Tíminn - 28.06.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 28.06.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA hj. rrSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Stmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA EDDUHÚST. LlndargÖw 9 A Slml 2333 31. árg. Reykjavíik, laugardaginn 28. júní 1947 Aðalfundur S.Í.S. krafðist rétt- lætis i gjaldeyrismálunum Yfirlit nm störf fundarins Affalfundur Sambands íslenzkra samvlnnufélaga var haldinn á Þingvöllum dagana 23.—25. júlí, eins og áffur hefir veriff skýrt frá hér í blaffinu. Fundinn sátu 87 fulltrúar af 92, sem áttu rétt til fundarsetu. Auk þess sóttu fundinn stjórn S. í. S., forstjóri þess, framkvæmdastjórar, verksmiffjustjórar og endurskoffendur. Minnst fallinna forustu- manna. Fundurinn var settur kl. 10 árdegis 23. þ. m. af formanni sambandsstjórnar, Einari Árna- syni. Hann minntist tveggja starfsmanna Sambandsins er ■átist höfðu á árinu, þeirra Að- alsteins Kristinss.onar, fyrrv iramkvæmdastj., og Stefáns Rafnars, skrifstofustjóra. Minnt ist hann sérstaklega beggja þesrara manna fyrir gott og ó- eigingjarnt starf í þágu Sam- bandsins alla þeirra starfstíð. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Að lokinni setningarræðu for- manns fór fram athugun kjör- bréfa, en síðan kosning fundár- stjóra og ritara. Fundarstjóri var kosinn Jörundur Brynjólfs- son alþm., en varafundarstjóri Þórir Steinþórsson skólastjóri. Fundarritarar voru kosnir Gunn j ar Grímsson kaupfélagstjóri og Karl Kristjánsson oddviti. Skýrslur um starfsemi S. í. S. [ Eftir hádegi fyrsta fundar- daginn fluttu formaður og for- stjóri skýrslur sínar og hefir ERLENDAR FRETTIR Fundur þeirra Bidoults, Bev- ins og Molotoffs um hjálpartil- boð Marshalls hófst í París í gær. Truman hefir lýst yfir því, að tliboð hans sé stutt af honum og öllum ráðherrum hans. Rannsóknarnefndir Samein- með þeim. Þau ná nú þegar til sínu. Meirihlutinn segir, að Búlg arar, Júgóslóvar og Albanir hafi stutt uppreisnarmennina I Grikklandi. Minnihlutinn, þ. e. fullt/úar Rússa og Pólverja neita þessu, og kenna grísku stjórn- inni alveg um rósturnar. 4 Bandaríkjunum aukast mót- mælaverkföllin gegn nýju vinnulöggjöfinni, þótt ýmsir forráðamenn verkamanna væru uðu þjóðanna hafa skilað áliti 250 þús. námuverkamanna. Franska • þingiff hefir sam- þykkt fjárlögin með 302:241 atkv., en 60 sátu hjá, Kommún- istar og íhaldsmenn jreiddu at- kvæði á móti, en flestir þing- menn radikala sátu hjá. Verk- föllum gegn nýju tollunum halda áfram að aukazt, og er enn talið ósýnt, hvort þetta mál verði stjórninni ekki að falli. þeirra áður verið getið að nokkru hér í blaðinu. Síðar um daginn fluttu framkvæmda- stj. véladeildar, Agnar Tryggva- son, og f ramkvæmdastj. inn- flutningsdeildar, Helgi Þor- steinsson, skýrslur sínar. Tími vannst ekki til frekari fundar- sfarfa þann daginn. Fyrir hádegi annan fundar- daginn fiutti forstjóri útflutn- ingsdeildar, Helgi Pétursson og lorstjóri Gefjunar, Jónas Þór. ‘kýrslur sínar.' Jónas Þór ga’ þess. að Gefjun ætti 50 ára af- mæli á þessu ári. Einar Árna- son minntist þess, að Jónas væri búinn að veita Gefjunni forstöðu í 30 ár með miklum dugnaði og tóku fundarmenn undir þau orð hans um Jónas með því að rísa úr sætum sínum. Skemmtisamkoma í Valhöll. Að kvöldi fyrsta fundardags- ins var haldinn skemmtisam- koma í Valhöll. Hafði starfs- fólki S. í. S. og fulltrúum á þingi