Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.12.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, ]irifijiidagiim 4. des. 1945 92. blað „Bændafulltníinn” •' blygðunarlausi Jón Pálmason lét svo um mælt í útvarpsumræðunum um daginn, að bændur hefðu aldrei þurft að reikna með því, að þeir fengju nokkurn tíma aftur, þá verðhækkun, sem full- trúar þeirra hefðu samþykkt að gefa eftir haustið 1944. Jón var drjúgur yfir því, að Búnað- arráð hefði hækkað afurða- verðið en þurfti þó að reyna að afsaka það, að sexmannaálitinu er ekki fylgt. Af þessu tilefni þykir rétt að rifja upp örfá atriði frá fyrra hausti. Pyrst er þetta úr tilboði bændafulltrú- anna, — tekið orðrétt úr álykt- un Búnaðarþings: „Tilboð þetta er gert í trausti þess, að hér eftir fari fram hlut- fallslegar kauplækkanir í land- inu. Framlag bænda, sem hér um ræðir, til stöðvunar verðbólg- unni, er bundið því skilyrði, að bændur fái greiddar uppbætur á útflutningsvörur sínar, sem koma á markaðinn eftir 15. sept. 1944 til jafnlengdar 1945, miðað við landbúnaðarvísitölu síðast- liðins tímabils. Að lokum lýsir Búnaðarþing yfir því, að ekki komi til mála, að bændur færi niður verð á af- urðum sínum á nýjan ieik, fyrr en tilsvarandi lækkun, þeirri er hér um ræðir, hefir farið fram á launum og kaupgjaldi". Það ætti hver heilvita maður að sjá það af þessu, að fulltrúar bænda voru ekki að bjóða var- anlega eftirgjöf, og á þessari samþykkt Búnaðarþings, er því engin leið að byggja þá á- kvörðun, sem tekin var, að sleppa nú hækkun ársins 1944. Bændafulltrúarnir tóku það skýrt fram, að slíkt kæmi ekki til mála fyrri en fullnægt hefði verið vissum skilyrðum. Auk þess var eftirgjöf Búnaðarþingsins bundin því skilyrði, að útflutn- ingsuppbætur yrðu greiddar, svo að bændur vissu, að hverju þeir gengu, en það vita þeir ekki nú. En hver var afstaða Jóns Pálmasonar sjálfs til þessarar eftirgjafar í fyrra? Sunnudaginn 24. september 1944 sagði Mbl.: „Fyrsti stóri sigurinn í bar- áttunni gegn dýrtíðinni er unn- inn. Bændur falla frá hækkun landbúnaðarvaranna. Fyrsti árangurinn af samn- .ingatilraunum flokkanna. Sá stórmerki atburður gerðist á Búnaðarþingi í gær, að full- trúar bænda, sem það þing skipa, hafa með virkum aðgerð- um, stigið fyrsta sporið af hálfu almennings í landinu, til þes að stöðva dýrtíðina og þoka henni niður. Sýni nú aðrar stéttir sama þegnskap og bændur hafa gert“. Það væri hægt að ,fylla marg- ar síður í Tímanum með upp- prentun úr Mbl. eða ísafold og Verði, þar sem málið er rætt ú þennan hátt.' Sj álfstæðisflokk- urinn fagnaði þessari lausn og þakkaði sér #hana að nokkru leyti. Þetta var árangur af við- ræðum flokkanna. Jón Pálma- son tók þátt í þessari túlkun málsins. Hann fór líka út á land til fundahalda til að hvetja ,bændur til fylgis við stefnu Bún- •aðarþings. Saga „bændafulltrúans“ frá Akri í þessu máli er því svona. Hann leggur sig fram um það haustið 1944, að fá bændur til að slá af löglegum kröfum í trausti þess, að eftir fari hlut- fallslegar kauplækkanir í land- inu. Næst styður hann ríkisstjórn, sem með stefnu sinni Qg verk- um bregzt gjörsamlega þessu trausti bænda, svo að kaupgjald hækkar almennt en lækkar hvergi. Að síðustu kemur hann fram fyrir alþjóð í útvarpinu og segir bændum, að þeir hafi aldrei get- að búizt við öðru, en að tilboð- Híiatiangi Erlent yfirlit Réttarhöldin í Nurnberg Ákall á degi neyðarinnar. Mbl. segir nýlega, að fólkið flytji til Reykjavíkur vegna