Tíminn - 06.06.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 06.06.1947, Qupperneq 1
31. árg. Reykjavík, föstndaglnn 6. júní 1947 : TTSTJÓRASKRXFSTOFTJR: EDDUHÚoI. Lindargötu 9 A $ almar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, LindargötJ 9A S;m! 2325 102. blað ERLENT YFIRLIT: Undanhald Rússa í Iran Bandaríkjamenn virðast hafa orðiö hlutskarpari. Fyrir ári síðan voru átök stórveldanna í Iran á hvers manns vörum, en nú um skeið hefir verið hljótt um þau þar til fyrir nokkrum dögum, er iranska stjórnin tilkynnti að hún hefði lokað landamærunum við Sovétríkin vegna skæruliðastarfsemi í Azer- baidjan. Þessi fregn minnti menn á, að viðhorfið í Iran hefði breytzt mikið síðan í fyrra, því að Rússar hefðu þá ekki tekið lokun landamæranna með þögn og þolinmæði, eins og nú virðist raunin. Átökin um Iran virðast hafa endað með ósigri þeirra og er það kannske ekki sízt árangurinn af einbeittri stefnu Banda- ííkjanna í utanríkismálum. Kommúnistar reyna að taka ákvörðunar réttinn af verkamönnum á Siglufirði Heklumynd 1 erlendum blöðum 4111 Á stríðsárunum hernámu Bandamenn Iran og fóru Rúss- ar með hernámsstjórnina í norðurhelmingi landsins, en Bretar og Bandaríkjamenn í suðurhelmingnum. Á Teheran- ráðstefnu þeirra Stalins, Roose- velts og Churchills var Iran- smönnum heitið, að setuliðin skyldu flutt burt innan ákveðins tíma frá stríðslokum. Bæði Bret- ar og Bandaríkjamenn stóðu við þessi loforð sín, en Rússar höfðu her sinn áfram. Jafn- framt efldu þeir andstöðuhreyf- ingu gegn stjórn Irans í Azer- baidjanfylkinu, hinn svonefnda Tudehflokk. Iranstjórn visaði málinu þá til öryggisráðsins, en árangur varð þar lítill. Umræð- urnar þar munu þó hafa hjálp- að til þess, að samkómulag náðist milli stjórna Irans og Sovétríkjanna á þá leið, að rússneski herinn skyldi fara burtu úr landinu, en Rússar skyldu fá sérleyfi til olíuvinnslu í Norður-Iran og Azerbaidjan- fylki skyldi fá allvíðtæka sjálf- stjórn undir forustu Tudeh- flokksins. Fulltrúar úr Tudeh- flokknum skyldu jafnframt fá sæti, í irönsku stjórninni. Munu Rússar hafa talið, að þeir hefðu með þessu tryggt allvel aðstöðu sína í Iran. Fyrst eftir að þetta samkomu- lag var gert, var tíðindalítið i Iran. Rússar fóru á brott með her sinn og iranska stjórnin efndi sinn hluta samningsins. Á síðastl. hausti áttu svo að fara fram þingkosningar í Iran. Það kynlega skeði þá, að rússneski sendiherrann í Teheran mót- mælti því að kosningar færu fram í Azerbaidjan. Jafnframt gerði Tudehstjórnin þar sig lík- lega til að hafa fyrirmæli ríkis- stjórnarinnar að engu. Forsæt- isráðherrann, Qavam es- Sult- aneh, ákvað þá að grípa rösk- lega í taumana. Hann vék Tudehráðherrunum úr stjórn sinni og sendi her inn 1 Azer- baidjan. Tudehherinn veitti nokkra mótspyrnu og útvarpið 1 Moskvu hafði i hótunum við irönsku -étjórnina. Eftir nokk- urra daga viðureign var mót- staða Tudehhersins brotin á bak aftur og Tudehstjórnin flúin til Sovétríkjanna. Um áramótin fóru þingkosningar fram í öll- um fylkjum Iran'og lauk með miklum sigri ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma og þetta hefir gerzt í Iran, virðast áhrif Bandaríkjamanna hafa eflst mikið þar, þótt ekki sé mikið sagt frá því opinberlega. Enska blaðið „Tribune“ -ákýrir nýlega frá því, að raunverulega sé sendiherra Bandaríkjanna þar nánasti ráðgjafi Shahens eða keisarans, amerískir liðsforingj- ar annist þjálfun iranska hers- ins og stjórnin hafi ráðið til sín nokkra ameríska verkfræðinga. Þá hafi amerískir læknar raun- verulega verið settir yfir heil- brigðisyfirvöldin þar og lög- reglustjóri frá Nev? Jersey sé helzti ráðunautur lögreglunnar 1 Teheran. Bandaríkjamenn séu jafnframt sem óðast að festa ítök sín i olíumálum landsins, en allgóð s^mvinna virðist þó vera á milli þeirra og Breta á i því sviði. En ^að eru hinar miklu !olíulindir Irans, sem valda tog- streitu stórveldanna um landið. Eins og sakir standa, virðist allt benda til, að Bandaríkja- menn hafi orðið Rússum hlut- skarpari í keppninni um Iran. Sú ákvörðun irönsku stjórnar- innar að loka landamærunum við Sovétríkin virðist sýna það bezt, að hún telur sig nú hafa í fullu tré við Rússa. En áreið- anlega eru Rússar ekkert glaðir yfir þessari ráðstöfun, þótt þeir telji hyggilegra að láta kyrt liggja að sinni. ERLENDAR FRETTIR Truman forseti lýsti því yfir á blaðamannafundi ígær, að stjórn Bandaríkj anna myndi ekki láta stjórnarskiptin í Ung- verjalandi afskiptalaus. Stjórn 1 Bandaríkjanna hefir lýst yfir því, að hún sé reiðubú- in til þátttöku í stofnun al- þjóðahers. Sendiherrar Ungverjalands i Sviss og Bandaríkjunum hafa neitað a_ð verða við áskorunum nýju stjórnarinnar um, að hverfa heim. í Palestinu hefir hermdar- verkum fjölgað aftur sinustu dagana. VerkföII i Frakklandi færast nú i aukana. M. a. er nú verk- fall við jámbrautir og olíu- stöðvar. Mót Möðruvellinga verður haldið á Ak- ureyri í sumar Ákveðið hefir verið að halda Möðruvellingamót á Akureyri þriðjudaginn 1. júlí næstkom- andi, og hefst það 1 Mennta- skólanum kl. 10 f. h. nefndan dag. Allir þeir, er stundað hafa nám í Möðruvallaskólanum, án tillits til burtfararprófs, eiga þess kost að taka þátt í móti þessu, og er þess vænzt að allir þeir, sem því mega við koma, sæki það. Gert er ráð fyrir, að farin verði skyndiför í bifreiðum að Möðruvöllum. Að öðru leyti verður tilhögunarskrá tilkynnt í upphafi mótsins. Mótið stendur yfir aðeins einn dag. Gisting í Menntaskólanum er heimil þeim, sem vilja. Æskilegt er, að menn tilkynni þátttöku sína til Ingimars Eydal, Akureyri eða Einars Árnasonar, : Eyrarlandi, en þeir eru I undir- i búningsnefndinni. Þeir neita að láta bfera upp miðlun- artillögur frá sáttasemjara Sáttasemjarl iiotar sér heimild vimiulög- gjafariimar til að fyrirskipa atkvæða- S'reiðslu. Þau tíðindi hafa gerzt á Siglufirði, að stjórn verkalýðsfélags- ins Þróttar, sem er skipuð kommúnistum, hefir neitað eftir fyr- irskipun frá Alþýðusambandi íslands að bera upp míðlunartil- lögur frá sáttasemjara i kaupdeilu þeirra, sem þar stendur yfir, enda þótt samningamenn félagsins hefðu áður verið búnir að fallast á þær. Sáttasemjari