Tíminn - 18.02.1947, Side 3
33. hlað
TÍMIM) lH’iðjnditgiim 13. fcbr. 1947
ALICE T. HOBART:
3
SEXTUGUR:
Kristján Jónsson
frá Garðsstöðum
Kristján Jónsson frá Garðs-
stöðum er sextugur í dag.
Hann er fæddur á Garðsstöð-
um við ísafjarðardjúp 18 febrú-
ar 1884. Foreldrar hans voru Jón
bóndi Einarsson og kona hans
Sigríður Jónsdóttir.
Kristján naut góðrar fræðslu
í föðurgarði, svo sem jafnan
hefir títt verið á góðum heimil-
um r sveitum. En um tvítugs-
aldur fór hann til Kaupmanna-
hafnar og stundaði þar nám í
verzlunarskóla einn vetur. Var
hann síðan verzlunarmaður á
ísafirði.
Árið 1911 fór Kristján að gefa
sig við blaðamennsku. Heima-
stjórnarmenn vestra áttu sér þá
blað á ísafirði og hét það Vestri.
Varð Kristján ritstjóri þess
1913 og var það til ársloka 1918
að blaðið hætti að koma út. Var
Kristján lengstum einkaeigandi
blaðsins þennan tíma. Átti hann
einnig litla prentsmiðju og rak
hana þessi ár.
Sumarið 1916 gerðist Kristján
síldarmatsmaður og fékkst lengi
síðan við þau störf. Hann hefir
verið fulltrúi Fiskifélagsins í
Vestfirðingafjórðungi síðan
1922, og löngum setið á Fiski-
þingum.
Þar með eru félagsstörf
Kristjáns ekki talin. Hann átti
þátt í stofnun fyrsta ungmenna-
félags á ísafirði og var um tíma
í stjórn þess. Hann hefir nú ver-
íð nokkur ár í stjórn Búnaðar-
sambands Vestfjarða. Hann hef-
ir verið í stjórn Kaupfélags ís-
firðinga. Hann er einn af stofn-
endum Samvinnufélags tsfirð-
ínga og var lengi í stjórn þess
og hefir auk þess átt hlut að
og verið í stjórn annarra út-
gerðarfélaga.
Endurskoðandi útibús Lands-
bankans á ísafirði hefir Krist-
ján verið siðan 1938.
Þetta efnisyfirlit um störf
Kristjáns frá Garðsstöðum gef-
ur nokkra hugmynd um það
hvernig maðurinn er. Hann hef-
ir áhuga á margs konar félags-
málum og er trúnaðarmaður
atvinnulegra félagssamtaka við
sjó og í sveit. Verkleg menning
og skynsamlegt skipulag í land-
búnaði, útvegsmálum og verzl-
un eru áhugamál hans og hann
helgar krafta sína úrlausnum á
þeim sviðum.
Kristján hefir ennfremur
hneigð til að sinna sögulegum
fróðleik og þjóðlegum fræðum.
Hefir hann safnað ýmsum gögn-
um um sögu héraðs síns, þó að
flest sé það óunnið, enda tíma-
frekt að vinna úr slíku. Þó hefir.
hann skrifað ýmsar fróðiegar
ritgerðir um slík efni, svo sem
um alþingiskosningar í ísa-
fjarðarsýslu, blaðaútgáfu á ísa-
firði o. fl.
Kristján er maður friðsamur
og óáleitinn en staðfastur í
skoðunum.
Kona Kristjáns er Sigríður
Guðmundsdóttir frá. Lundum í
Borgarfirði.
Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu hjálp og hlut-
teknlngu við andlát og jarðarför bróður okkar,
Joels Benjammssonar,
einkum þó hjónanna á Grásíðu í Kelduhverfl, Ragnheiðar
Ólafsdóttur og Þorgeirs Þórarinssonar, sem önnuðust hann
í veikindum hans og sáu um jarðarförina, allt með prýði
og sóma. — Guð launi ykkur.
Þórður Benjamínsson,
Gunndóra Benjamínsdóttir, Fjóla Benjamínsdóttir
Hjartans þökk öllum þeim, nær og fjær, er sýndu okk-
ur samúð við fráfall og jarðarför okkar elskaða sonar,
PÁLS, er fórst með Borgeynni 5. nóv. f. á.
Samúð ykkar léttir okkur saknaðarbyrðina.
• Guð blessi ykkur öil.
Holtum, 5. febr. 1947.
KATRÍN JÓNSDÓTTIR. BJARNI PÁLSSON.
