Tíminn - 27.03.1947, Qupperneq 4
FRA M SÓKNA RMENN!
Muruð að koma í fLokksskrifstofuna
4 I REYKJAVÍK
Skrifstofa Framsóknarflokksins er
Edduhúsinu við Lindargötu
i
Sími 6066
27. MARZ 1947
$0. blað
Samþykktir
búnaðarþings
Aukin fjárveiting til þjóff-
minjasafnsins.
Kristján Eldjárn og Gísli
Kristjánsson ritstjóri höfðu sent
erindi um gerð líkana af ís-
lenzkum sveitabæjum. Þessi
tillaga var samþykkt:
„Búnaðarþing skorar á Al-
þingi það', er nú situr, að aukin
sé fjárveiting til þjóðminja-
safnsins á fjárlögum fyrir 1947
og framvegis og þeirri aukn-
ingu varið til líkanagerðar af ís-
lenzkum sveitabæjum af eldri
og yngri gerð.
Jafnframt skorar Búnaðar-
þing á ríkisstjórn og þjóðminja-
vörð að hafin verði framkvæmd
þegar á næstkomandi vori."
í greinargerðinni er komizt
að orði á þessa leið:
„íslendingar eru nú hina sið-
ari áratugi að vakna til fulls-
skilnings og framtaks um varð-
veizlu ýmissa verðmæta, varð-
andi þjóðminjar og menningar-
arf frá liðnum kynslóðum. Var
þó of lengi sýnt tómlæti um
þessa hluti. Hafa því margvis-
leg verðmæti glatazt, sem aldrei
verða endurheimt, t. d. Auðunn-
arstofan á Hólum o. fl. En
vegna þessa verður því að hafa
meiri hraða á en ella að bjarga
því, sem tfjargað verður frá glöt-
un. Ánægjuleg viðleitni í þessa
átt er stofnun byggðasafna og
viðhald nokkurra sveitabæja í
fornum stíl, sem framkvæmd
er á vegum ríkisins. Þetta
er hlekkur í þróunarsögu
íslenskrar menningar, sem
hlynna ber að eftir getu. En að
því er viðkemur byggingarfyr-
irkomulagi íslendinga á ýmsum
tímum og í hinum ýmsu lands-
hlutum, væri æskilegt að geta
tekið fleiri sveitabæi til við-
halds og varðveizlu og víðar á
landinu en nú á sér stað. En
með því, að það er mjög fjár-
frekt, er tæplega við því að bú-
ast, að í það sé ráðist. Er þá að
leita annarra úrræða, sem að
nokkru gætu fyllt upp í þessi
skörð. Virðist þá tiltækilegast
að gerð séu líkön af ýmsum
sveitabæjum frá mismunandi
tímum og ýmsum landshlutum.
Væri það haglega og skipulega
gert, mætti úr slíku safni allvel
lesa þróunarsögu íslenzks bygg-
ingarstils fram á vora daga.
En með því að nú eru óðum
að hverfa af sjónarsviðinu
gömlu bæirnir og rýma fyrir
nýjum og varanlegri bygging-
um, verður að vinda bráðan bug
að því að ná þeim líkönum og
varðveita á þann hátt útlit
þeirra.
Vitað er um, að minnsta kosti
tvo bæi 1 Skagafirði og Eyja-
firði í mjög fornum stíl, sem
þegar á næstkomandi vori eiga
að rýma fyrir nýjum bygging-
um, og getur svo víðar verið.
Væri því allmikill fengur i því
að fá gerð af þeim líkön, áður
en þeir hverfa.
Er því æskilegt, að hið háa
Alþingi teldi sér fært að sinna
þessu máli með aukinni fjár-
veitingu til þjóðminjasafnsins,
er varið yrði til framkvæmda í
þvi efni, sem hér hefir verið
rætt.“
< ►
Höfum fyrirliggjandi á lager í Reykjavík og Akureyri
einangrunarplötur
Stærð i/2X2 metrar á 14.90 platan.
Samband ísl. samvinnuf élaga
Syndakvittun og kosn-
ingasigrar.
