Tíminn - 14.12.1945, Blaðsíða 8
Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna
er í Edduhúsinu. Sími 6066.
8
I
REYKJÆVÍK
FRAMSÓKNÁRMENN!
Komið í kosningaskrifstofuna
14. DES. 1945
95. blafl
Munið að gera jólapöntunina tímanlega
getið þér fengið í öllum sölubúðum vorum
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis Vfe
Ræða Hermanns Jónassonar
(Framháld af 3. slOu)
gáfu sig fram. — Það er alveg
óútreiknanlegut hve margar
þær miljónir eru, sem ríkis-
stjórninni hefir tekizt að láta
renna út í sandinn vegna mis-
taka og fálms í bátabyggingum
og skipakaupum.
Þó eru húsbyggingamálin eitt
táknrænasta sýnishorn óstjórn-
arinnar. Byggingarefni hefir
verið af skornum skammti. Allt
árið hefir ríktsstjórnin horft á
það alveg aðgerðalaus að bygg-
ingarefnið er hrifsað út í sum-
arbústaði, stórvillur, stórbygg-
ingar, sem ekki eru aðkallandi,
og af húsaoröskurum, sem
byggja til að’okra á því, — en
samvinnubyggingarfélög hefir
skort efni. Nýsköpumn í hús-
byggingum er þannig, að húsa-
leiga og húsaverð hefir hækkað
daglega síðan stjórnin tók við,
og er nú húsaleiga í Reykjavík
fyrir 4 herbergi og eldhús í nýj-
um húsum um 13 hundruð
krónur á mánuði, ef menn binda
sig í 5 ár.
Ríkisstjórnin hefir, svo sem
ég hefi rakið brugðist einmitt
þeim loforðum, sem ef efnd voru
máttu miða til þess að stöðva
dýrtíðina og gefa fólkinu trú
á gjaldmiðilinn og framleiðsl-
una. Fálmkenndar framkvæmd-
ir og heildarstefna stjórnarinn-
ar hefir því í stað þess skapað
hjá þjóðinni trúleysi á því, að
verðfall krónunnar verði stöðv-
að. Þetta trúleysi er orðið að
sjúklegum faraldri. Margir þeir,
sem peninga eiga, kaupa svo að
segja hvað sem þeir fá og hvað
sem það kostar. Framferði
stjórnarinnar er því líkast, sem
það væri markmið hennar að
skjótfenginn auður þjóðarinnar
renni sem fyrst út i sandinn —
en ekki hið gagnstæða. Merkur
útlendingur sem héðan kom,
sagði við blöð heimalands síns
að íslendingar lifðu nú líkast
því sem hver dagur væri þeirra
seinasti. —
Ástandið sem verðbólgu-
stefna stjórnárinnar hefir skap-
að, er í stuttu máli þannig:
Ríkissjóður fleytir sér enn með
naumindúm á brennivínsgróða
og tollum. Dýrtíðinni er velt á
bak bændanna að svo miklu
leyti sem reynt er að sporna við
henni. Stjórnin er nú einnig að
koma bátaútveginum á kné. Fá-
tækir eigendur gömlu húsanna
eru rændir tekjum sínum. Eig-
endum nýju húsanna heldur
ýmsum við örbirgð vegna dýr-
leika þeirra.
Sparifjáreigendur lifa i stöð-
ugum ótta vegna gengisfalls.
Laun hafa verið lækkuð við
launamenn. En hvaða ðryggi
er í því, að ríki, sem þannig er
stjórnað, standi til lengdar und-
ir þeim greiðslum?
Loks á svo að veita öllum
þjóðfélagsþegnum öryggi með
almennum tryggingum. En það
hefir bara gieymst að segja
mönnum frá því, að peningana
í tryggingarnar greiðir ríkið at-
vinnurekendur og hinir tryggðu
sjálfir. Ef þessir gjaldstofnar
bresta, er allt tryggingakerfið
að engu orðið. Með því að grafa
undan afkomu ríkissjóðs og at-
vinnuveganna, svo sem gert er
með núverandi stjórnarstefnu,
er/verið að taka tryggingunum
gröf áður en þær fæðast___
Njosnir Þjóðverja á Islandi
seinustu árin fyrir styrjöldina
Fnrðnlegar árásir á Hermann Jónasson
Margir stjórnarsinnar voru
skapvondir daginn eftir eld-
húsumræðurnar og bar ekki
sízt á þvi í þinginu. Þar hófst
fundur í sameinuðu þingi með
því, að Finnur Jónsson, sem ekki
tók þátt í umræðunum, kvaddi
sér hljóðs utan dagskrár til að
afsaka það, að frv. hans um
byggingamálin væri að mörgu
leyti stæling á frv. Framsókn-
armanna um byggingalánasjóð
og það svo nákvæm i sumum
tilfellum að sama villan væri í
báðum frv.! Hafði Hermann
Jónasson skýrt frá þessu í eld-
húsumræðunum.