Þakka innilega öllum, er sýnlu hluttekningu við frá-
fall og jarðarför
Dauíels Hjálmssouar.
F. h. ættingja.
JÓN ÞORSTEINSSN.
Faðir okkar
ólafur Guðmundsson,
Þóreyjarnúpi,
andaðist á heimili sinu 15. fobrúar slÖastllOinn.
JÓNlNA OG RAGNHEIÐUR.
Yang og
yin
Hann seildist eftir skál, sem stóð á borðinu, og drakk það, sem
í henni var, í einum teyg. Svo auðvelt getur verið að framkvæma
hina þungbærustu ákvörðun.
- IX.
PETER var á leið til Ameríku. Diönu dreymái hann á hverri
nóttu. Hún hafði aldrei orðið þess jafn greinilega áskynja
og nú, hve sterk bönd tengdu þau saman. Hún fórnaði Mei
Mei allri sinni umhyggju, og kyrrð og friðsæld heimilis móður
hennar umvafði hana. En þetta var ekki hið sanna líf. Hún þráði
enn sem fyrr að lifa með Peter.
Og þegar hann var á leið til hennar, breyttist þessi hljóðláta
kennd í sterka og heita þrá. Hún varð hressari í bragði og léttari
í máli.
Gufuskipið özlaði viðstöðulaust áfram yfir óravíddir Kyrra-
hafsins. Peter fann gerla, að sjúkdómurinn náði fastara taki á
honum með hverjum degi sem leið. Hann hafði aldrei fyrr verið
veikur, og nú var harm eins og ráðþrota og umkomulaust barn,
þegar þjáningarnar tóku að herja á hann. Hann skrifaði nákvæma
sjúkdómslýsingu í dagbók sína, og honum var það ljóst, að hann
varð tafarlaust að leita á náðir lækna, er hann kæmi til Ameríku.
Viðnámsþrek hans var ekki eins mikið og hann hafði talið sér
trú um. Hann gat aðeins verið örfáa daga hjá konu sinni og
dóttur.
Díana og Mei Mei biðu hans í járnbrautarstöðinni, þegar lestin
rann inn milli brautarpaiiarma.
Mei Mei hafði breytzt mikið frá því hann sá hana síðast, stækk-
að og orðið fullorðinsleg’ i i háttum. Díana var sjálfri sér lík. Peter
gleymdi sjúkdómi sínum og öllum áhyggjum, þegar hann sá hana.
Allur kvíði rauk út i veður og vind — hann var hamingjusamur
maður.
Mæðgurnar leiddu hann á milli sín að litlum bíl. Díana opnaði
hann og settist við stýrið með dálitlum þóttasvip. „Setztu hérna
hjá mér,“ sagði hún. „Mei Mei getur troðið sér inn síðust.“
Hann seildist eftir hönd dóttur sinnar. Allt, sem hann hafði
orðið að þola í Kína, voru ekki annað en hlægilegir smámunir,
samanborið við gleði hans á þessari stundu.
Hann þorði ekki að dvoija nema tvo daga hjá konu sinni og
dóttur. Og þeir liðu fljótt. Þau þurftu að heimsækja óteljandi
kunningja Díönu, og hann hafði hvergi frið fyrir spurningum
fólks. Þetta var hvimleitt — ekki síður, þótt hann fyndi, að hvar-
vetna var litið á hann sem hetju.
Þegar leið á seinni daginn, fóru óþægilegar kenndir að vakna
í brjósti Peters. Hann sárkveið þeim viðræðum, sem senn urðu
ekki lengur umflúnar. Myndi Díana skilja, hversu brýn nauðsyn
hreif hann svona fljótt í'rá henni? Myndi hún yfirleitt skilja gerðir
hans? En hann varð að segja henni sannleikann.
Hann var einn inni í dagstofunni. Díana var úti við. Honum
fannst stofan ofhlaðin húsgögnum og skrautmunum, og hitinn
var óbærilegur. Hann var ekki orðinn samvanur hinum mikla
hita i amerísku húsunum. Hann þerraði hvað eftir annað svitann
af enninu og úlnliðunum. Hann hlaut að stafa af hitanum —
hann vildi alls ekki viðurkenna, að sjúkleiki hans sjálfs gætí átt
einhvern þátt í vanlíðan hans. Hann þráði sárt hið svala hús sitt
heima í Kína og þröngar, illa búnar stofur þess. Þar var hann
ávallt hress og áræðinn. Hér dró úr honum allan kjark.