(Framhald. af 2. siOu)
þá að gæta þess betur skýldu
sinrar nú, þegar veðrinu hefir
slotað, og vorkunnarlaust er að
skilja og sjá hvert hefir verið
larið með þá.
Með öðru betra móti geta þeir
ekki lagt fram sinn skerf til
þess að koma þjóðinni út úr
þeim ógöngum, sem öllum er nú
að verða ljóst, að hún er komin
í fyrir handvömm rangrar stjórn
arstefnu. Til þess að brjótast
úr þeim ógöngum, þarf þjóðin
á öllum kröftum. að halda. —
Það eitt er víst, — og ekki skulu
menn heldur gera sér neinar
vonir um það, að eigi taki langan
tíma að vinna aftur upp gerð
mistök.
V.
Langrœkni er oftast hvim-
leið; — stunduni réttmæt og
nauðsynleg.
- En langminni í pólitík er
hverju þjóðfélagi lífsnauðsyn. —
Á því langminni þarf þjóð
okkar alltaf að halda — og ekki
sízt á næstunni. Langminnið
þarf hún að nota til þess að
skilja hvernig það mátti verða,
að hún var ginnt til þess að búa
sér þau örlög að breyta mesta
góðæri er yfir hana hefir kom-
ið — í'yfirvofandi fjárhagsöng-
þveitn
Langminnið verður að vera
vörn þjóðarinnar gegn því að
verða leiksoppur pólitískra
loddara Hvað eftir annað — því
það þolir hún ekki.
ErLent yfirlit
(Framhald af 1. síðu)
jafnaðarmönnum miklum sigri
í þeim. Eins og sakir standa
þykja ekki miklar líkur til, að
kommúnistar eflist mjög í land-
inu, þrátt fyrir öflugan áróður.
Hernámsstjórnin sá sig til-
neydda að grípa inn Lrás at-
burðanna og fyrirbjóða verk-
fallið, sem ráðgert var 1. fe-
brúar. Verklýðshreyfingin sner-
ist óvænt við því. Foringjar
verkamanna báðu Mac Arthur
að endurskoða afstöðu sína og
óskuðu jafnframt eftir rannsókn
á kaupgjaldsmálum landsins í
heild. í framhaldi af því eru nú
pendimenn heimssambandsins
að hefja rannsókn sína.
Þannig standa nú málin í
Japan. Ríkisstjórnin er völt í
sessi, og margir erfiðleikar á
vegum hernámsstjórngrinar,
meðfram vegna áhrifaleysis og
óvinsælda rikisstjórnarinnar.
Ef til vill gæti frjálslynd stjórn,
sem alþýðunni væri betur að
skapi, leyst vandann. Þó er örð-
ugt að sþá um það, því að iðn-
rekendur landsins eru líka á-
hrifamiklir, en hins vfegar virð-
ist þjóðin óðum öðlast sjálf-
stæði í hugsun gagnvart fyrir-
mælum æðstu stofnana og hætta
að taka þeim með skilyrðis-
lausri hlýðni. En óneitanlega
skiptir það miklu hver þróunin
verður í landi sólaruppkomunn-
ar meðal þeirra 80 miljóna
manna, er þar búa.
I»rír Eyrbyjggjar.
(Framhald af 3. siðu)
endurbyggð og standa þau flest
enn í dag. Túnið girti hann og
sléttaði að mestu. Hann var
snar í snúningum, kvikur á
fæti, enda verkmaður mikill.
Sérstaklega þótti hann dugleg-
ur heyskaparmaður. Minnist ég
eigi að hafa séð mann fljótari
að binda heysátu en hann var.
Gestrisinn var hann og góður
heim að sækja og við granna
sína var hann hinn greiðugasti
á allt það er þeim mátti að
gagni verða, hjálpsamur og vel-
viljaður.
Kristín á Eyri var bónda sín-
um talsvert ólík í sjón og fasi.
Hún var dökkhærö og mun hafa
verið há og grönn á yngri ár-
um. Hún var fátöluö og lét lít-
ið á sér bera, var þó greihd vel
og kom hóglega og vel fram.
