Tíminn - 20.01.1946, Qupperneq 2
2
TlMEVlV. simnMdagiim 20. jairnar 1946
13. blað
Upplýsingar Gísla og
tregða Kveldúlfs
Þaö var upplýst fyrir nokkru
hér i blaöinu, aö einn af samn-
ingamönnum ríkisstjórnarinnar
við togarakaupin, Gisli Jónsson
alþingismaöur, hafi skýrt frá því
á lokuðum þingfundi i vetur, aö
íslendingar hafi keypt togar-
ana fyrh- helmingi hærra verö
en brezkir útvegsmenn vildu
gefa fyrir þá og bakað sér með
því svo auknar óvinsældir, að,
þangaö megi rekja sölubannið á
íslenzka hraðfrystihúsafiskin-
um. í aðalatriðum voru upplýs-
ingar Gísla þessar;
1. Þegar fyrsta íslenzka samn-
inganefndin kom til Bretlands,
áttu brezkir útvegsmenn í eins-
konar verkfalli við skipasmíða-
stöðvarnar, þ. e. vildu ekki semja
við þær um smíði á togurum,
nema þær lækkuðu verðið um
helming. Byggöu enskir útvegs-/
menn þessa kröfu á því, að
smiðjurnar hefðu grætt mikið á
stríðsárunum, byggingarkostn-»
aður myndi lækka og smiðj-
urnar ætluöu sér alltof mikinn
gróða.
2. íslenzka ríkisstjórnin hafði
þessa afstöðu brezkra útvegs-
manna að engu, heldur sömdu
um togaranna fyrir það verð,
er smiðjiírnar settu upp og var
helmingi hærra en brezkir út-
vegsmenn vildu gefa fyrir þá.
Síðan var þetta verð þó enn
hækkað um þriðjung.
3. Brezkir útvegsmenn reidd-
ust mjög þessu tiltæki íslend-
inga að brjóta þannig niður
samtök þeirra um lækkun tog-
araverðsins. Þeir reyndu því að
spilla fyrir íslendngum hjá
brezku stjórninni. Fyrsta af-
leiðing þess var siglingabann til
austurstrandarinnar um nokk-
urt skeið, en önnur afleiðing
sölubannið á hraðfrysta fiskin-
um.
í tilefni af því, að Tíminn
skýrði frá þessum upplýsingum
Gisla, hefir hann skrifað 10
dálka grein í Mbl., án þess að
bera þar nokkurs staðar á
móti því, að frásögn hans á lok-
aða fundinum sé rétt eftir höfð.
Hann segir aðeins, að hann vilji
ekki ræða um hana, þar sem
ekki megi segja frá því, er ger-
ist á lokuðum þingfundi! í fyrsta
lagi er þetta rangt, því að segja
má frá umræðunum, þegar bú-
ið er að birta tilefni þeirra, eins
og gert hefir verið í þessu til-
felli. í öðru lagi myndi eng-
inn þingmaður láta það ómót-
mælt, að honum væru opinber-
lega eignuð ummæli' á lokuðum
fundi, sem hann hefði ekki sagt.
Grein Gísla er því hin full-
komnasta sönnun þess, að frá-
sögn hans hafi verið rétt höfð
eftir.
Öllu veigameira getur það vit-
anlega talizt, sem kommúnistar
og Alþýðuflokksmenn halda
fram, að Gísli sé svo ósannsög-
ull og ómerkilegur, að ekkert sé
leggjandi upp úr ummælum
hans. En þess ber að gæta í
þessu sambandi, að Gísli er ein-
dreginn stuðningsmaður stjórn-
arsamvinnunnar og vill styðja
hana á allan hátt. Þess vegna
er ólíklegt, að hann hafi farið
að búa til ósannindi, er væru
henni óþægileg, þótt hann temji
sér slíkt í skiptum við and-
stæðingana.
Það eru þvi allar ástæður til
að taka þessa frásögn Gisla trú-
anlega. Fátt styður hana lika
betur en að helztu útgerðarfé-
Bjarnalínan — baráttan
gegn alþýðu Islands
— Síðari grein —
v.
Svo bregðast krosstré sem
önnur tré. Snurða nokkur hljóp
á Bjarnalínuna. Kom hún fyrr
fram á meginlandinu. Hitler
sveik. Hann snerist gegn Rúss-
um og hóf innrás. Rússar tóku
mannlega á móti og nutu öfl-
ugrar aðstoðar Bandaríkja-
manna og Breta.
