Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 4
4 TlMIIVN, þriðjmlagiim 4. des. 1945 92. blað Fréttapistill úr Húnaþingi Árferði hér í Húnaþingi hefir verið gott það, sem af er árinu 1945. Vorið reyndar nokkuð kalt. Sláttur byrjaði, sökum þessa, viku síðar en meðallag má telj- ast. Nýting heyja varð allgóð. Heyfengur má teljast góður eft- ir mannafla, en stöðugt fækkar fólki, er að heyskap vinnur. Flestir bændur hafa nú kom- izt úr skuldum kreppuáranna. Á stríðsárunum voru litlar fram- kvæmdir, en flestir hugðust að safna sér einhverju sparifé til framkvæmda að stríðinu loknu, þegar verðlag og vinna lækk- uðu. Ýmsir eru nú farnir að gerast svartsýnir fjármálaástandið. Stjórnarstefna núverandi ríkis- stjórnar er frá sjónarmiði gætn- ari bænda helstefna, sem hlýtur að leiða til hruns á okkar pen- ingum. Eða hvérnig ætlast menn til að hægt sé að fram- leiða, þegar framleiðslukostnað- ur okkar er helmingi hærri en í þeim löndum, er við þurfum að selja vörur okkar til? En hvernig lifa hinir svokölluðu launþegar þegar framleiðslan hættir? Ný- sköpun rikisstj órnarinnar, hinir * 30 togarar og 100 bátar, — allt keypt á þeim óhagstæðasta tíma, þurfa að því er virðist að af- skrifast nokkuð mikið til að hægt sé að reka þá. Eða hvað yerður um iðnaðinn, t. d. húsgagnaiðnaðinn, þegar verzlun með þær vörur verður gefin frjáls? Nei, okkur hér virðist mest hætta á því að gripið verði til þess að fella krónuna, til þess að útflutningsverzlunin geti gengið. Stjórnarstefna, sem leið- ið til slíks, er glæpur eins og nú standa sakir. Með því er hrein- lega stolið af ca. 80% af íbúum landsins, og margt eldra fólk, sem orðið er óvinnufært, gert félaust í lok langrar ævi. Ræktunarframkvæmdir eru nú fyrirhugaðar í allstórum stíl í héraðinu. í sumar verið unnið í Austur-Húnavatnssýslu með 2 beltisdráttarvélum, að jarð- vinnslu, er það T. D. 9 og T. D. 6. Auk þess hefir verið unnið/ að jarðvinnslu með 2—3 tractorum. Skurðgrafa hefir unnið að framræslu á áveituengi í Þing- inu, en sú vinna virðist ekki ganga vel, eftir því sem kunn- ugir segja. • Afköst beltisdráttarvélanna virðast ágæt og teljum við það fremur hagstæð vinnubrögð, sérstaklega gerir 'jarðýtan alla tilfærslu margfalt ódýrari en áð- ur gerðist. Mest vantar haganlegar skurðgröfur. Sáuðfjárpestirnar gera okkur erfitt fyrir; árlega missum við bændur ca. 30% af stofninum, sumir reyndu meira, en aðrir ef til vill eitthvað minna. Að búa við slík framleiðslu- skilyrði er seigdrepandi og ekki fýsilegt fyrir unga menn að snúá sér að því. Borgfirzka mæðin er reyndar í stórmikilli rénun, en þingeyska mæðin er þeim mun verri. Vonandi lagast þetta með auknu ónæmi. Bóluefni Guðm. Gíslasonar gerir, að flestra áliti, nokkurt gagn, þó aðeins á þann hátt að lengja líf kindarinnar og getur þvi.í mörgum tilfellum orðið til þess að bóndinn fær arð af ánni. er annars hefði orðið áð engu. Nær allir bændur í Húnaþingi eru því orðnir á einu máli um það, að snúa sér að mjólkur- framleiðslu og stofna mjólkur- samlag, enda þótt þeir megi bú- ast við því, að einhver Sigurð- ur Pétursson verði síðar feng- inn til að halda því fram, að sú framleiðsla sé mest part gerla- framleiðsla, óheilnæm fyrir neytendur. í sambandi við þetta fyrir- hugaða mjólkurbúsmál hefir gerzt mjög skemmtilegur at- burður, og er nú ekki að öðru meira brosað af þeim Austur- Húnvetningum, sem