Tíminn - 27.11.1945, Page 6
6
TÍMIfrny, þriðjiidaginn 27. móv. 1945
90. blað
Sjötagnr forustumaður:
Einar Árnason
fyrrveraudi alþingismaður, Eyrarlandi.
MINNING
Guðmundar í Kletti
í dag (27. nóv.) er Einar
Árnason alþm. á Eyrarlandi
sjötugur. Fyr á tímum þóttu 70
ár hár aldur og þeir, sem honum
náðu, voru taldir gamalmenni.
Enginn, sem þekkir Einar,
mundi þó hafa það orð um
hann, því svo unglegur er hann
ásýndum sem sextugur væri og
starfskraftar hans eru á mörg-
um sviðum með öllu óskertir.
Ég ætla ekki að rekja hér ævi-
sögu Einars á Eyrarlandi, enda
vona ég að hún geti ekki orðið
fulls'ögð nú, sökum þess, að
hann eigi eftir að bæta við
hana álitlegum kafla. Á ein-
staka atriði í ævi hans mun ég
þó aðeins drepa til skýringar.
Einar er fæddur að Hömrum
i Eyjafirði. Þar bjuggu þá for-
eldrar hans og þar ólst hann
upp hjá þeim. Hamrar eru svo
nærri Akureyri, að Einar gat
gengið í barnaskólann þar. Sá
skóli mun í þá daga hafa verið
illa búinn að ýmsu því, sem nú
þykir óhjákvæmilegt í skólum.
En ekki er að efa það, að hinn
vel gefni drengur frá Hömrum
hefir notfært sér kennsluna
eins og kostur var á. Eftir ferm-
ingu gekk Einar svo í Möðru-
vallaskólann. Ekki mun sá skóli
heldur hafa verið vel búinn að
húsakynnum og kennslutækj -
um, eftir nútíma kröfum, en við
hann störfuðu góðir kennarar
og þaðan útskrifuðust margir
piltar, sem síðar urðu' hinir
mestu merkismenn á ýmsum
sviðum. Hygg ég, að þar hafi
mestu um valdið, að í þá daga
sóttu fáir skólann aðrir en þeir,
sem fundu hjá sér innri hvöt til
þess; langaði til að fræðast og
mannast.
Ekki er að efa, að þessi skóla-
ganga Einars hefir verið honum
gott veganesti í lífinu og nauð-
synlegur undirbúningur undir
þau störf, sem hann hefir síð-
ar leyst af hendi.
Á unglingsaldri var Einar um
tíma við verzlun á Akureyri.
Ekki dreg ég í efa, að hann hafi
átt kost á að halda þvi starfi á-
fram og það þótti í þá daga
framavegur að gerast verzlun-
armaður, en Einar undi því ekki.
Sveitin og störfin þar drógu
hann til sín. Svo hefir og verið
jafnan síðari, áð sveitin á Einar,
ef svo má að orði kveða. í sveit-
inni sinni hefir hann lifað og
starfað alla ævi að heita má.
Einar hefir búið á Eyrarlandi
síðan árið 1901. Það sama ár
gekk hann að eiga konu sína,
Margréti Einarsdóttur, hina á-
gætustu konu, sem.hefir staðið
við hlið hans í blíðu og stríðu.
Má segja, að þau hjón hafi gert
garðinn frægan. Eyrarland var
lítil jörð og jafnvel talið „harð-
balakot". Nú er það hin bezta
bújörð og fáir munu þeir á landi
hér, sem komnir eru til vits og
ára, að ekki hafi þeir heyrt Eyr-
arlands getið og húsbóndans
þar.
Einar á Eyrarlandi er kunn-
astur fyrir þátttöku sína í þjóð-
málum og samvinnumálum.
Þegar Kaupfélagi Eyfirðinga
var breytt úr fremur aðgerða-
litlu pöntunarfélagi í nút'íma
kaupfélag árið 1906, var Einar
samtímis kosinn í stjórn þess
og hefir síðan átt sæti í henni,
eða í nærfellt 40 ár, en formað-
ur félagsins hefir hann verið
síðan 1918. Ekki ætla ég að fara
að lýsa viðgangi félagsins. á
þessum árum. Þess gerist ekki
þörf, því flestum landsmönnum
er nokkuð um það kunnugt.
Ekki segi ég heldur, að Einar á
Eyrarlandi hafi einn gert K. E.
