Tíminn - 14.12.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1945, Blaðsíða 3
95. WafS TtMCVIV, föstmlaginn 14. des. 1945 3 Ágúst Þorvaldsson: Bændur láta ekki misbjóða sér íslenzkur landbúnaður hefir löngum átt í vök aS verjast, og íslenzk bændastétt því meira herzt í volki lífsins en bændur í nálægum löndum. Veldur því margt að svo hefir verið. ís- lenzkir Tjændur hafa átt við ó- blítt náttúrufar að etja. Þeir hafa búið dreifðir í allstóru landi erfiðu yfirferðar, og orðið að búa nær eingöngu að þeirri fábreyttu framleiðslu, er landið gat látið í té, en þó kostaði ó- hemju fyrirhöfn að vinna úr skauti þess. Þar á ofan bættist ásælni og kúgun erlendrar þjóð- ar. Landbúnaður var fram á síð- ustu tíma svo að segja hin eina atvinnugrein þjóðarinnaiv Út- vegurinn var eiginlega hliðar- grein hans. Það eru ekki nema fáir aratugir síðan aðrir at- vinnuvegir hófust hér á legg svo um munaði, og sérstakar at- vinnustéttir mynduðust í sam- bandi við þá. Fiskveiðar, siglingar, verzlun og iðnaður eru nú áð verða all- fyrirferðarmiklar atvinnugrein- ar hjá þjóðinni, og fer þar mest fyrir fiskveiðunum, sem. eru annar höfuðatvinnuvegurinn og ásamt landbúnaðinum eru grundvöllurinn að öllu öðru starfi þjóðarinnar. Að sama skapi sem ýmsar hinar nýju atvinnugreinar hafa aukizt hefir fólki fækkað í sveitum og mörg býli lagzt i eyði, jafnvel heilar sveitir, en allmikið hefir þó verið reist af nýjum býlum. Þrátt fyrir hina miklu fólks- fækkun við landbúnaðarstörf, sem orðið hefir, þá hefir fram- leiðslumagn landbúnaðarvara samt mjög aukizt frá því sem var t. d. um síðustu aldamót. Það er fróðlegt fyrir þá kaup- staðabúa, sem þykjast hafa á- hyggjur út af þröngsýni og aft- urhaldssemi bænda á sviði framfara viðvíkjandi atvinnu- rekstri sinum, að líta ofan i skýrslur um ræktunarfram- kvæmdir, byggingar- og fram- leiðsluaukningu siðustu 3J3 árin í sveitum landsins. Hver maður hlyti, eftir að hafa kynnt sér þetta, að sann- færast um það, að bændur hafa notað tækni við störf sín eins og aðstæður og efni hafa fram- ast leyft, og jafnvel stundum ekki sézt fyrir sem skyldi að leggja í nýjungar. Þess er einnig skylt að minnast, að flestir, ef ekki allir, lærðir menn um búnaðarmál er gengið hafa á einn eða annan hátt í þjónustu landbúnaðarins hafa verið á- hugamenn, símiðlandi þekkingu, og sumir ævinlega í leit að nýrri tækni til að létta störf sveitafólksins og gera því þann- ig auðveldara en áður að fram- leiða meiri og bétri vöru. Ekki ætti paö að geta dulizt neinum manni, sem íhugar mál- efni þjóðfélagsins af samvizku- semi, hversu þýðingarmikill landbúnaðurinn er fyrir þjóð- ina í heild, bæði á hagrænum og menningarlegum sviðum. Ætti þetta að vera svo augljóst mál fyrir stjórnmálamennina, hvar í flokki sem þeir eru, að ekki ætti að'þurfa um pað að ræða við þá. Þó ber svo undar- lega við, að ýmsir stjórnmála- flokkar virðast nú ekki eiga annað áhugamál stærra en að gera landbúnaðinn, hinn forna höfuðatvinnuveg, sem þjóðin á tilveru sína að þakka frá önd- verðu, að olnbogabarni en hlynna um leið að ýmsu vafa- sömu braski í öðrum atvinnu- vegum. Ekki skal það lastað, þótt hver sá atvinnuvegur, sem hér á tilverurétt, fái að njóta um- hyggju og eflingar af hálfu beirra, er málum þjóðarinnar stjórna á hverjum tíma. Slíkt er sjálfsagt og nauðsynlegt, og hafa bændur á því fullan skiln- ing. Hitt þykir bændum kynleg stjórnvizka að sýna landbúnað- inum fjandskap og tómlæti og nota hvert tækifæri, er gefst, til þess að storka bændastétt- inni og móðga hana stórlega með ýmsum