Tíminn - 01.02.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.02.1946, Blaðsíða 2
2 n mh yX, íöstudaglim 1. febráar 1946 21. blað Erlent yfirlit Stjórnarskrármálið í Frakklandi Föstudagur 1. febr. Stjórnlagaþing Eitt af þeim fyrirheitum, sem ríkisstjórnin gaf við valdatök- una, var setning nýrrar stjórn- arskrár, er skyldi afgreidd eftir áramótin 1946. Samkvæmt þessu hefði mátt vænta þess, að frumvarpið að hinni nýju stjórnarskrá yrði lagt fyrir þingið, er það kæmi saman nú um mánaðamótin. Það hefir farið um þetta lof- orð stjórnarinnar, eins og flest önnur, að lítil viðleitni hefir verið sýnd til að efna það. Að vísu. var farið af stað með tals- verðum hávaða. M. a. var skip- uð 12 manna nefnd og Gunnar Thoroddsen sendur út í lönd til að afla heimilda um stjórnar- skrár þar. Én árangurinn af starfi nefndarinnar hefir eng- inn orðið til þessa og frá Gunn- ari hefir ekki einu sinni komið skýrsla um ferðalagið! Stjórnar- skrárfrumvarpið er ekki aðeins ótilbúið, heldur má segja að undirbúningurinn sé engu lengra á veg kominn en þegar stjórnin kom til valda. Eftir þetta eru vitanlega eng- in tök á því að undirbúa og af- greiða nýja stjórnarskrá á þessu þingi, svo að nokkur mynd sé á. Þótt stjórnarflokkunum sé að vísu trúandi til margs, er ótrú- legt, að þeir ráðist í slíkt verk, án alls undirbúnings og á þeim stutta tíma, sem þinginu nú er ætlað að starfa. Slíkt væri svo óviturlegt og ábyrgðarlaust, að meira að segja stjórnarflokkun- um er ekki trúandi til þess. í sannleika sagt er ekki heldur nein ástæða til að harma það, að stjórnayflQkkarnir hafa vanrækt þetta loforð sitt. Ólík- legt er, að þeim hefði getað tekizt þetta verk skaplega. Möguleikinn til að leysa þetta mál á þann hátt, sem er líkleg- astur til góðs árangurs, stendur líka enn opinn. Það er að efna til sérstaks stjórnlagaþings, er fjallaði um samningu nýrrar stjórnarskrár. Hér í blaðinu hefir áður/verið bent á kosti þess, að láta slíka stofnun fjalla um stjórnarskrár- málið. Alþingi getur ekki haft nema nauman tíma til að sinna stjórnarskrármálinu, jafnhliða öðrum málúm. Það er því alltaf undir hælinn lagt, að málið fái viðunandi afgreiðslu þar. Þjóðin fær þá ekki heldur að- stöðu til að segja beint álit sitt um málið, þar sem alþingis- kosningar hljóta alltaf að snú- ast meira og minna um önnur mál. Stjórnlagaþing myndi hins vegar sinna þessu máli einvörð- ungu og við kosningu fulltrúa á það gætu kjósendur eingöngu farið eftir afstöðunni til þessa máls eins. Á þinginu, sem nú kemur saman, væri auðvelt að setja þann viðauka við stjórnar- skrána, að efnt skuli til sérstaks stjórnlagaþings, er setti land- inu nýja stjórnarskrá. Virðist ekkert eiga að þurfa að vera því til fyrirstöðu, að flokkarnir verði sammála um að leysa málið með þessum hætti. Þjóð- in myndi áreiðanlega fagna því, ef flokkarnir sameinuðust þann- ig um að hefja þetta þýðingar- mesta mál hennar yfir flokka- þrasið og deilurnar á Alþingi. Tiilaga Bernharðs Öllum hugsandi mönnum verður það alltaf ljósara og ljós- ara, að þjóðin getur ekki öllu lengur dregið að velja um þetta tvennt: Niðurfærslu dýrtíðar- innar eða fjárhagslegt hrun, er leiðir til stórfellds atvinnuleys- is og algers verðfalls gjaldeyr- isins. Sérstaklega skýra horf- urnar í útvegsmálunum þetta vel fyrir mönnum. Sennilega er Alþingi eini staðurinn, þar sem menn reyna alveg að loka augunum fyrir þessari staðreynd, og meðan forkólfarnir