Tíminn - 15.01.1946, Page 3
8. Wað
TfMIlVIV, jiriðjutlaginii 15. jainiar 1946
3
LARS HANSEN:
Fast jbeir sóttu sjóinn
Svo hljóp hann th og þreif kaffiketilinn, sem byrjað var að
ájóða upp úr. En hann gat ekki gleymt- olíufatinu, og um leið
og hann skenkti í bollana sagði hann:
— Ef ég næ mörgum yrðlingum í sumar, skulu þeir vissulega
lifa með mér ánægjuleg jól. í>ú mátt vita, að þeir geta verið
kátir og fjörugir í góðum félagsskap, eins og til dæmis með mér,
og það get ég sagt þér fyrir víst, að ég kem til með að eiga eins
skemmtilegt jólakvölö og hver annar, þegar ég er búinn að tendra
ljós inni í húsinu minu og yrðlingarnir leika sér í blessaðir birt-
unni.
Þú hefðir átt að vera með mér og sjá tófurnar og bjarndýrið.
Þetta dönsuðu vesalings kvikindin af einskærri gleði, þegar ég
var búinn að kveikja á týrunni. Mér fannst þau helzt brosa
íraman í mig. í þetta skipti skulu dýrin mín lifa þau dýrðlegustu
jól, sem nokkur hefir lifað hér á Svalbarða'.
En þegar þeir komu upp á þilfarið, lá við.aö þeir stirðnuðu af
skelfingu. Fáeinar sekúndur stóðu þeir agndofa, því að inn fjörð-
inn rak ísbreiðu mikla. Hún.hafði þegar lokað öllum skipaleiðum,
svo að „Noregur“ og Kristófer voru hér innikróaðir. Hugsanirnar
þutu hver af annari gegnum heila þeirra. Á sama andartaki
og þeir sáu, hvernig ísinn hafði fyllt fjarðarkjaftinn á þessum
fáu mínútum, sem þeir voru niðri í káetunni, varð þeim fullljóst,
í hvaða gildru þeir voru gengnir. En ískyggilegast var það, að
þeir vissu fyrir víst af gamalii reynslu, að isinn myndi ekki yfir-
gefa Miklaflóann aftur á þessu ári. Og héldist ísrekið var mönn-
unum fjórum, sem sátu allslausir úti á Þúsundeyjum, dauðinn
vís — eins og ástatt var.
Þetta sáu þeir Kristófer báðir í hendi sér á sömu stundu og
athygli þeirra beindist að ísnum. En skelfingin varaði aðeins
örstutta stund. Nú var hann Kristóíer ekki með neinar vanga-
veltur.
— Fljótt nú, hrópað Kristófer og stökk að akkerisvindunni.
Akkerið var dregið upp á örstuttri stundu. Nú reið á að koma
skútunni út af legunni, áður en ísinn næði henni og bæri hana
með sér upp í fjöruna, þar sem hún hlaut að brotna í spón. Út
fjörðinn var ógerningur að komast, en gæti Kristófer komið upp
seglum, voru nokkrar líkur til þess, að hann gæti siglt undan
ísnum lengra inn eftir, þangað sem Ormsaugað svonefnda opn-
aðst til hafs. En þar er straumur svo mikill, að állinn líkist mest
belj'andi vatnsfalli, og engu skípi fært að sigla gegnum það. En
næði ísinn skútunni, gat ef til vill hent sig, að hún festist vel
á jaka, er kynni að berast út gegnum þetta krappa og sollna
sund. Það var eina vonin — svo veik sem hún var.
Mennirnir tveir gengu berserksgang. Flóinn og fjarðarsundin
voru að fyllast af is, og eftir stutta stund hlaut hann að byrja
að hlaðast upp kringum þá. Stórseglið var komið upp til hálfs,
svo að nú var ekki nema stuttrar stundar verk að koma því í
lag. Eitt, tvö ,þrjú handtök, snögg og örugg — einn og tveir, einn
og tveir. Kristófer þreif í öxlina á Skol og hrópaði:
— í bátinn með þig og í land!
— Nei, sagði Skolur. Það gengur eitt yfir okkur báða.
Það brann eldur úr augum Kristófers.'er hann æpti:
Orrusta fugtanna
(Skozkt œvintýri)
hreinsa það svo vandlega, að þar megi velta gullepli
endanna á milli, færð þá ekki hana dóttur mína, heldur
skal ég gera út af við þig strax í kvöld!“
Kóngssonurinn hóf nú fjósmoksturinn, en hann hefði
allt eins vel getað byrjað að ausa upp allt úthafið.
