Tíminn - 01.02.1946, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1946, Blaðsíða 6
6 TÍMEVIV, föstndaglim 1. febrúar 1946 21. Matf WlnningarorB: Sölvi Sigfússon bóndl í Snjóholti. Þann 20. okt. s. 1. andaðist að heimili sínu / Snjóholti, Sölvi bóndi Sigfússon, eftir alllanga vanheilsu. Hann var fæddur í Snjóholti 7. marz 1874, sonur Sigfúsar Jónssonar og Þórunnar Jóns- dóttur konu hans, sem bjuggu þar tugi ára. Jón Einarsson, faðir Sigfúsar, bjó þar og all- langt skeið og var þá hrepp- stjóri í Eiðaþinghá. Jón þessi var annáJaður greindarmaður og ritari góður. Um það ber vott m. a. hreppstjórabók gömul frá öldinni sem leið. Sölvi ólst upp i foreldrahús- um í stórum systkinahópi. Á unga aldri gekk hann á Eiða- skóla og síðar á Möðruvalla- skólann og lauk þar prófi laust fyrir aldamótin. Árin þar á eftir stundaði hann bama- kennslu á vetrum og vann jarða- bótastörf víðsvegar hjá búnað- arfélögum og þótti einkar lag- inn við þau störf. Árið 1911 kvæntist Sölvi Kristínu Á. Ingólfsdóttur frá Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá, Björnssonar bónda þar og Þór- unnar Friðriksdóttur konu hans. Reistu þau. hjónin bú í Vest- dal i Seyðisfirði og dvöldust þar nokkur ár, síðan fluttust þau að Snjóholti 1917. Börn þeirra eru: Laufey, starfsstúlka við Kristneshæli, Þórunn og Þórólfur bóndi bæði heima i föðurgarði. Sölvi var eins og hann átti ætt til að rekja, gæddur góðri greind, fróður og frábærlega minnugur um ættfræði og per- sónusögu Austfirðinga ekki sízt þeirra sem fluttust til Vestur- j heims á árunum þegar hann var unglingur í Snjóholti. Sölvi Sigfússon Ættfræði og sagnvisindi sem fræðigreinar munu honum hafa verið einna hugstæðastar, en erfiðar kringumstæður og van- heilsa vörnuðu honum að lesa sér til, eða rita/ niður nokkuð að ráði um þessi efni. Mun Sölvi því hafa verið á rangri hillu í lífinu, þó aldrei heyrðist æðru- orð eða kvörtun af hans munni hvað það snerti. Sölvi var enginn þrekmaður að burðum til, en hann verður frændum og kunningjum lengi minnisstæður fyrir hressilegt málfar sitt og prúða framkomu. , Þ, J. Brv. ÁTTRÆÐIJR: Friðfinnur Sigurðsson í Rauðuskrlðu. Hinn 16. júli s. 1. varð Frið- finnur Sigurðsson í Rauðuskriðu í Aðaldælahreppi áttræður. Hann er fæddur að ~Hóli 1 Köldukinn 16. júlí 1865. Foreldr- ar hans, Sigurður Sigurðsson og Helga Jónatansdóttir, bjuggu lengi á Halldórsstöðum í sömu sveit. Af börnum þeirra, auk Friðfinns, eru enn á lífi þeir Sigurður fyrrv. hreppstjóri á Landamóti, nú háaldraður, og Kristján á Halldórsstöðum, báð- ir alkunnir atgervismenn norð- ur þar, og Sigriður á Halldórs- stöðum. Friðfinnur fluttist frá Hall- dórsstöðum að Rauðuskriðu vor- ið 1897 og hefir búið þar rausn- arbúi síðan, unz hann lét af búskap fyrir fáeinum árum. Hann er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðný Sigur- bjarnardóttir, fósturdóttir Árna í Skriðu Magnússonar. Hún and- aðist eftir 8 ára sambúð þeirra frá 3 ungum börnum 1901. Síðari kona Friðfinns er Guð- rún Bjarnadóttir frá Krókum í Fnjóskadal, hin mætasta kona, og haaf þau eignazt 2 börn. Áhugi Friðfinns í Skriðu fyrir öllum umbótamálum, er hér- aðskunnur. Og hefir hann jafn- an lagt slíkum málum lið af heilum huga og ósérplægni, því enginn hlutur er fjær hans skaplyndi en að standa hjá og hafast ekki að. Jafnan hafði Friðfinnur fyrir