Greiðug var hún og hjálpsöm
við þá, er bágt áttu og húsmóð-
urstörf fóru henni vel úr hendi.
Vanheilsa bagaði hana þó mik-
ið á síðari árum hennar. Hún
var seintekin og dul í skapi, en
þeir sem náðu tryggð hennar og
vinfengi áttu það vist til ævi-
loka. Hófsemi og reglusemi yar
einkenni heimilisins á Eyri og
athyglisvert má það teljast, að
enginn þeirra Eyrarbræðra,
sona þeirra, hefir nokkru sinni
neytt áfengis eða tóbaks um
ævina.
IV.
Lárus Guðmundsson var
fæddur á Eyri 23. janúar 1892.
Hann gerði lítið heimanreist
eins og sumir bræður hans, er
sigldu til aryiarra landa að leita
fjár og frama, eins og hinar
gömlu frásagnir orða það. Hann
fór ekkert að heiman nema tvo
vetur, er hann dvaldi við nám í
alþýðuskóla í Hjarðarholti í
Dölum. Um tvítugsaldur kenndi
harin krankleika nokkurs, svo
að hann gat ekki um nokkur ár
stundað erviðsvinnu. Alla ævi
síðan gekk hann aldrei heill til
skógar, því heilsa hans stóð ætíð
veikum fótum.
Þó Eyrarbræður væru alllr vel
gefnir, var það á allra vltorði,'
er til þekktu, og samhljóða álit
allra 1 sveitinni, að Lárus væri
þeirra bræðra greindastur og
hefði námsgáfur langt um meiri
en almennt gerðist. Það má því
þeirra beggja hafi þeim oft erf-
iðleika skapað. Lárus hélt á-
fram umbótum föður síns á
jörðinni, sléttaði allt túnið og
bætti miklu við það, og endur-
bætti og jók byggingar og girð-
ingar. Að útliti og framkomu
líktist Lárus meir móður sinni
en föður. Lárus andaðist á Eyri
25. apríl 1946, eftir langa van-
heilsu. Þau hjón eignuð'ust tvö
börn, son og dóttur, sem bæði
eru á lífi, hjá móður sinni á
tíyri.
Lárus á Eyri tók mikinn þátt
í félagslífi unga fólksins í Borg-
arfirði á öðrum tugi þesarar
aldar, — Ungmennafélögunum.
Bæði U.M.F. Reykdæla og U.M.F.
Dagrenriirig nutu góð's af áhuga
hans og starfsorku og eiga hon-
um margt að þakka frá fyrstu
starfsárunum. Hann gekk að
félagsstarfi fullur áhuga og
sparaði þar hvorki tíma né fyrir-
höfn. Hann var glöggur og til-
lögugóður, en fastur fyrir og
lítt gefinn fyrir að láta hlut
sinn, eða víkja frá því, er hann
áleit sannast og réttast. Hann
var lítið fyrir það, að trana sér
fram í r|:ðuhöldum á fundum,
en þegar hann tók til máls, var
hann rökfastur og djarfmæltur
og eigi var annað hægt en að
taka eftir því er hann sagði og
taka tillit til þess. Hann var á-
gætlega ritfær og munu félags-
blöð ungmennafélaganna er
hann starfaði í,bera vitni um það,
ef þau eru við lýði. Hugsjónir
Ungmennafélaganna voru hon-
um hjartans alvörumál og um
þau mál var honum kærast að
ræða. Urp einn tíma var hann
einn af beztu sundmönnum í
Borgarfjarðarhéraði. Var það sú
eina íþrótt er hann gát, vegna
heilsu sinnar, stundað af nokk-
urri alvöru. Stífluðu þeir bræð-
ur ána fyrir neðan túnið og
gerðu þar sundlaug og æfðu þar
sund í hinu kalda tæra berg-
vatni árinnar. Er mér enn í
fersku minni, er Lárus kenndi
mér, stráknum af hinum bakka
árinnar, hin fyrstu tök þeírrar
listar í þessari sundlaug.
