Tíminn - 27.03.1946, Síða 2

Tíminn - 27.03.1946, Síða 2
2 TtMIKN, migvikndagiim 27. marz 1946 54. blatS Mi&v.dagur 27. marz Úthlutun skálda- launanna Rithöfundar kommúnista gera blástur mikinn vegna úthlutun- ar ríkisfjár til skálda. Hafa þeir safnað liði og orðið 7 saman um það, að telja sér misboðið og neita að veita viðtöku styrkjum, „sem nefnd þessi úthlutar." Jafnframt lýsa þeir fullu van- trausti á meirihluta nefndarinn- ar. ' Það er helzt svo að sjá, að þeir treysti minnihlutanum, Kristni E. Andréssyni, til þess að úthluta þessu fé með hlut- lausri hófsemi og án þess að misbjóða mönnum. En þegar þeir leiða þannig þennan réttvisa mann undir gagnrýni almenn- ingsálitsins mættu þeir gjarnan segja frá ritgerð þeirri, er hann samdi fyrir samvinnusambandið sænska um íslenzkar bókmennt- ir og fékk .góöa borgun fyrir. Sá leiði orðrómur hefir komizt á kreik, að Svíarnir hafi ekki tal- ið ritgerðina prenthæfa, vegna þess að sannleikanum og hlut- lausri sanngirni hafi verið svo misboðið. Er Þjóðviljanum hér með veitt tækifæri til að kveða þann orðróm niður og væri það skemmtilegast fyrir íslendinga, að það yrði gert. Krafa kommúnista er í raun- inni sú, að þeir fái sjálfir að út- hluta þessu fé, eða með öðrum oröum að skipta því á milli sín eins og þeim sjálfum líkar. Aldrei hefir fleiri íslendingum verið misboðið með úthlutun þessa fjár en undanfarin ár, þegar minnihlutamaður komm- únista fékk að ráða. Þá klofnaði rithöfundafélagið og deiturnar urðu mestar um þessi mál. Úthlutunin nú er auðvitað ekki fullkomin eða hafin yfir gagnrýni. Svo mun heldur aldrei verða. En hvernig sem á hana er litið er hún laus við að vera flokkslega lituð eins og undan- farin ár, þegar kommúnistar réðu. Því til sönnunar nægir að benda á það, hvar Steinn Stein- ar, Jón úr Vör, Gunnar Bene- diktsson og Guðmundur Ingi voru settir. Um Gunnar er það að segja, að hann er að sönnu gáfaður og vel ritfær. Hann er góður pólitískur blaðamaður, en skáld er hann ekki. Mörgum mun því finnast það góð skrítla, þegar sá maður telur „sér nú misboðið“ og það undir virð- ingu sinni að taka við tæpum 3000,00 kr. úr ríkissjóði í skálda- laun. Eins mun mörgum finnast, að Steinn Steinar gerist vandur að virðingu sinni, þegar hann vill ekki lúta að 5000.00 kr. Pólitískir flokkadrættir um þessi mál leiðast öllum almenn- ingi. Þess vegna er enginn jarð- vegur fyrir blástur kommúnista. Hann verður því alls ekki sigur- stranglegt herbragð fyrir póli- tík Rússa hérlendis, og sízt eftir þá reynslu, sem er fengin af þeim í þessum efnum. Um myndlistina er það að segja, að Kristinn Andrésson og þeir kumpánar virðast halda að „abstrakt“-list, ólíkindalæti og klessuöfgar séu eitthvað rót- tækt fyrirbæri og eigi skylt við kommúnisma. Þetta er mis- skilningur. Slík list er sprottin upp af innantómu dundi lífs- leiðra og hugsjónalausra yfir- stéttarmanna. Stalin lætur sína málara fást við annað. Þeir mála dráttarvélar, jarðyrkju, mjólk- urbú og nýbyggð fjós o. s. frv. Er ekki kominn tími til aö kveða niður dýrtíðina ? Hér birtist nefndarálit Skúla Guðmundssonar um frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að halda niðri dýrtiðar- vísitölu með fjárgreiðslum úr ríkissjóði. Um þetta mál er nánar rætt á forsíðu blaðsins í dag. Frumvarp þetta er lagt fyrir þingið til staðfestingar á bráða- birgðalögum, sem út voru gefin 2. ágúst s. 1. Með þeim brbl. var framlengd heimild ríkisstjórnar- innar til að