þess, að það treysti stefnu Sjálfstæð- ismanna. Það finni, að það sé betra og lífvænlegra að búa í Reykjavík en nokkrum stað öðrum. Eftir nokkrar' hugleið- ingar um þetta segir blaðið: „Reykvíkingar eru ákveðnir í því, nú eins og áður, að fela Sjálfstæðismönnum völdin í bæjarmálefnunum, til þess að þeir geti haldið áfram að búa þannig í haginn fyrir borgar- ana, að þeir sjál£ir og bæjar- félagið geti í sameiningu unnið að því, að Reykjavík hætti ekki að vera lífvænlegasti staður- inn á landinu". Ekki skal það dregið í efa, að Mbl. finnist, að betra ætti að vera að lifa í Reykjavík en öðr- um stöðum landsins. Það er líka gott fyrir fólk utan þessa bæjar, að fá það játað svona hreinlega, þó uð það komi nú ekki af góðu, þar sem taugaó- styrkur vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga veldur. Það er svo annað, hvort blað- inu verður að þeirri trú sinni að allir hinir „„greindari og víð- sýnni“ menri, sem í bæinn hafi flutt, kjósi Sjálfstæðisflokkinn vegna þessa. Ýmsum mun finn- ast orðið víðsýnn hafa skrýtna merkingu í Morgunblaðsmáli, ef það á sérstaklega við þá, sem óska að hafa forréttindaað- stöðu og eiga betra en aðrir. Alþýðan telur htna víðsýnni, sem vilja láta alla búa við svip- uð lífskjör. Það er alls” ekki víst, að þeir innflytjendur í Reykjavík, sem hafa ræktarsemi við æskustöðv- ar sínar og fyrri félaga og unna þeim jafnréttis við aðra menn, séu neitt ógreindari eða þröng- sýnni en ofstækisfullir forrétt- inda- og eiginhagsmunamenn. Kom Sjálfstæðisflokkurinn stríðinu af stað? .. Það er álls ekki alltaf verið að hylla Sjálfstæðisflokkinn, þó að menn flytji til Reykjavíkur. Það er auðvelt að nefna snöggv- ast nokkrar ástæður, sem til þess liggja, að menn flytja í bæinn og meta hvort það muni vera traustsyfirlýsing á þann flokk eða hann verðskuldi fylgi þess vegna. Peningaflóðið í landinu er yf- irleitt sett í samband við stríðið og hernámið. Það er eitthvað nýtt í málinu, ef Mbl. getur komið með aðrar skýringar á því. Það væri líka nýtt atriði í mannkynssögunni, ef Mbl. skyldi geta fært rök að því, að Ólafur Thors, Bjarni Ben. eða flokkur þeirra ætti upptökin að heimsstyrjöldinni eða hernámi landsins. En þó að þeir gætu nú með aðstoð sins ágæta blaðs hagrætt heimssögunni þannig, er ekki alveg víst, að allir „greindari og víðsýnni“ menn fylgdu þeim þess vegna. Dýr tíðard j ásnið. Vitanlega á Sjálfstæðisflokk- urinn bróðurpartinn í því að hafa myndað þá dýrtíð, sem er í bænum. Þeir, sem lifa og vilja lifa á dýrtíðinni, hafa því á- stæðu til að líta flokkinn hýru auga, en ekki má þó gleymast, að bróðurflokkurinn, kommún- istarnir, á líka hönk upp í hrygginn á þessari manntegund. Þeir, sem lifa á dýrtíðinni eru fyrst og fremst ýmiskonar braskarar. Heildsalarnir mega þakka Sj álfstæðisf lokknum fyrir margs konar velgerning og fyrst og fremst það, að fá að færa upp allt verðlag í landinu, svo að ríkissjóður og atvinnu- vegirnir eru nú í hinum mestu kröggum. Heildsalar hafa feng- ið að ávaxta fé sitt ríkulega lögum samkvæmt. Svo hefir ver- ið séð í gegnum fingur við þá og farið um þá mildum höndum. Hafi „vondir menn“ fært sönn- ur á það, að einhverjir þessara manna hafi tekið það, sem þeir ekki áttu, þá hefir verið reynt að gera gott úr því, þó að stund- um hafi ekki verið komizt hjá því að láta þá skila þýfinu aftur. Siðferðilega hefir verið reynt að gera allt sem hægt var til að halda uppi áliti þessara manna. Úr þeirra hópi hafa verið. valdir