Tíminn - 27.11.1945, Side 8
Þeir, sem vilja kynna sér þjóðfélagsmát,
innlend og útlend, þilrfa að lesa Dagskrá
8 ! REYKJAVÍK
i
DAGSKRÁ
27. NÓV. 1945
4»
er bezta íslenzka
tímaritið um fDjóðfétagsmál
90. Mað
Byggingafrv. stjórnarinnar
y awmáll tíihans
22. nóvember, fimmtudagur:
Ný grísk stjórn.
Grikkland: Sofulis, foringi
frjálslynda flokksins, hefir
myndað stjórn.Hún hefir ákveð-
ið að hafa þingkosningar í
febrúar næstk. og atkvæða-
greiðslu um konungdæmið eftir
tvö ár. Er þetta gert að óskum
Breta. Georg konungur hefir
andmælt þessu og hefir Dam-
askinos ríkisstjóri því óskað
eftir að leggja niður ríkisstjóra-
embættið.
Bretland: Attlee hóf umræður
um utanrikismál í þinginu.
Hann ræddi mikið um nauðsyn
alþjóðasamvinnu. Hann sagði,
að aldrei myndi koma til styrj-
aldar milli Breta og Bandaríkja-
manna. Eden tók undir þetta
og ásakaði Rússa fyrir framferði
sitt í Iran. Taldi hann þá brjóta
gerða samninga þar.
Indland: Miklar óeirðir, sem
beindust gegn Bretum, urðu i
Calcutta.
23. nóvember, föstudagur:
Áskormt Bovius.
Bretland: Bevin flutti mikla
Dýrtíðarmálið
(Framhald af 1. síðu)
að nefnd þessi hafi yfirumsjón
með þeirri vinnu, sem nauðsyn-
leg er til að fá réttláta niður-
stöðu, og að hún reyndi að ná
samkomulagi um hin pólitisku
ágreiningsatriði, sem til greina
geta komið i sambandi við þessi
mál. Hins vegar geri ég ekki ráð
fyrir, að nefndin hafi tíma og
tækifæri til að vinna ýmis nauð-
synleg undirbúningsstörf, né að
hún hafi ef til vill svo mikla
sérþekkingu á þessum málum
sem þörf er á. Þess vegna legg
ég til, að hún geti ráðið sér sér-
fróða aðstoðarmenn eftir þörf-
um. Kæmu þar til greina hag-
fræðingar og sérfróðir menn um
atvinnuvegi landsmanna.
Þó að hina mestu nauðsyn
beri til skjótra aðgerða í þessum
efnum, verður þó að ætla nefnd
þeirri, er ég legg til, að skipuð
verði, töluverðan tíma til starfs
síns. Legg ég því til, að henni sé
ekki gert að skila áliti fyrr en
15. febr. n. k., en þann dag á
næsta Alþingi að koma saman
samkv. stjórnarskránni. Þá
ræðu í þinginu og skoraði m. a.
á Rússa og Bandaríkjamenn að
skýra frá því, hvar þeir óskuðu
eftir herstöðvum. Hann skoraði
á aðrar þjóðir að bera fram þær
sakir, sem þær hefðu á hendur
Bretum. Ræða I hans snerist
mjög um nauðsyn alþjóðasam-
vinnu-.
Bandaríkin: Ný verkfallsalda
breiðist þar út. Um y2 milj.
manna er þar nú í verkfalli.
24. nóvember, laugardagur:
Stjórn Mðst lausnar.
Ítalía: Parri forsætisráðherra
biðst lausnar fyrir stjórn sína.
Ráðherrar katólska flokksins
og frjálslynda flokksins höfðu
farið úr hennL
Þýzkaland: Verjendur nazista
í Núrnberg hafa krafizt þess, að
margir helztu stjórnmálamenn
Breta verði kallaðir sem vitni.
Bændafundur
(Framhald af 1. síðu)
þess efnis, að fundarmenn gætu
sætt sig við þesa tillögu til
jDráðabirgða! Sú tillaga hans var
kolfelld.
