Tíminn - 06.03.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓBI: - J
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON j
ÚTGEFANDI:
PRAMSÓKNARPLOKKURINN j
Símar 2353 og 4373 I
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDTJHÚ3I, Llndargðtu 9 A
Símar 2353 og 4373
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG" AUGLÝSINGASKRIPSTOPA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A
Sfml 2323
31. árg.
Reykjavík, fiiitmÉiula&ÍHii 6. inarz 1947
45. blao
ERLENT YFIRLIT-.
Endalok Austur-Prússlands
Rússar kalla |»að Kalingradhéraolð og
vimia kappsamlega ao pví ao' g'era |iao
ao' rússnesku landi a <
Cm langan aldur hefir Austur-Prússland verið háborg hinnar
þýzku þjóðernisstefnu. Þar átti hún vöggu sína og þaðan breiddist
út sá hernaðarandi, sem illu heilli hefir oft stjórnað gerðum
Þjóðverja. Aðalsmennirnir og stórbændurnir í Austur-Prússlandi
hafa verið höfuðfultrúar þýzku hernaðarstefnunnar og lagt til
margfallt meira af hershöfðingjum og herforingjum en nokkur
stétt önnur. Oft hefir verið komizt svo að orði, að Austur-
Prússland væri þýzkasti hluti Þýzkalands.
ÞaÖ voru austur-prússnesku
aðalsmennirnir, sem áttu einna
drýgstan þáttinn í valdatöku
Hilters. Það var þó ekki vegna
neinnar sérstakrar aðdáunar á
þessum austuríska liöþjálfa,
heldur- til þess að bjarga sínu
eigin skinni. Briining, sem þá
var forsætisráðherra, hafði í
undirbúningi löggjöf um skipt-
VON HINDENBURG.
ingu stórjarTSa, er mjög hefði
bitnað á stórjarðaeigendum í
Austur-Prússlandi. Þeir fóru því
á fund Hindenburgs, sem var þá
forseti Þýzkalands, og fengu
hann til að víkja Bruning frá
völdum og taka Hitler i staðinh.
Eftir valdatöku sína, launaði
Hitler Austur-Prússúm ríkulega
þessa aðstoð. Þýzki herinn var
ekki áðeins endurreistur, eins
og wrið hafði þeirra heitasti
draumur, heldur var Austur-
Prússland á margan hátt gert
að miðstöð hinnar þjóðernis-
legu fræðimennsku, einkum þó
háskólinn i Königsberg. Yfir-
stjórnandi þessarar starfsemi
var. Rosenbejg, sem var aðal-
postuli hinna nazistísku kenni-
setninga. — Austur-Prússland
skyldi vera höfuðsetur þýzks
anda og skapgerðar.
Það mun ekki hafa verið sízt
af þessum ástæðum, að mikill
geigur greip Austur-Prússa, þeg.
ar halla tók á Þjóðverja í styrj-
öldinni og rússneski -herinn
nálgaðist land þeirra. Þeir munu
ekki hafa talið sig eiga neins
góðs að vænta úr þeirri átt.
Allir þeir, sem gátu því viðkom-
ið, reyndu að flýja. Sennilega
hefir lika meiri hluti ibúanna
komizt undan til þeirra héraða
Þýzkalands, sem voru hernum-
in af Bándamönnum.
Áður en Rússar höfðu her-
numið Austur-Prússland, höfðu
þeir tilkynnt, að þeir myndu
innlima það i Sovétrikin og
höfðu Bandamenn gefið til þess
samþykki sitt. Sennilega mun
fátt vera Þjóðverjum meira
tákn um algeran ósigur en að
Austur-Prússland, sem var tal-
ið þýzkast allra landa, skyldi
þannig lagt undir framandi
stórveldi. Jafnvel á Versala-
fundinum treystust sigurvegar-
arnir ekki til að leggja Austur-
Prússland undir Pólland, þótt
það væri landfræðilega eðlilegt,
heldur bjuggu til pólska hliðið
svonefnda. Austur-Prússland var
svo lengi búið að vera þýzkt
land, að slíkt þótti þá ekki koma
til mála.
