Tíminn - 15.08.1947, Side 1

Tíminn - 15.08.1947, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PR AMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMEÐJAN EDDA h.f. : „ITSTJÓRASKRIPSTOFDR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, ENNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Slml 2333 J 31. árg. Rcykjjavík, föstudagiim 15. ágiist 1947 146. blað ERLENT YFIRLIT: „Glæsilegasti dagurinn í sögu Bretaveldis” f dag bætast tvö Indversk ríki í hóp frjálsra, fullvalda ríkja. Dagurinn í dag mun í framtíðinni verða talinn einn af merk- isdögum sögunnar. í dag leggja Bretar raunverulega niður völd sín í Indlandi, er jafnframt mun skiptast í tvö brezk samveldis- lönd, er geta sjálf ráðið því, hvort þau slíta öll stjórnarfarsleg tengsli við Bretland í framtíðinni. Allt frá því í byrjun seinustu aldar hefir framsýnustu menn Breta ekki aðeins órað fyrir því, að þessi dagur myndi koma, heldur hefir stjórnarstefna Breta í índlandi miðað að því, að Indverjar yrðu færir um að taka öll mál sín í eigin hendur. Árið 1833 lét Macanlay lávarður, sem þá var nýlendumálaráðhrra, þau orð falla, að það yrði „glæsileg- asti dagurinn í sögu Breta“, þegar Indverjar hefðu öðlast þann þroska að fara með mál sín sjálfir. Strax um miðja 19, öld byrj- uðu Bretar að koma fótum und- ir sjálfstjórn Indverja og veitti þeim aðstöðu til að gegna op- inberum embættum. Þetta jókst síðan smámsaman, en stórstíg- astar breytingar urðu þó upp úr fyrri líeimsstyrjöldinni. Jafn- framt efldist líka sjálfstæðis- hreyfing Indverja og gerði víð- tækari kröfur en Bretar töldu þá fært að veita. Stærsta skref- íð vara stigið af hálfu Breta til móts við kröfur Indverja árið 1942, þegar Stofford.s Cripps var sendur til Indlands með tilboð frá brezku stjórninni um fullt sjálfstæði Indverjum til handa. Vegna ágreinings milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna um framkvæmdaatriði, höfnuðu Indverjar þó tillögum Cripps. Bretar stóðu þó eigi að síður við þetta tilboð sitt, og stjórn Attlees gerði það að stefnumáli sínu að veita Indverjum fullt sjálfstæði. Vegna ágreinings Hindúa og Múhameðstrúar- manna tókst þó ekki að koma á samkomulagi fyr en brezka stjórnin lýsti yfir því í febrúar- mánuði síðastl., að hún myndi afsala Bretum öllum völdum í Indlandi fyrir júnílok 1948 og Indverjar yrðu að vera við því búnir að taka við stjórn allra mála sinna fyrir þann tíma. Þetta dró allmikið úr ágreiningi Indverja, þar sem þeir fundu til aukinnar ábyrgðar. Fyrst í júnímánuði tókst þó með milli- göngu Breta að koma á sam- komulagi milli Hindúa og Mú- hameðstrúarmanna þess efnis, að Indland skiptist 1 tvö ríki. Fyrst um sinn verða þau brezk samveldisríki, en með fullu sjálfstæði, eins og t. d. Kanada og Ástralía. Þau geta svo sjálf ákveðið, hvort þau vilja slíta öll stjórnarfarstengsli við Breta veldi. Brezka þingið samþykkti nær einróma í seinasta mán- ERLENDAR FRETTIR Deilumál Egipta og Breta hafa undanfarið verið rædd í Öryggísráðinu. Egiptar gera þá kröfu, að brezki herinn verði fluttur úr landinu fyrri 1. sept. næstkomandi, en Bretar telja sér leyfilega hrsetu þar í nokk- ur ár enn samkvæmt samingi ríkjanna frá 