Tíminn - 01.02.1946, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.02.1946, Blaðsíða 7
21. blað TÍ)PM; iöstndagiim 1. fehráar 1946 7 Hver á þær? . . Maður nokkur, sem alið hefir aldur sinn erlendis, farið víða um lönd og kynnzt lífi margra þjóða, sagði við mig í gær: „Ég tek eftir því, að á Hótel Borg sitja kornungar stúlkur, á að gizka 16 eða 17 ára, kvöld eftir kvöld og drekka whisky. Oft eru þetta sömu stúlkurnar kvöld eftir kvöld. Svo fara þær oft með drukknum mönnum, og ég hefi komizt að því, að sam- drykkjan heldur áfram á öðrum stöðum fram eftir nóttu. Ég fullyrði, að þetta mundi ekki sjást í öðrum löndum, að svona kornungar stúlkur sitji kvöld eftir kvöld í kaffihúsum og þambi sterka drykki." Hver á þessar ungu blóma- rósir? Frá hvaða heimilum eru þær? Er öllum sama um þær? Hefir enginn eftirlit með þeim, og hvers konar eftirlit er það? Drykkjuskapur okkar íslend- inga er um þessar mundir þjóð- inni til stórskammar. í Ameríku drekka menn óspart og þar sjást ölvaðir menn á reiki, en þó sagði Ameríkumaður nýlega: „I neVer, never saw so many drunk people in such a tiny place. — Ég hefi aldrei áður séð svo marga drukkna menn saman komna á svo litlum stað.“ Háttsettur embættismaður sagði við mig áðan: „Um jóla- leytið var kona ein, sem ég þekkti mæta vel og veit að segir satt, stödd í Hótel Borg. Henni varð gengið inn á salerni kvenna á Hótelinu. Þar lágu ungar stúlk- ur og konur, bókstaflega sagt, í dýrindis ballkjólum, blindfullar og spúandi." Ég spurði þennan embættis- mann, hvort ég mætti hafa þetta eftir honum. „Já,“ svaraði hann, og hafði ég vott að þessu, „ég skal standa við þetta.“ Og ég veit, að hann er maður til að standa við orð sín. Það er vitað mál, að mikið los hefir komizt á líf manna. Mönnum verður ekki óglatt af einu eða öðru smávegis, t. d. að svíkja loforð sín, fara með ó- sannindi, stela skóhlífum og öðru mikilvægara, svo að ekki séu endurteknar sögurnar um svall, siðleysi og fjárdrátt. En er þá þjóðinni orðið sama, hvernig veltist? Er engin skömm til og engin sómatilfinning? Margir leggjast gegn áfengis- banni, en hvað vilja menn? Vilja þeir una því, sem nú er? Einn þjóðkunnur viðskipta- og stjórnmálamaður ráðlagði ný- lega okkur bindindismönnum áð nafngreina í blöðunum þá, sem hegða sér þannig ósæmi- lega, háa jafnt sem lága og hlífa engum. Hvernig tækju menn því? Mundu blöðin birta slíkan nafnalista? Mundi þjóðin sýna hinum seku samúð, en fordæma okkur, sem sannleikann segð- um? Slíkt hefir oft komið fyrir. Getum við ekki orðijS sam- mála um, að eitthvað þarf að gera, og að áhrifamenn þjóðar- innar, og blöðin einnig, verða að leggjast á þá sveif að skapa sterkt almenningsálit gegn ó- sómanum. „Sé að drepinu hlúð, visnar heilbrigt líf og hefndin grær á þess leiði,“ segir skáldið. Pétur Sigurðsson. Fréttir úr Skagafirði Þetta hefir verið mikið góð- viðris- og stilluár hér í Skaga- firði, en haustið og allt til nóv- emberloka, skaraði þó fram úr með mildi og stillur. Var hægt að vinna jarðyrkjustörf fram að þeim tíma. Heyskapur varð bæði mikill og góður. Kartöfluuppskera varð mjög góð, en flestir