Tíminn - 14.10.1947, Blaðsíða 2
2
TÍMIW. |>riðjndaginn 14. okt. 1947
187. blað
Þriðjudagur 14. oht.
Dreifing fjármagnsins
HúsnæSismálin í Reykjavík
eru vandamál.Marga, sem dvelja
í bænum og eru þar jafnvel
heimilisfastir, vantar viðunandi
húsnæði. Þá sögu þarf ekki að
rekja, því að hana þekkja allir.
Hinu má ekki gleyma, að öll
þessi vandræði stafa af því hve
ört fólkið hefir streymt til bæj-
arins. Úti um land eru þorp og
sveitir með ónotað húsnæði fyrir
þúsundir manna, þó að annars
staðar sé þar búið í húsakynn-
um, sem ekki eru til frambúðar.
í Reykjavík eru margar íbúð-
ir, sem kosta 200 þúsund krónur.
Og það er eins og mörgum
manni finnist það ekki nema
sjálfsagt, að alltaf sé til nóg af
slíkum húsakosti fyrir hvern
þann, sem í bænum vill búa.
En sagan er ekki öll sögð þar
með. Það er ekki nóg að hafa
húsnæðið. Því þarf að fylgja
gata og gatnagerðin í Reykja-
vík er dýr.
Það er stundum talað um það
eins og sérstáka náð eða mildi,
ef fjárhæð, sem nemur einu
íbúðarverði í Reykjavík er lögð
í samgöngubætur fyrir heila
sveit. En þó er það svo, að veg-
arspotti eða brú fyrir eitt ein-
asta íbúðarverð, getur orðið til
þess, að halda við byggð á
nokkrum sveitabæjum. En það
þýðir, að færri verða húsnæðis-
lausir í Reykjavík.
Þetta dæmi er hér nefnt af
því, að það "er algilt sýnishorn.
Með því að beina fjármagninu
að endurbótum úti um land, og
með því einu móti, er hægt að
hindra sjúklegt og hættulegt
aðstreymi til Reykjavíkur.
Það er oft talað um það, að
dýrt sé að halda við dreifðri
byggð með vegum, brúm o. þ. h.
Dettur nokkrum í hug að þjóð-
in yndi því að vera í vegalausu
landi, þó að hún væri öll komin
til Reykjavíkur? Ætli það sé
nokkur vegarspotti sunnan
lands, sem meiri rækt hefir
verið lögð við að bæta þetta ár,
en vegurinn upp að Heklu? —
Það er ekki vegna þeirra sem
búa við Heklu. Það er vegna
þeirra, sem vilja komast þang-
að sér til gamans, fróðleiks og
hressingar.
Hér skal ekki amast við slík-
um framkvæmdum. — Ferða
mannavegir eiga fullan rétt á
sér. Það er menningarbragur að
eiga gististaði og viðleguskála
uppi um fjöll og óbyggðir. En
staðreyndir eins og vegagerð til
Heklu, brúin á Hvítá við Brú-
arhlöð og margt fleira svipað,
sanna það fyllilega, að vega-
gerðin í landinu er ekki ein-
göngu bundin við atvinnulíf og
flutning á framleiðsluvörum. —
Það er alveg víst, að mönn-
um hefir hætt við að reikna
þessi dæmi öfugt. Þeir pening-
ar, sem til þess eru lagðir, að
menn sitji kyrrir við fram-
leiðslustörfin og nytji auðsupp-
sprettur landsins, eru fjarri því
að vera eyðslueyrir. Það er ein-
mitt bezta sparifé þjóðarinnar.
Þessi atriði öll eiga menn að
hafa í huga. Fólkið eltir fjár-
magnið, en þjóðinni er lífsnauð-
syn að láta sem mest af fjár-
magni sínu halda uppi lífrænni
framleiðslu. Því þarf að beina
því að þeim verkefnum, sem
opna auðlindir framleiðslunnar.
Þjóðhagslega séð er það hin
mesta fjarstæða að kalla yfir
þjóðina skort á landbúnaðar-
vörum með því að spara fram-
Sæimmdur Friðriksson:
Meira um forsetabrennivínið
Nokkur orð um fjárskiptin
i.
Ritstjóri Tímans hefir óskað
þess, að þurfa ekki að birta öllu
meira um þetta mál. Er vel
skiljanlegt, að blað, sem þarf að
ræða almenn málefni vilji ekki
eyða rúmi fyrir fjárskiptamál,
sem snertir aðeins eitt hérað og
er auk þess afgreitt mál, á því
stígi, sem það er nú.