Síðast, er ég kom að Eyri gekk
ég með þpssum æskuvini mín-
um fram á árbakkann, þar sem
sundlaugin hafði verið. Þá var
allt öðruvísi um að litast, en
verið hafði fyrir aldarfjórð-
ungi, þegar vlð Lárus vorum þar
I rslil stökkkeppn-
Innar.
(Framhald af 1. síðu)
steinn Sæmundsson, SKS, 206,0
stig (37 og 37,5), 3. Baldvin
Haraldsson, SKA, 182,2 st. (31
og 31) og 4. Ra,gnar Thorvald-
sen, SKR, 181 stig (33 og 33,5).
Tvíkeppni í göngu og stökki
vann Jón Þorsteinsson, eins og
áður er sagt. Hlaut hann sam-
anlagt 420,2 stig. Annar þar varð
Jónas Ásgeirsson með 409,5 stig
05 3. Ásgrimur Stefánsson með
407,5 stig.
Brun kgxla fer fram í dag.
Skíðálandsmótið átti að hefj-
ast á bruni karla ,er fram skyldi
Framsóknarvist
Framsóknarmenn í Reykjavík,
munið að panta aðgöngumiða
að Framsóknarvistinni á föstu-
dagskvöldið. Pantanir afgreidd-
ar í síma 2323.
fara í norðanverðri Skarðsheiði,
hjá Árdal. Þetta gat þó ekki
orðið, vegna dimmviðris og ó-
færðar. En nú fer brunkeppnin
fram í dag þar uppfrá, enda
eru vegir orðnir vel færir þang-
að. —
kallast kaldhæðni örlaganna að
einmitt hann skyldi dæmast til
þess að eiga erfiðasta daga
þeirra bræðra, sem einyrki á af-
dalajörð, þar sem hann var
þeirra sízt fallinn til erfisvinnu
vegna heilsu sinnar, en hafði
fyllstu hæfileika til að verða
einn af leiðandi menntamönn-
um þjóðarinnar. En svona urðu
örlögin að þessu sinni.
Eftir dauða föðua: síns tók
Lárus við búi á Eyri. Hann bjó
fyrst með móður sinni, en
kvæntist síðan Guðrúnu Guð-
mundsdóttir frá Sleggjulæk',
Kristjánssonar. Var hjónaband
þeirra hið bezta, þó vanheilsa
að synda. Nú var þar strengur
einn, en engin lygna og»bakkinn
var að mestu horfinn og grjót-
eyri komin í staðinn. Engin
merki sáust eftir hina gömlu
sundlaug og möguleiki til sund-
laugabyggingar virðist þar eng-
inn vera fyrir hendi lengur.
Áin Flóka hafði ekki breytt
vana sínum 'eða látið marka sér
bás frekar en á fyrri dögum.
Eg kenndi dapurleika og sárs-
auka. Mér fannst sem áranna
straumur hefði hér eyðilagt
mikið meira en bakka þá er
mynduðu sundlaug okkar á
æskudögum. Mér fannst ég sjá
í hinu þreytulega andliti vinar
ýaitt/a Síi
Dalur ör-
laganna
(The Valley of Decision)
Stórfengleg Metro-Goldwyn-
Mayer kvikmynd.
Greer Garson,
Gregory Peck.
Sýning kl. 5 og 9.
Innheimtu-
menn Tímans
Muniff að senda greiffslu
sem allra fyrst.
★★★★★★★★★★★★★★★★
1/ijja Síi
(við Shúlttqötu)
t blíðu og' stríðu.
(So goes my Love).
Hin skemmtilega og vel leikna
mynd, með:
Myrna Loy og
Don Ameche.
Sýnd kl. 9.
Apastúlkan.
Dularfull og spennandi mynd.
Vicky Lane,
Otto Kruger.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl. 5 og 7.
----—-------—-----——.
7rjatnatkíó
Klukkan kallar
(For Whom the Bell Tolls)
Gary Cooper
Ingrid Bergman
Sýnd kl. 9.
Á sjó og landi.
(Tars and Spars).
Amerísk músik- og gamanmynd.
Janet Blair,
Alfred Drake,
Marc Platt.
Sýning kl. 5 og 7.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Bærinn okkar
leikrlt í 3 báttum eftir
THORNTOX WILDER.