verja fé úr ríkissjóði til þess að halda niðri dýrtíðar- vísitölu um eins árs skeið, frá 15. sept. 1945 að telja, en heim- ild sú,-sem stjórninni var veitt til slíkra ráðstafana með lögum nr. 58 frá 3. marz 1945, gilti ekki lengur en til 15. sept 1943. í lögunum nr. 58 frá 3. marz 1945, um breyt. á lögum um dýrtíðarráðstafanir, var lagt fyrir ríkisstjórnina að „kosta kapps um, að verðlágsvísitalan fari ekki yfir 272 stig“. Þessi samþykkt Alþingis hefir ekki borið þann árangur, sem til var ætlazt, því að vísitalan er fyrir löngu komin í 285 stig, þrátt fyrir áframhaldandi fjár- greiðslur úr ríkissjóði og aðrar ráðstafanir, sem ágreiningi hafa valdið, en gerðar hafa verið í því skyni að halda vísitölunni niðri. Ein af þeim ráðstöfunum var sú, að skipa búnaðarráð, svipta bændastéttina þannig möguleikum tií þess að verð- leggja afurðir sínar og láta síð- an ákvarða verðlag landbúnað- arafurða á s. 1. hausti lægra en réttmætt var, miöað við tekj- ur annarra landsmanna, og fella jafnframt niður greiðslu út- flutningsuppbóta. Um síðustu áramót var svo komið, að fjárgreiðslurnar úr ríkissjóði og aðrar ráðstafanir, sem gerðar höfðu verið til að koma í veg fyrir enn frekari hækkun vísitölunnar, nægðu eigi til þess, að aðalatvinnuveg- ir landsmanna gætu haldið rekstri sínum áfram. Bátaút- vegurinn var þá orðinn svo að- þrengdur vegna dýrtíðarinnar, að stöðvun hans vofði yfir, nema dregið væri úr tilkostnaði við reksturinn eða verðlag á afurð- um hækkað. Ríkisstjórnin tók þá þann kost að gefa eigendum hraðfrystihúsanna fyrirheit um verðuppbót úr ríkissjóði, ef ekki fengist hækkun á söluverði á hraðfrystum fiski, gegn því að þeir borguðu 5 aurum meira fyr- ir hvert kg. af nýjum fiski. Jafn- framt lofaði stjórnin, að ríkis- sjóður skyldi kaupa 5000 tonn af saltfiski, eða ábyrgjast sölu á því magni, fyrir ákveðið verð. Það skal ekki dregið í efa, að bátaútvegsmenn hafi um síðustu áramót haft fulla þörf fyrir þessar ráðstafanir, vegna sí- hækkandi útgerðarkostnaðar, en það er þegar séð, að þær hrökkva skammt. Hlutur bátaútgerðar- manna og fiskimanna er lakari en viðunandi getur talizt, enda hefir reynst örðugt að fá sjó- menn á bátaflotann og útgerð, Hitt er svo annað mál, að þar sem kommúnisminn á bara að vera niðurrifsstefna, getur verið, að hann finni til skyldleika/ffis við „abstrakt“-mennina. Mótmæli hinna óánægðu lista- manna eru vanmáttugt áhlaup, sem ekki tekst að vekja neinar öldur utan hins hrörnandi flokks rússneska veldisins hér á landi. Viöhorf pólitískra flokkssjónar- miða fær ekki aö ríkja og veröur ekki tekið upp aftur við þessa úthlutun, því að þjóðin fordæm- ir það. margra báta fallið niður af þeim síkum. Síðan þessar ráðstafan- ir voru gerðar, hefir líka enn orðið hækkun á kaupi land- verkamanna í stærstu kaupstöð- unum, sem leiðir af sér aukna dýrtíð. Kemur sú dýrtíðarþækk- un nú þegar niður á útvegs- og fiskimönnum og öðrum fram- leiðendum og þó meira síðar. Þegar svo er komið, að sjávar- útvegurinn, sem leggur til meg- inhlutann áf útflutningsvörum þjóðarinnar, þarf að fá fyrir- heit urp ríkisábyrgð á verði út- fluttra afurða til þess að fram- leiðslan stöðvist ekki, enda þótt stríðsverð sé enn á útflutnings- vörunum, ætti mönnum að vera ljóst, að ekki verður lengur hjá því komist að draga úr verð- bólgunni og þar með kostnað- inum við atvinnureksturinn. Þegar millilandaviðskiptin fær- ast í eðlilegt og frjálst horf, er ómögulegt fyrir þá