Tíminn - 30.11.1946, Síða 4
FRAMSÓKNARMENN!
Munib að koma i flokksskrifstofuna
REYKJÆVÍK
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í
Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066
30. \ÓV. 1946
221. blatl
Ú i
œnum
I dag:
Sólin kemur upp kl. 9.48. Sólarlag kl.
14.41 Árdgisflóð kl 9.25. Síðdegisflóð
kl. 21.50.
í nótt og aðra nótt:
Næturakstur annast bifreiðastöðin
Hreyfill sími 6633. Næturlæknir er í
læknavarðstofunni í Austurbæjarskól-
anum sími 5030. Næturvörður er í
Laugavegs Apóteki.
Útvarpið í kvöld:
20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið:
Einleikur og trió. 20.45 Leikþáttur:
„Tobbi prests fær makleg málagjöld"
eftir Harald Á. Sigurðsson. (Leikstjóri:
Indriði Waage). 21.15 Útvarp frá 30-
ára afmælishátíð Karlakórsins „Fóst-
bræður". 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
Skipafréttir:
Brúarfoss fór frá Sauðárkrók á há-
degi í gær til ísafjarðar, lestar fros-
inn fisk. Lagarfoss kom til Siglufjarð-
ar í gærmorgun frá Akureyri. Selfoss
fór frá Reykjavík 25. nóv. til Leith.
Fjallfoss var á Djúpavík í gær. Reykja-
foss kom til Hamborgar 27. nóv. frá
Leith. Salmon Knot fór frá New York
23. nóv. til Reykjavíkur. True Knot
kom til Reykjavíkur 20. nóv. frá Hali
fax. Becket Hitch fór frá New Y(jrk 28.
nóv. til Halifax. Anne kom til Gauta-
borgar 26. nóv. frá Kaupmannahöfn.
Lublin kom til Hull 28. nóv. frá Ant-
werpen. Lech fór frá Hull 28. nóv til
Boulogne. Horsa fór frá Hull 25. nóv.
til Reykjavíkur.
Stúdentablaðið
kemur út á morgun og verður selt á
götunum. Blaðið flytur grein eftir Dr.
Einar Ól. Sveinsson er nefnist íslenzk
sjónarmið, grein um flugvallarsamn-
inginn eftir Magnús Jónsson og at-
hugasemdir ritnefndar við þá grein.
Tómas Guðmundsson skrifar grein er
nefnist: Hvert fer andagift ungu stúd-
entanna? Kvæði eftir Halldór Sigurðs-
son, Sjálfstæðisbaráttunni er ekki lok-
ið eftir Þorvald G. Kristj,ánsson, Ný-
sköpun og sjálfstæði eftir Valgarð
Briem, Sjálfstæðisbaráttan heldur
áfram eftir Hermann Gunnarsson, og
auk þess myndir, kvæði og greinar
eftir fleiri höfunda. Sölubörn eru beð-
in að mæta í Menntaskólanum kl. 10
f. h. á morgun.
Á víðavang i
(Framhald aj 2. síSu)
þó að hann hafi „réttar tölur“
um hina.
Það er hvergi nefndur óþarfi.
Morgunblaðið heldur því
fram, að það hafi nú sannað
með sundurliðuðum skýrslum
Odds Guðjónssonar, að engum
gjaldeyri hafi verið eytt fyrir
óþarfa. Raunar er það nú svo,
að sundurliðunin í hagskýrsl-
unum er ekki gerð á þeim
grundvelli. Þó að Oddur hafi
sýnt ritstjórn Mbl. sundurlið-
aðar innflutningsskýrslur í 49
liðum og enginn þeirra væri
kallaður óþarfi, sannar það ekki
neitt. En það hefir dugað til
að sannfæra Mbl., að orðið ó-
þarfi kom hvergi fyrir.
Mikiff er þaff sjálfstraust.
Annars munu fáir treysta
sér til þess, aðrir en Oddur og
Mbl., að segja hvort nokkur ó-
þarfúr innflutningur sé með í
liðum, sem eru kallaðir Tekn-
iskar vefnaðarvörur, vörur úr
leðri, loðskinn og vörur úr þeim,
gler og glervörur, leirsmíða-
munir o. s. frv. Þetta geta allt
verið þarflegar vörur, en það
getur líka verið óþarfi. Venju-
legu fólki er ekki nóg, þó að
orðin gleíkýr og óþarfi komi
ekki fyrir í skýrslunum. Það
treystir sér ekki til að álykta
neitt af því einu, en þessir
gera betur.
