Tíminn - 14.12.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMEyjy, föstndagfnn 14. cles. 1945 95*blað Föstudaqur 14. des. Ræða Hermanns Jónassonar Sextán miljónir Eftir 2. umræðu fjárlaganna, sem lauk í byrjun vikunnar, litu þau þannig út, að útgjöldin á sjóðsyfirliti eru áætluð um 138 milj. króna, en tekjurnar 122 milj. kr. Greiðsluhallinn er þannig áætlaður um 16 milj. kr. eða næstum því eins hár og öll útgjöld fjárlaganna voru áætl- uð fyrir styrjöldina. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu, eru ekki hlutfallslega hærri framlög til verklegra fram- kvæmda og atvinnuveganna á fjárlögunum en þau voru fyrir stríð. Einstök framlög, eins og þau sem Emil Jónsson nefndi í eldhúsdagsumræðunum, hafa að vísu hækkað heldur meira en önnur líka miklu minna, t. d. jarðræktarstyrkurinn, svo að heildarniðurstaðan verður sú, að samanlögð framlög til at- vinnuveganna og opinberra framkvæmda eru ekki hlutfalls- lega hærri, miðað við önnur út- gjöld, en þau voru fyrir stríðið. Greiðsluhallinn stafar því ekki af því, að hlutfallslega hærri upphæð sé varið til atvinnuveg- anna og verklegra framkvæmda en áður. Þessi niðurstaða, þegar tekjur ríkisins eru áætlaðar hærri en nokkru sinni fyrr og lagðir eru hærri skattar og tollar á lands- menn en nokkru sinni fyrr, sýn- ir bezt hvert stefnt er með þeirri stjórn, sem nú er höfð á fjár- málum ríkisins. Sextán miljón króna greiðsluhalli á fjárlögun- um, þótt tekjurnar séu áætl- aðar meiri en nokkru sinni áð- ur, mætti gera mönnum ljóst, hvað bíður franvundan, þegar harðna tekur í ári, tekjurnar dragast saman og kröfurnar um aukin framlög ríkisins til at- vinnuveganna aukast. Þegar rætt var um greiðslu- hallann við aðra umræðu fjár- laganna, lýsti fjármálaráðherr- ann því yfir, að hann sæi ekki aðra leið en lántöku til að mæta honum. Hörmulegri dóm er vissulega ekki hægt að fella um fjármálastjórnina en að fjár- málaráðherrann lýsi því yfir, að þrátt fyrir hina hæstu tekju- öflun, verði að taka um 16 milj. kr. lán til þess að rikið geti risið undir venjulegum fjárlagaút- gjöldum. Eftir er svo að afla tekna til hinnar margumtöluðu nýsköp- unar. Styrkir þeir, sem ríkið kann að veita til skipakaupa framvegis, verða að takast af lánsfé, og sömuleiðis styrkir, sem yrðu veittir til að koma upp iðnfyrirtækjum í þágu sjávar- útvegsins. Sama er að segja, ef framlög væru aukin til land- búnaðarins. Verði ráðizt í bygg- ingu' landshafna og Þrengsla- vegarins verður að taka fé til framkvæmdanna að láni. Sama er að segja, ef ráðizt verð- ur í stórfelldar raforkufram- kvæmdir. Nýsköpunin verður þannig fyrst og fremst að grundvallast á skuldum. Þegar á þetta er litið mætti mönnum verða það ljóst, hve illt verk þeir menn hafa unnið, sem hindrað hafa viðleitni Framsóknarflokksins til að stöðva dýrtíðina. Hefði það ver- ið gert myndi ríkissjóður nú eiga hundruð milj. króna í sjóði. Þá hefði verið hægt að fram- kvæma nýsköpunina að mestu leyti án skuldasöfnunar og hægt myndi vera að veita miklu meira fé til verklegra framkvæmda á fjárlögunum, án þess að nokkuð þyrfti að óttast greiðsluhalla. Það er hér, sem afleiðingarn- ar af verðbólgustefnu ríkis- stjórnarinnar blasa við mönn- um í sinni nöktu mynd. Þó verð- ur þetta lítilvægt hjá því, sem verða mun, ef þannig verður haldið áfram. Kommúnistar gleðjast vitanlega yfir þessu, þvi að þetta er vissasti vegurinn til hrunsins og byltingarinnar. Forkólfar íhaldsins drattast með þeim vegna fávislegra og hégómlegra