A. að því sem það nú er. Þar
hafa auðvitað margar hendur
að unnib og þá fyrst og fremst
framkvæmdastjórar félagsins,
sem hafa verið hinir mestu á-
gætismenn hver fram af öðrum.
En hitt segi ég, og um það er
mér kunnara en mörgum öðr-
um, að hvert fraiáfaraspor, sem
félagið hefir stigið á liðnum
árum, hefir Einar stutt með
ráðum og dáð, að forusta hans
i stjórn K. E. A. hefir verið með
ágætum og að með lagni sinni,
hyggindum og lipurð hefir hon-
um jafnan tekizt að sameina
félagsmenn til samstiltra og
drengilegra átaka, þegar þörf
hefir krafið, þótt skoðanamun-
ar hafi stundum gætt, eins og
í öllum félagsskap frjálsra
n>anna. Kaupfélag Eyfirðinga á
því Einari Árnasyni mikið að
þakka eftir nærfellt 40 ára starf
í stjórn þess og margs er að
minnast ■ frá þessum árum, þó
ekki sé hægt að fara út í þá
sálma í stuttri blaðagrein.
Eins og kunnugt er hefir Ein-
ar einnig verið formaður Sam-
Einar Árnason
bandsins nú um nokkur ár.
Ekki þekki ég starf hans þar
jafn vel og í stjórn K. E. A.
Það veit ég þó, að hann nýtur
í því starfi hins mesta trausts
samstarfsmanna sinna og raun-
ar.allra samvinnumanna lands-
ins, enda munu þeir kostir, sem
hafa gert hann að óumdeildum
forustumanni eyfirzkra sam-
vinnumanna, einnig njóta sín
á hinu stærra verksviði. Heill
og heiður samvinnufélagsskap-
arins mun líka vera mesta og
heitasta áhugamál Einars.
Þó við Einar séum samsýsl-
ungar frá fæðingu, þá þekkti
ég hann ekkert í æsku, enda
voru þá litlar samgöngur á milli
Öxnadals og Inn-Eyjafjarðar.
Ég man fyrst eftir honum í jan-
úarmánuði 1910. Við vorum þá
báðir staddir á stjórnmálafundi.
Hann sem þátttakandi en ég
sem áheyrandi, því ég hafði ekki
atkvæðisrétt þá. Fundur þessi
var kominn í nokkrar ógöngur.
Tillaga hafði verið borin fram,
sem að vísu gekk í þá átt sem
fundarmenn vildu, en ýmsum
bótti þó óljóst orðuð og tæplega
frambærileg. Þá» kvaddi Einar
á Eyrarlandi sér hljóðs og sýndi
fram á veilur tillögunnar með
ýmsum rökum, en þó af hóg-
værð og prúðmennsku. Bar
hann síðan fram breytingar-
tillögu, þar sem stefna fundar-
ins var skýrt mörkuð, og féllust
allir á hana. Ég nefni þetta litla
atvik bæði sökum þess, að þetta
munu hafa verið fyrstu bein
afskipti Einars af hinum eigin-
legu stjórnmálum (fundarefnið
var há7pólitískt) og svo vegna
bess, að það lýsir manninum
nokkuð og stjórnmálastarfsemi
hans. Hyggindi og gætni ein-
kenndu hann sem stjórnmála-
mann síðar á ævinni, eins og á
fundinum í janúar 1910.
Eins og kunnugt er var Einar
kosinn á þing af Eyfirðingum
haustið 1916 og átti hann óslitið
sæti á Alþingi til ársins 1942,
sn þá var hann ófáanlegur til
að gefa oftar kost á sér til þirig-
mennsku.
Þegar Einar kom á .þing var
komið allmikið los á hina eldri
flokkaskipun (Heimastjórnar og
Sjálfstæðisflokkinn eldri) og
hafði hann boðið sig fram utan-
flokka. En á fyrsta þinginu, sem
Einar átti sæti á, var Framsókn-
arflokkurinn stofnaður og var
Einar einn af stofnendum hans.
Hefir hann jafnan Verið góður
og öruggur flokksmaður og fáir
munu þeir merm verá, innan-
þings og utan, sem Framsóknar-
menn víðs vegar um landið hafa
borið meira traust til en Einars
á Eyrarlandi.
Þingsögu Einars ætla ég ekki
að rekja hér. Bæði yrði það of
langt mál og svo er mér það
efni nokkuð skylt persónulega.