þar gera það, er eðlilegt að stór hluti þjóðarinn- ar geri það einnig. En ýmsir forráðamenn stjórnarflokkanna utan þingsins eru hins vegar Fylgishrun kommúnista. Margt hefir að vonum verið rætt um bæjar- og sveitastjórn- arkosningarnar, er fóru fram á sunnudaginn var. Það, sem mesta athygli hefir vakið, er fylgishrunið, sem bersýnilega er byrjað hjá kommúnistum. Hefðu þetta verið alþingiskosn- ingar, myndu kommúnistar ekki hafa fengið nema tvo þingmenn kosna í Reykjavík í stað þriggja haustið 1942. Fyrirsjáanlegt er einnig, að kommúnistar eru búnir að tapa þingsætinu á Siglufirði. Hrunið, sem hófst hjá kommúnistum í þessum kosn- ingum, mun vissulega verða enn stórfelldara í þingkosning- unum I vor. Þegar þessi skriða er einu sinni komin af stað, mun hún halda áfram að hríðvaxa, eins og fylgi kommúnista er háttað. Raunar kemur það engum á óvart, þótt fylgi fari að hrynja af kommúnistum, þegar lodd- arabrögð þeirra taka að skýrast fyrir almenningi. í raun réttri hefði þetta hrun átt að byrja miklu fyrr. Það, ^em hefir seink- að því og kann að draga eitt- hvað úr því í vor, er samvinna þeirra við íhaldið. Hún hefir fengið ýmsa til að trúa því, að kommúnistar væru búnir að varpa frá sér byltingarstefn- unni og væru því orðnir sam- starfshæfir við borgaralega flokka. Meðan Sjálfstæðisflokk- urinn heldur áfram þessari samvinnu við kommúnista, tef- ur hann fyrir hruni þeirra og getur jafnvel hjálpað þeim til að magnast aftur. Hrunið hjá íhaldinu. Fátt er svo með öllu illt, að ekkí fylgi nokkuð gott, segir máltækið. Þótt samvinna kom- múnista og íhalds hafi hjálpað þeim fyrrnefndu, hefir hún orð- ið til að afhjúpa enn betur hin ábyrgðarlausu vinnubrögð hinna síðarnefndu. Þeir hafa verzlað við kommúnista um að fylgja dýrtíðar- og verðbólgustefnu þeirra gegn því að gróðamögu- leikar heildsalanna og annarra braskara væru látnir óskertir. Vegna þessa blæðir nú atvinnu- vegunum við sjávarsíðuna og sjómennirnir þar eru orðnir kauplægsta stéttin. Fólkið í út- gerðarbæjunum hefir líka snúið baki við íhaldinu í stórum stíl. Það hefir misst meirihluta sinn í Vestmannaeyjum, í Keflavík, á Akranesi, á Stokkseyri og á Eyrarbakka,-og það hefir stór- tapað í Hafnarfirði, í Neskaup- stað, í Ólafsfirði, í Ólafsvík, á Bíldudal og víðar. f kaupstöðum og kauptúnum úti á landi» hefir íhaldið aldrei beðið eins mikið fylgistap í kosningum og nú. Þetta er þó ekki nema svipur hjá sjón í samanburði við fylg- ishrun íhaldsins í sveitunum. farnir að viðurkenna þetta hik- laust, þótt fáir hafi gert það drengilegar en Jón Blöndal hag- fræðingur, er nýlega lýsti því yfir í blaðagrein, að sú fjár- málastefna, sem nú sé fylgt, sé ekkert annað en fjárglæfra- stefna. Á þinginu í haust reyndu Framsóknarmenn enn einu sinni að opna augu stjórnarflokkanna fyrir þeim háska, sem framund- an bíður, ef ekkert er að gert. Bernharð Stefánsson flutti þá breytingatillögu við niður- greiðslufrv. ríkisstjórnarinnar, að sett yrði fimm manna nefnd, — einn frá hverjum þingflokki og hagstofustjóri að auki — er gerði tillögur um niðurfærslu dýrtíðarinnar. í þessum tillög- um skyldi ekki aðeins stefnt að því að færa niður kaupgjald og verðlag innlendra afurða, held- ur engu síður verzlunarálagn- ingu, farmgjöld og byggingar- kostnað. Markið skyjdi m. ö. o. vera það, að kaupgeta bænda og launþega þyrfti ekki að minnka, þótt krónutala afurðaverðsins og kaupgjaldsins lækkaði. Þá skyldi nefndin einnig gera tillögur um nýtt allsherjar- framtal eigna í landinu, svo að uppvíst yrði um skattsvik og grundvöllur fengist fyrir eigna- aukaskatt á stríðsgróðann. Það munu þingkosningarnar vor sýna bezt. Samanburður við þingkosn- ingarnar haustið 1942. Sé gerður samanburður á fylgi Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum nú og í næstu kosningum á undan, þingkosningunum 1942, verður niðurstaðan þessi (síðari talan er frá kosningunum nú, hin frá 1942): Reykjavík ...... 