stundarhagsmuna. En ætla hinir óbreyttu liðsmenn Sjálfstæðisflokksins að stuðla að því, að þessu verði haldið (Framhald aj 1. síðu) En loforðið um auknar verkleg- ar framkvæmdir efnir stjórnin á sama hátt og önnur fyrirheit sín við þjóðina, — því þegar þetta loforð er þannig efnt, þrátt fyrir þessa tekjustofna, hvernig halda landsmenn þá að það verði um framlög til verk- legra framkvæmda er þeir og aðrir tekjustofnar bresta — sem fyrirsjáanlegt er? Skattar. Rikisstjórnin lofaði að leggja skattana á þá ríku, á stríðs- gróðann, en alls ekki á fátæka. Það þarf ekki að segja þjóðinni það, hún veit það og skilur hverjar efndirnar hafa orðið — og eins þó að stjórnarliðið hafi þrisvar sinnum lengri ræðu- tíma i þessum umræðum og láti sér það vel sæma. í stað skatta á stríðsgróðann er lagður á veltuskattur, er harðast kemur niður á þeim fátæku, þeim, sem hafa mesta ómegð og flestum fyrir að sjá. En það er eftirtektarvert hvernig þetta loforð var gefið á plötunni. Þetta er það loforð, sem oftast var endurtekið. Fyrst segir, að skattarnir verði lagðir á þá, sem helzt geti und- ir þeim risið. Skattar skuli fyrst og fremst lagðir á stríðsgróð- ■ann, og enn að skattar á lág- tekjumenn skuli alls ekki hækkaðir. Siðar var þetta loforð onn endurtekið af hæstv. for- ^ætisráðherra i fjórða sinn með hví að.segja, að nú skyldi farið inn i rottuholurnar eftir stríðs- gróðanum. Það beita sumir beim ýinnuaðferðum, að lofa bvi oftast, sem ekki á að efna. Stríðsgröðinn hefir ekki hjá neinni þjó verið hlutfallslega meiri en hjá okkur íslendingum, Þrátt fyrir öll hátíðleg loforð, hefir verið sneitt hjá því að merta við þessum stríðsgróða. 4 Norðurlöndum og annars '■taðar er stríðsgróðinn hiklaust tekinn að verulegu leyti, þegar kemur yfir hundrað þús. kr. eða svo. Bændastjórnin i Danmörku er nú að taka 1—2 miljarða kr. i stríðsgróðaskatt að sjálfsögðu í eitt skipti fyrir öll og að und- angengnu nákvæmu eignaupp- gjöri. Stjórn, sem verkamanna- flokkarnir bera ábyrgð á og hlífist við að taka stríðsgróða- skatt, mun hvergi vera til nema á íslandi: Hér una jafnaðar- menn og kommúnistar því al- veg ágætlega, að um þetta séu gefin endurtekin loforð, — en i stað efnda leggur ríkisstjórn- in á landsmenn veltuskatt, sem byngstur er á ómagamönnum, framlengir alla tolla, tekju- íkattsviðaukann, viðauka á margs konar gjöld og aflar sér tekna alveg sérstaklega með aukinni brennivinssölu. Og nú, begar stjórnarflokkana vantar brátt fyrir það fyrirsjáanlega fé til þess að geta haldið sukki sínu áfram, er ráðgert, — nei, ekki striðsgróðaskattur — held- ur að láta ríkissjóð taka lán. ?em siðar á að velta yfir á al- menning. Loforðið um að leggja á striðsgróðaskatt minnist eng- inn stjórnarliði á lengur. Þeir virðast alveg hafa gleymt rottu- holunum sínum. Skattaframtöl. Ríkisstjórnin lofaði að skerpa eftirlit með skattaframtölum. Þetta loforð var þegar tortryggi- legt af þeirri ástæðu, að því var tvílofað og lögð á það sérstök áfram? Finnst þeim ekki timi til kominn að snúast í lið með umbótamönnum? Enn er tími til að bjarga. Það er enn mögu- legt að færa niður verðbólguna, bjarga ríkisfjárhagnum, bjarga .sparifénu, skapa grundvöll fyr- ir heilbrigt fjármálalif og blómlega atvinnustarfsemi. Seinasta tækifærið til þess gefst í næstu kosningum, þegar valið verður milli hinnar sameigin- legu stjórnarstefnu kommún- ista og Sjálfstæðisflokksins annars vegar og viðreisnar- stefnu . Framsóknarflokksins hins vegar. áherzla á talplötunni. Efndirnar