Tíminn - 17.04.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.04.1947, Blaðsíða 3
72. blað TÍMITVX, flmmtMdagiim 17. apríl 1947 3 FIIHMTUG: Austur-Landeyjum Mér finnst ekki vera úr vegi að minnast með örfáum orðum þessara merku hjóna við hálfr- ar aldar áfangastað ævi þeirra, þau eru bæði afmælisbörn sama vetrar. Björgvin er fæddur 1. desember 1896 að Hellum í Land- sveit í Rangárvallasýslu. For- eldrar hans voru Filippus Guð- laugsson og Ingibjörg Jónas- dóttir, sem var um margra ára skeið ljósmóðir í Landsveit. Hjón þessi voru merk og farsæl; staðahjónin eru gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Björgvin er söngvinn bæði heima og heiman. Hann er fljótur að taka í orgelið og skemmta gest- um sinum, þegar svo ber undir. Og vel gefinn til að taka lagið, og hefir kona hans átt góðan þátt í að taka þar undir. Björg- vin hefir verið organisti við Krosskirkju um mörg ár og rækt það starf með prýði og elju — sem sagt, hann hefir Jarþrúður Pétursdóttir og Björgvin Filippusson. Björgvin fluttist ungur að ár- um niður í Austur-Landeyj ar með konu sinni, Jarþrúði Pét- ursdóttur, sem fædd er 28. marz 1897, að Högnastöðum við Reyðarfjörð eystra. Þessi aust- firzka kona er af traustum stofni komin, þótt ég geti ekki rakið ætt hennar hér — en við vitum, að hún er góðum kvenkostum búin, hún hefir ekki látið sitt eftir liggja í lífsbaráttunni, hún hefir bæði verið hyggin og hög kona, sem hefir auk sinna marg- þættu heimilisstarfa afkastað miklum og vel gerðum sauma- skap, sem mörgu heimilinu hefir komið vel. Jörðin, sem þessi ungu hjón fengu til að heyja sitt búskaparstarf á, var sízt i miklu áliti í þann tíð — en hjón þessi eru með ráðdeild og dugnaði búin að gera garðinn frægan með stórfelldum umbót- um. Björgvin er búinn að reisa öll hús jarðarinnar úr gömlum rústum í góðar byggingar, fén- aðarhús, heyhlöður og síðast stórt og myndarlegt íbúðarhús, steinsteypt, auk þess gert mikl- ar jarðabætur, túnasléttur, girð- ingar og engjabætur. Björgvin hefir haft á umliðnum árum pitt með beztu búum Landeyja- sveitar, þar af leiðandi verið traust stoð sveitar sinnar. Ból- sýnt í verkinu, að hann virðir kirkju og kristni, enda hefir honum verið trúað fyrir bæði uppeldismálum og kirkjunnar málum í sveit sinni, þar sem hann hefir verið bæði í fræðslu- j nefnd og safnaðarnefnd um margra ára skeið. Bólstaða- Ihjónin hafa þótt sjálfkjörin í | samkvæmum Landeyinga frá . því fyrst þau komu hér, jafn- i vel hvort sem gleðin eða sorgin hafa verið á ferðinni. Þau hafa komið jafn myndarlega fram í báðum tilfellum, enda þekkja þau af eigin reynslu sannleiksgildi orða skáldsins: I „að sorg og gleði saman fara“, [en borið hvorttveggja með prýði. Bólstaðahjónin eiga myndar- legan hóp barna, sem spá góðu um að prýða hóp sinnar sam- [ tíðar. Við, sem höfum átt sam- leið með þessum mætu hjónum 1 um margra ára skeið, 'minn- i umst þess nú með gleði og þakk- látum hug við þessi tímamót ævi þeirra. Þetta, sem hér er sagt, er um fyrri þátt ævi þeirra. Hinn síð- ari er óskráður og hulinn. Hann felum við guði um ókomin ár. Lifið heil Bólstaðahjón. (íuðni Gíslason. að búast. En þarna eru líka myndir, sem eru mjög vel gerðar og unun á að horfa. Jón Haraldsson, verkamað- ur í Reykjavík á þarna fallegar myndir. Honum hefir tekizt vel að ná mildum og næmum lit- brigðum vatnsins á mynd sína frá Mývatni. Sigling hans er líka góð mynd. Axel Magnússon, gjaldkeri og Hákon Sumarliðason, verkstjóri eiga þarna teikningar eða ra- deringar, sem eru mjög svip- góðar og skemmtilegar. Axel Helgason lögregluþjónn hefir sterka liti