Eftir hádegið kom Kolbrún til hans og mælti: „Þú ert
að taka út hegninguna, kóngssonur.“
,'Rétt er nú það,“ svaraði hann.
„Komdu nú, og hvíldu þig,“ segir hún.
„Ég get svo sem gert það,“ segir hann. „Ég verð drep-
inn hvort sem er.“
Hann settist við hlið hennar og var svo þreyttur, að
hann sofnaði þegar í stað. Þegar hann vaknaði, var Kol-
brún horfin, en búið var að moka fjósið svo kyrfilega,
að vel mátti velta þar gullepli endanna á milli.
Þá kom risinn og sagði: „Þú ert búinn að koma fjósið,
kóngssonur.“
„Ójá, ég er nú búinn að því,“ segir kóngssonur.
„Einhver hefir hreinsað það að minnsta kosti“
„Ja, ekki hreinsaðir þú það,“ sagði kóngssonur.
„Jæja, jæja,“ segir risinn, „fyrst þú varst svona dug-
legur í dag, þá gef ég þér frest þar til um þetta leyti
á morgun. Þá átt þú að vera búinn að þekja þetta fjós
með fugladún. Dúnninn verður að vera af fuglum, sem
hafa enga fjöður samlita.“
Kóngssonur fór á fætur fyrir allar aldir morguninn
eftir. Hann tók með sér boga sinn og örvar til þess að
skjóta fuglana. Hann fór út í haga, en illa gengu hon-
SÚ NÝBREYTNI er að komast 1
framkvæmd þessa dagana, að Lands-
bókasafnið sé opið alla rúmhelga daga
frá því klukkan tíu árdegis til klukkan
ifu síðdegis, að matmálstímum undan-
skildum. Þetta er mikil umbót, sem
vert er að minnast lofsamlega. Eigi
landsbókavörður og aðrir, sem kunna
að hafa stuðlað að henni beztu þakkir
fyrir. Með þessu er mörgum, sem
bundnir eru við störf allan daginn,
sköpuð skilyrði til þess að njóta safns-
ins. Ég vil hvetja sem flesta til þess
að sýna það, að þeir láti þetta ilýja
tækifæri ekki ónotað.
LANDSBÓKASAFNIÐ er ein af
merkisstofnunum þjóðarinnar. Það var
upphaflega stofnað árið 1818, og það
gerði Daninn Carl Christian Rafn,
síðar prófessor, í samráði við stjórn
Hafnardeildar Bókmenntafélagsins.
Formaður hennar var þá Bjarni Thor-
steinsson, síðar amtmaður. Nefnist það
þá og lengi síðan stiftsbókasafnið. Því
var fyyst komið fyrir á lofti dómkirkj-
unnar í Reykjavík, ásamt skjalasafni
biskupsdæmisins, en um þær mundir
var nýlokið rækilegri viðgerð á kirkj-
unni. Þegar aðgerðin á kirkjunni fór
fram árin 1878—79, var því komið fyrir
um stund í bókhlöðu menntaskólans,
en þaðan var það svo aftur flutt í
Alþingishúsið árið 1881 og opnað al-
menningi til afnota árið eftir. 23.
september 1906 var lagöur hornsteinn-
inn að hinu nýja safnaliúsi á Arnar-
hólstúni, eins og þá var sagt, og haust-
ið 1908 var tekið að flytja söfnin í þessi
nýju salarkynni. Þar hafa þau svo átt
samastað, þótt langt sé síðan,' að
þrengjast tók um þau. En nú er í
undirbúningi ný bygging suður á há-
skólalóð, þar sem náttúrugripasafnið
og þjóðminjasafnið munu eiga að vera
í sambýli við listasafn ríkisins fyrst
um sinn. Sú bygging er reist til minja
um stofnun hins íslenzka lýðveldis, og
kom hugmyndin fyrst fram á fundi
í Blaðamannafélagi íslands. En upp-
hafsmaðurinn var þáverandi formað-
ur félagsins, Valtýr Stefánsson, er kom
henni síðan á framfæri við lýðveldis-
hátíðarnefndina. Þegar þessi bygging
kemst upp, verða landsbókasafnlð og
þjóðskjalasafnið ein um safnahúsið við
Hverfisgötu.
ÉG SAGÐI, að Landsbókasafnið
væri ein af merkari stofnunum lands-
manna. Það er ekki ofmælt. Hitt er svo
annað mál, að landsbókasafninu eru
að ýmsu leyti talsvert ábótavant. Þar
eru stór skörð ófyllt, og nefni ég þar
til íagurbókmenntir gránnþjóðanna
síðustu áratugi. Fieira mætti benda á.