rækta ekki meira en til heimanotkun- ar. Gulrófnaræktin fór aftur á móti mjög illa — hljóp í tré allt upp í 80—90% af rófunum og litu rófnagarðarnir út sem hjólaakrar væru. Flestir hafa kennt fræinu um þetta. Eins og að undanförnu, var slátrað í tveim sláturhúsum á Sauðárkróki. Til fróðleiks set ég hér 5 ára sláturfjártölu: 1941 23.700, 1942 24.400, 1943 23.000, 1944 16.300, 1945 16.500. Þessar tölur sýna skýrt hvernig mæði- veikin murkar niður sauðfjár- stofninn jafnt og þétt og þó er hún ekki nema að vestanverðu í Héraðinu ennþá (vestan Hér- aðsvatna). Á Hofsósi var slátrað 4300, er það um 1500 kindum fleira en árið áður. Fiskafli var rýr framan af vori og sumri, en sæmilegur í haust og enn er nokkur afli. Tvö hraðfrystihús tóku á móti fisk þetta ár, annað á Sauðár- króki, tók á móti 5000 kössum, en hitt á Hofsósi, tók það á móti 1200 kössum, auk þess var nokk- uð selt þar í skip. Af stórum framkvæmdum má nefna „Sandfangara" sem byggður var við hafnargarðinn á Sauðárkróki. Hafa allmikil brögð verið að því, að sandur bærist inn í höfnirva. Á þessi útbygging frá hafnargarðinum að verja höfnina fyrir sand- burði. Búnaðarfélag Lýtingsstaða- hrepps lét byrja á skurði mikl- um í sumar. Var unnið að þessu verki með skurðgröfú, sem rek- in var á vegum vélasjóðs. Ligg- ur skurðurinn neðan við túnin á allmörgum bæjum austan Svartár, í Tungusveitinni. Til- ætlunin er að þurrka landið til ræktunar, en jafnframt hafa veg á skurðbakkanum. Verður það sýsluvegur. Grafnir voru í sumar 4y2 km., er það um % af allri skurðlengdinni. Búnaðarsamband Skagafjarð- ar hefir sett sér „jarðræktar- samþykkt" og er í undirbúningi með að setja sér „húsagerðar- samþykkt". Þessar samþykktir eru gerðar samkvæmt gildandi lögum um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir. Samkvöemt hinni nýju jarð- ræktarsamþykkt lét búnaðar- sambandið eina stóra dráttarvél vinna að vestanverðu í hérað- inu, Byrjað var að vinna með vélinni fyrst í ágúst og endað 27. nóvember. Unnið var nætur og daga í þrískiptri vakt, þar til nætur voru orðnar það langar, að ekki þótti borga sig að vinna næturvaktina. Gjarnast var herfað á næturvaktinni. Rúm- lega 50 bændur 1 hreppnum not- uðu dráttarvélina. Var minnst unnið 15 kl.st. á bæ og upp í nær 50 stundir. Eftirspurninni var ekki hægt að fulnægja nema að litlu leyti. Næsta ár hugsar sambandið sér að vinna með fleiri vélum. Byggð hafa verið á árinu 20 íbúðarhús, þar af 6 á Sauðár- króki, 4 í Hofsós og hin 10 í sveitum; eru af þeim 2 prests- setur, á Miklabæ og Glaumbæ. Fjórir hráolíumótorar með viðtengdum 15 k.w. rafal, hafa verið settir niður á þessum stöð- um: Á Hofi á Höfðaströnd, Löngumýri á Vallhólmi, Varma- hlíð og Varmalæk og Reykja- borg í Lýtingsstaðahreppi. Það eru nýbýli, og er rekinn þarna skinnfatasaumur með góðum árangri. Allt eru þetta rið- straumsvélar og notaðar til ljósa, suðu og að einhverju til herbergjahitunar. Of snemmt er að segja nokkuð um reynslu og kostnað þessara tækja, en þarna er þó komin hin langþráða raf- orka (og vel sé þeim sem ísinn brjóta). Mjalta vélar eru komnar á tvo bæi: Hóla i Hjaltadal