stóru heimili að sjá og átti gott bú og annaðist það af stakri atorku og ráðdeild. Þó hefir hann ætíð haft tíma til að sinna fjölmörgum aukastörfum, sem hann hefir verið kvaddur til að gegna á langri ævi, rækt þau af alúð og trúmennsku og látið sitja fyrir sínum einkamálum og hagsmunum. Aldur sinn ber hann prýði- lega og gengur enn að erfiðis- vinnu. Ennþá fer hann á engi tu heyskapar hvern færan dag á slætti. Enn hirðir hann skepnur á vetrum. Enn er hann að vega- vinnu á vorum með þeim tví- tugu og þrítugu. Enn sækir hann sveitarfundi 1 Aðaldal. Enn mætir hann sem fulltrúi á fundum Kaupfélags Þingey- inga. Enn sækir hann þingmála- fundi i sínu héraði. Og enn er hann kvaddur til opinberra starfa í sveit sinni. Það má nærri geta, að það er enginn meðalmaður, sem svo endist þrek áttræðum. Enda hafa honum verið falin fleiri störf en ég hirði öll upp að telja. Fyrir 56 árum gerðist hann einn af stofnendum Sparisjóðs Kinnunga og er samábyrgðar- maður hans enn i dag. Sýnir það glöggt þol hans og úthald við hvert mál og verkefni, sem hann er viðriðinn. Hann var einn af stofnendum jarðabótafélags Aðaldæla og sá eini, sem enn er á lífi af þeim. Einn af stofnendum rjómabús Þingeyinga. Deildarstjóri í K. Þ. um 20 ára skeið og fulltrúi á fundum þess miklu lengur. Hefir setið í sóknarnefnd og fræðslunefnd langa tíma og verið formaður í lestrarfélagi sveitarinnar. Sáttanefndarmað- ur lehgi og úttektarmaður í 38 ár. Umsjónarmaður var hann við kláðaböðun 1 -sinni sveit, þegar hún var fyrirskipuð og framkvæmd upp úr aldamótun- um. Átti sæti í hreppsnefnd Að- aldælahrepps í 25 ár. Var verk- stjóri við vegagerðir í sama hreppi í 32 ár. Og svo mætti lengur telja. En raunar eru þetta allt aukaatriði. Aðalatriðið er að Friðfinnur Sigurðsson hefir verið bóndi af lífi og sál alla ævi og er það enn. Þol og þrautseigja hefir ein- kennt hvert hans verk og af- dráttarlaus ósérhlífni við að framkvæma allt, sem hann taldi rétt vera. Slíkir hljóta af sjálfu sér að gerast stoð og stytta sinnar sveitar, síns héraðs og þjóðar- innar í heild. Um langt árabil var Friðfinn- ur hæsti útsvarsgreiðandi í sinni sveit og hjálparhella mörg- um manni á ýmsa lund 'aðra. Hvers manns vandræði vildi hann jafnan leysa með lagi og lipurð. Hann fór vel með skepn- ur sínar og ætlaði þeim nóg fóður hverju sinni og gat auk þes oft miðlað heyi í harðind- um, stundum í stórum stíl. En harðinda-vor voru tíð á búskap- Mfnniugarorð: Benjamín Jónsson frá Raukatiuigu. Sam.vinn.um.enn! Munið að brunatryggingar húsa og hús- muna eru mikilsverður þáttur í einstaklingsör- yggi nútimans. Samband ísl. samvinnufélaga Sláturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. - Frysihús. IVIðursuðuverksmiðja. — Rjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: NiOur- soOið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurO á bravð, mest og bezt úrvai á landinu. Hangikjöt, ávaUt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Lauf í vindi lífs er bið S. B. Lífi mannsins má líkja við laufgaða eik, sem breiðir krón- una móti sumri og sól.Svo koma hauststormarnir og hrista hin fögru blöð unz þau fölna og falla til jarðar. Þegar fyrsti snjórinn breiðir blæjuna yfir jörðina stendur stofninn ber eftir og bíður áframhaldandi lífs. Þann 3. desember lézt í Landa kotsspítala Benjamín Jónsson frá Haukatungu, eftir