1936. Brezka þinginu var frestað í fyrradag. Neðri málstofan á- kvað að taka sér frí til 20. sept., en lávarðadeildin aðeins til 9. sept. Lávarðadeildin tók á- kvörðun sína með tilliti til þess, að hún gæti betur fylgzt með framkvæmd stjórnarinnar á viðreisnarlögunum með þssum móti. Stjórnarandstæðingar vildu ekki láta neðri málstofuna fá lengri frest en til 9. sept. uði lög, sem staðfestu þessa skipan. Valdaafsal Breta nær aðeins til þess hluta Indlands., sem hef ir heyrt beint undir brezku stjórnina, en ekki til fursta- dæmanna, sem hafa alltaf verið sjálfstæð að nafninu til. Brezki hluti Indlands er 886 þús. fer- mílur og hefir um 296 millj. íbúa. Hann mun skiptast þann- ig, að ríki Múhameðstrúar- manna, Pakistan, mun ná yfir landssvæði, þar sem eru 69 millj. íbúa, en ríki Hindúa, sem mun nefnast Indland, mun ná yfir landssvæði með 227 millj. íbúa. Furstadæmin eru 562 að tölu og ná samtals yfir 690 þús. fer- mílna landssvæði með 93 millj. íbúa. Flest eru þau þannig sett, að þau verða nú annaðhvort að fylgja hinu nýja Indlandi eða Pakistan* enda hafa mörg þeirra þegar óskað eftir innlimun í annaðhvort ríkið. Pakistan nær yfir fylkin Sind, Norðvesturhéruðin, vesturhluta Punjab, Austur-Bengal og Bo- luchistan. Það verður því mjög sundurslitið og hefir á margan hátt erfiða aðstöðu. Fyrsti landsstjóri Breta í Pakistan verður Jinnah, for- ingi Múhameðstrúarmanna Fullvíst þykir, að Pakistan kjósi að vera brezkt samveldisríki á- fram. Mountbatten lávarður verður fyrsti landsstjóri Breta í hinu nýja Indlandi, en líklegt þykir, að það hafni öllum sér- stökum stjórnarfarslegum tengslum við Bretland. Ýmsir telja valdaafsal Breta í Indlandi mikinn ósigur fyrir brezka heimsveldið og jafnvel tákna endalok þeses. Aðrir á- líta, að brezka heimsveldið muni frekar styrkja aðstöðu sina með skilnaðinum, þar sem hann fari fram með þeim hætti, sem muni styrkja vináttu þessara þjóða, og brezk menningaráhrif muni ráða mestu um stjórnarhætti Indverja í framtíðinni. Bretar hafi hér eignazt nýja og trausta bandamenn. Athyglisvert er, að það var ein fyrsta ákvörðun Hindúa eftir að skilnaðurinn var endanlega ráðinn, að stjórn skipun hins nýja Indlands skuli sniðin eftir stjórnskipun Bret- lands, en hvorki amerískri né rússneskri fyrirmynd. Dansbúningar frá 14. öld Þjóödansarar frá ýmsum löndum hafa nýlega haldið mót í London. — Á myndinni sjást belgiskir þjóðdansarar, sem þar voru mættir, og eru þeir í dansbúningum, er tíðkuðust á 14. öld. Póststjórnin fær nýja og full- komna langferðabíla til Akur- eyrarferða Um þessar mundir er póststjórnin að taka í notkun fjórar nýj- ar bifreiðar á sérleyfisleiðinni milli Akraness og Akureyrar. Þess- ar nýju bifreiðar eru af svonefndri REO-gerð, en þær eru smíð- aðar í Kaysers-verksmiðjunum í Bandaríkjunum. Yfirbygging <'11 hefir verið gerð hér á landi. Þessar nýju bifreiðar taka 27 far- þega og eru miklu rúmbetri og þægilegri en þær bifreiðar, sem áður hafa verið notaðar á langleiðum hér á landi. Fyrsta bif- reiðin af þessari gerð var tekin í notkun fyrir hálfum mánuði, önnur í dag og hinar tvær koma síðar i sumar. Kemur síldin um næstu helgi ? Enn er sama deyfðin yfir