Það vil ég aðeins taka fram, að
hann naut alla sína löngu þing-
tíð trausts og virðingar sam-
þingsmanna sinna og ekki ein-
asta flokksbræðra, heldur cg
einnig mjög margra andstæð-
inga. Hann var forseti samein-
aðs Alþingis 1932 og efri deildar
1933—42. Vissi ég aldrei til að
neinn ágreiningur kæmi upp út-
af fundarstjórn hans á þriigi,
því óhlutdrægni hans og rétt-
dæmi treystu allir.
Sem kunnugt er, var Einar
fjármálaráðherra í 3 ár, 1929—
31, tók við er fyrirrerinari hans
Magnús Kristjánsson andaðist.
Mér er fullkunnugt um það, að
hann var mjög ófús til að tak-
ast þann vanda á hendur. En
ágreiningur nokkur var í flokkn-
um um eftirmann Magnúsar.
Þegar svo Einar vissi, að menn
gátu sameinazt um hann, þá tók
hann samt möglunarlaust að
sér þetta starf til samkomulags.
Það má óhætt fullyrða, að
stjórn Tryggva Þórhallssonar
sætti á þessum árum illvígari
ádeilum og gagnrýni andstæð-
inga sinna en dæmi eru til hér
á landi, reyndar bæði íyrr og
síðar, og hefðu sumir þeir, sem
nú tala um siðleysi stjórnar-
andstöðunnar, gott af að lesa
upp skrif sín frá þeim árum.
Auðvitað fékk Einar sinn skerí
af árásum þessum, en hann tók
þeim rólega.
Þjóðin hafði lifað hreinu mið-
aldalífi og hnignað undir út-
lendri áþján, hún bjó í moldar-
kofum, fór um landið eftir veg-
leysum, sundreið árnar eða fór
yfir þær á lélegum ferjum, afl-
aði ofurlítið af fiski á opnum
róðrarbátum og heyjaði á órækt-
uðu landi og þýfðum túnum.
Menningarstofnanir voru engar
til að heitið gæti og skortur og
hrein neyð fyrir dyrum þegar
útaf bar um tíðarfar. Þessa
tíma man Einar á Eyrarlandi.
svo stutt er síðan.
Þegar svo íslendingar fengu
vísir að sjálfstæði 1874 hófst
framfaraviðleitni þegar í stað,
en ákaflega hægfara, enda var
bjóðin lítils megnug. Þegar
stjórnin færðist inn í landið
1904,hófst framfaratímabil und-
ir forustu Hannesar Hafsteins,
en það stóð stutt, því hann var
hrakinn frá völdum eftir 5 ár
xg þjóðin lenti í illvigum innan-
landsdeilum um sambandið við
Danmörku. Síðan kom heims-
ítyrjöldin fyrri og kreppa upp
úr henni, sem lamaði flestar
framkvæmdir.
Þannig stóðu sakirnar þegar
Framsóknarflokkurinn tók við
völdum árið 1927. Þá var hafizt
handa um umbætur á öllum
sviðum, bæði í andlegum og
verklegum efnum, þá varð meiri
„nýsköpun“ í landinu, heldur
;n nokkru sinni fyrr og tiltölu-
lega miklu meiri, heldur en enn-
bá sést frá sjálfri „nýsköpunan-
stjórninni," þeirri er nú situr.
Það var ekki beinlínis verk-
3fni Einars Árnasonar í ríkis-
>tjórn Fram§óknarflokksins að
rianda fyrir þessum fram-
’.ívæmdum. Hans hlutverk sem
fjármálaráðherra var að sjá um
ið fé væri fyrir hendi til fram-
ivæmdanna og þær kostuðu
nikið fé, eftir því sem þá var
.alið, þó slíkar upphæðir þyki
hreint ’smáræði’ nú. Þetta verk-
3fni leysti Einar vel af hendi:
fé var jafnan fyrir hendi og
fjárhagur rikissjóðs var í góðu
lagi þegar hann skilaði af sér.
En árásir andstæðinganna
voru mest út af því, hvað miklu
fé væri eytt, þeir töluðu um
„sukk og óreiðu,“ þeim þótti
hreinn óþarfi að byggja Laugar
vatnsskóla o. s. frv. Nú eru þess-
ar ádeilur þagnaðar og gleym-
xst bráðum með öllu, en „verkin
fala“. Flest af því, sem Fram-
Jóknarmenn í stjórn landsins
xg ,á þingi þjóðarinnar komu í
framkvæmd á þessum árum,
stendur enn og margt mun
ítanda um aldaraðir þjóðinni
:il blessunar.