þekkja alla málavöxtu. Stofnun mjólkursamlags á Blönduósi hefir verið á döfinni í nokkur ár. Eins og gengur hafa menn verið fastheldnir við fornar venjur, og auk þess hefir samgöngumálum héraðsins ver- ið þann veg farið, að mjólkúr- flutningar eru óhugsandi úr miklum hluta héraðsins. Svo er reyndar ennþá. Þessar ástæður gerðu það að verkum, að fram- kvæmdir drógust. Nú er þó svo komið, að allir telja óhugsandi búskap, nema reyna mjólkurframleiðslu. Sam- vinnufélögin hafa haft þessi mál með höndum og á síðasta aðal- fundi Sláturfélags Austur-Hún- vetninga var samþykkt tillaga um það, að fela stjórn félagsins að undirbúa málið svo að bygg- ingarframkvæmdir gætu hafizt vorið 1946. Stjórn félagsins heldur svo fulltrúafund í félaginu fyrir nokkrum dögum, til að ræða þetta mál nánar. Fundarboð stjórnar S. A. H. er sent út mánudaginn 5. nóv., en miðvikudaginn 7. nóv. auglýsir Jón Pálmason alþm. almennan fund á sama stað og sama tíma og fulltrúafundur S. A. H.-skyldi haldinn. Tilkynnir hann að fundur hans skyldi fjalla um stofnun mjólkursamlags fyrir Austur-Húnavatnssýslu, og á fundinn komu þeir búnaðar- ráðsformaður Guðmundur Jóns- son, Ólafur bóndi í Brautarholti og Svgjnn Tryggvason mjólkur- fræðingur. Öll framsetning á fundarhaldi Jóns alþm. • var þannig að ætla mátti, að þing- maðurinn gengist að öllu fyrir um þetta mikilvæga mál, og þó föruneytið væri ekki alveg eins fjölmennt og þegar þingmaður- inn fór til Skagastrandar með allt nýsköpunarráðið ásamt ráð- herrum og ótal sérfræðingum, þá var sami auglýsingablærinn á öllu. • Leið nú fram að fundardegi. Þann dag mættu fulltrúar og stjórn S. A. H. og auk þess all- margir héraðsbúar, sem heyra vildu umsögn hinna auglýstu aðkomumanna og sjá, hvernig fundurinn færi fram. Fulltrúa- fundur S. A. H. skyldi haldinn á Hótel Blönduós, en þingmað- urinn ætlaði að halda sipn fund í Samkomuhúsi verklýðsfélags- ins. — Á milli þessara húsa er ea. 20 m. leið. — Aðkomumenn stóðu ráðalaus- ír og vissu eigi á hvorn fundinn þeir skyldu fara, en ýmsir heimamenn glottu í kampinn, og höfðu gaman af þessu basli þingmannsins að eigna sér framkvæmdir málsins, eftir að aðrir höfðu gengizt fyrir því. Einn maður í stjórn S. A. H., búnaðarráðsmaðurinn fyrir A.- Húnavatnssýslu, sá að þingmað- urinn var að ^rða að athlægi með sitt fundarboð, þar sem svo virtist, að hann vissi eigi hvað gerzt hefði í málinu, eða vildi hlaupa í kapp við samvinnufé- lag héraðsins um framkvæmd málsins. Sem dyggur þjónn, er þakkaði fyrir veitta vegtyllu, gekkst nú búnaðarráðsmaðurinn fyrir því að reyna að fá stjórn S. A. H. til að hætta við sinn fund, og ganga fylktu liði til þingmanns- ins. Engan meðnefndarmanna sinna gat búnaðarráðsmaður- inn fengið til þeirrar þjónkun- ar við þingmanninn, en með því þeir eru menn mildir og hjarta- góðir, þá buðust þeir til að lofa þingmanninum að hefja um- ræður á sláturfélagsfundinum, ef það kynni að friða hégóma- girni „forsetans" og hjálpa hon- um síðar til að telja sjálfum sér og öðrum trú um það, að hann hefði bjargað við atvinnulífi héraðsbúa. Að þessum kostum gekk þingmaðurinn og hópuð- ust menn nú í einn fundarsal. Framkvæmdastjóri S. A. H. Fimmtugur: Þorkell Jóhannesson i prófessoc setti svo fundinn, en Jón Pálma- son hóf mál sitt næst á eftir. Talaði hann eins og málið væri nú í byrjun og ekkert hefði verið áður ákveðið með