menn til sendiferða fyrir þjóð- félagið í þýðingarmiklum er- indum. Þannig hefir verið reynt að þurrka af þeim þjófsorðið. En þó að Mbl. vilji nú ganga eftir laununum hjá þessum skjólstæðingum, er þess að minnast, að kommúnistarnir voru með í góðgjörðastarfinu og báðir þessir líknarflokkar höfðu ráðherra Alþýðuflokksins á milli sín, þegar mest lá við. Það eru því miklar líkur til þess, að heildsalarnir byggi sína afstöðu á nokkru verzlunarviti og vilji eiga athvarf hjá hinum stjórn- arflokkunum líka, Þeir, sem ekkert hafa að þakka. Það eru líkur til þess, að ýms- ir ibúar þessa bæjar séu ekki neitt þakklátir fyrir þróun dýr- tíðarinnar. Þeim húsnæðislausu, sem eru boðin gömul hús meira en tvöföld að verði á við það, sem nú er byggt, þrátt fyrir allt sem á það er smurt, finnst sennilega lítið að þakka, þar sem dýrtíðarstjórn húsabrask- .ið, sem hann bað þá að gera í fyrra og hrósaði þeim fyrir, yrði misnotað eins og nú er gert. En það skal óskammfeilni til, að hælast þannig um við þá, sem hann hefir sjálfur fengið til að gera drengilegt -tilboð í góðri trú, og hjálpað síðan til að svíkja í tryggðum og níðast á. Jarðrækt og mann- rækt Það er misskilningur hjá Mbl.,\ að 17. grein jarðræktarlaganna hafi verið niður-felld í þeim til- gangi, að þar yrði gat eitt eftir. Sannleikurinn er sá, að skipuð hefir verið nefnd til þess að semja ný ákvæði, sem koma eiga í hennar stað, og ná tilgangi hennar og anda, betur en tekizt hefir með henni sjálfri. Greinin var sett til þess að fyrirbyggja það, að jarðir hækk- uðu í verði við sölu eða leigu vegna jarðræktarstyrksins. Hún náði ekki þeim tilgangi. Hún reyndist því ekki' að verða jarð- ræktinni svo þörf, sem ætlazt var til. En hún dugði betur til mannræktar. Hún varð til þess, að ýmsir þeir, sem börðust gegn henni og hugsjón hennar rækt- uðugt og gengu til fylgis við anda hennar. Þannig hefir nú einn af máttarstólpum Morg- unblaðsliðsins, Þorsteinn sýslu- maður í Dölum vestur, tekið að sér að fullnægja anda hennar með nýjum ákvæðum. Hann hefir, ásamt tveimur mönnum öðrum, fengið það hlutverk að semja ákvæðin, sem koma skulu í staðinn og fyrirbyggja. óeðli- lega verðhækkun. Misskilningur Mbl. skýrist e. t. v. af því, að það er ekki bændablað og fylgist illa með störfum Búnaðarþings og öðru þess háttar. En Þorsteinn sýslumaður hefði átt að geta upplýst það þarna. Mbl. er með skottutal í þessu sambandi. í raun réttri mætti því segja, að það sanna í þessu máli sé það, að Þorsteini sýslu- manni hafi verið send hin gamla Framsóknarskotta, til þess að vekja hana upp aftur í nýjum krafti. Átrúnaðargoð Mbl. í Dölunum hefir tekið að sér að koma með það úrræði, sem betur dugi til að koma í veg fyrir óeðlilegar verðhækkanir. Og það var eini tilgangur 17. greinarinnar. Bókstafurinn er numinn brott og úr gildi genginn. En undir honum hafa þó ýmsir ræktazt og þar á meðal sýslu- maðurinn í Dölum, svo að hann er genginn til þjónustu við and- ann og ætlar að koma með nýj- an bókstaf, betri og fullkomnari en hinn fyrri. Og yfir þeim ár- angri í mannrækt mega allir gleðjast. aranna er. Flokkur húsabrask- ara og dýrtíðarkónga getur ekki með réttum rökum orðið flokk- ur almennra bæjarbúa. Þeir, sem þurfa að kaupa sér fæði hluta úr árinu, hafa líka lítið að þakka. Nú er erfitt að fá fast mánaðarfæði á veitinga- húsum, nema þá að samið sé árlangt. Séu hins vegar keyptar einstakar máltíðir, kostar fæð- ið um þrjátíu krónur á dag eða meira. Námsmenn