Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 6
6 TlMIIVV, þrigjwdaginii 4. cles. 1945 92. blað SEXTUG Rannveig Sigurðardóttir í E i n Rannveig Sigurðardóttir í Ein- holti varð 60 ára 1. desember 1945. Hún er búin að vera vinnukona í 40 ár og þar af 38y2 ár á sama heimili. Það þykja ef til vill ekki nein merkistíðindi, þótt vjinnukona sé búin að vera 38 y2 ár á sama heimili, og þó held ég, að það megi teljast merkilegt, þegar at- hugaðir eru þeir tímar, sem við nú lifum á. Rannveig er fædd að Miðskeri í Nesjum 1. des. 1885. Hún ólst upp á Miðskeri til 19 ára ald- urs hjá foreldrum sínum, Sig- ríði Ólafsdóttur og Sigurði Hannessyni. Hún missti móður sína snemma árs 1905, og um vorið það ár brá faðir hennar búi. 3. maí 1907 fór Rannveig sem vinnukona til mín. Síðan hefir hún unnið mér og mínu heimili óslitið fram á þennan dag, með frábærri trúmennsku, og hefir hvergi hlíft sér. Þegar Rannveig kom til mín, hafði ég eignazt tvo drengi, er voru á fyrsta og öðru ári, og hafði því kona mín þá strax orðið æði mikið verkefni að hugsa um drengina. Rannveig tók strax við öllum algengum störfum heimilisins, svo sem eldhús- störfum, mjöltum sumar og vetur (ær og kýr). Hún annaðist eldiViðarhjirðingu og heyjaöfl- un með mér að sumrinu og gripahirðingu 1 fjarveru minni á vetrin, og að öllu leyti hirð- ingu kúa og fleira, auk inni- vinnu, ýmis konar tóvinnu og þjónustubragða. Og eftir því sem börnum okkar hjóna fjölg- aði, ukust annir heimilisins og umsvif öíl, svo að hvert okkar þurfti að leggja fram alla sína krafta, og vinnukonan var þar enginn eftirbátur. Hún hafði aldrei spurt um, hvort ætti að hafa 8 eða 10 eða allt að 14 stunda vinnudag. Hún hafði heldur aldrei spurt um, hve hátt yrði kaupið. Hún hefir innt af hendi starf sitt með brennandi áhuga fyrir hag heimilisins og móðurlegri önn fyrir líðan hvers einstaklings á heimilinu, hvort sem heldur var maður eða málleysingi. Rannveig er dýravinur með afbrigðum. Ég hefi oft verið hrifinn af að sjá, þegar hún hef- ir verið að annast kýrnar um burð, að sjá þá ástúð, umönnun og aðhlynningu, sem þá var veitt. Áður en drengir mínir voru vaxnir til starfa, annaðist Rannveig einnig oft í mínum forföllum ærnar um sauðburð- inn með miklum dugnaði, ná- kvæmni og heppni. í fáum orð- um sagt: Hún var vinnukonan, hún var vinnumaðurinn, hún annaðist störf húsfreyjunnar og húsbóndans að því leyti, sem þau ekki fengu annað sínum störfum. Eftir að konan mín andaðist hefir Rannveig annast barna- hópinn sem væru þau hennar börn, og nú þegar barnahópur- inn er uppkominn og mikið af honum er flutt í burtu, þá er það enn Rannveig, sem vinnur með börnum míniim, sem heima eru, af áhuga og fórnfýsi að heill heimilisins á allan hátt. Og nú um nokkur undanfarin ár hefir móðir mín og tengda- faðir minn verið til heimllis hér hjá okkur bæði blind og ellihrum og hefir það .að mestu komið á bak Rannveigar að annast þau, og hefir hún gert það með sama dugnaði og þol- gæði og allt annað. Ekki get ég óskað þér annars betra, mitt kæra íslenzka þjóðfélag, en að þú ættir sem flesta þegna á borð við Rannveigu. Og hver eru svo laun Rann- veigar eftir aljt hennar starf? Mörgum mundi að sjálfsögðu finnast þau létt í vasa.Að sjálf- sögðu á hún mestu og beztu launin í sjálfri sér í meðvitund- inni um, hvað hún hefir vaxið með störfunum og í meðvitund- inni um það að hafa fórnað öllu sínu starfi í þágu heimilisins og um leið í þágu þjóðarinnar. í öðru lagi á hún laun í þakklát- um huga mínum og allrar fjpl- skyldu minnar, þar sem hverj- um einstaklingi