Tíminn - 09.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.01.1947, Blaðsíða 3
5. blað TÍMIM, fimmtndagiim 9. janúar 1947 3 Dánarmlxmlng: Guðmundur Halldórsson bóndi á Saiidliólaferfu. Þann 3. marz s. 1. andaðist Guðmundur Halldórsson bóndi á Sandhólaferju. Fæddur var Guðm. 11. sept. 1878 að Syðri-Rauðalæk í Holtum, og voru foreldrar hans Halldór Halldiórsson bóndi að Syðri-Rauðalæk og eiginkona hans, Margrét Bárðardóttir, ættuð frá Efra-Seli í Land- sveit. Á tíunda árinu var Guð- mundur, er hann missti föður sinn. Mun föðurmissirinn hafa haft sterk áhrif á hinn óharðn- aða ungling, sem þá var næst elztur systkina sinna og varð þá að- taka á sínum veiku kröft- um í þarfir lítt efnaðs heimil- is. Tveimur árum eftir fráfall Halldórs heitins, fluttist ekkj- an frá Rauðalæk með barna- hópinn. Ungur að árum kvaddi Guðm. fæðingar og æskustöðv- arnar, með hryggð og æsku- vonir í brjósti. Lágu sporin í vesturátt, niður með Rauða- læknum, sem rann við túnið heima, unz staðar var numið. á bökkum Þjórsár á hinum landskunna ferjustað, Sand- hólaferju. Það mun fljótt ha^a komið í ljós, að ættjarðarástin var Guð- mundi í blóð borin, hann flutti hana með sér frá Rauðalæk í nýja dvalarstaðinn, þangað, sem hann hélt áfram sínum æskuleikjum, ásamt systkinum sínum, í víðsýni hins fagra fjallahrings, sem í nokkurri fjarlægð gerir útsýnið á Sand- hólaferju svo heillandi, ekki sízt á heiðríku vorkvöldi, þegar áin rennur í ótal kvíslum í kyrrð og ró vestan við túnið, en kvöld- sólin varpar gullnum roða á hlíðar Austurfjalla. Hér átti Guðm. líka eftir að dvelja leng- ur en aðeins stuttan tíma í fögrum áfangastað, hér átti hann eftir að lifa ævina alla. í sveitinni var hann borinn, hún var hans skóli, sem mótaði hann og ól. Á Sandhólaferju kaus hann að lifa lífinu, hann tók þar við búi ásamt bró$ur sínum, Ingvari, er móðir þeirra og fóstri, Sigurður Jósepsson, hættu búskap, 1924. Árið áður gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Önnu Sumarliðadóttur. Eignuðust þau sjö börn, fimm syni og tvær dætur. Guðm. sál var nokkuð við aldur er hann hóf búskap á Sandhólaferju, jörðin er erfið og útheimtir í ríkum mæli árvekni og dugnað þeirra, er jörðina nytja. Guðm. átti eldheitan áhuga hins ósér- hlífna manns, sem öllu er fús að fórna fyrir heimilið, eiginkon- una og börnin. Ást hans á þess- um aðilum átti sér engin tak- mörk. Hann vann því meira en kraftarnir leyfðu, og skeytti ekki hót þótt honum væri á það bent, að mannsorkan og manns- ævin eiga sér afskömmtuð tak- mörk. En kraftar og líf Guðm. höfðu skjlað sttnum dýrmæta arði, arðinum, sem hann þráði mest að eignast að kvöldi ævi- starfsins, að koma börnunum sínum vel á legg'. Svona leið merkasti þátturinn í ævistarfi Guðmundar á Sandhólaferju: Persónu Guðm. þarf ekki að lýsa fyrir þeim, er hann þekktu, opnum örmum tók hann á móti hverjum þeim er að garði bar, vináttu nágranna sinna átti hann alls staðar að fagna. Ég get ekki skilið svo við þessi minningarorð, að ég ekki flytji hinum látna vini alúðarkveðjur U. M. F. Ásahrepps, fyrir það brautryðjendastarf, er hann hóf á byrjunarárum þess félags, við félagarnir fyr pg síðar stöndum ávallt í þakkarskuld við þá, sem gengu þar fyrstu sporin. Guðm. naut þess mikla heiðurs að vera gerður að heið- ursfélaga í ungmennafélagi