Tíminn - 07.02.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: j ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON > ÚTGEPANDI: FRAMSÖKNARELOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. I RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Síml 2323 31. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. febr. 1947 26. MaS ERLENT YFIRLIT-. Stjórnarf ariö í Tékkóslóvakíu Heppnast Télckum þjóðnýtingin? Tékkóslóvakía er eina landið a áhrifasvæði Rússa, þar sem stjórnarfarið hefir ekki orðið deiluefni Rússa og vesturveldanna. Vesturveldin hafa viðurkennt, að þingkosningarnar, sem fóru þar fram á fyrra ári, hafi farið fram með löglegum hætti, og lýð- ræðisstjórn sé ríkjandi í landinu. Ástæðan fyrir því, að betur hel'ir tekizt til með stjórnarfarið í Tékkósióvakíu en hinUm löndunum, er vafalítið sú, að Tékkar höfðu lýðræðisstjórn fyrir styrjöldina og voru orðnir vanir slíkum stjórnarháttum. I hinum löndunum, þ. e. Pól- landi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Búlgaríu og Júgóslaviu, var hins vegar allt ööru vísi ástatt. Þar voru einræðisstjórnir fyrir styrjöldina. Yfirráðastéttirnar beittu andstæðinga sína vægð- arleysi og réttleysi og söfnuðu þannig glóðum elds að höfði sér. Benes. Við því mátti alltaf búast, að hinar undirokuðu stéttir myndu fyrst eftir valdatöku sína beita hinar gömlu yfirráðastéttir svip- uðum tökum og þær beittu áður. Til að gera sér fulla grein fyrir ERLENDAR FRÉTTIR Brezka> herstjórnin í Palestínu vinnur nú að því að flytja þaðan brezkar konur og börn og hefir skorað á alla brezka þegna að fara þaðan. Herstjórnin hyggst að hefja úrslitasókn gegn skæru- ílokkum Gyðinga og hefir skorað á.þá að gefast upp fyrir tiltek- inn tíma. Brezka stjórnin hefir lagt fyrir þingið frumvarp um þjóð- nýtingu allra raforkuvera. Ellen Wilkinson, sem var menntamálaráðherra í stjórn Attlee, lézt í fyrradag. Hún er fyrsta konan, sem gegnt hefir ráðherraembætti í Bretlandi. Byrd hefir tilkynnt, að leið- angur hans hafi fundið nýtt land á Suðurheimskautssvæðinu. Fulltrúar Araba á Palestínu- r^ðstefnunni hafa hafnað öllum tillögum um skiptingu Palestínu. Truman hefir lýst því yfir við pólska sendiherrann, að hann áliti kosningarnar í Póllandi ólögmætar og pólska stjórnin hafi rofið gerða samninga um það mál. Pólska þingið hefir kosið Bierut forseta pólska rikisins. Hann fór áður með forsetastörf til bráðfábirgða. Bierut er einn af foringjum kommúnista. Mikolajczyk og aðrir flokks- bræður -h.ans í pólsku stjórninni hafa sagt af sér ráðherrastörf- um í mótmælaskyni við fram- kvæmd þingkosninganna. Kolaskortur er víða orðinn tilfinnanlegur í Bretlandi vegna flutningaerfiðleika, sem frost- hörkurnar hafa valdið. Um 100 manns fórust um seinustu helgi, er eldur kom upp í brezku farþegaskipi rétt hjá Hongkong. því stjórnarfari, sem nú er í þessum löndum, þarf að taka tillit til stjórnarháttanna, er voru þar fyrir, og skilja eðlilega afleiðingfH þeirra. Það hefir vafalaust greitt mjög fyrir þvi, hve vel endurreisnin heíiv gengið í Tékkóslóvakíu, að bráðabirgðastjórnin, sem kom til valda eftir hernámið, naut stuðnings allra hinna and- fasistisku flokka landsins og hafði leiðsögumann, sem öll þjóðin virti, þar sem.var Benes fyrrv. forseti. Stjórnin gat því gert margháttaðar róttækar r4ð- stafanir, án teh'andi mótspyrnu, og, undirbúið ágreiningslítið þingfcosningar þær, sem fóru þar fram á síðastl. vori. í þeim kosningum tóku þátt íjórir flokkar, sem höfðu veitt Þjóð- verjum mótspyrnu, og taldir voru fulltrúar fyrir allar helztu stjórnmálastefnurnar. Þessir flokkar voru kaþólski hægri flokkurinn, hinn þjóðlegi