er ljúft að 1 O I t i minnast hennar sem meðeig- anda alls, er við eigum í and- legum og efnislegum skilningi. Og vilt þú nú ekki, lesari góður, reyna að gera þér ljóst, hvor muni vera þarfari þjónn hins íslenzka þjóðfélags, vinnukonan í Einholti eða rithöfundurinn og skáldið, sem leggur meginstund á að níða hana og annað al- þýðufólk, sem vinnur í kyrrþey en þrotlaust í þarfir þjóðfélags- ins að andlegum og efnislegum verðmætum — skáld, sem dáð eru fyrir þetta athæfi af nokkr- um hluta þjóðarinnar og greitt fyrir af sameignarsjóðum okkar allra? Og nú er Rannveig 60 ára. Og þrátt fyrir öll hennar miklu af- köst virðist hún enn hafa mik- inn áhuga og þrótt til starfs, og þó sést glögglega að kröftum hennar er þann veg komið, að þörf er hennl fleiri hvíldar- stunda en hún hefir áður notið. Rannveig er greind kona og fjölhæf til starfs. Hún hefir ekki gefið sér mikinn tíma til lesturs. En hún les vel — það er að segja: hún er glögg í vali bóka til lesturs og les til að auka sitt eigið manngildi og skerpa skilning sinn á vandamálum lífsins. * ■ Á þessum tímamótum í lífi Ragnheiðar tek ég að mér sem fjölskyldufaðir í Einholti að þakka henni fyrir mína hönd og alls míns fólks fyrir allt er hún hefir verið okkur 1 þessi 38 y2 ár, sem hún hefir eytt kröftum sínum í okkar þágu, og við óskum að mega enn um skeið fá að njóta samstarfs hennar og umönnunar hér á heimilinu. Og um leið og við þökkum henni, biðjum við guð að launa henni vel unnin störf með því að gefa henni bjartar og hamingjusam- ar ófarnar ævistundir. Kristján Benediktsson. ÞORPIN OKKAR (Framhald af 3. síöu) með, að sjónarmið almennra hagsmuna heima fyrir kæmu til greina við ráðstöfun bátanna. Önnur afmenn félagssamtök koma þarna og til greina. Ýms kaupfélög hafa tekið þátt í því að leysa þessi mál og fer vel á því. Eins virðist mér að verka- lýðsfélög kæmu hér til greina, svo mjög sem þetta snertir þeirra svið. Yfirleitt öll þau fé- lög, sem tryggt er að standa undir valdi og stjórn almenn- ings á staðnum, og aldrei geta samkvæmt eðli sínu flutt burtu, hafa sterka aðstöðu til að skapa öryggi í þessum eínum. Þetta þarf almenningur í hverju þorpi að hugleiða og forustumenn á sviði löggjafar og stjórnarstarfa verða að sinna öllu því, sem aukið getur jafnvægi og öryggi um afkomu hins vinnandi fólks á þessum sviðum. Hér, eins og alls staðar, er lifandi samband milli þarfa fólksins á hverjum stað og þjóðarhagsmuna. Ályktarorð. Aðalatriði þess, sem hér hef- ir verið sagt, er þá þetta: Út- gerð þorpanna er nauðsynlegur þáttur í því, að nytja náttúru- gæði þessa lands. Eins og nú standa sakir, hefir þessi hlið út- vegsmálanna verið vanrækt, svo að til stórkostlegra vand- ræða horfir, ef ekki er skjótt og myndarlega við brugðið. Það verður að gera bátaútveginn líf- vænlegan atvinnuveg. Honum þarf að skapa öryggi og vernd. Það þarf að bæta sambúðar- hætti þeirra, sem gera út bátana og sækja fiskinn í sjóinn og þeirra, sem annast verkun afl- ans á landi, svo að trúnaður og gagnkvæm samhjálp komi þar í stáð tortryggni og úlfúðar, sem nú er víða. Samvinnufréttir frá Norðurlöndum Frá Xoregi: Frá Sviþjjóð: Norskir samvinnumenn eru þegar byrjaðir að gefa út blað sitt „Kooperatören" á ný, og kom fyrsta tölublað 39. árgangs á sjónarsviðið hinn 15. júní síð- astliðinn. Þar segir svo um starfsemina á stríðsárunum: „í dag kemur „Kooperatören" eftir langa bið. Blað okkar fékk einnig að kenna á ógnaröld nazistanna. Fyrst var ritstjór- anum vikið úr embætti í des- embermánuði árið 1942, en í júní kom sú orðsending frá hinni