Tíminn - 27.11.1945, Síða 4

Tíminn - 27.11.1945, Síða 4
4 Tlmreiy, j>riðjiidagiiin 27. nóv. 1945 90. bl.ið Metorð — mannvirðingar Hugleiðing við fimmtugsafmæli Á síðustu áratugum hefir kapphlaup um metorð og mann- virðingar færzt mjög í aukana. Og ræturnar liggja svo djúpt, að opt virðist, að aðalmetnað- armál foreldranna sé að búa þannig í haginn fyrir börn sín, að þau standi vel að vígi þegar kapphlaupið hefst og hljóti sig- urlaunin — komist í hóp hinna svokölluðu „betri borgara“ þjóð- félagsins og vinni aðeins hin „fínni störf“. Vangaveltur um hæfileika og likur til þess, að unglingurinn gæti orðið starf- inu vaxinn, sem hann kynni að hreppa, er aukaatriði. Hásæti í mannvirðingastiganum er aðal- atriði. Það þykir jafnvel eftir- sóknarvert og miklu „fínna“ að vera afgreiðslumaður í búð en hlutgengur sjómaður eða góður bóndi í sveit. Og stundum er svo lágt lotið, að vegsauki þykir að vera „aðstoðar hestasveinn biskupsins", eins og gamansam- ur maður komst að orði nýlega. — Kvenfólkið er hér ekki und- anskilið — öðru nær. Þeim er að vísu nokkur vorkun, því heim- ilisstörf þeirra hafa ekki verið þökkuð eða metin eins og vert er. En skörin færist þó veru- lega upp í bekkinn þegar þær sjálfar taka í sama streng og telja húsfreyjustöðuna óviðun- andi með öllu, og þess vegna eigi kvenþjóðin að hefja harð- vítuga baráttu við karlmennina um virðingarstöður í þjóðfélag- inu. Og það sé spor í áttina og „fínna“ að vera símamær eða afgreiðslustúlka í búð, en áð elda hafragraut eða skipta bleyjum á ungbörnum. Öllum má lj,óst vera, að þetta kapphlaup er þjóðinni stór- hættulegt. Góðar húsfreyjur, sem vinna óskiptar að heill heimilanna og hlúa að hinum ungu og uppvaxandi ríkisborg- urum sem erfa eiga landið, sjó- mennirnir, sem hætta lífi sínu og sækja gull í greipar Ægis og bændurnir, sem vinna frá morgni til kvelds, helga daga og virka að heita má, eru mátt- arstoðir þjóðfélagsins, sem all- ur þunginn hvílir á. Á leikvelli er ekki sparað lófa- klapp og hróp áhorfenda til hvatningar leikendunum. Mun þetta hafa nokkur áhrif og auka metnað og kapp í leiknum. Öðru máli gegnir um kapphlaupið í lífsbaráttunni sjálfri um „fínni“ störfin. Það kapphlaup á að stöðva. En það verður ekki gert meðan almenningur mænir upp til hásæta „burgeisanna" og „leiðtoganna" með aðdáun, öf- \md og minnimáttarkennd og blöðin flytja daglega lofsöngva um „betri borgaranna" og birta myndir af þeim á forsíðum sín- um með stuttu millibili. Hér verður nú farið aftan að siðunum og minnst með nokkr- um .orðum manns, sem hefir komizt hjá flestum „virðingar- stöðum“, enda þótzt hafa öðru þarflegra að sinna. Þessi maður er Úlfar Kjart- ansson útgerðarmaður og bóndi á Vattarnesi við Reyðarfjörð. Hann er fæddur á Vattarnesi og hefir átt þar heima alla æfi. Hann ólst upp hjá fósturfor- eldrum og naut ástar og um- hyggju en nú eru þau bæði löngu dáin. Úlfar kvæntist árið 1916 Mar- íu Halldórsdóttur ættaðri af Fljótsdalshéraði, prýðilegri konu í sjón og raun-. Reistu þau snot- urt nýbýli á Vattarnesi, er þau nefndu Dagsbrún, og ræktuðu dálítinn túnblett í kring, sem stækkað hefir ár frá ári. En að- allega stundaði Úlfar sjósókn, fyrst á árabát og-síðar á trillu. Jafnframt hafði hann þá dálít- ið landbú — eina kú og nokkrar ær. Þau hjónin eignuðust 10 börn og eru þau öll á lífi. Hjá þeim nutu og skjóls aldraðar mæður þeirra hjóna beggja. En þótt fjölskyldan væri stór, bún- aðist þeim hjónum vel og var heimili þeirra rómað fyrir myndarskap og gestrisni. Komu opt kaldir og hraktir sjómenn heim til þeirra og fengu