Erlent yfirlit
Lána Bandaríkjamenn Rússum?
Rússar hafa undanfarið unn- j 2. Þess er krafizt af Rússum,
ið að því að fá stórt lán hjá að þeir gefi nákvæmar og full-
Úr þessu þarf að bæta, og í því skyni
þarf að ætla safninu nægjanlegt fé.
Það væri sparnaður, sem lítill hagn-
aður fylgdi, að skera það um of við
nögl.
HÁLKAN Á GÖTUNUM var eitt af
umræðuefnum Reykvíkinga í lok vik-
unnar, sem leið, Annars er það ekki
nýtt fyrirbrigði. Við þekkjum það öll
af margfaldri reynslu, hve erfltt get-
ur verið að „sjá fótum sínum forráð"
í þessum bæ, þegar svo ber undir.
Verst er þó aldraða fólkið sett, stirt
orðið og svifaseint og kannske sjón-
dapurt. Og stundum hefir hálkan vald-
ið alvarlegum slysum, jafnvel dauða-
slysum.
HELZTU ÚRRÆÐIN, sem beitt hef-
ir verið gegn hálkunni, er að sáldra
sandi á gangstéttar og gatnamót. Að
þessu er bót í bili, en þetta er líka að-
ferð, sem hefnir sín síðar, þegar svell-
in þána og aftur þorrnar um. Þá veld-
ur sandurinn auknu ryki og óþrifnaði,
og á þetta verulegan þátt í því, að
sá hluti bæjarins, sem annars er all-
ur malbikaður að kalla, ér undirorp-
inn áþekkum sandhríðum og ryk-
byljum og önnur hverfi hans.
ER EKKI HÆGT að vinna bug á
hálkunni á annan hátt? Má ekki reyna
að bræða svellin af verstu hálkublett-
unum, til dæmis Bankastrætinu, neðri
hluta Túngötu og Vesturgötunni upp
úr Grófinni? Og hættulegustu gatna-
mótuniun, eins og Eymundssenshorn-
inu svokallaða (Lækjargötu—Austur-
stræti), þar sem slys og óhöpp eru svo
tíð af völdum ísingar og hálku? Er ekki
unnt að koma þarna við rafhitun með
bærilegum kostnaði eða nota afrennsl-
isvatn frá hitaveitunni í þessu skyni?
Til þess þyrfti auðvitað lagnir í gang-
stéttarnar og göturnar, en ekki mun
sandausturinn bænum heldur kostn-
aðarlaus, lauk þess hvað heppilegur
hann er.
ÉG LEYFI MÉR svo að hnýta hér
aftan við smásögu, sem sýnir skemmti-
legri hliðina á hinni afdrifaríku hálku
á Reykjavíkurgötum. Þá háttaði svo
til, að ég hringdi daglega til prestanna
í bænum til þess að grennslast eftir
hjónavígslum. Fólk hefir gaman af að
sjá það í blöðunum, hverjir stofna til
hjúskapar. Laugardag einn í flughálku
hringi ég til eins prestsins og spyr að
vanda um giftingar. — Jú, nú er mikið
um að vera í dag, svarar hann. Það
er ekki heldúr furða — í þessari hálku.
Fólki veitir ekki af að styðja sig. ..
Grímur í Görðunum.
Bandaríkjamönnum með svip-
uðum kjörum og lán það, sem
Bretar fengu hjá Bandaríkjun-
um. Enn er ekki vitað, hvort
samningar kunna að takast með
Rússum og Bandaríkjunum, því
að kröfur þær, sem Bandaríkja-
menn gera til Rússa eru allharð-
ar og munu þeir ófúsir að ganga
að þeim. Hins vegar hafa Rússar
mjög brýna þörf fyrir þetta
lánsfé, þar sem styrjaldarrekst-
urinn hefir gengið mjög nærri
atvinnulífi þeirra.
Fullvíst er því, að Rússar vilji
mikið á sig leggja til að fá stór-
lán hjá Bandaríkjunum og sást
viðleitni þeirra í þá átt meðal
annars greinilega á ráöherra-
fundinum nýafstaðna í Moskvu,
þar sem Rússar létu undan ýms-
um kröfum Bandaríkjamanna,
svo sem um stjórn Japans, en
þeir höfðu eins og kunnugt er
gert kröfu til að fá hlutdeild í
stjórn landsins, þótt þeir ættu
komnar skýrslur um allt at-
vinnulíf landsins og gefi Banda-
ríkjamönnum tækifæri til að
komast að raun um, að skýrsl-
urnar séu réttar.
