Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 1
.{ RITSTJÓRI: \ ) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON j ÚTGEFANDI: } FRAMSÓKNARFLOKKURINN \ Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Sími 2323 29. árg. Reykjavík, þriðjudaglnn 4. des. 1945 92. blað Osæmandi framkoma forsætis- ráðherrans við Bandaríkin Gunnar Thoroddsen látiun veitast að Banda- ríkjunum og fara nieð dylgjur um mál, sem stjórnin heldur leyndu fyrir þjóðinni. Forsætisráðherra hefir bætt einni óhæfunni enn við framkomu sína í herstöðvamálinu svokallaða. Hann hefir vikum saman dregið að gera þjóðinni grein fyrir því, sem hefir gerzt eða er að gerast í þessum efnum, enda þótt hann hafi fyrir löngu fengið til þess samþykki þeirra erlendu ríkisstjórna, er hlut eiga að máli. Alþingi hefir einnig verið meinað að ræða málið opinberlega og það mun naumast eða ekki hafa fengizt rætt á lokuðum þing- fundum. En á sama tíma og forsætisráðherrann heldur málinu þannig leyndu fyrir þjóðinni — og jafnvei þinginu líka — lætur hann einn af þingmönnum flokks síns flytja útvarpsræðu af svöl- um Alþingishússins á hátíðisdegi þjóðarinnar, þar sem mál þetta er ekki aðeins gert að umtalsefni, heldur er ráðizt með dylgjum og dólgshætti gegn Bandaríkjunum og þau raunverulega ásökuð um að sitja á svikráðum við frelsi og sjálfstæði þjóðarinrtar. nm tíðina kemur út Á morgun mun bókin um lýð- veldishátíðina koma í bókabúð- ir. Er þetta ein skrautlegasta og vandaðasta bók, sem komið hef- ir út hér á landi, enda gefin út að tilhlutun Alþingis og ríkis- stjórnarinnar og fjallar um einn merkasta atburðinn í allri sögu landsins. Bókin er skrifuð af þáv. for- seta sameinaðs þings, Gísla Sveinssyni, sem lýsir sjálfstæð- isbaráttunni i stuttum dráttum, Sigurði Ólasyni hæstaréttarlög- manni, sem segir frá lýðveldis- kosningunum, og þjóðhátíðar- nefndarmönnunum, sem skrifa um einstaka þætti hátíðahald- anna, en nefndarmennirnir voru Alexander Jóhannesson, Guðlaugur Rósinkranz, Ásgeir Ásgeirsson, Einar Olgeirsson og Jóhann Hafstein. Lýst er há- tíðarhöldúnum á Þingvöllum, í Reykjavík,út um land og er- lendis. Loks er skrá um þá menn, sem á einhvern hátt stóðu fyrir (Framhald á 8. síðuj Það mun hver og einn geta sagt sér það sjálfur, að Gunnar Thoroddsen myndi eigi hafa flutt ræðu þá, sem hann flutti af svölum Alþingishússins 1. desember, án samráðs við flokks- foringja sinn og utanríkis og forsætisráðherra, sem hann styður. Enginn þingmaður myndi sniðganga þannig utanríkis- og forsætisráðherra sinn i jafn mikilvægu máli, og það allra sízt maður, sem er foringja sín- um jafn talhlýðinn og fylgi- spakur og Gunnar er Ólafi. Ræðu sína byrjaði Gunnar á þeim dylgjum, að hann myndi ræða mál, „sem ríkisstjórn ís- lands hefir ekki enn talið sér heimilt að birta.