þjóð, sem býr við margfalt hærri fram- leiðslukostnað en aðrar, að standast samkeppni á heims- markaöinum. Nágrannaþjóðir okkar auka nú fiskveiðar af kappi og standa miklu betur að vígi vegna minni tilkostnaðar. En dýrtíðin bitnar ekki ein- göngu á sjávarútveginum, held- ur lamar hún einnig aðrar at- vinnugreinar landsmanna. Eins og áður er að vikið, hefir verð- lágsnefnd landbúnaðarafurða, sem kosin er af hinu stjórn- skipaða búnaðarráði, skammtað bændum lægra verð -fyrir af- urðirnar en þeim ber, samkvæmt vísitölu landbúnaðarvara, og stendur landbúnaðurinn því höllum fæti. Iðnaðurinn getur ekki þrifizt nema með innfliitn- ing^höftum eða verndartollum. Flutningsgjöld fyrir vörum með íslenzkum skipum, eru marg- falt hærri en hjá öðrum þjóð- um, og það verður til að lækka verð á útflutningsvörum, en hækka verð á þeim aðfluttu. Fleiri dæmi mætti nefna um óheillavænlegar afleiðingar verðbólgunnar. Fjárlög fyrir ár- ið 1946 voru afgreidd með 18 milj. króna greiðsluhalla, og stöðugt er verið að samþykkja ályktanir og frumvörp á Alþingi, sem hafa í för með sér aukin útgjöld. Liggur því í augum uppi, að það er ríkissjóði um megn að halda áfram niður- greiðslum á vöruverði, en þessi útgjöld þyngjast stöðugt, eftir því svm lengra líöur, án þess að ráðstafanir séu gerðir til þess að þeim verði af létt. Jafnframt verður sífellt örðugra viðfangs að draga úr verðbólgunni, eftir því sem meira fé er fest í bygg- ingum og öðrum framkvæmd- um með hæsta styrjaldarverði. Hér þarf því án tafar að taka nýja stefnu: Ráðast gegn verð- bólgunni og tryggja þannig heilbrigðan atvinnurekstur í landinu og bæta afkomu ríkis- sjóðs. Það er sameiginlegt hags- munamál framleiðenda og launamanna, að ráðstafanir verði gerðar til að draga úr verð- bólgunni, enda fjölgar þeim stöðugt, sem viðurkenna nauð- syn þess. Það er nú þegar játað af mörgum launamönnum og stéttarfélögum, að aukinn kaup- máttur peninganna sé þeim meira virði en kauphækkanir, sem svo að segja jafnóðum eyðast í flóði dýrtíðarinnar. Glöggt dæmi um skaðsemi verð- bólgunnar eru áhrif hennar á kostnáð við húsbyggingar og á húsaleiguna. Talið er, að verð tveggja herbergja íbúðar í nýj- um húsum í Reykjavík sé nú 60—70 þúsund krónur, og leiga fyrir íbúðir af þeirri stærð er metin um 6000 kr. á ári. Þriggja herbergja íbúðir munu kosta 90 —100 þús. kr., og ársleiga fyrir slíka íbúð í nýju húsi er metin 9—10 þús. kr. Verkamaður í Reykjavík, sem vinnur 8 klst. daglega alla virka daga ársins og tekur kaup samkvæmt þeim kaupgjaldssamningi, sem ný- lega var gerður milli verka- manna og vinnuveitenda, þarf að borga rúmlega helming tekna sinna í húsaleigu, ef hann býr í þriggja herbergja leigu- íbúð í nýju húsi. Og stöðugt fjölgar þeim, sem þurfa að búa við þessa háu húsaleigu, en hún er ekki nema að litlu leyti tekin til greina við útreikning á vísi- tölu framfærslukostnaðar. Af öllu þessu má augljóst verða, að sívaxandi misrétti og öngþveiti leiðir af dýrtíðinni, og alltaf koma betur og betur í Ijós hinar skaðlegu verkanir hennar fýrir aðalatvinnuvegina og almenning í landinu. í skjóli verðbólgunnar dafnar margs konar brask og óholl fjármála- starfsemi, '‘sem í aðalatriðum stefnir í þá átt að auðga þá ríku, en gera þá fátæku fátækari en áður. Allar stéttir þjóðfélagsins þurfa að taka þátt i ráðstöfun- um til að lækka dýrtíðina í sanngjörnum hlutföllum. Það eitt er ekki nóg að lækka vöru- verð innanlands og kaupgjald að krónutölu, heldur