta hlut Sjálf- stæðisflokksins i bæjarstjórn- arkosningunum. Fyrir nokkru taldi hann sér þó hafa komið snjallræði í hug og í tilefni áf því birti hann langa grein í Mbl. síðastliðinn fimmtudag. Þankagangur henn- ar er í höfuðatriðum þessi: Missi Sjálfstæðisflokkurinn meiri- hlutann í Reykjavík, verður þar sama ástandið og á Alþingi eftir seinustu þingkosningar, þar sem tilraunum til stjórnarmyndunar lyktaði með sambræðslu Ólafs Thors og kommúnista! Vissulega gat Bjarni ekki fundið öllu snjallari grýlu til að hræða bæjarbúa með en að samskonar sambræðsla eigi eftir að myndast í bæjarstjórninni og nú er um ríkisstjórnina. Hins vegar hefir Bjarni reynzt hér seinheppinn eins og fyrri dag- inn, því að þessi sambræðsla á Alþingi er ekki sízt hans verk, og það, sem hann dreymir um, er að geta leikið sama hlutverk- ið í bæjarstjórninni eftir kosn- ingarnar og Ólafur Thors leik- ur nú á Alþingi. Eina leiðin til að hindra slíkt, er að bæði íhaldið og kommún- istar tapi. Þá munu þessi þokka- hjú síður fara að skríða saman eftir kosningarnar. » ! i i I \ij' j * mm Sjálfstæðismenn og mjólkur- málið. ^ Alltaf þynnist málflutning- urinn hjá Bjarna Ben. í mjólk- urdeilunni. Grein hans um þetta mál í Mbl. á laugardaginn er það aumasta af öllu, sem hann verður skatturinn 25%. fara. Bjarni getur t. d. ekki bent á eitt einasta dæmi þess, að Sjálfstæðismennirnir í Sam- sölustjórninni hafi beitt sér fyrir nokkrum meiri eða stór- feldari umbótum en hinir stjórnarmennirnir. Enn síður getur hann afsannað það, að hafi eftirlitinu með mjólkinni hér i bænum verið ábótavant, sé það fyrst og fremst íhalds- meirihlutanum í bæjarstjórn- inni að kenna, þar sem bæjar- stjórnin á að setja reglur um slíkt eftirlit og sjá um að því sé framfylgt. Ekki tekur heldur betra ;við, þegar Bjarni telur það dæmi um „slóðaskap og vesalmennsku í opinberum störfum“, að vél- arnar í Mjólkurstöðina fengust ekki vestanhafs. Aðalmilligöng kosningar og annað ytra form væri ekki um neitt lýðræði að ræða í þessum löndum, þar sem lítill minnihluti, kommúnist- arnir, réðu .eftir sem áður öllu því, sem þeim* 1 þóknaðist. Það er vissulega góðra gjalda vert að vekja athygli íslenzkra kjósenda á þessu, en hitt er að leita langt yfir skammt að fara alla leið til Balkanlandanna til að finna slíkt fordæmi. Eins og nú háttar hér á landi, þarf skki að fara út fyrir landsteina til þess að hafa það fyrir augun- um. í ríkisstjórn þeirri, sem nú fer hér með völd, ráða kommún- istar öllu því, sem þeir vilja, þótt þeir hefðu ekki nema tæp- an fimmta hluta kjósenda að baki sér í seinustu kosningum. Þetta kemur ekki sízt glögg- lega í ljós í herstöðvamálinu svokallaða. Kommúnistar hafa lagt allt kapp á, að íslendingar tækju upp þá stefnu í utanríkismálum, að bjóða Öryggisstofnuninni svokölluðu herstöðvar hér á landi. Þetta er gert í þeim til- gangi, að Rússar fái hér aukna valdaaðstöðu og geti haft hér eftirlitsmenn og her, ásamt hin- um stórveldunum. Þegar ts- lenzku ríkisstjórninni barst