mið- flokkur. Benesar, jafnaðarmenn og kommúnistar. Fleici flokkar voru ekki leyfðir, enda hafði Benes haldið því fram löngu ^fyrir styrjöldina, að lýðræðinu , væri hætta búin af ofmörgum flokkum og ætti því að setja skorður gegn óeðlilegri fjölgun þeirra. Úrslit kosninganna uröu þau, að k'ommúnistar urðu að- eins fjölmennastir, ah jafnaðar- menn og miðflokkunnn fylgdu fast á eftir með nokkurn veginn jafnmikið fylgi. Eftir kosning- arnar var mynduð samsteypu- stjórn undir forsæti formanns fcommúnistaflokksins, Gott- walds. Benes var kosinn forseti lýðveldisins. Ráðgert er að kosningar verði aftur í Tékkóslóvakíu innan tveggja ára og verði þá gengið frá setningu nýrrar stjórnar- skrár. Þá verður líka lokið fram- kvæmd tvegg,ja ára áætlunar- innar, sem sett var í fyrra. Sam- kvæmt henni verður iðnaðar- framleiðslan þá orðin 10—20% meiri en fyrir styrjöldina, en hún er ekki nema % af fram- leiðslunni þá. Kaup og verðlag hefir verið fest i höfuðatriðum. Framkvæmd hefir verið eigna- könnun og á grundvelli hennar verður lagðúr á sérstakur eigna- skattur og sérstakur eignaauka- skattur. Alrvíðtæk þjóðnýting hefir verið framkvæmd í Tékkósló- vakíu. Um 65% af iðnaðinum hefir verið þjóðnýtt. Meðal hinna þjóðnýttu atvinnufyrir- tækja eru t. d. kolautómur, raf- orkuver, stál- og járnverksmiðj- ur, ölgerðir, smjörlíkisgerðir, kornmyllur og sælgætisgerðir. Iðngreirur, sem hafa verið þjóð- nýttar að nokkru leyti, eru t. d. gleriðnaður, pappírsiðnaður, ullar- og bómullariðnaður og framleiðsla ýmiss byggingar- efnis. Ákveðið er að þjóðnýta ekki fleiri fyrirtæki fyrst um sinn. Flest hin þjóðnýttu fyrir- tæki eru rekin með hagnaði, nema kolanámurnar og járn- og stálverksmiðjurnar. Kaup- greiðslurnar við hin þjóðnýttu fyrirtæki eru ákveðnar af hlut- aðeijtandi ráðuneyti og verka- mönnum í sameiningu, en náist ekki samkomulag, mega verka- (Framhald á 4. síöu) Frá bæjarstjórnarfundi: Mikil hækkun rafmagnsverðsins samþykkt í gær Heldri hjón frá Síam ÞaS er fremur sjaldgæft að' sjá Síamsbúa á Norðurlöndum. I vetur komu þó tignir gestur frá Síam til Kaupmannahafnar. Pridi Banónýong, fyrr- verandi ríkisstjóri og foringi andstöðuhreyfingarinnar á stríðsárunum, og Phúnsook frú hans. Þau hjón sjást hér á myndinni, ásamt aSalræðis- manni Síamsmanna í Danmörku. Af þessu leiðir tveggja stiga vísitölu- hækkun, er hefir í för með sér stór- felld útgjöld af almannafé Bæjarstjórn Reykjavíkur hélt fund í gær. Meðal þeirra mála, sem þar voru til umræðu, var hækkun sú á rafmagnsverði í bænum, er verið hefir til einnar umræðu í bæjarstjórn áður. Kom margt fram í þeim umræðum, er almenningi er hollt að vita. Vitanlega fór svo, að Sjálfstæðismeirihlutinn í bæjarstjórn sam- þykkti þetta. Af þessu stafar tveggja stiga hækkun vísitölunnar og stórfelld útgjöld fyrir ríki og bæ. Kemur það úr hörðustu átt, þegar Reykjavíkurbær gengur á undan um ráðstafanir, er auka enn dýrtíðina. Verkaskipting ráðherranna í nýju stjórninni Nánari grein hefir nú verið gerð fyrir verkaskiptingu ráðherr- anna í hinni nýju ríkisstjórn. Er hún sem hér fer á eftir, nákvæm- Iega sundurliðuð samkvæmt forsetaúrskurði frá ríkisráðsfundi á þriðjudaginn. Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra. Undir hann heyra eftirgreind mál: Stjórnarskráin, alþingi, nema að því leyti, sem öðru vísi er ákveðið, almenn ákvæði um framkvæmdastjórn ríkisins, skipun ráðherra og lausn, for- sæti ráðuheytisins, skipting starfa ráðherranna, mál sem varða stjórnarráðið í heild, Þingvallanefnd og mál varðandi meðferð Þingvalla. Ennfremur félagsmál, þar undir alþýðu- tryggingar, atyinnubætur, vinnudeilur, sveitarstjórar og framfærslumál. Félagsdómur. Almenn styrktarstarfsemi, þar undir styrkveitingar til berkla- sjúklinga og annarra sjúklinga, sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum, sjúkrasjóðir, elli- styrktarsjóðir, öryrkjasjóðir, slysatryggingarsjóðir, þar með talið Brunabótafélag íslands, nema sérstaklega séu undan teknar. Byggingarfélög. Bjarni Ásgeirsson atvinnumálaráðherra. Undir hann heyra íandbún- aðarmál, þar undir ræktunar- mál, þar á meðal skógræktar- mál og sandgræðslumál, búnað- arfélög, búnaðarskólar, gerð- yrkjuskólar, husmæðraskólar í sveitum, dýralækningamál, þjóðjarðamál, Búnaðarbanki ís- lands. Ennfremur rafmagnsmál, þar á meðal rafmagnsveitur rík- isins og rafmagnseftirlit. Vatna- mál, þar undir sérleyfi til vatns- orkunotkunar, jarðboranir eftir heitu vatni og gufu. Námarekst- ur. Kaupfélög og samvinnufélög. Landssmiðjan. Atvinnudeild há- skólans. Rannsóknarráð ríkisins. Mælitækja,- og vogaráhaldamál. Bjarni Benediktsson utanríkis- og dómsmálaráðherra. Undir hann heyrir dómaskip- un, dómsmál önnur en félags- dómur. Þar undir framkvæmd refsidóma, hegningarhus og fangahús, tillögur um náðun, veiting réttarfarslegra leyfis- bréfa, mátflutningsmenn, lög- reglumálefni önnur en gæzla landhelginnar, áfengismál, strandmál, sifjaréttarmál, erfðaréttarmál, persónuréttar- mál, eignarréttarmál, yfirfjár- ráðamál, lög um kosningar til alþingis og kjördæmaskipting, umsjón með framkvæmd alþing- iskosninga, ríkisborgararéttur, útgáfa stjómartíðinda og Lög- birtingablaðs, húsameistari rík- isins,- verzlunarmál — sem ekki eru í úrskurði þessum falin öðr- um ráðherrum, þar undir verzl- unarskólar. Ennfremur utanrík- ismál. Emil Jónsson, viðskipta- og samgöngumálaráðherra. Undir hann heyra samgöngu- rriáí; önnur en flugmál, þar á meðal vegamál, skipagöngur, at- vinna við siglingar, Stýrimanna- skólinn, skipaskoðun ríkisins, póst- og símamál, loftskeyta- mál, "vitamál, hafnarmál, iðn- aðarmál, þar undir iðnskólar, iðnaðarnám, iðnfélög, eftirlit með veiVsmiðjum og vélum, einkaréttarleyfi. Ennfremur við- skiptamál, þar undir innflutn- ingsverzlun og utanríkisverzlun, önnur en verzlun með sjávaraf- urðir. Bankamál, sparisjóðir, gjaldeyrismál, verðlagsmál (dýr- tíðarrráðstafanir). Eysteinn Jónssön menntamálaráðherra. Undir hann heyra menntamál, þar undii- skólar, sem ekki eru sérstaklega undan teknir, út- varpsmál og viðtækjaverzlun. Barnaverndarmál. Menntamála- ráð. Leikhúsa- og kvikmynda- mál. Kirkjumál. Ríkisprent- smiðjan. Veðurstofan. Heil- brigðismál, þar á meðal sjúkra- hús og heilsuhæli. Ennfremur flugmál, þar undir flugvallar- rekstui', svo og gæzla landhelg- innar. Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráðherra. Undir hann heyra fjá-rmál (Framhald á 4. aiðu) Hækkunin, sem samþykkt var. Sú hækkUn rafmagnsverðs- ins, sem gerð var, nemur nálægt þriðjungi þess, sem bæjarbúar hafa greitt fyrir rafmagnsnotk- unina til þessa. Er verðið þá orðið mun hærra en á Akureyri og í Hafnarfirði til dæmis, og aðeins 20% lægra en á Suður- nesjum, þar sem rafmagnskerfið er alveg nýlagt og verðið haft mjög hátt, bókstaflega m'eð það fyrir augum að takmarka raf- magnsnotkunina sem mest, þar eð ekki er hægt að láta fólki þar í té, nema mjög lítið raf- magn miðað við eðlilega þörf. Þessari «verðhækkun er þó svo háttað, að hún lendir langmest á almenningi, þar eð mest er hækkaður sá taxti, sem fólk býr yfirleitt við á heimilum sínum. Rafmagnssalan mun nú vera nálægt átta miljónum króna á ári, og þótt draga kunni nokkuð úr rafmagnsnotkuninni við þessa hækkun, er líklegt, að hún veiti rafveitunni eitthvað yfir tveggja miljóna króna tekju- aukningu. Þau rök