Alþýðublaðið - 14.06.1927, Side 2
2
ALBYÐUBLAÖiÐ
ALÞÝÐUBLAÐIB
kemur út á hverjum virkum degi.
Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við
Hverfisgötu 8 opin irá k). 9 árd.
til kl. 7 síðd.
Skrifstofa á sama stað opin kl.
9VS—IO'/s árd. og kl. 8—9 siðd.
Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294
(skriístoían).
Verðlag: Áskriitarverð kr. 1,50 á
mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15
hver mm. eindáliia.
Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan
(í sama húsi, sömu simar).
Frá stórstúkuþinginu.
Á stórstúkuþinginu var gerð
svo feld samþykt:
Að gefnu tilefni og samkvæmt
sampyktum fyrri stórstúkupinga
Jýsir stórstúkuþingið í Reykjavík
1927 yfir pví, að bannmálið er á-
kveðið stefnumá! reglunnar, og
telur pví skýlausa skyldu allra
félaga Góðtemplarareglunnar að
styðja og endurbæta bannlögin
og aðrar áfengisvarnir, svo sem
auðið er.
Einnig sampykti þingið tillögur
um að fá banrilögin bætt og eft-
iriitið með peim aukið og fól
framkvæmdanefndinni að gera
gangskör að framkvæmdum
þeirra, þar á meðal að því að fá
á næsta alþingi flutt frumvarp
um sérstakan dómara í áfengis-
málum, að áfengisauglýsingar
verði lögbannaðar, að heimild
'iækna til að gefa út áfengisseðla
verði afnumin eða takmörkuð að
minsta ,kosti, enda verði Hag-
stofunni falið aö birta mánaðar-
Jega í Hagtíðindunum sundurlió-
aðar skýrslur um afhiendingu á-
fengis til lyfjabúða og laitna og
úr lyfjabúðum eftir læknisávísun
(ef eða á meðan áfengislyfseðla-
leyfi er ekki afnumið), að það
ákvæði verði sett i lögin um veit-
ingáleyfi og gistihúshald, að
veitingamaður missi rétt til veit-
inigaleyfis við fyrsta brot á á-
fengislöggjöfinni, að flutt verði
þegar á næsta alþingi frumvarp
um, aö hneykslanlegt framferði
embættismanna, hvort sem það
stafar af áfengisnautn eða öðr-
um sökum, varði viðurJögum
samkvæmt 144, gr. h.igningarlag-
anna, og sömuleiðis, að athuguð
verði nauðsyn á samsvarandi á-
kvæðum um yfirmenn á skipum
og þeim, er nú giida um biíreið-
arstjóra, og þá komið á framfæri
frumvarpi þar um. Þá vaT og"
samþykt að krefjast þess, áð
ekkert áfengi sé flutt inn sam-
kvæmt Spánar&amningunum án
þess, að upprunavottorð fylgi þvi,
-— svo að ekki sé flutt vín frá
öðrum Iöndum í blóra við Spán,
enda er óhæfan nóg samt —.
Einnig samþykti stórstúkuþingi'ð
að krefjast þess af ríkisstjórn-
inni að hafa fullkomið eftirlit
með áfengisverzluninni og minti
sérstaklega á nauðsyn rannsóknar
á því, hvernig standi á rýrnuninni
miklu, sem hvaðj eftir annað hefir
reynst á birgðum hennar, einnig,
að takmörkunin, sem síðasta al-
þingi samþykti að gerð væri á
útlánum úr henni, þurfi að ná til
útsalanna, en ekki að eins til
stórsölunnar. Nákvæmt eftirlit sé
haft með ölgerð og innflutnimgi
öls ; stjórnarvöldin gangi ríkteftir,
að áfeng hárvötn séu gerð alveg
óhæf til drykkjar; tollgæzlu sé
komið á sem atlra viðast; bann-
gæzLa sé aukin og efld sem mest,
þar á meðal sérstaklega á Siglu-
firði. ÁfengisdrykJdr verði ekki
um hönd hafðir í veizlum, sem
haldnar eru að tilhlutun ríkis-
valdsins, þar á meðal bæjar- eða
sveitar-félaga.
í frásögn hér í blaðinu í gær
átti að standa, að 31 tóku há-
stúkusti’gið (gerðust félagar al-
þjóðahástúkunnar), eTi það níis-
prentaðist; stórstúkustigið.