Síðan styrjöldinni lauk hafa
Rússar unnið kappsamlega að
því að gera Austur-Prússland
að rússnesku landi. Fáir hinna
upprunalegu ibúa eru nú eftir,
því að flestir þeirra, sem ekki
höfðu getað flúið, ha'fa verið
fluttir burtu til afskekktra hér-
'aðra í Rússlandi. í staðinn hafa
verið fluttir þangað rússneskir
landnemar í hundrað þúsunda
tali og heldur þeim fólksflutn-
ingum enn áfram. Landnemum
þessum eru yfirleitt búinn betri
kjör en annars staðar i Rúss-
landi. Rússum virðist það ekki
aðeins keppikefli að endurreisa
landbúnaðinn, er var áður aðal
atvinnuvegurinn, heldur vinna
þeir kappsamlega að því -að
koma þar upp margvíslegum
iðnaði. Allt bendir til, að þeir
ætli að gera Austur-Prússland
að höfuðútvirki á vesturlanda-
mærum Sovétríkjanna.
Jafnhliða þessu keppast Rúss-
ar við að útrýma öllu, sem minn-
ir á, að Austur-Prússland hafi
áður verið þýzkt land. Öllum
nöfnum á borgum, bæjum, hús-
um, vegum og götum hefir ver-
ið breytt. Öll hin nýju nöfn eru
hárússnesk, Königsberg heitir
nú Kalingrad, og Austur-Prúss-
land heitir nú Kalingradhérað-
ið. Tilsit heitir nú Sovjetak,
Friedland heitir nú Pravdinska
og þannig mætti lengi telja.
Þrátt fyrir allar þessar að-
gerðir Rússa er ekki vist, að
átökiinum um Austur-Prússland
sé með öllu lokið. í Þýzkalandi
-eru nú hundruð þúsundir aust-
ur-prússneskra flóttamanna og
minningin um gamlar ættar-
slóðir mun lifa i hugum þeirra
og afkomendanna. Þeir timar
geta því komið, að Austur-
Prússland eigi eftir að verða
hættulegt þrætuepli.
ERLENDAR FRÉTTIR
Brezka stjórnin hefir lagt
fyrir þingið frumvarp um skiln-
að Indlands og Bretlands, er
komi til framkvæmda 1 júni
1948. Hafði sir Stafford Crlpps
framsögn fyrir hönd stjórnar-
Jnnar.
Hraf nkell goði sekkur
í fyrradag varð það slys í
Vestmannaeyjum, að vélbátam-
ir Hrafnkell goði og Jökull
rákust saman rétt utan við höfn-
lna með þeim aflelðlngum, að
Hrafnkell sökk. Engan mann á
hvorugum bátanna sakaði.
Hrafnkell goði sökk á sjö mín-
útum eftir áreksturinn, og tókst
öllum skipverjum að bjarga sér
yfir í Jökul. Fóru þó þrir þeirra
í sjóinn. Hrafnkell var 38 smál.
að stærð..
Allar gjaldeyrisinnstæöur þjóðarinnar eydd-
ar og tugir miljóna að auki
°Fyrst um sinn aðeins
takmörkuð leyfi til
bráðnauðsynlegasta
Menntasetur ísfirzkra húsmæora
Það er veglegt hús, framtíðarheimkynni húsmæðraskólans á ísafirði. Skólann stofnaði kvenfélagið „Ósk" á ísa-
firði, árið 1912 og starfrækti það skólann í 22 ár eða þar til nýju lögin um húsmæðraskóla gengu í gilái árið
1941. Síðan hefir skólinn verið ríkisskóli. — Kvenfélagið Ósk átti 40 ára afmæli þann 6. þessa mánaðar og gai'
þá skólanum 20 þúsund krónur, sem verja skyldi til heimilisprýði i nýja skólahúsinu. — Aðalforgöngu að stofnun
Kvenfélagsins Ósk hafði frú Camilla Xorfason, kona Magnúsar Torfasonar þá bæjarfógeta á Isafirði og sýslu-
manns í ísafjarðarsýslum. — Þetta nýja skólahús er allt hið vandaðasta. Mun byggingu þess verða að fullu lokið
næsta sumar. En byrjað var á því fyrir tæpum tveimur árum síðan að forgöngu alþýðufíokksmeirihlutans i
bæjarstjórn ísafjarðar. — í skólanum verða heimavistir fyrir 32 nemendur. Þar eru tvö eldhús, annað fyrir
heimavistarnemendur og hitt fyrir heimangöngunemendur. í húsinu er líka stór vefstofa, bprðstofa og dagstofa.