nær 2ja mánaða legu af völdum bíl- slyss. Ekki skal farið mörgum orðum um ævi þessa hljóðláta manns, sem svo lítið lét á sér bera á vegferð lífsins. Benjamín var fæddur 18. júlí 1887 að Söð- ulsholti í Eyjahreppi. Foreldrar hans voru þau hjón Jón Jóhann- esson og Kristín Benjamíns- dóttir frá Dalsmynni. Ekki er rúm til að rekja. ætt hans hér, en hann átti til stórmenna að telja í ættir fram. Kornungur missti Benjamín föður sinn. Ólst hann upp með móður sinni til fullorðinsára og gerðist þá stoð móður sinnar og ungrar systur, eftir lát stjúpföður sins. Þau mæðgin bjuggu 1 Haukatungu til ársins 1931, að Kristín hætti búskap og fluttist með dóttur sinni að Snorrastöðum til tengdasonar síns, Sveinbjarnar Jónssonar. Þau Benjamín og Kristín ólu upp 2 fósturbörn, sem bæði eru mjög mannvæn- leg. Þriðja barnið, stúlku, ólu þau upp til 10 ára aldurs eða þar til hún lézt. Hún varð úti ásamt bróður sínum 8 ára 1925 á Flesjustöðum á heimili for- eldra sinna. Var þeim Benja- mín sál. og Kristinu sár harm- ur kveðinn við hið sviplega frá- fall hennar. Eftir að Kristín brá búi, var Benjamín einn síns liðs. Átti hann heimili uppfrá því hjá Ingveldi Hrómundsdóttur i Haukatungu. Var það heimili honum mjög kært. En ekki fór hjá því, að lífið yrði honum ein- manalegt eftir skilnaðinn við ástvinina og hina góðu móður sem hann hafði lifað með frá þvi að hann leit fyrst ljós dags- ins. Þau höfðu borið saman byrðar lífsins í blíðu og stríðu. Heimili þeirra í Haukatungu var ekki auðugt, þau bjuggu við lít- il efni. En þar var auðlegð hjálpfýsi og kærleika til allra manna. Þar voru störfin unnin hljóðlátt og blessun hvíldi yfir litla heimilinu, sem sýndist vera hið ytra, en var svo stórt hið innra í kærleiksverkum sín- um. Það, sem einkenndi Benjamín sál., var bamslegt hugarfar og góðvild til allra. artið hans, einkum milli alda- móta og 1922. Skriðuheimili hefir jafnan verið fyrirmynd að rausn, mynd- arskap og gestrisni. Þau Frið- finnur og Guðrún hafa og tek- ið munaðarlítil börn og ungl- inga í fóstur' og gengið þeim í foreldrastað. Þau hafa alið önn fyrir lasburða gamalmennum hverju af öðru, sumum um langa tíma og tekið lítil laun fyrir og alls engin, nema þakk- 1 læti þeirra og traust. Og er þá I að vísu vel borgað, þegar svo er. I Af börnum Friðfinns eru 3 á lífi, þeir Árni og Sigurður af fyrra hjónabandi, bændur í Skriðu, og Guðný af síðara hjónabandi, búsett í Fagranesi í Aðaldal, kona Sigurðar Guð- mupdssonar. Það er vafamál, að hinn ungi öldungur fagni því nokkuð, að um hann sé getið á prenti, þar sem hann stendur nú á þeSsum háþrepum ævinnar, því með öllu er hann laus við að vilja berast á eða sýnast.. En það er sálubót fyrir okkur hin að virða fyrir okkur vand- lega hina traustustu stofna af eldri kynslóðinni. Ef við ger- umst helzt til lingerð og sér- hlífin, þá er þangað að líta eftir fyrirmyndum. Þar eru kennarar í þoli og þrautseigju og ósér- plægni, er standa stöðugir og uppréttir fram í háa elli — standa á meðan stætt er. Bj. G. Varkárni í orðum og athöfnum og var hann þar öðrum til fyr- irmyndar. Hann var eftirsóttur vegna verka sinna, sem unnin voru með dyggð og trúmennsku. Tryggð hans var órjúfandi til þeirra, er sýndu honum vináttu. Engum gat hann illt ætlað. Urðu það því sár vonbrigði, ef að hann varð þess var í fari þeirra, sem hann bar