á þessu loforði eru í svo full- komnu samræmi við efndirnar í skattamálunum, að síðan hef- ir enginn maður heyrt á þetta loforð minnzt. En vilji stjórn- arinnar í þessu máli hefir þó verið augljós. Þegar uppvist varð, að margir stórkaupmenn höfðu látið falsa þá frumreikn- inga, er þeir sýndu íslenzkum yfirvöldum og sett innkaups- verð vörunnar hærra en rétt var, til þess að fá hærri álagn- ingu, voru með því drýgð þrenns konar svik. Neytendur voru fé- flettir með of háu vöruverði. Peningarnir voru fluttir óleyfi- lega úr landi og sviknir undan skatti. Um sum þessara mála gerði ríkisstjórnin réttarsætt, eins og gert er í lítilfjörlegum smámálum, og í allri rannsókn málanna sýndi rikisstjórnin ó- vild, og sum stjórnarblöðin földu þetta ofsókn. Þegar rökstuddar líkur eru fram komnar fyrir því, að stór hópur manna hafi framið af- brot, átti að framkv. rannsókn hiá öllum. er grunur leikur á. t þess stað var hinum séku gef- in aðvörun og frestur eftir frest, til þess að þeir gætu komið nlöggum sínum i lag og sönnun- argögnum undan. Loks, þegar rannsókn er hafin og húsleit gerð hjá nokkrum stórinnflytj- Qndum, skeður þó það undar- lega, að enn finnast nokkur ^önnunargögn,. En þegar islenzk yfirvöld benda stjórninni á, að málin verði ekki rannsökuð, svo að viðunandi sé, nema senda menn vestur um haf og láta þá rannsaka málið hjá firmum beim, issem vörurnar höfðu ver- !ð keyptar frá, til þess að sann- orófa verðið o. fl., þá er þessu neitað af ríkisstjórninni og komið í veg fyrir það. Þrátt fyr- ir þetta sannazt þó, að ýmsir stórinnflytjendur hafa dregið sér ranglega svo hundruðum bús. kr. skiptir. Vegir ríkis- stjórnarinnar og vinnuaðferðir við að efna gefin loforð við landsmenn eru órannsaganlegir. Vcrðlagseftirlit o. fl. Ríkisstjórnin lofaðl lands- mönnum að hafa hemil á verð- lagi, lækka milliliðagróða og rannsaka ýtarlega, hvernig bessu marki yrði bezt náð. Ésr veit ekki til að nokkur hafi orð- ið var við þessar ráðstafanir, en ýmsir að sjálfsögðu það gagnstæða, og þessa ýtarlegu rannsókn veit víst ekki nokkur maður til að hafi verið reynt að standa við að framkvæma. En athæfi rikisstjórnarinnar i heildsalamálunum sýnir okkur ásamt öðru, hvernig ríkisstjórn- in fer að því að efna þetta lof- orð sitt og hve dæmalaust annt henni er um að lækka milliliða- gróðann og álagninguna. Með- ferðin á sölufyrirkomulagi kjötsins er annað sýnishorn á efndum þessa loforðs. Á sama tíma og ríkisstjórnin lækkar kjötverð til bænda, þrátt fyrir hækKandi framleiðslukostnað, leyfir hún milliliðunum að hækka álagninguna, sem renn- ur t þeirra vasa um 48 aura á hvert kílogram. Þannig m. a. eru efndirnar á því loforði að lækka álagningu og milliliðagróðann, og er það í samræmi við allt annað. Lífskjör ntve^s* og fiskimaima. Enn lofaði ríkisstjórnin þjóð- inni því að bæta lífskjör útvegs- og fiskimanna og skapa þeim öryggi. Það, sem lækkar mest lifskjör útvegs og fiskimanna og' veldur þeim öryggisleysi, er síhækkandi framleiðslukostn- aður, sem er afleiðing af allri stefnu stjórnarinnar. í stað þess að efna það loforð að bæta lífskjör þessarar stéttar, er stjórnin nú á góðum vegi með að koma henni á kné og gerir bað áreiðanlega ef henni verð- ur lífs auðið. — Við skulum svo láta útvegs- og fiskimenn sjálfa bera vitni um það, hvern- ig loforð stjórnarinnar við þá hefir verið efnt. Landssamband útvegsmanna hefir skrifað þingflokkunum bréf, dags. 28. f. m., þar sem segir: „Eins og yður mun vera kunnugt, hefir hag smáútgerðarmanna í land- inu sífellt farið hnignandi síð- an 1942. Nú er svo komið, að smáútvegsmenn almennt munu eiga erfitt um að halda áfram rekstri við þær aðstæður, sem þeim eru nú búnar.