orð- sending frá Bandaríkjastjórn um leigu á herstöðvum, risu kommúnistar því öndverðir upp, ekki vegna þess, að þeir væru að hugsa neitt ^ um hagsmuni eða sjálfstæði íslands, heldur vegna þess, að þeir sáu, að þetta gekk i bága við áform Rússa. Þess vegna höfðu þeir í hótun- um um að rjúfa stjórnarsam- vinnuna, ef Bandaríkjastjórn yrði svarað kurteislega og t. d. leitað eftir áframhaldandi vernd engilsaxnesku þjóðanna á þeim grundvelli, er íslending- ar gætu sætt sig við. Megin- þorri Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðufloksins vildi áreiðanlega svara á þá leið, en bogn- aði hins vegar fyrir ógnunum kommúnista. Niðurstaðan varð því sú, að Bandaríkjastjórn var sent óskiljanlegt svar, sem hún líka skildi öðruvísi en ætl azt vár til, að hún skildi það. Jafnframt virðist svarið lika hafa verið skilið þannig, að stjórnin hafi boðið Öryggis stofnuninni stöðvar hér á landi og þannig hefir það verið túlkað í erlendum blöðum og Moskva útvarpinu. Með þessu er þó sag- an ekki öll sögð. Kommúnistar hafa krafizt þess og fengið því framgengt, að ríkisstjórnin birtj ekkert opinberlega um þetta mál. í skjóli þessarar þagnar, reyna kommúnistar að leika miklar sjálfstæðishetjur og þykjast berjast gegn yfirgangi Bandaríkjanna, en vinna jafn- framt að því öllum árum, að Öryggisstofnunin fái stöðvar hér á landi, svo að Rússum sé opinn aðgangur fyrir eftirlits- menn og her. Er hægt að ken:na slíkt stjórn arfar við lýðræði? Er það lýð ræði, að mjinnihlutaflokkur í ríkisstjórninni kúgi meirihlut- ann þar, eins o,g átt hefir sér stað i þessu máli og raunar mörgum fleirum? Og er það lýð- ræði, ,að þvílíku stórmáli og hér um ræðir, sé hahdið leyndu fyrir þjóðinni, svo aiþ' kommúnistar geti í skjóli leyndarinnar leikið sjálfstæðishetjur meðan þeir eru að svíkjast aftan að sjálf- stæði landsins og' reyna að gera það að alþjóðlegri herbækistöð? Nei, þetta er ekki lýðræði. Þetta er Balkanstj’órnarfar. Vilji þjóðin búa við fre lsi og lýðræði verður hún að bj'rja á því og losa sig við það stj órnarfar, sem hún býr við nú. Erlent yfirlit Eignaaukaskattur í Danmörku una fyrir vestan annaðist Thor Thors og beinist þessi sleggju-. dömur Bjarna því fyrst og fremst að honum. Áreiðanlega verðskuldar sendiherrann þó ekki þessi ummæli. Þannig verður öll ádeila Bjarna í mjólkurmálunum á- deila á hann sjálfan og hans eigin menn. Það liggur því enn ljósara fyrir eftir þessi skrif en áður, að liðsmenn Bjarna hafa aldrei gert þar neitt til þarfa, heldur aðeins haldið uppi al- vörulausum áróðri sér til pólit- ísks framdráttar í bænum og til að spilla Reykvíkingum í garð bænda. Það; sem hefir verið gert til umbóta í þessum málum, hafa Framsóknarmenn gert, og þess vegna verður hlutur Mbl manna stöðugt verri því oftar, sem' þeir bera saman framkomu sína og Framsóknarmanna í þessum málum sem öðrum. „ímynduð vanræksla". Bjarni Ben. segir í Mbl. á laugardaginn, að það sé aðeins „ímynduð vanræksla“, að íhald- ið hafi ekki gert neitt í fisksölu- málunum. íhaldið