í myndum sín- um, svo að þær minna á tízku- málverk, en svo sér maður sköpulag og tilgerð á þeim öll- um, þó að hörundslitur fólks sé stundum annar, en okkur finndist eðlilegast. En starsýnt varð mér á sumar myndir hans. Það var ekki ætlun mín að telja frístundamálarana upp hér, en ég hætti ekki, án þess að nefna Arinbjörn Þorvarðar- son, sundkennara í Keflavík. Hans myndir þykja mér skemmtilegar og sérstaklega er ég honum þakklátur fyrir mynd- ina á Skagahraununum, því að auk þess, sem hún er góð mynd af vélbát í úfnum sjó, stafar frá henni þeim krafti, sem snúið hefir lífsbaráttu íslenzkrar þjóð- ar í sigur. Þessi orð eru enginn allsherj ar dómur, hvorki um þessa sýn- ingu né málaralist yfirleitt. Menn eru misskyggnir á fegurð ina í málaralist eins og öðru, svo að enginn einn býr þar yfir öllum sannleika. En það er sér stök ástæða til að minna fólk á að vanmeta ekki eigin smekk og eigin dómgreind, þegar lærðir I menn og kreddubundnir rísa' upp með mestum hroka og yfir- 1 læti. Reynslan hefir sýnt, að ofstækismenn sjá yfirleitt ekki nema hálfan sannleikann og (Framhald á 4. sí6u) Gunnar Widegren: Ráðskonan á Grund hóstaði, ræskti sig og hnerraði, hann sneri frá borð- inu og rýndi út í garðinn. Honum leið áreiðanlega mjög illa. Ég varð að beita allri orku minni til þess að halda mér í skefjum. Það var húsbóndinn einn, sem ekki virtist botna neitt í neinu, fremur en barn í vöggu. Hann mælti: — Rekið þá kattarfjandann umsvifalaust burt héð- an og sjáið um, að hann sé ekki lengur með nefið niðri í rjómaskálunum. — Bara ég gæti það, húsbóndi góður, sagði Haldi- gerður og velti vöngum um leið og hún skálmaði brott með bakkann. En einhverju hlýtur að hafa verið hvíslað í eyra hús- bóndans, því að skömmu eftir hádegið kom hann fram í eldhúsið, þar sem við Hildigerður sátum að jarðar- berjaáti. Þótt áfengismagnið í saftinni væri harla lítið, hafði það samt aukið Hildigerði áræði og sjálfs- traust. Hún lét sér hvergi bregða, er húsbóndinn ætlaði að fara að atyrða hana fyrir ósvífið orðbragð. í þess stað svaraði hún hlæjandi: — Sá, sem hellti niður rjómanum, á ekki heima hérna, en við lofuðum þeim, sem hellti honum niður, að skella skuldinni á köttinn. — Þetta get. ég vottað, sagði ég. — Já, hélt Hildigerður áfram, og ég hefi ekki gert annað en standa við orð mín. — Hildigerður á engan sinn líka, sagði húsbóndinn brosandi og hypjaði sig burt. . Ég heyrði gegnum gluggann, að húsbóndinn og bróðir hans hlógu dátt og lengi. Það var innilegur hlátur. Lára flúði á náðir einverunnar upp í gestaherbergið. Hún kom ekki niður aftur fyrr en um kvöldverðar- leytið. Það hittist svo á, að þær Hildigerður mættust í forstofunni. Andartaki síðar var Hildigerður komin hvæsandi inn á mitt eldhúsgólf. Hún nuddaði hand- legginn, föl af reiði og sársauka. — Amsvítans vargurinn beit mig! hrein hún. Á gildum, brúnum upphandleggnum sáust greinileg merki þess, hvað gerzt hafði. Stórir, blásvartir mar- blettir töluðu sínu máli. Þegar hún bar eggjákökurnar á borðið, hagaði hún svo til, að húsbóndinn gat ekki annað en séð áverkann. — Þetta er fallegt að sjá, sagði húsbóndinn. Hvernig fékk Hildigerður þetta? — Læðan, sem ég var að tala um i dag, er komin á kreik aftur, sagði Hildigerður óvenjulega mildum rómi. Þá skellti húsbóndinn flötum lófanum á borðið og sagð'i með þungri áherzlu á hverju orði: — Hvers konar árans kvikindi er þessi bannsett læða? — Ja, svei þeim vargi, sagði bróðir hans. Og svo fóru þeir að tala um kreppuna og stjórnmálin. En Hildigerður ljómaði af himneskri gleði. Lára hand- lék aftur á móti hnífinn og