“ Og þar segir ennfremur að gera verði skjótar ráðstafanir til að „skapa einhvern grundvöll, til þess að byggja á áframhaldandi rekst- ur ....“. Samþykktir Fiskiþings þessa dagana um sama efni eru ennþá ákveðnari. Að dómi þess er enginn grundvöllur undir bátaútveg í vetur að óbreyttu ástandi. Það er vitað að þessi vitnis- burður um efndir ríkisstjórnar- innar á loforðum við útvegs- og fiskimenn eru í samræmi við staðreyndir og þarf ekki frekar um þær efndir að ræða. í fréttum frá Fiskiþinginu sést, að það hefir samþykkt að benda á leið til úrlausnar út úr öngþveitinu, að lækka dýr- tíðina, þannig, að framleiðslu- kostnaður sé við hæfi þess verð- lags, er fáanlegt er fyrir fram- leiðsluvöruna i markaðslöndunr okkar. — Það er hárrétt, að betta er eina rétta leiðin. Þetta er sú leið, sem Framsóknar- flokkurinn benti á sem grund- ■völl fyrir stjórnarmyndun s.l. haust, en Stjórnarflokkarnir máttu ekki heyra nefnda. Þar 'kildu leiðir. Þessi stefna, sem Fiskiþingið markar nú og hefir lengi verið 'dlji útvegs- og fiskimanna, er -amhljóða yfirlýstri stefnu frá 'íðasta flokksþingi Framsókn- irmanna. Búnaðarþing hefir bent á þessa stefnu sem einu færu leiðina fyrir framleiðslu og fjármál landsmanna. Og haustið 1944 gekk búnaðarþing í undan til þess að reyna að fá Xlþingi til þess að taka upp '•>essa stefnu. Ríkisstjórnin svar- aði þessu með þvi að nota tilboð ^ænda til þess að svíkja þá og níðast síðan sérstaklega á þeim m^ð eins konar hegningarlög- gjöf um svo kallað „búnaðar- ráð,“ þar sem allt vald í verð- ^agsmálum er af bændastéttinni '■ekið og hún í lífskjörum sett neðar öllum öðrum stéttum bjóðfélagsins. Og nú er fram komið hér á Alþingi frá Jóni Pálmasyni og einum kommún- ista frumvarp til laga, eins kon- ar viðauki við hegningarlögin 4 bændur, þar sem svipta á heildarsamtök þeirra yfirráðum vfir búnaðarmálasjóði, fé, sem beir sjálfir leggja fram. Þetta ar gert til þess að reyna að kljúfa samtök þeirra, sklpta beim.í innbyrðis stríðandi fylk- mgar, veikja þá og koma þeim 4 kné. Stjórnin virðist telja það hættulegt, að bændur hafi heildarsamtök um allt land sín 4 milli, eins og aðrar stéttir. Þegar menn, sem eru í minni- hluta meðal stéttar sinnar vegna þess, að þeir hafa misst traust hennar, leita þannig til utanaðkomandi valds til að beita stétt sina ofbeldi, eru þeir að fremja ódæði, sem er hlið- stætt því, er maður, sem misst hefir traust þjóðar sinnar, leit- ar til erlendra þjóða, til þess að fá þær til að beita þjóð sína. k,úgun. Þetta eru vinnubrögð hinna fyrirlitnu og þýlyndu bjóna Hákonar gamla á Sturl- ungaöld og þeirra manna, sem 4 seinni árum hafa hlotið nafn- ið Quislingar. Hver einasta þjóð eða stétt, sem lætur kljúfa sig þannig í innbyrðis stríðandi fylkingar með vinnubrögðum þessarar manntegundar — hver einasta bjóðarstétt sem ekki rís gegn bessu sem heild, tortýmir sjálfri sér. Bændur eiga elztu og þrosk- uðustu félagssamtökin í land- inu, samvinnufélögin, búnaðar- félag,sskapinn og hafa nýlega stofnað stéttarsamband fyrir alla bændur landsins. Þeir eru sammála um meiri háttar mál öll, en eins og geng- ur í öllum félagsskap ósammála um minni háttar atriði. Þeir kjósa fulltrúa á Búnaðarþing. Þeir greiða atkvæði um fyrir- komulag stéttarsamtakanna í búnaðarfélögunum. Þannig gera þeir upp