Tíminn - 18.12.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.12.1945, Blaðsíða 8
Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna er í Edduhúsinu. Sími 6066. 8 REYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komið í kosningaskrifstofuna 18. DES. 1945 96. blað Furðulegur rógburður ráðherra á Alþingi (Framhald af 1. síðu) Fyrir dyrum stóðu þá breyting- ar á skiptingu lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík. Var þaö niðurstaðan, að Agnar Kofoed-Hansen tæki við yfir- stjórn lögreglunnar og skyldi hann fara utai\ til að kynna sér stjórn slíkra mála þar. M. a. skyldi hann sérstaklega kynna sér þann þátt lögreglu- málanna, er bréf sendiherrans fjallaði um og svo jafnframt þær upplýsingar, sem finna mætti í skjölum dönsku lög- reglunnar um njósnarstarfsemi á íslandi. Agnar fór utan strax um vorið 1939 og dvaldi alllang- an tima í Danmörku til að kynna sér þessi mál. Hann at- hugaði gögnin, sem voru hjá dönsku lögreglunni varðandi njósnarstarfsemi Þjóðverja á íslandi, og komst að sömu nið- urstöðu og sendiherrann, að ekkert teljandi væri á þeim að græða. Jafnframt kynnti hann sér starfsemi dönsku lögregl- unnar á þessu sviði og samdi um samstarf milli hennar og íslenzku lögreglunnar varðandi þessi málefni. * Það eru því fullkomin ósann indi .hjá Finni Jónssyni, að þessum málaleitunum sendi- herrans hafi ekki verið svarað, heldur var gert nákvæmíega það, sem sendiherrann ráðlagði. Finnur Jónsson hefir því farið með vísvitandi ósannindi, þegar hann hélt þessu fram. Þýzkalandsför lög- rcglustjórans. Þá er komið að þriðju að- dróttun Finns Jónssonar, er fjallar um för Agnars Kofoed Hansen til Þýzkalands og sýria átti sérstakan undirlægjuhátt Hermanns Jónssonar við nazista og jafnvel, að hann hefði haft í huga að taka upp lögreglu stjórn þeirra hér á landi' Þessi för lögreglustjórans var farin að sérstöku ráði yfir manns rannsóknarlögreglunnar í Danmörku, sem sjálfur mun nýlega hafa verið kominn frá Þýzkalandi í svipuðum erindum. Ráðlegging hans mun m. a. hafa byggst á því, að Þjóðverjar stóðu mjög framarlega í venju legum lögreglumálum og mátti því margt af þeim læra, sem var óviðkomandi starfsháttum naz- ista. Þá var það líka mikilsvert að geta kynnst starfsháttum Þjóðverja sjálfra, þar sem gagn- njósnum íslenzku lögreglunnar átti ekki sizt að beina gegn þeim, auk þess, sem það dró at- hygli Þjóðverja frá þeirri fyrir- ætlun, að Íslendíngar leituðu sér leiðbeininga hjá þeim. Þjóð- verjar hefðu getað orðið miklu varkárari, ef íslendingar hefðu t. d. leitað aðstoðar hjá Scot- land Yard. Það sýnir svo bezt viðleitni Finns Jónssonar til að færa mál þetta á verri veg, að hann reyn- ír að gera veður út af því, að lögreglustjórinn hafi dvalið í Þýzkalandi sem „gestur Himml- ers.