sveitar sinnar, er hann varð að hverfa frá félagsstörfunum. Slíka viðurkenningu hljóta þeir, sem öllu vilja fórna á altari mætra félagssamtaka. Og svo að lokum er ég lýk þessum orðum mínum um Guð- mund á Ferju dáinn, kemur í hug minn atvik frá síðastliðnu vori. Ég kom á fögru kvöldj riðandi framan Þjórsárbakka sunnan Sandhólaferju, sólin var að hverfa á bak við Útfjöllin (Framhald á 4. síSu) og matseld og tala dálítið illa um grannkonurnar. Ekki sé ég að þessir vesalings sakleysingj- ar geri mikið illt af sér. Svo væru þá 200 miljónir barna og áreiðanlega gera þau hvorki að drepa né eyðileggja í stórum stíl. Svo væru álíka mörg gam- almenni og sjúklingar, sem ekki hafa þrótt til slíks. Þá er af- gangurinn ekki meira en 100 miljónir ungra manna, sem hafa hreysti og getu til að fremja afbrot. Af þessum 100 miljón- um eru 90, sem stöðugt eru önn- um kafnir og strita við að framleiða mat og klæði úr skauti jarðarinnar, og þeir hafa ekki tima til að gera illt af sér. í þessum 10 miljónum, sem þá eru eftir, eru aðgerðarlitlir menn, sem langar til að njóta lfsins þægilega, hæfileikamenn, sem gleyma sér við sín viðfangs- efni, embættismenn, prestarnir, greinilega fylltir áhuga á að lifa dyggðugu líferni, minnsta kosti á yfirborðinu. Raunveru- lega vondir eru þá ekki nepia nokk/úr þjóðmálaleiðtogar, ver- aldlegir eða andlegir, sem aldrei láta heiminn í friði og nokkur þúsund landishornalýðs, sem gengur á mála hjá þessum leiðtogum. En það verður þó enganveginn heil miljón, sem fæst í þennan flokk og tel ég þó stigamenn og ræningja með. Það er því í mesta lagi einn maður af þúsundi, sem kallast getur vondur, og þó er hann það hvergi nærri alltaf. Það er því miklu minna illt á jörðinni en maður heldur, þótt það sé vitanlega of mikið“. Þetta er í samræmi við það, sem hann segir annars staðar um hetjudýrkun og hernaðar- ljóma: „Meðan geðþótti fárra manna getur látið drepa þúsundir bræðra okkar, er sá hluti mann- kynsins, sem haldinn er hetju- dýrkun, það hræðilegasta af öllu í ríki náttúrunnar.“ / Þannig skrifaði þessi franski skörungur, sem með penna sín- um gróf grunninn undan harð- stjórn og einræði. Með svona skrifum reif hann niður rótgrónar skoðanir, sem stjórnarhættir og mannfélags- skipun samtiðarinnar hvíldi á. En í hjarta sínu dáði hann manneðlið, óspillt og heilbrigt, og trúði á framför mannkyns- ins. Hann deildi á trúarbrögðin og tignaði skynsemina, en þó aðhylltist hann þá skoðun að framför mannsins og þroski leitaði sameiningar við alföður, algóðan og alvitran guð. ALICE T. HOBART: Y ang og yin Það þurfti mikinn sálarstyrk til þess að neita hinum aðþrengdu mönnum um ögn af ópíum, þegar þeir grátbáðu um það. Verið gat lika, að þeir freistuðust til þess að selja þeim það. / XVIII. GLUGGAR hússin Voru opnir um nætur. En Peter var vanur að vakna, hvenær sem var. Hann hrökk upp við það, að porthurðin var knúð með krepptum hnefum. Éitlu síðar var drepið á dyrnar á húsi hans. Hann flýtti sér út að glugganum, svo að Díana vaknaði ekki við höggin og kallaði til mannsins, að hann kæmi undir eins til dyra. Þegar hann lauk upp hurðinni, stóð dyravörðurinn úti fyrir. „Frá wai kúó ren, hinum ókunnu mönnum," sagði hann og rétti Peter bréf. Peter las bréfið við ljósglætuna frá luktinni, sem dyravörður- inn hélt á. Það var frá