Hér á íslandi var önnur hlið
uppi á teningnum. Kommún-
istar sviku og settu Sjálfstæðis-
manninn í Hermanni Hlifar-
formanni i fangabúðir. Sjálf-
stæfðismenn brugðust illa vjið
og sumir þeirra snerust gegn
komm'únistum í Kaupfélagi
Siglfirðinga. Börðust þeir þó
eigi einir, fremur en Rússar við
Þjóðverja. Var árás kommúnista
hrundið og alþýðan á Siglufirði
gat aftur hafið viðreisn verzl-
unarsamtaka sinna.
VI.
Árið 1944 fengu kommúnistar
í flestum löndum hins nýja
heims nýja línu senda frá
Moskvu. Þeim var boðað, að nú
beri þeim að taka þátt i stjórn-
um, hvarvetna þar sem-því yrði
við komið. Tóku þeir þessu vel,
eins og öðrum línum, sem þeim
hafa verið sendar frá höfuð-
stöðvunum. Gengu þeir til sam-
starfs við aðra flokka þá þegar
i mörgum löndum, ýmist heima
fyrir eða í „útlagastjórnum,'“
sem svo voru nefndar. Víðast
hvar tóku aðrir flokkar þessu
vel, — héldu, að hér væri um
stefnubreytingu að ræða. Má
rekja línu þessa um flest þau
lönd, sem losnað hafa undan
oki nazista. Línunni hefir óvíða
blessun fylgt, enáa ekki við því
að búast.
Hér á íslandi þutu kommún-
istar upp til handa og fóta.
lögin hér, Kveldúlfur og Alli-
ance, vilja ekki kaupa nema
einn af þessum togurum hvort,
enda þótt það væri eðlileg aukn-
ing, að þau bættu nú við sig 3
—4 togurum hvort, þar sem
skipastóll þeirra hefir gengið
svo saman i stríðinu. Þessi fyr-
irtæki gera sér það m. ö. o. Ijóst,
að hér er um rándýra togara að
ræða og ætla því að fresta kaup-
unum og fá ódýrari og hentugri
togara síðar. Sama tregðan er
hjá öðrum útgerðarfélögum
varðandi kaup á þessum togur-
um.
Það verður þvi Reykjavíkur-
bær, sem fær að taka skakka-
föllin af þessum kaupum ríkis-
stjórnarinnar. Fullar horfur eru
á þvi, að af þeim 20 togurum,
sem koma hingað til bæjarins,
verði bærinn að reka 13—14. Svo
gæfulega er á þessari bæjarút-
gerð byrjað, að fyrstu togararn-
ir verða helmingi dýrari en þeir
þyrftu að vera. Það er eins og
ekki hafi þótt nóg að auka dýr-
tíðina til að tryggja tekjuhalla-
reksturinn.
Þau stórfelldu mistök, sem
hér hafa orðið, mætti sannar-
lega verða bæjarbúum áminn-
ing um það, að eigi muni van-
þörf á, að i bæjarstjórnina kom-
ist fulltrúi, sem getur fylgzt
með háttalagi flokkanna, sem
hér hafa verið að verki, og
skapað þeim nauðsynlegt að-
hald. Þeir sem vilja vinna að
því, fylkja sér um B-listann og
tryggja kosningu Pálma Hann-
essonar.
Nú skyldi mikið drífa og mikl-
um árangri ná. Þeir fundu upp
töfraorðið „nýsköpun“ atvinnu-
veganna.
Annar ofsatrúarflokkur hafði
áður notað svipað töfraorð. Það
var „nýskipan“ Evrópu, sem naz-
istar notuðu á sínum tima.
Þetta töfraorð hafði gefizt naz-
istum allvel. Ekki þótti komm-
únistum þó hyggilegt að nota
orðið „nýskipún.“ Bæði var, að
faðerni þess þótti þá ekki
skemmtilegt, og auk þess var
það talið of lítið fyrir sér. Það
þótti meira i munni að nýskapa
en nýskipa, — sem og von var.
Nýskipan þýðir aðeins að flokka
eða raða að nýju, en að nýskapa
þýðir að búa til. — Það er svo
mál út af fyrir sig, hvort „ný-
sköpunar“-stjórninni hefir tek-
izt að búa til nokkra nýja at-
vinnuvegi. Fæstir munu i því
sambandi minnast annars en
,,endurútflutnings“ vefnaðar-
vöru, sem frægt er orðið.