Finni fórst þessi afsökun
eðlilega mjög óhönduglega,
enda hafði hann ekki vaknað
alvarlega til aðgerða fyrr en frv.
Framsóknarmanna var komið
fram. Hann hugði því að rétta
hlut sinn, þegar tekin var á
dagskrá tillaga um landvistar-
leyfi handa Þjóðverjum. Flutti
hann þá langa ræðu og var það
eitt aðalatriði hennar, að Her-
mann Jónasson hefði vanrækt
að hafa eftirlit með njósnar-
starfsemi Þjóðverja hér á landi
fyrir styrjöldina, en þá hefði
m. a. borizt bréf frá sendiherra
íslands i Kaupmannahöfn þess
efnis, að danska lögreglan hefði
komizt á snoðir um, að Þjóð-
verjar rækju njósnir hér á
landi.
Hermann Jónasson svaraði
þessum ásökunum mjög ræki-
léga. Hann skýrði frá, að fljót-
lega eftir að honum barst nefnt
bréf sendiherrans hefði hann
sent lögreglustjórann í Rvík ut-
an. Hefði hann fengið aðgang
að öllum gögnum dönsku lög-
reglunnar um þetta mál, en
ekkert teljandi hefði verið á
þeim að græða. Þetta hefði
þó orðið til þess, að hann hefði
látið hafa nákvæmt eftirlit með
starfsemi þýzka ræðismannsins
hér og sannaðist m. a. að hann
starfrækti sendistöð, sem var
syðilögð hjá honum að tilhlut-
un ríkisstjórnarinnar.
Þá svaraði Hermann þeirri á-
sökun, að rángt hefði verið að
birta ekkert opinberlega um
betta *mál á sínum tíma. Það
befði vitanlega orðið til þess,
%ð allar gagnnjósnir hefðu orð-
:ð erfiðar, því að hinir hefðu þá
orðið varari um sig. Hér yrði að
viðhafa sömu aðferð og í öðr-
am rannsóknamálum að birta
tkkert það, sem gæti greitt fyr-
ir sökudóignum. Alls staðar
annars staðar væri slik starf-
3emi rekin þannig, enda væri
beztur árangur tryggður með
þeim hætti.
Umraáiíim um þetta mál var
haldið áfram síðdegis í gær og
verður nánara sagt frá því í
næsta blaði.
Eðli stjornar-
samstarfsins.
Mörgum ykkar " sýnist lítt
skiljanlegt þetta stjórnarsam-
starf. En það er auðskilið. Til
bess þurfið þið þó að gera ykkur
ljóst, að þeir, sem stjórna
kommúnistaflokknum, eru
ráðnir byltingamenn, — en
stjórnendur Sjálfstæðisflokks-
ins er fámennur hópur stríðs-
gróðamanna, sem hefir grætt
tugi miljóna á styrjöldinni.
Milli þessara manna, — en ekki
að vilja kjósendanna — eru
samningarnir gerðir raunveru-
lega um allt annað en segir i
plötunni. — Raunverulegi
stjórnarsamningurinn er um
það, að auðmennirnir fái að
græða og vernd fyrst- um sinn
fyrir auð sinn. Það þýðir eng-
inn stríðsgróðaskattur, nægi-
lega lélegt skattaeftirlit, mein-
lausar rannsóknir og sættir í
svikamálum o. s. frv., svo sem
betta hefir birzt í framkvæmd.
í stað þessa fá kommúnistar
aðstöðu til áróðurs með yfirráð-
um yfir útvarpi og alveg sér-
staklega aðstöðu til áhrifa á
börn og unglinga með yfirráð-
um yfir uppeldtsmálum. Glund-
roðinn í fjármálum er líka þeim
í hag, því með honum eykst á-
byrgðarleysi í landinu. Samn-
ingarnir eru í fæstum orðum
bannig: annar aðilinn fær auð,
hinn áróðursaðstöðu. — Báðir
aðiljar þessa samnings telja, að
heilbrigð stjórnmálastefna sé
hættulegri fyrir tilveru þeirra
og áform. Á Norðurlöndum og
víðar, þar sem heilbrigð um-
bótastefna ríkir um stjórn
landsins, er striðsgróðinn
(segjum yfir 100 þús. kr.) tek-
inn að verulegu leyti. Þar er
ekki sætzt á skattsvik og verzl-
unarsvik, heldur eru þau rann-
sökuð. Fjármagninu er varið' til
framfara, til þess að bæta lífs-
kjör fólksins — á kostnað
stríðsgróðamanna og annara
auðmanna. Og þetta er svo
rækilega á kostnað byltinga-
manna, að áhrif þeirra hljóta
að fara þverrandi, þar sem
svona er stjórnað í samræmi við
vilja og þrá fólksins.