941 1601 Siglufjörður .... 102 147 Akureyri ....... 875 774 Seyðisfjörður 48 74 Vestm.eyjar .... 123 157 Eins og þessar tölur bera með sér, hefir fylgi Framsóknar- flokksins aukist á öllum þessum stöðum, nema á Akureyri, miðað við þingkosningarnar haustið 1922. Þegar tillit er tekið til hins sameinaða áróðurs stjórnar- flokkanna, er þetta mjög góð útkoma. Á Akureyri er rýrnunin skiljanleg, þegar þess er gætt, að Vilhjálmur Þór var í kjöri þar 1942 og fékk verulegt per- sónulegt fylgi, eins og sást á því, að flokkurinn fékk mun fleiri atkvæði í þingkosningunum 1942 en í bæjarstjórnarkosning- unum þá fyrr á árinu. Nú var líka sýnilegt, að flokkurinn hafði ekki möguleika til að fá nema þrjá bæjarfulltrúa þar, en hafði möguleika til að fá fjóra fulltrúa og fékk þá líka 1942, vegna þess að Sjálfstæðis- flokkurinn var þá tvíklofinn. Ýmsir þeir, sem kjósa með flokknum i þingkosningunum, hafa því ekki kosið með honum nú. Samanburð er ekki hægt að gera við aðra staði, þar sem ekki var kosið á þeim sérstaklega haustið 1942. Heilbrigð þróun. Aðallínurnar í bæjar- og sveitastjórnarkosningunum hér eru þær sömu og úti í löndum. Kommúnistar eru hættir að vera í framför, íhaldið tapar yfirleitt, en miðflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, halda víðast- hvar vel velli og vinna sums- staðar verulega á. Fullvíst má telja, að þetta komi þó enn betur fram í þingkosningunum í vor. Þetta er líka hin heilbrigða þróun. Almenningur vill ekki íhald og kommúnisma, heldur frjálslynda og róttæka umbóta- stefnu. Hefði Alþýðuflokkurinn ekki slysazt inn í samstarfið við íhaldið og kommúnista, myndi hlutur hans áreiðanlega hafa orðið stórum betri í kosning- unum. En hann á vafalaust eftir að losa sig við þessa óskemmti- legu lagsbræður og mun vafa- laust hljóta verðskuldaðan á- vinning fyrir það. Frá sjónarmiði Framsóknar- flokksins kemur það ekki til greina að færa niður afurða- verð og kaupgjald, nema jafn- framt sé tekinn meginkúfur- inn af stríðsgróðanum og hann notaður til kaupa á framleiðslu- tækjum og ræktunar. Með þess- um hætti væri það líka tryggt, að ekki nema takmarkaður hluti nýsköpunarinnar þyrfti að hvíla á lánsfé í stað þess, sem hún verður nú mest öll að byggj - ast á lánsfé, er getur orðið at- vinnuvegunum of þungur baggi síðar meir. Hefði tillaga Bernharðs verið samþykkt, áttu tillögur nefnd- arinnar að liggja fyrir 11. þ. m. og þingið hefði þá tekið þær til athugunar og meðferðar í samvinnu við helztu stéttar- samtökin, t. d. Búnaðarfélagið, Fiskifélagið og Alþýðusamband- ið. En stjórnarflokkarnir töldu þá lausn, sem tillaga Bernharðs fjallaði um, með öllu óþarfa. Þeir felldu hana með samhljóða at- kvæðum! En þjóðin fær að sjá það bet- ur næstu vikur og mánuði, hversu hyggilegur sá verknaður stjórnarflokkanna hefir verið. Og víst e>r það, að útvegsmenn og sjómenn munu verða orðnir vel dómbærir um hann áður en vertíðin er liðin. „Það