Tíminn - 03.05.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN \ Símar 2353 og 4373 i PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. I .rrSTJÓRASKRIPSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Siuuir 2363 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSDÍGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, LtadargöW 9 A Slml 2323 31. árg. Reykjavík, laugarclaginn 3. maí 1947 81. blað ERLENT YFIRLIT-. ERFIÐLEIKAR RAMADIERS Fjórða lýðveldinu er talið hætt, e£ Ramadier misheppnast stjjórnar- forustan Ný stjórnarkreppa er nú talin yfirvofandi í Frakklandi. Til- efni hennar eru nýjar kaupkröfur verkamanna. Kommúnistar hafa lýst yfir stuðningi sínum við þær, en hinir stjórnarflokk- arnir telja þær óaðgengilegar. Ramadier forsætisráðherra hefir látið svo ummælt, að allt viðnám gegn dýrtíðinni sé úr sögunni, ef kaupið sé hækkað á nýjan leik, og-það myndi reynast verka- mönnum sjálfum verst. Mál þessi urðu fyrst aharlegt ágreiningsefni innan ríkis- stjórnarinnar fyrir fáum dög- um, þegar 20 þús. verkamenn i París gerðu verkfall í bifreiða- verksmiðjum ríkisins (Renault- verksmiðj unum). Fulltrúar kommúnista í ríkisstjórninni lýstu sig strax fylgjandi kröfum verkfallsmanna, og á útifundi verkamanna 1. maí lýsti Thores varaforsætisráðherra, en hann Ramadier. er aðalleiðtogi kommúnista, því yfir, að hann væri fylgjandi al- mennum kauphækkunum. í til- efni af þessu hefir Ramadier ákveðið að Jeita eftir trausts- yfirlýsingu þingsins og fá þann- ig stuðning l>ess við stefnu meirihluta ríkisstjórnarinnar í kaupgjaldsmálum. Ef kommún- istar greiða atkvæði á móti eða setja hjá, má búast við stjórnar- skiptum. Þetta er í annað sinn, sem stjórnarkreppa vofir yfir Frakk- landi síðan stjórn Ramadiers kom til valda um miðjan janúar síðastl. Seint í marzmánuði neituðu kommúnistar að styðja fjárveitingu til franska hersins í Indó-Kína. Ramadie* hótaði þá afsögn. Kommúnistar slökuðu þá þannig til, að ráðherrar þeirra greiddu atkyæði með fjárveitingunni, en aðrir þing- menn þeirra sátu hjá. Paul Ramadier hefir mjög aukið álit sitt síðan hann varð forsætisráðherra, því að kostir þeir, sem áður höfðu aflað hon- Fjórir Birkibeinar á 20. bid ERLENDAR FRÉTTIR Á aukaþingi sameinuðu þjóð- anna hefir meðferð Palestínu- málsins verið rædd á nefndar- fundum undfi)>.farna daga. Lík- legt þykir, að sú stefna verði ofan á, að málið verði ekki rætt endanlega nú, heldur falið nefnd til athugunar, er leggi tillögur sínar fyrir þingið i haust. Egiptar hafa ákveðið að leggja þá tillögu fyrir þingið, að Palestína verði þegar sjálfstætt ríki og umboðsstjórn Breta hætti af sjálfu sér, en vafasamt er, að sú tillaga komi til at- kvæða að þessu sinni.. Það einkenndi víðast 1. maí- hátöðahöld verkamanna að þessu sinni, að kommúnistar reyndu að nota þau til flokks- legs áróðurs fyrir sig. um viðurkenningar, hafa komið enn betur í Ijós. Takist honum ekki að halda um stjórnvöl Frakklands á þessum tíma, þyk- ir ólíklegt að öðrum takist það, nema þá að til stærri tíðinda dragi. Ramadier verður 59 ára gam- all í þessum mánuði. Hann er lögfræðingur að menntun og var um skeið málafærslumaður við yfirréttinn í París. Árið 1928 var hann kosinn borgarstjóri í Decazeville, sem er iðnaðarborg í Aveyron. Hann var kjörinn þingmaður sama ár og hefir verið endurkosinn jatnan síðan. Hann var fyrst í jafnaðar- mannaflokknum, en gekk úr honum 1933 og myndaði þá nýjan flokk með Poul