Leikstjóri: LÁRUS PÁLSSON.
Sýning annað kvöld kl. 20.
Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti
pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦
o
o
o
O
< *
<»
n
0
O
O
O
o
< I
O
o
o
O
o
O
míns, eitthvað svipaða sögu, um
breytingu og eyðileggingu
margra þeirra hugsjóna er við
áttum saman í æsku. Ég fylltist I
gremju yfir því að þessi skarp-
gáfaði og góði drengur hafði
orðið að eyða ævi sinni í heilsu-
leysi við búskaparbasl, sem ein-
yrki á afskekktri og erfiðri jörð
í afskekktu sveitarhorni. Og ég
hryggðist af því að hugsa til
þess, hversu mikii andleg afrek
í alþjóðarþágu höfðu hér farið
forgörðum, vegna þess að Lárus
á Eyri hafði ekki haft tæki-
færi til að njóta hæfileika sinna
til fullnustu.
V.
„Alt er þegar þrennt er“ segir
gamall íslenzkur málsháttur. Á
Eyri í Flókadal hafa nú þrír
ættliðir búið allan sinn búskap
í samfelld 111 ár. Þrisvar hefir
verið vegið í hinn sama kné-
runn og hinn stóri ljár numið
þá alla. Þrátt fyrir ýmsa erfið-
leika hefir þó mörg gæfan fylgt
þeim fegðum og blessun verið í
búi þeirra fegða og sveitungar
og nágrannar blessa minningu
þeirra. í þriðja sinn, við sama
ættararin, býr nú ekkjan á Eyri.
Það er trú og von vandamanna,
að þeir hollvættir, sem haldið
hafa verndarhendi sinni yfir ætt
þessari á Eyri í þrjá liði, geri
það enn og allt megi enn vel
fara, hvernig sem tímans mikla
móða breytir farvegi sínum.
Guðm. Illugason.
DREKKIÐ MALTKO.
Vtnttlð ötullefia fyrir
Títnann.
Auglýsið í Tímanum.
Sextíu og' fimm ára.
(Framhald af 2. síöu)
töluvert að því að bæta jörð
sína og sléttaði hluta túnsins
þó við erfiðar aðstæður væri.
Þau Sigurður og Rósinkransa
hafa alið upp 2 fósturbörn, þau
Guðbjart Gunnarsson, nú nem-
anda á kennaraskólanum og
Sigurlin, sem dvelur enn heima,
auk þess átti Rósinkransa 2
dætur frá fyrra hjónabandi,
Kristínu og Guðmundu, sem
einnig ólust upp hjá þeim hjón-
um.
Sigurður er enn léttur í spori
og lífsglaður og hefir áhuga á
ýmsum félagsmálum og frjáls-
lyndur er Sigurður í íandsmál-
um. Hann hefir ávallt fylgt
Framsóknarflokknum að mál-
um og við flokksmenn hans ósk-
um honum allra heilla á kom-
andi dögum.
K.B.E.
Raðstofulijal.
(Framhald af 3. siðu)
mun þeirri. aðferð óspart beitt, þar
sem yfirmenn á skrifstofum eru svo
melnlausir eða kæri^ausir að láta slíkt
viðgangast. Algengt er það nú, að
misjafnir og ábyrgðarlausir starfs-
menn fá á þennan hátt hærra heildar-
kaup en yfirmennirnir en þeir mega
ekki taka eftirvlnnukaup.
Þó hér sé aðeins óverulega drepið
á þetta er hér á ferðinni hiál, sem
þarf að gefa gaum. Réttast væri að
fella algerlega niður alla eftirvinnu
á skrifstofum, en gera hins vegar
þær kröfur til starfsmanna, að þeir
vinni forsvaranlega."
ÉG HEFI HÉR ENGU við að bæta
frá sjálfum mér. Mér skilst að það,
sem þessi skrifstofumaður segir, sé
mjög i samræmi við skoðanir margra
annarra, en auðvitað er ég reiðubúinn
að birta jthugasemdir skrifstofufólks-
ins, eins og annarra.
. Pétur landshornasirkill.