dugar ekkert nema vélbyssurnar“. Það er mælt, að einn af ó- gætnari fyirliðum kommúnista hafi sagt, þegar hann heyrði um úrslitin í Reykjavík: „Nú verður að breyta um „taktik“, það dug- ar ekkert nema vélbyssurnar". í örvinglan sinni yfir úrslitun- um hefir hann ekki getað dulið þessi raunverulegu áform kom- múnista. Þjóðviljinn reynir hins vegar að halda lýðræðisásjón- unni áfram, jafnframt og hann birtir lofgreinar um samyrkju- búskapinn í Rússlandi. Eftir skrifum hans að dæma, virðast kommúnistar nú telja það helzt til bjargráða, að fá að koma upp í til „dauða flokksins", Alþýðu- flokksins, og samrekkja með Stefáni Jóhanni Stefánssyni! Sigfús er bersýnilega tekinn að klæðast í biðilsbuxurnar, enda sýna kosningaúrslitin, að kom- múnistar eru búnir að missa þingsætið, sem hann situr nú í! Kommúnistum er það skiljan- lega mikið áhugamál, að fá sameininguna í gegn áður en þeir eru orðnir minni en Al- þýðuflokkurinn! Þess vegna er líka ósennilegt, að Alþýðuflokk- urinn sé neitt sólginn í samein- inguna, enda hafa þeir fyrir sér fordæmið frá Bretlandi, hvern- ig á að svara sameiningartil- boðum kommúnista. Sætabrauðsdrengurinn. Gunnar Thoroddsen, einn af frambjóðendum íhaldsins hér í bæjarstjórnarkosningunum, auglýsti einu sinni enn fjand- skap sinn og fyrirlitningu til sveitanna. Framsóknarflokkurinn hefir um 80% af bændum landsins innan sinna vébanda. í Mbl. 22. jan. s. 1. farast Gunnari þannig orð um Framsóknarflokkinn eða þennan meginþorra bænda- stéttarinnar: „En stórum furðulegra er hitt, að flokkur skuli leyfa sér að bjóða fram lista meðal þess fólks, sem flokkurinn hefir í aldarfjórðung haft að lífsstefnu sinni að ofsækja, rægja og sví- virða. Ef þessi tilraun Fram- ÍFramhald á 7. síðu) Blöðin ræða að vonum mikið um kosningarnar. Sigur Framsóknar- flokksins í Reykjavík er m. a. eitt um- talsefni þeirra. Alþýðublaöið viður- kennir, að flokkurinn hafi vaxið þar verulega, og Þjóðviljinn gerir það einnig. Morgunblaðið 29. jan. segir hins vegar: „Framsókn kom raunar að mannl og kom það flestum á óvart. Ástæð- an til fylgisaukningar Framsóknar er hfð mikla aðstreymi utanbæjar- manna til Reykjavíkur. Vegna ókunnugleika á bæjarmálefnum Reykjavíkur og þar sem þeir telja sig enn eigi orðna Reykvíkinga, hafa þeir að þessu sinnl kosið með Framsókn." Fyrir^ kosningarnar hélt Mbl. því fram, að menn hefðu flúið hingað undan Framsóknarflokknum, því að þeir treystu Sjálfstæðisflokknum bezt! Er hér strax ný sönnun þess, að mál- flutningur íhaldsins er annar fyrir kosningar en eftir þær. ★ Ósigrar íhaldsins utan Reykjavíkur vekja einnig mikla athygli. Alþýðu- blaðið segir um þetta 29. f. m.: „Kosningar þessar hafa síður en svo orðið íhaldinu til sæmdar, þótt því 'tækist raunar að afla sér þeirra sárabóta, að halda meirihlutaað- stöðu í bæjarstjórn Reykjavíkur, enda þótt það sé f minnihluta í bænum. Hvert vígi íhaldsins af öðru hefir hrunið í þessum kosn- ingum ...... íhaldsmeirihlutinn í Vestmannaeyjum, Akranesi, Kefla- vík, Eyrarbakka og Stokkseyri, hef- ir fengið lausn í náð. Fylgi íhalds- ins úti á landi er alls staðar á hverfanda hveli, og sigur þess hér í Reykjavík mun aðeins reynast stundarsigur." Morgunblaðið ræðir hins vegar ekk- ert um kosningarnar utan Reykjavík- Þingið, sem nú situr að störf- um í Frakklandi, er fyrst og fremst stjórnlagaþing. Aðal- verkefni þess er að semja nýja stjórnarskrá og verður það að hafa afgreitt hana