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja, að nazistar gerðu sér sérstakt far um að sýna útlendingum margvíslega yfirborðskurteisi og hlutu hana margir, sem annars voru henn- ar ómaklegir. Eigi að telja alla þá menn nazista eða vini þeirra, sem slíkrar gestrisni nutu, hlytu ekki aðeins margir fslendingar þann stimpil, heldur fjölmargir merkir útlendingar og flokks- bræður Finns Jónssonar, sem aldrei hafa þó verið grunaðir um nazistavináttu og engum dytti í hug að bera slíkt á brýn, nema ef vera kynni Finni Jóns- syni. „Undirlægjjnháttiir- inn4< við Gérlaeh. Þá er komið að fjórðu ásökun Finns, sem fjallaði um, að Her- mann Jónasson hefði sýnt þýzka ræðismanninum margvislegan linkind og undirlægjuhátt. Röksemdir Finns fyrir þessu voru aðallega þær, að reynt | hefði verið að hafa áhrif á frá- sagnir blaðanna um Þýzkaland. Fyrir þessu færði hann þó engin tilgreind dæmi eða sannanir. Skrif islenzkra blaða á þessum tíma — og þá ekki sízt blaða Framsóknarfloksins — bera þess lika glögg merki, hvort slíkri viðleitni Hermanns hafi verið til að dreifa, nema þá þeirri, að blöðin gættu hóflegs orð- bragðs í gagnrýni sinni á út- lendu stjórnarfari. Þá viðleitni hafa undantekningarlaust allar íslenzkar ríkisstjórnir sýnt og núv. ríkisstjórn þó alveg sér- staklega. Seinast í júnímánuði í sumar barst blöðunum aðvör- unarbréf frá ríkisstjórninni, þar sem skýrt var frá umkvörtunum erlendra sendifulltrúa í tilefni af ýmsum skrifum þeirra og þeim síífan ógnað með refsi- ákvæðum íslenzkra hegningar- laga, ef ekki væri breytt um til batnaðar. Virðist því fara meira en illa á því, að núverandi ráð- herrar átelji fyrirrennara sinn fyrir það, að þeir hafi kvatt blöðin til að gæta kurteisis og hóflegs orðbragðs, þegar þau gagnrýndu erlent stjórnarfar. Viðkomandi því, að hér hafi verið gerð upptæk þýdd bók um þýzk stjórnmál og bönnuð ein- hver skopmyndasýning, er fljótlegast að vísa til þess, að slikt viðgekkst í miklu rikara mæli í Danmörku og Svíþjóð, þar sem flokksbræður Finns Jónssonar fóru með völd og munu þeir þó ekki ásakaðin um ofmikinn undírlægjuhátt við nazista. Hitt var það, að meðan lönd þeirra höfðu vinsamlegt stjórnmálasamband við Þýzka- land varð að taka vist tillit til þess. Það er lika víst, að tvær grímur myndu renna á núv. rík- isstjórn áður en hún leyfði út gáfu á sorpriti um Rússland eða sýningu skopmynda af Stalín! Annars sýnir viss atburður bezt þá linkind, sem Hermann Tónasson á að hafa sýnt hinum þýzka ræðismanni. Eins og áð' ur er sagt barst H. J. fjórða bréfið frá íslenzka sendiherran um í Khöfn í jan. 1940. Efni þess var, að liklegt væri, að hér væri starfrækt þýzk sendistöð Hermann Jónasson fól lögreglu- stjóranum þegar athugun á því, og bar hún þann árangur, að uppvist varð með vissum hlust unaraðferðum, að þýzki ræðis- maðurinn hafði sérstaka sendi- stöð. Samkvæmt islenzkum lög- um var óleyfilegt að starfrækja líkar stöðvar, þótt ekki væri um njósnir að ræða, enda feng- ust ekki'sannanir fyrir þeim i þessu tilfelli. Hermann Jónas- son undirbjó í samráði við lög- reglustjórann. að vopnaðir menn færu til ræðismannsins og eyði- legðu stöðina, en á ráðherra- fundi var ákveðið að lögreglu- stjórinn skyldi fyrst fara einn og sjá hverju hann fengi fram- gengt. För hans bar þann árr angur, að ræðismaðurinn lokaði ^töðinni. Þess munu sennilega ekkí dæmi frá nágrannalöndunum á þessum tíma, að jafn djarflega hafi verið komið fram við þýzk- an ræðismann og sést bezt á bessu, hve ómaklegar eru um- ræddar aðdróttanir Finns Jóns- sonar í garð Hermanns Jónas- sónar. Dylgjnrnar um Framsóknarflokkinn. w ! Þá er komið að seinustu að- dróttun Finns, sem er sú, að i bréfum sendiherrans séu upp- lýsingar, sem