svonefndu „menningar- deild“, að útgafan skyldi með öllu stöðvuð frá og með 1. júlí. Þannig hafa félagar vorir orð- ið að láta sig vanta blaðið í tvö löng ár, þótt sá skortur hafi auðvitað verið lítilræði eitt hjá öðrum hörmungum, sem gengið hafa yfir landslýðinn. Hitt hefði líka verið verra og hættu- legra, ef nazLstarnir hefðu reynt að dreifa sínum viðbjóðslega á- róðri meðal samvinnumanna og notað til þess málgagn þeirra sjálfra. En þessu komumst við hjá og getum glaðst yfir því“. Samband norsku samvinnu- félaganna, „Norges Koopera- tive Landsforening", hélt fyrsta fund sinn eftir stríðslok hinn 15. maí. Mættir voru auk for- mannsins, Andr, Juell, þessir fulltrúar í stjórninni: Jens Teigen forstjóri, Knut Thon bóndi, Úilmar Fjeldheim bak- arameistari, frú Sigrid Sivertsen og Randolf Arnesen fulltrúi. Formaðurinn setti fundinn með ræðu og hóf máls með því að fagna friðinum og frelsinu en jafnframt að bera fram árnað- aróskir um samvinnustarfið, sem nú mætti aftur hefja í frjálsu þjóðfélagi. Sérstaklega bauð hann frú Sigrid Sivertsen velkomna eftir 17 mánaða fang- eísisdvöl. Jens Hagen stjórnar- fulltrúi var enn ekki kominn heim frá fangelsisvist í Þýzka- landi. Formaðurinn þakkaði full- trúunum samstarfið á hinum liðnu, erfiðu árum og lét í ljós þá von og trú, að andi sam- vinnunnar, sem á stríðsárunum hefði geymzt frjáls og óháður, mætti leysa öll vandamál í nú- tíð og framtíð. Nýlega eru komin út nokkur samvinnurit hjá bókaútgáfu N. K. L. Af þeim mætti nefna „Kjenner De Kooperationen“ eftir Reider Hansen, „Sam- virkelag i Hedemark“, „Sam- virkelag i Burkerud", „For- bruksforeninger i Rogaland", „Samvirkelag i Nordland" og „Samvirkelag paa ,Sörlandet“, allar eftir Randolf Arnesen og prentaðar. í trássi við þýzku yf- irvöldin. Þá er ein bók eftir sama höfund í prentun, og nefnist hún „Samvirkelag i Tröndelag“. Sænska samvinnusambandið hefir tilkynnt, að það muni halda áfram hinum árlegu styrkveitingum til sex sam- vinnumanna frá hinum Norð- urlöndunum, sem stunda vilja nám við Jakobsberg lýðháskóla, en hann er, sem kunnugt er, rekinn að nokkru leyti fyrir at- beina þess. Samkvæmt þessu er einn íslendingur nýlega farinn til Svíþjóðar og mun dveljast þar fram á næsta vor. Sænska sambandið gefur út vikublað eitt, er „Vi“ nefnist, smekklegt að útliti og mynd- skreytt. Efnið er að mestu leyti almenns eðlis, eins og gengur og gerist um slíka útgáfustarf- semi', sögur, fróðlegar greinar og fréttir, innlendar og erlend- ar, sérstakar síður fyrir kven- tízku og barnagaman, kvik- myndadálkar, myndasögur, skrítlur og rabbpistlar um allt milli himins og jarðar. í tölu- blaðinu, sem út kom laugardag- inn 13. október, birtist grein með fyrirsögninni „Island, gammalt land som kastats di- 'rekt inn i flygálden". Er þar skýrt frá gleði Svíanna yfir að fá Íslandssíldina aftur, en að öðru leyti fjallar hún um nú- tímamennipguna hér á landi og framfarir stríðsáranna. Sér- staklega er getið um hiö nýja gistihús K.E.A. og önnur fyrir- tæki þess. Bréfaskóli sænska sambands- ins er nú orðin stór og voldug menningarmiðstöð, og nemur fjöldi þátttakenda tugum þús- unda. Kennsla er með tvennu móti, þ. e. a. s. einstaklings- kennsla og flokkakennsla. Fer síðarnefnda skipulagið fram með þeim hætti, að nokkrir vinna saman úr verkefnum skólans, en einn er útnefndur námstjóri. Christmas Möller um samviimulireyfinguna Hinn kunni danski stjórn- málamaður, Christmas Möller, sem nú er formaður íhalds- flokksins, er ekki hræddur við að láta í ljós skoðanir sínar um gildi samvinnunnar. í bók sinni, sem hann ritaði í Lon- don, kemst hann að þeirri nið- urstöðu, að framfarirnar í Danmörku síðustu hundrað ár jeigi mestu rætur sínar að rekja til lýðháskólarekstursins og samvinnuskaparins. Og í við- tali við blaðið „Zusomasjon". segist hann trúa því, að sam- vinnan eigi mörg framtiðar- verkefni, þessi sjálfstæða og lýðfrjálsa stefna, sem fyrst og fremst þjóni hagsmunum þjóð- félagsins, en alls ekki dutlung.