góða hressingu og nutu hlýj/u og glaðværðar gestgjafanna, áem aldrei tírást. Eftir 23 ára ástríka sambúð þeirra hjóna var heimilið svip- lega harmi lostið við andlát húsfreyjunnar. Var þá yngsta barnið aðeins nokkurra vikna. Dóttir — þá um fermingaraldur, tók þá við búsýslunni og barna- uppeldinu. Hún er heima enn og hefir leyst þenna vanda af hendi með ágætum. Hefir sann- azt hér sem oftar, að uppeldi á góðum heimilum er farsæl fræðsla og notadrjúg þegari á reynir. Eins og ‘að líkum lætur þá hefir þurft bæði hyggindi Sem í hag koma og mikið starfsþrek til þess að fleyta svo stórri fjöl- skjhdu. En Úlfar er bæði reglu- samur og hygginn í viðskiptum og hefir ávallt langan vinnu- dag. Er hann aðdráttamaður mikill og stundár sjóinn af kappi vetur og sumar. Þegar ekki er fisk að fá, leggur hann hákarlavað í sjó og fær opt góð- an feng. En köld er sú vinna í vetrarhörkum og karlmannleg. Hann er og ágæt selaskytta og talinn var hann um langt skeið beztur sigmaður við eggjatöku í Skrúðnum á vorin. Allmargir verbúðarmenn bæði úr kauptúnunum í grennd og frá Færeyjum sóttu sjó frá Vattarnesi á hverju sumri. En optast var hæstur hlutur Úlfars að/vertíðarlokum. Tóku sjómenn hann sér til fyrirmyndar og leit- uðu oft á sömu mið og hann, því að hann var allra mahna kunnugastur og nærgætnastur um fiskigöngu. Veðurglöggur er Úlfar mjög, og var oft spurt um álit hans áður en lagt var fráJ landi og reyndist umsögn hans oft ábyggilegri en veðurfregn útvarpsins. Þegar landlegudagar voru, stóð Úlfar við slátt eða heyþurrk allan daginn, þegar flestir aðrir sjómenn voru iðju- lausir með hendur í vösum, eða hann gerði að veiðarfærum sín- um. Var sjaldgæft að honum slyppi verk úr hendi sumar eða vetur. *. Fáa eða enga hefi ég þekkt fúsari að gera öðrum greiða en Úlfar. Það var næstum því gam- an að biðja hann bónar. Og ef einhver ágreiningur vár milli manna, var hann allra manna lagnastur að drepa honum á dreif með glaðværð og spaugs- yrðum og koma öllum í gott skap. í veizlum og á mannamót- um var hann hrókur alls fagn- aðar, því hann er fjörmaður mikill og söngvinn og hefir þýða rödd. Þó er hann dulur í skapi og fáorður um sína hagi þótt á móti blási. Komizt hefir Úlfar að mestu fram hjá hinum svokölluðu virðingarstöðum í sveitinni. Þó var hann einn af stofnendum Framsóknárfélags Fskrúðsfirð- inga og í stjórn þ'ess félags. Úlfar er tæplega meðalmaður á hæð, hálsstuttur og herði- breiður, hvatur í spori og skjót- legur til allra framkvæmda, enda er hann jafhvígur til hvers konar starfa bæði á sjó og landi. Vert er að geta þess, að síð- astliðin 4 ár hefir Úlfar verið vitavörður á Vattarnesi. Er það ónæðissamt starf og því fylgir mikil ábyrgð. Þarf vitavörður- inn oft að vera á ferli um næt- ur í stórhríðum og náttmyrkri, til þess að hreinsa snjó af rúð- um ljósshúss vitans og gæta þess, að ljósmerkin séu rétt. Þarf ekki að efast um skyldu- rækni Úlfars við þetta starf, En þrátt fyrir þetta hrósuðu þeir sigri. í ársbyrjun 1945 voru þýzku hersveitirnar komnar alla leið að fjallgarði þeim, sem gengur fram til landamæra Noregs, og þar höfðu þær búizt um enn á ný. Það var ekki fyrr en í apríl- mánuði, að þær voru reknar úr landi fyrir fullt og allt. Og nú er friður kominn á. Endurreisnarstarfið er hafið af miklum dugnaði, en erfið- leikarnir eru miklir og marg- víslegir. Einn sá draugur, sem hvessir glámsaugun framan b þjóðina, er gengisfallið. Vand- kvæðin eru rnikil. Vöruskortur er gífurlegur,’ og norður í Lapp- landi stendur fólkið bókstaflega uppi með tvær hendur tómar — það hefir ekki