Síðar verður sagt hér í blað-
inu frá helztu ályktunum fund-
arins.
verður og að ætla Alþingi tíma
til meðferðar málsins. Þykir
mér sem einn mánuður muni
nægja, ef samkomulag næst í
nefndinni. Legg ég þvi til, aö
niðurgreiðslurnar á neyzluvör-
um verði heimilaðar áfram til
15. marz n. k. Kæmu þá vænt-
anlega ný lagafyrirmæli í stað-
inn“. /
Umræðum í deildinni um til-
lögu þessar er lokið. Fjármála-
ráðherra tók henni ekki illa.
Taldi hann sig gjarnan vilja
taka hana til athugunar, en
hins vegar vildi hann ekki fall-
ast á hana, nema almennt sam-
komulag fengizt um hana í
þinginu. Óskaði hann því eftir,
að tillagan yrði tekin til þriðju
umr., svo að frekari athugun
gæti átt sér stað í millitíðinni.
Framsögumaður fjárhagsnefnd-
ar, Ha'raldur Guðmundsson, tók
einnig líklega i tillöguna. Bern-
harð hefir því tekið hana aftur
til 3. umræðu, svo að stjórnar-
sinnum gefist frekara ráðrúm
til íhugunar.
(Framhald af 1. síðu)
sóknarmanna, en ekki í frv.
stjórnarinnar.
Þá taldi H. ,J. það galla, að
ekki væri^ætlazt til, að verka-
mannabústaðafélögin og sam-
vinnubyggingarfélögin störf-
uðu í einni heild og hefðu sjálf
eigin teiknistofu og bygginga-
meistara í þjönustu sinni og
ættu t. d. sjálf helztu vinnuvél-
arnar. Sþku myndi ' fylgja
margvíslegur sparnaður. Fyrir
þessu væri gert ráð í frv. Fram-
sóknarmanna, en ekki í frv.
stjórnarinnar. f frv. Framsókn-
armanna váeri þessum félögum
lika tryggð full hlutdeild í inn-
Farmannadeilan
(Framhald af 1. síðu)-
er kr. 4,90, en var kr. 3,16. Er
þetta allt stórum hærra en áður.
Frídagar eru allir stórhátíðar-
dagar, sumardagurinn fyrsti, 1.
maí og 17. júní, og fyrir sunnu-
daga, sem verið er á sjó, fá
menn frídaga í landi. —
Það mun varla verða sagt, að
kaup háseta og kyndara á kaup-
skipum sé sérlega hátt miðað
við annað kaupgjald í landinu
samkvæmt þessum nýjja samn-
ingi. Hins vegar mun þetta kaup
vera margfallt hærra en á
kaupskipum nágrannaland-
anna, ef marka má upplýsingar,
sem stjórn Eimskipafélagsins
hefir birt nýlega. Má því vera
ljóst, að íslendingar eru orðnir
fullkomlega ósamkeppnisfærir
i þessum efnum. Ríkisstjórnin
virðist ætla að forðast afleið-
ingarnar af þessu með því að
veita Eimskipafélaginu sem
mesta einokun á flutningum til
landsins, svo að það geti risið
undir rekstri sínum með hærri
flutningsgjöldum en ella. Slíkt
úrræði verður vitanlega til þess
eins að halda við dýrtíðinni og
auka hana og gera hana enn
óviðráðanlegri. Eina leiðin í
þessum efnum var að hefjast
handa um niðurfærslu dýrtíðar-
innar, svo að við yrðum sam-
keppnisfærir við útlendinga í
þessum efnum sem öðrum.
Þótt samningar hafi náðst við
háseta og kyndara á kaupskip-
unum er kaupdeilum þar með ekki
lokið. Enn er ósamið við loft-
skeytamenn og stýrimenn, én
þeir munu ekki hefja verkfall
að svo s.töddu, þótt samningar
takist ekki.
flutningnum, en það væri ekki
gert í stjórnarfrv.
Loks minntist H. J. á þann
kafla stjórnarfrv., sem fjallaði
um íbúðarbyggingar sveitafé-
laga. Áleit hann, að aðstoð við
slíkar byggingar væri vafasöm,
a.-m. k. í stórum stíl. Með því að
veita næga aðstoð til að menn
gætu komið sér upp búðum á
grundvelli laganna um verka-
mannabústaði og samvinnu-
byggingar, ætti að vera nægilega
séð fyrir hinni fjárhagslegu hlið
þessara mála, jafnframt því,
sem sú lausn er að öðru leyti
hin ákjósanlegasta.