Spillt fyrir sölu.
Mbl. segir Tímamenn hafa
reynt að spilla sölu á ýmsum
vörum. M. a. níðir það þá fyrir
skrif um áfengismál, og mun
blaðið finna, að þau eru fremur
til þess fallin að spilla fyrir söl-
unni. Unir Tíminn því vel og
eins ónotum Mbl. þess vegna.
Kaupendur og inn-
heimtumenn Tímans
Gjalddagl blaðsins var 1. jiilí.
Vinsamlegast, drag'ið ekkl lengur að
senda greiðslnr.
Árgangnrinn kostar kr. 45.00 utan
Reykjavíkur og Ilafnaríjarðar.
INNHEIMTA TÍMANS
Jólablaðsauglýsingar
Auylýsendur, sem œtla aS auglýsa
í jólablaði Tímans, eru vinsamleya
beðnir uð sendu auglýsinyarnar sem
allra fyrst.
Tímann
vantar tilfinnanlega böm tll að bera
blaðið út til kaupenda víðs vegar um
bæinn. Heitið er á stuðnlngsmenn
blaðsins. að bregðast vel við og reyna
að aðstoða eftir megnl við að útvega
imgllnga til þessa starfs.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Vinnið ötullega fyrir
Tímann.
KRAFTTALÍUR
fyrirli^jandi í eftirfarandi stærðnm:
Fyrir 11/2 tonn
-2
- 3
- 5
Samband ísl. samvinnufélaga
ÍOO reiðhestagangar
(skaflaskeifur) óskast. — Afgreiðslutími desembermán-
uður. — Verðtilboð, merkt „skeifur", sendist blaðinu
fyrir 10. des. þ. á.
Ásgeir frá Gottorp
(Framhald af 3. síðu)
ar sínar um góðhesta. Fátt af
því efni, sem útvarpið flytur,
mun hafa vakið meiri og al-!
mennari ánægju en hestaþætt-
ir Ásgeirs, sem þar hafa verið
fluttir. Nýlega er komin út stór
bók eftir hann um þetta efni,
sem nefnist „Horfnir góðhest-
ar“. Bókin hefir hlotið góíða
dóma og aukið við hróður höf-
undar.
Það hefir orðið sumum mönn-
um nokkurt undrunarefni, að
sjötugur bóndi, sem eigi hefir
áður fengist við ritstörf svo að
talist geti, skuli senda frá sér
svo vel ritaða bók. En okkur,
sem lengi höfum þekkt Ásgeir
frá Gottorp, kom þetta ekki á
óvart. Við þekktum ágæta at-
hygligáfu hans, öruggt minni
og frábæra frásagnarhæfileika.
Hann hefir oft veitt okkur á-
nægjulegar stundir, með
skemmtilegum sögnum af
mönnum og atburðum, og við
vitum, að hann gæti skrifað
vel um fleira en horfna gæð-
inga.
Ásgeir frá Gottorp er vel hag-
mæltur, eins og hann á kyn til,
þótt hann hafi farið dult með
þá gáfu. Hann anh góðum
skáldskap, og kann ógrynni af
ljóðum og lausavisum. Ég hefi
ekki á öðrum tímum haft meiri
ánægju af að heyra lesin ljóð,
heldur en þegar Ásgeir fer með
Vegtamskviðu Stephans G. og
önnur góð kvæði, sem hann
þylur bókarlaust og reiprenn-
andi. Þetta listamannaeðli Ás-
geirs hefir komið glöggt fram
í störfum hans, og vafalaust átt
rikan þátt í afrekum hans, sem
hestamanns og fjárræktar-
manns. Hann hefir umgengist
skepnurnar sem vini sína og
skynsemi gæddar verur, sem
hann hefir gert sér far um að
skilja, og tekist það flestum
betur. Þeir bændur, sem þannig
vinna hefja sétt sína og sveita-
lífið á hærra stig, upp úr gráum
hversdagsleikanum og daglegu
striti fyrir þörfum lífsins. Þess
vegna standa íslenzkir bændur
og aðrir, sem landbúnaði unna,
í þakkarskuld við Ásgeir írá
Gottorp og hans líka Eignist
bændastéttin nógu marga menn
með hans hæfileika, listaeðli
og lífsviðhorf, þarf ekki að ótt-
ast um íramtíð landbúnaðarins
á landi voru.