athöfnum, er snerta málefni hennar. Skal hér nefna nokkur- dæmi þessu til sönnunar, er skeð hafa siðan núverandi rikisstjórn hófst til valda: Þegar Stéttarsamband bænda var stofnað í sumar, með vilja og þátttöku flestallra bænda landsins, með það meðal annars fyrir takmark að fá í hendur sambandsins verðlagsmál land- búnaðarafurða — með öðrum orðum að bændur verðlegðu sjálfir störf sin eins og aðrir vinnandi menn gera nú á tím- um — þá er þegar rokið til af ríkisstjórninni og gefin út bráðabirgðalög um stofnun búnaðarráðs, þar sem landbún- aðarráðherra skipar alla menn- ina, og bændastéttin hefir ekk- ert um þa& að segja, hverjir fara með mestu hagsmunamál hennar. Má mikið vera ef bændur gleyma slíkri storkun í náinni framtíð. [ gera bændur að. þrælastétt í þjóðfélaginu. Eitt langstærsta áhugamál bænda nú sem stendur er bygg- ing áburðarverksmiðju í land- inu, er fullnægt geti áburðar- þörf landsmanna þeirra, er erja vilja hina góðu gróðurmold, sem hér er svo mikið af. Snertir þetta mál ekki eingöngu bænd- urna, heldur er um að ræða þýðingarmikið framfaramál, er öll þjóðin ætti að hafa áhuga fyrir að kæmist sem fyrst í framkvæmd. Þetta stóra þjóð- mál er tafið með þeim forsend- [ um að undirbúningurinn á hinni faglegu hlið þess hafi ver- ið svo gallaður. að efnið, sem , kæmi úr verksmiðjunni eins og i hún var hugsuð, yrði ekki áburð- 1 ur, heldur „sprengiefni,“ vitan- lega stórhættulegt lífi og lim- j um manna. Hitt hefir sýnt réttlætis- kennd ríkjisstjörnarinnar, mannsbrag og háttvísi, ef hún , hefði þegar búið var að stofna i stéttarsambandið gefið út, bráðabirgðalög og fengið sam- 1 bandinu í hendur fullt vald til verðlagningar á öllum landbún- aðarvörum. Seint miinu bændur einnig gleyma þeirri móðgun, er þeim var sýnd af stjórnarliðinu, er það setti það ákvæði inn_j lög- in um búnaðarmálasjóð, að ekki mætti nota fé hans nema með samþykki landbúnaðar- ráðherra. Er slíkt ákvæði firn mikil, þar sem sjóður þessi er partur af tekjum bænda, er þeir leggja til hliðar í þvi skyni að verja honum til framfara i atvinnu- vegi sínum. Þannig er hvert tækifæri notað til að hnekkja hverju því nýmæli, er bændur vænta sér góðs af, atvinnu sinni til eflingar, og hver athöfn á félagslegu sviði, er bændur.vilja framkvæma til þess að halda uppi virðingu stéttarinnar, kúg- uð og brotin, svo að hún verði að sem minnstu gagni. Verður varla annað séð en að stjórnarliðið stefni að því að Nú hafa flestir bændur lands- ins á s. 1. sumri fengið að reyna sams konar áburð, sem verk- smiðjunni var ætlað að fram- leiða, samkvæmt undirbúningi þeim, er Vilhjálmur Þór lét gera, og leikur það ekki á tveim tungum hjá okkur, er þennan áburð notuðum, að hann gefur mjög mikla grassprettu og er á engan hátt vandasamara með hann að fara en aðrar þær á- burðartegundir, er hér hafa ver- ið notaðar. Áburðarverksmiðjumálið er enn eitt dæmið um það, hvern- ig skeytingarleysi stjórnarliðs- ins um velferð elzta og annars þýðingarmesta atvinnuvegar þjóðarinnar er mikill skaðvald- ur, þar sem af þessum orsökum hlýtur ræktun í landinu að tefj- ast. Er'þetta skeytingarleysi enn átakanlegra vegna þess, að það mun, að ekki litlu leyti, vera sprottið af pólitískri óvild til bænda og þess stjórnmála- flokks, er mikill meirihluti þeirra skipar. Þau atriði, sem hér hefir ver- ið drepið á, eru þannig vaxin, að bændur láta sig mjög miklu (Framhald á 7. síðu) Nokkrar merkisbækur Að þessu sinni verður getið nokkurra ritsafna og góðra skáldsagna, sem komið hafa út nýléga og vert er að vekja sér- staklega