Mei Mei kom inn. Hún skreið upp í djúpan hægindastól, prílaði
og iðaði. Svo fór hún að horfa út um gluggarm.
Hann kallaði á hana, og hún settist á hné hans. Hann ætlaði að
taka utan um hana, en hún vildi ekki halla sér upp að honum.
Hann lét það gott heita. Allt í einu sneri hún sér að honum og
sagði:
„Þú mátt aldrei fara burt frá okkur, pabbi.“
Svo renndi hún sér niður af hné hans og hvarf út um dyrnar.
Loks var þessi dagur að kvöldi kominn. Hann var einn hjá
Díönu í svefnherberginu. Hann reyndi hvað eftir annað að vekja
máls á því, sem honum bjó í brjósti, en honum veittist það næsta
erfitt, Díana skildi ekki, hvað hann var að fara. Loks herti hann
upp hugann.
„Ég neyðist til þess að fara á morgun. Ég hefi ekki getað fengið
mig til þess að segja þér það fyrr. En ég get ekki frestað brottför
minni.“
„Og hvað er það, sem kallar þig frá mér strax á þriðja degi?“
En honum létti samt við þetta, þvi að nú strauk hún honum
blíðlega. Nú gat hann sagt henni allt af létta. Hann vildi, að
hún skildi allar hugrenningar hans: kvíða hans og sálarkvalir,
óttann við að verða heilsulaus maður alla ævi, þjónustulund hans
við vísindin, ást hans á hinni þjáðu, kínversku þjóð, fórnarvilja
hans og umhyggju hans fyrir konu_sinni og dóttur.
„Og nú ertu með öðrum orðum orðinn veikur sjálfur?“
„Eitthvað lítils háttar.“
„Heldurðu, að það sé ólæknandi?“
„Það vona ég ekki.“
Hún andvarpaði.
„En þú skilur þó, hvers vegna ég gerði þetta?“ sagði hann.
„Þetta var eina úrræðið. Slíkt verða vísindamenn að gera, ef þeir
vilja ekki bregðast skyldu sinni.“
Diana var bæði reið og hrygg. Hún hafði misst tvö barna sinna
úr kínverskri landfarsótt. Hún hafði flúið heim til Ameríku til
þess að forða Mei Mei frá sömu örlögum. En sjúkdómarnir eltu
hana heimsálfanna á milli. 'Nú var Peter kominn heim — veikur.
Og það var sjálfskaparvlti!
„Hvernig gaztu gert þetta, Peter? Hugsaðirðu ekkert um Mei
Mei — né mig?“
Það var eins og hnlfur hefði verið rekinn 1 hann. Orðin atirðn-
„LUMA“
rafmagnsperur
eru góðar og ódýrar.
Dær eru nú fyrirliggjiandi lijá flestum
kaupfélögum landsins
Einkaumboð:
Samband ísl. samvinnufálaga
Málverkasýning
Kja rv a I s
í Listaniaiinaskálanum er opin ilag'Iega
frá kl. 11—22.
LISTSÝNING
Yfirlitssýniiijí á vcrkuni
Þórarins heitins Þorlákssonar
er opin daglega I Oddfellowliöllinni uppi
frá kl. 11—8.
Lögtök
Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík og að
undangengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram
til tryggingar ógoldnum erfðafestugjöldum til bæjarsjóðs
Reykjavíkur, er féllu í gjalddaga 1. júlí, 1. október og 1.
desember s. 1., svo og fyrir dráttarvöxtum, að átta dögum
liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði gjöld þessi
ekki að fullu greidd innan þess tíma.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 13. f$br. 1947.
Kr. Kristjánsson.
t
O
O
o
o
o
O*
O
O
o
O
o
O
o
O
o
o
O
< >
o
O
o
o
a
Jörðin Fjarðarhorn
í Gufudalshreppi í Barðastrandarsý>lu, ásamt eyðijörð- |
inni Kálfadal í sömu sveit, er til sölu og ábúðar á næsta tj
vori.
Semja ber við eiganda jarðanna
ii ÞÓRÓLF JÓNSSON, Fjarðarhorni.
J
♦♦♦♦♦*♦♦♦<•-T
Höfum fyrirliggjandi:
Apaskinnsblússur fyrir unglinga,
ullarnærföt, fyrir herra,
og sterka kvensilkisokka.
Fransk-íslenzka verzlunarfélagið h. f.
Laugavegi 10. —- Slmi 7ý35.