Einar Árnason hefir það lítt
í orði, að hann hafi verið ráð-
herra, en sá þáttur í ævi hans
og starfi er þó svo merkur, að
fram hj4 honum verður ekki
með neinu móti gengið á þessum
tímamótum ævi hans.
Hér hefir stuttlega verið drep-
ið á ýms störf Einars í þágu
almennings, og er þó margt
ótalið, t. d. störf hans heima
í sveit sinni. En þó þessi störf
séu markverð og muni lengi
halda nafni hans á lofti, þá er
Þú baðst mig í haust, er þig
síðast ég sá,
að segja í ljóðbundnu máli
eitthvað um þig, er þú flyttir oss frá
og félli þinn jarðvistarskáll.
Ég fék þessu dauft, því ég
trúði því slzt
að til þessa kæmi að slnnl.
En nú ertu horfinn, og verð ég
að víkja að bæninni þinni. [því víst
é '■
Það er enginn skortur
á efni’ í þann brag,
sem er þér til lofgerðar kveðinn.
Hann er annað og meira en útfararlag,
sem endar við nákaldan beðinn.
Það er minning, sem lifir
um ókomin ár
um afrek og mannkosti þína.
Það er ijósið, sem brýzt
gegn um tregafull tár
og til vor mun framvegis skína.
Sem víkingar fornir af feðranna slóð
fórstu til auðugri landa
að afla þér fræðslu og safna’ í þinn
Það samrýmist vel þinum anda. [sjóð.
En ástin til fóstrunnar alltaf var sterk,
svo örðugt var henni að gleyma.
Hjá henni þig fýsti að vinna þín yerk
og vildir helzt eiga þar heima.
Og Klettsbóndinn þurfti’ ei
mej kvíðandi lund
komu þess vetrar að kvíða,
þó veðurfarsbréytingar
gaddbyrgðu grund,
þín glöggskyggni náði svo víða.
Þú skildir að landstólpi’ er bóndi og bú
m
og bjargvættur þjóðar /og menning.
Þín átök þú miðaðir öll við þá trú
og íðkaðir vel þessa kenning.
Gott var að heimsækja Guðmund í
það grannar og víðförlir bera. [Klett,
Að gleðja og seðja, sú list var þér létt,
með ljúfmennsku vildir það gera.
Og gestrisnin stórhuga gerðist þér hjá,
af gnægðanna forða þú sneiddir
svo glaðarí, mettur og sælli fór sá,
er svangan að borði þú leiddir.
Þú hirtir ei vitund um heimsvirðing
sem hækkandi metorðin veita, [þá,
og vissir hve erfitt er við þeim að sjá,
er valdinu ranglega beita.
Þú varst líka ódæll, ef átti þitt ráð
með ofbeldi’ og kúgun að skerða.
Á áætlun þína var uppgjöf ei skráð,
en öruggur hélzt þirina ferða.
Þú veikra og smárra varst skjöldur
og skjól
og skarst ekki liðsemd við góma.
Þitt hugarfar minnti á hækkandi sól
og heiðríkju morgunsins ljóma.
Þú varst hvergi hálfur
i hugsun né leik.
Með hetju- og karlmennsku bragði
þú stóðst eins og hnarreist og
allaufga eik
svo öryg^ og þrótt frá þér lagði
Þig dauðinn ei hrelidi þó hart væri
en hugprýði sýndir að vanda, [stríð
þó honum það tækist með herkjum
um sið
þínu‘heilsteypta virki að granda.
Það bakaði fjölmörgum heimilum
og hvergi var létt yfir daánum [hryggð
og harmstuna leið þá um borgfirzka
byggð,
er bóndinn á Klett lá í valnum
Konan og börnin og bújörðin þín
blíðustu kveðjuna senda
og bræður og vinir með sorgblandna
er sjá þig í héðan burt venda. [sýn,
Það huggun er öllum á harmanna
þó hérvistum þurfi að slita, [stund,
að græðist að fullu sú opnaða und,
er aftur þig fáum að líta.
Guðlaugur Jóliannesson
Signýjarstöðum.
'þó annað, sem vinum Einars á
Eyrarlandi er enn hugstæðara
nú, og það er maðurinn sjálfur.
