Tíminn - 18.12.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.12.1945, Blaðsíða 4
Ræða Skúla Guðmundssonar TÍMIIVIV, þriðjndaginn 18. dcs. 1945 96. hlað (Framhald af 3. slðu) 13 miljón króna halli. Fjáreyðsla ríkisstjórnarinnar og verðbólgustefna hennar velcl- ur því, að nú er ekki hregt að afgreiða fjárlögin á viðunanöi hátt. Hallinn á fjárlagafrv er um 13 millj. króna, þrátt fyrir alla tollana og skattana og takmarkalausa brennivinssölu ríkisstjórnarinnar. Fjármála- ráðherrann sagði í þingræðu i fyrradag, að stjórnin þyrfti að fá heimild til lántöku ti'. þess að geta innt af höndum þær greiðslur, sem fjárlagafrv. gerir ráð fyrir á næsta ári. Þanníg er komið, vegna dýrtíðarsteínu stjórnarinnar, að þrátt fyrir það, að ríkistekjurnar eru á- ætlaðar milli 120 og 130 millj. króna á næsta ári, er ekki hægt að afgreiða fjárlögin öðru visi en með miklum greiðsluhalla og lántökuheimild til stjórnarinn- ar. — Framlclðslan riðar á hcljar barmi. En áhrif verðbólgustefnunn- ar koma víðar fram en við fjár- lagaafgreiðsluna. Þau eru að grafa grunninn undan fram- leiðslustarfseminni, eins og greinilega sést af ályktunum Fiskiþingsins, sem nýlega hefir lokið störfum. Fiskiþingið Iýsti því yfir, að það teldi fjárhags- grundvöll vanta til þess, að hægt verði, að óbreyttum að- stæðum. að gera vélbátaflotann út á þorskveiðar í vetur. Talm þingið, að útgerðin geti því að- eins hafizt, að útgerðarkostn- aður verði hækkaður til veru- legra muna með opinberum ráð- stöfunum eða afurðaverð hækk- að um a. m. k. 15%. — Fiski- þingið samþykkti líka áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að koma því til leiðar, að öll laun og kaupgjald í landinu verði miðað við magn og verð- lag útfluttra afurða. Benti þingið á þá yfirvofandi hættu, að sjómenn fáist ekki á báta- flotann vegna þess, að þeim bjóðist hærra kaup í landi en vélbátaútvegurinn geti risið undir að borga. Þessar ályktanir Fiskiþings- ins eru áreiðanlega þess verð- ar, að þeim sé gaumur gefinn. Áskorun þess, um að. miða öll laun og kaupgjald í landinu við magn og verðmæti fram- leiðslunnar, er í sömu stefnu og tillaga okkar Framsóknar- manna, er við fluttum á síðasta þingi í sambandi við afgr. launalaganna, en sú tillaga okk- ar var felld af stuðningsliði ríkisst j órnarinriar. Ríkisstjórailn lokar angunum fyrir stail- rcyndunum. En í stað þess að hlusta á þær raddir, sem krefjast rétt- íætis í skiptingu þjóðartekn- anna, vinnur stjórnin stöðugt að því að auka ósamræmið og rýra hlut þeirra, sem vinna að framleiðslustörfunum. Hún skipar bændum landsins for- ráðamenn, sem skammta þeim afurðaverð, sem lækkar tekjur þeirra til stórra muna. Á sama tíma borgar ríkisstjórnin, í heimildarleysi, einstökum emb- ættismönnum stórar fjárhæðir til uppbótar á 40 þús. kr. árs- laun. Og fyrir störf í einni af hinum 30 nýju nefndum ríkLs- stjórnarinnar, hefir líún ákveð- ið launin þannig, að formaður- inn fær 37488 kr. yfir árið, mið- að við núgildandi verðlagsvísi- tölu, en meðnefndarmenn hans 34080 kr. hver. Fyrir þessa hýru þurfa nefndarmennirnir þó ekki að leggja meira á sig en svo, að þeir geta gegnt umsvifamikl- um störfum auk nefndarstarf- anna. Skrifstofumenn í sömu mefnd hafa fast að 30 þús. kr. 1 árslaunum. Meðan sliku fer fram, er það ekkert undarlegt, þó að menn vilji fremur annað vinna en að fást við framleiðslustörf á landi og sjó. Það er bæði léttara og gróðavænlegra að fást við