amerískum tóbakssölumanni. Maður úr starfsliði hans var fárveikur, sagði hann, og fólk óttaðist, að hann væri með kóleru. Gæti hann komið strax? Bækistöðvar þessarar tóbaksverzlunar voru utan við borgina við skipaskurðinn, sem var lífæð utanlandsviðskiptanna. Borg- arhliðunum var lokað á hverju kvöldi áður en myrkrið skall á, svo að bréfið hlaut að hafa verið dregið yfir múrana í körfu. Peter varð að fara eins að, ef hann átti að komast til sjúklingsins áður en birti af degi. Það var þó ekki hættulaust. Vínviðarteinungar og kjarr hafði náð fótfestu í sprungum og augum í borgarmúrnum, og hin flétt- aða karfa, sem hann sat í, festist, og við það slaknaöi á tauginni, sem þegar var orðin gerslitin. En samt sem áður komst hann heill á húfi til jarðar, skreiddist upp í burðarstólinn, sem beið hans undir múrnum, og skipaði burðarkörlunum að hraða för sinni sem mest þeir máttu. Ef maðurinn var veikur af kóleru, gat hver mínúta verið dýrmæt. Innan fárra stunda gat hann verið liðið lík, ef hjálpin barst ekki nógu fljótt. purðarstóllinn vaggaðist eftir hreyfingum burðarkarlanna, sem hlupu við xót yfir þögla sléttuna. Að vitum Peters lagði sterkan eim frá nýplægðum hrisgrjónaekrum — einum hinnar svörtu moldar, sem hafði verið ræktuð um margar aldir, var allt öðru vísi en þefurinn af mold hinna nýsnortnu akurlenda í Banda- ríkjunum. Hann heyrði froskana kvaka í vatnspollunum í plóg- förunum, og einstaka fugl, sem var að vakna af nætursvefninum, skríkti af kátínu. Burðarkarlarnir námu staðar og létu stólinn siga til jarðar. Stórt múrsteinshús bar við dimman himininn. Einn af starfs- mönnum fyrirtækisins beið læknisins á dyraþrepinu. Peter var órótt' innan brjósts. Hann hafði ekki séð neinn Bandaríkjamann, nema trúboðana, siðan um haustið. Sjúkligurinn var eiginlega barn að aldri, nýkominn til Kína. Hann var mjög óttasleginn. „Þetta er ekki kólera,“ sagði Peter rólega, þegar hann hafði skoðað hann rækilega. Ótti sjúklingsins rénaði undir eins — hið xalda myrkur dauðans þokaðist ögn fjær beði hans. „En þetta er illkynjuð blóðsótt. Þetta verður langvinn sjúk- dómslega." „Ég sætti mig við það — ef ég bara lifi þetta af .... Ef þér viljið bara lofa því, að ég skuli ekki deyja ...,“ Peter varð hálf-hvumsa við. Hann var óvanur því, að sjúklingar hans óttuðust dauðann. Slíks hafði hann aldrei orðið var síðan hann kom til Kína. Og' sjálfur hafði hann smám saman tileinkað sér æðruleysi Kínverjanna og hetjulund andspænis sjúkdómum cg dauða. í langan tíma fór Peter daglega út í bækistöðvar tóbaksverzlun- arinnar til þess að hjúkra og liðsinna þessum ameríska dreng — Randolp hét hann. í siðasta skiptið, sem hann kom, sat sjúkling- urinn einn í dagstofunni. Hann var lotinn í herðum, axlirnar slappar og hendurnar héngu máttvana niður með stólbríkunum. Hann þolir ekki einveruna, hugsaði Peter. Og þó hann ætti enn cunninn meginhluta af dagsverki sínu, settist hann hjá drengnum og fór að tala í hann kjark. Hann sagði honum frá sjúkrahúsi sínu, kínversku sjúklingunum og hinum ótrúlegu uppátækjum þeirra. Og smám saman gleymdi drengurinn þeirri tortryggni og andúð, sem að jafnaði ríkir milli trúboða og kaupsýslumanna. „Viltu ekki reykja?“ spurði’hann. „Jú — þakka þ^r fyrir,“ svaraði Peter. ____ „Vindil eða sigarettu?" ,',Vindil.