Tíminn - 01.02.1946, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.02.1946, Blaðsíða 5
21. blað TlMEVIV, föstudaghm 1. febrúar 1946 5 Ketill frá Króksnesi (Skost œvintýri). « rúm á geitar- og sauðarfeldum. Svaf hann þar um nótt- ina og fór eins vel um hann og bezt verður á kosið. Morguninn eftir, þegar hann var að búa sig til brott- ferðar, sagði hundurinn góði: „Minnstu mín, ef þú þarft einhvern tíma á góðum hlaupara að halda. Verð ég þá oðar við hlið þér.“ Ketill frá Króksnesi þakkaði hundinum og hélt leið- ar sinnar. Gekk hann nú lengi, lengi, unz fætur' hans voru orðnar sárir og slithir skórnir. Dagurinn leið, nóttin nálgaðist, smáfuglarnir flugu í hreiður sín og kátu íkornarnir lögðust til hvíldar. Ketill átti hvergi höfði sínu að að halla. Loks sá hann í fjarska lítið hús milli klettóttra ása. Þar var ljós í glugga og þar bjó klettafálkinn sjálfur. „Ég er að leita að konunni, sem rænt var frá mér,“ sagði Ketill. „Konan þín fagra fór hér hjá í gærkvöldi. Sat hún á öxl risans, en komdu inn. Ég skal gefa þér mat og ljá þér húsaskjól,“ sagði fálkinn góði. Ketill gekk því inn. Fálkinn gaf honum góðan kvöldverð og bjó honum hvílurúm úr fuglafiðri. Svaf hann þar vært til morguns. Þegar hann var að leggja af stað, sagði hann: „Mundu mig, ef þú þarft á sterkum vængjum að halda. Verð ég þá þegar við hlið þér“. Ketill þakkaði fálkanum góða og hélt leiðar sinnar. Hann brauzt áfram, þar til hann verkjaði í fæturna og komin voru göt á skósóla hans. Hann gekk allan daginn og fram á nótt, þangað til fugl'arnir voru komnir í hreiður sín og íko'rnarnir skæreygu lagztir til hvíld- ar. Ketill frá Króksnesi átti hvergi höfði sínu að að halla. Loks sá hann í fjarska ljós í glugga á litlu húsi, er stóð á lækjarbakka. Hann var svo feginn þessu, að hann komst til hússins á skemmri tíma en það tekur að rita þessar línur. Hann barði að dyrum og út kom ofurlítill músarindill. Gaf hann Katli brauð og ost og Bændaförin þingeyska 1945 LARS HANSEN: * Fast þeir sóttu sjóinn Svo bar það til eitt kvöldið, að Jens ranglaði upp á gnúpinn. Hinir gáfu því lítinn gaum, þar til þeir hrukku upp við ógurlegt öskur, sem rauf heimsskautskyrrðina. Þeir lögðu eyrun við. Og hrópið var: „Noregur“. Þeir sáu líka hvernig Jens hoppaði og baðaði út öllum öngum. Þeir tóku allir til fótanna. En þegar upp kom, gátu þeir ekki eygt neitt, sem líktist skipi, hvernig sem Jens benti og pataði. Þeir sáu ekkert nema ís — órofa ísbreiðu. Samt sem áður voru þeir sannfærðir um, að Jens hefði komið auga á skútuna, þvi að hann hafði hvað eftir annað fært þeim heim sanninn um, hvað hann var sjóngóður — langt umfram þá hina. Hann hafði hreinustu fálkaaugu. Þeir urðu að bíða í tvo langa klukkutíma, áður en „Noregur“ kom svo nærri, að þeir gætu tekið þátt i fögnuði Jens. Enn var svo mikill ís í kringum eyjarnar, að ekki var hægt að koma „Noregi“ inn á leguna. Skútan sveimaði því úti fyrir og þumlungaði sig gegnum ísinn sitt á hvað. Vesalingarnir fjórir uppi á eynni horfðu heillaðir á þessar aðfarir. Þeir gátu ekki haft augun af skútunni. Þeir sáu fljótlega, að Skolur var einn á þilfavinu. Þeim fannst það furðu gegna, að hann Kristófer skyldi ekki láta sjá sig, og bráðlega urðu þeir ásáttir um það, að hann myndi alls ekki vera á skipinu. Hann Kristófer var sjálfsagt dáinn — það var eiginlega áreiðanlegt — enda leyndi sér ekki, að „Noregur“ hafði fengið ljótar skrokkskjóður. Þegar stjórnborðshliðin sneri að þeim, var skipið líkast flaki, og þeir urðu undir eins á eitt sáttir um, að það myndi vera svo illa leikið, að ekki kæmi til mála, að þeir gætu siglt því heim til Noregs. Jens kvað fyrstur upp úr með þetta, enda var hann sjónskarp- astur þeirra allra. Þeir