Þó hefir því verið lofað, að
taka nokkrar athugasemdir við
9 kafla grein, er birt var í blað-
inu 8. þ. m., frá Hafsteini Pét-
urssyni, sem hann telur svar við
grein minni í Tímanum 24. sept.
Reyndar er þetta ekki bein-
línis svar við greininni, því
ekkert er hrakið, sem þar stóð.
Það - virðist fremur vera eins
konar söguleg skýrsla um gang
málsins, ásamt aðdróttunum og
dylgjum um sauðfjársjúkdóma-
nefnd og mig, sem fulltrúa
hennar. Hagar höfundur frá-
sögn sinni eftir því, sem hann
telur að bezt henti sínum mál-
stað.
Hafsteinn byrjar á því, að
telja upp nokkra áhrifamenn og
félög, sem sýnt hafi vilja sinn
í þessu efni. En hann getur þess
ekki, að það er fyrst og fremst
málefnið sjálft, fjárskiptin, sem
þessir aðilar mæla með, en hitt
hefir ekki komið fram, nema
hjá sumum þeirra, að þeir telji
allt urjdir því komið að farga
fénu milli Blöndu og Héraðs-
vatna nú í haust. Sama er að
segja um atkvæðagreiðsluna
(84% með), að þar eru menn
að greiða atkvæði um málið
sjálft, en ekki aukaatriði þess.
Skyldi ekki hafa komið fram
svipað fylgi með fjárskiptum
við atkvæðagreiðslu, þó mönn-
um hefði verið gert ljóst, að
ekki væri kostur á að fram-
kvæma þau, fyrr en haustið
1948. Ég fyrir mitt leyti efast
ekki um það. Skoðanakönnuin
sýndi mjög mikið fylgi fyrir
fjárskiptum á þessu svæði, og
gátu menn þá ekki vitað, hvaða
ár fénu yrði slátrað. Fyrst far-
ið er að vitna í fulltrúafundi í
öðrum héruðum má geta þess,
að aðalfundur Stéttarsámbands
bænda, er haldinn var á Akur-
eyri 3. og 4. september s.l., þar
sem mættir voru fulltrúar úr
öllum sýslum landsins, dæmdi
hart þetta kapphlaug fjár-
skiptanefndarinnar milli Blöndu
og Héraðsvatna. Ætti ekki síð-
ur að mega taka mark á slíkum
fundi, en fámennum fulltrúa-
fundum í einstökum héruðum.
iög til nauðsynjamála í sveit-
um, en verða svo að leggja ann-
að eins í kostnað við gatna-
gerð í Reykjavik og annað sem
því fylgir. Og það er raunar al-
veg sama viðhorf í málum þorp-
anna. •
Nýja vatnsveitan í Reykjavík
kostaði 6 miljónir króna. Um-
ferðin og bílafjöldinn í miðbæn-
um veldur miklum vandræðum
og ef svo fer fram enn um hríð,
sem verið hefir, þarf bráðum að
grafa jarðgöng eða byggja brýr
yfir húsunum. Væri ekki betra
að leggja fjármagnið heldur í
aðra lífrænni nýsköpun, sem
yrði til viðreisnar þorpum og
sveitum úti um land?
Það er margt sem kemur til
greina í sambandi við dreifingu
fjármagnsins. En þar þurfa
menn að vera vel vakandi og
láta ekki þrögnsýnina og eig-
ingirnina kalla yfir þjóðina í
heild nein ósköp og vandræði,
sem hægt er að afstýra.
II.
Ég ætla ekki að biðja Haf-
stein afsökunar á því, að ég kom
fram sem opinber málsvari
sauðfjársjúkdómanefndar. At-
vinnumálaráðuneytið bað mig
um greinargerð um málið þegar
nefndin sat ekki að störfum,
sem ég lét því í té, án þess að
vita þá, að hún yrði birt í blöð-
um og útvarpi. Hins vegar sam-
þykkti ég að svo yrði gert, því
þar kom skýrt fram afstaða
sauðfjársjúkdómanefndar til
málsins. Ef ekkert hefði verið
um þetta birt, mátti telja slíkt
vanrækslu frá hendi ráðuneytis-
ins og sauðfjársjúkdómanefnd-'
ar, sem gat orðið til þess, að
sumir fjáreigendur heima fyrir
fengju ekki að vita það sanna.
Þegar svo ráðist er á nefndina
og mig út af þessari opinberu
skýrslu varð ekki komizt hjá
að leiðrétta rangar og villandi
frásagnir. Þetta telur Hafsteinn
aðeins gert til að spilla fyrir
fjárskiptamálinu og er hann
auðvitað sjálfráður um, hvernig
hann túlkar það.