Svona stjórnarstefnu, sem
heilbrigðir jafnaðarmanna-
flokkar hafa víða beitt sér fyr-
ir, óttast því bæði auðmenn og
kommúnistar. — En hér birtist
hin hefðbundna einfeldni auð-
mannsins, ásamt sjúkri met-
orðagirnd. Hann skilur það ekki
enn, að öryggi hans í íslenzku
þjóðfélagi eins og nú er komið
og nú er stefnt, getur þegar frá
liður orðið minna en öryggi
fátæklings í heilbrigð.u þjóð-
félagi.
Ég veit ekki til að hæstv.
menntamálaráðherra Brynjólf-
ur Bjarnason hafi tekið aftur
þá stefnuyfirlýsingu flokks síns,
að auka verði auðvaldskreppuna
og atvinnuleysið til þess að
herða og magna verkamenn í
endurteknum verkföllum og
illdeilum við verkfallsbrjóta og
lögreglulið, unz kommúnista-
flokkurinn verði fær um að
taka völdin — ekki með kosn-
ingum — heldur með handafli.
Eftir að hafa hlustað á ræðu
hæstv. menntamálaráðherra
(Br. B.) fyrir fáum dögum, er
hann ræddi um Rússland í sam-
bandi við útvaipið, þarf enginn
þingmaður að efa, að þessi
stefnuskrá er í fullu gildi.
En eins og ég hefi rakið, hefir
aldrei verið unnið að því jafn
markvisst að skapa þessa auð-
(jatnla Síó
valdskreppu og með verðbólgu-
stefnu stjórnarinnar. — Sjálf-
stæðismennirnir sumir friða sig
með því, að kommúnistar muni,
ef þeir eru í stjófn, er allt stöðv-
ast, hjálpa þeim til að lækka
framleiðslukostnaðinn. Þetta er
mjög fávíslegt. Atvinnuleysi og
kreppa er einatt markið, sem
byltingamenn keppa að. Ekki til
þess að leysa málin, heldur til
þess að geta gert lokaátakið.
Þegar við blasir atvinnuleysi og
örbyrgð munu kommúnistar
ekki spara að benda á auð-
inn i klóm striðsgróðamanna,
óhóf þeirra og allsnægtir. Það
eru ekki óskynsamleg skipti að
hafa fengið áróðursaðstöðuna
fyrir að lofa stríðsgróðamönn-
um að geyma auðinn nokkur ár,
til þess að geta síðar notað hann
á hentugum tíma sem vopn á
þá sjálfa.
Eins og ég hefi sýnt hafa lof-
orðin á plötunni alls ekki verið
efnd. Það stóð aldrei til. Platan
og nýsköpunin eru leiksýningar,
til þess að dylja kjarna samn-
ingsins. — Skrafið um frið
milli verkamanna og atvinnu-
rekenda er til þess að dylja það
að aldrei hefir verið stefnt til
stærri ófriðar milli þessara að-
ila en nú. Siglingaverkfallið’er
lítið forspil. Það var leyst með
meðgjöf frá erlendum skipum.
I»að sem gera þarf.
Þið munuð spyrja — hvað á
að gera. Leiðin er aðeins ein,
og hún er augljós. Það er að
lækka framleiðslukostnaðinn,
með átaki allra, ekki sízt stríðs-
gróðans, við hæfi verðlags á út-
fluttri vöru okkar. Með þessu er
aftur skapað traust á gjaldmiðl-
inum og öryggi framleiðslunn-
ar. — Það er sá grundvöllur,
sem fjármálalíf verður að hvíla
á — til þess að það sé heilbrigt.