traust til. Þetta eru fáir drættir úr lífi þessa prúða mahns. Mun hann áreiðanlega hafa jafnast á við þá, sem hærra ber á í því að á- vaxta það pund, sem honum var af forsjóninni úthlutað. Benja- mín sál. var bókhneigður og las mikið. Hann hafði einnig mikið yndi af söng. Sjúkdómur hans var útlegðartími sárrar reynslu. Hann vonaði að mega halda heilög jól með vinum sínum heima á heimili hans. Úr djúpi hryggðar og óyndis leitaði sál hans upp til föðurins. ^jáning- arnar bar hann með undirgefni sannkristins manns. Var hann einnig í hinu hinzta stríði öðr- um til ógleymanlegrar fyrir- myndar. Hin aldurhnigna móð- ir, sem um mörg ár hefir setið í myrkri, geymir nú fyrir hug- skotssjónum bjartar minning- ar um ástríkan son. Systir, vin- ir og frændur þakka það, sem hann gaf þeim. En það er fög- ur minning ujfi góðan dreng. Þegar fyrsti vetrarsnjórinn féll yfir jörðina, fékk hann hvíld, hið veika blað féll til jarðar, — móti blasir eilífðin sem gef- ur fyrirheit um óendanlegt sumar. Þ. Þ. Það, sem eftirminnilegast verður í hugum margra hér í Hornafirði, frá sumrinu, sem er liðið, eru hljómleikar þeirra feðga, Hallgríms Helgasonar tónskálds og Helga Hallgríms- sonar föður hans, er þeir héldu hér á ferðalagi sínu um Austur- landið. Hefir nefndur hluti landsins orðið afskiptur af heimsóknum listamanna og þó alveg sérstaklega Hornafjörður- inn, því að í fyrsta sinn í sögu hans hafa listamenn sótt hann heim og haldið fjölbreytta hljómleika. Að vísu má áegja, að fólk hér hafi eins og víðar, fengið að njóta góðrar tónlistar á vegum útvarpsins, ,og er það góðra gjalda vert. En eftir heim- sókn þessara ágætu listamanna, munu menn finna bezt þann reginmun, sem er á því, að standa augliti -til auglitis við listamennina sjálfa og teyga frá þeim „af tónanna lindum“, og því að hlusta á útvarp. Það væri því sannarlega rétt ráðið, að lista- og fræðimenn ferðuðust um landið og miðluðu fólkinu af nægtabrunni sínum. Myndi- það áreiðanlega stuðla að vaxandi menningu. Hljómleikar þeirra feðga voru fjölbreyttir. Fór þar á víxl fram samleikur fiðlu og orgels og blokkflautu og orgels, ásamt einsöng. Var ánægjulegt að sjá hið ágæta samstarf og samstill- ingu þeirra feðga í listinni. Það sem flutt var voru klassisk verk eftir þekkta meistara.. En aðal- þungamiðja hljómleikanna, var þó kynning íslenzkra þjóðlaga, með hinum ágætu raddsetnihg- um Hallgrims ásamt mjög fræð- andi fyrirlestri um hljómlistar- mál og þjóðlögin íslenzku, sem að þessu hafa verið helzt til mikil olnbogabörn. Hallgrímur — þessi Grieg okkar íslendingá — hefir nú með snilldar radd- setningum gamalla og nýrra þjóðlaga sýnt, að hér er í upp- siglingu sérkennileg og stór- felld tónlist, sem er ávöxtur af ekki svo litlum menningar- arfi, til viðbótar við okkar merkilegu sagnaritun. Ef til vill sést hugsunarháttur þjóðar- innar og saga jafnvel bezt af þjóðlaginu, t. d. raunir hennar og þrautseigja á liðnum öldum, bjartsýni hennar, þrá 'og hug- boð um hinn skínandi dag, batnandi hag og vaxandi menn- ingu. Það er sannarlega nauð- syn hin mesta að Hallgrímur FYLGIST MEÐ Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa TÍMANN. verði af þjóðfélaginú sem bezt studdur til að vinna áfram að þessu þjóðþrifamáli og eins að æska landsins fái að njóta á- hrifa hans og leiðsögu í þessum efnum, meira en orðið er. Má