“ Hlustendur þeir, sem eru ókunnugir sögu málsins, munu varla hafa getað skilið þetta öðruvísi en þannig, að erlendir aðilar stæðu í vegi birtingarinnar. Tíminn getur upplýst, að þetta er með öllu tilhæfulaust, því að Bandaríkja- stjórn hefir fyrir löngu leyft, að birt yrði greinargerð um þetta mál, bæði hér og í Amer íku, Ríkisstjórnin getur því ekki skotið sér á bak við það, að er- lendir aðilar hindri það, að gögnin séu birt og málin eftir (Framhald á 8. síöu) ,Snakkfiindir’ og ,spekúlantar’ Jón Pálmason þjónai* hiisbændiinum með uppnefnum íim samtök og trúnaðarnienn bænda. Bjrni Ásgeirsson og Jón á Reynistað hafa fyrir nokkru lagt fram frumvarp um afnám þess kúgunarákvæðis í búnaðar- máiasjóðslögunum, að ráðstöfun sjóðsins skuli háð samþykki landbúnaðarráðherra. Frumvarp þetta hefir verið lagt fyrir landbúnaðarnefnd og hafa Jón Pálmason og Sigurður Guðna- son gefið út langt nefndarálit um það. Leggja þeir enn sem fyrr eindregið gegn því, að búnaðarþing ráðstafi fénu, því að þeir vilji ekki láta „ETA ÞAÐ ÚT Á SNAKKFUNDUM OG EYÐA ÞVÍ í FERÐAKOSTNAÐ PÓLITÍSKRA SPEKÚLANTA, SEM TELJA SIG ÖLLUM FÆRARI TIL AÐ GERA BÆNDUM GAGN, EN HAFA REYNZT MJÖG MISTÆKIR í ÞVÍ EFNI“. „Snakkfundirnir", sem Jón & Co. tala hér um, eru búnað- arþing og landsfundir Stéttarsambands bænda, en „pólitísku spekulantarnir“ eru fulltrúarnir, sem bændurnir kjósa á þess- ar samkomur. Þessi ummæli um helztu stbfnanir bænda og fulltrúana, sem bændur kjósa þangað, mættu vissulega verða Austur-Húnvetningum og öðrum góð sönnun um þann hug, sem Jón Pálmason ber til bændastéttarinnar og samtaka hennar síðan hann gekk á mála hjá heildsölunum í Reykja- vík. Mætti það sannarlega verða Austur-Húnvetningum um- hugsunarefni, hvort málum þeirra muni vel borgið í höndum manns, sem er svo ofstækisfullur gegn bændastéttinni, að hann gengur í lið með kommúnistum um að velja samtökum hennar og trúnaðarmönnum hin verstu svívirðingarorð og uppnefni. Ætla stjórnarflokkarnir að skapa misrétti milli landsmanna í raforkumálunum? ( BREZKA KRON PRINSESSAN Stjórnarflokkarnir fella tillögu um að helztu raforkuframkvæmdum verði lokið innan 10 ára Allsterkar líkur benda til þess, að það sé orðið samkomulag milii stj órnarflokkanna á Alþingi að afgreiða raforkulög i því formi, að rafmagnsverðið verði mjög mismunandi í landinu, og án þess að hafa ákvæði um hraðar framkvæmdir í þessum mál- um. Verði þessi niðurstaða á afgreiðslu málsins, hafa bæði Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn horfið frá þeirri stefnu, sem þeir voru fylgjandi í þessum málum á þingi 1942, og Sjálf- stæðisflokkurinn alveg svikið þá stefnu, sem hann hefir talið sér mest til gildis í sveitum landsins. Hins vegar hefðu kommúnistar þá fengið stefnu sína fram og mun þá þannig enn einu sinni fást ný sönnun fyrir því, að þeir eru áhrifamesti flokkurinn í stjórn- arsamstarfinu. Mynd þessi er af brezku krónprinsessunni, Elisabetu (til hægri), og cinni starfssystur hennar, er Elisabet gegndi foringjastörfum í kvennahernum brezka. Eiisabet er nú orðin gjafvaxta og eru þegar margir tilnefndir sem væntanlegir „menn drottningarinnar", en enginn getur þó orðið það, nema hann hafi aðalsblóð í æðum. Það er grískur prins, sem hefir verið einna oftast tiinefndur í því sambandi upp á síðkastið. Gott (læmi um málflutning kommúnista. Brynjólfur rangtúlkar einkabréf, til að sanna til- búnar