Tíminn - 17.06.1947, Qupperneq 3
109. blað
TtMlNN, |>riðjndaginn 17. jání 1947
3
KverLnaskólLim að Varmatandi
(Framhald af 1. síðu)
að þakka fyrst og fremst, að
skólinn er kominn upp. Formað-
ur sambandsins er frú Sigur-
björg Björnsdóttir í Deildar-
tungu, alkunn dugnaðar- og
myndarkona. Árið 1940 var kos-
in fjáröflunarnefnd fyrir skól-
ann, sem starfaði með góðum
árangri á vegum sambandsins.
Hefir hún innt af hendi mikið og
erfitt starf. Er vert að minnas^
þess, að fyrst krónuna, sem gef-
in var til skólabyggingarinnar,
gaf gömul kona í héraðinu af
fátækt sinni.
Fjársöfnunin gekk það vel, að
árið 1943 var bygging skólans
hafin. Síðan var unnið að bygg-
ingu skólans af kappi og gat
hann tekið til starfa seint í
fyrrahaust, þó þá væri ekki öllu
lokið við hann sem gera þurfti.
Tók skólinn til starfa 15. nóv.
síðastl. Að undanförnu hefir
verið unnið að lagfæringum á
umhverfi skólans og mun kostn-
aðurinn við hann nú samtals
, nema um einni og hálfri milj.
króna.
Teikningu af húsinu gerði
Guðjón Samúelsson húsameist-
ari ríkisins og hafði hann eftir-
lit með smíði hússins frá því
fyrsta. Yfirsmiður var Kristján
Björnsson á Steinum.
Fullkomnasti
húsmæðraskólinn.
Prófessor Guðjón Samúelsson
lýsti fyrirkomulagi skólabygg-
ingarinnar í aðalatriðnm. Kvað
hann skóla þennan vera full-
komnasta og vandaðasta hús-
mæðraskóla á landinu, og er
hann í ýmsu frábrugðinn fyrri
skólum. Snyrting er í hverju
herbergi námsmeyja og íbúð
skólastýru er það stór, að hún
þarf ekki að yfirgefa skólann, þó
hún giftist og fari að búa. Auk
þess er skólinn í ýmsu frábrugð-
inn öðrum skólum hér á landi.
Þorgils Guðmundsson lýsti
gjöfum, sem Borgfirðingafélagið
í Reykjavík gaf skólanum, en
þær voru vísir að bókasafni og
vandað píanó.
Vígsluathöfnin.
Vígsluathöfnin sjálf hófst. kl.
rúmlega 4. Hófst hún með því
að séra Bergur Björnsson í Staf-
holti flutti bæn, en sungið var
á undan og eftir. Að því loknu
talaði Bjarni Ásgeirsson at-
vinnumálaráðherra og afhenti
skólann fyrir hönd mennta-
málaráðherra, sem ekki gat
komið því við vegna annríkis að
vera viðstaddur skólavígsluna.
Bjarni Ásgeirsson rakti í stuttu
máli byggingarsögu skólans og
minntist á þýðingu hans fyrir
liéraðið. Að lokinni ræðu hans
talaði Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri nokkur orð og árnaði
skólanum allra heilla Að lokum
sagði Petrína Sveinsdóttir á
Akranesi nokkur orð.
VÖnduð hygging.
Húsmæðraskóli Borgfirðinga
að Varmalandi er stórt og fall-
egt hús og vandað að öllum frá-
gangi. í kjallara hússins er vef-
stofa, geymslur allar, þvottahús,
grænmetisherbergi og íbúðar-
herbergi starfsstúlkna. Á 1. hæð
eru kennarastofa, stór borðstoía
og dagstofa, framreiðslu-
herbergi, eldhús, forstofu-
herbergi, snyrting og lok-s í við-
byggingu, íbúð skólastýru, —
þrjú herbergi, eldhús og bað
með sérinngangi. Á 2. hæð eru 7
nemendaherbergi, eitt sérstak-
lega einangrað sem sjúkra-
herbergi, og saumastofa. í við-
byggingu á þeirri hæð eru íbúð-
arherbergi tveggja kennslu-
kvenna. Skólinn er hitaður upp
með hverahita og raflýstur frá
Dieselrafstöð.
Fyrsta starfsár skólans.
Tíðindamaður Tímans átti
viðtal við Vigdísi Jónsdóttur
skólastýru, við vígslu skólans.
Taldi hún bygginguna hina
prýðilegustu. Um 30 nemendur
luku prófi frá skólanum nú í
fyrsta sinn, en honum var sagt
upp í fyrradag. Nokkrir byrjun-
arerfiðleikar voru á starfsem-
inni í vetur, en þeir yfirunnust
fyrir góðan vilja og þrautseigju
nemenda og kennara. Heilsufar
námsmeyja var gott og kunnu
þær hið prýðilegasta við sig.
Þegar hafa helmingi fleiri sótt
um skólavist næsta vetur en
komast að. Kennarar við skól-
ann voru auk Vigdísar, Guðlaug
Jónsdóttir, sem kenndi handa-
vinnu, Svanborg Sæmundsdótt-
ir, sem kenndi vefnað, og Sig-
ríður Kristjánsdóttir, sem
kenndi kjólasaum. Þá voru tveir
stundakennarar, þeir Jón Þóris-
son og séra Bergur Björnsson.