fram- kvæmdir. Var auðheyrt, að hánn vildi koma þeirri trú inn hjá héraðsbúum, að hann væri hinn eini forgöngumaður málsins, og ef nokkuð yrði gert, þá yrði það sér að þakka. Hinir aðkomnu menn létu svo ljós sijtt skína og mátti ýmis- legt græða á ræðu Sveins Tryggvasonar gagnvart starf- rækslu væntanlegs mjólkurbús. Hófust síðan almennar um- ræður. Bónda einum varð það þá á, að halda það hentugt tækifæri að tala um verðlagsmál, því hann hélt, að búnaðarráðsfor- maðurinn myndi kominn á fundinn til umræðna um þau mál, því að e'kki var sjáanlegt, að hann gæti £tt annað erindi — en þá skeður það undarlega. Fundarhlé er gefið og þegar fundur er settur að nýju til- kynnir fundarstjóri, að hér verði ekki rætt um verðlagsmál, held- ur aðeins stofnun mjólkurbús. Virtist því fundarmönnum bún- aðarráðsformaðurinn eigi vilja ræða slík mál, og er það að von- um, ef dæma á eftir málstað og framkvæmdum, %n hvar er orð- ið frelsi ckkar bænda, ef við megum engu ráða um, hvaða verði við seljum vinnu okkar, og megum svo ekki allra auð- mjúkast tala um málið við þann, er framkvæmdina hefir. Hversu langt verður þangað til bannað verður að prenta það, sem kynni áð koma stjórnarliðinu illa? Þeir skilja hvert stefnir, gömlu nazistasprauturnar, eins og Páll Kolka, sem nú taka forystuna um málflutning Sjálfstæðis- flokksins og ganga fylktu liði í tangarsókn — eins og Kolka orðar það með Moskvaeinræðið í öðrum fylkingararmi. Nei, mál- in mega ekki ræðast. Okkur er að hlusta og hlýða skipunum Moskvumannanna og þeirra hjálparkokka. Alþingismaðurinn lagði* svo fram tillögu í mjólkurhúsmál- inu, sem gekk skemmra en sú tillaga, sem samþykkt var á að- alfundi S. A. H. s. 1. vor. Fundar- stjóri mun hafa séð það kými- lega í málinu, og gjarnan unnt þingmanninum smávegis að-' hláturs fyrir frumhlaupið og fá- fræðina. Lofaði hann því að fara fram atkvæðagreiðslu um málið, enda þótt ákveðnari tillaga hefði verið samþykkt s. 1. vor. Var svo fundi slitið, og leik- sýningu , þingmannsins þann dag. Þingmaðurinn keyrði svo suð-’. ur með sínu fríða föruneyti, skrifaði um málið í ísafold og setti tilkynningu í útvarpið. þar sem landslýðnum átti að verða Dr. Þorkell Jóhannesson frá Fjalli prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands á fimmtugs- afmæli 6. þ. m. Foreldrar hans voru Jóhannes Þorkelsson bóndi á Syðra-Fjalli í Aðaldal og kona hans Svava Jónasdóttir, Krist- jánssonar, sem á efri árum bjó í Leirhöfn á Sléttu, Þorgríms- sonar. Þeir voru bræður og ná- grannar, Jóhannes á Syðra- Fjalli og Indriði á Ytra-Fjalli, góðir bændur, en jafnframt unnandi skáldskap og þjóðleg- um fræðum. Þorkell á fjölda skyldmenna í báðum Þingeyjar- sýslum og allt austur í Skeggja- staðahrepp, og raunar víðar um land og i Vesturheimi. Þorkell Jóhannesson stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og síðar í Menntaskól- anum í Reykjavík. Lauk hann þgr stúdentsprófi vorið 1921. Eftir það innritaðist hann í Há- skólann og lauk meistaraprófi í íslenzkum fræðum vorið 1927. yr.. sérgrein hans sagnfræði. Lagði hann þá þegar mesta stund á atvinnusögu þjóðarinn- ar frá öndverðu og er eflaust fróðastur núlifandi íslendinga um þau efni. Einn af kennurum Þ. J. hefir sagt mér, að þegar hann hóf háskólanám sitt að loknu stúd- entsprófi, hafi hann verið svo víðlesinn í bókmenntum, að slíks Ijóst hin föðurlega umhyggja hans og