reyndar undarlegt teljast, að slíkt hefir ekki verið gert, því að okkar litla þjóðfélag og unga lýðveldi má ekki við því, að fá ekki að njóta allra sinna beztu krafta. Jafnframt því, að útbreidd er fjölbreytt erlend tónlist, þarf að efla og útbreiða þjóðlega tón- list. íslenzk þjóðlög eru sér- kennileg og einmitt þess vegna má okkur ekki henda neitt ræktarleysi, þar sem þau eiga í hlut. Fyrir tónskáldin okkar eru þau ómetanleg náma. Hætt er við því, að í tónrænum efnum verði við „vegnir og léttvægir fundnir," ef öll nýsköpun á þvf sviði hér er að mestu byggð á eftiröpun ríkjandi tónlistar- stefna. Líka má í þessu sam- bandi minna á, að með meiri eflingu heilbrigðrar tónlistar, myndi hinn menningarspillandi „jass“, sem svo ískyggilega hefir rutl/ sér til rúms á síðustu árum, dala og dvipa með öllu, áður en lángir tímar líða. Hallgrímur hefir þegar, þó að ungur sé, sýnt með starfi sínu að hann lifir fyrir listina og hefir afkastað miklu sem merki- legt tónskáld, við erfiða aðstöðu. Ber því þjóðfélaginu skylda til að styrkja hann, svo að hann geti sem bezt unnið að þessu mikla áhugamáli sínu, sem er sköpun sérstæðrar, íslenzkrar tónlistar. Brekkubæ, Hornafirði. 16. okt. 1945, Bjarni Bjarnason. Stúlkur óskast til fiskflökunar eft- ir áramótin. Hátt kaup, frítt húsnæði. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Laxness og skrif um landbúnaðarmál (Framhald af 3. síðu) kistugréin er saman soðin úr. Allir vita, sem vita vilja, að ísl. bændastétt er með afbrigðum vinnusöm, þolin og þrautseig. Hún er yfirleitt fús og fljót til nýbreytni, og skilnings á nýjum bætandi viðhorfum enda sýnir framtak hennar og afköst við landbúnaðarframleiðslu ótví- rætt þau sannindi, því þrátt fyrir hin erfiðu undangengnu fólksfækkunarár, hefir fram- leiðslumagn landbúnaðarvara stöðugt aukizt. Hitt er annað mál, og alveg óviðkomandi dug og stéttarháttum, þótt ómenni eða letingja sé hægt að þefa uppi innan íslenzkrar bænda- stéttar, slík fyrirbrigði finnast innan allra stétta, alls staðar, bæði til lands og sjávar. Þó er ég þess fullviss að ekkert það ó- menni er til í íslenzkri bænda- stétt, sem Laxness telur algengt. pað er illt og dálítið þreytandi fyrir hina dugmiklu og velgefnu íslenzku bændastétt að vita til þess og þurfa að hlusta á að Laxness og aðrar slíkar mann- smæðir skuli sívefja þekkingar- snautt fólk um búskap og bændahætti slíkum blekkingar- vef, sem nú gera þeir. Ég hefi í framanskráðum lin- um bent á nokkrar af staðleys- um hans og fráleitum firrum, aðallega til þess að bændafólk, sem ógjarna sér stjórnarmál- gagnið Þjóðviljann, geti gert sér þess grein, hvern hug þe$sir menn bera til íslenzkrar bænda- stéttar og hverrar sóknar muni að vænta frá þeim herbúðum. Hafa á 20. öld, og þó lengra væri aftur horft, nokkurn tíma verið bomar svo þungar sakir á bændastétt þessa lands? Hefir lítilsvirðing í skrifum, réttar- skerðing í verknaði, gengið svo langt, sem nú? Hvað lengi á slíkt að þolast án verulegra á- taka gegn aðsúgsöflunum? Þorbjörn Björnsson Geltaskarði. Þið, aem 1 dreifbýllnu búlð, hvort heldur er vlð sió eða I svelt! Minnist þess, að Tlminn er ykkar málgagn og málsvari. | Sýnið kunningjum ykkar blaðlð i og grennslizt eftir þvi, hvort þeir vilja ekki gerast fastir áskrif- endur. Góðir gestir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.