3. Lánið verður ekkl veitt fyrr
en allir rússneskir herir eru
farnir af landsvæðum þeim, sem
samið var um á Potsdamráð-
stefnunni, á Jaltaíundinum, eða
á öðrum samkomum stórveld-
anna.
4. Stjórn Rússlands skal kunn-
gjöra innihald viðskiptasamn-
inga sinna við nábúana í Aust-
ur-Evrópu og hætta að skipta
sér af innanlandsmáium í þess-
um ríkjum.
5. Stefnt sé að því að vernda
bandarískan eignarétt, þar með
talinn útgáfurétt í Rússlandi og
áhrifasvæðum Rússlands.
6. Rússar verða að gefa am-
srískum blaðamönnum fullt
frelsi í Rússlandi og leyfa þeim
lítinn þátt í sigrinum yfir Japan. að senda skeyti heim til blaða
Einnig létu þeir yfirleitt undan j sinna.
kröfum Bandaríkjanna í Austur-
Asíumálunum, en voru hins
vegar fastir fyrir og ósveigjan-
legir, þar sem Bretar áttu í hlut,
eins og í Vestur-Asíu. Það er því
auðséð, að Rússar hafa brýna
þörf fyrir stórt lán. En um aðra
’ánveitendur en Bandaríkin er
ekki að ræða, eins og málum er
nú komið í heiminum,
Þar sem mönnum mun þykja
fróðlegt að kynnast kröfum
þeim, sem Bandaríkjamenn gera
til Rússa fyrir lánveitingunni,
eru þær teknar upp hér eftir því
sem hinu kunna brezka blaði
„Observer“ farast orð:
Nefnd sú í Bandaríkjunum,
sem skipuleggja á fjármálin nú
eftir styrjöldina, hefir sent rík-
isstjórn Bandaríkjanna orð-
sendingu, þar sem hún leggur
til að lánveiting til Rússa verði
háð eftirtöldum skilyrðum:
1. Stjórn Rússlands skal gefa
hinum amerísku lánveitendum
fullkomnar upplýsingar um all-
an vígbúnað landsins.
7. Skipulagsnefnd fjármála
Bandaríkjanna skal stefna að
því að efla viðskipti þjóðanna.
Hvað viðkemur Rússlandi geta
þessi viðskipti ekki farið fram,
nema um einkasölur stjórnar-.
ínnar, því þær eru fléttaðar hag-
kerfi landsins og fjármálum. En
það er hægt að gera tilraun til
að koma amerískum útflytjend-
um í beint samband við hin
ýmsu iðnfyrirtæki, sem ríkið á
og rekur.
8. Ekki má koma á fót ríkis-
einkasölum í Austur-Evrópu, og
lánið skal nota til að hjálpa
þessum löndum til að þurfa ekki
að koma á fót ríkisverzlunum.
Þessar kröfur eru mjög strang-
ar og óaðgengilegar fyrir Rússa
að mörgu leyti, sökum innilok-
unarstefnu þeirra. Það er heldur
ekki talið ólíklegt að Banda-
ríkjamenn kunni eitthvað að
slaka til, en um verulegar til-
slakanir af þeirra hálfu mun
ekki vera að ræða.
Don Enea Mainetti:
Ég sá Mussotini deyja
(Niðurlag).
Strax og þau voru komin í
klefa sína bað hún um að fá að
fara í bað og einnig um nál og
þráð til að gera við sokkana
sína. Við hvorugri bóninni var
hægt að verða.
Morguninn eftir kom skipun
um að færa fangana milli
gæzlustaða. Snemma um kvöld-
ið kom svo hópur skæruliða frá
Milanó með skilaboð um að líf-
láta skyldi alla fangana. Erki-
biskupinn í Dongo baðst áður
leyfis til að fara á fund hinna
dauðadæmdu og undirbúa þá
undir dauðann. „Gerið svo vel,
herra erkibiskup“, segir liðsfor-
ingi skæruliðanna, „en verið
fljótir, því ég hefi fyrirskipanir
um að framkvæma aftökurnar,
eins fljótt og kostur er“.
Strax og erkibiskupinn hefir
lokið ræðu sinni yfir föngunum
fór liðsforinginn inn til þeirra
og las upphátt fyrir þeim dauða-
dóminn. Þvínæst var haldið með
þá alla út úr ráðhúsi borgar-
innar.
Föngunum var raðað úpp öðru
megin á torginu, að norðan-
verðu, svo andlit þeirra vissi að
stöðuvatni, sem þar er. Fáeinar
hræður horfa á á milli raða af
skæruliðum, sem eru viðstaddir.