SHIPAUTCERD
unrr
%ri:n
M.B. SÆFUGL
OG SÆFARI
til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar,
Borgarfjarðar, Vopnafjarðar og
Bakkafjarðar.
Vörumóttaka í dag.
HÚSMÆÐIJR!
Chemía-vanillutöflur eru ó-
viðjafnanlegur bragðbætir í
súpur, grauta, búðinga og alls !j
konar kaffibrauð. Ein vanillu-
tafla jafngildir hálfri vanillu-
sctöng. — Fást í öllum matvöru-
verzlunum. ,
rwinm
Menningar- og
minningarsjóður
kvenna
Minningarspjöld sjóðsins fást
í Reykjavík í Bókabúðum ísa-
foldar, Bókabúð Braga Bryn-
ólfssonar, Hljóðfærahúsi Reykja
vikur, Bókabúð Laugarness og
Bókaverzluninni Fróða, Leifs-
götu.
Mennt er máttur.
S j óðsstj órnin.
HVAÐ ER MALTKO?
Á aðfangadag jóla árið 1911
kvæntist Ásgeir, og gekk að
eiga Ingibjörgu Björnsdóttur,
bónda Jóhannessonar í Ás-
bjarnarnesi. Ingibjörg er góð
kona og vel gefin, myndarleg
og góð húsmóðir, og hefir
reynzt manni sínum ágætur
förunautur á lífsleiðinni.
Ég vil svo færa Ásgeiri frá
Gottorp kærar þakkir fyrir liðnu
árin og óska honum og konu
hans heilla og blessunar á kom-
andi tímum.
SkúU Guðmundsson.
(jatnla Síc
Hryllileg nótt
Amerísk sakamálamynd.
Aðalhlutverkin leika:
Susan Heyward
Paul Lukas
Bill Williams
Börn innan 16 ára fá ekki
aðgang.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Vijja Síí
(við Shtilnnötu)
^ueiníí $ál£(onat
^aebæhur 00 titítcbic
791-1797
Sakamála-
fréttaritarinn
(„Lady on a Train“)
Skemmtileg og spennandi mynd
eftir hinni þekktu sögu eftir
LESLIE CHARTERIS, er komið
hefir út í ísl. þýðingu.
Aðalhlutverk:
Deanna Durbin
David Bruce
Ralph Bellamy
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Tjatnatbíc
Nætnrferð
(Night Boat to Dublin)
Spennandi njósnarsaga.
Robert Newton
Raymond Lowell
Muriel Pavlow
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
, i LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Jónsmessudraumur
á fátækraheimilinu.
Leikrit í 3 þáttum, eftir Pár Lagerkvist.
Leikstjóri: LÁRUS PÁLSSON.
Sýning á sunnudag kl. 20.
Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 3 í dag. — Tekið á móti
pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2 og eftir 3 y2. Pantanir
sækist fyrir kl. 6.
♦
o
o
o
o
o
o
1 >
O
O
o
o
O
1 >
o
o
O
o
o
HJARTANS ÞAKKIR til allra, vina og vandamanna, sem
glöddu mig á margvíslegan hátt á sextugsafmæli mínu 18.
nóvember síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll.
Deildartungu, 25. nóvember 1946.
SIGURBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR.
Útför mannsins míns,
Þórðar Sveinssonar
prófessors,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 2. desember kl. 2.
Athöfninni verffur útvarpaff.
Ellen Sveinsson.
VERÐBRÉFADEILD
LANDSBANKA ÍSLANDS
verður opin kl. 5—7 mánudaginn 2. des-
ember, til sölu á vaxtabréfum Stofn-
lánadeildarinnar. Kaupendur að vaxta-
bréfum með frádregnum vöxtum fá þau
afhent um leið og sala fer fram.
Óskað er eftir jiví, að jieir sem hafa
keypt vaxtabréf með frádregnum vöxt-
um en ekki fengið þau afhent, vitji þeira
á morgun frá kl. 5—7.
STOFNLÁNADEILD
SJÁVARÚTVEGSINS
YTÐ LANDSRAIVKA ÍSLAYUS.