III.
Þá er það annállinn hans
Hafsteins, sem virðist miðaður
við það, að hvergi hafi neitt
gerzt í þessum málum, nema á
milli. Blöndu og Héraðsvatna.
Það er eins og höfundur muni
ekki, eftir neinu öðru svæði.
Hann talar um skoðanakönn-
unina, sem þar sýndi mikið
fylgi, með fjárskiptum, sam-
þykkt á frumvarpi o. s. frv. En
hann virðist ekki muna, að til
var svæði, þar sem m'eira fylgi
kom fram við skoðanakönnun-
ina en þarna. Heldur ekki að
fjárskiptasamþykkt fyrir stórt
svæði kom til sauðfjársjúk-
dómanefndar á undan þeirra
samþykkt, þar sem kom í ljós
að fylgi var þar orðið meira með
fjárskiptum, en á milli Blöndu
og Héraðsvatna.
Annáll málsins er raunveru-
lega'á þessa leið:
1. Fjáreigendur á svæðinu á-
kveða að undirbúa fjárskipti.
Fulltrúar eru kosnir og fram-
kvæmdanefnd.
2. Framkvæmdanefndin ósk-
ar eftir frumvarpsuppkasti, sem
sauðfjársjúkdómanefnd lét af
hendi ,svo sem henni ber skylda
til og engum hefir verið synjað
um, sem um hefir beðið.
3. Framkvæmdanefndin læst
líta svo á, að með afhendingu
frumvarpsuppkastsins hafi sauð
fjársjúkdómanefnd gefið ádrátt
um fjárskipti á ákveðnum tíma.
Engi/.n öðrum hefir hingað til
hugkvæmzt að leggja slíkan
skilning í það.
4. Frumvarpið nær samþykki
fjáreigenda og er lagt fyrir
Sauðfjársjúkdómanefnd. Nefnd
in tekur samþykktina til athug-
unar, og kemst að þeirri niður-
stöðu, að með tilliti til fjár-
skipta á öðrum svæðum, auka-
kostnaðar o ,fl., geti hún ekki
mælt með fjárskiptum þarna
1947. Þannig stendur málið all
lengi, en endar þó á þann hátt,
að landbúnaðarráðherra kemst
að sömu niðurstöðu og Sauð-
fjársjúkdómanefnd og synjar
því um staðfestingu á sam-
þykktinni.
5. Nú hefði mátt ætla að mál-
ið væri afgreitt í bili. En hvað
skeður? Framkvæmdanefndin
heldur áfram eins og ekkert
hafi í skorizt. Hún virðist gera
meira með ímyndaðan „ádrátt*
en hreinlega synjun. Hún boðar
til fulltrúafundar og ákveður
fjárskipti haustið 1947, ef viss
hundraðshluti fjáreigenda sé
meðmæltur. Auðvitað var fylgið
með fjárskiptum fyrir hendi
eins og áður, og fjáreigendum
almennt vorkun, þó þeir treystu
foringjum sínum.
6. Niðurstaðan verður því sú,
að framkvæmdanefndin og
nokkrir aðrir ætluðu sér að
„knésetja“ landbúnaðarráð-
herra og sauðfjársjúkdóma-
nefnd, og koma fram þessum
fyrirmáls niðurskurði, hvað sem
þeir opinberu aðilar, sem með
málið eiga að fara, segðu. Nú
mun fjárskiptanefndinni og
Hafsteini vera orðið ljóst að
þetta er erfiðara en þeir héldu.
Þeir sjá nú að þeir hafa leitt
fjáreigendur út á vafasama
braut. Fjáreigendum almennt
Kirkjugarbar
og trjágróður
Sennilega eru skiptar skoð-
anir um það, hverja framtíð
kirkjugarðar eigi hér á landi.
Líkbrennsla hefir verið hugsjón
ýmsra manna undanfarið og er
enn. Munu þar fyrst og fremst
koma til heilbrigðislegar ástæð-
ur.
Sennilega er hræðsla við sýk-
ingarhættu frá grafreitum
minni nú en fyrir nokkrum ár-
um. Menn héldu að t. d. tauga-
veikissýkillinn gæti lifað tugi
ára í jörðu. Þegar taugaveiki
gaus upp, var auðvitað reynt að
skýra það að eðlilegum hætti.
Varð þá oft gripið til þess að
leita orsakarinnar í því, að
eitthvað hefði verið hróflað við
jörðu, þar sem sýkillinn hefði
getað lifað.