framkvæmdasemi. í útvarpinu var auglýst, að fundur hefði verið haldinn á Blönduósi, til að ræða um stofn- un mjólkurbús fyrir Austur- Húnavatnssýslu og Jón alþm. Pálmason verið málshefjandi. í blað sitt, ísafold, setti hann svipaða auglýsingu. Heimamenn brosa að þessari tilraun þingmannsins til að eigna sér málið, þegar það er komið á það stig, að fram- kvæmdir voru þegar ákveðnar og öllum orðið ljóst, að ekki er um annað að gera en snúa sér að mj^lkurframleiðslu. En ýmsum bændum mun verða hugsað til vísuparts Ein- ars Benediktssonar í sambandi við framkomu þingmannsins: „Að verma sitt hræ við annarra eld, að eigna sér bráð, sem af hinum var felld. Var grikkur að raumanna geði. Fundarmaður. hafi þá verið fá eða engin dæmi um stúdenta. Kom þar í ljós.-að hann hafði varið vel æsku’sinni í skóla og sjálfsagt ekki síður í föðurgarði. Þegar að loknu meistaraprófi hefði hann ef- laust verið fullfær um, og flest- Þorkell Jóhannesson prófessor um betur, að gegna þeim störf- um, er honum nú hafa verið falin. Eftir að öndvegishöldur sagnfræðinnar dr. Páll E. Óla- son, lét af' prófessorsembættinu lá nærri, að Þ. J. yrði veitt það árið 1931. Af því varð þó ekki í það sinn. Árið 1927 var £. J. ráðinn skólastjóri og íslenzkukennari við Samvihnuskólann í Reykja- vík. Jafnframt stjórnaði hann tímaritinu ,.Samvinnan“t Hafði hann störf þessi á hendi um 4ra ára sk’eið, en sinnti fræði- mennsku jafnfrarðt. Eftir það varð hann bókavörður við Landsbókasafnið (til 1943), og skömmu síðar var hann sæmd- ur doktorsnafnbót við Kaup- mannahafnarháskóla fyrir bók sína um frjálst verkafólk á fs- landi til siðaskipta. Þegar Nýja dagblaðið var stofnað í Reykja- vík haustið 1933, varð hann rit- stjóri þess um hríð. Þá kom hann á fót í sambandi við út- gáfu blaðsins, tímaritinu Dvöl, sem var nýjung meðal íslenzkra tímarita, því að það flutti ein- göngu erlendar smásögur í þýð- ingu. Þýddi Þ. J. sjálfur flestar sögurnar. Voru þýðingarnar hinar prýðilegustu og athyglis- verðar. Tímarit þetta kemur enn út, þótt útgefendur séu aðr- ir, en reglu þeirri, sem Þ. J. tók upp um efni- þess, hefir oftast vérið fylgt að miklu leyti. Mun (Framhald á 5. síðuj sambandi nafngreindur fjöldi manna. Allt þetta var gert til þess að vera við því versta bú- inn. Og þess var ekki heldur vanþörf, því að sendiför'Hess misheppnaðist gersamlega eins og kunnugt er. Churchill var nefnilega ekki ginnkeyptur fyrir þeim sátta- boðum, sem Hess flutti frá Hitler. Forsætisráðherra Bret- lands sagði þjóð sinni ekki held- ur frá erindi hans. Samt sem áður var nafn Hess nefnt nokkr- um sinnum. Við setningu þings- ins 12. nóvember 1941 sagði Churchill meðal annars: „Gestur okkar, Hess, hefir stundum látiö falla orð, sem benda til þess, að Hitler hugsi sér fremur að reyna að svelta okkur inni en hefja innrás . .“. Þetta orðalag Churchills varð svo til þess, að útvarpið í Moskvu, þar sem menn voru milli vonar og ótta um niður- stöðuna af för Hess, lét íil sín heyra. Hafði það í flimtingum, 'að Churchill nefndi Hess gest og sagði, að hann myndi sérleg- ur erindreki Hitlers í Lundún- um og væri hlutverk hans að fá Breta til að hætta að berjast. Þegar eftir að hernaðarbanda- lag Breta og Rússa tókst, kröfð- ust rússnesk blöð þess, að Hess yrði dreginn fyrir lög og dóm og dæmdur sem stríðsglæpa- maður. En Bretar kusu heldur, að Hess yrði stríðsfangi, þeirra, þar