neitt: hvorki á- höld, fatnað né bústaði. Litlu skár er ástatt í borgunum. Þar sem þær eru verst leiknar eftir ófriðinn, býr fólkið í jarðhýs- um og neðanjarðarskýlum. Það verður það að sætta sig við fyrst um sinn. Hið fyrsta, sem reynt hefir verið að endurreisa, eru baðstofurnar. Þær eru látnar ganga fyrir öllu öðru, og í þeim er hægt að hafast við fyrst um sinn. Síðar, þegar fólkið hefir komið upp betra þaki yfir höf- uðið, er svo hægt að nota þær að fullu og öllu til þess, sem þær eru ætlaðar. En án baðstofu get- ur enginn Finni verið. En þó að þréngingar Finna séu miklar, hefði þó farið enn verr, ,ef þeir hefðu brugðizt við á réttan hátt á réttri stundu. Landið er ekki hernumið — þar eru engir Rússar, og það er, vitaskuld mjög þakkarvert. En lýrtíðin er gifurleg, og allt hækkar viku af viku. En það er sameiginlegt álit atvinnurek- ?nda og fjármálafnanna í land— inu, að baráttan gegn gengis- falli sé ekki vonlaus, þótt eitt smjörkíló kosti orðið 45 krónur, miðað við íslenzka peninga. En þungur verður róðurinn úr því sem komið er. Ofan á annað bætist, að 3tröng og naum skömmtun er á nauðþurftum. Það er ekki hægt að fá kjöt fyrir meira en tvær krónur og fimmtíu aura á mán- uði, og sá biti er ekki stór, og eitt sykurpund verður að end- ast hverjum manni í sex vikur. Eitt pund af smjöri á að nægja í fjórar vikur. Það er því ekki að furða/þótt margur spyrji: Á hverj u dregur fólk fram lífið i Finlandi? Slíkum spurningum er ég van- ur að svara á einn veg: Enn hefir enginn dáið úr hungri. En við erum orðnir vanir skorti — og okkur þykir gott, þegar við höfum nægjanlegt af kartöflum og graut til þess að seðja hungrið. Og enn er engin veruleg neyð í Finnlandi. En óttinn við gengisfall lamar at- vinnulífið, og dýrtíðin er eins og vofa á veginum. Til hvers er að hugsa um atvinnurekstur eða eignasöfnun, ef allt hrynur i rústir einn góðan veðurdag? Ein er sú stofnun, sem nú er styrkari í Finnlandi heldur en nokkurn tíma áður — og það er kirkjan. Fólk hópaðist undir merki kirkjunnar á stríðsárun- um, og jafnvel í þeim héruðum landsins, sem urðu allra harðast úti, féllu aldrei niður guðs- bjónustu. Fólk fylkir sér alltaf um eitthvað, á einn eða annan 'iátt, þegar að kreppir, til þess rð bera byrðar sínar í samein- ingu. Ég var nýlega á ferðalagi með biskupi Karela. Hann var fullur aðdáunar á því, hvernig fólkið í biskupsdæmi hans hafði megn- að að viðhalda kirkju- og trúar- lífinu, þrátt fyrir öll þau ósköp, sem yfir þennan landshluta dundi í báðum Rússastyrjöldun- um. Þessa sögu er þá að segja af Finnlandi. Landið er herjað, og bjóðin er þjáð og þjökuð. En hún lifir, og mergur er ekki enn úr henni soginn. En sennilega hefði hún ekki staðizt allt, sem yfir hana hefir dunið, ef hún hefði ekki notið stórkostlegrar hjálpar frá bræðraþjóðum sín- um. Þá hjálp þakka allir Finnar, en þeir þurfa samt sem áður ekki að líta á sig sem bón- bjargamenn, því að með baráttu sinni gegn utanaðkomandi óvin- hm, hafa þeir iagt sitt fram fyr- ir öll Ncirðurlönd og skapað að minnsta kosti siðferðilegan grundvöll fyrir því, að Finnar geti á konjandi tímum átt sam- leið með öðrum Norðurlanda- þjóðum og milli þeirra geti ríkt gagnkvæmur skilningur. Skáldkonan, sem hlaut Nóbelsverðlaunin i Fyrir skömmu bárust út bau tíðindi, áð bókmenntaverðlaun Nóbels myndi að þessu sinni hljóta suðurameríska skáldkonan Gabriela Mistrals. Er það fimmta konan, er hlýtur þessi bók- menntaverðlaun. Hinar voru Selma Lagerlöf, Grazia Deledda, því engum er kunnara en sjó- mönnum hvað við liggur ef út af ber. Nú vil ég