Lúlli og Nikki gátu nú ekki beðið lengur. Þeir tóku bátinn og reru á móti skútunni. Þegar Skolur sagði þeim, að hann Kristófer væri bráðlifandi, og ekki í neinni hættu, urðu þeir svo glaðir, að þeim fannst þetta áfall, er „Noregur“, hafði hlotið, hreinustu smámunir. Og þegar þeir voru setztir niður í káetu og farnir að drekka kaffi, sagði Skolur: — Takið eftir einu, piltar mínir: Slíkir hlutir geta gerzt á sjó, en ekki á þurru landi. Maður og skip geta bókstaflega gróið sam- an og orðið eitt. Hver haldið þið, að hafi stýrt gegnum Orms- augað, þegar bæði hann Kristófer og „Noregur" urðu fyrir sams konar áfalli? Báðir löskuðust stjórnborðsmegin, en í hvorugum brotnaði svo mikið, sem eitt bein. Lúlli og Nikki sneru sem skjótast til lands aftur með mat handa þeim, sem biðu uppi á eynni, og þegar þeir fóru að ræða um það sín á milli, allir fjórir, að hann Kristófer hefði borizt með ísnum gegnum Ormsaugað og ekki sloppið ver frá því ævin- týri en raun bar vitni um, komust þeir allir að sömu niðurstöðu, þótt Nikki yrði fyrstur til þess að orða hana: — Þetta veit á eitthvað — o-já. „Noregur“ varð að bíða úti fyrir hér um bil heilan dag, en loks var allur ísinn kominn vestur um, og nú lágu Þúsundeyjarnar aftur baðaðar skæru sólskini og sumarhlýju i blágrænum fló- anum. „Noregur“ gat kastað akkerum á víkinni fyrir framan bækistöðina. Þeir byrjuðu undir eins að flytja feng sinn á skipsfjöl. Hver smuga í lestinni var fyllt af dúnseftkjum. Hver þumlungur var notaður, og þar sem vélin hefði verið engum til gagns, ef Skolur hefði ekki ráðið niðurlögum hennar, var einnig hlaðið dúnpok- um. Samt sem áður kom á daginn, að þeir urðu að vista þrjá síðustu pokana í káetunni, sem þó var ekki stærri né rúmbetri en nauðsyn bar til. En þeir vildu ekki skilja eftir neitt það, er orðið ga,t þeim að fé, þegar heim kæmi. Hafi „Noregur" ekki verið sjálegt skip áður en þeir byrjuðu að flytja dúninn um borð, þá mátti með sanni segja, að það væri skringilegur farkostur, þegar því starfi var lokið. Víst flaut skútu- skömmin, ekki var hægt að bera á móti því, en það hefði verið erfitt að segja, að hún væri nýtízku skip, að minnsta kosti ef menn litu aðeins stjórnborðsmegin á hana. Nú var hún orðin svo hlaðin, að allur skrokkurinn lá í sjó barna inni á víkinni, ekkert nema hvalbakurinn upp úr. í þokka- bót vantaði svo flest það, er vera skal á skútu ofan þilja. Þeir Lúlli og Nikki höfðu gefið því gætur, hvernig skútan seig dýpra og dýpra í sjó, og það væru frekleg ósannindi að halda því fram, að þeim hefði verið rótt innanbrjósts. Þegar síðasta sekknum var slengt yfir borðstokkinn, baðaði hann Nikki vængjunum beiftarlega út í loftið og sagði: (Framhald af 4. síðu) búnaðarmálastjóri var þangað kominn til móts við leiðangur- inn. Bauð hann ferðafólkið vel- komið til Suðurlands með stuttri ræðu. Fararstjóri þakkaði ræðu- mönnum hlýlegar viðtökur. Ragnar Ásgeirsson garðyrkju- ráðunautur var og kominn til Hvanneyrar. Slóst hann þar í för með Þingeyingum og var af hálfu Búnaðsrfélags íslands þeim til leiðbeiningar og aðstoð- ar það sem eftir var ferðarinn- ar. Eftir kvöldverð gekk ferða- fólkið um og skoðaði staðinn. í hópnum voru nokkrir gamlir nemendur frá búnaðarskólan- um á Hvanneyri, sem höfðu gaman af að rifja upp gamlar endurminningar og kynna sér þær breytingar, sem orðið höfðu síðan þeir voru þar. Nokkrir Borgfirðingar komu til Hvanneyrar um kvöldið, til þess að heilsa upp á kunningja í hópi ferðafóíksins. Veður var hið fegursta. Reikaði fólkið í smáhópum um tún og traðir staðarins, skrafaði saman, naut útsýnis um hið fagra hérað og fræddist af þeim, sem kunnug- ir voru, um byggðina. Kom víst öllum saman um, að þeir hefðu eigi áður séð fegurri byggð eða betur hýsta. Þingeysku bændunum mun segjast svipað frá Hvanneyri og Þórólfi smjöri sagðist frá land- kostum á íslandi. Litu þeir hýr- um augum til hinna víðáttu- miklu og frjóu flæðiengja. Loks tók ferðafólkið á sig náðir. Margir fengu rúm á Hvanneyri. 