Tíminn - 14.12.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.12.1945, Blaðsíða 4
TÍMINIV, föstudaginu 14. dcs. 1945 95. blað BókmenntLr og listir ÞájS er nýjung um þessa skáld- sögu, að í henni eru nokkrar prýðiiegar teikningar af persón- um sögunnar og atburðum, sem gerast. £ær hefir gert Halldór Pétursson, og eru þær svo vel dregnar, að sönn prýði er að. Gera þær í senn bókina eigu- legri og söguna lífmeiri. Útgefandinn er Bókfellsút- gáfan. Ljóðasafn Jóns Magnússonar. Þegar Jón skáld Magnússon lézt, var í undirbúningi að ísa- foldarprentsmiðj a gæfi út nýja ljóðabók eftir hann. Átti sú bók að heita Jörðin græn. Við and- lát hans var þessari útgáfuhug- mynd breytt. í stað þess að gefa út þessa einu bók4 er í væru síðustu lióð Jóns, varð að ráði, að gefið yrði út heildarsafn kvæða hans, enda voru hinar fyrri kvæðabækur uppseldar. Af þessum sökum varð að vísu að fresta újtgáfunni nokkuð. En nú er ljóðasafnið komið í fjórum bindum, og nefnist það í heild Bláskógar. Svo hét fyrsta ljóða- bók Jóns, og svo hétu hinir fornu skógar inn af Þingvalla- sveit, sem var Jóni kærust allra byggða. í tveimur fyrri bindunum eru ljóð þau, sem voru í fyrstu ljóða- bókum Jóns, Bláskógum og Hjörðum. í báðum seinni bind- unum eru svo kvæði, sem ekki hafa áður verið prentuð i bók- um, og mörg þeirra raunar hvergi,-auk þess sem kvæðin úr Flúðum eru í öðru þeirra og Björn á Reyðarfelli í hinu Meðal hinna nýju ljóða er all- langur kvæðaflokkur, er heitir Páll í Svínádal — óður um fjallabónda, er segir í formála, að ennþá sé „samferðamaður vorrar kynslóðar." Það er ánægjulegt að þetta heildarsafn skuli komið út. Jón Magnússon var göfugt skáld og mun því meira virtur sem lengra líður fram. Ljóð hans eru laus við hjóm, sem hjaðnar óðar en varir. Útgáfan er vönduð, en þó yf- irlætis- og íburðarlaus. Ýmsum mun þó þykja það verr, að ekki fylgir neinn formáli né greinar- gerð um skáldið. Ljóðmæli Stefáns frá Hvítadal. Annað heildasafn látins ljóð- skálds kom út nú fyrir skömmu. Helgafell gaf út ljóðmæli Stef- áns frá Hvítadal, búin undir prentun af Tómasi Guðmunds- syni, er jafnframt hefir ritað skemmtilegan og skilmerkileg- an formála um höfund og ljóða- gerð hans. Stefán frá Hvítadal var eitt þeirra ágætu ljóðskálda, sem ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦'..........................- ! ♦? ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• ’♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< OLAFUR DAVIÐSSON: n i: p :! § SLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR „Eg las þjóösögurnar Spjald- anna á milli upp aftur og aftur á kornungum aldri. Þær höfðu mjög mikil áhrif á mig .... og hafa þau ávallt farið í vöxt eftir þvi, sem ég hefi lesið þær oftar. Ég sá fljótt, að flestar sögur, sem Steinvör gamla, Svarta- Sigga Og aðrar sögukerlingar sögðu okkur krökkunum, vantaði í þjóðsögurnar og svo allar þær þulur, gátur og leikar. Mér duldist það ekki þá þegar, að öll þessi fræði eru mjög merkileg og tók þess vegna upp á að skrifa upp flest á því tagi ....