Tíminn - 18.12.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.12.1945, Blaðsíða 3
96. blað TÍMINIV, ftriðjmlagiim 18. des. 1945 3 Þjóðin verður að víkja stjórn misréttis- ins, eyðsiunnar og verðbólg- unnar frá völdum Ræða Skúla Gnðmundssonar við 3. umræðu fjárlaganna í sameinuðu þingi Samþykkt síðasta alþingis um athugun á ríkisrekstrinum. í lok síðasta þings, 3. marz þ. á., var samþ. till. til þál. í sam- -einuðu Alþingi, um athugun á starfskerfi og rekstrargjöldum ríkisins, og var tillaga þessi flutt af fjárveitinganefnd þingsins. Með ályktun þessari var skorað á ríkisstjórnina að láta þá strax fram fara rækilega athugun og rannsókn á þvi, hvernig unnt væri að draga verulega úr rekstrarútgjöldum ríkisins og ríkisstofnana og leita jafn- framt að leiðum til þess að gera starfskerfið einfaldara og óbrotnara. í þál. var m. a. lögð áherzla á, að nokkur atriði í þessu sambandi yrðu sérstak- lega rannsökuð, svo sem mögu- leikar til að draga úr starfsemi ríkisstofnana, koma við hag- kvæmari vinnubrögðum hjá þeim og raunhæfu eftirliti með rekstrimim, koma í veg fyrir eftirvinnu og gera innheimtu tolla og skatta haganlegri en nú er. Gerðir ríkisstjórnarinnar. í greinargerð, sem fylgdi þál.- till., var á það bent, að kostn- aðúr við ríkisreksturinn hafi aukizt hröðum skrefum síðustu árin og að brýn nauðsyn sé á því að taka allt starfskerfi rík- isins til gagngerðrar athugunar, með það fyrir augum að lækka útgjöldin verulega. Ekki hefir orðið vart minnstu viðleitni hjá ríkisstjórninni til þess að framkvæma þau fyrir- mæli, sem Alþingi gaf henni með þessari þál., og er það ámælis- vert. En stjórnin hefir ekki að- eins skotið sér undan þeirri skyldu, að fylgja þessum fyrir- mælum þingsins, heldur hefir hún farið í þveröfuga átt, með því að auka eyðsluna og kostn- aðinn við ríkisreksturinn stór- kostlega. Um þetta mætti nefna mörg dæmi, en hér er ekki tími til að telja nema <fátt eitt. Framkvæmd laimalaganna. Athuganir fjárveitinga- nefndar hafa leitt í Ijós, að við sumar ríkisstofnanirnar fá starfsmennirnir greitt mikið fé fyrir aukavinnu, til viðbótar fullum starfslaunum eftir nýju launalögunum. Við eina rikis- stofnun t. d., hefir ríkisstjórn- in, eftir að nýju launalögin gengu í gildi, ákveðið daglegan vinnutíma þannig, að starfs- mennirnir þurfa ekki að vinna nema tæpl. 6 klst. hvern virk- an dag, og varð þetta til þess að viðkomandi stofnun þurfti að bæta við sig mörgum nýjum starfsmörinum á árinu. Sé unn- ið eitthvað lengur en þennan ákveðna tima, er veitt, auka- borgun fyrir það til viðbótar fullum launum. Við aðra ríkisstofnun vinna menn, sem hafa, miðað við nú- gíldandi verðlagsvisitölu, um 27 þús. kr. í árslaun, en þurfa ekki, !samkv. reglugerð stjórnarinnar,' að láta meira af’ starfsorku sinni fyrir þessi laun en svo, að þeir geta afkastað aukavinnu hjá sömu stofnun, sem veitir þeim milli 10 og 20 þús. kr. við- bótartekjur, og heildartekjur þeirra fyrir 9 mánaða starf komast yfir 40 þús. kr. Þá hafa margir embættis- og starfsmenn ríkisins launuð aukastörf, utan þeirra stofnana, sem þeir aðallega vinna hjá, og fá mikið fé frá ríkinu á þennan hátt, auk fulra embættislauna. Þessir menn skipta mörgum tugum. Álit launainála- ncfndarinnar. Milliþinganefndin, sem undir- bjó launalagafrv., er samþykkt var á síðasta þingi, lét uppi þá skoðun í grg. með frv., að þókn- un fyrir aukastörf, er talizt geti hluti af því starfi, sem maður er ráðinn til, ætti alls ekki að eiga sér stað. Einnig taldi nefndin rangt að fela rik- isstarfsmönnum launuð auka- . störf, þar sem slíkt gæti auð- veldlega leitt til þess, að aðal- starfið yrði ekki svo vel rækt sem skyldi. Nefndin. taldi sig líka hafa búið svo. um, með til- lögum sínum, að hver starfs- maður ríkisins gæti haft