Nú er ,þekkingu á þeim sýk-
ingarleiðum lengra komið, svo
að ihenn vita um þá hættu, sem
af sýkilberunum stafar. Jafn-
framt kemur það í ljós, að upp-
tök taugaveiki gætu oft hafa
stafað frá þeim, þó að gizkað
væri á annað, og þegar kemur
lengra aftur, er aldrei hægt að
vita hvar sýkilberar hafa kom-
ið við sögu. En þessar stað-
reyndir verða til þess að fjar-
lægja óttann við það, sem í
moldinni geymist og þá eins í
kirkj ugörðunum.
En svo er það bæði trú og til-
finning eða smekkur, sem kem-
ur hér til greina. Slíkt verður
ekki rökrætt hér. Sumir trúa
því, að óbrennt lík geti bundið
anda hins framliðna við sig, en
aðrir telja að það sé andanum
tjón og házki, ef fyrrverandi í-
búð hans er skyndilega breytt í
duft og ösku .Slík trúaratriði
verða ekki metin hér. Og það
er engu léttara að finna rök í
tilfinningamálum eins og þeim,
hvort mönnum finnst viðkunn-
anlegra að jarðsetja eða brenna
jarðneskar leifar ástvina sinna.
Hinu má þó ganga út frá, að
um langa framtíð muni graf-
reitir verða notaðir hér á landi
líkt og verið hefir. Mörgum
finnast útfararsiðirnir við-
kunnanlegir og fagrir, og það
Mér þykir hlýða að skrifa
enn fáein orð um hið svokall-
aða forsetabrennivín, meðfram
til fylingar og skýringar á því,
sem áður er um það sagt, og
meðfram til leiðréttingar. Þess
er og full þörf að láta ekki
niður falla þá sókn. sem hafin
er í þessu máli.
Það mun vera rangt í grein
minni um daginn, „að forseta
sameinaðs þings séu skömmtuð
takmörkuð. fríðindi til áfengis-
kaupa. Hann mun ekki þurfa
að binda kaup sín við
neitt ákveðið hámark og er
honum þá í sjálfsvald sett, hve
langt hann gengur í þeim
efnum. Hins vegar munu fríðindi
deildarforseta vera takmörkuð,
eins og þar var sagt.
Þá munu ráðherrar einnig
hafa þessi sömu fríðindi. Mun sá
siður gamall og e. t. v. jafn-
gamall innlendum ráðherra-
dómi, enda höfðu ráðherrar
lengi framan af risnu á heimili
sínu vegna stöðunnar. Nú eru
breyttir siðir. Ráðherrar halda
að sönnu margar veizlur, en þær
fara fram á veitingastöðum, en
ekki heimilunum, og ríkissjóð-
ur borgar allan veizlukostnað.
Það virðist því vera hið sama
að segja um þessi f^íðindi hjá
ráðherrunum sem forsetunum,
að þau séu óviðfelldin og ástæðu
laus, ósmekkleg hlunnindi lögð
ofan á launin.
mun nú líka hafa skilizt, að of-
urkapp nokkurra manna geti
orðið þeim til ófarnaðar í þess-
um málum.
VI.
Unjr Rípurhreppsmálið er
hægt að vera fáorður. Fjár-
förgun þar var gerð til þess að
reyna að uppræta garnaveiki af
svæðinu og koma í veg fyrir að
hún bærist vestur eftir. Var
það ekki í sambandi við almenn
fjárskipti á ákveðnum tíma á
svæðinu vestan við. Ekki get ég
þal^kað Hafsteini þennan nið-
urskurð, því hingað til hefir það
aldrei brugðist að slík fram-
kvæmd færi fram, ef Sauðfjár-
sjúkdómanefnd hefir annað-
hvort verið búin að samþykkja,
eða ákveða slíkar aðgerðir.
Framh.
sem hefir tíðkast með kynslóð-
unum öldum saman á sér djúp
ítök. „Þótt ekki þyki undir því,
hvar andaður nárinn stirðnar,“
svo sem. Fornólfur lætur Ög-
mund biskup segja, eru þó
margir, sem hyggja gott til þess
að hvíla í vígðri mold eins og
feður þeirra og mæður hafa
gert.
Kirkjugarðarnir eru því stað-
reynd og verða eflaust lengi
enn. Það sem lýtur að þeim er
því framtíðarmál.
Nú segja ýmsir, að kirkju-
garðar séu grafir hinna dauðu
og gefi ekkert af sér. Það sé
nær að snúa sér að nýsköpun.