25 manns fóru til Borgarness í boði gistihússtjórans þar, Pét- urs Sigfússonar, aðrir sváfu í hvílupokum sínum í húsum inni. Þriðjudagur 12. júní. Að morgni hins 12. júní var þykkt loft, suðaustanátt og rigning öðru hvoru. Þau veðra- brigði voru Borgfirðingum kær- komin, því þurr og köld norðan- átt hafði staðið öllum gróðri fyrir þrifum sunnanlands fram að þessu. Þó ferðafólkinu væri þetta veður ekki beinlínis hag- fellt, gat það vel unnað Sunn- lenzku bændunum gróðrarveð- ursins og gladdi sig við það að hafa notað allt kvöldið áður, til að skoða sig um. Kaffi var framreitt kl. 8. Eft- ir að menn höfðu hresst sig á því, var skoðað ýmislegt það á staðnum, sem ekki vannst timi til.kvöldið áður, og tíminn not- aður til að spjalla saman og kynnast ferðafélögunum. Sumir höfðu sett sér það mark að kynnast öllum, sem þátt tóku í ferðinni, en mikið vantaði á að allir þekktust innan hóþsins. Kvatt var til burtfarar kl. 10 Safnaðist þá fólkið saman fram- undan kirkjunni. Þakkaði far- arstjóri viðtökurnar á Hvann- eyri og bað menn hrópa ferfalt húrra fyrir ,húsráðendum og höýuðbólinu. Því næst var sung- ið. Þá talaði settur skólastjóri til gestanna og árnaði þeim allra heilla. Að síðustu söng karlakór leiðangursins: „Vegir skiljast....“ Þá kváðu bíllúðr- arnir allir í einu, fólkið hraðaði sér í sætin og lestin lagði af stað. Ekið var um Mela- og Leir- ársveit og inn fyrir Hvalfjörð. Þar er landsle^ einkennilegt og víða fagurt, en þess njóta menn betur á norðurleiðinni. í Botnsdal var stanzað og nestið tekið upp. Eftir það var ekið rakleitt að Álafossi. Þar hafði Búnaðarsamband Kjalar- nesþings’ og Sigurjón Pétursson boð inni fyrir ferðafólkið. Þegar ekið var um Kjalarnesið, var sólskin öðru hvoru milli hryðj- anna. Dáðust allir að þessari fallegu sveit. Við Álafoss óku bílarnir milli raða af blaktandi fánum. Horfðu gestirnir hrifnir á þá viðhöfn og á stóran hóp virðulegra manna, er stóð þar við tjaldbúð ðina mikla. Þar var gestunum heilsað hlýlega og boðið inn að ganga. Innifyrir svignuðu lang- borð undan alls konar kræsing- um. Var drjúgur spölur að ganga frá tjalddyrum inn að stafni. í búðinni niðri fóru ræðuhöld fram. Þar töluðu af hálfu Sunn- lendinga: Sigurjón Pétursson á Álafossi, Kristinn Guðmunds- son, form. Búnaðarsambands ’Kjalarnessþings, Bjarni Ás- geirsson alþm., Jóhannes Reyk- dal iðjuhöldur á Setbergi, sr. Eiríkur Brynjólfsson á Útskál- um og Ólafur bóndi í Brautar- holti. Af hálfu Þingeyinga töluðu: Jón H., Þorbergsson fararstjóri, frú Helga Kristjánsdóttir á Þverá, Jón Haraldsson á Einars- stöðum og Böðvar Jónsson í Brekknakoti. Var hverri ræðu fagnað með áköfu lófataki, og sungið af miklu fjöri milli þess, er menn töluðu. Sigurjón Pétursson gaf þeim sína værðarvoðina hvoru, Sig- urði skáldi á Arnarvatni og skáldkonunni Sigríði Stefáns- dóttur á Hveravöllum til minn- ingar um komuna að Álafossi. Þegar staðið var upp frá borð- um, varð þröng mikil um veit- endurna, því gestirnir viidu sem flestir geta þrýst hendur þeirra að skilnaði. En bílhornin gullu, hinir löghlýðnu ferðamenn þyrptust í bilana og lagt var af stað síðasta áfangann til höfuðstaðarins. Staðnæmst var við hús Bún- aðarfélags ísl. Þar var mikill mannfjöldi fyrir. Vinir og ætt- ingjar til að taka á móti gest- unura. Þingeyingáfélagið í Reykjavík hafði, eins og áður er sagt, boð- izt til að útvega öllum í bænda- förinni samastað, meðan þeir dveldust í