„Nýsköpuninni" var sæmilega
tekið af mörgum. Orðið var svo
stórt.
Sumum mönnum hér heima
datt í hug, að nú væru kommún-
istar að bæta ráð sitt og teknir
að gerast umbótamenn. Þetta
var þó mesti misskilningur.
Brynjólfur Bjarnason — sem
er annað hvort formaður „útá-
við“ eða „innávið" — tók af öll
tvímæli um þetta á flokksstjórn-
arfundi, rétt eftir stjórnar-
myndunina. Þar hafði einhver
trúboðinn hreyft andmælum
gegn afviki frá rétttrúnaðinum.
Brynjólfur brýndi fyrir mönn-
um, að hann hefði með ráðnum
hug tekizt hina nýju fram-
kvæjnd á hendur og „flokkur-
inn“ hefði aldrei verið nær
byltingartakmarkinu en nú. —
Það segir sig sjálft, að almenn-
ingi var ekki sagt frá móttöku
hinnar nýju línu.
VII.
Þegar fóstur nýsköpunar-
stjórnarinnar, nýbyggingarráð,
fór að fást við útvegun atvinnu-
tækja og efnis til þeirra, tókst
fylgjendum Bjarnalínunnar —
skerðingarinnar á mætti alþýð-
unnar — að koma ár sinni vel
fyrir borð þar. Ef til vill var til
of mikils mælst, að nýbygg-
ingarráð hefði hliðsjón af því,
hvað „bæri sig“ og hvað ekki,
á þann hátt að taka fremur það,
sem „bæri sig“ en hitt. Enda
heitir það nú orðið „afturhald“
að nefna slík hugtök.
Nýbyggingarráði fór eins og
við var að búast, enda kváðu
svinnir menn svo til forna, að
„fé er jafnan fóstra líkt.“
Skrumið var brúðkaupsklæði
stjórnarflokkanna, þegar þeir
hófu sambúðina. Sömu tízku
hefir nýbyggingarráðið eðlilega
fylgt. Megináherzla hefir verið
á það lögð að fá út sem hæstar
tölur — á sem skemmstum
tíma. Ekki er horft í verð á
nokkrum hlut. Slíkt heitir og
„andstaða gegn velferð þjóðar-
innar“ og mælist að vonum illa
fyrir. Merkisberar í baráttunni
gegn mætti alþýðunnar hafa
séð svo fyrir, enda eðlilegt, að
hugur þeirra standi til að eyða
inneignum erlendis fremur fyrr
en seinna.
Fyndinn maður kvað svo að
orði á liðnu hausti, að nýbygg-
ingarráð hefði stofnað til alls-
herjar keppni um prishæð, og
hagaði framkvæmdum sínum
samkvæmt því. Kann ýmsum að
virðast, að hér séu stór orð við-
höfð. Ef til vill kenna þeir út-
vegsmenn á Akranesi hvað við er
átt. Að minnsta kosti hefir há-
prísaást nýbyggingarráðs og
ríkisstjórnar sjaldan komið
skýrar í ljós, en í sambandi við
fyrirhuguð bátakaup þeirra
frá Danmörku.
VIII.
Ekki er að fullu vitaö, hvernig
þættir Bjarnalínunnar hér á
landi eru tvinnaðir í dag. Bend-
ir sumt til, að samstarf kom-
múnista og Sjálfstæðisflokksins
sé ekki jafn gott og áður, og
eining þeirra í baráttunni gegn
alþýðu landsins sé tekin að
réna. Segja sumir, að kommún-
istar hafi sagt, eins og kaup-
maðurinn sagði forðum við túlk-
inn, sem hafði tekið að sér að
útvega honum konu og lagði
alúð við verk sitt: „Svona,
svona. Nú get ég sjálfur.“ — Og
Sjálfstæðisflokkurinn man eftir
því, að andstæðingarnir v hafa
sent honum kúlu i fótinn og
hann á að ganga haltur eins og
Vernharður Eggertsson eftir að
hann fékk kúluna á Spáni.
En nú standa bæjarstjórnar-
kosningar fyrir dyrum, og móð-
urinn vex stöðugt. Það hefir
eðlilega sín áhrif. Æsingin held-
ur áfram að vaxa, unz hún end-
ar í taumlausum tryllingi tutt-
ugasta og sjöunda þessa mán-
aðar. Eftir þann dag kemur
nótt og „þegar fjörið fer að
dofna, færist kyrrðin nær.“
IX.