“. Ólafur Davíðsson. Nýkomin er út heildarútgáfa af Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, þrjú stór bindi, vönduð útgáfa í álla staði, með grein um Ólaf eftr Steindór Steindórsson menntaskólakennara. Þetta er merk- asta þjóðsagnasafnið, sem út hefir komið síðan Þjóðsögur Jóns Árnasonar voru prentaðar, og á stærð við þær. Bókin er í 18 aðalflokkum, undirflokkar eru 108, og er ekkert þjóðsagnasafn jafn nákvæmlega flokkað. Bókin er skreytt 108 skrautstöfum með myndum. Litprentaðir upphafsstafir eru fremst i hverju bindi. Hver einasti þjjóðrœkinn íslendinfiur veröur uð eignust þessa bóh. Hver niuiíur, sem ann shemmtilestri, verður að eiffnast þessa bóU. Eim/ím nútíma bóU er jjafn fjjölþœtt, því að í henni finnur hver maður marfft, sem full- nœgir lestrarhneiffð hans. E F N I: Þorsteinn M. Jónsson Akureyri Fornmenn Kirkjusögur Sagnir frá seinni öldum, þar á meðal: Hrakningar og slysfarir Hreysti og harðneskja Kraftamenn Völundar Listalæknar Skáld og vitmenn Kynlegir menn Hrekkjalómar Stórlygarar Kímnisögur Kreddusögur Helgisögur Orðkyngisögur Galdrasögur Draugasögur Loftsjónir Kynjar landsins Dýrasögur Sæbúasögur Álfasögur Tröllasögur Útilegumannasögur Ævintýr komu fram á sjónarsviðið í lok fyrri heimsstyrjaldar með nýj- an og heillandi hreim. Fjórar ljóðabækur komu út að honum lifandi, Söngvar förumannsins 1918, Óður einyrkjans 1921, Heilög kirkja 1924 og Helsingjar 1927, og loks kom svo Ijóðabálk- urinn Anno Domini 1930, sem prentaður var að skáldinu látnu (Stefán dó í marzmánuði 1933). j í hinu nýja ljóðasafni eru i kvæði úr hinum gömlu ljóða- | bókum Stefáns, auk fjögurra nýrra kvæða, og var þá því af j óprentuðum ljóðum hans til skila haldið, er útgefandi taldi, að Stefán hefði sjálfur kosið. Nokkrar litmyndir eru í bók- inni, gerðar af Snorra Arin- bjarnar listmálara. Þótt ekki sé nema röskur ára- tugur síðan Stefán frá Hvíta- dal féll í valinn, er eins og þegar sé tekið að gerast hljótt um nafn hans. Væri það illa farið, ef hann fyrntist svo fljótt — slíkur dýrkandi fegurðar og hreinleika sém hann var. Nú hefir Helga- fellsútgáfan gért mönnum kleift að rifja upp kynni sín við Stef- án. í sölum hans er enn sem fyrr „langt til veggja, heiði hátt.“ Kviðiingar Káins. Kristján Níels hét hann, og var Júlíusson. K. N. voru ein- kennisstafir hans en fólkið hef- ir nefnt hann Káin. Undir því nafni mun minning hans lifa. Hann fór ungur héðan af ís- landi og lifði sextíu ár vestan hafs oft við fremur smáan kost. Þótt ekki væri skólanáminu fyr- ir að fara, auðnaðist honum að verða nafntogaðasta kímni- skáld íslendinga, og fleiri næma strengi átti harpa hans, þótt þessi hafi beztan hljómgrunn fundið. | Kviðlingar hans komu út 1920, en hafa lengi verið ófáan- legir. Nú hefir Bókfellsútgáfan gefið út, en dr. 'phil. Richard Beck prófessor búið undir prent- un, nýja ljóðabók eftir Káin. Er þar flestallt, er birtist í Kvið- lingum, en auk þess auðvitað margt fleira, og fylgja skýring- ar kvæðunum og vísunum eftir því sem efni standa til. Dr. Richard Beck skrifar rækileg- an formála um skáldið, en dr. Haraldur Sigmar prestur í Norður-Dakóta minnist hans í stuttri grein. i að hún gekk ekki aðeins laus um allar trissur, heldur slóst i för með fólkinu til kirkju og lá grafkyrr úti i kirkjugarði um messutímann. Þá er það ekki heldur ófróð- legt'að kynnast því, hvernig var að ferðast um ísland á þessum tímum. Þær ranrisóknir, sem Sveinn Pálsson gerði, voru ekki fyrirhafnarlausar. Hann hafði náttstað uppi á öræfum milli krapbólginna jökulvatna <cg á eyðisöndum Skaftafellssýslu með ólgandi árnar á báða vegu. Þó að hann sé fáorður um svað- ilfarir sínar kemst háhn þó ekki hjá