reikninga sína og láta meirihluta ráða að réttum lýð- ræðislögum siðaðra manna Með þessu móti einu geta bændur styrkt stétt sína og tryggt af- komu sína þannig, að þeir verði ósigrandi heild í baráttunni gegn þeim ofsóknum, serp þeir eru nú beittir. Bændur vit’a vel, að það er verið að reyna að kljúfa þá í sundur í innbyrðis stríðandi hópa, til þess að sundra kröftum þeirra og veikja þá, og til þess að geta eftir það með auðveldu móti beitt þá á- framhaldandi bolabrögðum. Bændur þekkja þessi bolabrögð frá fyrri öldum og ekki sízt frá bernskuárum samvinnuhreyf- ingarinnar. Mennirnir frá Akri voru líka til í bændastétt í þann tíð og þjónuðu þá herra sinum, faktornum. Þeir, sem beita bændur þessum aðferðum, eiga eftir að verða fyrir vonbrigð- um. Bændur hafa alla tíð kom- ið sterkari en áður út úr slíkri eldraun. — Ég minnist þess nú að þegar bændur almennt lýstu sig andvíga stefnu Tíkisstjórn- arinnar, hafði Áki Jakobsson atvinnumálaráðherra frammi hér i útvarpinu ruddalegar hót- anir við bændastéttina. Ég held að þessar illkvittnislegu hótan- ir séu eina loforðið, sem ríkts- stjórnin hefir staðið við. En þeim skiptum er ekki lokið. — Það skal hæstvirt rikisstjórn vita. * Svokölluð nýsköpun o. fl. Þá kem ég að loforðum ríkis- stjórnarinnar um nýsköpunina og loforðum hennar um það að gæta þess, að hinn skjótfengni auður renni ekki út í sandinn. Auðvaldsstefna og einstak- lingsframtak skefjalaust veldur offramleiðslu og ofþennslu i þjóðfélaginu, þegar framleiðsla og framtak er gróðavænlegt, en siðan kreppu og atvinnuleysi. Hvort tveggja er bölvun fyrir þjóðfélagið, sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Margir fremstu hagfræðingar síðari ára telja, að þessu megi auðveldlega afstýra með áætl- unarbúskap, án verulegrar þjóð- nýtingar. Þeir benda á reynslu Svía sem fordæmi. Eru þá gerð- ar áætlanir um nauðsynlegustu framkvæmdir þjóðarinnar, þannig, að þær séu miðaðar við fjármagn, erlendan gjaldeyri, vinnuafl þjóðarinnar o. fl. Með bessu má afstýra bæði atvinnu- leysi og ofþennslu, en skapa jafnvægi og öryggi. Ef rekstur- inn virðist ætla að dragast sam- an hjá einstaklingunum, eykur ríkiið framkvæmdir beint eða óbeint, til þess að afstýra kreppu og atvinnuleysi. En er framtak einstaklinganna er ó- venjulega mikið, dregur ríkið úr sínum framkvæmdum, og með því móti er komið í veg fyrir ofþennslu. Það voru slík hnit- miðuð vinnubrögð, er vöktu fyr- ir Framsóknarflokknum, er hann flokkanna fyrstur flutti till. og fékk-samþ. um nefnd, til að gera áætlanir um stórfram- kvæmdir næstu ára. Það er skiljanlegt, að ef framkvæmdir ríkisstjórnar byggjast ekki á framangreindum útreikningum, eru þær enginn áætlunarbú- skapur, heldur, þvert á móti ó- hugsað kák og fálm, sem í stað þess að skapa jafnvægi og öryggi veldur röskun og örygg- isleysi í fjármálum þjóðarinnar meira en versta auðvaldsfram- "ak óheft. — í höndum núver- andi ríkisstjórnar er svokölluð nýsköpun orðin þessi tegund framkvæmda, — enda hafa Sjálfstæðismenn ótrú á heil- brigðum áætlunarbúskap og sömuleiðis kommúnistar nema jafnhliða byltingu. Frá Svíþjóð voru keyptir 45 bátar áður en þessi stjórn tók við völdum. En s.l. sumar tók stjórnin sig til og gerði í mesta ■skyndi samninga um smíði inn- anlands á um 30 bátum. Tilboð, er borizt hafa frá Danmörku um smíði sams konar báta, sýna, að þar kosta þeir yfir 200 þús. kr. minna, enda hefir enginn maður enn fengizt til að gera tilboð í þessa báta ríkisstjórn- arinnar. Þegar þess er