Boncour, ásamt ýmsum öðrum, er töldu jafnaðarmannaflokkinn of rót- tækan. Flokkur þessi tók þó þátt í alþýðufylkingarstjórn Leon Blums og var Ramadier aðstoð- arráðherra í henni. Heyrðu samgöngur og verklegar fram- kvæmdir undir ráðuneyti hans. Þegar Chautemps myndaði stjórn í janúar 1938 varð Rama- dier félagsmálaráðherra og gegndi einnig því embætti í stjórn Daladiers, unz hún lét af völdum í marz 1940. Hann þótti sína mikinn dugnað í þessu starfi. Þeim Daladier kom yfirleitt vel saman að und- anskildu því, að Ramadier var mótfallinn banninu á kommún- istaflokknum. Ramadier var einn þeirra þingmanna, sem greiddu at- kvæði gegn vopnahléssamningn- um og einveldi Petawis. Það var líka eitt fyrsta verk Vichy- stjórnarinnar að svipta hann borgarstjóraembætti sínu. Ramadier tók fljótlega virkan þátt i mótstöðuhreyfingunni og hófst þá samvinna milli hans og Blum og Auriol, sem leiddi m. a. til þess^ að hann gekk í jafnað- armannaflokkinn aftur. Vetur- inn 1944 var svo komið, að hann varð að flýja land og komst hann til Norður-Afríku. Þar tók hann sæti á bráðabirgðaþingi de Gaulle og varð síðar birgða- málaráðherra í fyrstu stjórn hans. Hann þótti leysa það erf- iða starf vel af hendi og fór de Gaulle mjög lofsamlegum orð- um um hann, þegar manna- skipti urðu í þessu embætti í maí 1945. Ramadier hefir frá fyrstu tíð ,verið einlægur samvinnumaður i og tekið mikinn þátt í sam- vinnustarfinu. Hann hefir gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum innan frönsku samvinnuhreyf- ingarinnar og m. a. átt sæti í miðstjórn Alþjóðasambands samvinnumanna. Kynni hans af samvinnuhreyfingunni munu hafa átt sinn þátt í þvi, að hann taldi jafnaðarmannaflqkkinn of þjóðnýtingarsinnaðan, er hann gekk úr honum 1933.-Honum var ljóst, að úrræði samvinnunnar voru enn betri en úrræði þjóð- nýtingarinnar. Samvinnuhreyf- ingin mun og hafa kennt hon- um, að verkamenn tryggja sér betri kjarabætur með hag- kvæmri verzlun og lækkun (Framhald á 4. slðu) Norðmenn hafa látlS gera kvikmynd, sem nefnist Englandsfararnir, til minningar um baráttu Norðmanna gegn nazistum á hernámsárunum. Þessi mynd kvaö speghv vel og glæsilega hina hetjulegu baráttu NorSmanna á þeim mannraunaárum. — Hér að ofan sjást fjórir skæruliðar, sem koma fram í myndinni. Nöfn þeirra eru, talið frá vinstri: Jörn Ording, Ola Isene, Knut Wigert og Laurits Falk. ÁBalfundur Búnaoar- sambands Vestfjaroa Guðmundur Ingi kosinn formaður sambandsins Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða var haldinn á ísafirði dagana 26.—28. maí. Fundinn sátu 19 fulltrúar af félagssvæðinu, auk formanns og gjaldkera sem eru sjálfkjörnir á fundinn. Rætt var um ýms sérmál sambandsins og málefni búnaðarins almennt. Á fundinum voru samþykktar ýmsar athyglisverðar tillögur. Tíðindamaður blaðsins átti í gær tal við Jón H. Fialldal, vara- ícrmann sambandsins, sem er staddur hér í bænum um þessar mundir og spurði hann frétta af fundinum. iðaðar hópgöngur 1. maí A Akureyri aðeins hálft annað hundrað manns Hátíðahöld verkalýðsfélag- anna fóru svipað fram og verið hefir undanfarin ár, þó voru hópgöngurnar miklu fámennari en undanfarin r,r, að minnsta kosti bæði í Reykjavík og á Ak- eureyri. Á Akureyri tók til dæm- is aðeins hálft annað hundrað manns þátt i hópgöngunni, þar með talin börn og unglingar. í Reykjavík var hópurinn stórum þunnskipaðri en verið hefir og stórum fámennara 'en oftast áður við ræðuhöldin á Lækjartorgi. Dagskrá