til að stríðslokum, að mál hans yrði tekið til rannsókn- ar. 22. september 1943 birtist í fyrsta skipti nokkur frásögn um för Hess til Bretlands, og var hún samkvæmt opinberum heimildum. Jafnvel þótt menn, sem þóttust vita viti sínu, teldu ekki, að þarna kæmi fram allur sannleikurinn, var í þessari greinargerð mjög áhugaverð frásögn um þetta umtalaða Hess-mál. Þar var gert heyrin- kunnugt meðal annars, að Hess hefði þrívegis áður reynt að komast til Dungavel á Skot- landi, í fyrsta skipti í desember- mánuði 1940. Við komu sína til Skotlands hafði hann sagt, að hann væri kominn til þess að bjarga mann- kyninu. Foringinn vildi ekki mola Bretland og kysi þess vegna að binda enda á ófrið- inn. Hess sagðist, segir í grein- argerðinni, þó hafa tekizt þessa ferð á hendur án samþykkis Hitlers. Hann stakk upp á því í hans umboði, að Þjóðverjum yrðu gefnar frjálsar hendur á meginlandi álfunnar, en í þess stað skyldu Bretar óáreittir fá að skipa málum í tíírezka heims- veldinu, að undanskildum hin- um gömlu nýlendum Þjóðverja, er skyldu aftur afhenta-r þeim. Rússland skyldi verða aðallega Asíuríki, og Bretar áttu að yfir- gefa Irak. Samkvæmt þessari frásögn hafa kröfur Hess verið talsvert harðari en ætla mátti samkvæmt öðrum fregnum, sem fengizt hafa af uppástungum hans. Eftir því sem segir í þess- ari greinargerð, á^tti Hess einn- ig að hafa sagt, að orðrómurinn um árás Þjóðverja á Rússa væri ekki á rökum reistur. Loks setti hann það skilyrði, að við annan aðila yrði að semja en stjórn Churchills. Það var skylda Hitlers, sagði Hess, að tortíma Stóra-Bretlandi og mola veldi Breta gersamlega, ef ekki yrði fallizt á þetta sáttaboð og þá yrði England um aldur og ævi undir þýzkri yfirstjórn. * Síðan þetta var uppskátt gert hafa síast út ýmsar nýjar frétt- ir um flug Hess til Bretlands, og af þeim er nokkurn veginn unnt að skapa heildarmynd af gangi málanna. Þegar hermennirnir komu heim til McLeans til þess að sækja hinn býzka gest hans, hafði Hess heilsað þeim með þessum orðum: — Engin vopn, engar sprengj- ur. Hann var í brúnum flug- mannsbúningi úr leðri, með ljósmyndavél hangandi við öxl sér og uppdrátt af flugleiðinni spenntan fastan við lærið. í sjúkrahúsinu sagði hann að hann hefði flogið frá Munchen á fjórum klukkustundum og flogið beina stefnu til Dungavel í grennd við Glasgow, þar sem hertoginn af Hamilton bjó. Þegar hann lenti, kom maður hlaupandi til hans með heykvisl á lofti. Það var McLean. Honum hafði hann fylgt til bæjar og beðið þar, unz hermennirnir komu og sóttu hann. Hann hafði verið hinn rólegasti og um leið og hann fór, sagði hann við fylgdarmenn sína: — Ekki óvinur, heldur vlnur Englands. Frá sjúkrahúsinu voru send skeyti til Lundúna um þessa undraverðu gestakomu, og ut- anríkismálaráðuneytið sendi Ivone Kirkpatrick, fyrrverandi sendiherra Breta í Berlín og túlk Chamberlains í Godesberg og Munchen, i flugvél til Skot- lands til þess að kynna sér málið og stjórna yfirheyrzl- um. Hertoginn af Hamilton, sem Hess hafði fyrst og fremst ætlað að ræða við, kom einnig á vettvang. Þessu næst birtast svo hinar þýzku og ensku til- kynningar um ferðalag Hess, og jafnskjótt komast á sveim hvers konar flitgufregnir um erindi hans til Englands. Loks gerðist svo það furðulegasta: Eftir nokkurra vikna ákaft umtal féll málið í þagnargildi. Hess gleymdist að kalla. Hess var