athygli á. Á öðrum stað í þessu blaði birtist sérstök grein um eitt af öndvegisritum þjóðarinnar, Ferðabók Sveins Pálssonar, sem er nýkomin út, og síðar mun verða getið Ódáðahrauns eftir Ólaf Jóns- son framkvæmdastjóra, sem er mikið rit í þrem bindum. Ritsafn Þorgils gjallanda. ÞorgiLs gjallandi var eins og alþjóð veit mývetnskur bóndi, fæddur um miðja 19. öld, dáinn um Jónsmessuleytið 1915. Hann bjó á Litlu-Strönd og hét Jón Stefánsson. Hann fékk snemma aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna heldur en þá voru ríkjandi í landinu og tók áður en langt um leið að láta þær í ljós. Fyrsta bók hans, Ofan úr sveitum, olli hneykslunum með- al þröngsýnna manna. Á sömu leið fór, þegar skáldsagan Upp við fossa kom út. Samt sem áður fundu menn, og það viður- kenndu þeir, sem réttsýnir voru, að hér hafði kvatt sér hljóðs sá maður, sem kunni að halda á penna og segja það, sem hon- um bjó í brjósti. Það er þó ekki fyrir þessar uppreisnarsögur, sem Þorgils gjallandi hefir hlotið mesta frægð og hylli, heldur dýrasög- ur sínar. Á því sviði stendur hann enn í dag fremstur ís- lenzkra rithöfunda — slíkur meistari var hann, er hann greip til þess að lýsa dýrunum, lífi þeirra og örlögum. Sýnir það i rauninni ræktarleysi okkar ís- lendinga og hirð.uleysi um hinar dýrmætustu erfðir, að ekki skuli vera til margar útgáfur á dýra- sögum hans og þær sjálfsagt lestrarefni hverju íslenzku barni. Fyrir rösklega tveim áratug- um var farið að hugsa til þess að gefa út rit Þorgils gjallandi í heild. Sú ætlun féll þó um sjálfa sig, svo aldrei kom nema fyrsta bindið. Lá svo málið niðri þar til fyrir nokkrum árum, að það var vakið upp. Er nú loks komið út mjög myndarlegt ritsafn, og er í því mest- allt, sem eftir Þorgils gjall- anda liggur. Þar á meðal er talsvert, sem ekki hefir áður verið prentað. Eru i fyrsta bindinu sögurnar Ofan úr sveit- um og Upp við fossa, í öðru bindinu smásögur, þriðja bind- inu dýrasögur, smásögur, frá- sagnir, erindi og ritgerðir og dánarminningar, og í fjórða bindinu er svo allmikið safn greina úr blöðum og tímaritum, auk bókarauka mikils og stór- merks eftir Arnór Sigurjóns- son um rithöfundinn og ævi- feril hans og þann jarðveg er hann er sprottinn úr. Útgáfa þessi er hin vandað- asta, svo sem hæfir höfundinum og efninu, og skyldi þvi fagnað, að nú loks hefir Þorgils gjall- anda verið sýndur verðugur sómi eftir þrjátiu ár í gröfinni. Útgefandinn er Helgafell. Konungurinn á Kálfskinni. Guðmundur G. Hagalín hefir látið skammt stórra högga á milli á rithöfundarferli sínum. Tuttugasta og þriðja bókin kom í haust — og það ekki nein smábók: stærsta skáldsagan sagan hans 520 blaðsiður í stóru broti og þéttprentaðar. Önnur skáldsaga kom þó út eftir hann í vor, og fleiri járn mun hann hafa haft í eldinum. Þessi nýja bók heitir Konung- urinn á Kálfskinni. Af nafninu mætti freistast til að halda, að þetta væri eitthvert fornaldar- ri’t. En þvi fer íjarri. Sagan ger- ist á okkar dögum — á gamal- mennahæli vestur á fjörðum. Er það skemmst að segja, að þetta er ein skemmtilegasta saga Hagalíns — og hefir hann þó margt vel gert. Aðalsöguhetjan er gamall karl, Eiríkur Athan- iusson, og söguefnið skipti hans við veröldina og samferðafólkið. Bregður þá undarlega við, ef Eirikur verður' ekki á sinn hátt eins og Kristrún í Hamravík sögupersóna, sem heldur áfram að lifa í minni manna, svo Ijós- lifandi er hann, sérkennilegur og þróttmikill karl. (Framhald á 4. síðu). Halldór KrLstjánsson: Ferðabók Sveins Pálssonar Ferðabók Sveins Pálssonar er að koma