sóma- samlegt uppeldi af þeim laun- um, sem honum voru þar ætl- uð. En ríkisstjórnin virðist líta öðruvísi á þetta mál, því að hún borgar starfsmönnum rík- isins stórar fjárfúlgur fyrir aukavinnu og aukastörf, og hún hikar ekki við að brjóta launalögin, sem samþ. voru á síðasta þingi,strax á fyrstumán- uðum eftir gildistöku þeirra. Þannig hefir ríkisstjórnin á- kveðið á þessu ár að borga þrem- ur embættismönnum viðbót við föstu launin og nemur þessi uppbót 3000 kr., auk verðlags- uppbótar til hvers þeirra. En embættislaun þessara manna eru, skv. launal., 14 þús. kr. auk verðlagsuppbótar, svo að þeir virðast hafa verið allvel haldnir áður en ríkisstjórnin rétti þeim ábætinn. Með núgildandi verð- lagsvísitölu eru embættislaun þeirra 39760 kr. yfir árið, en viðbótin frá ríkisstjórninni 8520 kr. og gerir þetta samtals nokkuð yfir 48 þús. kr. Það mun að vísu vera látið heita svo, að viðbótargreiðslan til þessara manna sé styirkur til utanferða, en þó fram tekið, að þeir skuli fá féð hvort sem þeir ferðast nokkuð eða ekki, og verður þetta því í mörgum tilfellum hrein launauppbót og annað ekki. Spariiaðai'liugnr, scm hefir dvínað. Árið 1940 fluttu . þingmenn kommúnista till. í sameinuðu Alþingi um ráðstafanir til sparnaðar í launagreiðslum hins opinbera. Þar lögðu þeir m. a. til, að hámark árslauna yrði sett 8 þús. kr. í greinargerð með till. sinni sögðu þeir m. a.: „Öll alþýða til sjávar og sveita Skúli Guðmundsson vill hafa ódýra ríkisstjórn og er sammála um, að ef þarf að spara, þá á að byrja á því að draga úr hálaunum, „bitling- um“, aukagreiðslum og alls- konar óþörfum greiðslum". — Og þeir ásaka þar ráðamenn þjóðarinnar fyrir að hirða ekki um „þótt hundruðum þús. af útgjöldum ríkisins sé varið til óþarfrar eyðslu“. Síðan þetta skeði eru nú lið- in 5 ár, og ýmislegt er orðið breytt. Aðalflutningsmaður til- lögunnar er búinn að vera á annað ár í ráðherasæti, en síð- an hann komst þangað hefir hvorki hann né flokksbræður hans minnst 4. það með einu einasta orði, að alþýða manna vildi hafa ódýra ríkisstjórn. Og þeir tala ekki lengur um eyðslu, þó að útgjöld ríkisins hafi marg- faldazt. Sjálfstæðismenn töluðu líka mikið um eyðslu og sukk fyrr á árum, en þeir eru löngu hættir því. 30 nýjjar nefndir. anna. Svo er það t. d. tuð tog- arakaupin. Afrek nýbyggingarráðs. Hæstv. þm. Str. hefir nú nokkuð rætt um það stóra mál, en ég vil einnig fara um það nokkrum orðum. Vílnnubrögð- unum við þau kaup er vel lýst í nefndaráliti frá meirihl. fjár- hagsn. Ed., sem er útgefið 4. þ. m. og er að finna í þingskj. 88. Nál. þetta er útgefið og undirritað af fulltrúum allra stjórnarflokkanna í fjárhags- nefndinni. Þar segir, að ríkis- stjórn og nýbyggingarráð hafi hafizt handa um að fá togara í Englandi, og að þriggja manna nefnd, sem var í útlöndum á vegum nýbyggingarráðs hafi tekist að fá stjórnarleyfi fyrir 30 nýjum togurum, og ná samn- ingum við 5 skipasmíðastöðvar um smíði þeirra. Var umsamið verð 75 þús. sterl.pund fyrir hvert skip. Siðan segir svo í nál.: „Er þessi árangur var fenginn lét ríkisstjórnin hefja nákvæm- ar athuganir á þvi, hvernig þessir togarar skyldu vera.“ Með öðrum orðum: Þá fyrst, þegar búið er að semja við 5 skipasmíðastöðvar úti i Eng- landi um smiði á skipunum er farið að athuga, hvernig þau eigi að vera. Mun það vera mjög óvenjulegt, að menn, sem semja um smíði og kaup á einhverjum hlut, fari þá fyrst að hugsa um, hvernig hann eigi að vera, þeg- ar búið er að semja um smiðina. Fáir munu hafa slíka aðferð, þó að um minna sé að ræða en 30 botnvörpunga. — Til þess að athuga hvernig skipin ættu að vera, og yfirlíta verk hinna 3ja sendimanna, var skipuð ný nefnd, 5 mönnum. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að þar væri þörf mikilla umbóta, því að skipin þyrftu að vera allt öðru- vísi en um var samið. Var svo enn send ný nefnd uj;an til þess að semja um breytingar á fyrri samningi og kom þá á daginn, að skipin hækkuðu í verði vegna þessara breytinga, um 36%, upp í 98 þús. sterl.p. eða rúmlega 2i/2 niilj. kr. hvert. Er þó al- mennt búist við að skipin verði enn dýrari hingað komin og fullbúin til veiða. Þegar hér var komið sögu, var málinu enn vis- að til nýbyggingaráðs, sem er nú að reyna að selja skipin. í nák sem ég áður gat um, frá fulltrúum stjórnarflokkanna í fjárhagsnefnd Ed., segir, að „óneitanlega" hefði „verið æski- legast að gera út um þær sölur áður en samningar voru gerðir,“ en það hafi ekki verið hægt, m. a. vegna „ónógs undirbúnings.“ Má um þetta segja, að „bragð er að þá barnið finnur,“ þegar dyggustu stuðningsmenn stjórn- arinnar geta ekki orða bundizt um „ónógan undirbúning." Ekki verður því um kennt, að ekki hafi verið nægur tími til að und- irbúa kaupin því að langur tími leið frá valdatöku stjórnarinn- ar þar til gengið var frá samn- ingum um togarakaupin. — Gangur þessa togarakaupamáls er því þessi: Fyrst er ríkis- stjórnin, sem auðvitað á frum- kvæðið og gefur út bráðabirgða- lög um kaupin. Svo er nýbygg- ingarráðið, svo er önnur nefnd, svo er enn nefnd, svo er ein nefnd enn, og svo er aftur ný- byggingarráðið.—Þetta nefnda- hrúgald ríkisstjórnarinnar. minnir á mannvirki, sem einu sinni var lýst á þessa leið: „Fyrst er spýta, svo er spýta, svo er spýta í kross, svo er spýta upp, svo er spýta niður og svo fer allt í ganginn". Munurinn er bara sá, að það er stórkost- leg hætta á því að nýju togar- arnir fari aldrei „í ganginn“, þrátt fyrir allar nefndirnar, ef verðbólgustefnu ríkisstjórnar- innar fylgt áfram. Það er vitanlega nauðsynlegt fyrir þjóðina að eignast ný skip. En þegar um er að ræða að kaupa togara fyrir 75—80 millj. króna, og raunar meira, er ekki alveg sama hvernig þar er að unnið. í stað þesssara mörgu nefnda hefði átt að fela einni nefnd undirbúning og framkvæmdir í málinu, og velja i þá nefnd reyndustu og hæf- ustu menn á þessu sviði, sem völ er á. Vafalaust hefði niður- staðan í þessu stórmáli orðið hagstæðari, ef þannig hefði verið að unnið. BiinaðarráðllS. Ein af nefndum stjórnarinnar er búnaðarráffið svonefnda. Um þá nefndarskipun hefir ný- lega verið rætt i útvarpið. Fjár- veitinganefnd bárust tvær ö- samhljóða áætlanir um kostri- að við þá nefnd. Samkv. ann- ari áætluninni verður kostnað- urinn helmingi meiri, en eftir hinni þriðjung meiri en út- gjöldin vegna þeirra nefnda, sem áður fóru með afurðasölu- mál landbúnaðarins. (Framliald á 4. siöu). Ódáðahraun Eitt mesta ritvérkiff, sem komiff hefir út á þessu ári, er um Ódáffahraun — þrjú bindi, hvert um 400 blaffsíffur í stóru broti. Er höfundur þessa mikla verks Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri á Akureyri, en útgefandinn bókaútgáfan Norffri. Hundruð mynda prýffa bækurnar — einkum úr Ódáffahrauni, en auk þess af ýmsum mönnum, sem mikiff koma viff sögu. Á einu sviði hefir hæstv. núv. ríkisstjórn reynzt mjög mikil- virk. Henni hefir tekizt, á einu ári, að búa til um 30 nýjar nefndir, skipaðar 130—140 mönnum, eftir því sem næst verður komizt. En auk nefndar- mannanna eru svo aðstoðar- menn og margir starfsmenn hjá sumum nefndunum, og munu því þessir nýju þjónar ríkisstj. vera hátt á öðru hundraðinu, og e. t. v. fleiri, auk þeirra, sem fyrr voru. Tþluna veit enginn nákvæmlega, ekki einu sinni stjórnin sjálf. Þetta er nú ný- sköpun í lagi. — Fyrirferðar- mest af þessum nýju nefndum er sú, sem kallast nýbygging- arráð. „Það er stórt orð Hákot“ stendur þar. Það er stórt orð nýbyggingarráff, enda var kostn- aðurinn við þessa einu nefnd, frá ársbyrjun til loka október- mánaðar í ár orðinn 450 