ým- islegt annað. Það er t. d. stór- um ábatavænlegra að stunda allskonar kaupmang og brask, sem aldrei hefir blómgvazt eins vel og nú, í skjóli ríkisstjórn- arinnar. Ný stefna lífsnauðsyn. Hér þarf að stefna inn á nýj- ar brautir. — Það þarf að draga úr verðþenslunni, með san.n- gjarnri þátttöku allra stétta. Með því einu móti er hægt að tryggja aðalaUiinnuveg- ina, framfarir og velmegun í landinu og viðunanlega afkomu ríkissjóðs. Það þarf að taka upp haganlegri vinnubrögð við rík- isreksturinn, til þess að spara þar útgjöld, og hætta tafarlaust að borga opinberum starfs- mönnum stórar fjárfúlgur til viðbótar fullum launum. Það þarf að stefna að meiri jöfnuði í þjóðfélaginu og réttlátari skiptingu þjóðarteknanna, m. a. með því að miða laun og kaupgjald við framleiðslutekj- ur þjóðarinnar. Það þarf að af- nema það ranglæti að skammta þeim, sem vinna framleiðslu- störfin, minna en öðrum, sem margir hverjir vinna léttari verk. Það þarf að ná lögákveðn- um sköttum af þeim mörgu mönnum, sem hafa rakað sam- an hundruðum þúsunda krón» á stríðsárunum, með ýmiskon- ar aðferðum, en skotið miklu af því undan réttmætum gjöldum. Það þarf að koma í veg fyrir, að allskonar brask og víxlarastarf- semi verði framvegts, eins og nú, arðvænlegri atvinnuvegur heldur en framloiðslustörfin. Ekkert af þessu vill núv. rík- isstjórn og stuðningslið hennar á þingi gera. En allt þetta þarf að gera, til þess að tryggja efnalegar og menningarlegar framfarir í landinu. — pess vegna þarf þjóðin að taka í taumana og víkja núv. ríkisstjórn, stjórn misréttis, eyðslunnar og verð- bólgunnar, frá völdum. „Lygn streymir Don” Fyrir helgina kom út á veg- um Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar skáldsaga mikil í tveimur stórum bindum, eftir rússneska rithöfundinn Mikael Sjólókoff, og nefnist hún „Lygn streymir Don“ — víðkunn saga, sem þýdd hefir verið á flest Evrópumál. Er hin íslenzka þýð- ing gerð af Helga Sæmundssyni blaðamanni. Saga þessi gerist meðal rúss- neskra Kósakka í heimsstyrj- öldinni fyrri og byltingunni, sem fylgdi í kjölfar hennar. Er frásögnin breið mjög og marg- þætt og með þungri undiröldu, eins og sjálft lífið á hinum miklu sléttum Rússlands, þar sem hún gerist, og víða djarf- lega að orði komizt og hvergi vægt, þótt hermt sé frá átakan- legum atburðum. En að sjálf- sögðu hlýtur slíks að gæta meira en lítið í trúrri skáldsögu frá þessu umbrotatímabili í lífi rússnesku þjóðarinnar. Blóð flaut á brandi og allt hið gamla gekk úr skorðum, bróðir vó að bróður, og hermenn og liðhlaup- ar flæddu yfir landið, nauðguðu konum og rændu því, sem hönd á festi. Lýðurinn hafði hrist af sér ok keisaravaldsins. Þetta er það, sem bókin lýsir, Ný bók Það eru svo sem engar fréttir nú í öllu bókaflóðinu, að út komi ný bók, nema hún sé eitt- hvað sérkennileg umfram það sem venjulegt er, annað hvort að efni eða búningi, hið ytra eða hið innra. En hér ætla ég að minnast á eina slíka bók. Þeir vita það, sem kunnugir eru Ófeigi lækni Ófeigssyni, að hann er maður listfengur á margan hátt og leggur á margt gjörva hönd. Einkum er hann drátthagur, og eru margar teikningar hans afburða vel gerðar. Nú hefir Ófeigur gefið út dálítið safn af þulum og bjóðkvæðum, „Raula ég við rokkinn minn,“ og skreytt með ieikningum eftir sjálfan sig. Eru myndirnar teknar úr efni kvæð- anna, og bera margar þeirra vott um kímnigáfu höfundar- ins. Hér má sjá kisu bera mús á borð fyrir