hafi gert eins mikið í þessum málum og frek- ast hafi verið" hægt að gera. Reykvíkingar geta bezt á þessu séð, að þeir verða að sætta sig áfram við úldna og lélega fisk- inn, ef Bjarni Ben. fær að ráða áfram, því að hann telur allar tillögur til umbóta í þeim efnum stafa af „ímyndaðri van- rækslu“! Það verður líka á- reiðanlega margt fleira af slíku tagi, sem Reykvíkingar fá að sætta sig við, ef íhaldsmenn fara með borgarstjórnina á- fram, því að þeim finnst þar ekki um annað en „ímyndaða vanrækslu" að ræða. Mjólkurskömmtunin. Mbl. ræðst nýlega harðlega á fyrrv. forstjóra Mjólkursamsöl- unnar og Samsölustjórnina fyr- ir það, að ekki hafi verið hér mjólkurskömmtun undanfarna vetur. Það er með þetta, eins og flest annað hjá Mbl., að vopnin snúast gegn þess eigin mönnum. Það var vitanlega bæjarstjórn- arinnar að sjá um það, að mjólkin yrði skömmtuð.ef hörg- ull væri á henni, enda var mjólkurskömmtunin tekin upp í haust samkvæmt ákvörðun bæj- arstjórnarinnar, en Alþýðu- flokksmenn þar áttu frumkvæði að þessari ákvörðun hennar. Vitanlega hefði íhaldsmeirihlut- Á síðastl. sumri fór fram nýtt allsherjarframtal á eignum manna í Danmörku. Tilgangur þess var að afla nákvæmra upp- lýsinga um eignasöfnun manna á stríðsárunum og nota það sem grundvöll fyrir eignaaukaskatt, sem lagður yrði á hana. Allir flokkar voru sammála um að slíkan skatt bæri að leggja á stríðsgróðann. Eignaframtal þetta var mjög strangt, enda komu mörg kurl til grafar, er áður var ókunnugt um. T. d. voru allir peningaseðl- ar innkallaðir, svo að menn gætu ekki skotið eignum undan með því að eiga peningaseðla heima hjá sér. Jafnframt þessu var sett nefnd sérfræðinga til að gera tillögur um eignaaukaskattinn, sem kallaður verður Eengang- skat. Nefnd þessi, sem kölluð hefir verið prófessoranefndin hefir nú skilað áliti sínu. Einn nefndarmannanna var Thorkilr Kristensen professor, sem nú er fjármálaráðherra í stjórn vinstri manna. Tillögur nefndarinnar eru í aðalatriðum þessar: Eignaaukaskatturinn verður lagður á allar eignaraukningar, sem hafa myndazt síðan 1938 og er yfir 20 þús. kr. Þegar þess- ar 20 þús. kr. hafa verið dregn- ar frá, verður skatturinn þessi: -Af eignaraukningu, sem er undir 10% af eignunum 1938, ur skatturinn 25%. Af eignaraukningu, seiri er milli 10—20%, verður skattur- inn 35%. Af eignaraukningu, sem er milli 20—40%, verður skattur- inn 45%. Af eignaraukningu, sem er milli 40—60%, verður skattur- inn 70%. Af eignaraukningu, sem er milli 60—80%, verður skattur- inn 75%. Af eignaraukningu, sem er inn þar haldið áfram að van- rækja þetta verkefni, ef aðrir hefðu ekki orðið til þess að taka það upp í bæjarstjórninni. Hér er eitt dæmi af mörgum, sem sýnir vanrækslu íhalds- meirihlutans. Samir við sig. Þjóðviljinn segir frá því, að i kommúnistar hafi á nýloknu flokksþingi sínu m. a. gert svo- I (Framhald á 7. siðu) milli 80—100%, verður skattur- inn 80%. Af eignaraukningu, sem er yfir 100%, verður skatturinn 90%. í tillögunum er einnig