Enn eru í húsinu íbúðir handa forstöðukonu og kennara. Skólahúsið er fögur bygging og hefir verið valinn staður
í hjarta bæjarins í námunda við gagnfræðaskólann, Bókasafnið og íþróttahúsið.
Fitumagn Faxa-
flóasíldarinnar
um 12%
Hætta á, að þak nýju
mjölgeymslunnar brotnl
niður
Hilmar Kristjónsson, forstjórl
síldarverksmlðjanna á Siglu-
i'irðl. skýrSl Tímanum svo frá
í sfmtali í gærkvöldi, að fitu- ,
magn Faxaflóasíldarlnnar væri
að meðaltali um 12%, en fitu-
magn Norðurlandssíldar á
sumrin er 18—22%. Um 8% af
hreinu lýsi fást úr Faxaflóa-
síldinni, og er það nálægt helm-
ingi minna en úr NorSurlands-
sild. — Til samanburðar má.
geta þess, að fitumagn norskrar
vetrarsildar er enn mihna, um
6—8%, en fitumagn vorsíldar-
innar norsku mun svipað og
Faxaflóasildarinnar nú.
Nýja síldarverksmiðjan a
Siglufirði hefir verið reynd sið-
ustu daga. Hef ir vinnsla i hennl
gengið skrykkjótt, en síðustu
stundirnar, sem unnlð var i gær,
gekk allt eins vel og búast mátti
við, aS það gerðl án breytinga.
Tvær pressur af fjórum og tveir
þurrkofnar af þremur eru, í
nothæfu ástandi, og skiluffu
þessi tæki í gegn 200 málum &
klukkustund í gærkvöldi, og
voru þá afköst þurrkofnanna
fullnýtt^og. værl því hægt að
vinna 4800 mál á sólarhring.
Það ætti að verða til hag-
ræðis, í sumar, þegar síldveiði-
timinn hefst, að hin nýju tæki
voru reynd nú, svo að nú gefst
tækifæri til að bæta strax úr
þvf, sem áfatt reynist.
Mjölgeymslunni er enn nijög
áfátt og erfitt aS geyma mjölið
óskemmt. Snjóar lnn um loft-
ræstingarútbúnað, undir þak-
skegg og meS gluggum. 4 feta
þykkur snjór liggur & þakinu,
Og svigna langbiindin geig-
vænlega, svo aS þakiS myndi
vart þola meiri snjóþunga.
Getur veriS hætta & aS þaS
brotni.
AOA hefur fastar flugferðir
frá New-York um Stokkhólm
meö viökomu í Keflavík
Hópur erlendra blaðanianna kemur hingað
með i'yrsíH ferðinni, «« íslenzkum blaða-
mönnum verður boðið til New York
og Stokkhólms
Um miðjan þennan mánuð mun ameríska flugfélagið American
Overseas Airlines hefja fastar flugferðir milli New York og Stokk-
hólms. Pyrst um sinn verða þrjár ferðir í viku hvora leið, og verða
viðkomustaðirnir í tveimur þeirra Gander, Keflavík og Kaup-
mannahöfn, en í hinni þriðju verður flogið um Osló í stað Kaup-
mannahafnar. Fargjöldin verða nokkuð lægri en nú tiðkast á
þessum leiðum.