krumma, helsingjann ríða fjörugum gæðingi, telpu- hnokka stíga við stokkinn, ló- una vera að raka ljá, Grýlu gömlu og ótal margt fleira, sem gaman er að og girnilegt til fróðleiks fyrir börnin. Virðast kvæðin vel valin, og þó að all- mörg þeirra hafj verið prentuð áður, þá er það oftast nær í öðrum „útgáfum,“ ef svo mætti segja. í eftirmála gerir höfund- ur grein fyrir mætum þeim, sem hann hefir á þuhim og þjóð^- kvæðum og eiga rót sína að rekja til oernsku han’s, en móður sinni tileinkar hann bókina. , Ytri frágangur bókarinnar er | prýðilegur, — rauður rammi um íhverja síðu og letrið prentað með brúnum iit, en það er stórt skrifletui;, mjög áferðarfallegt og læsilegt. Framan við bókina er fjórlit mynd af stúlku sitj- andi við rokkinn sinn og önnur litmynd aftar í bókinni.. Bókin er líkleg til að falla fólki vel í geð, og er hún einkum tilvalin jólagjöf handa börnum og unglingum. Nú á tímum, þegar svo margt gamalt og gott er að fara í glatkistuna, ber að fagna öllu því, sem miðar að því að við- .halda fornri ást þjóðarinnar á bókmenntaverðmætum sínum, hvort sem það eru nú þulur og þjóðkvæði eða annað, sem vana- lega er talið veigameira. Og þessi bók miðar í rétta átt, og teikningarnar gefa efni hennar nýtt líf og nýja fjölbreytni. Jakob Jóh. Smári. Höfundur bókarinnar, Sjóló- koff, er einn fremsti rithöfund- ur Rússa, að Maxim Gorki látnum. Hann er þó enn mað- ur fremur ungur, fæddur um aldamótin síðustu. Hefir hann notið margvíslegrar sæmdar frá Rússastjórn. Hinn íslenzki búningur, sem þýðandinn hefir fært söguna í, virðist vel sniðinn að efninu, karlmannlega að orði kveðið og hvergi vottur af tilfinningasemi, sem ekki á heima í slíkri bók. á eldvörpum og gosmenjum og lýsing eldgosa þeirra, er orðið hafa á þessum slóðum og kunn eru að einhverju leyti. Loks er einnig í þessu bindi yfirlit um brennisteinsnám í Þingeyjar- sýslu og frásagnir um tröll og útilegumenn, sem í þjóðtrú og veruleika áttu sér heimkynni í Ódáðahrauni. Er fyrri hluti þessa bindis að sjálfsögðu alf fræðilegur á köflum, en síðari hluti þess er þó hinn bezti skemmtilestur, auk alls þess mikla fróðleiks, sem þar er sam- ankominn. Er þarna meðal annars fjallað um vist Fjalla- Eyvindar í Herðubreiðarlindum, þar sem talið er, að Eyvindur hafi hafzt við eftir að hanan strauk frá messunni í Reykja- hlíð, þar sem Einar sýslumaður Brynjólfsson í Hjálmholti kom honum, ásamt Höllu, er hann hafði tekið þau höndum í Ey- vindarkofaveri á Sprengisandi. Byggði hann sér kofa á hraun- stalli og hafði hrosshrygg, sem viðartág var dregin í gegnum, fyrir mæniás, og sannaðist vissulega á honum það, er segir í fornum kveðskap, að betri sé taugreftur salur og naumur ikostur en eiga allt undir ann- arra miskunn. Þakið þakti hann melju. Lind rann út úr berginu inni í kofanum, og þurfti því ekki Ýatn út að sækja. Lifði Eyvindur þarna á hvannarót- um og hráu hrossakjöti, er hann aflaði sér á Austurfjöllum. Er bað haft eftir honum, að þessi vetur í Herðubreiðarlindum hafi bafi verið hinn þyngsti á fjöll- unum. Má og nærri geta, að hann hafi saknað Höllu, er eftir varð í haldi í Reykjahlíð og hef- ir að líkindum verið flutt þaðan brott vestur í sýslur. Fylgja bæði myndir og teikningar af binum fátæklegu híbýlum úti- legumannsins. Margar fleiri frá- sagnir, svipaðar þessari, eru í bindi þessu. í þriðja bindinu eru eingöngu frásagnir af ýmsum ferðalög- um, hrakningum, slysförum og fjái-leitum í