þús. kr., og verður því sjáanlega yfir i/2 miljón á árinu. — í ráði þessu eru 4 menn en auk þeirra vinna þar a. m. k.,5 húskarlar og nokkrar konur. Þó er gefið í skyn að enn þurfi að fjölga vinnufólki þar í Hákoti, og verð- ur það sjálfsagt gert. — Það er vafalaust mikið reiknað og skrifað í ráðinu, og margar auglýsingar hefir það birt, en þegar til framkvæmdanna kem- ur er ráðið ekki einhlítt og eru þá fleiri látnir koma tl skjal- í stuttri blaðagrein er þess enginn kostur að gefa h^ildar- sýn yfir þetta mikla ritverk. Svo margþætt er það og viða- mikið. Þvi síður verður hér til- raun gerð til þess að gagn- rýna það. Hér er um að ræða bók, sem verið hefir i sköpun um langan tíma og unnið hefir verið að af elju og natni ár eftir ár, unz hún var fullmótuð í því forini, er hún nú kemur alþjóð upp í hendur. Að því at- huguðu mætti það sönn of- dirfska teljast, ef sá, sem að- aðeins hefir haft ritið handa milli í fáar stundir, þættist þess umkominn að skrifa um það á bann hátt. Hér verður því tek- inn sá kosturinn, sem eftir er: að gefa lesendum blaðsins laus- lega hugmynd um einstaka bætti ritsins. Eins og getið hefir verið, á bessi bók sér langan aðdrag- anda og bak við hana er gifur- lega mikið starf. Höfundur hefir farið tugi rannsóknarferða um bær slóðir, sem bókin fjallar um og varið til þess tómstundum sínum að verulegu leyti síðan 1933. Hann hefir einnig rann- sakað öll þau gögn, er hann hefir náð til, sem varða Ódáða- hraun, sögu þess og skipti mannanna við það, og hann hefir leitað munnlegra heimilda hvar sem hann hefir þvi við komið. En samt á þetta verk sér miklu lengri aðdraganda. Sjálfur rekur höfundurinn þráð- inn allt til þess er hann á barnsaldri hlustaði á sögur ömmu sinnar um vikurgosið mikla 1875, þegar Askja stráði ösku og brunnu grjóti yfir grannhéruðin og eldbjarmán- um sló hátt á himininn. Þessar frásagnir náðu því taki á hon- um, að alla stund siðan hefir Ódáðahraun og leyndardómar þess verið honum ríkara í huga en svo, að hann fengi undan vikizt. Askja, hinn forni böl- valdur byggðarinnar, hefir heillað'hann og dregið. Fyrsta bindi ritverksins er að mestu leyti landlýsing — heild- arlýsing Ódáðahrauns og síðan nánari lýsing einstakra fjalla eða svæða —, auk sögu þess og frásagna um könnunarferðir, er þangað hafa verið farnar fyrr á tímum, leiðangrar, sem út hafa verið gerðir til þess að leita að fornum fjallvegum og útilegu- mönnum, landmælingar og fleira. Er þarna meðal annars lýst ferð fjögurra Mývetninga til eldstöðvanna í Dyngjufjöll- um 1875 í gosi því, sem áður befir verið minnzt á, og för Watts hins t enska yfir þveran Vatnajökul. Voru Þessar ferðir báðar miklar svaðilfarir. Er svo sagt um Mývetningana, er þeir höfðu skoðað eldstöðvarnar eins og þeim var unnt, að þeir hafi reynt „að byggja sér snjóhús undir hamri einum, en flýðu baðan brátt, þvi að öðru hvoru komu jarðskjálftar svo ægileg- ir, '&ð þeir hugðu, að hamarinn myndi hrynja.“ Slikar voru hámfarir náttúrunnar. Þeir Watta og félagar hans voru sextán daga frá Núpstað að Grímsstöðum á Fjöllum, og þar af voru þeir tólf daga á jöklin- um. Hrepptu þeir hið versta veður á köflum og voru illa út- leiknir af völdum frosts og skara, er þeir loks komust á auða jörð, og nær matarlausir, svo að þeir urðu að grafa upp hvannarætur við Svartá. Yfir Tökulsá á Fjöllum komust þeir loks á hriplekri ferju. En ekki voru feröalangarnir kjarkminni en svo, að fám dögum siðar leggja þeir upp í nýja öræfa- ferð, og úr henni komu þeir að Reykjahlíð í Mývatnssveit. Frá mörgum ferðum slikum sem þessúm segir i siðari hluta fyrsta bindisins, þótt ekki sé rúm til að rekja það frekar hér. Annað bindið er að meginefni jarðsaga Ódáðahrauns og lýsing

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.