sild- veiðunum. Bezta veður var á miðunum og öll skilyrði til þess að veiða sildina, en hún lét ekki sjá sig. Flotinn er nú dreifður um allstórt svæði. Víðast hvar verða skipin vör við síld, en ef kau kasta á hana, eru ekki nema nokkrir háfar í kastinu. Nokk- ur síld til söltunar hefir komið til Siglufjarðar undanfarna daga. Nýr straumur byrjar um næstu helgi og gera sjómenn sér vonir um að síldin muni þá genga. Heildsali dæmdur Nýlega hefir heildverzlun Friðriks Bertelsen & Co. verið dæmd fyrir verðlagsbrot. Verzl- unin lagði ólögleg umboðslaun á vörur, keyptar frá New York. Hlaut hún kr. 60.000,00 í sekt og ólöglegur hagnaður, kr. 151.- 143,29 var gerður upptækur. PéturG.Guðmundsson látinn Síðastl. fimmtudag andaðist hér i Reykjavík Pétur G. Guð- mundsson fjölritari, nærri 68 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun, sem hann hafði ' kennt fyrir hálfum mánuði ' síðan. ! Pétur G. Guðmundsson var einn af brautryðjendum verka- lýðshreyfingarinnar hér á landi og hélt tryggð við hana til S.l. þriðjudag bauð póst- stjórnin fréttamönnum útvarps og blaða að skoða nýja gerð Jangferðabifreiða, sem hún hefii nýlega fengið og er að taka notkun um þessar mundir. Var fréttamönnum boðið að reyna þessa bifreið og var ekið með þá upp að Skíðaskálanum í Hveradölum. Jón Sigurðsson og Vilhjálmur Heiðdal sýndu fréttamönnum bifreiðina og lýstu henni, en au kþess voru með í förinni nokkrir bifreiða stjórar póststjórnarinnar af langleiðum. Var auðfundið. að sæti voru betri og skipun þeirra hagkvæmari en í eldri bifreið- um, og vagninn þýðari og hreyf- ingar hans mýkri. Sögðu bif- reiðastjórarnir, að það væri og samhljóða álit allra farþega, er ferðazt hefðu með bifreið þeirri af þessari gerð, sem tekin hefir verið í notkun. Að undanförnu hafa yfir- byggingar nöer allra langferða- bifreiða hér á landi verið gerð- ar þannig, að þær hafa ekki verið með gegnumgangi, en hins vegar með þremur hurðum. Mun þetta fyrirkomulag . hafa skapast af þeim orsökum, að brýr og vegir hafa verið mjóir og ekki þótt tiltækilegt að hafa (Framhald á 4. siöu) Fimm. ístandsmet sett á meistaramótinu Kornast Fiimhjjörn og Haukur í Norður- landakeppnina? Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum hófst hér í bænum á mánudagskvöldið og hélt áfram á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld. Mótinu lýkur í kvöld og verður þá keppt í 100 m. hlaupi, 4x1500 m. boðhlaupi og fimmtarþraut. Margir góðir árangrar hafa náðst á mótinu og hafa ekki verið sett færri en 5 íslandsmet og 2 drengjamet. Ný met. Metin, sem hafa verið sett,' eru þessi: Jóel Sigurðsson setti nýtt ís- \ landsmet í spjótkasti 60.82 m. j Gamla metið, sem Jóel átti, var i 59,07 m. | Reynir Sigurðsson setti nýtt íslandsmet í 400 m. grindahlaupi á 59 sek. Er það 7/io úr sek betra en gamla metið, sem Brynjólfur Ingólfsson átti. Skúii Guðmundssoon setti nýtt íslandsmet í 110 m. grinda- hlaupi á 15,8 sek. Er það 4/io úr sek betra en gamla metið, sem Finnbjörn Þorvaldsson átti. Torfi Bryngeirsson setti nýtt íslandsmet í stangarstökki á 3,75 m. Gamla metið, sem hann átti, var 3,65 m. í 100 m. hlaupi (í milliriðli) setti Finnbjörn Þorvaldsson nýtt íslandsmet á 10,7 sek, en gamia metið, sem hann átti, var 10,9 sek. Úrslitin í 100 m. hlaupi eru enn eftir og gera margir sér von um, að Finnbirni takist þá enn ^ð bæta metið. Þá hefir Haukur Clausen sett tvö drengjamet: í 100 m. hlaupi á 10,9 sek. og í 200 m. hlaupi á 22,1 sek. Tími hans í 200 m. hlaupinu er sá, sami og íslands- met Finnbjörns Þorvaldssonar er. Af öðrum góðum áröngrum á mótinu íy.