— Þetta er stefna Framsóknar-
flokksins, yfirlýst stefna Bún-
aðarþings og nú Fiskiþings. Á
þessum grundvelli á að reisa,
ekki pappírsnýsköpun fjárhags-
lega sjúka og feiga, heldur
raunverulega nýsköpun, sem
kemur frá þjóðinni sjálfri,
vegna þess, að framleiðendum
er skapað öryggi í stað sívax-
andi öryggisleysis. Á þessum
grundveili er auðvelt, þar sem
þjóðin hefir nú fjármagn, að
hefja þær stórfelldustu fram-
farir, er landsmenn hafa lifað,
gerðar samkv. áætlun um
næstu 2—5 ár, eftir hnitmiðuð-
um útreikningl á fjármagni,
auðlindum, erlendum gjaldeyri
og vinnuafli þjóðarinnar, þann-
ig að hvorki verði atvinnuleysi
né ofþennsla. Framsóknar-
flokkurinn hefir á reiðum hönd-
um hina stórfelldustu fram-
faraáætlun og hefir á þessu
þingi sýnt í frumvarpsformi
þann hluta hennar, sem helzt
þótti von til að nú gengi fram.
Það yrði of langt mál að greina
efni þessara frumvarpa, enda
eru þau tillögur um stórfelldar
framfarir i flestum atvinnu-
málum og menningarmálum
þjóðarinnar. Það er þessi stefna,
sem meirihluti svo að segja allra
bjóða Vestur-Evrópu hefir kos-
ið. Meirihluti kjósenda fæst
ekki fyrir þessari stefnu hér
fyrr en hann skilur, að stjórn-
arsáttmálinn er það, sem ég
hefi sýnt að hann er. Það er
ekki nóg að verulegur hluti
kommúnista og Sjálfstæðis-
manna séu mótfallnir stefnu
stjórnarinnar og næstum allir
Alþýðuflokksmenn nema ráð-
herra og nokkrir þingmenn.
Hetja í friði
og ófriði
(The Iron Major)
Amerísk kvikmynd.
Pat O’Brien
Buth Warrick
Robert Ryan.
Sýnd ki. 7 og 9.
Sýning kl. 5.
Börn fá ekki aðgang.
Eyðimerkurævintýri
Tarzans
með Johnny Weissmuller
Sýnd kl. 9.
Jíijja Síé
IVótt i höfn
Vel gerð sænsk sjómannamynd.
Aðalhlutverk leika:
Sigurd Wallan.
Birgit Tengroth.
Skyttur dauða-
dalsins
(Riders of the Death Valley)
Fyrsti kafli:
„Upp á lif og dauða“.
Sýnd kl. 5 og 7. ,
Bönnuð yngri en 14 ára.
Eldhúsumræðurnar
(Framhald af 1. síðu)
göngu barlóm hjá útvegsmönn-
um og sjómönnum að þeir
krefjast 15% verðhækkunar!
Það mátti líka vel finna á
ræðum sumra stjórnarsinna, að
þeir fundu til þess, að þeir voru
staddir á hálum ís. Áki Jakobs-
son eyddi t. d. mestöllum ræðu-
tíma sínum til að skamma
Landsbankann og kenna hon-
um um að hann stæði í vegi
nýsköpunarinnar! Slíkt var vit-
anlega ekkert annað en ádeila
á ráðherra Sjálfstæðisflokksins,
sem ráða yfir bankanum. Þeir
rifu líka þennan áróður Áka í
tætlur, en augljóst er á þessu,
að Áki sér að óðum líður að því
að nýsköpunarblekkingin af-
hjúpist til fulls og þess vegna
er nú ífgynt í dauðans ofboði að
finna einhvern, sem hægt er að
skella skuldinni á! Landsbank-
inn hefir orðið fyrir valinu.
Verstu útreiðina af öllum
hlaut Ólafur Thors í umræðun-
um. Eysteinn Jónsson las mörg
fyrri ummæli hans ijjn nauðsyn
þess að stöðva dýrtíðina og bar
þau sáman við orð hans og gerð-
ir nú. Ólafur gat ekki svarað
þessu neinu öðru en með skæt-
ingi og dylgjum m. a. um ráð-
herrasótt. Batnaði ekki hlutur
hans við það, því að flestum
mun hafa fundizt það skýring-
in á kollsteypu hans.
Ræður Framsóknarmanna,
sem tóku þátt í umræðunum,
verða birtar hér í blaðinu, og
birtist fyrsta ræðan í blaðinu
í dag.
Ferðahpk Sveins . . .