og aðrir, sem verða að sæta þvílíkum ókjörum hafa fátt að virða við flokka dýrtíðarinnar. Svona má telja áfram og nefna hvern hópinn af öðrum. Sannleikurinn er sá, að allir stríðsgróðamennirnir lifa á fjöldanum. Allir þeir, sem flokkur Mbl. hefir með full- tingi kommúnista fengið að- stöðu til þess að græða á dýr- tíðinni, sækja gróða sinn i vasa fólksins. Mbl. finnst, að þeir eigi nú að launa það, að gróða- leiðir þeirra eru lögverndaðar. í þvi sambandi er tvennt að muna, sem lakara er fyrir blað- ið. Kommúnistar eiga kröfu til þakklætisins og endurgjaldsins með Sjálfstæðismönnum. Og jafnhliða hverjum einum, sem hefir fengið að græða á dýrtíð- inni, eru margir, sem hafa verið látnir tapa. Og þeir hafa ekkert að þakka. Þung ábyrgð. Margur maðurinn hefir flutt til Reykjavíkur vegna þess, að það skorti ýms skilyrði í hér- aðinu hans. Ef til vill vildi hann koma börnum sínum til mennta og vildi þá að þau ættu heimili sitt" og það athvarf og öryggi, sem því fylgdi í borginni, þar sem þau urðu að dvelja. Það eru margir komnir hingað af þeim sökum, bæði frá sveit og sjó. Aðrir hafa komið hingað til að læra einhverja iðn og hafa ekki átt þess nokkurn kost í héraði sínu heima. (FramhalcL á 7. síðu) Þann 20. nóvember síðastl. hófust í Nurnberg ein söguleg- ustu og þýðingarmestu réttar- höld, sem nokkuru sin'ni hafa farið fram. Hinir ákærðu eru tuttugu helztu ieiðtogar nazista og þýzka hersins, sem náðst hafa lifandi. Það, sem þeim er gefið að sök, er að hafa efnt til styrj- aldar og unnið mörg önnur al- þjóðleg óhæfuverk. Dómstóllinn, sem dæmir þá, er skipaður átta dómurum, tveimur frá hverju stórveldanna, er áttu í höggi við Þjóðverja, þa e. Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Rússlandi. Þetta er fyrsti' al- þjóðadómstóllinn, sem stofnað- ur er til að dæma þjóðarleið- toga fyrir friðrof, og því fyrsta tilraunin, sem gerð er á alþjóða- vettvangi, til að fá það viöur- kennt, að stríð sé glæpur og þeir, sem eigi upptök að því, skuli sæta refsingu fyrir það. Slíkt hefir aldrei verið gert af alþjóðadómstóli áður og verj- endur hinna sakfelldu reyna því ekki sízt að byggja vörn sína á því, ;að dómstóllinn sé settur samkvæmt reglum, er ekki voru til fyrir strðið, og þá hafi ekki heldur verið til nein alþjóðalög eða reglur um það, að þjóðar- leiðtogar fremdu glæp irieð því að hefja styrjöld. Þessi dómstóll sé því hrein lögleysa,. Um það þarf vafalaust ekki að efast, að hinir ákærðu verði dæmdir sekir, því að nægar sak- ir eru á hendur þeim fyrir brot á alþjóðareglum, þótt sjálfri stríðsbyrjuninni sé sleppt. Hins vegar verður það þýðingarmesta verk dómstólsins að sanna það á hina ákærðu, að þeir hafi ver- ið valdir að styrjöldinni og fá þá dæmda fyrir það. Með því verður gefið fordæmi, sem getur reynzt mikilvægt í framtíðinni og átt þátt í því að stuðla að auknu öryggi í sambúða þjóð- anna. Eins og vænta má, vekja þessi réttarhöld mikla athygli. Stafar það ekki eingöngu af þeirri sögulegu þýðingu, sem þau geta haft, heldur einnig því, að hér eig'a hlut að máli menn, sem mjög hafa verið umtalaðir að undanförnu. Mörgum er forvitni á að vita, hvernig þeir taka ósigrinum, og margt, sem hing- að til hefir verið dulið, er lík- legt til að koma í dagsljósið við réttarhöldin. Áður en réttarhöldin hófust, höfðu ákærend«rnir unnið að því mánuðum saman að safna sönnunargögnum og var það starf raunar hafið alllöngu fyrir stríðslokin. Eftir uppgjöf Þýzka- lands hafa fundizt mörg þýðing- armikil skjöl og dagbækur sumra forsprákkanna, sem komið hafði verið fyrir á afskekktum stöðum og áttu að geymast þar til síð- ari tíma. Alls hefir verið safnað saman 2500 slíkum sönnunar- gögnum, sem höfð eru við hend- ina í dómhöllinni. 