Tíminn - 06.07.1946, Síða 1
; RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
\
' ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN
; Símar 2353 og 4373
(
; PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
30. árg.
\ RITSTJÓRASKRIFSTOFUR
EDDUH'ÍSI. Undargötu 9 A
| Slmar 2353 og 4373
\ AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
j OG AUGLÝSINGASKRIFSTOF/ :
\ EDDUHÚSI, Lir.dargötu 9 A
\ Ji-Til 2323
119. blað
Söguleg hnef-
leikakeppni
UNO frestaði störfuin
meðan hún fór frain.
Ein sögulegasta hnefaleika-
keppnl, sem fram hefir farið,
var háð í Jankee Stadion í
New York 19. f. m. Þeir Joe
Louis, sem var heimsmeistari
í þyngsta flokki hnefaleika-
manna, og Billy Conn, sem
talinn var skæðasti keppi-
nautur hans, kepptu þá um
heimsmeistaratitilinn. Svo
mikili var áhuginn fyrir þess-
ari keppni, að vinnan hafði
verið látin falla niður í skrif-
stofum þjóðabandaiagsins (U.
N. O.) og aðalfulltrúar flestra
ríkjanna skipuðu fremstu
bekkina með Tryggvi Lie í
heiðurssæti. Alls voru 70 þús.
áhorfenda viðstaddir. Að-
göngumiðar voru seldir frá 50
—500 kr. og samanlögð sala
aögöngumiða nam 15 milj. kr.
Alllöngu fyrir kappleikinn
hafði því verið spáð, að Conn
myndi bera sigur úr býtum og
sýndu veðmálin, að sigurvonir
hans voru taldar 5—1. Seinasta
hálfa mánuðinn fóru sigurvonir
Louis hins vegar að glæðast,
þar sem þjálfarar og kunnir
hnefaleikamenn, sem sáu hann
æfa, töldu, að honum hefði
síður en svo farið aftur. Þegar
kappleikurinn hófst, voru veð-
málin 3—1 Louis í hag.
Framan af leiknum veitti
Conn betur og hann vann fyrstu
þrjár loturnar. Louis var hins
vegar mjög öruggur, varðist
öllum alvarlegum höggum og
var bersýnilega að gera sér
grein fyrir veilum mótstöðu-
mannsins, í 4. lotunni hóf Louis
gagnsókn og kom tveimur þung-
um höggum vinstri handar á
Conn. Louis vann þá lotu með
yfirburðum og hélt sókn sinni
stöðugt áfram, unz hann barði
Conn í gólfið með öflugu höggi
vinstri handar seint í 8. lotu.
Conn reyndi að rísa á fætur,
en mistókst það. Louis hélt
þannig heimsmeistaratitlinum
áfram, en hann er búinn að
verja hann 22 sinnum og hefir
alltaf sigrað. í 13 seinustu kapp-
leikjum hefir hann barið mót-
stöðumenn sina óvíga. Louis er
nú búinn að vera heimsmeistari
í 9 ár, og telja margir, að hann
sé mesti hnefaleikagarpur, sem
nokkru sinni hefir uppi verið.
Louis gerði meira en að halda
titlinum, hann fékk einnig 40%
af öllum ágóðanum af keppn-
inni. Conn varð að láta sér
nægja 20%.
Norrænt námskeið
á Askov
Hinn 1.—10. ágúst næstkom-
andi verður haldið norrænt
námsskeið (,,Det andet Göte-
borgskursus") á Askov-lýðhá-
skóla í Danmörku með fyrir-
lestrum um uppeldis- og samfé-
lagsmál frá sjónarmiði kristni
og kirkju. Er það félagið „Venn-
er af Grundtvigs Göteborgs-
tanke“, sem gengst fyrir náms-
skeiðinu og er það einkum fyrir
kennara og kirkjunnar menn.
Mörg erindi verða flutt á náms-
skeiðinu og verða fyrirlesar-
arnir þekktir menn frá Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi.
Forgöngumenn mótsins von-
ast eftir góðri þátttöku frá öll-
um Norðurlöndunum. Fræðslu-
málaskrifstofan gefur nánari
upplýsingar um námsskeiðið.
Frá aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga
Vörusala sambandsfélaganna nam 158 milj. kr. áriö 1945
eöa 14,5 milj. kr. meira en næsta ár á undan
— ■>
Samgöngur á meginlancUnu að færast í eðtilget horf
Samg-öngur á meginlandinu færast nú óðum í eðlilegt horf. Nýlega hafa t. d. verið hafnar fastar bílferðir
milli Stokkhólms og Parisar, og sézt hér ein af bifreiðunum, sein notuð er á þessari leið.