En þegar að því er komið að
framkvæma aftökurnar, heyr-
ast háværar óánægjuraddr
fanganna.
Liðsforinginn fer til þeirra til
þess að spyrja hvað þeir vilji.
Þeir óskuðu allir eftir því að
Petacci væri fjarlægður undir
eins. „Við erum fúsir til að láta
okkur blæða, en við viljum blóð
okkar ekki saman við blóð hans.
Við viljum ekki verða honum
samferða". Liðsforinginn varð
við bón þeirra og Petaeci var
leiddur burt.
Hinir dauðadæmdu menn stóðu
allir álútir og nokkrir þeirra
féllu á kné. Liðsforinginn kall-
aði til manna sinna og bað þá
að vera viðbúna. Svo kemur
skipunin: „Skjótið“.
Þegar skothvellirnir bergmála,
falla hinir dæmdu dauðir niður
á torgið. Petacci lagði á flótta
meðan á aftökunni stóð, en skoti
er skotið á eftir honum og hann
fellur við. Dauður skrokkurinn
féll í stöðuvatnið.
Um sama leyti fóru vopnaðir
skæruliðar inn í húsið, þar sem
Mussolini og Clara Petacci voru
höfð í haldi. Fangarnir voru
settir í bifreið og ekið af stað,
en flutningabifreið full af
mönnum fór á undan. Mussolini
spuröi hvað væri verið að fara
með sig, en enginn virti hann
svars.
Ennþá voru eknar nokkrar
milur, en þegar komið var í út-
jaðar Cinlini di Mezzagra var
staðnæmzt og föngunum tveim-
ur sagt að fara út úr. bifreið-
inni. Mussolini bað um skýringu
og sýndi nokkurn mótþróa í j
fyrstu. Þá var það Clara sem'
reyndi að róa hann og biðja
hann að hlýða.
Þau voru ekki fyrr komin út
úr bifreiðinni en skæruliði nokk-
fimm skotum að Benito Musso-
lini. Strax á eftir var Clara Pe-
tacci skotin. Hinum tveim lík-
um var fleygt inn í vöruflutn-
ingabifreið, sem hélt af stað
ur, Dino Clerici að nafni, skaut
til Piazza Lorete í Milanó.
Á víðavangi
(Framhald. af 2. siðu)
gefa sitt svar. Farið út einhvern
þurrviðris- eða sólskinsdag, og
þá mun rykið, sem þyrlast upp
og fyllir vit ykkar, svara af-
dráttarlaust. Heimsækið fólkið,
sem býr í fúlum, rökum og loft-
lausum myrkrakjöllurum —
heimsækið fólkið, sem býr í her-
mannaskálum á Skólavörðuholt-
inu og út um allar trissur, og þá
munið þið einnig fá mjög skýrt
og skorinort svar. Staðnæmizt
og virðið fyrir ykkur börnin
úr þessum sömu „íbúðum“, þar
sem þau eru að leikjum á göt-
unum — með því má einnig fá
skýlaus svör um „heilsuvernd-
ina“, er ungviðið í bæjarfélag-
inu nýtur. Genð ykkur erindi á
viðkomustaði strætisvagnanna,
þegar veður er hryssingslegt —
það skerpir sjálfsagt heilsu
kvenna, barna, sjúklinga og
gamalmenna og raunar hvers
sem er, að á slíkum stöðum hefir
hvergi verið myndazt við að
koma upp neinu skýli. Komið á
matsölustaðina suma og kynn-
izt fæðinu, sem þar er á boðstól-
um, og setjið ykkur t. d. í spor
vanheils fólks, sem ekki má
neyta nema vissra fæðutegunda,
og enn má fá þar skorinort svar
við þessari brennandi spurningu
um heiLsuvernd'. Komið enn-
fremur i barnaskólana, þar sem
helmingi fleiri börnum er þrengt
saman en þeir eru ætlaðir fyrir.
Farið síðan, þegar vora tekur,
vestur fyrir bæ og skoðið
flugnabú bæjarstjórnarinar við
öskuhaugana. Og farið svo loks
niður í Nýborg eða inn í Aust-
urríki, sem kallað er — þar
selc^i nýsköpunarstjórnin með
Bjarna Benediktsson og Sigfús
Sigurhjartarson að bakhjarli,
áfengi fyrir þrjátíu milljónir
króna síðastliðið ár — til þess
að fullkomna heilsuverndina.
— Þetta eru Morgunblaðsmenn
komnir langt i heilsuvernd cg
hreinlæti eftir að hafa stjórnað
bænum í þrjáríu ár.