sakir á Framsókn- arflokkinn Leiðréttiug frá Jónasi Þorbergssyni útvarpstj. Þau tíðindi gerðust á Alþingi í síðustu viku, þegar rætt var um hlutleysi útvarpsins, að Brynjólfur Bjarnason las upp einka- bréf, sem Jónas Þorbergsson skrifaði Jónasi Jónssyni fyrir mörg- um árum, og þóttist sanna með því, að Hermann Jónasson hafi reynt að misnota aðstöðu sína sem kennslumálaráðherra til að gera útvarpið að flokkstæki Framsóknarflokksins. Undir þetta var síðan tekið kröftugiega af stuðningsblöðum ráðherans. • Næsta dag var hins vegar all- ur þessi vindur kominn úr stjórnarblöðunum, því að Jónas Þorbergsson hafði þá sent þeim eftirfarandi leiðréttingu: í fréttum Reykjavíkurblað- anna af umræðum, sem fram fóru á Alþingi í gær um Ríkis- útvarpið, virðast. þau hafa skilið og túlkað sum veruleg atriði, er fram komu í umræðunum, öðruvísi en rétt ,er, samkvæmt þeim staðreyndum, sem fyrir liggja. Hermann Jónasson, fyrrver- andi menntamálaráðherra, bar aldrei fram þá kröfu á hendur mér, að ég léti fara fram póli- tiska hreinsun í stofnuninni og því síður að hann hótaði mér brottrekstri úr embætti í því sambandi. Hins vegar er það öllum kunn- ugt, að öllum starfsmönnum Ríkisútvarpsins var sagt upp sumarið 1939, en sú uppsögn (Framhald á 8. síðu) Hríðarveður norðan- og vestanlands Aftaka hríðarveður hefir undanfarna sólarhringa geysað á Vestur- og Norðurlandi og hef- ir veðrið náð allt suður í Borg- arfjörð. Á þessu svæði hefir verið allt að 7 stiga frost, en víðast hvar hiti á Suður og Austurlandi, en þó var fann- koma og frost sums staðar á Suðurlandi í gær. Verst mun veðrið hafa verið á Vestfjörð- um, Breiðafirði og Húnaflóa. Vitað er að nokkurt tjón hefir orðið af völdum veðursins, fé hefir fennt, einkum á Vestur- landi og símalínur slitnað. Veg- ir hafa víða lokazt, vegna fann- fergis og bílar hafa setið fastir á Öxnadalsheiði. í gær, er blaðið hafði tal af (Framhald á 8. síðu) Þmgsályktiinfn 1942. Á sumarþinginu 1942 lét Framsóknarflokurinn flytja til- lögu til þingsályktunar um raf- orkumálin og náði hún fram að ganga. Tillagan hljóðaði á þessa leið: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er geri til- lögur um fjáröflun til þess að byggja rafveitur, í því skyni að koma nægilegri raforku til ljósa, suðu, hitunar og iðnreksturs í allar byggðir landsjins á sem skemmstum tíma, enda verði raforkan ekki seld hærrá verði í sveitum landsins en stærstu kaupstöðunum á hverjum tíma. Nefndin skal sérstaklega gera tillögur um aukinn stríðsgróða- skatt til að mæta óhjákvæmi- legum útgjöldum við fram- kvæmdir í þessu efni, er hefjíst svo fljótt sem unt er að fá inn- flutt efni til þeirra. Nefndin leggi tillögur súnar um þetta efni fyrir næsta reglulegt Al- þingi. Jafnframt ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að láta fara fram undir umsjá rafmagnseft- irlits ríkisins rannsókn á skil- yrðum til vatnsaflsvirkjunar í fallvötnum landsins og því hvernig auðveldast sé að full- nægja raforkuþörf landsmanna hvarvetna á landinu, sérstak- lega hvort hagkvæmt sé á hverj- um stað að vinna orkuna í smá- orkuveri