Nýtt fyrirtæki, sem
annast landflutninga
Nýlega hefir verið stofnað
hlutafélag til að annast flutn-
inga landleiðis hér á landi. —
Fyrst um sinn verður starfsemi
félagsins aðeins bundin við vöru-
flutninga. Um þessar mundir
eru að hefjast flutningar á veg-
um félagsins milli Akureyrar og
Reykjavíkur. Verða ferðir farn-
ar tvisvar í viku. Hefir félagið
fimm bifreiðar til að annast
vöruflutninga og mun taka
hvers konar flutning á þessari
leið. Hver pakki sem félagiö
flytur verður færður á framskrá
og tekur félagið ábyrgð á vör-
unum og eru vörurnar vátryggð-
ar á meðan þær eru í vörslu fé-
lagsins. Forstjóri félagsins er
Steinþór Ásgeirsson, en af-
greiðslan er á horni Grettisgötu
og Hringbrautar. Á Akureyri er
afgreiðslan hjá bifreiðastöðinni
Bifröst.
Jóhann Þorsteinsson
píanóleikari látinn
Frá Kaupmannahöfn hafa
þau sorglegu tíðindi borizt, að
Jóhannes Þorsteinsson píanó-
leikari hafi látizt þar af slys-
förum. Hann fór til Kaup-
mannahafnar í vor með ungfrú
Elsu Sigfúss og lék undir á
hljómleikum hennar.. Jóhannes
heitinn hafði komið nokkrum
sinnum fram hér opinberlega og
vakið athygli sem mjög efni-
legur pianóleikari. Hann var
kjörsonur hjónanna frú Lauf-
eyjar og Jóns Sigurðssonar,
forstjóra á Akureyri.
Herskip sýnd
Allmörg brezk herskip eru
um þessar mundir stödd á
Reykjavíkurhöfn. Eru skip þessi
flest tundurduflaslæðarar. Það
hefir nú verið tilkynnt, að skip-
in verði til sýnis almenningi i
dag og á morgun. Skipið, sem
sýnt verður á morgun, liggur
undir kolakrananum og er
merkt með svörtu flaggi. Skip-
in verða til'sýnis frá kl. 2—6
e. h.
Hraöfrystihús fyrir grænmeti
byggt í Hverageröi
! Fyrir nokkru var hafin bygg-"9,
ing hraðfrystihúss í Hveragerði,
! sem notað verður til frystingar
! á grænmeti. Er verkinu nú það
langt komið, að húsið er komið
undir þak og verið er að leggja
einangrun í klefana. E*rystivél-
arnar eru smíðaðar hér á landi
og frysta þær við gufu. Fryst-
ing verður þeim mun meiri,
sem gufan er heitari. Er þetta
alger nýjung hér á landi og
sparar hún alla aðra orku við
frystinguna. Frystihúsið er 320
ferm. að stærð og eru í þvi tveir
frystiklefar, sem áætlað er að
! rúmi um 200 smál. samtals. í
húsinu er ennfremur stór
vinnslusalur. Auk þess sem hús- |
ið tekur grænmeti til frysting- ,
ar, er ætlunin að framleiða safa !
! úr tómötum í sambandi við:
I frystihúsið. Grænmetishrað-
; frystistöðin mun að öllu for-
! fallalausu geta tekið til starfa í
! næsta mánuði.
Eins og kunnugt er, hefir
j rannsóknarstofa Háskólans haft
með höndum tilraunir með,
, frystingn grænmetis hér á
, landi og hafa þær tilraunir gef-
jizt mjög vel.Sýna þær, að græn-
! metið varðveitir við slíka
jgeymslu mjög vel fjörefni þau,
jsem annars fara forgörðum við
| venjujega geymslu. Það er því
| meðfram vegna árangurs þess-
ara rannsókna, að hraðfrysti-
grænmetishús þetta er byggt.
Konráð Axelsson i Hveragerði
veitir húsinu forstöðu.
*
Nýtt Islandsmet
í boðhlaupi
Á innanfélagsmóti í. R. í
fyrrakvöld var sett nýtt met í
4X800 m. boðhlaupi. Var það
boðhlaupssveit félagsins, sem
setti mótið. Tími sveitarinnar
var 8:20,4 mín. Gamla metið
var sett af sveit K.R. 1944 og
var það 8:45,0 mín. í sveit í. R.
voru Jón Bjarnason, Sigurgísli
Sigurðsson, Óskar Jónsson og
Kjartan Jóhannsson.
Afmælisrit Magna
Hið merka félag, málfunda-
félagið Magni í Hafnarfirði, átti
25 ára afmæli á síðasta ári. Eins
og kunnugt er, beitti það sér
fyrir stofnun Hellisgerðis, feg-
ursta skrúðgarðs sunnan lands,
og hefir annazt hann alla stund.
Á morgun kemur út rit eftir
Ólaf Þ. Kristjánsson kennara
um Magna og starf þess félags
um aldarfjórðungsskeið, og
verður það selt í sambandi við
hátíð, er Magni gengst fyrir í
Hellisgerði.