og Reyni- stað. Nokkrar vélar munu vera á leiðinni. Skólarnir haga störfum sín- um eins og aö undanförnu ,á Hólum, Varmahlíð og Löngu- mýri. Heimavistarbarnaskólum hefir fjölgað í Skagaíirði þessi tvö síðustu ár og þykir sá hátt- ur gefast vel. Auðvitað eru húsa- kynni þessara skóla misjöfn ennþá, en áhugi fyrir að bæta úr því er vaknaður. Hafa nám- stjórar þeir, sem unnið hafa hér í sýslunni átt gildastan þáttinn í því að vekja þá öldu til bættr- ar barnafræðslu, sem hér er að hefjast. Nokkur menningarfélög starfa hér í sýslunni. Má þar til nefna Leikfélag Sauðárkróks. ' Það gamla og góða félag hefir um langt skeið haldið uppi leik- Ljót saga Fyrst í þessum mánuði var tilkynnt í útvarpinu að Hamars- fjörður hér í sýslu væri friðað- ur fyrir dragnótaveiði. Mér þótti þetta einkennilegt, því að ég hafði ekki heyrt að þar hefði verið reynd sú veiðiaðferð áður. Ég fór því að spyrjast fyrir um þetta og var mér þá sögð eftir- farandi saga: Að áliðnu sumri fór bátur frá Norðfirði þangað með dragnót. Þar reyndist vera svo mikið af ko?a, að hann fékk afbragðs veiði á stuttum tíma, með því að hirða aðeins það, sem sö’uhæft var, því að kolinn var yfirleitt svo smár, að ekki var hirðandi nema lítill partur af veiðinni, hinu var öllu mokað dauðu í sjóinn aftur. — Þegar fréttist af þessari veiði, fóru fleiri bátar þangað og notuðu sömu veiðiaðferð og endaði þessi veiði með því, að í næturnar fékkst ekki annað en nóg af dauðum smákola. Hvort sagan er nákvæm, get ég ekki sagt um, °n í aðaiatriðum mun hún vera 'önn, því að hún endar á því, að einhverjum, sem voru þarna að verki mun hafa ofboðið svo bessar aðfarir, að þeir gengust fyrir því, að fjörðurinn væri friðaður. Þó að sagan sé ekki lengri, má bó töluvert af henni sjá. í fyrsta ’agi það, sem áður var kunnugt, hvaða skaðræðis veiðarfæri dragnótin er hér inni á fjörð- um, þar sem ungviðið vex upp. t öðru lagi hvað skeytingarlaus- ir og skammsýnir menn eru, ef einhver hagnaðarvon er í aðra hönd. Þarna eru eyðilögð ómet- anleg framtíðarverðmæti fyrir ’ítinn stundarhagnað. Einnig -ýnir sagan að Hamarsfjörður °r af náttúrunnar hendi tilval- 5n gróðra'stöð fyrir ko’a. en nú °r hann að líkindum eyðilagður f einhver ár vegna alls þess smá- kola, sem grotnar þarna niður. NTáttúran er gjafmild, sé henni 'ómi sýndur, en hún hefnir sín margfaldlega, ef það gagnstæða á sér stað. Þessi sama saga hefir nú mörg undanfarin ár átt sér stað hér 5 fjörðum eystra. eða síðan drag- nótaveiði byrjaði. Allt ungviði drepið, sem í nótina hefir komið ng mokað dauðu í sjóinn ásamt '-iðru rusli. Hér er því um þá svl- -drðilegustu rányrkju að ræða. 'em hugsast getur, enda er kol- 5nn alveg að ganga til þurrðar. Hvernig er svo búið að lífsskil- -’rðum þeirra fáu fiska. sem eft- !r kunna að verða, þegar búið °r að sarga allt haustið, fram á vetur á sömu slóðum, því að bótt einn fái ekkert kemur ann- ar eftir fáa daga til að vita, hvort ekkert hafi orðið eftir. Efsta botnlagið hér í fjörðum °r, eftir að kemur niður á 15 til ?0 faðma dýpi, svo laus leðja, að hún rýkur upp, ef hreyft er -’ið henni. Þarf ekki nema að 'trengur