Störstúkuþinginu lauk í dag.
Rannsóknirnar
að Eergþópsh¥((li.
Er mér hafði borist í hendur
Alþýðublaðið frá 7. þ. m., bað ég
fornfræðing hr. Hans Kjær að
gefa mér nánari upplýsingar við-
víkjandi hinni fyrirhuguðu ferð
Irans til Islands í sumar og jafn-
tramt að upplýsa, undan hvaða
rótum þessi rannsóknarferð hcms
væri runnin. Þ'essu svarað"i hr.
Hans Kjær mér bréflega daginn
eftir, og fer bréfið hér á eftir:
„Af tilefni spurningar yðar til
mín í gær vil ég gjarnan taka
það fram, er nú greinir:
' Ferð mín til íslands í sumar
er, eins og sézt á hánni stuttu
frétt, er simuð var til íslenzkra
biaða, hrein-vísindalegs eðlis og
af persónulegum toga spunnin.
Það er ósk mín að vera viðstadd-
ur rannsóknimar á Bergþórshvoli
eða svo lengi, sem tími vinst til,
í fullkomnu samráði og sam-
vinnu við þá, er stjóma útgreftr-
inum á Bergþórshvoli, — þ. e.
a. s. viÖ Matthías þjóðminjavörð
Þórðarson, svo að ég á þann veg
fái skýrar hugmyndir um hús-
Jn í Thy, sem ég var svo hepp-
inn að fínna rústimar af og eru
einistök í sinni röð í Norður-Ev-
rópu; þau eru að vísu eldri, en
seninilega á sama sviði þróunar
hins norræna húss eins og hús
íslands á fyrri hluta miðalda. Geti
ég aftur á móti við þetta tæki-
færi orðið að einhverju liði með
sérþekkingu minni eða á annan
veg, væri mér það kært.
Fexð mín er í engu sambandi
vi'ð þá íslenzku forngripi, sem í
Danmörku eru.“
Eins og lesa má í bréfinu, eru
það engin stjórnarvöld, er beðið
hafa Hans Kjær að taka þátt í
þessum fyrirhuguðu rannsóknum
að Bergþórshvoli, heldur er það
persónuleg ósk ‘hans -- er hann
verður staddur á íslandi hvort
sem er, — að fá að vera með
við rannsóknir þessar sem vís-
indamaður til nánari skýringa
öðmm atriðum fornfræða, er hann
hefir haft mjög með höndum. Það
er þá heldur ekki hans meining
að flytja neitt á burt með sér af
því, er kynni að finnast á áður-
nefndum stað. — Það verður því
naumast talið amiað en almenn
kurteisi að veita honum leyfi til
þess sem vísindamanni að vera
viðstaddur þessar rannsóknir,
enda geri ég ekki ráð fyrir, að
nein þjóð myndi neita slíkri
beiðni, enda er hér ekki að tala
um launungarmál.
KhÖfn, 20. maí ’27.
Þorfinnur Kristjánsson.
Athngasemd.
Alþýðublaðið er hónum ágæta
sámverkámanni sínum, herra Þor-
fínni Kristjánssyni, þakklátt fyrir,
að hann hefir knúÖ fram þessa
yfirlý&ingu Hans Kjærs fomgripa-
varðar, en satt að segja upplýs-
ir hún ekkert um það, sem máii
skiftir um för hans hingað. Héf-
ir herra Kjær tekið hana upp
hjá sjálfum sér? Og sé svo ekki,
hver er það þa, sem hefir komið
nonum af stað? Hver borgar
ferðalag hans? Hefir hann styrk
úr nokkrum sjóði til þess og
hverjum? Hver borgar útgröftinn
á Bergþórshvoli ? Er það íslenzka
ríkið? Það getur varla verið, því
að ekki er neitt fé veitt til þess
á fjárlögunum. Og sé ekkert fé
til þess á fjárlögunum, þá verður
verkið auðvitað að bíða, þangað
til þingið veitir féð; það liggur
ekkert á; rústirnar skemmast
ekkert, þó að þær liggi eitt ár til
í jörðu. Það er auðvitað nokkuð
skrítin meinloka hjá fornfræðingi
aö búast við því, að nokkuð sé )
á Bergþórshvolsrústunum um '
tóftirnar i Thy að græða; þó að
ekkert annað væri, þá er aidurs-
munurinn of mikill til þess, að
það geti verið. Hitt er og, að það
er gersamlegur misskiíningur, að
íslenzk fornhús séu af norræn-
um uppruna; þau eru af kelt-
neskum uppruna, og pvi er ekk-
ert á þeim að græða fyrir herra
Kjær við rannsóknir hans á hús-
um í Thy. Og þetta hlýtur hann
að vita. Hitt er engin fyrirsögn,
að hann flytji ekki út forngripi,
því að það banna fornmenjalögin.