út þessa dagana — eitt af öndvegisritum þjóðarinnar, er fram til þessa hefir legiff í hand- riti á dönsku. Halldór Kristjánsson frá Krkjubóli skrifar hér um þessa miklu merkisbók. Það er ekki ástæða til þess að verja löngu máli til þess að kynna Svein lækni Pálsson fyr- ir íslenzkum lesendum. Þeim er það ljóst að hann er einn af mætustu ’ og merkilegustu mönnum þjóðarinnar að fornu og nýju. Þeir vita, að hann stóð í fremstu röð vísindamanna heimsins um sína daga í nátt- úrufræði. Auk þess var hann vinsæll, samvizkusamur og dug- legur læknir í viðlendu og erfiðu héraði. Það er ekki fjarri því að minning Sveins Pálssonar hafi yfir sér nokkurn þjóðsögu- blæ eða jafnvel helgisögublæ í hugum manna. Má vel vera, að hetjukvæði Gríms Thomsens eigi sinn þátt í því. Það munu því þykja góðar fréttir með þjóð okkar, að helztu rit Sveins Pálssonar hafa verið gefin út í vandaðri útgáfu. Öll- um mun þykja það sjálfsögð ræktarsemi við þennan merki- lega mann. Þegar bækur hans hafa legið i handriti í 150 ár eru þær fyrst birtar þjóð hans. Þær hafa aðeins verið til í einu einasta handriti, frumritinu sjálfu. Og ef til vill er það til- viljun að það er ekki löngu glatað. Jónas Hallgrímsson keypti það úr dánarbúi Sveins og lét binda úti i Kaupmann- höfn og seldi síðan Bókmennta- félaginu. Ef til vill er Þorvaldur Thor- oddsen eini maður, sem hefir lesið ferðabækur Sveins Páls- sonar allar þar til þær voru skrifaðar upp. En svo skemmti- lega bar til, að ungur maður, sem var við nám i Kennara- skólanum, byrjaði á því að af- rita þær í tómstundum sínum. Þessi maður var Haraldur Jóns- son, sem nú er kennari og hreppstjóri vestur undir Jökli í Gröf í Breiðuvík. Síðar fékk hann lítils háttar styrk úr menningarsjóði til þess að ljúka uþpskriftinni. Ljúka þýðendur bókarinnar miklu lofsorði á það verk. Er það sannarlega ánægju- legt að frétta um atburði sem þessa, og sýnir það að ræktar- semi og fræðimannleg þjónusta er ekki aldauða okkar á meðal. Jón Eyþórsson, Pálmi Hann- esson og Steindór Steindórsson hafa þýtt þessi rit og gert við þau skýringar. Mun það einkum vera verk Jóns Eyþórssonar, því að í hans hlut kom að búa ritið til prentunar. Þessir menn eru allir þjóðkunnir rithöfundar og þarf ekki að fjölyrða um það. Þeir segja í formála, að þeir hafi talið sér skylt að gera þýðing- una svo nákvæma sem þeir töldu fært, þótt stílinn yrði fyr- ir þá sök nokkru > stirðari en þurft hefði að vera. Ég hygg þó, að ekki séu mikil brögð að þvi, að stíllinn sé stirðari en títt er um ritað mál nú á timum. Trúi ég þvi, að þýðingin sé mikið verk og vel unnið. Mér var ærin forvitni að sjá þessa bók. Ég gat búizt við því, að margt væri það i henni sem lítið erindi ætti til nútíma- manna. Eins var ég við þvi bú- inn að bókin væri leiðinleg af- lestrar, þurr og strembin og tiningsleg. En skemmst er frá því að segja að mér þykir bókin skemmtileg aflestrar og mikill fengur fyrir nútímamenn. Allir þeir, sem unna þjóðleg- um fræðum og vilja skilja þjóð sina og sögu hennar, munu taka þessari nýju bók opnum örm- um. Þegar þess er gáð, hve mik- ið kapp fjöldi manna leggur á að elta uppi og eignast ýmisleg sagnakver, ef þau eru tengd við þjóðsagnaheiti, og virðast þó sum þeirra ekki sérlega mikils virði, þá væri það undarlegt ef menn kynnu ekki að meta svo örugga og glæsilega frum- heimild um þjóðlíf, þjóðtrú og þjóðhætti sem bók Sveins Páls- sonar er. í þessari bók kynn- umst við Sveini Pálssyni og þjóð hans merkilega vel, svo fá- orður sem hann er þó um sjálf- an sig og öll persónumál. Þessi