þarf einn- ig jafnframt að taka til opin- berra þarfa hæfilegan hluta af þeim stórgróða, sem myndazt hefir á stríðsárunum, en til þeirrar framkvæmdar er óhjá- kvæmilegt að gera yfirlit um alla fjármuni í landinu og eig- Dýpra og dýpra „Hvers á þetta vesalings þjóð- félag að gjalda, að hafa nú þessa svívirðilegu óstjórn, sem gerir allt að engu,“ sagði einn kunningi minn við mig. Já, það er von, að maðurinn segði þetta eins og ástandið er í fjármálun- um. Hundrað milljónir kr. af erlendum gjalcíeyri eru horfnar á rúmu hálfu ári, og það, sem eftir er, er raunverulega komið sömu leiðina. Dollara-innstæð- unni er ausið út svo gengdar- laust, að það líkist kapphlaupi við að losna við þessa peninga, sem fyrst. 400 þúsund er stung- ið í vasa kvinnu nokkurrar, sem er að kveðja fósturjörðina, 300 þúsund fer fyrir eina teikningu, sem ef til vill verður aldrei not- uð, a. m. 4c. ekki fyrr en eftir 5— 10 ár. Keppst er við að kaupa tæki i svo stórum stíl, að engin líkindi eru til, að við höfum nokkurn mannkraft til að nota þau. Auk þess er þessu hrúgað inn á þeim tíma, þegar verðlag ytra er á hápunkti, vegna mikillar eftirspurnar, og því hægt að selja allt með okurverði, jafn- vel á svörtum markaði. Það veit hver heilvita maður, að eftir endur þeirra. Slíkar ráðstafan- ir hafa verið gerðar annars staðar nú í stríðslokin. Um leið og ráðstafanir verða gerðar til þess að minnka dýr- tíðina í landinu, eftir því sem þörf krefur, til þess að atvinnu- vegir landsmanna geti vel þrif- izt, án þess að fé sé varið úr rík- issjóði til þess að halda niðri vöruverði innanlands eða borga útflutningsuppbætur, þarf að koma launa- og kaupgjalds- málunum á þann grundvöll, að laun og kaupgjald miðist við framleiðslútekjur þjóðarinnar á hverjum tíma. Þetta þarf að gera til þess að tryggja nauð- synlegt samræmi í tekjum launamanna og framleiðenda, eðlilegan jöfnuð og réttlæti í skiptingu þjóðarteknanna. Með því móti verður bezt tryggt heil- brigt atvinnulíf í landinu og komið í veg fyrir atvinnuleysi. (Fravihald á 4. síðu). stuttan tíma, þegar farið er að nota hina miklu stríðstækni við friðar-framleiðslu, koma fjöl- margar nýjungar fram, verðið stórfellur í þeirri geysihörðu samkeppni, sem þá hefst. Þá sitjum við uppi með okkar rán- dýra stríðsvarning, sem keypt- ur hefir verið tvöföldu verði, samanber togarakaupin o. fl. Eitt af snilldarverkum stjórn- arinnar er, hvernig opna á fyr- ir bíla-innflutninginn að nýju. Heyrzt hefir, að leyfa eigi inn- flutning á 100 nýjum bifreiöum frá Bandaríkjunum. Sagt er, að stjórnin sjálf ætli ráða yfir þessum bílakosti fyrir sig og gæöinga sína, til þess að nota þá á flóttanum frá hinni hrynjandi Babylon Ólafs Thors. Sagan er ekki öll sögð enn. Auglýst hefir verið af við- skiptaráði, að nú eigi að leyfa innflutning á bílum þeim, sem keyptir hafa verið í óleyfi á stríðsárunum. Talið er, að þetta séu ca. 100—150 bílar. Með þessu er opnuð leið fyr- ir þá, sem komið hafa út gjald- eyri óleyfilega, — fengið um- boðslí.un með ýmsu móti, til að breyta þessum fjármunum í bíla, flytja þá inn og selja þá síðan með tvöföldu og þreföldu verði á „hinum frjálsa markaði". Það verða áreiðánlega marg- 'ár tilkynningarnar, sem berast viðskiptaráði um gjafabíla á næstunni, frá vinum og vanda- mönnum í Ameríku. Það er von, að maðurinn segði það: Hvers á þjóðin aö gjalda, að búa við þessa svívirðingu í meðferð fjár. En við hverju er að búast, þegar í sæti