séu óheppilegar fyrir ýmsa Framsóknarmenn. Þessi aðdróttun verður tæp- ast skilin öðruvísi en að ein- hvurjir Framsóknarmenn hafi mjög til saka unnið í þessum efnum. Margir þingmenn Fram- 3óknarflokksins, t. d. Hermann Tónasson, Eysteinn Jónsson og Sveinbjörn Högnason skoruðu á Finp að skýra frá þessu efnF bréfsins, en hann neitaði því með öllu. Hafa þau tíðindi, sem betur fer, aldrei gerzt áður á Alþingi, að ráðherra hafi þann- ig dróttað glæpsamlegum verkn- aði að stórum hópi manna og vitnað til opinberra heimilda, án þess þó að birta þau. Áreiðan- lega enginn íslenzkur þingmað- ur annar en Finnur Jónsson myndi telja slíkt framferði sam- boðið æru sinni og virðingu. En Finnur Jónsson mun ekki bjarga sér með þögn í þessu máli. Þess mun verða kraflzt af sívaxandi' þunga, að öll gögn i þessum málum verði lögð á borðið. Annað hvort verður Finnur að sanna áburð sinn eða standa sem afhjúpaður rógberi frammi fyrir allri þjóð- inni. Samlíking Péturs Ottesen. Hér að framan hafa átyllur þær, sem Finnur Jónsson reyndi að nota til að sanna nazista vináttu á’ Hermann Jónasson, verið greiddar sundur lið fyrir lið. Tilgangur Finns er augljós. Hann hyggst að bæta upp hina .élegu málefnalegu aðstöðu rík Lsstjórnarinnar með þvi að þyria upp moldviðri um það, að Fram- óknarmenn hafi verið nazistar. Tann hyggst jafnframt að aug- iýsa þjóðinni karlmennsku sina jg riddaraskap i baráttunni við nazismann með því að stýja lokkrum bágstöddum Þjóðverj-4 um frá kónum sínum og börn- am! Annar flokksbróðir Finns, Stefán Jóhann, reyndi að taka þátt í þessum hetjuskap með þvi að lýsa því nú yfir, að víkja hefði átt Gerlach úr landi. Sjálfur orðaði hann þetta ekki sinu orði í meira en eitt ár, ægar hann var utanríkismála- ráðherra á sama tíma og Gerl- ach var ræðismaður hér! Pétur Ottesen <sagði í tilefni af þessum hetjuskap Finns og Stefáns eftirfarandi sögu í um- ræðunum á Alþingi á dögunum: Fyrir löngu siðan vafð vart við bjarndýr á bæ einum norðan- lands,, þar sem tveir bræður bjuggu. Annar bróðirinn brást þannig við, að hann lokaði bæn- um sem vandlegast og hugðist að láta hann gæta sín. Hinn bróðirinn náðl sér í byssu og 3kaut björninn. Þá kom sá bróð- irinn, sem hafði falið sig, og rak f j ósreku í trýnið ' á dauðu dýrinu og lét sem honum væri dauði þess að þakka. Þingmenn og áheyrendur ,-kyldu strax samlikinguna, því að jafnharðan varð þessi þing- vísa til: Enginn þarf að óttast hér um ættjörðina sína, því að Finnur fyrir er með fjósrekuna sina! Það féll í hlut Framsóknar- Cjatnía Síó Jftjja Síó manna að fara hér með völd, þegar ágangur nazismans var mestur. Framkoma þeirra í þeim málum og þó sérstaklega framkoma Hermanns Jónas- sonar er löngu búin að fá viður- kenningu annara þjóða. Áreið- anlega kom engin smáþjóð fram með meiri dirfsku en íslend- ingar í þeim efnum. Af verkum íslendinga á síðari árum hefir ekkert skapað þeim meiri frægð en að neita Þjóðverjum um flugvelli hér, þegar veldi nazista var mest. íslendingar voru fyrsta þjóðin, sem veitti ýfirgangi nazista fullkom- ið afsvar. Þetta hefir bergmálað land úr landi og hvað eftir ann- að verið lofsamlega minnst í heimsblöðunum. Það sýnir vel giftu Finns Jónssonar? að hann ckuli nú leggja sig allan fram til að reyna