í maímánuði í vor. Tiltölulega litlar fréttir hafa farið af þessu starfi þess, því að erjur flokkanna og stjórn- arskiptin hafa vakið méiri at- hygli. Tildrögin til þess, að de Gaulle sagði af sér, munu bæði þau, að hann var óánægður með stjórnarskrártillögur þingsins og sparnaðartillögur þess varðandi hermálin. Sitthvað fleira olli einnig ágreiningnum. Samkvæmt erlendum blöðum, sem nýlega bárust hingað, hefir 42 manna þingnefnd, er átti að semja uppkast að stjórnar- skránni, lokið því starfi sínu um áramótin. í frumvarpi þessu kennir ýmsra nýjunga, eins og t. d. þessara: Forsetinn verður kosinn af þinginu til s'ex ára og verður raunverulega valdalaus. Jafn- aðarmenn vildu, að forseta- og forsætisráðherraembættið væri sameinað, eins og í Ameríku, en sú tillaga var felld. Þingið verður í einni mál- stofu, en við hliðina á því verð- ur sett upp ráðgefandi sam- kunda, sem verður skipuð full- trúum ýmsra samtaka og stofn- ana. Þingið er kosið til fimm ára. Þingið getur ekki Jellt ríkis- stjórn, nema með % meirihluta atkvæða og það getur ekki skipt um ríkisstjórn nema einu sinni á kjörtímabili. Missi síðari ríkis- stjórnin meirihlutastuðning í þinginu, skal rjúfa þing óg láta fara fram kosningar. Áður tíðk- aðist ekki þingrof í Frakklandi. Kjósendum er gert að skyldu að nota atkvæðisréttinn. Ligg- ur refsing við því, ef það er ekki gert. Kommúnistar voru mjög andvígir þessu ákvæði, því að þeir töldu það óheppi- legt fyrir sig. í uppkasti nefndarinnar er langur kafli um starfsemi flokkanna. Stefnuskrár flokk- anna mega ekki brjóta að neinu leyti í bága við stjórnarskrána og stjórnskipulag ríkisins. Bann- að er að mynda einn allsherjar- ur, en talar þeim mun meira um kosn- ingarnar þar! ★ Mesta athygli í sambandi við kosn- ingaúrslitin vekur þó upphaf hrunsins, sem er að hefjast hjá kommúnistum. Um þetta segir Alþýðublaðið 29. þ. m.: „Kosningar þessar hafa orðið kommúnistum þungar í skauti. Þeír þreyttu kosningabaráttuna af of- urkappi því og hvatvísi, sem ein- kennir svo mjög vinnubrögð þeirra og málflutning. Og árangurinn af allri hinni miklu fyrirhöfn þeirra er sá, að hér í Reykjavík, þar sem fylgi þeirra er mest, eru þeir sá flokkurinn, sem bætir við sig hlut- fallslega mun minnstu fylgi. Gífur- yrði þeirra um brautargengi það, sem þeir töldu sig eiga að fagna hjá reykvískum kjósendum, reynd- ust fleipur eitt. Bæjarstjórnarkosn- ingarnar bera þess vitni, að komm- únistar munu hér eftir verða að una því hlutskipti, að vera minnk- andi flokkur. Úti á landi fer því alls fjarri, að kommúnistar hafi getið sér góðan orðstír í þessum kosningum, þegar það er undan skilið, að í Neskaup- stað slysuðust þeir til að ná meiri hluta í bæjarstjórninni. Víða hafa þeir staðið í stað frá haustkosning- unum 1942, þegar vegur þeirra var mestur, sums staðar tapað og hvergi unnið verulega á.“ Morgunblaðið segir sama daginn um kosningaúrslitin hjá kommúnistum: „Engir hafa þó oröið fyrir meiri vonbrigðum í þessum kosningum en kommúnistar. Segja má að vísu, að fullyrðingar þeirra um 8 menn kosna hafi verið kosningaslagorð. Hitt vita allir, að þeir töldu sér sex menn vísa og sjálfir höfðu þeir daglega lýst yfir því í margar vik- ur, að fylgi þeirra yrði langt yfir sjö þúsundum. Þeirri tölu náði at- kvæðamagn þeirra ekki og aðeins fjórir voru kosnir. Minnast menn flokk, sem leiði til þess, aS kjós- endur geti ekki valið milli flokka í kosningunum, en þetta