fjármálaráðherra og viðskiptamála situr maður, sem hefir það til síns ágætis að hafa fúndið upp hinn fræga „kjötstyrk" og þá „afgreiðslu," sem má teljast heimsmet í vit- leysu —, og að vera ánauðugur Ólafi Thors. Ekki tekur heldur betra við, þegar litið er til forustunnar í viðskiptaráði. Þar er á oddinum annar ánauðugur maður, sem þar að auki er lítill karl. A. B. C. Dr. Ilarold C. IJrey: Ég skelfist---------------------- Dr. Urey er prófessor í efnafræði við háskólann 4 Chicago. Hann vakti alheims athygli árið 1934 og fékk enda Nóbelsverð- launin, er hann uppgötvaði misþunga vetniseinda, en það var einmitt mjög þýðingarmikið atriði fyrir kjarnorkurannsóknirnar. Hefir hann stöðugt unnið við kjarnorkurannsóknir síðan árið 1941. — Dr. Urey hefir og vakið athygli á sér fyrir skarpskyggni og víðsýni í félagsmálum, m. a. verið kjörinn formaður Universi- ty Federation for Democracy and Intellectual Freedom. Greinin, sem hér birtist í nokkuð styttri þýðingu, er tekin upp úr „Collier’s" frá 5. janúar í vetur,. Ég skrifa þetta til þess að hræða ykkur. Ég er hræddur sjálfur. Allir vísindamenn, sem ég þekki, eru hræddir, — hræddir um sitt eigið líf og ykk- ar líf. Við höfum dvalið í Washing- ton síðustu vikurnar og ráðlagt, — þegar ráða okkar hefir verið leitað, — varðandi möguleika kj arnorkusprengj unnar. Að sjálfsögðu hefir þekking okkar á möguleikum stjórnmál- anna aukizt við þetta. Og sú aukna þekking hefir aukið á hræðsluna. Ég vil átegja við ykkur — og ég vildi óska, -að ég gæti sagt það augliti til auglitis — að við, sem höfum árum saman lifað í skugga kj arnorkusprengj unnar, erum farnir að þekkja óttann vel, og það er ótti, sem þið þurfið aö taka þátt í, ef okkur á að takast að leysa úr þeim við- fangsefnum, sem okkar bíða. Við stöndum á landamærum áður ókunnra sviða efnisheims- ins. Og þegar hugsað er til al- heims-eftirlits, stendur allt mannkyn gagnvart nýjum og áður óþekktum þáttum alþjóð- legrar menningar. Stjórnmála- mennirnir verða að hefja ruðn-\ ing nýrra brauta í fullri alvöru og einlægni, eins og vísinda- mennirnir hafa gert. Þeir eru mjög ófúsir á slíkt, eins og sak- ir standa. Það er meðfram vegna þess, að þeir hafa ekki þurft að lifa í daglegri snertingu við þetta mikilvæga viðfangsefni, eins og við vísindamennrnir höfum orðið að gera árum sam- an. Það er erfitt fyrir þann, sem ekki hefir sjálfur tekið þátt í kapphlaupinu um kjarnorku- vopnin, að skilja til fulls ugg- væna óvissu þess. Við lifðum í stöðugum ótta við, að Þjóðverjar yrðu á undan okkur, frá því fyrst að okkur varð fyllilega ljóst, að markinu yrði náð innan skamms. Þekk- ing okkar var þá þegar það mik- il, að við vissum, að þetta myndi þýða endalok- þjóðanna, eins og við þekktum þær og elskuöum, — gereyðingu borganna London, Washington, New York, Detroit eða Los Alamos og Oak Ridge. — Þessi ægilegi ótti okkar bloss- aði upp í hvert sinn og við heyrðum fréttir um „dularfulL ar“ sprengingar á ströndum Frakklands, eða um árásir strandhöggssveita á „rannsókn- arstöðvar," sem við síðar kom- umst áð, að höfðu aðeins verið framleiðslustöðvar V 2. Skoðun mín er í stuttu máli þessi: Þessi sami ótti getur orðið hlutskipti ykkar eftir nokkur ár. Þá finnið þið ekki til ánægju- legrar hvíldar yfir því, að stríð- inu skuli vera lokið. Þá getur komið að ykkur að brjóta heil- ann um, hvað á seiði sé bak við læstar dyr rannsóknastofanna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.