9 Fyrsta dag réttarhaldanna var lítið annað gert en að lesa upp ákæruskjalið. Næsta dag voru hinir ákærðu látnir svara því, hvort þeir álitu sig seka og svöruðu þeir því alir neitandi Þá lýstu verjendurnir einn- ig þeirri skoðun sinni, að dóm- stóllinn væri markleysa, þar sem hann ætti eklci stað í neinum alþjóðareglum eða samningum, sem giltu fyrir styrjöldina. Þess- ari mótbáru þeirra var vísað frá. Líklegt þykir, að það verði meg- inatriði í vörn þeirra, að hinir ákærðu hafi aðeins farið eftir fyrirmælum Hitlers, og hann einn beri því ábyrgðina. Énn er ekki komið að því, að verjend- urnir hafi flutt aðalyörn sína, því að hingaö til hefir tíminn farið mest í birtingu ákæru- skjala og vitnaleiðslur. Kröfum verjendanna um, að ýmsir stjórnmálamenn Bandamanna verði kvaddir til að bera vitni, hefir verið vísað frá. Blaðamenn, sem eru viðstadd- ir réttarhöldin, gera sér mjög far um að lýsa því, hvernig hinir ákærðu bera sig. Göring virðist hinn hressasti, þótt hann hafi lést um 30 kg. síðan hann var tekinn til fanga. Hann vegur (Framhald á 7. siðu) í blaðinu Útsýn, sem kom út í sein- ustu viku, segir svo um húsnæðisvand- ræðin í Reykjavík í tilefni af skrifum blaðanna um væntanlegar bæjar- st jórnarkosningar: „Umræðuefniö hingað til hefir að langmegtu leyti verið eitt mál, hús- næðisvandræðin. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, þar sem hér er um að'ræða svartasta ómenning- arblettinn á stjórn bæjarins, og í raun og veru einnig landsins alls, sem stendur. Flokkarnir dyngja nú ásökunum hver yfir annan út af öngþveitinu í húsnæðismálunum, og hyggst hver þeirra um sig að geta komið ábyrgðinni yfir á hina. En staðreyndir málsins eru ekki þægilegar fyrir neinn þeirra. Það er staðreynd, að þúsundir Reykvíkinga búa í óhæfum, óþrifa- legum og mannspillandi íbúðum, sem með engu móti er hægt að telja boðlega mannabústaði. Það er staðreynd, að þúsundir Reykvíkinga búa við okurhúsaleigu, sem oft er greidd fyrir ónothæft húsnæði. Samtímis eru þúsundir húseigenda beittir megnasta órétti, þar sem þeim einum af borgurum þjóðfé- lagsins er haldið í vlðjum húsa- leigulaganna. Það er staðreynd að þeir þrír flokkar, sem fulltrúa eiga í bæjar- stjórninni, hafa ráðið saman ríkis- stjórninni í meira en heilt ár, án þess að hún gerði nokkurn skap- aðan hlut, sem að gagni mætti koma, til þess að bæta úr húsnæð- isvandræðunum í Reykjavík og án þess að gera neitt til þess að koma viti í húsaleigulögin eða fram- kvæmd þeirra. Þetta hefði þó átt að vera eitt af fyrstu úrlausnar- efnum, sem ríkisstjórnin tæki til meðferðar. En auglýsingastarfsem- in hefir verið metin meira. Á því sviði einu hafa öll met fyrri ríkis- stjórna verið slegin." Þá farast Útsýn svo orð um húsa- "leigulögin: , „Alþýðublaðið hefir nýlega birt langan greinaflokk um húsaleigu- lögin og framkvæmd þeirra eftir ritara húsaleigunefndar. Mest allt, sem maðm-inn segir, er byggt á mis- skilningi, þótt ekki þurfi að efast um góðan vilja hans og einlægni í! málinu. Hversu góð sem ákvæði húsaleigulaganna kunna að hafa; verið í upphafi, eru þau þó fyrir j löngu orðin að argasta ranglæti og káki, auk þess sem þau sýna betur en flest annað alvöruleysi þeirra, sem