Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 7
92. blað TÍMIM, |>riðjinlaj>iiin 4. des. 1945 7 Á víðavang i (Framhald af 2. síðu) Margir ei’u hér vegna þess, að hér eru þægindi mest. Ekki skal það eftirtalið, því að öllum þykir gott að njóta þeirra, en muna mega Reykvíkingar það, að með ábyrgð alþjóðar fengu þeir þægindi sín mörg. Það er vafasamur-hagur fyr- ir Mbl. að taka nú á flokk sinn ábyrgðina á þessum mismun, sem hér er á Reykjavík og öðr- um stöðum landsins. Stundum er um það að ræða, að Reykja- vík hafi notið forréttinda. Það kann að eiga eðlilegar ástæður, en það má ekki framlengja þannig, að Reykjavík haldi rétti landsins, og Reykvíkingar sitji yfir hlut annarra manna. Svo/ mikið er víst, að hinir „greind- ari menn og víðsýnni“ í bænum vilja það ekki, þó að Mbl. segi, að það sé nú þeirra hagur. Umskipti, sem ýmsir vildu. Þegar gengið er um götur bæjarins, er margt fallegt að sjá í búðargluggum. En það er ekki víst, að „greindari og víð- sýnni“ mönnunum þætti bær- inn ljókka, þó að verzlunin þrengdi eitthvað að sér, svo að nokkrar ljótustu braggaíbúð- irnar og kjallara gætu horfið úr sögunni. Það er ósköp hætt við því, að ýmsir þeir, sem búa neð- an gatnaixna og sjá ekki til himins út um glugga íbúða sinna, eða þá að þeir sem haf- ast við í köldum og ryðbrunnum hermannaskálum, án skolp- leiðslu og slíkra þæginda, gætu hugsað til þess, að samdráttur yrði í verzluninni, svo að eitt- hvað húsnæði losnaði frá henni. Líka getur hugsast, að þessu fólki sumu finndist að forráða- mönnum Morgunblaðsflokksins hefði verið nær að stuðla að því, að byggt væri yfir fólkið hér, en fresta fram yfir kosningar byggingu stórhýsa, sem þeir eiga sjálfir úti um land, og hafa sér til gamans eingöngu. Það gæti farið svo, að flokk- ur Mbl. og hans nánustu yrðu að gera sér að góðu heildsala- mál og sumarbústaði í staðinn fyrir atkvæði hinna „greindari og víðsýnni“ manna. Dapi’ari hlið. En það er ekki allt fagurt, fullkomið og gott, sem fyrir aug- un ber, þegar gengið er um göt- ur þessarar borgar. Þegar kvölda tekur, setja ýmsar knæpur og krár meiri og leiðari svip á bæ- inn en góðum mönnum geðjast að. Drykkjulæti ölvaðra manna, sem rífast og berjast eftir því, sem þeir eru menn til, svo sem lífsþrótti þeirra og manndómi er komið, heyrast stundum á fjölförnum götum. Um hábjart- an daginn ganga stæðilegir menn á bezta aldri um göturn- ar og biðja vegfarendur að gefa sér fé. Þetta er á þeim tím- um, þegar hver maður getur fengið vinnu svo að segja fyrir- varalaust. Af og til heyrast svo fréttir um afbrot eins og faLs- anir og þjófnað, nauðganir og manndráp. Allt er þetta í rök- réttu og föstu orsakasambandi hvað við annað. Mbl. ætti að segja Reykvík- ingum frá því, hvað flokkur þfss hefir gert ttl þess að fyr- irbyggja þetta. Hér er blæðandi meinsemd, sem þarf að lækna í okkar góðu og kæru höfuðborg. Sennilega tækju hinir „greindári og víð- sýnni“ menn því vel að heyra hvað „flokkur Reykjavíkur", Sjálfstæðisflokkurinn, hefir gert og ætlar að gera til að af- nema hneykslið. Óglæsilegar horfur. Það verður lítið eftir fyrir Mbl. að státa af, þegar öll kúrl eru komin til grafar. Háa kaup- gjaldið, sem gerir almenningi fært að þola dýrtíðina, er að stofni til ekki afrek eða gjöf Morgunblaðsmanna. Stríðið og peningaveltan, sem af því leiddi, er ekki heldur þeirra verk. Van- rækslan í sambandi við nauð- synjamál annarra héraða, er ekki til að hæla sér af, þó að Mbl. og menn þess eigi þar drjúgan hlut að. Þá er eftir óstjórnin á verð- lagsmálunum. Á henni hafa fáir grætt en flestir tapað. Og þeir fáu standa alveg eins í þakkarskuld við kommúnista. Horfurnar fyrir Mbl. eru því ekki glæsilegar. ErLent yfirlit (Framhald af 2. sídtt) samt enn 110 kg. og er því í sæmilegum holdum. Hann er klæddur einkennisbúningi, en fær ekki að bera neinar orður. Hess er fölur og veiklegur og virðist ekki með öllum mjalla. Hann situr við hlið Görings og reynir að spjalla við hann, en Göring sinnir honum lítið. Bald- ur von Schirach, leiðtogi æsku- lýðsfylkingarinaar, ber sig hið karlmannlegasta. Flotaforingj - arnir Raeder og Dönits eru jafnan hinir rólegustu og tala litið. Sama er að segja um von Naurath, fyrrum utanríkisráð- herra, og von Schacht, fyrrum þjóðbankastjóra. Sá síðarnefndi talar þó einstaka sinum við eft- irmann sinn við bankann, Walt- er Funk, sem einnig er einn hinna alræmdu. Keitel, formað- ur herforingjaráðsins, skrifar