því, að geta um margar þeirra, sem farnar voru á rann- sóknarferðunum. Þau rit Sveins Pálssonar sem nú eru gefin út undir nafninu ferðabók hans, eru auk dagbók- anna jöklarit og eldrit, lýsing Gullbringusýslu og Skagafjarð- arsýslu, tvær ferðalýsingar sjálfstæðar og nokkrar smá- greinar. Það er ekki ætlun mín að fjölyrða hér um þessi rit sérstaklega því að um þau er margt það sama að segja, og dagbækur rannsóknarferðanna. Þó vil ég benda á það, að vegna máls‘ins er jöklaritið æskilegur lestur fyrir unglinga og mætti gjarnan taka greinar úr því upp í lesbækur. Þar er gerð grein fyrir því hvað fjöldi gamalla og góðra orða merkir svo sem kaupaför, skrið, grunnstingull, ágangur, klósigi, blika, bakki o. s. frv. Um lýsingu Skagafjarðarsýslu mætti sitt hvað segja. Sveinn er Skagfirðingur og segir það til sín. Ég get ekki neitað mér um að taka hér upp nokkur orð úr lýsingu hans á æskustöðvum sínum. * „Og í stað þess að fjallþokan sígur niður eftir hlíðunum, þeg- ar kvelda tekur, þá stígur dala- læðan upp eftir þeim, en nær þó aldrei upp á fjallabrúnirnar. Enginn nema sá, er séð hefir, getur trúað því, hve tignarlegt þetta er á að líta, þegar staðið er uppi á einhverju fjallinu, sem rís upp úr þpkunni, og horft yfir hin miklu þokuhöf, er langt í fjarska renna saman við sjálf- an himinblámann, en upp úr þeim gægjast alls staðar litlar eyjar. Fyrir, um og eftir sólar- uppkomuna tekur þokan óvör- um að eyðast. Rennur einnig oft á einhver jöklagustur, sem helzt um tveggja stunda bil og nægir þó til þess að reka þokuna aftur út til sjávar. Eftir það gerir logn. Sólin, glöð og blíð, stígur upp, og fyrstu geislar hennar brotna nærri því allir í döggvotu skauti jarðarinnar og varpast þaðan aftur að auga hins sljóa manns, líkt og þeir vildu minna hann á óþreytandi gæzku skapara síns. Ó, hve unaðslegt er að vekja þannig upp á manndóms- árum sínum minningar |rá æskudögunum um dýrð náttúr- unnar er þá var oft augum leidd af barnslegri gleði.“ Skemmtileg er líka lýsing hans á fólkinu i Skagafirði og þó e. t. v. hvað helzt þessi setn- ing: „En því er svo háttað um land allt, að það fólk, sem lengi hefir saurgazt af samskiptum við útlendinga — en meðal þeirra er oft úrhrak verzlunar- þjóðarinnar — er sem væri það af öðrum kynþætti en hin ó- ! ánortna alþýða upp til landsins.“ i Þetta er skýring þess, að gest- risni var minni í grennd við .Hofsós en annars staðar. | Hér verður nú hætt að taka upp setningar ;ef tir - Sveini Pálssyni, þó að gaman væri að þvi að gangra lengra í því. En ég hygg að þessi orð Jóns Ey- þórssonar í formála bókarinnar séu ekki mælt út í bláinn: „Það er ósk okkar semunniðhöf- um að þýðingu og útgáfu þessa verks, að það megi koma í góð- ar þarfir öllum þeim, sem þurfa heimilda að leita um sögu og landshagi á fslandi í lok 18. ald- ar. Það er og von okkar, að þessi bók megi verða verðugur og varanlegur minnisvarði um hið merkilega vísindastarf Sveins Pálssonar." j Það hefði verið æskilegt að fá fyllri og rækilegri ævisögu Sveins Pálssonar en fylgir þess- ari útgáfu, en þess hefir ekki verið kostur, og gera útgefend- ur grein fyrir því. ,Það æviágrip sem fylgir gefur þó glögga mynd svo langt sem það nær. Að vissu leyti er ástæða til að harma örlög þessa merkilega fræðimanns. Hann hafði glæsi- legan námsferil að baki og hon- um stóðu ýmsar leif^ir opnar úti í heimi. Eflaust