sendur til Bret- lands með friðarboð og átti að þreifa fyrir sér meðal áhrifa- ríkra aðila, hvernig tilboðum um friðarsamninga yrði tekið. Hitler þóttist ekki lengur geta skotið á frest krossferð sinni gegn Rússum og vildi hafa frjálsar hendur. Hitler sá und- ir eins frgm á, að hann varð að senda háttsettan nazista með friðarboð sín, ef nokkr- ar líkur áttu að vera til þess, að því yrði tekið. Það varð líka að vera inaður, sem hann gat treyst til fulls — maður, sem gat gefið viss fyrirheit í hans nafni. Hess var fæddur í Alexandríu og talaði ensku mætavel og taldist hafa stað- góða þekkingu á ensku skap- ferli. Svo var leitað fcil for- manns ensk-býzka félagsins í Bretlandi, hertogans af Ham- ilton, og með hans aðstoð áttu þessar umleitanir að fara fram. Þegar svarið við því, hvort Hess yrði veitt móttaka til viðræðna, var játanéi — Hess flaug. Þar í var fólgin skýringin á því, að flugvél hans var ekki áreitt á nokkurn hátt — ekki skotið á hana einu einasta skoti. Hess naut meira að segja samfylgdar tveggja Hurricane-flugvéla, sem áttu að vernda hann á leiðinni yflr England. En Hess og leiðtogum þriðja ríkisins var það ekki ljóst, að það var alls.ekki hertogínn af Hamilton persónulega, er hafði sent svarið. Það var leyniþjón- ustan brezka, er hér hafði ver- ið að verki, og það var við hana, sem forustumenn þýzka ríkisins höfðu átt bréfaskipti. Á flugvelli hertogans af Ham- ilton beið mótttökunefnd en sökum bensínskorts komst Hess aldrei svo langt, að sendi- menn brezku leyniþjónustunnar fengju að bjóða hann velkom- inn á brezka grund. Af sömu ástæðu fékk heimurinn þegar vitneskju um för Hess. Hefði allt farið sem ætlað var, myndi almenningur enga vitneskju hafa fengið um þennan atburð fyrr en seint og síðar meir. Kirkpatrick átti langar sam- ræðuý vlð Hess og tókst að hafa upp úr honum um ráða- gerðir og fyrirætlanir nazista, því að Hess stóð í þeirri trú, að hann væri að ræða við milligöngumann frá þýzk- enska félaginu. Hess var ræð- ’inn, og ágrip hragifltaranna af samræðunum fyllti mörg hefti. Hann lét eins og hann væri að gefa andstæðingunum síðasta tækifærið til þess að bjarga sér frá tortímingu — enda þótt hann væri handviss um, að þeir væru í rauninni gersigraðir. Samkvæmt upplýsingum, sem þó eru ekki frá opinberri hálfu sprottnar, var svo til ætlazt, að Hitler léti hersveitir sínar yf- irgefa allt Frakkland, nema El- sass-Lothringen, allt Holland, Belgíu, Noreg og Danmörku. Luxemburg ætluðu Þjóðverjar að halda, en Júgóslavíu, Grikk- landi og Miðjarðarhafslöndun- um var Hitler fús til að sleppa hendinni af og jafnvel hjálpa Bretum til þess að jafna reikn- ingana við ítali. Þetta var endurgjaldið, sem Bretar áttu að fá fyrir það að vera hlutlausir í styrjöldinni, sem Hitler hugði á í Austur- Evi’ópu. Hess var tvo daga að útskýra þetta friðarboð og fyrirætlan- irnar í sambandi við það. Hann lagði. megináherzlu á, að nú gæfist Bretum síðasta tækifær- ið til þess að bjarga sér og til þess að bjarga Norðurálfu frá asískum bolsévisma. Síðan hélt Kirkpatrick til Lundúna á fund brezku stjórnarinnar með tilboðið og vitneskju sína, og seinna fékk Roosevelt að gægj- ast í plögg hans. Niðurstaðan varð sú, að ein- valdanum í Moskvu var gert við- vart. Hann þurfti ekki heldur lengi að bíða aðgerða af hálfu (Framhald á 5. síðu) I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.