Bjarni Benediktsson og fé-
lagsmálaráðherra tóku til máls
á eftir Hermanni * og höfðu
einkum við þá tillögu að athuga,
að bætt sé úr húsnæðisleysinu
með innflutningi á tilbúnum
húsum. Reyndi Bjarni sérstak-
lega að tortryggja hana, en
þorði þó ekki að ráðast beint
gegn henni. Talaði hann um, að
þetta mál þyrfti meiri rannsókn,
en slíkt er hin venjulega aðferð
íhaldsins til að svæfa mál.
Jarðarför Sigurðar
Eggerz
Útför Sigurðar Eggerz, fyrr-
verandi forsætisráðherra, fór
fram * frá dómkirkjunni í
Reykjavík síðastl. laugardag og
var bæði fjölmenn og virðuleg.
Meðal viðstaddra var forseti ts-
lands, ráðherrar, erlendir sendi-
herrar og alþingismenn.
Stúdentar stóðu heiðursvörð
við kistuna.
Biskupinn, herra Sigurgeir
Sigurðsson, flutti minningar-
ræðu í kirkjunni.
Dómkirkjukórinn söng undir
stjórn dr. Páls ísólfssonar.
Úr kirkju báru kistuna ýmsir
þingmenn.
Lúðrasveit Reykjavíkur fór
fyrir líkfylgdinni að kirkjugarð-
inum við Suðurgötu og lék sorg-
arlög. Þá gekk sveit lögreglu-
manna. í kirkjugarðinn báru
fulltrúar frá Sjálfstæðisflokkn-
um kistuna. Dómprófasturinn,
sr. Friðrik Hallgrímsson, talaði
við gröfina. Að lokum lék Lúðra-
sveit Reykjavíkur þjóðsönginn.
Frá Alþingi barst silfurskjöld-
ur og blómsveigar frá fjölmörg-
um aðilum.
(jatnla Síó
Ungu læknarnfr
(Dr. Gillespie New Assistant).
Van Johnson
Susan Peters
Uonel Barrymore.
Sýnd kl. 7 og 9.
Gullgrafarar
(Girl Bush).
Cowboy-mynd með skopleikur-
unum
Wally Brown og
Alan Carney.
Sýnd kl/ 5.
tfrjja Síó
Fjórar stúlkur
í „Jcppa“
(Four Jills in a Jeep).
Fjörug og skemmtileg gaman-
mynd.
Aðalhlutverk leika:
Kay Francis,
Carole Landis og
Martha Ray.
Ennfremur taka þátt í leikn-
um:
Alice Faye,
Betty Grable,
Carmen Miranda
Xommy Dorsey
og hljómsveit hans.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
H
ijppát
NÝTT
íslcnzkt lelkrit.
ippóucýnincý
eftir H. H.
Sýning anjiað kvöld. kl. 8.
Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7. — Sími 3191.
Kosningaskrifstofa
Framsóknarmanna
til undirbúnings bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík
er opin daglega í Edduhúsinu við Lindargötu kl. 2—7
e. h.
Kjörskráin liggur þar frammi qg ættu menn að gæta
að hvort þeir eru á kjörskrá.
Árbók Landsbóka-
safnsins 1944
er komin út, 6 arkir í stóru broti, prentuð á ágætan
þappír og vönduð að frágangi. í bókinni er ýtarleg
skrá um íslenzk rit 1944, ágrip af sögu Landsbóka-
safnsins, eftir dr. Pál Eggert Ólason, með mörgum
myndum, minning Guðmundar Finnbogasonar og
fleira. Þetta er rit, sem allir bókamenn þurfa að
biga frá byrjun. Pantanir sendist Landsbókasafni.
Afgreitt gegn póstkröfu. Verð 15 kr.
Höfundur bókarinnar, Arngrímur Kristjánsson skólastjóri,
hafði þá einstöku aðstöðu að fylgjast með frjálsum Norðmönnum,
ásamt norsku ríkisstjórninni, heim til gamla Noregs. Segir
hann hér frá hinum áhrifamiklu og söguríku atburðum er Norð-
menn heimtu aftur sitt elskaða land eftir hetjulega baráttu í
mörg og blóðidrifin ár,
Hákon konungur gengur upp bryggjuna í fylgd með
Einari Gerhardsen, áleiðis til Ráðhússins.