fyrir- komulag var haft í Búlgaríu og Júgóslavíu í haust. Ríkisvaldið skal hafa visst eftirlit með starfsemi flokkanna, m. a. með fjárreiðum þeirra. Flokksstjórn getur svipt þingmann þing- mennskuumboði sínu. Þessi ákvæði um starfsemi flokkanna hafa valdið lang- mestum deilum. Þau hafa verið knúin fram af jafnaðarmönnum og katólska flokknum, og er að ýmsu leyti beint gegn kommún- istaflokknum. Margir frjáls- lyndir menn virðast óttast eft- irlit það, sem ríkisvaldinu er ætlað að hafa með starfsemi flokkanna. Þeir viðurkenna að vísu, að mikil spilling hafi verið komin í starfsemi flokkanna fyrir stríðið, t. d. hafi mútur verið orðnar mjög tíðar. Hins vegar sé hætta á, að ýmsar rík- isstjórnir geti misbeitt þessu eftirlitsvaldi gegn stjórnarand- stæðingum. í flestum meiriháttar deilu- málum hafa jafnaðarmenn og katólski flokkurinn staðið sam- an og þeir hafa samanlegt mik- inn meirihluta. Samvinna þeirra í stjórnarskrárnefndinni þykir benda til þess að vænta megi mjög náinnar samvinnu þess- ara flokka í framtíðinni. Komm- únistar hafa oftast lent í minnihluta og hafa mjög reynt að leika á þá strengi, að þeir væru verndarar lýðræðisins gegn fasistatilhneigingum jafn- aðarmanna og,katólska flokks- ins! Hvernig tillögum stjórnar- skrárnefndarinnar muni reiða af í þinginu verður enn ekki sagt með neinni vissu. En líkur þykja benda til, að þar muni skapazt svipaður meirihluti og í stjórnarskrárnefndinni. Nokkrar áhyggjur vekur það. að allur almenningur virðist hafa lítinn áhuga fyrir stjórn- arskrármálinu. Dægurmálin virðast eiga áhuga hans nær óskiptan. Vinnið ötullega fyrir Tímann. þess ekki, að svo litið hafi orðið úr því höggi, sem jafnhátt var reitt.“ Kommúnistar treysta sér heldur ekki til annars en að játa ósigurinn. Þjóð- viljinn segir í forustugrein 29. f. m.: „Áhlaupið á höfuðvígi íhaldsins, bæjarstjórnina í Reyjavík, hefir mistekist. Peningavaldið í Reykja- vík með sitt stóra og útbreidda Moj-gunblaðið hefir reynzt fært um að halda þessu vígi— Sósíalista- flokkurinn hefir sagt alþýðunni hvað við lægi, ef ekki tækist að skapa alþýðumeirihluta í Reykja- vík einmitt nú, vegna togarakaup- anna, húsbygginganna o. fl. Blað Sósíalístaflokksíns hefir enn of takmarkaða útbreiðslu, tii þess að ná til alls þess fólks, sem þurfti að fá að vita hvað í húfi var. Sósíal- istafélagíð var einnig of fámennt, til þess að geta unnið allt það starf, sem vinna þurfti. Sósíalistaflokkurinn hefir gert snarpt áhlaup með of litlu liði og of litlum áróðursvopnum. Áhlaupið hefir mistekízt. — Það verður að undirbúa það næsta betur." Það virðist jafnframt koma í ljós í Þjóðviljanum, að nú eígi að taka upp „nýja línu“ og bjóða Alþýðuflokknum sameiningu. Blaðið talar mikið um, hve „óhyggilegt sé að hér starfi 2 flokkar, sem báðir stefna að því að koma á hagkerfi sósíalismans." En hversvegna stofnuðu kommúnistar þá flokk sinn upphaflega? Og hvers vegna minntust þeir ekki á þetta fyrir kosn- ingar meðan þeir héldu að Alþýðu- flokkurinn mynda tapa? Annars er það alveg rétt, að það eru að verða seinustu forvöð fyrir foringja komm- únista að fá sameininguna, því að þess virðist ekki langt að bíða að flokkur- inn verði orðinn minni en Alþýðu- flokkurinn! En ótrúlegt er, ef foringj- ar Alþýðuflokksins verða ginkeyptari fyrir sameiningunni en forustumenn slíkra flokka erlendis. fi Cíiatianai mim NÁúRANNANNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.