Sumir menn eru vantrúaðir
á ósætti þeirra kommúnista og
Sjálfstæðismanna. Vilja þeir
(Framhald á 4. síðu).
Rödd kjósanda
Nú líður óðum að þeim tíma,
að kjósendum á íslandi gefst
tækifæri til að láta í ljós álit
sitt á stjórnarfarinu í landinu
á uhdangengnum tíma.
Bæjarstjórnarkosningar í
Reykjavík og öðrum kaupstöð-
um, og hreppsnefndarkosningar
í sveitum landsins, eiga að fara
fram 27. þ. m. að ógleymdum
þingkosningum á þessu árí. —
Ég er einn af mörgum, sem tel
það þjóðarvoða, að menn á
mála hjá erlendu stórveldi —
þótt af íslenzkum ættum séu
— fari með völd í landinu, eins
og hér á sér stað um þriðjung
ríkisstjórnarinnar og mun það
koma greinilegar í ljós síðar. Það
er þegar vitað að fyrir áhrif
þessa eru nú sýnileg glögg merki
þess, og þarf ekki meira en
meðalgreind til að sjá, hvert
sú óheillaþróun stefnir. Dýr-
tíðarfarganið, sem þá og þegar
gerir allan heilbrigðan og þjóð-
nýtan atvinnurekstur til sjós og
lands óarðbæran, má þar fyrst
nefna og síðan fjölda af
óheilbrigðum og skaðlegum fyr-
irþærum í lifi þjóðarinnar, sem
of langt yrði upp að telja, og
ekki má gleyma áróðrinum fyrir
hinu „austræna lýðræði," sem
er hvort tveggja í senn, þjóð-
hættulegur í eðli sínu og þann-
ig rekinn, að hann spillir svo
siðgæðisástandi þjóðarinnar,
að búast má við, að hún biði
þess seint eða ekki bætur.
Ég gat þess í upphafi, að nú
væri skammt' til bæjar- og
sveitastjórnarkosninga, og þá
ætti kjósendum að vera innan
handar að sýna, hvernig þeir
líta á þetta ástand.
Hér í Reykjavík vígbúast
stjórnarflokkarnir þrír af mesta
kappi, og hafa að vopnum Al-
þýðublaðið, Morgunblaðið og
Þjóðviljann og heilan her af
misjafnlega hlutvöndum kosn-
ingasmölum. Ég held, að óhætt
sé að segja það, að þeir, sem
lesa þessi nefndu blöð, geti orð-
ið margs vísari um hið innra
ástand á kærleiksheimilinu við
Lækjartorg, og mun mörgum
óklíkubundnum mönnum detta
í hug orðin í Lukasarguðspjalli
þessi: „Sérhvert það ríki, sem
er sjálfu sér sundurþykkt leggst
í auðn, og hús fellur á hús.“
Þessi orð hefir sagan á öllum
öldum staðfest að eru sígildur
sannleikur, og ef trúa mætti
öllu, sem þessi blöð segja hvert
um annars flokka, — og þá
náttúrulega fyrst og fremst um
flokksforustuna — þá væri
vissulega nálægt hrun hins is-
lenzka lýðveldis. Og því miður
er margt af því satt. En þegar
þau fara að telja upp afrek
flokka sinna í þarfir fólksins,
þá koma manni í hug um sum
þeirra sögurnar, sem sagðar eru
eftir Vellýgna-Bjarna. Og þá
eru það loforðin um gull og
græna skóga, ef flokkar þeirra
fái meirihlutavald í bæjar-
stjórninni.
Fyrir mörgum árum kom út
„Almanak fyrir hvern mann,“
og var i því meðal annars saga
um land eitt, er nefnt var
„Slæpingjaland“ og meðal ann-
ars sagt, að þeir, sem þar gætu
logið mestu, lofað mestu og
svikið mest, kæmust þar til
æðstu metorða. Eru ekki sum
kosningaloforðin eitthvað and-
lega skyld því, sem gerðist á
Slæpingj alandinu? Hvað segir
undanfarin reynsla um það?
Ég vonaði lengi að óflokks-
bundnir menn gætu komið sér
saman um kjörlista nú fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar, með
mönnum á, sem ekki eru bundn-
ir á klafa hjá flokkum þeim,
sem skrifa og tala, eins og hér
er bent á, að stjórnarflokkarnir
gera, — og væru líklegir til aö
setja hag fólksins i alvöru ofar
valdastreitu og kosningaloforð-
um. En sú hefir ekki orðið raun
á. Aftur á móti hefir komið
fram listi, B-listinn, borinn
fram og studdur af Framsókn-
arflokknum. Á þeim lista eru
margir ágætir menn úr flestum
starfsgreinum bæjarins, og hefi
(Framhald á 4. siðu).
r
A
Kosningarnar og samstarf-
ið við kommúnista.