ábyrgir eru, til þess að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Hvaða vit eða réttlæti er í því, að leyfa öllum stéttum eða einsták- lingum að hækka verðið á söluvöru sinni, svo að segja ótakmarkað, nema einni, þ. e. þeim, sem selja húsnæði á leigu? Menn geta sætt sig við þungar álögur af hálfu hins opinbera, ef allir eru látnir bera þær, hver eftir sinni getu. En misrétti þola menn ekki til lengdar. Þess végna eru ákvæði húsaleigulaganna meir og meir að verða dauður bókstafur, sem fyrst og fremst hefir þá þýð- ingu, aö blekkja fólk um hina raun- verulegu dýrtíð og halda vísitölunni niðri. Þetta gefur að vísu svolítinn gálgafrest frá því að horfast í augu við vandamál dýrtíðarinnar, en ekkert annað í aðra hönd. Hins vegar er enginn vafi á því, að húsaleigulögin hafa óbeinlínis aukið mjög á húsnæðisvandræðin. Margir húseigendur hafa svarað ranglæti húsaleigulaganna, ekki með því, að brjóta þau, heldur með því að auka við sig húsnæði, losa sig við leigjendur þegar tækifæri hafa gefizt. Og aðrir hafa breytt íbúðarhúsnæði í verzlanir eða skrif- stofur o. s. frv., þrátt fyrir ákvæði húsaleigulaganna. AÖ húsaleigulögin hafa haft þessi áhrif, og þar með beinlínis aukið húsnæðisvandræð'in stórkostlega, má sjá af eftirfarandi: Frá 1. des. 1940 til 1. des. 1944 hefir fjölgað í bœnum um rúm 6000 manns. Athugað hefir verið liversu margir búa í húsum, sem byggð hafa verið árin 1940—1944. Það eru a. m. k. 7000 manns og þó líklega talsvert fleira. Samkvœmt fjessu œtti að vera rýmra um þá, sem búa i gömlu húsunum, en var fyrir stríð, og það jafnvél þótt eng- inn byggi i bröggum.’ Þessar tölur tala ótvíræðu máli um áhrif húsaleigulaganna á hús- næöisvandamáliö. Ekkert vit var í að halda niðri húsaleigunni svo sem gert hefir verið nema með því, að taka jafnframt upp skömmtun á húsnæði og hafa strangt eftirlit með því að ibúðarhúsnæði væri ekki tekið til annarra nota. Hvor- ugt hefir verið gert, þrátt fyrir þær heimildir og fyrirmæli, sem um þetta efni eru í húsaleigulögunum. Loks segir Útsýn um möguleika til lausnar húsnæðismálunum: . „Eina varanlega leiðin til úrbóta á húsnæðisskortinum er að byggja ný hús í stórum stíl. Óhjákvæmi- legt er, að hið opinbera hafi hönd í bagga að verulegu leyti. Eitt þýð- ingarmesta atriðið' til þess að auka húsabyggingarnar og lækka um leið húsaleiguna, er að lækka vextina á húsabyggingarlánum; Lögunum um verkamannabústaði þarf að breyta mjög verulega og hleypa nýju fjöri í framkvæmd þeirra. # Það hlýtur að sjálfsögðu að taka nokkurn tíma, áður en hægt er að' ráða bót á húsnæðisskortinum með öllu. Það eru ákveðin takmörk fyrir því, hversu mikið er hægt að' byggja jafnvel þótt allt vinnuafl, feem til- tækilegt er, verði notaö til húsa- bygginga. Sú leið, sem líkjegust er tíl að bæta fljótast úr brýnustu þörfinni, ér að flytja inn tilbúin hús eins fljótt og eins mikið og kostur er á. Því miður hefir verið' vanrækt að undirbúa þessa lausn af hálfu stjórnarvaldanna, en ekki er óserinilegt að fljótlega væri hægt að fá nokkra úrlausn í þessu máli hjá víðskiptaþjóðum okkar, ef fljótt væri við brugðið og ekki sofið á verðinum eins og hingað til.“ Vissulega er það rétt, að skjót lausn verður ekki fengin á þessu máli, nema með innflutningi tilbúinna húsa. Að- staða flokkanna til þessa máls, mun því verð'a bezta sönnunin um raun- verulegan áhuga þeirra fyrir skjótri lausn húsnæðismálanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.