gætt, að alls staðar vantar vinnuafl, var framleiðslu okkar nauðsynlegt að hafa þær hendur lausar til aðkallandi vinnu, sem nú stunda bátasmiðar. Engum manni kemur lengur til hugar að nokkur maður kaupi báta þessa hærra verði en þeir fást fyrir erlendis. Beint fjárhags- legt tjón rikissjóðs á þessum bátum verður því 6—8 milj. kr., auk þess, sem þessar fram- kvæmdir hjálpa til að þess að valda ofþennslu. En hvað munar okkur, þessa auðugu þjóð, um nokkrar mil- jónir. Þá eru það togarakaupin. Nefnd þriggja manna, sem fá fararefni mun hafa skort nema sérþekkingu, var send til Eng- lands til að kaupa togara. Nefndin samdi við skipamiðlara einn i London, sem að lokum gerði henni tilboð um kaup á 30 togurum og varð nefndin að ganga að eða frá innan þriggja daga. Ríkisstjórnin samþykkti að kaupa. Stjórnin gaf svo út eina af sínum opinberu tilkynn- ingum, þar sem þessum happa- kaupum var lýst og því með, að hver togari kostaði 1.7—1.9 milj. króna. En er sérfróðir menn fóru að rannsaka hvað nefndin hafði keypt, kom i ljós, oð enginn togarinn var eins og íslendingar helzt vilja hafa þá. Þá var send ný nefnd til að fá öllu þessu breytt og fá aðra gerð skipa. Vita allir ,hve veik að- staða þess aðilja er, sem er bú- inn að hlaupa sig í samning- um, búinn að binda sig og þarf nú að fá öllu breytt. Það kom líka í Ijós, þvi að eftir seinni samningana kostaði hver tog- ari, að visu stærri og vandaðari, hálfa þriðju miljón króna. — En svo mikið og margt vantar í -kipin og þannig eru samning- arnir gerðir úr garði, að vitað er nú þegar, að togarar þessir kosta að lokum á fjórðu miljón króna. Hæstv. forsætisráðherra lýsti því fyrir nokkru sem sérstöku happi að þessi togarakaup hefðu verið gerð. Hann sagði, að nú væri hvergi hægt að fá byggð skip. Þá stóð upp hæstv. at- vinnumálaráðherra, Áki Jak- obsson, sem vildi kaupa 20 tog- urum fleira, og upplýsti, að auð- velt váeri að fá smíðaða togara, því að atvinnuleysi væri nú þeg- ar byrjað í skipasmíðastöðvum í Bandaríkjunum, sem engum kemur á óvart, því að nú er meira af skipasmíðastöðvum í heiminum en nokkru sinni áð- ur. Ríkisstjórnin er nú að reyna að selja þessa togara. Til þess að fá kaupendur gerir hún það tilboð, að þeir megi gera það að skilorði fyrir kaupum, að þeim verði séð fyrir hagkvæm- um lánum og að þeim verði lög- heimilt að afskrifa skipin mjög mikið á næstunni, m. ö. o. yf- irlýsing um að skipin verði á næstunni ‘alls ekki þess virði, sem þau nú kosta sem og vitað er. — Er fresturinn var að renna út nú fyrir mánaðamótin, voru komin eitthvað þrjú skilorðs- bundin tilboð, auk sjálfsagðrar beiðni Reykjavíkur um 20 tog- ara nú fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar, þó að hún hafi engan eyri til að kaupa fyrir og vilji ekki kaupa, nema stórútgerðar- menn fátst ekki til þess. En það er haft eftir einum stórútgerð- armanni, að þessir togarar séu ókaupandi fyrir þá, sem eitt- hvað eigi. Til þess að koma út togurunum á nú með lögum að taka sparifé almennings í bönk- unum og lána það til skipa- kaupa. En með því að ríkissjóð- ur ber ábyrgð á sparifénu setur hann og þar með almenningur áfram í súpunni þrátt fyrir söl- ur, að nafninu til. Með þessu móti eru þeir, sem hafa auðinn og endurbyggingarsjóðina los- aðir við áhættuna af svona kaupum. — Vitanlega þurfum við að kaupa skip. En afskipti ríkisins áttu að vera þau að að- stoða, leiðbeina og hafa milli- göngu fyrir þá kaupendur, sem (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.