Margir Sjálfstæðismenn eru
að vonum óánægðir yfir sam-
starfi forkólfa sinna við kom-
múnista, enda sjá þeir hvert
stefnir. í kosningum þeim,
sem nú standa fyrir dyrum,
geta þessir menn ráðið miklu
um það, hvort þetta samstarf
heldur áfram eða ekki. Því
fleiri atkvæði, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn fær, því trúaðri
verða forsprakkar hans á það,
að þeim sé samstarfið við kom-
múnista/ pólitískt hagkvæmt.
Því færri atkvæði, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn fær, því fyrr
opnast augu foringja hans fyrir
skaðsemi samvinnunnar við
kommúnista og því fyrr munu
þeir slíta henni.
Sjálfstæðismenn, sem eru á
móti samstarfinu við kommún-
ista, kjósa því í þessum* kosn-
ingum með Framsóknarflokkn-
um, sem er eini stjórnmála-
flokkurinn, er hefir neitað ' að
vinna með kcmmúnistum á
þeim grundvelli, sem þeir vilja
starfa á.
Sveinbjörn Hannesson.
Sjálfstæðisflokkurinn auglýs-
ir fund í íhaldshöllinni í dag.
Jafnframt auglýsir hann, að
Sveinbjörn Hannesson sé einn
af ræðumönnunum, en hann er
12. maður á framboðslista
flokksins í . bæjarstjórnarkosn-
ingunum.
Mynd af þessum sama Svein-
birni var birt í Þjóðviljanum i
gær i tilefni af því, að hann
er fjórði maður á framboðslista
kommúnista í stjórnarkosning-
unni í Dagsbrún.
Er hægt að auglýsa hina góðu
samvinnu kommúnista og Sjálf-
stæðisforkólfanna öllu betur,
þótt þessir aðilar reyni nú að
dylja hana með skammamold-
viðrinu í blöðum sínum.
Þýðingarlausar afneitanir.
Tveir flokkar hafa flúið á-
berandi frá stefnu sinni og verk-
um í kosningabaráttunni. Kom-
rhúnistar reyna e|ins og þeir
geta að afneita því, að þeir sé
vikapiltar Rússa og vilji koma
á stjórnarfari þeirra hér á
landi. Sjálfstæðismenn reyna af
engu minna kappi að afneita
öllum samskiptum við komm-
únista og látast vera þeim allra
manna andvígastir.
Hvort tveggja er jafn óvæn-
legt til árangurs. Þjónusta
kommúnistaforsprakkanna við
Rússa er svo margreynd og aug-
Ijós, að þeir geta ekki þvegið
hana af sér með málamynda-
afneitunum rétt fyrir kosning-
arnar. Enn augljósara er þó'
samstarf Sjálfstæðisflokksins
og kommúnista, eins og stjórn-
arsamvinnan, Dagsbrúnarsam-
vinnan og bæjarstjórnarsam-
vinna Bjarna og Sigfúsar sýna
gleggst. Slíkt verður vissulega
ekki hulið fyrir kjósendunum
með alvörulausum skamma-
greinum um kommúnista og til-
vitnunum í Koestler rétt fyrir
kosningar.
Kommúnistar og Sjálfstæðis-
menn munu því ekkert græða
á þessum afneitunum sinum,
heldur aðeins hljóta af þeim
aukna skömm.
Reykvíkingar!
Þið, sem viljið viðhaida heiid-
salagróðanum, greiðið einhverj-
um stjórnarflokkanna atkvæði
ykkar, því að þeir hafa sam-
einazt um að halda verndar-
hendi yfir honum, en þið, sem
viljið láta skerða hann, fylkið
ykkur um B-Iistann.
Þið, sem viljið viðhalda hús-
næðisleySinu og húsaleiguokr-
inu og húsaleigulögunum, kjós-
ið einhvern stjórnarflokkanna,
því að stjórn þeirra hefir nú
setið á annað ár án þess að
gera nokkrar ráðstafanir i
þeim málum, en þið, sem viljið
gera ráðstafanfir til að bæta
úr þessu, kjósið B-listann.