(Framliald af 1. síðu)
þeirra tímá sið. Óþarft er að
taka það fram, að þýðingin er
vel gerð, svo að vart verður á
betra ko.iið. Ferðabók Svains
Pálssonar er mikið rit — hátt
á níunda hundrað blaðsíður í
stóru broti
Hinir óánægðu verða að slíta af
sér flokksböndin og mynda með
Framsóknarflokknum fylkingu,
nægilega sterka og heilsteypta,
ekki aðeins til þess að rísa gegn
stefnu stjórnarinnar, heldur og
til baráttu fyrir stefnu lýðræð-
isáinnaðra umbótamanna,
stefnu, sem ég hefi nokkuð
markað hér að framan, stefnu,
sem fólkið í nálægum löndum
og okkur andlega skyldast hefir
valið. — Ég hygg að gæfa is-
lenzku þjóðarinnar, ég segi
frelsi hennar og tilvera, sé und-
ir því komin, að þessi fylking
verði nægilega samstillt og
sterk til þess að svigna hvorki
fyíir valdi stórgróðaklíkunnar,
er stjórnar Sjálfstæðisflokkn-
um, né ofbeldi ráðinna bylt-
ingamanna — heldur beri heil-
brigða stefnu umbótamanna,
sem er þrá mikils meirihluta
þjóðarinnar, — fram til sigurs.
UR BÆNUM
Fundur.
Framsóknarfélag Reykjavíkur held-
ur fund í Baðstofu iðnaðarmanna
næstkomandi þriðjudagskvöld.
Húsnæðis- og húsaleigumálin verða
fyrstu mál á dagskrá. Ættu Fram-
tóknarmenn að fjölmenna á þennan
fund.
Framsóknarmenn! -
Skrifstofa til undirbúnings bæjar-
stjórnarkosninga í Reykjavik er í
Edduhúsinu við Lindargötu. Hún er
opin kl. 2—7 virka daga og 5—7 á
sunnudögum.
Dragiö ekki að athuga hvort þið, eða
kunningjar ykkar, eruð á kjörskrá.
Sími skrifstofunnar er 6066.
Dronning Alexandrine
kom hingað til Reykjavíkur með
um 130 farþega frá Danmörku síðast-
liðinn þriðjudagsmorgun. — Meðal
farþega með skipinu hingað til lands
var Lúðvík Guðmundrson, sem und-
an farna mánuði hefir ferðast á veg-
um Rauða Kross íslands, um megin-
land Evrópu til að liðsinna íslend-
ingum. Lúðvík hefir greitt úr vand-
ræðum fjölmargra nauðstaddra ís-
lendinga, einkum í Þýzkalandi og
hjálpað mörgum þeirra til þess að
komast iftim.
Til Bandaríkjanna.
Síðastl. föstudagskvöld fóru 27 ís-
lendingar áleiðis til Bandaríkjanna
með herflutningaskipi. Farþegarnir
voru þessir: Arnfríður og Kristín Berg-
ström til heimilis að Gunnarsbraut
38, Ingibjörg T. Bozin, Hringbraut 33,
með eins árs gamla dóttur, Ida B.
Dibble, Brávallagötu 12, með eins árs
son, Ólafía E. Dodge, Hátúni 21, Ásta
Provance, Heilusundi 7, Sigurborg T.
Rauer, Hverfisgötu §1, með eins árs
dóttur, Ingibjörg S. Germain, Berg-
staðastræti 9B, með eins árs son, Anna
Bene, Hellubraut 4, Hafnarfirði, með
tveggja ára son, Guðlaug G. Emeus,
skála 51, Laugarnesi, með eins árs son,
Alda S. P. Phillips, skála 39, Laugar-
nesi, með tveggja ára son, Anna H.
Webbs, Keflavík, með tveggja ára dótt-
ur, Þórdís B. Bilger, Reynimel 41, Sig-
ríður J. Hjartarson, Bjarnarstíg 7,
Hiín M. Schlenbaker, Miðstræti 6,
Jenny G. Truax, Þingholtsstræti 23,
Sigurborg Farell, með tæpl. tveggja
mánaða dóttur, Hrafnhildur E. Arn-
órsson, Laufásveg 25, Rafnheiður
Ream, Hólavallagötu 9, Jón Jakobsson,
Vífilstöðum, Magnús Matthíasson og
frú, Túngötu 5, Ingibjörg Arnórsdóttir,
Laufásveg 25, Árni Björnsson, Lauga-
veg 92, Alda Trezon, Menntaskólan-
um, Emma Gage, Stelnum við Lang-
holtsveg og Ásta Hartronft, Meðal-
holti 6.
Árni Helgason
verksmiðjustjóri I Chicago er ný-
kominn til landsins. Erindl hans er
að heimsækja móður sína, sem er 86
ára gömul. Hún dvelur í Hafnarfirði.
Séra Bjarni Jónsson
hefir verið skipaður dómprófastur í
staö séra Friðriks Hallgrímssonar, sem
heflr látið af prestsstörfum.
Skálholt.
Leikfélag Reykjavíkur hefir ákveðið
að Skálholt eftir Guðmund Kamban
verði jólaleikritið í vetur.
I