gert ráð fyrir þeim möguleika, að á eignaraukningu, sem er milli 100—120%, verður skatturinn 90%, en þegar eignaaukningin er komin yfir 120%, verði hann 100%. Eftirfarandi dæmi sýnir áhrif skattsins: Maður, sem átti 100 þús. krónur árið 1938, hefir grætt 105 þús. kr. síðan. Skatt- skyld eignaraukning verður þá 85 þús. kr. (20 þús. kr. skatt- frjálsar). Af þessum skattskylda eignarauka, greiðast 2500 kr. af fyrstu 10 þús., 3500 kr. af næstu 10 þús., 9000 kr. af næstu 20 þús., 14000 kr. af næstu 20 þús., 15000 kr. af næstu 20 þús. og 4000 af 5 þús., sem eftir eru. Af hinni 85 þús. kr. skattskyldu eignar- aukningu greiðast þannig 48 þús. kr. í skatt. Gert er ráð fyrir því, að verð- hækkun á húsum, þótt eigend- urnir hafi ekki selt þau, verði metin sem eignaraukning, en hún verði þó metin lægri en jsöluverð þeirra er nú, þar sem búizt er við, að þau lækki aftur í verði. Gert er ráð fyrir, að „normal“ verðhækkun húsa frá því fyrir stríð, verði metin á 20%. Þá er mönnum leyfilegt, án þungrar refsingar, að færa sönnur á, að þeir hafi talið of- lágt fram 1938. Getur það vitan- lega lækkað eignaraukaskatt- inn í ýmsum tilfellum. Gjafir, sem menn hafa gefið vandamönnum eða öðrum — ef til vill í þeim tilgangi að lækka skattinn — skulu teljast með í eignaaukningu gefandans. Gert er ráð fyrir, að tekjur danska ríkisins af eignaauka- skattin^um verði allt að 2 milj- arðir króna. Framangreindar tillögur pró- fessoranefndarinnar um eigna- aukaskatt, hafa enn ekki verið lagðar fyrir danska þingið, en búizt er við, að þingið samþykki þær í aðalatriðum. Norðmenn hafa ákveðið að fara að dæmi Dana í þessum efnum. Nýtt eignaframtal hefir farið þar fram og löggjöf um ei^haraukaskatt er þar í undir- búningi. Þá herma fréttir frá Svíþjóð, að sænska stjórnin hafi einnig ákveðið að leggja á eign- araukaskatt. mDDIR HÁbRANNANNA í grein frá Landssambandi ísl. út- vegsmanna, sem birtist í Mbl. 23. þ. m., segir svo um hið fyrirhugaða að- stoðarlán til útvegsmanna: „Mörgum ókunnugum finnst ein- kennilegt, að útvegsmenn skuli verða hjálparþurfandi strax og eitt úthald bregst. Það er því nauðsyn- legt að það fyrirbrigði verði skýrt fyrir þjóðinni sem fyrst. Það er ekki rúm til þess hér að fara mikið út í það mál að sinni, en við ger- um ráð fyrir að þjóðin fái nú fljót- lega úr þessu að heyra frá smá- útvegsmönnum um, hvernig farið hefir verið með þá og sjómennina, sem hlut taka úr afla. Aðfeins má benda á, að 1939 var kaup verka- manna í Reykjavík kr. 1,45 á klukkustund, og kaup annarra, sem í landi unnu, í hlutfalii við það. Þá var verðið á síldarmálinu kr. 6,70 framan af sumrinu, en hækkl aði síðar í kr. 8,00, og þeir, sem létu síldina upp á vinnslu, fengu mun hærra. Árið 1942 komst verkamannakaup upp í kr. 4,32 — samkv. meðalvísitölu ársins — og auk þess var 8 stunda vinnudagur almennt lögleiddur. Laun annarra launþegá í landi voru auðvitað enn sem fyrr tilsvarandi. Þá var verðið á síldarmálinu kr. 18,00. Síðan 1942 hafa útvegsmenn engar hækk- anir