biðja þá, sem þess- ar línur lesa að hætta að hlýða á hávaða og bægslagang sam- tíðarinnar nokkur andartök, og hvarfla huganum að því I hljóði hverjir það eru, sem öll þrif þjóðfélagsins byggjast á. Eru það hinir hávaðasömu á- burðarmenn, eða eru það menn eins og Úlfar, sem einkum tala til samborgaranna með örugg- um athöfnum og hljóðlátri elju, og aldrei skjóta sér hjá neinu verki sem fyrir liggur, þótt það sé lýjandi og kaldsamt. Úifar Kjartansson á 50 ára afmæli í dag. Vinir hans hér í Reykjavík senda honum beztu afmæliskveðj ur og ,óska honum og fjölskyldu háns heilla á komandi árum. V. „Grínistinn” við Lækjartorg Einn kunnasti ritsnillingur í hópi íslenzkra stjórnmála- manna gát þess í ræðu, er hann flutti nýlega á stórum bænda- fundi, að Pétur Magnússon væri mikill „grínisti.“ Kom þetta dá- vel heim við það, að sama ráð- herra hafa af ýmsum verið eignuð hin bráðfyndnu ummæli um vissa áburðartegund, að hún væri til annars tveggja líkleg- ust, að springa í loft upp eða renna saman í harðan kökk hver poki. Áburður þessi hefir nú í sumar verið notaður víða um le,nd og fara engar sögur af sprengihgum né samruna, en grasspretta varð ágæt. Eigi að síður finpast skæðar tungur, sem vilja tengja sprengihug- myndina við áburðartegundina, Sigrid Undset og Pearl S. Buck. Gabriela Mistrals er búsett í Rio de Janiero, en ættjörð hennar er Chile. Hið borgara- lega nafn hennar er Lucila Godoy y Alcayaga. Hún fæddist 1889, og gerðist kennslukona á unga aldri. Er hún var tvítug, lenti hún í ástárævintýri í smá- bænum Los Andes í Chile, en þær ástir urðu skammvinnar og enduðu á hörmulegan hátt. Elskhugi hennar fyrirfór sér, Kvæði, sem hún orti til hans látins, hlutu bókmenntaverð- laun í samkeppni, sem háð var 1914. Orðstír hennar barst nú vítt ! um hinn spönskumælandi heim. Samt sem áður hélt Gabriella áfram kennslustörfum, og helg- aði hún nú fátækum börnum meðal þjóðar sinnar alla ást sína, og umönnun. Varð hún svo kunn af uppeldis- og skólastarfi sínu, að hún var kvödd til Mexíkó árið 1922 til þess að skipuleggja alþýðuskólakerfi, er ,ríkið var að koma á. Sama ár var prentað í New York fyrsta stóra kvæðasafnið, sem hún gaf út. Hét það enda jafnvel við nafn hins mikla „grínista“ og er ljótt til að vita. En þó er sá siður, að tengja nöfn manna og kvenna við snilldarbrögð, raunar jafn- gamall landsbyggð. Desolacion, er þýðir örvænting. Kom það síðan út aukið í Santiago de Chile árið eftir. „Guð fyrirgefi mér , þessa eizku bók,“ segir skáldkonan niðurlagsorðum sínum, „og fyrirgefi mér allir þeir, sem þekkja sætleik lífsins.“ En handa börnunurp, sem voru orðin hennar huggun í raunum lífsins, orti hún ljúf- lingsljóð og danskvæði. Þau voru gefin út í Madrid 1924 og nefndust Ternura, sem þýðir blíða. Þannig varð Gabriela Fistrals skáld munaðarleysingjanna. Hún, sem verið hafði fátæk kennslukona, var orðin hin tigna skálddrottning Suður- Ameríku og engu ófrægari en Selma Lagerlöf í hinum nor- ræna heimi. Það var fyrst um jólin síðustu, að nokkuð af verkum Gabrielu Mistrals kom út á Norðurlanda- máli — sænsku. Var það í safni þýðinga eftir Hjalmar Gullberg, Sángen om en son. Var nafnið á bókina sótt til Gabrielu Mistrals, en svo hét eitt af kvæðunum, er birtist i safninu. Það birtist upphaflega í Desolacion, og þaðan eru einnig ýms önnur kvæði. Úr Ternura ér vögguvísa, og í þriðja kvæða- safnið, Tala, hafa einnig verið sótt kvæði eftir þessa suður- amerísku skáldkonu. Æ'ví'á- BREZKIR KYNBÓTAHRÚTAR. - . i f V:: : FRÁ GRÆNLANDI.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.