Ódáðahrauni og svæðinu umhverfis það. Þar er og þáttur um eyðibýli á þessum slóðum. Þetta bindi hefst á sérstökum löngum þætti um Fjalla-Bensa og ferðir hans. Er þar frá mörgu merkilegu sagt, og yfirleitt er þetta bindi frá upphafi til enda lestrarefni, sem hlýtur að fanga huga hvers manns. Svo segir um upphaf þess, að Fjalla-Bensi tók að leggja slíkt kapp á eftir- leitir, að hann hefir orðið lands- frægur og yrkisefni öndvegis- kálds íslendinga: „Vorið 1913 var Bensi á Gríms- stöðum á Fjöllum. Fjórar vikur af sumri fór hann, ásamt Ingólfi ~rristjánssyni á Grímsstöðum uður í Qrafarlönd til þess að 'ina gæsaesrg. Leyfi fengu þeir ’->já Reykhlíðingum til þessa, en Grafarlönd teljast til Reykja- blíðar. Þá var svo mikið gæsa- varp þarna suður á öræfunum, að þeir tíndu á skömmum tíma *-vo hestburði af eggjun\, og var bó ekki gengið nærri varpinu. í þessari ferð sáu þeir þá sjón í Grafarlöndum, er Bensa mun seint úr minni liða. Við þúfu eina litla lágu tveir dauðir lambhrútar. Var annar frá Laxamýri, hinn frá Skógum i í Reykjahverfi. Lágu þeir sinn ; hvoru megin við þúfuna, en saman með hausana, svo að snoppurnar víxllögðust. Þannig höfðu þessi tvö lömb lagt sig til, þegar máttinn þraut að berja gaddinn og krafsa eftir viðilaufi á bökkum Grafarlandaár. Skammt frá þessum tveimur lömbum lá dauður gemlingur frá Víkingavatni, en yfir hon- um stóð annar lifandi, skin- horaður, genginn úr reyfinu, mannsber og skreið færilús við færilús eftir hárlausum bjórn- um. Auðséð var á ullarsneplun- um, sem lágu þar í kring, að gemlingur þessi hafði alltaf haldið sig á dálítlum bletti kringum félaga sinn, og á með- in þeir Bensi og Ingólfur stóðu barna við, fór hanji aðeins nokkra faðma burtu til þess að bíta og rölti svo aftur þangað, em dauði gemlingurinn lá, og b.gðist hjá honum. Þessi sjón fékk svo á Bensa, ^ð hann ákvað með sjálfum sér ð gera sitt til að slíkar harm- ögur sem þessi þyrftu ekki að Terast á hverjum vetri í Graf- arlöndum." Síðari hluti þessa bindis er einvörðungu frásagnir um ferð- ir höfundar sjálfs um þessar slóðir, og eru þær frásagnir ekki siður skemmtilegar aflestr- ar en annað efni bókarinnar, þótt rúmið leyfi ekki, að neitt sé upp úr þeim tekið né ein- 'taka atriða minnzt. Það má svo bæta því við þessa mjög svo lauslegu bókarfregn, að málfarið á bókinni er mjög gott, létt og lipurt og þó kjarn- gott, og stundum með hreinum ágætum. Þökk sé Ólafi Jónssyni fyrir þessa bók. J. H. Jón mibskipsmabur Einhver allra skcmmtilegasta drengjabóU sem rituð hefir verið. Hrói höttur Prýdd mörgum myndum. Er að verða uppseld. Róbinson Krúsó Þessi sígilda bóh má efcfct gleymast þegar jólabókin er i keypt. Most stýrimaður AUir drengir lesa Most-bœk- urnar sér til ógleymanlegrar ánœgju. Niesta Most-bókin er Pétur konungur. Hjartabani Indíánasaga eftir J. F. Coop- er. Skemmtileg og óviðjafn- anlega spennandi frá upphafi til enda. Prýdd mörgum ágœtis myndum. Ferðir Gullivers /-//. Verða alltaf eftirsóttar bœk- ur handa lesfúsum ungling- um. Gosi eftir Disney. Duð er ekki seinna vœnna að eignazt þessa eigulegu og ágœtu barnabók. Ratvís Indíánasaga eftir F. J. Coop- er. Ramóna Aðeins nokkur eintök eftir. ■ Veronika eftir Jóhanna Spyri höfund Heiðu. Dessi saga hefir hlotið einróma vinsœldir. Katrín eftir Sally Salminen. sagan frá Alandseyjum, er dásam- leg bók fyrir unga sem eldri. Ská!holtsprentsmiðja h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.