Með byggingu þessa veglega
skóla er stigið stórt og þýðing-
ármikið spor í skólamálum
Borgfirðinga. Nú gefst borg-
firzkum húsmæðrum kostur á
aukinni hússtjórnarmenntun,
sem verður þýðingarmeiri fyrir
heimilin með hverju árinu, sem
líður. Verður framvegis reynt að
koma 40 nemendum í skólann,
þótt hann sé ekki ætlaður fyrir
nema 36.
Forstöðukona skólans ungfrú
Vigdís Jónsdóttir frá Deildar
tungu er vil menntuð og fær í
starfi sínu. Mun hún án efa
stýra skólanum með myndar
brag þeim, sem hinum veglegu
húsakynnum er samboðinn.
Jarðarför föður okkar
Hjálms Þorsteinssonar
Kirkjuteig 15, fyrrum bónda á Hofsstöðum, Stafholtstung-
um, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 20. júní kl.
15.30 e. h.
Börn hins látna.
Maðurinn minn
Jón Hjaltalín Brandsson
frá Kambi
andaðist að heimili okkar Leifsgötu 20 sunnudaginn 15.
þ. m.
Fyrir hönd barna minna og tengdabarna
Sesselja Stefánsdóttir.
Hafið þér gerzt styrktarfélagi barnaspítalasjóðs Hrings-
ins? — Ef ekki, þá hringið í síma 3146 — 3680 — 4218 —
4224 — 4283, eða skreppið inn í Soffíubúð. Þar sitja kon-
ur frá Hringnum og taka á móti styrktarfélögum.
Þjóðhátíð Reykvíkinga
17. júní 1947
Dagskrá Dagskrá
hátíðahaldanna 17. júní í Hljómskálagarðinum
Fyrri hluti:
Kl. 1,15 Almenn skrúðganga hefst frá Háskóla
íslands. — Á undan skrúðgöngunni er
borin fánaborg fagfélaga, íþróttafélaga og
annarra félagasamtaka i Reykjavík.
— 1,30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Vígslu-
biskup sr. Bjarni Jónsson. — Einar Krist-
jánsson óperusöngvari' syngur við messu-
gjörðina.
— 2,00 Forseti íslands flytur ræðu og leggur því
næst blómsveig á fótstall minnisvarða
Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. — Lúðra-
sveit Reykjavíkur leikur: Ó, Guð vors
lands.
% >
— 2,20 Fjallkonan kemur fram á svalir Alþingis-
hússins og ávarpar mannfjöldann.
— 2,25 Forsætisráðherra Stefán Jóhann Stefáns-
son flytur ræðu af svölum Alþingishúss-
ins.
— 2,45 Lagt af stað frá Alþingishúsinu 1 skrúð-
göngu suður á íþróttavöll. — Verður þá
lagður blómsveigur frá bæjarstjórn
Reykjavíkur á leiði Jóns Sigurðssonar.
• Kórarnir í Reykjavlk syngja: „Sjá roðann
á hnjúkunum háu“
— 3,15 Forseti Í.S.Í., Benedikt G. Waage, setur
17. júní mót íþróttamanna. Þáttur
íþróttamanna það sem eftir er dagsins til
kvöldverðar.
Síðarl hluti:
Kl. 20,00 Lúðrasvelt Reykjavíkur leikur nokkur
lög.
— 20,30 Hátíðahöldin sett af formanni Þjóð-
hátíðarnefndar.
— 20,35 Tónlistarfélagskór syngur. Söngstjóri
Victor Urbahtschitsch.
— 20,55 Borgarstjórinn í Reykjavík, hr. Gunnar
Thoroddsen, flytur ræðu.
— 21,10 Karlakórinn Fóstbræður syngur. Söng-
stjóri Jón Halldórsson.
— 21,25 Bændaglima. (Bændur: Guðmundur
Ágústsson, glimukóngur íslands, Á., og
Friðrik Guðmundsson, glímukappi K.R.).
— 21,45 Karlakór Reykjavíkur syngur. Söngstjóri
Sigurður Þórðarson.
— 22,15 Þjóðkóririn syngur undir stjórn Páls ís-
ólfssonar tónskálds, með aðstoð Lúðra-
sveitar Reykjavíkur, þessi lög:
1. Reykjavík.
2. Ó, fögur er vor fósturjörð.
v 3. Þú vorgyðjan svífur.
4. ísland ögrum skorið.
5. Öxar við ána.
6. Rís þú unga íslands merki.
7. Ég vil elska mitt land.
%
— 22,30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur undir
stjórn Alberts Klahn.
— 22,45 Flugeldasýning.
-r- 23,15 Stiginn dans tli kl. 2 eftir miðnættl.
Dansað verður á Fríkirkjuveginum, frá
Iðnaðarmannahúsinu og suður að gatna-
mótum Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar.
Ræðuhöld og önnur skemmtiatriði fara fram á
upphækkuðum paili syðst í Hljómskálagarðinum.
Reykvíkingar!
Fjölmennið í skrúðgönguna 1 rá Háskólanum og
takið þátt í hátíðahöldunum, sem eru
Hátíðardagskráin, með söngtekstum þjóð-
kórsins, verður seld á götunum og kostar 1 kr.
Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur
*