Kvenfélagasambands ís- lands verið boðið þangað. Vil- hjálmur Þór setti samkomuna og bauð gesti velkomna. Síðan voru sungin nokkur lög undir stjórn kaupfélagsstjóranna Karls Hjálmarssonar og Þor- steins Jónssonar. Þá flutti Bald- vin Þ. Kristjánsson erindreki ítarlegt erindi um samvinnu- stefnuna. Þá skemmtu lista- mennirnir Erling Blöndal-Bengt son, Einar Kristjánsson og dr. Urbantchits með hljóðfæraleik og söng. Að lokum minntist Vil- hjálmur Þór fósturjarðarinnar. Skemmtunin fór mjög vel fram og var hin ánægjulegasta. Afgreiffsla mála. Síðari hluta dags seinni fund- ardaginn f<3(r fram afgreiðsla ýmsra mála. Reikningar S. í. S. voru samþykktir athugasemda- laust og einróma. Ráðstöfun tekjuafgangsins og samþykkt ' einróma, og var honum skipt milli sjóða S. í. S. Þá flutti Helgi I Þorsteinsson ítarlegt erindi um I innflutnings- og gjaldeyrismál og var gerð einróma ályktun, sem var efnislega á þessa leið: „Fundurinn telur núverandi grundvallarreglur Viffskiptaráffs fyrir leyfisveitingum meff öllu óviffunandi og þær — aff því er til kaupfélaganna tekur — miff- ! ast ails ekki viff raunverulegar (Framhald á i. siðu) Vörusala S.Í.S. nam 147,8 milj. króna á síðastliðnu ári Hún varð 45,1 milj. kr. mciri en árið áður Tölur þær, sem birtust í þriffjudagsblaffi Tímans um vörusölu S. 4. S. á síðasta ári, voru ekki réttar og stafaffi þaff einkum af því, aff ekkl hafffi veriff talin meff öll sala innlendra iffnaffarvara. Réttar tölur eru þessar: Sala affkeyptra vara og innlendra iffnaffarvara nam 85,9 milj. kr. og hafði aukizt um 15,5 milj. kr. frá árinu áður. Sala innlendra afurffa nam 61,9 millj. og hafði auk- izt um 29,6 millj. kr. frá árinu áffur. Öll vörusala Sam- bandsins var því 147,8 millj. kr., og hefir aukizt um 45.1 millj. kr. á árinu. 115. blað Aöeins 4000 smál. af hraðfrystum fiski hafa veriö seldar, ef síldarlýsisframleiöslan bregst -------------------- D Norðmenn telja ekki hyggilegt að hafa sam- * vinnu við Islendinga um að heimta Þíug Kvenfélagasambands Islands hátt fiskverð í ræffu, sem utanríkismálaráffherra flutti i ríkisútvarpið á mánudagskvöldiff, gaf hann ítarlegt yfirlit um verzlunarsamn- inga þá, sem nýlega hafa verið gerffir viff Bretland og Sóvétríkin. Komu þar fram margar merkilegar upplýsingar. T. d. upplýsti hann, aff salan á hraðfrysta fiskinum væri algerlega háff síldar- lýsisframleiffslunni, rúmir 2/3 hlutar saltfisksins væru óseldir og 7/8 hlutar af áætlaðri framleiffslu síldarmjölsins. Þingi Kvenféiagasambandsins, sem háð var hér í Reykjavík, er nýlega lokið. Samband ísl. samvinnufélaga bauð fundarkonum austur að Þing- völlum á mánudagskvöldið, þegar aðalfundur þess stóð þar yfir og hafði skemmtun og kaffidrykkju í Valhöll um kvöldið. Var mynd þessi tekin af fundarkonum í boði S. í. S. í Valhöll, og eru á henni, ásamt þeim, for- maður S. í. S., Einar Árnason, og forstjóri Vilhjálmur Þór. (Ljósm.: Guði Þórðarson). Prestarnir sammála um einingu innan kirkjunnar Rúmlega 70 prestar sátu prestastefnúna Prestastefnan var haldin hér í bænum í síðastl. viku og sátu hana 74 vígffir prestar. Affalmáliff, sem hún ræddi, var eining islenzku kirkjunnar, og hafði biskupinn framsögu í því. * Islendingar ganga í Bernarsambandið Á ríkisráðsfundi 27. þ.m. veitti forseti íslands utanríkisráð- herra heimild til að tilkynna rík isstjórn Svisslands, að ísland gangi að Bernarsáttmálanum, sem endurskoðaður var í Róm 2. júní 1928, um vernd bók- mennta og listaverka. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að nota sér þessa heimild til að láta ísland gerast aðila að Bern- arsáttmálanum. Nýr skrifstofustjóri í stjórnarráðinu Á ríkisráðsfundi höldnum 27. þ. m. veitti forseti íslands Vig- fúsi Einarssyni skrifstofustjóra í atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytinu lausn frá embætti frá 1. júlí n. k. að telja. Jafn- framt skipaði forseti íslands stjórnarráðsfulltrúa Gunnlaug E, Briem til að vera skrifstofu- stjóri í atvinnumálaráðuneyt- inu. j Þá veitti forseti íslands Knúti j Kristinssyni héraðslæknisem- bættið í Laugaráshéraði frá 1. júlí n. k. að telja. Kaupendur Tímans eru beðnir velvirðingar á þvl að Tíminn kom ekki út tvo síð- astliðna daga vegna anna í prentsmiðjunni við prentun á sýningarskrá landbúnaðarsýn- ingarinnar. ‘D Miklar umræður urðu um þetta mál, en að lokum var sam- þykkt einróma svohljóðandi á- lyktun, sem biskupinn lagði fram: „Prestastefna íslands 1947 brýnir alvarlega fyrir öllum þeim, sem kirkju og kristindómi unna, að láta ekki trúmálaá- greining eða trúmálastefnur hindra friðsamlegt jákvætt starf í kristindóms- og kirkju- málum. Lítur prestastefnan svo á, að fullkomið hugsana- og skoðanafrelsi eigi að ríkja í kirkju íslands, á grundvelli op- inberunar Jesú Krists, orða hans, anda og fyrirmyndar, og að eitt hið mikilvægasta skil- yrði fyrir vexti, framför og blessunarríkum áhrifum kirkj - unnar á líf kynslóðanna sé það, að þjónar hennar breyti og starfi í samræmi .við einingar- hugsjón Krists, er felst í orðum hans: „Allir eigá þeir að vera eitt“. Aðrar ályktanir prestastefn- unnar voru þessar: Skorað var á kirkjustjórnina að leggja fyrir næsta þing frv. um ríflegan styrk til kirkjubygginga, svo að hægt verði að hefjast handa um endurbyggingar kirkjunnar, sem víða sé hin mesta nauðsyn. Þá var skorað á Alþingi að setja ný lög, sem tryggi kirkjunum nægilegar rekstrartekjur, þar sem núv. sóknargjöld séu alls- endis ófullnægjandi. Þá var lýst óánægju yfir því, að frv. um söngskóla þjóðkirkjunnar skyldi daga uppi á seinasta þingi. í yfirlitsræðu, sem biskup ] flutti, var skýrt frá því, að þrír uppgjafaprestaar hefðu látizt á síðastl. starfsári og einn starf- andi prestur látið af embætti, vegna heilsubrests. Hins vegar (Framhald á 4. siðu) Brezki samningurinn. Brezki samningurinn er i höf- uðatriðum sá, að Bretar kaupa 40% af síldarlýsisframleiðsl- unni, þó ekki yfir 18.937y2 smál. Gegn þessu skuldbinda þeir sig til að kaupa 12 þús. smál. af hraðfrystum fiski, en þó svo, að gegn hverjum 1000 smál. af fiski komi tæpar 1600 smál. af síldar- lýsi. Verðið fyrir síldarlýsi er 95 sterl.pd. fyrir smál., en verðið fyrir hraðfrysta fiskinn er á- byrgðarverðið hér. Verðið á sildarlýsinu er 5 st.pd. lægra én Norðmenn fengu fyrir hvallýsið í vetur og er það venjulegur verðmunur á þessum lýsisteg- undum. Heimsmarkaðsverðið er þó nokkru hærra, en hefði þvi verið fylgt, myndu Bretar hafa keypt fiskinn á mun lægra verði. Afhending hraðfrysta fisksins skal háttað á þessa leið: Bretar taka strax 6000 smál. af fiskinum og borga fullt verð fyrir fyrstu 4000 smál., hvort sem tilskilið síldarlýsismagn fæst eða ekki. Um verð þeirra 2000 smál., sem umfram eru, verður samið aftur, ef Bretar fá ekki lýsið, og skylda þeirra til að kaupa 6000 smál. til viðbótar, fellur þá alveg niður. Þá féllust Bretar á að leyfa íslenzkum