bænum. Þegar hinir gestrisnu Reykvíkingar höfðu haft upp á gestum sínum,dreifð- ist ferðafólkið um bæinn til dvalarheimila sinna. RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Tízkan og tímarnir Á ófriðarárunum var stofnað félag tízkuteiknara í Lonilon. Félag þetta hafði náið samstarf við ríkisstjórnina öll stríðsárin og starfaði með henni að lausn ýmissa vandamála er snertu fatnað og fatatízku þjóðarinnar. — Hér á myndinni sést tízkuteiknari Englandsdrottningar. Hann er að bera saman frumteikningu sína og kjólinn, sem stúlkan er í. Eftir fiskiþingið (Framhald af 4. síðu) Vísitala sjávarútvegsins. „FLskiþingið felur stjórn Fiskifélagsins að hlutast til um það, að reiknuð sé út, svo fljótt sem verða má, hve mikið verð- lag og framleiðslukostnaður liinna ýmsu sjávarafurða hafi breyzt síðan á árinu 1939. Telur Fiskiþingið sjálfsagt að hafðir séu til hliðsjónar við bessa útreikninga, reikningar frá reikningaskrifstofu sjávar- átvegsins, er starfar á vegum ?iskifélagsins.“ Saupgjald miðist við verðmæti útfl. afurða. „Fiskiþingið skorar á Alþingi Dg ríkisstjórn að kóma því til leiðar, að öll laun og kaupgjald í landinu verði miðað við magn og verðlag útfluttra afurða. Bendir þingið á, að við borð hefir legið, að vélbátaútvegur- Inn stöðvaðist bæði á síld- og borskveiðum vegna vaxandi ó- samræmls milli afurðaverðs og kaupgjalds. Telur þingið að nú sé svo komið fyrir vélbátaútveginum, að hækkað kaupgjald eða lækk- að verð á sjávarafurðum, hljóti að leiða til þess, að sjómenn fá- ist ekki á meginhluta vélbáta- flotans, vegna þess að þeim bjóðist hærra kaup í landi en vélbátaútvegurinn geti risið undir j.ð greiða. Auk þess yrði um taprekstur að ræða hjá vél- bátaútgerðinni. Svipað er ástatt í fleiri greinum sjávarútvegsins. Ef laun og kaupgjald verður ekki fært til samræmis við út- flutningsverðmæti afurðanna áður en langt um líður, er hætt við, að það verði ekki gert fyrr en afleiðingar ósamræmisins hafa bakað þjóðinni stórtjón.“ Tillaga Eysteins. Eysteinn Jónsson hefir á und- anförnum alþmgum borið fram þingsályktunartillögu um að ^rannsakaður verði framleiðslu- kostnaður og afkoma sjávarút- vegsins og fundið út hvaða af- urðaverð útvegurinn þurfi að fá til þess að vélbátaútvegurinn geti borið sig fjárhagslega. Fiskiþinginu var send þessi tillaga til umsagnar. Sveinn fær smákast. Tillögu Eysteins var vísað til sjávarútvegsnefndar Fiskiþings- ins. Sveinn Benediktsson mátti ekki heyra tillöguna nefnda, þar sem hún væri frá Framsóknar- manni, þótt hann gæti ekki mælt í móti réttmæti tillögunn- ar með rökum. Finnbogi Guð- mundsson kraíðist hins vegar, að samþykkt yrðu meðmæli með samþykkt tillögunar og dró fram mörg og gild rök fyrir á- huga og stuðningi Eysteins við sjávarútveginn. Sveinn varð hins vegar ókvæða við og þæfði málið tvo fundi, en eftiir að Finnbogi hafði gefið greinagóða lýsingu af skemmdarstarfi Jó- hans Jósefssonar og Lúðviks Jósefssonar til óþurftar sjávar- útveginum og hafði hótað því að bera fram kröfu í stjórn Landssambands ísl. útvegs- manna um að Jóhann yrði rek- inn úr stjórn Landssambands- ins, lét Sveinn sig, og var síðan látinn hafa framsögu um með- mælin við samþykkt á tillögu Eysteins. Sala sjávarafurða. „Fiskiþingið skorar á ríkis- stjórnina að ganga sem fyrst frá viðskiptasamningum við þjóðir á mgginlaridi Evrópu, þannig, að framleiðendur geti selt þang- að hluta af framleiðslu sinni. í sambandi við þetta vill Fiskiþingið láta í ljós það álit sitt, að það geti verið hagstætt að mynda gjaldeyrisinnstæður hjá þessum þjóðum nú á meðan bær eru að byggja upp hjá sér möguleika til framleiðslu á út- flutningsvörum sínum.“ Framh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.