hefði hann get- að komizt áfram á margan hátt meðal fremstu menningarþjóða heims og unnið sér öndvegissess meðal merkustu vísindamanna eins og gáfur hans ög verð- leikar stóðu til. Hann hefði þá borið frægð lands síns út um heiminn- líkt og Thorvaldsen samtíðarmaður hans. En Sveinn galt þess að hann var sonur lítillar, fátækrar og kúgaðrar þjóðar og bundinn henni sterk- um böndum. Hann átti kost á styrk til rannsóknarferðar hvert sem var og kaus að fara til ís- lands. Samband náttúrufræða- félagsins í Kaupmannahöfn við hann var allt annað en innilegt og örvandi, þó að hann ynni því af mikilli trúménnsku og dugnaði. Eftir þriggja ára starf í þjónustu þess stendur hann uppi félaus. Þá er það, sem hann sækir um læknisembætti og fær það, giftist unnustu sinni og setur saman bú. Læknisfrúar- innar beið erfitt lífsstarf og mikið. Hún varð sjálf að fara kaupstaðarferðirnar austan undan Eyjafjöllum eða alla leið austan úr Vík til Eyrarbakka eða Reykjavíkur. Þannig var það þá að vera kona vísindamanns og ágætasta læknis á íslandi. Þrátt fyrir allt geri ég ráð fyrir þvíjað við fögnum því, að Sveinn Pálsson vann lífsstarf sitt heima í landi sínu, þó að það yrði bæði erfiðara og lakar metið en ella. Erfiðleikarnir sýndu hvað í honum bjó. Og-við eigum einni þjóðhetju fleira bess vegna. Atvikin 'höguðu því svo að við eigum einni fyrir- mynd fleira en ella. Og bók Sveins Pálssonar er hollur lestur öllu ungu fðlki. Þar fær það brennandi hvatningu að láta hvorki bugast né flýja, þó að því virðist nokkrir erfiðleikar á að starfa þar. Ferðabók Sveins Pálssonar, eins og hún liggur nú fyrir í þessari fyrstu útgáfu er glæsileg hetjusaga, sem íslenzku fólki ber að þekkja, héiðra og meta. Slikar bókmenntir hafa ódauð- legt gildi. Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Draitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Vinct var ftirðulegur maður Hvar sem hann er nefndur i bókuth, er eins og rnenn skorii orð til þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. í ,JEncyclopeedia Bntannica" (1911) er sagt, nð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi ti sviði visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði enzt tfl að afkasto hundmðnsta parti af öllu þvi, scp* hann féhksl við Leonardo da Vinci var óviðjafnanlegur mdlari. En hann var tikn uppfinningamaður d við Edison, eðlisfraðingur, sttrrðfraðingm, stjörnujraðingur og hervélafraðingur Hann fékkst við rannsóknir i Ijósjrtrði, liffírrafra'ði og stjórnfraði, andlitsfall manna og fellingar i klœðum athugaði hann vandlega. Söngmaður var Leonardo, góður og ték sjdlfur á hljóðfan Enn fremur 'ritaðí hanu kynstrin öll af dagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. • Þessi bók um Leonardo da Vinci er sagn um manntnn, er tjölhrvfastur og afkesta• mtstur er talinn allra manna, er sögur fara nf. og einn af mestu listamönnum veraldar. í bókinni eru um 30 myudir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. Jóla-Hangikjötið er komið. Ileildsala og smásala. — Gerið pantauir strax. BÚRFELL Sími 1506. Skjaldborg. Kosnlngaskrifstofa Framsóknarmanna til undirbúnings bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík er í Edduhúsinu við Lindargötu. Opin daglega kl. 5—7 e. h. 6066 Kjörskráin liggur þar frammi og ættu sem flestir að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.