að hafa þennan heiður af þjóðinni og gera sitt ítrasta til að sanna, að þessa fram- komu íslendinga sé ekkert að marka, þvi að forsætisráðherra beirra og aðrir ráðamenn á beim tíma hafi verið verstu nazlstaundirlægjur! Mikið gagn er Finnur að reyna að vinna bjóðinni eða hitt þó heldur, þeg- ar hann færlst slíkt í fang! Blint má það ofstæki vissulega vera, sem þannig skeytir ekkert um álit þjóðarinnar út á við, ef það heldur sig geta klekkt eitt- hvað á pólitískum andstæðingi. , En sagan af Hermanni Jónes- . syni og Finni Jónssyni i þess- I um efnum mun verða i augum þjóðarinnar sagan af bræðrun- um tveimur, sem börðust við björninn með ólíkum hætti. , Finnur Jónsson er nú hinn skel- | eggasti yfir valnum, þar sem i þýzka þjóðin liggur, og hyggst að sýna nú hetjulega baráttu sina gegn nazistum með þvi að stýja i sundur þýzkum hjónum, sem ekkert hafa sér til saka unnið. En er það karlmennska, sem er íslendingum að skapi? Barátta Fimis gegn „fimmtu herdeild- iimi“ nú. En þjóðin mun ekki dæma það eftir þessu háttalagi, hve skeleggur Finnur Jónsson er ív þessum málum almennt. Þar kemur annað til greina, sem reynir meira á manndóm Finns Jónssonar. Flokksblað hans, Al- þýðublaðið, hefir hvað eftir ann- að upplýst, að starfandi sé „fimmta herdeild" hér í landi. Það er við þessa herdeild, sem Finnur Jónsson á að þreyta krafta sína, en ekki við her- deild, sem er liðin undir lok. Hvað gerir Finnur svo til að hafa uppf á og fylgjast með störfum þessarar herdeildar? Þjóðin veit ekki til þess að hann geri neitt í þeim efnum, enda DALEIÐARm Iiinrásin (Swing Fever). Kay Kyser, Marilyn Maxwell, á Guadalcanal („Guadalcanal Diary“) Lena Horne. 0 Hljómsveit Kay Kysers. Stórfengleg og spennandi mynd Sýndkl. 9 af hrikalegustu orustum Kyrra- hafsstríðsins. Fálkinn í Hollywood Aðalhlutverkin leika: (Falcon in Hollywood) Tom Conway, Barbara Hale. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð yngri n 12 ára. Preston Foster, Lloyd Noian, William Bendix. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. *» þóttist hann geta uplýst það í umræðunum á dögunum, að slík „fimmta herdeild" væri nú alls ekki til! Sú „fimmta herdeild“ fær þvi að starfa óáreitt meðan Finnur Jónsson er í dómsmála- ráðherrasæti. Finnur Jónsson þykist líka manna skeleggastur í barátt- unni gegn ofbeldisstefnum. Hefir ekki blað hans, Alþýðu- blaðið, sagt, að enginn munur væri á nazistum og kommúnist- um í þeim efnum. Unir Finnur sér ekki hið bezta í stjórn með kommúnistum? Myndi hann þá 3kki alveg eins hafa getað unað 'ér vel í stjórn með nazistum, ef önnur úrslit hefðu orðið í styrjöldinhi og hann hefði fengið að reka fjósrekuna i frýnið á kommúnismanum föllnum? Eða boðaði ekki mál- gagn Finns Jónssonar, að það væri „menningarlegt hlutverk nazismans" að ganga af kom- múnismanum dauðum! Finnur á vissulega eftir að '.anna karlmennsku sína og einlægni gegn ofbeldi og ein- ræðisstefnum. Þjóðin tekur það ekki gilt sem sönnun í þeim efnum að grálega sé búið að þýzkum konum og börnum, þótt þjóð þeirra hafi beðið lægra í styrjöldinni. Hún dáir ekki karlmennsku, sem rekur fjós- rekuna í dauðan andstæðing. Finnur verður að sýna karl- mennsku sína í baráttunni við „fimmtu herdeildina,“ sem blað hans segir að