Rit þetta er hið smekklegasta
að öllum frágangi og prýtt
mörgum myndum, bæði úr garð-
inum og frá ýmsum hátíðum; er
þar hafa verið haldnar, og af
þeim mönnum, er félagið skipa
og borið hafa uppi hið ágæta
starf þess á liðnum árum. En
auk þess er ritið hið gagnorð-
asta og skemmtilegasta aflestr-
ar eins og allir munu vænta,
er þekkja höfund þess og rit-
leikni hans.
Málfundafélagið Magni hefir
unnið svo gott og nytsamt starf,
að það á alþjóðarþökk fyrir.
Því fé, sem til þess rennur, er
vel varið. Þeir, sem efni hafa á,
ættu að leggja eitthvað að
mörkum til þess.
Bruni á flugvellinum
í Reykjavík
Síðastl. miðvikudag brann
braggahverfi á flugvellinum i
Reykjavík. Voru í bröggum
þessum aðalslörifstofur brezka
flughersins hér á landi, og mun
flugherinn hafa orðið fyrir til-
finnanlegu tjóni við að missa
þar ýms skjöl og skilríki. Hvass-
viðri var, er eldurinn kviknaði,
svo erfitt var að fást við slökkvi
starfið, en slökkviliðið í Rvík
vann að slökkvitilraunum, —
en sökum óhagstæðra skilyrða
tókst ekki að ráða við eldinn og
brann braggahverfig allt upp á
tiltölulega skammri stundu.
Fráfarandi forstjóri og framkvæmda-
stjórar kjörnir heiðursfélagar
Aðalfundur Sambands islenzkra samvinnufélaga stendur nú
yfir á Blönduósi. Á fundinum sitja 77 fulltrúar, auk stjórnar og
framkvæmdastjóra en alls eiga 87 fulltrúar frá 52 félögum rétt
til setu á fundinum.
Fundurinn var settur kl. 10
árdegis á fimmtudaginn. Voru
þar gefnar skýrslur um starf-
semi S. í. S. og reikningar þess
fyrir síðastl. ár lagðir fram.
Þegar lokið var skýrslugerð og
afgreiðslu reikningsatriða,
kvaddi formaður S. í. S., Einar
Árnason, sér hljóðs og flutti
þeim Sigurði Kristinssyni, Að-
alsteini Kristinssyni og Jóni
Árnasyni þakkir í virðulegri
ræðu. Lagði hann síðan fram
eftirfarandi tillögu fyrir hönd
stjórnar S. í. S.: 1
I
„Sem vott virðingar og
þakklætis fyrir vel unnin og
heillarík störf í þágu Sam-
bands ísienzkra samvinnufé-
iaga, kýs aðaifundur S. í. S.
1946 fyrrverandi forstjóra
Sigurð Kristinsson og fyrr-
verandi framkvæmdastjóra,
þá Aðalstein Kristinsson og
Jón Árnason, heiðursfélaga
Sambandsins, og eiga þeir
rétt til setu á aðalfundum
þess sem heiðursgestir".
Tillagan var samþykkt með
lófataki og risu fundarmenn úr
sætum sínum til virðingar
heiðursfélögunum.
Samkvæmt skýrslum þeim,
sem voru lagðar fram, nam öll
vörusala S. í. S. á síðastl. ári
94.647 þús. kr. Sala sambands-
félaganna nam 158 milj. kr. eða
14 y2 milj. kr. meira en árið áð-
ur. Félagar i S. í. S. voru 1 síð-
ustu árslok 25. 297 og Jiafði þeim
fjölgað um 2290 á árinu.
Síðar verður sagt nánar frá
aðalfundinum og starfsemi S. í.
S. á síðastliðnu ári.
K.R.-ingarnir komnir
heim
Fimleikamennirnir komu heim
í fyrrakvöld með flugvél frá
Prestwick í Skotlandi. Stjórn
K. R. hafði þá boð inni fyrir
fimleikamennina í Tjarnar-
café, þar sem viðstaddir voru,
auk stjórnar félagsins, fulltrú-
ar blaða og útvarps, utanríkis-
málaráðuneytisins og stjórn
í. S. í.
Fimleikaflokkurinn hefir far-
ið hina mestu sigurför og hvar-
vetna hlotið hinar beztu mót-
tökur. Hafa fimleikarnir vakið
mikla athygli, einkum stökkin,
sem talin eru með þvi bezta sem
sézt í því efni. Það er haft eftir
Norðmönnum, að þeir eigi ekki
jafn góða menn í stökkum á
dýnu.
Heiðursfélagar S. \. S.
Sigurður Kristinsson.
Aðalsteinn Kristinsson.
Jón Árnason.
Smjörlíki hækkar
Viðskiptaráð hefir leyft
hækkun á smjörlíki. Hækkun
þessi nemur 60 aurum á hvert
smjörlíkis kg., þannig, að kílóið
kostar nú kr. 5,60 en var áður
kr. 5,00.
Danskur söngvari
Á mánudaginn kemur hingað
til lands danskur barryton
söngvari á vegum tónlistarfé-
lagsins. Heitir hann Einar
Nörby, og mun hann halda
nokkrar söngskemmtanir hér.