útvarpsins í fyrra- kvöld var að mestu leyti helguð Alþýðusambandinu, og voru meðal annars flutt skemmtileg viðtöl við ýmsa aldraða braut- ryðjendur innan verkalýðssam- takanna og leiknir kaflar úr Sólku Völku eftir Halldór Kiljan Laxness. Jón Rafnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins, flutti einnig ræðu. Er hún með þeim hætti, að ekki er vítalaust. Hann notaði aðstöðu sína til harðsvír- aðs flokksáróðurs, svo að ekki gaf eftir svæsnustu Þjóðvilja- greinum. Slík framkoma hlýtur að vera verkalýðshreyfingunni til óþurftar. Innan verkalýðs- samtakanna er fólk úr öllum flokkum og fólk, sem engum flokkum er háð, þótt svo vilji til, að kommúnlstar ftafi meiri- hluta í stjórn Alþýðusambands- ins sem stendur. Þetta fólk á mörg sameiginleg baráttumál og nauðsynjamál, sem gru alls ó- skyld flokkshagsmunum komm- únista, og það eru þau, sem verkalýðurinn á íslandi ætlast til að sé rætt um á þessum Lík f innst við Reynisvatn Síðdegis í fyrradag fannst lík Gunnars Rasmussens, sem hvarf af Suðurlandsbraut síðastl. haust í námunda við Geitháls. Hafði hann yfirgefið bilaðan bíl og var undir áhrifum áfengis. Var hans leitað mikið, en sú leit bar engan árangur þá. í fyrra- dag fannst líkið svo loks tveggja kílómetra veg frá Reynisvatni. Þegar Gunnar hvarf í haust, hafði hann farið að kvöldi hins 1. okt. upp að Geithálsi ásamt félaga sínum og voru þeir báðir undir áhrifum víns, einkum þó Gunnar og ók hann sjálfur bif- reiðinni. Þegar þeir héldu heim, tóku þeir hermann og stúlku í bílinn og óku svo út af veginum skammt frá afleggjaranum heim að Hólmi. Bifreið sem bar þar að fór með farþegana til bæjarins. Lög- (Framhald á 4. siðu) Tekjur sambandsins voru á- ætlaðar 166.372,07. Hæsti gjalda- liður er til vélakaupa vegna jarðræktarsamþykktar sam- bandins kr. 140.000,00, enda hefir sambandið nú einbeitt starfskröftum sinum að því að útvega jarðræktarsamþykktar- svæðum sínum nægan vélakost, samkv. skuldbindingum jarð- ræktarsamþykktarinnar, til hins mikla átaks að koma upp vél- tækum túnum til fóðuröflunar öllu búfé á hverri jörð á sam- bandssvæðinu. Hefir sambandið því orðið að leggja önnur verk- efni sin á hilluna, í bili, en nauðsynlega starfrækslu sam- bandsins. Á þessu ári eru liðin 40 ár síðan sambandið var stofnað. Var afmælisins minnst með samsæti fundarmanna og nokk- urra stuðningsmanna sambands ins, sem gesta, á Uppsölum, sunnudaginn 27. apríl, en sam- bandið var stofnað 2. maí 1907. Formaður sambandsins Krist- inn Guðlaugsson var eini fund- armaðurinn sem mættur var á stofnfundinum fyrir 40 árum. Var hann varaformaður sam- bandsins tvö fyrstu starfsár þess, síðan stjórnarnefndar- maður til 1919, en þá var hann kosinn formaður þess og hefir verið það óslitið síðan. Stýrði hann hófi þessu og flutti aðalræðuna fyrir minni sambandsins og skýrði einkum Norrænafélagið gengst fyrir móti norrænna verzlunarmanna í Danmörku íslenzku námsmennirnir láta vel af sér í Svíhjjóð Guðlaugur Rósinkranz, ritari Norrænafélagsins skýrði tíðinda- manni blaðsins frá því í gær, að íslenzku nemendurnir sem boðin var ókeypis skólavist í Svíþjóð síðastl. vetur, láti hið bezta af sér í sænsku skólunum. M. a. skýrði Guðlaugur frá því, að 12 íslenzkum verzlunarmönnum hefði verið boðin þátttaka í móti norraenna verzlunarmanna sem halda á í Danmörku í sumar. frá tildrögum sambandsstofn- unarinnar og starfsemi þess. Margar ræður voru fluttar í hófinu. Kristinn Guðlaugsson baðst undan endurkosningu. í stað hans var Guðmundur- Ingi Kristjánsson skáld að Kirkju- bóli kosinn formaður. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt um almannatrygging- arnar: „Það er þegar komið í ljós, að mjög mörg ákvæði hinna nýju laga um almannatryggingar eru lítt viðráðanleg fjárhagslega fyrir gjaldendur og mörg á- kvæði þeirra ranglát og lítt framkvæmanleg í því formi, sem þau eru. Fyrir þvf skorar aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða á Alþingi, ríkisstjórn og trygging- arráð að hefja nú þegar ræki- lega endurskoðun laganna og færa þau í það form, að þau verði fjárhagslega viðráðanleg, vill í því sambandi benda á eft- irfarandi atriði meðal annars: 1. Að aldurstakmark þeirra, sem iðgjaldsskyldir eru til sjóðs- ins, verði fært upp í 18 ára aldur. 2. Að gjöldum atvinnurekenda samkv. 112 gr. verði með öllu létt af atvinnurekendum, en hver kaupi sér sjálfur þá trygg- ingu. 3. Að fjölskyldubætur verði eigi greiddar til efnaðra for- eldra. 4. Að fæðingarstyrkur sé jafn til allra mæðra. 5. Að sýslunefndir kjósi trygg- inganefndir". Eftirfarandi tillaga var sam7 þykkt um skrásetningu eyði- jarða: „Aðalfundur Búnaðarsam- bands Vestfjarða skorar á Bún- aðarfélag íslands að láta skrá- setja eyðijarðir þær, er fallið hafa úr ábúð á 8,1. 10 árum. Gef- in sé lýsing á eyðijörðunum, (Framhald á 4. siðu) A síðastliðnu hausti var 6 ís- lenzkum nemendum boðin ó- keypis dvöl í einn vetur við sænskalýðháskóla. Norræna fé- degi, þegar útvarpsráð sýnir þá laginu £ænska hafði tekist að velvild að lána útvarpið 1, maí. fa styrk fra rikinu til þess að — Þettd væri gott, að forráða- geta veltt þessa styrki Þessir menn Alþýðusambandsins hefðu ¦ iSlenzku nemendur hafa nú i huga framvegis. Bílstjori fékk happ- drættisbílinn I fyrradag fór fram dráttur í happdrætti því sem bifreiða- stjórafélagið Hreyfill hafði efnt til. Bifreiðin kom upp á nr. 29.419 en hinn vínnin'gurinn, sem var tíu daga ferð með (Framhald^á 4. siðu) I dvalið í skólanum í vetur og láta mjög vel yfir sér. Talið er, víst að sænska ríkið veiti styrkinn áfram á þessu ári og gefst þá%6 ¦ íslenzkum lýðháskólanemendum kostur á að dvelja ókeypis við sænska lýðháskóla næsta vetur einnig. Þeir sem hefðu hug á slíkri skólavist, geta sent um- sóknir sínar til Norræna félags- ins á íslandi fyrir 15. águst, en umsóknunum þurfa að fylgja meðmæli skólastjóra þess skóla, er nemandinn hefir numjð við en hann þarf að hafa verið minnst einn vetur í héraðs- skóla hér heima, til þess að geta komið til greina, sem umsæk]- andi um þessa ókeypis skólavist. Mót norrænna verzlunarmanna, er Norræna félagið í Dan- mörku gengst fyrir, verður háð á Hindsgavl dagana 1.—10. júní. Tólf íslenzkum verzlunarmönn- um er boðið að taka þátt í mót- inu sem gestum Norræna fé- lagsins í Danmörku allan tím- ann, sem dvalið verður á Hind- gavl. Mót þetta verður með svip- uðum hætti og þau mót fyrir verzlunarmenn, sem félagið gekkst fyrir fyrir striðið. Ýmsir þekktustu forvlgismenn Dana innan viðskiptalífsins og fram- leiðslunnar halda þarna fyrir- lestra, mörg af stærri fyrirtækj- (Framhuld á 4. siðu) Lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna Það vakti alheimsathygli, þegar ítölsk kona myrti í vetur enska hershöfðingjann de Wint- on. Þessi framtakssama kona heitir signoríta Pasquinelli, og hér & myndinni sést hún fyrir dómstóli Bandamanna í Trieste.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.