starfandi sé hér nú, og þó fyrst af öllu með því að birta öll skjöl og skilríki varð- andi starfsemi Þjóðverja hér og sýna ef hann getur, að hann hafi verið annað meira en lítil- sigldur og illkvittinn rógberi, þegar hann hefir verið að reyna að setja Gestapostimpilinn á Framsóknarmenn. Askrifíargjald Tímans utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. UR BÆNUM Jólaskemmtun. Jólatrésfagnaður Framsóknarmanna verður föstudaginn 4. í jólum í Lista- mannaskálanum. Hlnn vinsæli barna- vinur, ísak Jónsson kennari, stjórnar börnunum við jólatréð. Þátttaka til- kynnist helzt sem fyrst til Torfa Torfasonar í innheimtuskrlfstofu Tím- ans, sími 2323. Að kvöldinu, eftir að börnin hafa farið heim frá jólatrénu, verður aðaljólaskemmtun fullorðna fólksins. Allir frjálslyndir menn vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Til bágstaddra. fslendinga, hafa eftirtaldar gjafir borizt blað- inu: Frá starfsfólki Edduprentsmiðju og Tímans 280 kr., frá konu utan af landí 100 kr.. frá N. N. 60 kr. Gjafir þessar hafa verið afhentar skrifstofu Rauða Ki-oss íslands, sem færir gef- sndum beztu þakkir. Skipaferðir til Danmerkur. Lagarfpss er á leið til Kaupmarma- hafnar og fer þaðan í byrjun janúar. Dronning Alexandrine fór héðan á- leiðis til Kaupmannahafnar síðastl. föstudagskvöld og leggur af stað til íslands 5. janúar. Fundur. Framsóknarfélag Reykjavíkur held- ur fund í kvöld. Verður hann í Bað- stofu iðnaðarmanna og byrjar kl. 8,30. Húsnæðis- og húsaleigumálin verða á dagskrá. Ættu Framsóknarmenn að, fjölmenna. Nýlr félagar velkomnir. British Counsil hefir ákveðið að veita islenzkum kandídötum ferna námsstyrki fyrir skólaárið 1946—’47. Tveir styrkirnir verða fullir námcstyrkir, en tveir að upphæð 100 sterlingspund hvor. Með hærri námsstyrkjunum reiknast skóla- og prófgjöld, ferðakostnaður til Bret- lands og heim aftur og 30 sterlings- punö á mánuði í dvalarkostnað, ef nám er stundað í Oxford, Cambridge eða London, en 25 pund á mánuði, ef það er stundað annars staðar. Miðast styrkirnir við kandídata frá háskóla eða menn með svipuðum prófum. Styrkþegum er ekki heimilt að taka með sér konur sínar (eða eiginmenn),. né annað skyldulið. Umsóknareyðu- blöð fást hjá fuiltrúa British Council,, Laugaveg 34, Reykjavík, og er um- sóknarfrestur til 15. janúar 1946. Hjónaeíni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Anna Daníelsdóttir, Sæfelli, Seltjarnarnesi og Sigurður Kristjáns- son málari, Urðarstig 3, Hafnarfirði. Þrjár tólf ára telpur er kom út fyrir nokkrum árum og seldist á upp á örskömm- um tima, er nú komin i ljósprentaðri útgáfu. Þrjár tólf ára telpur er ein fyrsta telpnasaga er samin var á íslenzku. Höfundur hennar, Stefán Júlíusson kennari, er viðurkenndur barnabókahöfundur. Tryggvi Magnússon teiknaði myndirnar. Látið Þrjár tólf ára telpur ekki vanta á heimilið. Kostar aðeins 11 krónur. Aðrar jólabækur barnanna eru: SVEITIN HEILLAR, viðburðarík og heillandi sveitalífssaga með 30 myndum. Verð kr. 20.00. SNATI og SNOTRA, ein vinsælasta barnabók Steingríms Arasonar, prýdd myndum eftir Tryggva Magnússon. — Verð kr. 11.00. BAMBI, hin heimskræga bók Walt Disney. Verð kr. 15.00. Bókaútgáfan Björk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.