- um einstaklinganna. í framhaldi þessara hugleið- inga verður svo vikið að ýmsum þeim málum, sem eru nauð- synjamál fólksins í þorpunum, og grípa ýmislega inn í þetta efni. Fólkið, sem vinnur við út- veg og fiskiðnað þorpanna, þarf margs með. Og það er blátt áfram al- hliða viðreisn og uppbygging þessara vanræktu staða, sem fyrir liggur. Það starf verður að vinna, ef útgerð frá hinum ýmsu höfnum á að vera möguleg. Hér er annað hvort að duga eða drepast. Ég trúi því, að allir BORGARNES Af tilviljun er til sölu góður amerískur hermannaskáli hjá Borgarnesi. í honum er. talsvert af timbri og texi. — Uppl hjá Eggert á Bjargi. þeir, sem sjá þörfina og vilja sinna henni, taki höndum sam- an í hollri þjónustu við land sitt og þjóð. Frh. KaupféLög! Samvinnuþættir II eru nýlega komnir út. — Sendið pantanir yðar sem fyrst. Samband. ísi - samvinnufélaga (frœðslu- oíf félmismáladeild) Aðvörun írá hcraðslseknliiuin í Hcykjavík um útlcnd- an nærfatnað. Þar sem enn hefir orðið vart svæsins húðkvilla, sem virðist'mega rekja til þess, að sjúklingarnir hafi geng- ið í útlendum nærfatnaði, óþvegnum, eru menn, enn á ný, samanber útvarpsauglýsingu landlæknis frá 25. maí 1944, alvarlega varaðir við að nota slíkan nær- fatnað fyrr en eftir að hann hefir verið soðinn og vandlega skolaður. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 29. nóv. 1945. Magnús Pétursson. Kaupmenn og kaupfélög SSarnavatinar fifririit/1/jandi. Geitarullarfiarn í 5 litum, nýhomið. Höfum fenfiið 9iVitalon“ T\ylon tannburstu frá I/. S. A. Heildverzl. Joh. Karlssonar & Co. Þingholtsstrætl 23. —— Síini 1707. Tilkynnmg frá Nýbyggingarráði Nýbyggingarráð auglýsir hér með, að frestur sá til að skila um- sóknum um togara s smíðaða í Bretlandi, sé framlengdur til 15. desember næstkomandi. Níýbyííííiniíarráð. • Stór bóli um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da-Vinci var furðulegur maður Hvar sem hann er nefndur i bókuih, er eins og menji skorti orð tii þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. 1 ,JEncyciop(rdia Bnlanmca" (1911) er sagt, uð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi n si’iði visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði tnit tíl að afkasto hundiaðnsta parti af öllu pvi, sejn hann fékkst við Leonardo da Vinct var óviðjafnanlegur mdlari. En hann var lika uppfinningamaðnr d við Edison, eðlisfraðingur, stcrrðfraðingur, stjömufraðingur og hervélafraðingur Hann fékkst við rannsóknir i Ijósfraði, Uffrrrafurði og stjórnfraði, andlitsjall manna og fellingar i klaðum athugaði hann vandlega. s Söngmaður var Leonardo* góður og ték sjdlfur á hljóðfari Enn fremur ritaðí hann kynstrin ölt af dagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þesst bók um Leonardo da Vinci er saga um manninn, er fjöthafaslur og afkasta■ mtstur er talinn allra manna, er sögur fara nf, og etnn af mestu listamönnum veraldor. í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. Orðsending til kaupenda Tímans Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að tilkynna það afgreiðslunni 1 síma 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.