hefir ekki haft þessa synjun að neinu, heldur fyrirskipað atkvæðagreiðslu í félaginu, eins og hann hefir heimild til samkvæmt vinnulöggjöfinni. En ofbeld- isverknaður kommúnista er samt hin sami og sýnir það ofur- kapp, sem þeir leggja nú á það að skapa fjármálalegt hrun með því að stöðva þýðingarmestu atvinnugrein landsmanna, síld- veiðarnar. Heklumynd sú, sem hér birtist mynd ef, hefír komið í fjölmörgum er- lendum blöðum, og barst Tímanum myndamótið frá Danmörku. Frú aðalfundi Kaupfélags Hallg'eirseyjar: Viðskipti félagsins ukust um hálfa miljón kr. á síðastl. ári Aðalfundur Kaupfélags Hallgeirseyjar, Hvolsvelli, var haldinn að Stórólfshvoli laugardaginn 24. f. m. Á fundinum voru birtar ítarlegar skýrslur um starfsemi félagsins á liðnu ári. Hafði hún gengið mjög vel þrátt fyrir erfiðari aðstöðu en áður. Rekstrarafkoma félagsins var mjög hagstæð á sl. ári, þrátt fyrir þær breytingar, er orðið höfðu á aðstöðu þess á árinu og búast mætti við að hefðu í för með sér samdrátt og aukinn rekstrarkostnað fyrir félagið. Kaupfélagið hafði frá stofnun M. B. F. annast mjólkurflutn- inga úr austurhluta Rangár- vallasýslu, en við árslok 1945 tók mjólkurbúið alla flutninga í eigin hendur. Orsökin til þess, að þetta komst í framkvæmd, var hörð ásókn andstæðinga samvinnustefnunnar þar eystra í þá átt að kljúfa og tvistra þeim verkum, er ss,mvinnumenn hér sunnanlands hafa á undan- förnum árum byggt upp, og koma mjólkurflutningunum til mjólkurbúsins á algerðan tvístr- ing. Það hefði haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir alla aðila, enda varð þessu afstýrt með því að mjólkurbúið tók alla flutn- inga í sínar hendur. Sala erlendra vara hjá félag- inu nam sl.,, ár kr. 3.286.696,39, og hækkaði um kr. 610.041,48. Sala innlendra vara nam kr. 445.438,64 og hækkaði um kr. 3,- 896,97. Heildarsala félagsins nam því kr. 3.732.135,03 og hækkaði alls um kr. 522.938,45. Af heildarsölu nam kostnað- (Framhald á 4. síðuj Mmningarathöfnin á Akureyri í gær í gær fór fram frá Akureyr- arkirkju kveðjuathöfn vegna þeirra, sem fórust í flugslysinu í Héðinsfirði. Fjölmenni var við athöfnina og var mannfjöldi -sarnan kominn á Torfunes- bryggju, er Ægir lagði frá landi með þau 11 lík, sem flutt verða suður til greftrunar. í kirkjunni flutti séra Pétur Sigurgeirsson kveðju, kirkjukór Akureyrar söng og Björgvin Guðmundsson lék einleik. Á morgun kl. 1 fer fram kveðjuathöfn yfir líkum þeim, sem jörðuð verða á Akureyri. Verður þeirri athöfn útvarpað. Þingmannafundur Eins og kunnugt er verður fundur norrænna þingmanna haldinn í Reykjavík í sumar. Nítján íslenzkir þingmenn munu taka þátt í fundinum og tíu norskir, en ekki er enn vit- að um þátttöku Svía og Dana. Samkomulagi náð um samn- ingsgrundvöll. Eins og kunnugt er orðið, sagði verkamannafélagið Þrótt- ur á Siglufirði upy> gildandi samningum sínum við atvinnu- rekendur og ríkisverksmiðj - urnar í marz síðastl. Samninga- umleitanir fóru síðan fram miiii beggja aðila og stóðu yfir 21.