togurum löndun á ís- uðum fiski í Bretlandi fram til ágústmánaðarloka. Rússneski samningurinn. Rússneski samningurinn er i höfuðatriðum sá, að Rússar kaupa af okkur 15000 smál. af síldarlýsi, en þó ekki yfir 40% af heildarframleiðslunni. Gegn þessu skuldbinda þeir sig til að kaupa 10.000 smál. af hraðfryst- um fiski, en þó svo, að gegn hverjum 1000 smál. af fiski komi 1500 smál. af síldarmjöli. Rússar taka ekki á móti neinum fiski fyrr en þeir eru búnir að fá lýsið. Verðið á síldarlýsinu er aðeins hærra en það, sem Bret- ar gefa fyrir það, en fiskverðið er hins vegar lægra. Sé gerður verðjöfnuður, verður útkoman svipuð á báðum samningunum. Til viðbótar þessu kaupa Rússar 2500 tonn af þorskalýsi af okk- ur, 10 þúsund tonn af saltsíld, eða 105 þúsund tunnur. Er verð- ið á síldinni mun lægra en Síld- arútvegsnefnd 'hefir hvað eftir annað tjáð ríkisstjórninni að þyrfti að fást til að ná kostn- aðarverði. En Rússar færðu fram þau rök, „að þeir gætu fengið nóga sild fyrir lægra verð.“ Affeins tryggff sala á 4000 smál. af hrafffrystum fiski. Eins og framanskráð ber með (Framhald á 4. síðu) Landbúnaðarsýnmgin opnuð í dag Landbúnaðarsýningin verður opnuð í dag. Er hún stærsta og veglegasta sýning sem haldin hefir verið hér á landi og stór fróðleg, bæði fyrir þá sem land- búnað stunda og aðra sem kynn ast vilja landbúnaðinum. Við opnun sýningarinnar fer fram hátíðlega athöfn, þar sem forseti íslands herra Sveinn Björnsson, sem er heiðursfor- seti sýningarinnar og Bjarni Ás- geirsson atvinnumálaráðherra flytja ræður. Að ræðum þeirra loknum verður sýningin opnuð fyrir almenning. Athöfnin hefst klukkan 2.30. Fjölmörg fyrirtæki sýna verzl- unarvörur sínar á sýningunni, auk þess sem þar eru yfirlitssýn- ingar frá ýmsum greinum land- búnaðarins. — Sýningarskáli S. í. S. er lang stærstur og eru sýndar þar fjölmargar tegundir landbúnaðarvéla, bifreiðar og framleiðsla Gefjunnar og Iðunn ar úr íslenzkum efnum. Á sýn- ingunni er mjólkurbú með öll- um tilheyrandi vélum, spunavél úr Gefjunni og skóvél úr Ið- unni. Tíðindalaust í verk- fallsmálunum Tíffindalaust hefir veriff í verk fallsmálunum seinustu dagana. Tilraunir, sm gerffar voru um seinustu helgi til aff ná samn- ingum fyrir síldarverksmiffjur utan Siglufjarffar, báru ekki ár- angur, því aff verkalýffsfélögin á þeim stöffum vilja hafa sömu kjör og á Siglufirffi. f Siglufjarff- ardeilunni er beffiff eftir úr- skurffi Félagsdóms, sem tekur máliff fyrir í dag og kveffur væntanlega upp úrskurff sinn eftir helgina. Verkföllin við síldarverksmiðj urnar halda því áfram að því undanskildu, að unniff hefir veriff viff verksmiffju Kveldúlfs á Hesteyri, þrátt fyrir yfirlýst verkfall þar. Verksmiffjurnar á Ströndum eru og utan viff þess- ar deilur, því aff þar var samiff í vetur, og félögin þar hafa neit- aff aff gera samúffarverkfall. Dagsbrúnarverkfalliff heldur og áfram, þar sem Dagsbrúnar- stjórnin lýsti yfir því á sátta- fundi á þriffjudaginn, aff hún héldi fast viff upphaflegar kröf- ur sínar um 35 aura grunnk^ups hækkun á klst. Á síldveiffiskipum þeim, sem lýst hefir veriff verkfalli á, held- ur vinna áfram, eins og ekkert hafi ískorist, og engar samnings viffræffur munu þar hafa fariff fram. Er þetta eitthvert kyn- legasta verkfall, sem til hefir veriff, og sýnir bezt, aff sjómenn eru ekkert fyrir þaff aff láta kommúnista stjórna sér.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.