leggist í botn þá ó- hreinkar hann sjóinn í kringum -ig alveg upp að bát, þegar hann °r dreginn inn. Það má þvi ”>ærri geta hvernig umhorfs er ^arna niðri, þegar með fárra -’aga millibili er dregin löng nót með enn þá lengri útförum ''arna fram og aftur um botn- !nn. Gróður og annað, sem kol- !nn lifir á á veturnar er þarna evðilagður. Lífsskilvrði fyrir koia hafa þó verið afbragðs góð hér í Reyðarfirði og óefað eins f hinum fjörðunum, áður en menn spilltu þeim, og skal ég aðeins tilfæra tvö dæmi þvi til -önnunar. Laust eftir 1880 var ég sendur starfi í sýslunr.i, til gleði og menningar. Það er nú að æfa sjónleikinn „Gift eða ógift“. Þá °ru 2 karlakórar og nokkrir kirkjukórar í starfi og verið er að endurreisa gamla lúðrasveit á Sauðárkróki. Málfundafélagið gengst fyrir málfundum 1 sýslu- fundarvikunni ár hvert. Sögu- félag Skagfirðinga heldur áfram 'inni söguútgáfu jafnt og bétt. Eru nú komin út 6 bindi. Skóe- ræktarfélagið vinnur eins og að nndanförnu, en fremur hægt. Og svo eru nokkur ungmenna- félög, sem sérflagi halda unni skemmtanalífi í sveitinni og þá helzt með danssamkomum. Um áramótin 1945—46. Ólafur Sigurðsson. inn á Eskifjörð um vortíma. Vorskipið til Útkaupstaðarverzl- unar hafði komið daginn áður og lá við bryggjuna. Þegar ég kom þangað sá ég að skipsjollan lá sökkhlaðin við skipið og upp af henni var mislitur haugur. Þetta sýndi sig að vera kolanet, svona yfirfullt af kola, líklega 3—400 kíló. Skipsmenn höfðu fagt eitt net kvöldið áður og fengið þetta í það yfir nóttina. Um aldamótin síðustu voru seldar hér á stranduppboði nokkrar kolanætur 60 faðma langar. Þetta voru fyrstu kola- næturnar, sem komu hingað. Ég keypti eina þessa nót. Um vorið fórum við að reyna hana og tók- um ekki nema einn drátt, því að í honum fengum við svo mikið af tómum stórum kola, að við vorum í hálfgerðum vandræðum með, hvað við ættum við hann að gera, við fengum sem sé full- an bát, þó var svæðið, sem nót- in var dregin um, ekki yfir iy2 dagslátta, þessu munu fáir trúa nú. Nú þykir góð veiði, ef 1 koli fæst á faðminn í netinu, og fáist einu sinni til soðs ^janda þeim, sem eru að draga fyrir, kannske allt kvöldið með jafnlagri nót, þykir það gott. Þessi tvö dæmi ■sýna, hvaða mergð var hér í firðinum af þessum fiski og hvað þroska- skilyrði voru góð, því að svona fvar kringum allan fjörðinn,-þar sem sandur lá upp að strönd- inni. Verði ekkert að gert,’ en allt ’átið reka á reiðanum eins og hingað til, hvað þessa veiði snertir, er augljóst að kolinn verður alveg upprættur hér úr fjörðunum innan skamms tíma. Það, sem sjálfsagt er því að gera, er að alfriða firðina fyrir öllum þeim veiðitækjum, sem drepa ungviðið og spilla botn- inum. KoJaveiði þarf ekki að leggjast niður þó að það sé gert, bað má halda áfram að veiða í net eftir sem áður, þvf að með lögboðinni möskvastærð er ung- viðið, sem á að halda við stofn- inum, öruggt og netin spilla ekki botninum að neinu ráði. Neta- veiði er mjög kostnaðarlítil og getur fjöldi manns bæði í þorp- unum og á bæjum kringum firð- ina haft góðar aukatekjur af henni, sérstaklega þar, sem hraðfrystihús eru