í námunda við notkun- arstaðinn eða taka hana úr sameiginlegri orkuveitu, sem lögð yrði frá stærra orkuveri um einstakar sveitir og kaup- tun eða heila landshluta. Rann- sóknirnar skál hefja nú þegar og hraða þeim svo sem mögulegt er. ! Kostnaður við starf nefndar- innar og rannsóknirnar greiðist I úr ríkissióði." ! Samkvæmt þessari tillögu ■ var kosin nefnd og völdust þessir jmenn í hana: Jör. Brynjólfs- : son, Skúli Guðmundsson, Sig- urður Jónsson, Jón Pálmason, Ingólfur Jónsson. Síðar var Sig- urði Thoroddsen bætt í nefnd- ina. Jörundur Brynjólfsson var formaður nefndarinnar. Fpv. mllli|ifnga- nefinlariimar. Milliþinganefnd þessi leysti mikið og merkilegt starf af höndum. Samkvæmt rannsókn- um og áætlunum, sem hún lét gera, kom það greinilega í ljós, að bezt myndi að byggja fá -en’ stór raforkuver og með þvi að haga framkvæmdum á þann hátt, væri hægt að selja raf- magnið jafn ódýrt í flestum sveitum landsins og kaupstöð- Kné látið fylgja í Morgunblaðinu síðastl. laug- ardag reyndi Bjarni Ben. að afsaka það með veikum mætti, að hann hefði orðið að beygja sig fyrir hótunum Brynjólfs um samvinnuslit, þegar rætt var um útvarpsmálin á Alþingi fyrir skömmu. Þjóðviijinn svar- ar þessu þannig á sunnudaginn: „Bjarni Benediktsson (?) skrifar þvættingsgrein í Morg- unblaðið i gær um umræðurnar á þingi, en þar reiddist hann ofanígjöf þeirri, sem Brynjólf- ur gaf honum og bauiaði hvað eftir annað strákslegar framí- tökur meðan Brynjólfur flutti ræðu sína“. ' ’ Svo langt ganga kommúnist- arnir þannig i því að beygja Bjarna undir ok sitt, að þeir láta sér ekki nægja að hann hiýði þeim.heldur birta þeir hin- ar stráksiegustu lýsingar af þvi þegar Bjarni varð að niðurlægja sig. Um þessi viðskipti má vissu- lega segja, að kné sé látið fylgja kviði. unum, án þess að það þyrfti að hækka í verði á síðarnefndu stöðunum. Slíkur er munurinn á stórvirkjunum og smávirkj- unum. Hinar ýtarlegu áætlanir nefndarinnar voru á sínum tíma birtar hér í blaðinu. Jafnframt þessu samdi nefnd- in ýtarlegt frumvarp til raf- orkulaga og voru allir nefpdar- mennirnir því sammála, nema Sigurður. Thoroddsen. Frv. þetta var lagt fram á seinasta Alþingi af þeim Jörundi Brynj- ólfssyni, Jóni Pálmasyni, Ing- ólfi Jónssyni, Skúla Guðmunds- syni og Barða Guðmundssyni. Nokkur aðalatriði þessa frv. voru þessi: Ríkinu einu er heimilt að reisa og reka orkuver, sem er stærri en 100 hestöfl. Þessi rétt- ur ríkisins verður ekki fram- seldur öðrum nema samþykki Alþingis komi til. Þeir kaupstað- ir, kauptún eða héruð, sem nú eiga og reka raforkuver, er héimilt uð reka þau áfram. Ríkið setji á stofn og starf- ræki rafveitur, er skulu vera eign ríkisins og reknar sem fjárhagslegt fyrirtæki undir umsjón ríkisstjórnarinnar. Engum nema rafveitum ríkis- ins er heimilt að selja raforku (þó skyldi Reykjavfkurkaup- stað, Akureyrarkaupstað, Siglu- fjarðarkaupstað og ísafjarðar- kaupstað vera heimilt að selja raforku á orkusvæðum sínum úr orkuverum þeim, er þessir kaupstaðir nú eiga). Raforku- (Framhald á t. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.