stöðugt niður ýmsar athuga- semdir. Ribbentrop er fölur óg vesailegur og sama er að segja um Hans Fritsche, sem var yfir- stjói-nandi útvarpsins. Julius Streitcher, sem mest gekkst fyr- ir Gyðingaofsóknunum, er orð- inn mjög fyrirgengilegur. Aðrir hinna ákærðu eru Alfted Rosen- berg, sem var einn helzti frum- kvöðull nazismans, Hans Frank, sem var landsstjóri í Póllandi, Wilhelm Frick, sem var innan- ríkisráðherra, Fritz Sanckel, sem annaðist um útvegun verkafólks frá hernumdu löndunum, Seyss- Inquart, sem var landsstjóri í Hollandi, Jodl hershöfðingi, von Papen, bragðarefurinn alkunni og Albert Speer, sem var víg- búnaðarráðherra. Um það leyti, sem réttarhöld- in byrjuðu, komu blaðamenn því til leiðar, að hinir ákærðu vaéru spurðir um, hvað þeir vildu segja um réttarhöldin. Göring sagði, að hann væri ánægður yfir því, að réttarhöldin byrj- uðu, því að hann kynni alltaf bezt við sig-, þegar hann væri kominn í bardagann. Annars kvaðst hann búast við að lenda í gálganum, eins og allt væri i pottinn búið. Streiche, von Pa- pen og Sauckel létu svo ummælt, að þeir hefðu hreina samvizku. Keitel kvaðst vera við öllu bú- inn og Jodl svai’aði á sömu leið. Rosenberg kvaðst vera búinn undir það versta. Schacht sagð- ist ekkert hafa að óttast. Rib- bentrop sagði, aö sér stæði eig- inlega á sama, en hann vildi gjarnan fá lengri tíma til að undirbúa vörn sína. Enn er ekkert ákveðið um, hve lengi réttarhöldin eiga að standa, en búist er við, að þau vari lengi. Auglýsing um cinstefnuakstur á Hringbraut. Samkvæmt ályktun bæjarstjói’nar Reykjavíkur hefir verið ákveðinn einstefnuakstur um þá hluta Hringbraut- ar, sem fullgerðir eru, þannlg, að um hvora akbraut sé einungis ekið í aðra áttina: um innri brautina frá vestri til austurs og úm ytri brautina frá austri til vesturs. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. nóv. 1945. Agnar Kofoed-Hansen. Fegursta tækifærisgjöfin Bók þessi hefir ad' geyma hið snjallasta og fegursta, ^ sem sagt hefir verið um konur og ástir, á fjölda tungu- mála. Þar eru orff margra heimsfrægra manna, skálda, rithöfunda og stjórnmálamanna, leifrandi af gáfum og andagift. Spakmælum þessum hefir safnaff A. Ferreira i>* Almeira. Drummer litur Hverjum pakka af Drum- mýr lit fylgja notkunar- reglur á íslenzku. Drummer litur fæst víða. Heildsölubirgðir: Jón Jóhannesson & Co. Sími 5821. Reykjavík Stúlkur óskast til fiskflökunar eft- ir áramótin. Hátt kaup, frítt húsnæði. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja íslenzka þýffingin eftir: ILoft Giiðmundsson, rithöfund. Bókin er bundin í /úskinn' og frágang- ur hennar allur með afbrigðum vandaður Þetta er fegursta og hugþekkasta isgjöfín Bókaútgáfa Guðjóns Ó Guðjónssonar HuUveifiarstíf/ 6.-Sími 4169. WINCHARGER VINDRAFSTÖÐVAR 0(, RAFGEYMAR Paul Smith, Reykjavík. Samband íslenzkra Samvinnufélaga, Reykjavík. Aðalumboðsmaður á íslandi: Guffmundur Marteinsson, verkfræðingur, Reykjavík. ■ — — —'——— —-----------——-——--—*------- Auglýsing frá Viðskiptamálaráðuneytinu Þar til er gefin verður út skrá um það á hvaða vöru- tegundum innflutningur skuli vera háður leyfisveiting- um og frá hvaða löndum, eins og gert er ráð fyrir í lög- um um innflutning og gjaldeyrismeðferð, sem gefin voru út i dag, er bannaður innflutningur á öllum vörum, án leyfis viðskiptaráðs svo Sem verið líefir. Viðshiptamálaráifuneytift, 30. nóv. 1945. P A RCIVAL SÍÐASTI MUSTERISRIDDARINN 1.-11. I Komið hafa í leitirnar nokkur eintök af þessari vinsælu bók, er kom út i 2. útgáfu 1936. Séra Árni Sigurðsson fríkirkju- prestur segir í ritdómi um bók þessa á sínum tíma: f ......... Parcival er hin indæl- asta unglingabók, sem ég get hugsað nér. Heilbrigðum, óspilltum, röskum 'g skynsömum drengjum hlýtur að /era sönn nautn að lesa slíka bók, hrífast af hinum áhrifamiklu við- burðum, læra að elska og innræta sér drengskapinn og dyggðirnar, sem helztu persónurnar sýna í lífi sínu og verkum og læra um leið að hafa megnustu andstyggð á lygi, falsi, svikum og bleyðimennsku og ódreng- skap“. Séra Priðrik J. Rafnar vígslubiskup hefir þýtt þetta ágætisverk, sem er í 2 bindum, samtals 672 blaðsíður í stóru broti. — Þessi fáu eintök verða seld með gamla verðinu, eða kr. 40.00 ib. — Ættu menn nú þegar að nota tækifærið meðan það gefot og eignast þessa sér- stæðu bók. Tilvalin tækifærisgjöf ungiim sem eldri. NORÐRI áék. A UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.