þrítugi vísindamaður og læknir verður margs var, þegar hann ferðast um land sitt. Hann tekur eftir atvinnuháttum og verzlun, byggingum og skóla- málum. Stundum segist hann hafa skrifað yfirvöldunum um það, sem honum þótti miður fara. Það kemur fyrir, að hann tefst á ferðum sínum, vegna þess, að hann á svo annríkt við að vitja sjúkra manna og líkna þeim. Hann getur þess stund- um, að þannig hafi hann fengið tækifæri til að kynnast heilsu- fa,ri fólks og fleira. En þess er líka dæmi, að hann afsakar þá töf, sem farsóttir valda honum og býðst til þess að framlengja bjónustutíma sinn, sem því nemi. Ást vísindamannsins á fágæt- um náttúrugripum kemur víða fram og meðal annars i sam- bandi við geislasteinana við Djúpavog. Honum er sárt um að slíkir gripir lendi í höndum ó- verðugra, sem ekki kunna að meta þá eða með að fara. Því segir hann: „Á síðustu árum hafa lika einstakir menn í Kaupmannahöfn sent hingað skemmdarvarga. Einn slikur dvaldist hér sex vikur og réðst með púðursprengingum, járn- körlum og fleira á þessar vesa- lings klappir í nágrenninu. Hafði hann á brott með sér hin- ar dýrmætuátu konungsger- semar, svo sem hársteina, geisla- steina, kristalla og annað slikt“. Merkileg eru sum orð Sveins um skógana. Hann kemur í Hallormsstaðarskóg og segir þá m. a.: „En svo mun fara um þetta fagra hérað sem aðrar skógar- sveitir á íslandi: Það verður lagt í örtröð til skammar fyrir alda og skaða fyrir óborna! Hin fegurstu birkitré hafa verið stráfelld á þessum slóðum, ekki samt að rótum, heldur hefir stofninn verið bútaður allt að mannhæð frá jörðu, svo að svæðið er yfir að líta sem væri það krökkt af vofum eða ná- hvítum, staurbeinum draugum, er hestarnir mínir voru i fyrstu dauðhræddir við og ramm- fælnir. Skógarhöggsmennirnir hafa ekki nennt að hafa fyrir þvi né viljað leggja það á sig að höggva hin stóru tré að rótum. en með því hafa þeir banað fjöl- mörgum rótarteinungum. Stofnarnir visna, og samt sem áður geta þessir skógræningjar ekki drattast til að höggva þá til eldsneytis, heldur láta þeir þá grotna niður, og halda áfram að kvista lifandi tré, ef til vill hálfvaxin". Og þegar hann kemur i Fnjóskadal segir hann: „Fnjóskadalur er fögur en mögur sveit og hefir fyrrum verið vaxin fögrum skógi. Eink- rpn er Hálsskógur nafntogaður um land allt, en síðustu 10 ár- In hefir haiin verið eyðilagður meðr. öllu á sama hátt og áður er getið um Hallormsstaðarskóg, að undanteknum litlum bletti um mílufjórðung sunnan við bæinn á Hálsi. Þar er nokkur nýgræðingur tekinn að gægjast fram á nýjan *leik, og ætti að friða hanrt af öllum mætti og hlúa -að honum, því að skógleys- ið háir öllu Norðurlandi". Það væri hægt að taka upp margar fleiri tilvitnanir, sem sýna sviða og sársauka vísinda- mannsins yfir rányrkju og van- þekkingu. Hann hvetur menn til að brenna mó og nota tað til áburðar og láta sér ekki nægja það gras, sem sjálfkrafa sprettur. Hann gleðst yfir þvi, að finna skólagengna bændur og mótmælir þeirri skoðun, að það sé niðurlæging fyrir slíka menn að búa embættislausir. Og svona má halda áfram. Þessar bækur sýna okkur líka gleði náttúruskoðarans og gefa okkur hugmynd um þær nautnalindir, sem hafa bætt honum upp skilningsleysi og fátækt. Hann lýsir því hversu gaman sé að sjá steindepilinn leika á köttinn og að fylgjast með lífi æðarfuglsins um varp- tímann. Og honum er ánægja að segja frá hreinkvígunni, sem leitaði í harðindum heim að bæ í Fnjóskadal og var tekin þar á þeygjöf og varð svo mannvön

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.