eru færð fram fyrir þessari ákvörðun, að i;afveitan verði að fá auknar tekjur til þess að standast kostnað við aukningu rafmagnskerfisins og ýmsa nýbyggingu. Tekjuaukning, sem étur sig upp. Eins og áður er vikið að, er talið, að tekjuaukning þessi muni færa rafveitunnj rösklega jtveggja miljón króna tekju- . aukningu á ári. ! En ekki er þetta hp gróðinn einh fyrir hina sameiginlegu .sjóði bæjarbúa. Þessi verðhækk- jun mun hæk'ka vísitöluna um I tvö stig. Af því mun leiða stðr- felld útgjöld fyrir bæjarsjóð, rafveituna og öll önnur bæjar- fyriríæki, og mun sú útgjalda- hækkun slaga hátt upp i þaö, að éta upp alla tekjuaukning- una af lækkun rafmagnsverðs- ins. Þar að auki er svo gífurleg útgjaldaaukning ríkisins, sem af þessu stafar og krefst auðvitað aukinnar tekjuöflunar handa Framsóknarvistin í Skemmtisamkoma Framsókn- armanna í .samkomusal Mjólk- urstöðvarinnar í kvöld byrjar með Framsóknarvist klukkan 8.30. Þurfa þá allir þátttakend- ur í spilunum að vera komnir að spilaborðunum. Aðgöngumiðar sækist í inn- heimtustofu Tímans í Edduhús- inu við Lindargötu fyrir klukk- an fjögur í dag. Verði þá eftir eitthvað af óráðstöfuðum að- göngumiðum verða þeir seldir við innganginn í kvöld. ríkissjóði, er aftur leggst að verulegu leyti á Reykjavík. Hvað ber að gera? Eftir það færi hagnaðurinn af þessari ráðstöfun að minnka. í þessu sambandi er. þó á margt að líta. í fyrsta lagi greið- ir rafveitan ^au 400 þús. kr. ár- lega í bæjarsjóð, sem raunveru- lega er útsvarsálag, sem raf- magnsnotendur inna af hendi. í öðru lagi mun rafveitan nú skila miklum arði árlega, ef frá er dregið það fé, sem lagt er í aukn- ingu kerfisins, svo að af því má draga þá ályktun, að rafmagns- verðið sé nægjanlega hátt. Loks er svo það, sem sjálfsagðast hefði verið að athuga, áður en hækkunin var gerð, hvort ekki er hægt að koma á verulegum sparnaði í rekstri rafveitunnar. Mun almenningur í bænum hafa um það sínar skoðanir, sem auðvelt er að rökstyðja. Merkilegt skipulag. Það er rétt að gefa hér ofur- litla hugmynd um það skipulag, sem nú er á rekstri rafveitunn- ar, þótt íólki sé nokkuð um það kunnugt af skiptum sínum við það fyrirtæki. Árið 1945 var skrifstofukostn- ,¦ aður rafveitunnar 1.325 þúsund krónur og voru þar í talin laun starfsmanna í skrifstofu, vinna við mæáaálestur og innheimtu og þar fram eftir götunum. Af þessari upphæð gekk rösklega þriðjungur til mælaálesara og innheimtumanna, og hefir þó stóraukizt síðan. Mun engan furða á því, eins og til er háttað. Ellefu sinnum á ári kemur mælaálesari í hverja íbúð í bænum, skrifar athuganir sínar á blað, sem síðan er afhent i skrifstofu rafveitunnar. Þar eru athuganirnar færðar á spjald- skrá. Síðan er slegið upp í skruddum rafveitunnar og at- hugað, hvaða taxta hlutaðeig- andi maður býr við, rafmagns- notkun hans reiknuð út, reikn- ingur skrifaður og fenginn i hendur innheimtumönnunum, sem síðan fara aftur á heimilin ellefu sinnum á ári eða oftar, ef illa gengur um innheimtuna. Þó að rafveitan hafi einnig á hendi innheimtu fyrir hitaveituna, hafa aðrir menn á hendi eftir- lit og innheimtu fyrir hana, og iðulega mætast þessir sendi- menn sama fyrirtækisins i hús- dyrunum hjá fólki. Hvernig er þetta erlendis? Aðrar þjóðir fara öðru vísi að og miklu skynsamlegar. í Stokkhólmi er þetta svo, áð einn maður, sem innheimtir fyrir rafmagn, gas og önriur svipuð bæjarfyrirtæki, kemur ársfjórð- ungslega, reiknar notkunina á staðnum, skrifar reikninginn og innheimtir hana, ef aðili kýs að borga strax. Að öðrum kosti sér hann um greiðsluna innan á- kveðins- tíma. (Framhald á 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.