“ Randolp flýtti sér að ná í beztu vindlana, sem völ var á. Hann liómaði af ánægju. Þakklæti hans í garð læknisins breyttist á svipstundu í virðingu og vináttu. Hann átti því að venjast að Irúboðarnir teldu tóbakið eina af tálsnörum djöfulsins og köstuðu sök á hann fyrir að stuðla að útbreiðslu þess. Hann hafði aftur á móti fellt þann dóm yfir trúboðunum, að þeir væru þröngsýnir ofstækismenn. En þessi læknir var skilhingsríkur og hjartahlýr maður, þótt hann starfaði í trúboðsstöð. Það var orðið ærið langt síðan Peter hafði reykt vindil. Laun lians voru klipin við nögl, og hann hafði ekki átt annars úrkostar en hætta alveg reykingum. En þess betur naut hann nú þessa góða tóbaks og þeirrar kumpánlegu hlýju, sem einkenndi fram- komu piltsins. Hann hló innilega, þegar Randolp lýsti fyrir honum ferðum sínum um fylkið, skiptum sínum við hina kínversku kaup menn og bendingamálinu, sem hann hafði sjálfur fundið upp. „Þeir halda, að þetta sé gamansemi, og það er þeim að skapi. Þeir eru í rauninni ágætustu náungar. Og skollanum slungnari í viðskiptum." — Nú kom upp kaupmannshugurinn í Randolp. ■ „Viltu heyra nýja kjörorðið okkar? Sigaretta upp i hvern Kínverja, karla, konur og börn, áður en tiu ár eru liðin! Hugsaðu þér, hversu risavaxin viðskipti það yrðu! Kínverjarnir kváðu vera fjórar miljónir.“ KeðjuráFarmall dráttarvélar Samband ísl. samvinnuf élaga Tilkynning frá Viðskiptaráði uni útgáfu nýrra gjjaldeyris- og imiflutuingsleyfa. Viðskiptaráðið hefir ákveðið að veita ekki fyrst um sinn, á meðan það afgreiðir endurútgáfu leyfa frá fyrra ári, ný gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir al- mennum vörukaupum, nema sérstaklega tilheyri út- flutningsframleiðslunni. Ráðið mun því synja öllum umsóknum sem til þess berast, ef ekki er eins ástatt um og að framan segir. Hins vegar mun ráðið auglýsa /sftir umsóknum í til- tekna vöruflokka strax og það er tilbúið til þess að af- greiða slíkar umsóknir. Reykjavík, 7. janúar 1947. viðskiptarAðið. ÍÍÉPI^Íi' ■ FASTEIGNASKATTUR til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1947: Húsaskattur, lóðarskattur, vatnsskattur, svo og leiga af íbúðarhúsalóðum, féll í gjalddaga 2. janúar. Eigendur fasteigna og lóðarleigjendur eru beðnir að athuga, að oft vill við bregða, að gjaldseðlar komi ekki til skila, einkum ef eigandinn býr ekki sjálíur í hinni skattskyldu húseign, eða skattskyld lóð ér ó- byggð. . GreiðiÖ fasteignagjöldin til bæjargjaldkerar.s í Reykjavík nú þegar. Skrifstofa borgarstjóra. \ Tilkynning frá Viðskiptaráði Viðskiptaráðið vill hér með beina því til stofn- ana og einstakra manna, að ráða eigi hingað til lands erlenda listamenn, án þess að hafa áður tryggt sér leyfi ráðsins fyrir þeim gjaldeyri, sem nauðsynlegur kann að véra í þessu skyni. Enn fremur eru menn varaðir við því að slofna til hvers konar hópferða til útlanda, án þess að haía fyrirfram fengið loforð Viðskiptaráðs um gjald- eyri til fararinnar. Reykjavík, 6. janúar 1947. viðskiptarAðid. Tapast hefir: brúnn hestur, 5 vetra. Mark: heilrifað hægra, sneitt framan vinstra. Dökkjörp hryssa, 5 vetra. Mark: Sýlt bæði eyru. Þeir, sem kynnu að verða varir við annað eða bæði þessi hross, eru vinsamlega beðnir að láta vita til Kr. Arndal- Reykjavík, sími 1327.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.