Samstarfsmennirnir minnast
lipurðar hans, hygginda og
starfshæfni, vinir og kunningj-
ar hins góða, glaða og reifa fé-
laga og allir, sem nokkuð þekkja
til hans, minnast prúðmennis-
ins.
Á sjötugsafmælinu muiiu allir
Eyfirðingar senda Einari á Eyr-
arlandi hugheilar árnaðaróskir
í virðingu og þökk fyrir allt það,
sem hann hefir fyrir þá unnið
sem forustumaður þeirra í fé-
lagsmálum og fulltrúi þeirra á
þingi þjóðarinnar, en þó ekki
hvað sízt fyrir öll persónuleg
kynni" af honum. Undir þær
þakkir og árnaðaróskir munu
Framsóknarmenn og samvinnu-
menn víðs vegar um landið.
taka.
Að síðustu sendi ég þér, gamli
Kaupfétög!
Munið að senda oss verðskýrslur í byrjun hvers
mánaðar.
Samband ísi
samvinnufélaga
Höfum fyrirljggjandi
*
allskonar efni til raflagna fyrir vindrafstöðvar og aðra raflýs-
ingu í sveitum. — Sanngjarnt verð.
Sent um land allt gegn póstkröfu.
Leitið upplýsinga hjá okkur áður en þið festið kaup ann-
arsstaðar.
* i
Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti
Laugsavegl 79. — Sími 5184.
OrÍAehdiny
til innheimtumanna Tímans
lnnheimtumenn Tímans, sem ehhi hafa
ennþá sent shilaqreinar fyrir þetta ár,
eru vinsamleya beðnir að gera það hið
allra fyrsta.
IMBEIMTA TÍMANS.
Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla
Leonardo da Vinci
eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu
Björgúlfs læknis Ólafssonar
er komin í bókaverzlanir
Leouardo da Vinct var turOulegur maöur Hvar sem hann er nefndur i bókurh. er
eins og menn skorit orö tii pess aÖ lýsa atgerfi hans og yfirburðum. i ,JZncyciopcrdia
Bntanmca" {1911) er sagt, uð sagan nefni engan mann, sem si hans jafningi n si-iAi
visinda og lista og óhugsandi sé, aö nokkur maður hcfði enzt tíl að afkasto hundtaða*to
parti af öllu pvi, sejn hann féfrkst viö
Leonardo da Vinct var óviöjafnanlegur mdlari. En hann var tika uppfinningnmaöur
d viÖ Edison, eðlisfraÖingur, stœröfraömgm, stjörnufraðingur og hervélafraöingur
Hann fikksl viö rannsóknir i IjósfraÖi, líff/rrafraði og stjórnfraöt, andlitsfall rnanna og
fellingar i klaöum athugaöi hann vandtega.
Söngmaður var Lconardo,góÖur og iék sjdlfur á hljóðfart Enn fremur ritaöi hann
kyrutrin öll af dagbókum, en - "
list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr.
Þesst bók um Leonardo da Vinci er saga um mannmn, er tjölhafastur og afkasta•
mtstur er talinn allra manna, er sögur fara af. og etnn af mestu listamónnum veraldor.
í bókinni eru um 30 rayndir af listaverkum.
, H.F. LEIFTUR, Reykjavík.
FYLGIST MEÐ
I
Þlð, sem i dreifbýllnu búið,
hvort heldur er við sjó eða 1
sveit! Minnist þess, að Tíminn
er ykkar málgagn og málsvari.
Sýnið kunningjum ykkar blaðið ’
og grennslizt eftir þvl, hvort þeir
vilja ekki gerast fastlr áskrif-
endur.
I
vinur, samherji og samstarfs-
maður um áratugi, hugheilar
árnaðaróskir á sjötugsafmælinu
með beztu þökkum fyrir alla
okkar samVeru og samstarf. Ég
hefði kosið að vera nærstac^dur
og geta tekið í hönd þína’ og
hafði von um að svo gæti orðið.
En þess er nú ekki kostur. Verð
því að láta þessi fátæklegu orð
nægja.
Bernh. Stefánsson.
Drummer
litur
IJverjum pakka af Drum-
mer lit fylgja notkunar-
reglur á íslenzku.
Drummer litur fæst víða.
Heildsölubirgðir:
Jón Jóhannesson
& Co.
Sími 5821. Reykjavík