I bókinni eru 29 merkar og sögulegar myndir
Lesið og eignist þetta sérstæða heimildarrit, og gleðjið norska vini yðar og vini Noregs, hvar í landi sem þeir
eru búsettir, með því að senda þeim bókina.
NOHíÐMENN nÉLDU HEIM,«æst nú hjá ölliuii bóksölnm,
Ú R B Æ N U M
Kosningaskrifstofa.
Framsóknarmenn hafa nú opnað
skrifstofu I Edduhúsinu í Reykjavík
til undirbúnings bæjarstjórnarkosn-
ingunum.
\
Samkoma.
Vegna fjölmargra fyrirspurna hefir
Tíminn verið beðinn að geta þess að
næsta skemmtun Framsóknarmanna í
Reykjavík í Sýningarskálanum verður
miðvikudagskvöldið 5. desember. Mun
það verða síðasta skemmtun þessa árs,
þar sem spiluð ér hin vinsæla Fram-
sóknarvist.
Björn Ólafsson
fyrrv. fjármálaráðherra átti fimm-
tugsafmæli í gær.
Prestskosningar
fóru fram í Reykjavík síðastliðinn
sunnudag. Kjörsókn var mikil og
neyttu 5599 manns atkvæðisréttar
síns, af um 8500, sem voru á kjörskrá.
Talning atkvæða fer fram á skrif-
stofu biskups næsta fimmtudag, ef
ekki hafa borizt kærur vegna kosn-
ingafyrirkomulags, eða undirbúnings,
fyrir þann tíma.
Elsa Sigfúss
hélt kirkjutónleika í Reykjavík og
Hafnarfirði síðastl. sunnudag við mikla
aðsókn. Söngkonan söng aðallega á
dönsku, en þó einnig nokkur íslenzk
lög við íslenzka texta. Elsa Sigfúss
mun ennþá eiga eftir að halda nokkr-
ar söngskemmtanir í Gamla Bíó.
í viðtali við Gunnar Einarsson
prentsmiðjustjóra
ísafoldarsprentsmiðju, sem birtist i
blaðinu fyrir nokkru varð ruglingur á,
nöfnum þeirra er sjá um útgáfu á
Hugvekjum eftir alla presta á landinu
og útgáfu á bænabók frá öllum öld-
um kristninnar. Hið rétta er, að Ás-
mundur Guðmundsson prófessor sér
um útgáfu á Hugvekjunum, en séra
Sigurður Pálsson í Hraungerði
sér um útgáfu bænabókarinnar. —
Hjá ísafoldarprentsmiðju eru nýlega
komnar út bækurnar Sjósókn, endur-
minningar Erlendar á Breiðabólsstöð-
um, stórmerkileg bók með mörgum
myndum og Sálin hans Jóns míns,
kvæði Davíðs Stefánssonar, með snilld-
arlegum teikningum eftir unga lista-
konu, Ragnhildi Ólafsdóttur.
Aðalfundur Austfirðinga-
félagsins
í Reykjavík var haldinn fyrir
nokkru. Fráfarandi formaður gerði
grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu
starfsári. Hánn skýrði frá sjóðstofnun
til útgáfu á sögu Austurlands, sem fé-
lagið hefir ákveðið að láta skrá, og eru
Austfirðingar mjög áhugasamir um að
efla sögusjóðinn, svo hægt verði sem
fyrst að hefja útgáfu sögunnar. Þá
fór fram kosning stjórnar félagsins.
Formaður var kosinn Haukur Eyjólfs-
son fulltrúi, en önnur í stjórn: Ungfrú
Björg Rlkarðsdóttir, Jón Ólafsson. lög-
fræöingur, Sigurður Baldvinsson póst-
meistari, Jakob Jónsson prestur, frú
Anna Þorsteinsdóttir og Þorbjörn
Guðmundsson blaðamaður. 1 stjórn
sögusjóðsins voru kosnir:‘Haukur Eyj-
ólfsson, Sigurður Baldvinsson, Jón Ól-
afsson, Eysteinn Jónsson alþm. og
Ríkarður Jónsson myndhöggvari. End-
urskoðendur: Eysteinn Jónsson og Sig-
urður Guðjónsson lögfræðingur.
Kennsla í háskólanum
hjá Peter Hallberg lektor, fellur nið-
ur 26.—30. nóv., að báðum dögum með-
töldum. Kennsla hefst á ný mánudag-
inn 3. des.