innflutnings
í dagblöðunum birtist i
gær tilkynning frá viðskipta-
ráði, Jjar sem tjáð var, að
fy/st um sinn yrði frestað
veitingu allra gjaldeyris- og
innflutningsleyfa, nema um
væri að ræða bráðnauðsyn-
legar vörur, en fafnvel slik
leyfi yrðu takmörkuð. Var síi
ástæða færð fram, að við-
skiptasamningar af hálfu ís-
lendinga við aðrar þjóðir
stæðu yfir og ekki væri hægt
að áætla gjaldeyristekjur þjóð
arinnar, fyrr en samningum
væri lokið. Meginástæðan til
þessarar ákvörðunar mun þó
vera sú, að gjaldeyrisinn-
eignir þjóðarinnar erlendis
eru nú allar til þurrðar
gengnar og meira til.
Ömurlegt ástand.
Hinn 1. marz var ástandiö
orðið þannig, að inneignir ís-
lenzkra banka erlendis námu
aðeins 44 miljónum króna, að
frádregnu því, sem lagt hefír
verið á nýbyggingarreikning. En
sú upphæð, sem þar er til, hem-
ur tæplega 120 miljónum króna.
Hins vegar eru bankarnir þeg-
ar búnir að taka á sig ábyrgðir
að upphæð 58 miljónir króna
fyrir vörum, sem ekki eru komn-
ar epn og 150 miljónum króna,
sem ekki er búið að yfirfæra,
hefir verið ráðstafað til kaupa
á nýbyggingarvörum. >Er þannig
búið að ráðstafa meira en 44
miljónum króna i ei'lendum
gjaldeyri umfram það', sem eft-
irstöðvunum af gjaldeyrisinn-
stæðunum nemur. Hér við bæt-
ist svo það, að ekki eru enn öll
kurl komin til grafar, þar eð
(Framhald á 4. síðu)
Karl í krapinu
Roger G. Allen, blaðafulltrúi
AOA, sem er kominn hingað til
þess að undirbúa komu fyrstu
flugvélarinnar, skýrði blaða-
mönnum hér frá þessu i gær.
Kvað hann líklegt.að fyrsta flug-
vélin færi frá Washington 14.
marz.
Fréttamenn hingað og héðan
til New York og Stokkhólms.
Með henni mundu verða Thor
Thors senöiherra og frú, Hugh
Cumming frá ameríska utanrik-
isráðuneytinu og einir sjö
ameriskir blaðamenn. Fólk þetta
niun dvelja hér á íslandi nokkra
daga, en flugvélin mun fara á-
fram til Sviþjóðar og taka þar
gesti og blaðamenn. íslenzkum
fréttamönnum mun verða boð-
ið að fljúga á þessari nýju flug-
leið, bæði til Stokkhólms og
New York, þremur hvora leið.
Nota aðeins
Keflavíkurflugvöllinn.
Þessar amerísku flugvélar
munu eingöngu nota flugvöllinn
í Keflavík, og er ráðgert, að
móttökuskilyrði fyrir farþega
verði eitthvað bætt frá þvi, sem
nú er. Félagið mun hafa um-
boðsmenn í Reykjavík og skrif-
stofu í Keflavik, og geta farþeg-
ar þar fengið farmiða til svo
að segja hvaða staðar í heimin-
um sem er. Hefir félagið sam-
band við önnur flugfélög, svo
að það getur séð um ferðir
lengra en þess eigin flugvélar
fara.
AOA hefir aðeins vel þjálfað
fólk i þjónustu sinni, og eru til
dæmis allar flugfreyjurnar
lærðar hjúkrunarkonur. Skipt
verður um áhafnir á flugvélun-
um á hverjum flugvelli, svo að
komið getur fyrir, að sex mis-
munandi áhafnir fljúgi á leið-
inni milli Stokkhólms og New
York og til baka.
Margt er sér til gamans gert.
Ýmsir menn hafa orðið frægir
fyrir að leika«þær listir að láta
járna sig á höndum og fótum,
troða sér í poka og sökkva í
djúpt vatn, en losa sig þar af
sjálfsdáðum og áhaldalaust,
bæði úr jártiunum og pokanum,
(Framhald á 4. síðu)