Meðan þessum spurningum er ó-
svarað, er þa'ð engin skylda
hvorki fyrir kurteisi sa'tir né aðr-
ar að taka beimsókn þessa danska
fornfræðings með neinum þökk-
um í landi, þar sem enn má sjá
spor Daniels Bruuns í snjónum,
og þar sem engin þörf virðist á
þessu ferðalagi hvorki fyrir hann
né aðra.
Skiptapl Græiilaníl.
(Tilkynning frá sendiherra Dana.)
HaJdið er, að eimskipið „Hugo“,
sem Kryolit-félagið grænlenzlta
hefir á leigu, riafi farist á heim-
leið frá Ivjgtut. Liðnir eru 19
dagar, síðan skipið fór frá Ivig-
tut, en venjulega fara 12 dagar-í
þá ferð. Frá landsfógetanum í
Godthaab er símað, að „Islands-
falk“ liafi séð olíuklætt lík á
reki, og að gufuskipið „Gustav
Ho)m“ hafi séð björgunarbát af
skipinu. Á skipinu voru 18
menn, allir Danir. „Islands Falk“
og önnur skip eru nú að leita að
liinu horfna skipi.
Lúðrasveif ReyijavíkHr
er glæsilegur ávöxtur af starfi
og samtökum nokkurra manna,
sem hafa fundið hvöt hjá sér til
að verja tómstundum sínum tif
að þjóna listhneigð sinni og með
áhuga og ósérplægni kosfa’ð
kapps um að fullnægja kröfu
tímanna um göfgandi, mentandi
og upp lyftandi hljómiistarstarf
almenningi til hressingar, hvíldar
og huglyftingar frá áhyggjum,
striti og dægurþrasi lífsbarátt-
unnar. Þessir menu eru allir að
stjórnandanum undan skiTdum,
sem «gefur sig eingöngu við
hljómlistarstarfsemi fyrir laun af
skornum skamti, handiðnarmenn,
verzlunarmenn og verkamenn,
sem vinna fyrir sér og sínum fyr-
ir takmörkuð laun stéttar sinnar.
Þeir offra hvíldartíma sínum og
tómstundum til starfs í Lúðra-
sveitinni og oft jafnvel tíma frá
nauðsynjaverkum, ef svo ber
undir. Starf þeirra kostar fé þar
að auki. 'Það útheimtir hljóðfæri,
nótur, húsnæði o. fl., sem þeir
eru ekki færir um að leggja af
mörkum auk starfsins. Það er
skylda almennings að fullnægja
þeirri þörf. Lúðrasveitin hefir
jafnan hiiðrað sér hjá að gera
kröfu um þetta, nenm þegar ó-
hjákvæmilegt hefir verið, og þá
hefir því jafnan verið vel tekið.
Þrátt fyrir það, þó að langt sé:
nú, síðan Lúðrasveitin minti al-
menning á skyldu hans gagnvart
henni, hefir hún fjölgað hjá sér
hljóðfærum, staðið þungan straum
af skuldaafborgunum húss síns.
og starfað svo, að nú fullnægir
hún kröfum tímans eins vel og
nokkurn tíma áður. En nú er
henni þörf fjár. Þess vegna ætlar
hún í kvöld kl. 8V2 að gefa ai-.
menningi færi á að sýna viður--
kenningu sína og kaupa af henni
merki á 50 aura, sem ungar
stúlkur munu ganga með á miili
manna, meðan, Lúðrasveitin Ieik-
ur úrvalslög, útlend og innlend.
Oft er þétt skipað um Austur-
völl, er Lúðrasveitin lætur til sín
heyra, og væntanlega verða þar
nú ekki færri en flestir hafa ver-
ið og allir með merki Lúðrasveit-
arinnar. Það verðskuldar him
sannarlega.
„Réttur",
tímarit, feest í bókabúðinni á
Laúgavegi 46. Gérist áskrifend-
ur!