—26. apríl. Enduðu þær með því, að samningamenn beggja aðila, Þróttar annars vegar og atvinnurekenda og síldarverk- smiðjanna hins vegar, komu sér saman um samningsgrundvöll, er leita skyldi samþykkis á. Hétu báðir aðilar að leggja samningsgrundvöllinn fyrir um- bjóðendur sína innan sex daga, eða fyrir 2. maí. Ætlaði stjórn Þróttar þá að vera búin að láta fara fram atkvæðagreiðslu með- al félagsmanna um samnings- uppkastið. ) Stjórn Þróttar vill fá „línu“ að sunnan. Þegar líða tók að tilteknum tíma, báðu stjórnendur Þróttar, sem allir eru kommúnistar, leyf- is um að fresta atkvæðagreiðsl- unni og ákvörðun sinni í málinu, þar til þeir hefðu haft samband við menn í Reykjavík. En um þetta leyti var símasambands- iaust við Siglufjörð. Fengu þeir þennan frest. Loforð um atkvæðagreiðslu svikið. Þegar símasamband hafði fengizt, iét stjórn Þróttar ekki bera umræddan samnings- grundvöli undir félagsmenn, eins og samið hafði verið um, heldur lét hún samþykkja að fresta ákvörðun i málinu, þar til eftir stofnun Alþýðusamþands Norðurlands. Þegar því var lok- ið, vildu kommúnistar ekki leng- ur líta við þeim samningsgrund- velli, er samkomulag hafði áður orðið um, heldur kröfðust þess nú, að samið yrði í einu lagi við allar síldarverksmiðjur á Norð- urlandi. Þar með höfðu þeir svikið það loforð samninga- nefndar félagsins, að bera samn- (Framhald á 4. síðu) Frá bæjarstjórnarfundl í gær: „Búkolla” var tekin af dagskrá \ Sá atburður gerðist á bæjarstjórnarfundi í gær, að borgar- stjóri óskaði þess, að hið svokallaða Búkollumál væri tekið af tlagskrá. Hefir mörgum hinum gætnari liðsmönnum borgar- stjórans orðið ljóst, að hann var hér á góðum vegi að gera fjár- málalegt glapræði og því fengið hann til að taka málið til nýrr- ar íhugunar, ef verða mætti til þess, að hann félli alveg frá þess- ari fyrirætlun sinni. „Búkolla" í Laxnesi. Þetta „Búkollu“mál er þann- ig til komið, að fyrir alllöngu síðan gengust nokkrir læknar hér í bænum fyrir stofnun „fyr- irmyndar stórbús“ í Laxnesi í Mosfellssveit, er hlaut nafnið „Búkolla". Mun það hafa verið ætlun þeirra að sýna, að hægt væri að þúa með meiri myndar- brag og framleiða ódýrara en bændur almennt geta. Þessa menn skorti ekki heldur fjár- magn, og flest dagblöðin áttu ekki nógu sterk orð til að lofa framtak þetta (sbr. kýrnar, sem skrúfa sjálfar frá vatn-. inu).Þetta var nokkuð annað en 'hjá vesalings bændunum! Þeg- ' ar tímar liðu fram, mun rekst- ifrinn hins vegar hafa orðið 'næsta dýr og framkvæmdirnar hvorki reynst eins heppilegar og haganlegar og til hafði verið ætlazt. Á síðastl. vetri munu skuldirnar hafa verið komnar talsvert á aðra miljón kr. og litlar horfur á miklum gróða í náinni framtíð. Borgarstjóri hyggst að vinna sér frama. Þegar hér var komið sögu, munu ýmsir af eigendunum hafa ógjarnan viljað leggja meira fé í fyrirtækið og lána- stofnanjrnar líka verið farnar að gerast nokkuð óþolinmóðar. Nokkur eftirgrenslan mun því hafa verið hafin í því skyni, hvernig hægt væri að losna við búið með góðu móti, og þá fljótlega verið komið auga á, að (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.