gaffalinn óstyrkum mundum. Þar með var þessu ævintýri lokið. En Hildigerður tók mig í fang sér, þegar hún kom fram í eldhúsið, kreisti mig og nísti og hóf mig á loft. — Ég elska húsbóndann, sagði hún. Lára hefir að minnsta kosti aukið drjúgum við synda- registur sitt — við skulum bara ekki minnast á berja- föturnar, sem hún hefir velt um, né önnur spellvirki, sem orðið hafa af hennar völdum, hvar sem leið hennar hefir legið. Þær Hildigerður hafa lýst stríði hvor á hendur annarri, þótt hvorugur aðilinn hafi enn vogað . sér að ráðast út yfir landamærin og hefja bein vopna- viðskipti. Arthúr hefir gefið okkur Hildigerði sína postulíns- öskjuna hvorri. Á þeim eru lok, og í þeim á að geyma sælgæti. Hann laumar líka öðru hverju að okkur kara- mellupoka eða súkkulaðibita, sem hann herjar út úr búðarlokunum hjá Svenson, og við komumst aldrei svo langt, að við sjáum í botninn á öskjunum okkar. Við étum okkur ekki heldur til óbóta af sælgætinu, en það getur samt verið gaman að gægjast einstöku sinnum niður í öskjuna sína og fiska upp úr henni mola og mola sér til munngætis. Ég geymi öskjuna mína uppi í herberginu mínu, og það er ekki hvað sízt þegar ég er að skrifa þér, að ég rænist i hana. Hildi- gerður geymir öskju sína, er hún kallar „hlöðuna" á sínu kröftuga máli, í eldhússkápnum á sérstakri hillu, sem hún drottnar yfir. En Lára er þefvís, og þetta fer ekki framhjá henni fremur en annað. Venjulega lýkur hún kvöldleiðöngrum sínum í eldhúsið með því að skattleggja sælgætisöskju Hildigerðar í sína þágu og Garms. Það hefði hún þó átt að láta ógert hérna um daginn. Þegar hún opnaði „hlöðuna“, reyndist hún snauð að súkkulaði og karamellum, en i þess stað stökk froskur upp úr öskjunni í löngum og fallegum boga. Hann náði fótfestu milli bungandi brjóstanna á Láru, og þá var henni nóg boðið. Henni varð svo bilt við, að hún hneig niður á eldhúsgólfið. En um leið og hún valt út af, greip hún um bakið á stólnum, sem stóra kopar- Kaupfélög! FJÖLYRKJAR Planet Junior nr. 11 Samband ísl. samvinnufélaga Innilegt þakklæti tii allra er sýndu samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Herdísar Signrðardóttur, Varmalæk í Borgarfirði. VANDAMENN. MÍNAR HJARTANS ÞAKKIR sendi ég börnum mínum, systkinum mínum, vinum og kunningjum, fyrir allar gjafir, skeyti og heimsóknir á 60 ára afmæli mínu. Allur þessi vinarhugur verður mér ógleymanlegur. Guð blessi ykkur öll. Ósgerði í Ölfusi. PÁLL GUÐBRANDSSON. HJARTANS ÞAKKIR fyrir heimsóknir, gjafir og heilla- skeyti, er við fengum á fimmtugsafmælum okkar, 28. marz sl. og 1. des. sl. — Guð blessi vinni okkar. JARÞRÚÐUR PÉTURSDÓTTIR. BJÖRGVIN FILIPPUSSON. •*• >«■»<>«i Fyrst um sinn tökum vér að oss að bóna bíla Upplýsingar á sprautu-málningarverkstæði voru. Sími 7267. vorujöfnun NR. 4 Gegn framvísun vörujöfnunarmiða nr. 4 (1947Ö fá félags- menn KRON 1 y2 kg. af appelsínum. Skipting appelsínanna getur að þessu sinni ekki orðið eftir stærð fjölskyldna vegna þess hve vörumagnið, sem úthluta á, er lítið. Vörujöfnuninni lýkur föstudaginn 18. þ. m. KRON Jörðin Vetleifsholt II í Ásahreppi Rangárvallasýslu, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við oddvita Ása- hrepps Þorst. Þorsteinsson, Ásmundarstöðum. Rykgrímur Heyrykið er hættulegt heilsunni. Rykgrímurnar eru bezta vörnin. Venjuleg gerð .. Kr. 22,50 Stk, Úr algúmmí ."... — 36,90 — Sendum um land allt. SeylSisf jaröar Apótek CtbreHSÍH Timann! Ujinnumit ihuídar uorrar vi& landi&. —Jdeitd á cJdandgræ^ifíiijóJ. Jdlzripitopa _JJiapparití^ 29. Drekkiö Maltko! ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.