á nefna, að Vilhjálm- ur Vilmundarson kastaði kúl- unni 14,53 m. í Aukakasti og Sigfús Sigurðsson kastaði henni einnig yfir 14 m. í langstökkinu náði Finnbjörn Þorvaldsson betri árangri en íslandsmetinu, en bað er 7,08 m., sett af Oliver Steini. Nokkur meðvindur var. og verður því stökk Finnbjörns ekki viðurkennt sem met. Finnbjörn og Haukur í Norðurlandakeppnina? Eins og kunnugt er, átti að velja þá menn, sem ná beztum 1 árangri á meistaramótum Norð- j manna, Finna, Dana og íslend- j inga, til þess að keppa við beztu menn Svía. Horfur eru á, að þeir Finnbjörn og Haukur komizt í keppnina, Finnbjörn í 100 m. hlaupið og Haukur í 200 m. hlaupið. Beztu árangrarnir. Hér fer á eftir yfirlit um beztu árangrana, sem náðst hafa á mótinu: Ingunn frá Kornsá jarðsungin í dag í dag verður Ingunn Jóns- dóttir á Kornsá borin til graf- ar. Hún lézt hinn 10. ágúst s. 1., 92 ára að aldri. Ingunn var fædd 30. júlí 1855 og gift Birni Sig- fússyni fyrrv. alþingismanni, sem látinn er fyrir alllöngu. Bjuggu þau lengst af á Kornsá í Vatnsdal, og var heimili þeirra þjóðfrægt fyrir rausn og mynd- arskap. En Ingunn var þó meira en ágæt húsfreyja. Hún var einnig þjóðkunn fræðikona og rithöfundur. Þriár bækur hafa komið út eftir hana og fjalla allar um þjóðfræðileg efni. Eru Eru þær þessar: Bókin mín (1935), Minningar (1937) og Gömul kynni (1946). Þessarar gagnmerku konu verður nánar minnzt hér í blaðinu innan skamms. Skömmtun á skófatnaði í dag hefst skömmtun á skó- fatnaði og gildir stofnauki nr. 11 á núgildandi matvælaseðli sem innkaupaheimild til 1. mai 1948 fyrir einu pari af skóm. Samkvæmt 2. grein reglugerð- arinnar, sem gefin var út um þessa skömmtun í gær, er gúmmískófatnaður og ■ eitthvað fleira undanþegið tskömmtun- inni. dauðadags. Hann var gæddur miklum og fjölhæfum gáfum og fékkst við ýms ritstörf um dag- ana. Sala á benzíni takmörkuð Viðskiptamálaráðuneytiff gaf í fyrradag út reglugerff um tak- mörkun á bensínsölu til bifreiffa og bann við sölu til hvers kyns annarra nota en bein nauffsyn getur talizt. Reglugerffin er gefin út að tilhlutun Fjárhagsráffs. Samkvæmt reglugerð þessari er öllum þeim, er benzín selja í smásölu, óheimilt að selja ben- zín á annan hátt en í geyma bifreiða, og óheimilt er að tæma bifreiðageymana að öðru leyti en því, sem af þeim eyðist við akstur. Skal benzínsalinn skrá hve mikið benezín hann afgreiðir á hverja bifreið í hvert skipti, og er viðskiptamálaráðuneyti heimilt að láta fram fara ranr sókn varðandi framkvæmd þess atriðis, hvenær og hvar sem < og án frekari aðvörunar. Brot á reglugerð þessari varð seektum, allt að krónum 200 000. Óheimilt er og að selja ber zín, þar á meðal flugvélabenzíi til annarra nota en brýn nauc syn getur talizt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.