fengið á afurðir sínar, en hins vegar hefir allt kaupgjald tvöfald- azt eða meir. Þótt hlutamenn hafi tekið hlut sinn úr afla, og þannig tekið á sig hluta af erfiðleikunum — enda borið, miklu minna frá borði heldur en þeir, sem í landi vinna — hefir samt dýrtíðin í landinu síðan 1942 verið svo þung á smáútgerðinni, að hún hefði átt að vera stöðvuð fyrir löngu. T. d. má benda á, að skip og allar að- gerðir á þeim, hafa allt að þre- ^faldazt síðan 1942, en afurðaverðið staðið í stað. Nú mun 50 smál. vél- bátur þurfa 11—12 þús. mál af síld fyrir Norðurlandi til þess að bera sig, en meðalafli á slíka báta var fyrir stríð 4—5 þús. mál.“ Eins og þessi frásögn ber með sér, rekur hið fyrirhugaða síldarlán meira rætur til dýrtíðarinnar en síldarleys- isins síðastl. sumar, þótt ríkisstjórn- in reyni að velja þvi þann búning til þess að leyna því, ef verða mætti, hvernig komið er fyrir útgerðinni af völdum dýrtíðarinnar. I grein, sem birtlst í Morgunblaðinu 21. þ. m., er Kommúnistaflokknum lýst á þessa leið: „En eðli flokksins er allt annað. Flokkurinn er ekki frjálslyndur, og hann er ekki umbótaflokkur. Kjarni flokksins trúir ekki á þess- ar hugsjónir. Hann trúir á einræði, undirokun og þjónustu stefnu sinn- ar við fyrirmæli einræðisstjómar austur í löndum. Það er auðvitað erfitt að telja íslenzkum kjósendum, og þá ekki sízt hinum þroskuðustu þeirra hér í Reykjavík, trú um, að sú stefna, sem þessu heldur fram, sé í sam- ræmi við óskir og vonir manna hér á landi. Þess vegna er gripið- til annarra ráða. Þess vegna er gripið til að bera fram fals og blekkingar, í stað þess að gera almenningi grein fyrir, hvað fyrir flokknum vakir í raun og veru.“ Stærsta blekkingin, sem kommúnist- ar hafa gripið til í þessum efnum, er „nýsköpunin" svonefnda, sem þeir þykjast vera að framkvæma með þátt- töku sinni í ríkisstjórninni, en eru raunar með þátttökuu sinni þar að grafa allan fjárhagslegan grundvöll undan atvinnuvegunum og „nýsköpun" þeirra. Og forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins gera sitt ítrasta til þess að komm- únistum heppnist þessi stórfelldasta blekking sín. I forustugrein í Alþýðublaðinu 21. þ. m. segir svo um nýju varðskipin: „Þessi nýju varðskip okkar, sem komu hingað í lok vikunnar, sem leið, og verða afhent íslenzkum yfirvöldum núna á fimmtudaginn, eru talin mjög hentug og vel út- búin til landhelgisgæzlu, enda mjög hraöskreið, — geta farið allt að því 24 sjómílur á klukkustund. En þar að auki tókst að fá skipin við mjög vægu verði. Þau kostuðu öll ekki nema rúmlega 1 miljón króna; en reiknað hefir verið út, áð við núverandi verðlag myndi nýsmíði aðeins eins varðskips hafa kostað ekki minna en 1!4 milj. kr.“ Hér hafa menn glöggt dæmi um þær afleiðingar, sem dýrtíðin hefir haft á skipasmíðarnar innanlands. Éinn varðbátur smíðaður hér myndi kosta lVz milj. kr„ en þrjú erlend skip, sem eru að ýmsu ieyti fullkomnari, kostuðu ekki nema % af þeirri upp- hæð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.