nú að koma á flesta firðina, en það eru til- tölulega mjög fáir menn, sem hafa atvinnu af dragnótaveið- um. Sú veiðiaðferð er þess utan svo illa liðin meðal almennings. að mætti hann ráða, væri búið að fordæma hana fyrir löngu síðan. Netaveiðar mætti stórauka frá því sem nú er, með því að flytja ungviði úr Hamarsfirði til uppvaxtar á hina firðina, þar 'em þroskaskilyrðin eru betri. Þetta hafa Danir gert í mörg ár, að flytja ungviði úr Lima- firðinum yfir í sundin við eyj- arnar, og hefir það ásamt ströng um lögum um að drepa ekki neinn kola undir vissri stærð, borið þann árangur, að þeir hafa nú árvissa veiði af kola. Það ætti því ekki að vera nein- um vandkvæðum bundið, að gera þetta sama hér. Nú má búast við mikilli að- sókn af útlendingum á næstu árum að ströndum landsins til veiða, og rekur óefað að þvi, að fiskur gengur til þurrðar þar, og útvegur lansmanna ber sig ekki eins og var orðið fyrir styrj- öldina. Er því ekki sjálfsagt, að vernda þau veiðisvæði fyrir rán- vrkju og evðileggingu, sem við erum einráðir yfir, sérstaklega begar um jafn verðmætan fisk og ko’ann er að ræða? Friðun á fjörðum hér eystra fyrir dragnótaveiði hefir oft verið rædd á fiskifélagsfundum, en aldrei náð samþvkki. Enda ekki að búast við. því á þeim fundum mæta ekki aðrir en út- gerðarmenn og sjómenn, sem einvörðungu stunda veiðar. Al- menningur hefir þar ekkert að segja. Dragnótaveiðurunum finnst máske gengið á hlut sinn með þessari friðun, en þar til er því að svara, að það eru margfa'lt fleiri en þeir, sem hafa þarna hagsmuna að gæta. Fyrir nokkr- um árum voru samþykkt lög um verndun og veiði á vatnafiskum. ttUfhdaff/'éttii' Mynd þesci er af fyrrverandi ritstjóra fasistablaSsins „II Popolo d' Ita- lía,“ þar sem hann situr í fangelsi i Mílanó, og bíður sins dóms. I Englandi vinna konur þýðingarmikil störf á rannsóknarstofum. Hér á myndinni sjáct nokkrar enskar ungfrúr gera tilraunir með þýzkar vélar. Framtalsfrestur til tekju- o’g eignarskatts i Reykjavík rennur út fimmtudaginn 31. þ. m. kl. 12 e. h. Framteljendur eru áminntir um aö skila fram- tölum sínum fyrir þann tíma. Skattstof an ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Er minni ástæða til að setja álíka löggjöf um kolann Af honum geta þó margfallt fleiri haft not en af vatnafiskunum. Kolinn er einasti nytjafiskur- inn, sem ekki fer úr fjörðum á vetrum, heldur dregur sig að- eins í dýpið. Hann er því alltaf til staðar, ef í harðbakka slær. Það væri því ófyrirgefanlegt, ef honum væri gereytt, en örugg- asta ráðið til að koma í veg fyr- ir það er að friða firðina fyrir dragnótum og öðrum slíkum veiðitækjum. Svínaskála í nóvember 1945 Árni Jónasson. A víðavangL (Framhald af 2. siðu) ■sóknar tekst, — hver veit nema nazistunum þýzku dytti í hug að bjóða sig frám til þings I Pól- landi eða Noregi?“ Þannig er ykkur lýst, bændur góðy; ykkur er jafnað við mestu morðvarga mannkynssögunnar. Snæfellingar munu þakka fyrir hönd bændastéttarinnar, þegar þessi uppstrokni sæta- brauðsdrengur íhaldsins biður um atkvæði þeirra i vor. Snæfellingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.