Þetta eru eflaust ágæt rök,
en ekki hrekja þau hitt, að
margur vill hafa hátíðlegan
virðuleika og fegurð í sambandi
við útför og legstað ástvina
sinna. Ber það sízt að lasta og
ótryggir munu þeir ætíð reyn-
ast í stórræðum erfiðra fram-
kvæmda, sem enga ræktarsemi
bera til liðins lífs og horfins
tíma. Hverju, sem menn trúa
um framhaldslíf, verða ekki
hrakin og gerð að engu tengslin
við fortíðina. En svo þarf held-
ur ekki að ganga fram hjá því,
að mörgum er sambandið yfir
gröfina veruleiki.
Kirkjurnar eru samkomuhús
Þá má líka bæta því við, að
útbreiðsla þessara fríðinda hefir
náð svo langt, að tekið hefir til
varaforseta á Alþingi og má þar
af ráða, að þetta muni stöðugt
verða víðtækara og víðtækara,
ef ekki er að gert.
Ég hefi fundið að einstakir
menn hafa hnotið um orðalag
hjá mér í greininni hinn 7. þ.
m., þar sem sagt er, að hin tak-
mörkuðu fríðindi væru þá „fimm
þúsund króna múta á mánn“.
Segja þeir, að orðið múta, tákni
ekki neitt annað í nútíðarmáli,
en gjald er menn selji sjálfa
sig fyrir. Þó að ég telji raunar
að hægt sé að rökræða þann
skilning fram og aftur og finna
dæmi gegn honum úr gullald-
ar máli, eru hnippingar um það
atriði óþarfar og skulu ekki leiða
athyglina frá kjarna málsins.
Hér er ekki verið að drótta
mútuþágu að einstökum mönn-
um. Við skulum því kalla þetta
fríðindi, hlunnindi, bitling, hlut-
arbót, stúf, forréttindi eða eitt-
hvað þess háttar.
Þá skal það líka tekið glöggt
fram, að það sem fyrir mér
vakir, er að ,'ráðast á þessa
siðvenju og fá hana rædda og
niðurlagða, en ekki að veitast
að einstökum mönnum og þá
sízt þeim, sem nýkomnir eru
undir reglurnar. Svo mjög sem
þessi mál öll eru undir hulu,
liggur alls ekki fyrir hvernig
hver einstakur hefir snúizt við
þeim, enda er það ekki aðalatr-
iði málsins. En það væri alls
fjarri öllum sanni, ef ekki mætti
ræða þennan ósið, vegna þeirra
manna, sem nú sitja í embætt-
unum.
Eitt er siðurinn sjálfur og um
hann hefi ég rætt og vil deila
á vægðarlaust. Annað er við-
brögð þeirra manna, sem fengið
hafa þessi fríðindi, Þau eru að
sjálfsögðu misjöfn eins og
mennirnir og skal ég ekkert um
það segja að svokomnu, enda
reglan í sjálfu sér hvorki verri
né betri, hvað sem um það er.
Hitt er svo annað mál, að mér
þykir það misráðið, að sá mað-
ur, sem gengið hefir fram til
varnar forsetabrennivíninu
skuli vera endurkosinn forseti
sameinaðs Alþingis, og tel ég
að þeir, sem það gerðu, hafi þar
(FramhalcL á 4. síðu)
og kirkjugarðarnir eru á sam-
komustöðum. Útlit þeirra og
hirðing setur svip sinn á kirkju-
staðinn og hefir áhrif á það,
sem þar fer fram. Það hefir því
beina þýðingu fyrir daglegt líf
fólksins, hvernig þar er um
gengið.
Sennilega er hirðing kirkju-
garða með öllu móti frá því .að
vera prýðileg og að nístandi
ömurleika. En það ætti hverj-
um söfnuði að vera metnaðar-
mál að ganga sem bezt frá
grafreit sínum.
Á síðustu árum er það mjög
í tízku að steypa með ýmsu
móti yfir og umhverfis leiði og
fellur það misjafnlega við
smekk manna. Ýmsir geta ekki
varist því að finnast sumt af
því tagi kuldalegt eða ósmekk-
legt. Sjálfsagt er erfitt að taka
fram fyrir hendur manna í þeim
efnum. En alltaf verða slíkar
framkvæmdir hálfgert handa-
hóf og skipulagslitlar, þegar
horft er á heildina.
íslenzka þjóðin ætti að setja
sér það takmark að skreyta
kirkjugarðana með trjágróðri
meira en verið hefir. Dæmi eru
til þess að ungmennafélag eða
kvenfélag hefir tekið sér fyrir
hendur að gróðursetja í kirkju-